Lögberg - 17.05.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.05.1951, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. MAÍ, 1951 lögterg GefiB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 69 5 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjðrans: HDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT 4VENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” ia printed and published by The Columbia Press Ltd. 69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Til lesenda og styrktarmanna íslenzku vikublaðanna Á vissum sviðum áhugamála og athafna, skiptast skoðanir íslendinga af eðlilegum ástæðum um hollustu og mannfélagssamtök; þetta er í vissum skilningi eðli- legt, og skapar lífrænt og vekjandi umhverfi; á hinn bóginn koma til greina viss viðfangsefni, er eiga þróun sína og framtíð sína að sækja til samstilts stuðnings af hálfu almennings. Stofnun kenslustólsins í íslenzku og íslenzkum fræðum við Manitobaháskólann, hefir skýrt og afdráttarlaust leitt í ljós þörfina, sem á því er, að íslendingar leggist á eitt, ef náð skil mikilvægu markmiði. Árið 1941 tókst ég á hendur forsæti í framkvæmd- arnefnd The Columbia Press Limited með það fyrir augum, að ég hefði óbundnar hendur í því efni, að stuðla að sameiningu íslenzku vikublaðanna; ég var sannfærður um, að með þeim hætti einum, yrði betur og víðar séð fyrir þörfum íslenzka mannfélagsins yfir- leitt; að þessu markmiði starfaði ég í átta ár; en eftir að tilraunir mínar fóru út um þúfur, lét ég af forseta- stöðunni 1949. En eins og nú hagar til, er ég ekki í neinum vafa um, að þörfin á sameiningu blaðanna sé brýnni en nokkru sinni fyr. Ástæðurnar, sem til grund- vallar liggja fyrir því, að mál þetta verði tekið til endur- íhugunar, má flokka á þessa leið: í fyrsta lagi. Athygli skal leidd að því, hve útgáfa íslenzks blaðs er orðin gífurlega kostnaðarsöm vegna síhækkandi verðs efnis og framleiðslu; megin kostn- aöurinn er fólginn í undirbúningi og niðurröðun frétta og sérstakra ritgerða, ásamt stílsetningu hinna fyrstu nokkurra hundraða af blaðinu; kostnaður við nokkur hundruð í viðbót á sjálfvirkri prentvél, er tiltölulega lítill; með öðrum orðum, þá lækkar að drjúgum mun útgáfukostnaður hvers blaðs eftir því sem kaupendur eru fleiri. í öðru lagi. Þrátt fyrir það þó dregið sé úr stærð blaðanna, eða áskriftargjöldin séu hækkuð, reynist. báðum blöðunum, Heimskringlu og Lögbergi það æ tor- veldara, að fullnægja köllun sinni innan vébanda ís- lenzka mannfélagsins á þeim tekjum, er þeim falla f skaut frá áskriftargjöldum og auglýsingum. í þriðja lagi. Hvorugt blaðanna greiðir ritstjórum sínum eða öðru skrifstofufólki nægjanleg laun. í fjórða lagi. Bæði blöðin birta sömu ræðurnar, sömu umsagnir af íslenzkum félagsmálum, og sömu ritgerðirnar eftir menn, er vilja ná eyra sem flestra út um bygðir íslendinga. í fimta lagi. Bæði blöðin leita stuðnings sömu verzlunar- eða viðskiptastofnana vegna auglýsinga; slík afstaða er engan veginn ákjósanleg, og felur í sér tvíverknað og kostnað. í sjötta lagi. Sameiginlegri útgáfu blaðanna ætti að mega hrinda í framkvæmd. Ég vil jafnvel vera það róttækur, að mæla með því, að á sínum tíma yrði á fót komið sérstakri ritstjórnarnefnd, er ábyrgð bæri á al- enskri útgáfu aðra hvora sjöttu eða áttundu viku; þetta fyrirkomulag myndi, að minni hyggju, koma sameigin- legu blaði á traustan, félagslegan og heimilislegan grundvöll, og greiða með því götu sérstökum áhuga- málum sem allra flestra afkomenda íslendinga á þessu meginlandi. Á þessum grundvelli mætti auka að mun útbreiðslu bfaðs, auk þess sem hin nýja fræðsludeild í íslenzku við háskólann ætti þá léttara fyrir um aukin sambönd við íslenzkt umhverfi. í sjöunda lagi. Birting frétta, mismunandi skoðana og sérstakra ritgerða, ætti að teljast þess eðlis, að í því efni ættu allir íslendingar að geta tekið höndum saman. Með þessum hætti mætti koma við nauðsyn- legum sparnaði, útiloka óþarfan tvíverknað og tryggja framtíð einnar, íslenzkrar prentsmiðju. í áttunda lagi. íslendingar þurfa að fá vitneskju um, að það kosti frá $14.000 upp í $17.000 á ári, að gefa út íslenzkt vikublað, eða yfir $30.000 fyrir tvö vikublöð; og væri það ekki vegna hins mikla starfs ritstjóranna, örlætis íslenzkra stjórnarvalda og nokkurra áhuga- samra einstaklinga, hefði hvorugt blaðið getað viðhald- ið félagslegri þjónustu sinni í liðinni tíð. í níunda lagi. Ég tel líklegt, að miklu almennari stuðningur myndi nást, ef við tækjum höndum saman á þessu sviði hinnar félagslegu þjónustu. ísienzku blöð- in hafa í meir en sextíu ár unnið dyggilega að málefn- um íslendinga í þessari álfu og átt forgöngu um mörg félagsleg nytjaverk. í tíunda lagi. Ég vil ekki að fólk fái það á huga, að með því einu að sameina blöðin tvö, séu öll vandamál ráðin varðandi útgáfu íslenzks blaðs; til að byrja með yrði tala fyrirfram greiddra áskriftagjalda að tvöfald- ast frá því, sem nú gengst við. Að minni hyggju væri það eigi aðeins æskilegt, heldur og beinlínis nauðsynlegt, að stofnaður yrði var- anlegur sjóður, er staðið gæti straum af rekstrarhalla sameinaðs, íslenzks blaðs, og trygt því langlífi; þetta ætti íslenzka mannfélaginu í Norður-Ameríku ekki að verða um megn, beiti það samstiltum kröftum að á- kveðnu marki. Bréf þetta er samið og birt í þeirri von, að það leiði til viturlegra athafna, er á sínum tíma leysi áminst vandamál. Vegna hins óumflýjanlega samruna þjóða- brotanna á þessu meginlandi, er það lífsskilyrði, að hvert og eitt þeirra varðveiti hin menningarlegu sér- kenni, er þau búa yfir. EJinn áhrifamesti máttarstólp- inn til viðhalds íslenzkri menningu verður að sjálfsögðu fjárhagslega sjálfstætt, íslenzkt vikublað, óháð stjórn- málum og öllum sérflokkum; blað, er verðskuldi stuðn- ing allra íslendinga í Norður-Ameríku. Blað af þessari tegund, myndi halda áfram að starfa eins og Lögberg og Heimskringla hafa gert á liðnum árum, og verða mikilvægur tengiliður til eflingar hinu menningarlega sambandi við ættmenni okkar á íslandi. Winnipeg, 14. maí 1951 Virðingarfylzt, P. H. T. Thorlakson. Ofanskráðu bréfi, sem er næsta íhyglisvert, sneri ritstjóri Lögbergs úr enskri tungu á íslenzku. Langfullkomnasta varðskip í eigu íslendinga væntanlegt í ágúst Búið öllum nýjuslu lækjum lil notkunar við gæzlu og björgun við íslandsstrendur Síðari hluta ágústmánaðar er væntanlegt hingað til lands lang-fullkomnasta varðskip, sem íslendingar hafa eignast. Það hefir verið smíðað í Álaborg, og var sett þar á flot í gær. — Gaf Guðrún, kona Stefáns sendiherra Þorvarðssonar, skipinu nafnið Þór. Nýtt framlag Marshallaðstoðarinnar til íslands, 2,2 millj. dollara Saga þessa máls er sú, að seint á árinu 1949 ákvað Eysteinn Jónsson, sem þá fór með land- helgismálin sem ráðherra, að smíðað skyldi nýtt og fullkomið varðskip handa íslenzka ríkinu. Undirbjó Pálmi Loftsson, for- stjóri Skipaútgerðar ríkisins, málið og samningana við skipa- smíðastöðina, og nú líður senn að því, að við fáum þetta full- komna skip til gæzlu á fiskimið- unum við strendur landsins. Þegar Ægir var fenginn, höfðu Framsóknarmenn einnig forustu um það. Mjög ganghrail skip. Þór hinn nýi er rúmar 700 lest ir að stærð, og hefir tvær skrúf- ur og tvær aðalvélar, hvora um 1600 hestöfl. Er skipið mjög ganghratt — fer á átjándu mílu á klukkustund. Verður það því fljótt í förum, eins og nauðsyn- legt er við strandgæzluna. Þrjár fallbyssur. Skipið verður ákaflega vel út- búið að öllu leyti, svo að það geti bezt og öruggast fullnægt því hlutverki, er því er ætlað. Það er meðal annars búið þrem- ur fallbyssum, einni 57 milli- metra og tveimur 47 millimetra. Fullkomnustu björgunartæki. Þór á einnig að gegna björg- unarstörfum, og er því búið mjög fullkomnum tækjum í því skyni. Meðal annars verður á því spil, sem dregur og gefur eftir sjáKkrafa, eftir ölduslætt- inum. Öll önnur björgunartæki eru af nýjustu gerð. Y f irmannaskóli. Herbergjaskipun í skipinu er þannig hagað, að hafa má þar fyrirhugaðann skóla fyrir yfir- mannaefni á íslenzk varðskip og veita þeim þannig fullkominn undirbúning undir starf sitt við gæzluna við strendur landsins Skipherra á hinu nýja varð- skipi verður Eiríkur Kristófers- son, nú skipherra á Ægi, og yfir- vélstjóri Aðalsteinn Björnsson. —TÍMINN, 29. apríl Afstaða bankanna gagnvart útlöndum hefir batnað til mik- illa muna undanfarna mánuði. 1 ágústlok var svo komið hag þeirra út á við, að þeir skulduðu erlendum viðskiptabönkum 19.5 milljónir kr. og hafði skuldin aukist um 19.1 millj. króna frá júlílokum. í septemberlok var hagur þeirra héldur betri, skuld in komin niður í 16.4 millj. kr. og enn fór hún niður í 14 millj. kr. í októberlok. í nóvember hafði skuldin ver- ið þurrkuð út og inneign mynd- azt er nam rúmlega 16.2 millj. Öll Marshallaðstoðin við ísland þá orðin 20,7 millj. dollara; 12,9 óendurkrœfar. Efnahafssamvinnustofnunin hefir nýlega tilkynnt, að ís- landi hafi verið veitt frek- ari framlög til efnahagsað- stoðar, er nema 2,2 milljón um dollara. Þar með nema framlög þau, sem ísland hefir fengið til vörukaupa í dollurum á fjárhagsárinu 1. júlí 1950 til 30. júní 1951 samtals 5,4 milljónum doll- ara. Jafnframt hefir ís- lenzku ríkisstjórninni verið tilkynnt, að upphæð þessi verði öll veitt sem framlag án endurgjalds. Heildarupphæð sú, sem ísland hefir fengið í beinum framlög- um til efnahagsaðstoðar síðan Marshalláætlunin tók til starfa fyrir rúmum þremur árum síð- an, nemur þar með samtals 20,7 millj. dollara, sem sundurliðast þannig: Lán 4,3 milljónir, skil- orðsbundin framlög 3,5 milljónir og óendurkræf framlög 12,9 mill jónir dollara. Auk þess hafa ís- landi verið veittar 4 milljónir dollara í gegnum greiðslubanda- lag Evrópu og nema þá heldar- framlögin 24,7 milljónum doll- ara. Innkaupaheimildir. Af fjárveitingum þeim, sem íslandi hafa verið veittar í bein- um framlögum að upphæð 20 millj. dollara og sem mynda grundvöllinn fyrir beiðnum um kr. Hafði hagur bankanna því batnað um 30,2 millj. kr. Hann batnaði enn um 26,1 millj. króna í desember og varð inneign bank anna erlendis þá 42,3 millj. kr. og enn jókst hún hún um 9,5 milljónir kr. í janúar, svo að hún varð nærri 51,9 millj. króna í lok þess mánaðar. í febrúar hefir hagur bankanna sennilega batnað enn, þótt tölur frá Hag- stofunni séu ekki fyrir hendi um það enn, en þaðan eru þær upplýsingar, sem hér eru birtar. Sparifé landsmanna var fjórð- ungi meira í lok janúarmánaðar 1951 en á sama tíma á s.l. ári. í lok janúar þ. á. námu inn- lög í bankana rúmlega 761 millj. kr. og höfðu aukizt um rúmlega 37,7 millj. króna í þeim mánuði. í lok janúar á árinu sem leið námu innlögin nærri 609.3 millj. króna og höfðu því aukizt um nærri 152 millj. kr. á einu ári. En útlánin jukust einnig tals- vert á þessu tímabili, þótt sú aukning væri ekki eins mikil og á innlögunum. í lok janúar s.l. námu þau 1082,3 millj. króná — eða rúmlega milljarði — og höfðu aukizt í þeim mánuði um 14,1 millj. kr. í lok janúarmán- aðar 1950 námu útlánin hins. vegar rúmlega 911,7 millj. kr. og jukust því um rúmlega 170 millj. kr. á árinu. Janúarútlánin síð- ustu voru hins vegar ekki há- markið á þessu tímabili, því að þau fóru yfir 1100 milljónir í nóvemberlok s.l., en yfir millj- arðinn komust þad í júnímánuði á árinu sem leið. í janúar nam seðlaveltan 183,5 millj. króna, hafði lækkað úr 197,5 millj. kr. er verið hafði al- gert hámark í sögu landsins. —VÍSIR, 18. apríl GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný útíarárstofa me8 þeim full- komnasta útbúnaiSi, sem völ er á, annast virðulega um útfarir, selur líkkistur, minnisvarSa og legsteina, Alan Couch, Funeral Direclor Phone—Business 32 Residence 59 ákveðnar innkaupaheimildir til kaupa á einstökum vörutegund- um og ýmiskonar þjónustu, var í lok marzmánaðar s.l. búið að gefa út innkaupaheimildir fyrir samtals 18788 millj. dollara. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa verið gefnar út innkaupa- heimildir að upphæð samtals 1,533 millj. dollara, sem varið var til kaupa á tækjum og efni í þágu sjávarútvegsins, landbún- aðarins og til framkvæmda við Sogs- og Laxárvirkjanirnar. — Einnig til iðnaðar. Með þessum síðustu innkaupa heimildum nema upphæðir þær, sem varið hefir verið til kaupa á tækjum og þjónustu fyrir Sogs- virkjunina samtals 3,558 millj. dollara og fyrir Laxárvirkjunina 942 þúsundir dollara. —Alþbl. 21. apríl Minningarorð Miss Margrét Árnadóttir vist- kona á Betel á Gimli, andaðist þar 10. apríl, eftir all-langa van- heilsu. Hún var fædd á Brunna- stöðum á Vatnsleysuströnd í Gullbringu- og Kjósarsýslu, dótt ir Árna Þorgeirssonar bónda þar og konu hans Önnu Jóns- dóttur. Hún ólst upp á æsku- stöðvum sínum, en fluttist til Candada aldamótaárið, settist að á Gimli og dvaldi þar ávalt. Um mörg ár var hún ráðskona hjá Hans heitnum Jónssyni, er var einn af frumlandnámsmönn- um Gimli-umhverfisins. Varð hann maður háaldraður og gerð- ist vistmaður á Betel; réðist Margrét þá þangað sem vinnu- kona árið 1922 — og þjónaði þar í nokkur ár — en er aldur færð- ist yfir hana varð hún vistkona þar. Hún leið vanheilsu hin síð- ustu ár. Margrét var mikil þrekkona, með afbrigðum ósérhlífin, kær- leiksrík og trygg ættfólki sínu og öllum er hún kyntist — sér- staklega góð þeim er bágt áttu í einhverri mynd. Á elliheimil- inu Betel innti hún af hendi mikla og fómfúsa þjónustu; þar naut hún einnig í elli sinni á- gætrar umönnunar. Systur henn. ar: Mrs. Vilborg Thorsteinson, Mrs. Arnfríður Thordarson og Mrs. Sigríður Goodman, eru all- ar látnar. Systurbörn Margrétar báru djúpa trygð til þessarar öldruðu móðursystur sinnar. Margt af frændfólki hennar ásamt ástvinum frá Selkirk og, Winnipeg og fólk úr Gimli-bæ og umhverfi var viðstatt útför- ina, er fór fram frá Betel þann 13. apríl. Sá er línur þessar ritar flutti kveðjumál. S. Ólafsson Greiðsla uppbótarverðs Viðskiptamálaráðherra sam- bandsstjórnar, Mr. Howe, hefir kunngert, að uppbótargreiðsla til bænda vegna fimm ára hveitisamninganna við Bretland, hefjist í næstu viku; fjárupphæð sú, sem hér um ræðir, nemur sextíu og fimm miljónum doll- ara. i, Ýmsum þykir uppbótargreiðsl an of lág, en aðrir telja hana að öllu sanngjarna. Nýir tollasamningar Sambandsstjórn h e f i r hrundið í framkvæmd nýjum tollasamningum við sextán þjóð- ir, er lækka nokkuð innflutn- ingstolla frá þeim þjóðum hing- að til lands; margir munu þ° líta þannig á, að ákjósanlegt hefði verið að lækkanirnar yrði nokkru róttækari; en þær lækk- anir, sem líklegastar þykja til að verða canadísku þjóðinni að mestu liði, varða framtíðarvið- skiptin við Bandaríkin. NEW COLORS FOR THE COLDSTREAM GUARDS Presentaiion by the King at Windsor As Colonel-in-Chief of the Regiment, the King recently presented new colours to the First and Second Battalions of the Coldstream Guards. The ceremony took place on the golf course below the east terrace of the Castle. The two battalions marched on to the golf course preceded by their bands, and were inspected by His Majesty the King. During the inspection the new colours were draped on the piled drums. After consecration by the Chaplain General to the Forces, the new colours were presented by the King to the two battalions. This picture shows: His Majesty the King taking the salute as the battalions march past the Royal dais. Her Majesty the Queen is seen on the dais with His Royal Highness Prince Charles as the colours of the Second Battalion pass by. ÚR HAGTÍÐINDUM: Afstaðan gegn útlöndum batn- aöi um 70 millj. kr. á 6 món. Innlög í bankana aukast um fjórðung á einu ári

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.