Lögberg - 19.07.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 19.07.1951, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JÚLÍ, 1951 5 4HU8AM4L IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ALVARLEGT ÁSTAND Dýriíðin knýr maeður iil vinnu uian heimilis Enn eykst dýrtíðin í landinu; á síðustu tólf árum, eða síðan 1939, hafa lífsnauðsynjar hækk- að sem svarar 82 prósent. Ekki lítur út fyrir að þessi verðbólga sé að stöðvast, og verður því ekki langt að bíða þar til það verður helmingi dýrara fyrir fólk að lifa en það var fyrir síð- ustu styrjöld. Ekki væri mikið við þetta að athuga, ef kaup- gjald allra hefði hækkað að sama skapi, en það er síður en svo sé. Að vísu hefir það fólk, sem tilheyrir sterkum verkalýðssam- tökum, getað fengið kaup sitt hækkað í samræmi við verð- hækkunina, og ef hægt er að fara eftir þeim skýrslum, sem gefnar eru, um hækkun á kaup- gjaldi, að það sé yfirleitt 125,5 prósent hærra en það var 1939. þá hafa sumar stéttir á þessum árum krafist og fengið hærri kaupgjaldshækkun en sann- gjarnt er. En samtímis berst fjöldi fólks í bökkum, sérstak- lega barnmargar fjölskyldur. Kaup heimilisföðursins hrekk- er ekki fyrir þörfum fjölskyld- unnar og móðirin er knúð til þess að ganga út í vinnu til þess að þau geti haldið lífinu í sér og börnunum. Það er meira en lítið rangt við það þjóðfélag, sem knýr mæður til þess að vanrækja börn sín, því vitaskuld njóta börnin ekki þeirrar móðurlegu umhyggju, sem þau þurfa og eiga heimtingu á, ef móðir þeirra er nauðbeygð til að stunda 8 til 10 tíma atvinnu daglega utan heimilisins. Aður en vélamenningin hófst var helgi heimilisins, hversu fá- tækt sem það var, órofin. Börn- in nutu almennt sambúðar og umhyggju móður sinnar, en þeg- ar vélarnar, sem áttu að gera vinnu fólksins léttari og bæta kjör þess, komu til sögunnar, hefir heimilislífið orðið fyrir sí- feldum og sívaxandi árásum, en ánægjulegt og fagurt heimilis- líf er ein af styrkustu stoðum menningarinnar. „Það er eitt- hvað rotið í Danaveldi!“ Það er eitthvað meir en lítið rangt v'ið það stjórnarfar, sem leyfir slíkt. 400,000 giflar konur í Canada vinna utan heimilis. I Maclean’s Magazine 15. maí birtist grein, Why wives go to work, sem sannar að hér er ekki farið með staðlausa stafi. Þar er skýrt frá því, að tala kvenna í Canada, sem stunda atvinnu utan heimilis, hefir tvöfaldast síðan í byrjun síðasta stríðs 1939 og nú eru þær 1,200,000, þriðj- ungur þeirra eða um 400,000 eru giftar konur. Höfundur ofannefndrar grein- ar, Sidney Katz, einn aðstoðar- ritstjórum tímaritsins, átti tal við vinnuveitendur og verka- lýðsforingja; við fjölda vinnu- kvenna og eiginmenn þeirra, og við kennara og velferðarmála starfsfólk. Eftir margra vikna rannsóknir komst hann að þess- um niðurstöðum: Meirihluti kvenna gengur ekki út í vinnu vegna þess að þær æski þess, né til að sýna að þær hafi öðlast kvenfrelsi. Þær hafa tekið að sér utanheimilisstörf vegna þess að inntektir heimil- isföðursins hrukku ekki fyrir útgjöldum heimilisins. Framfærslukostnaður h e f i r hækkað eins og áður segir, en meðalkaup m a n n a þessara kvenna er aðeins $45.31 á viku. En Velferðarmálaráð Toronto- borgar hefir reiknað út að venju leg fjölskylda þarfnist meir en fimmtíu dollara á viku til þess að halda heilsu og sjálfsvirð- ingu. Fæstar konur ganga út í vinnu til að afla sér munaðarvöru; þær vinna til að afla sér nauð- synja — læknishjálpar, elds- neytis, húsnæðis og fata. Hjá einni fjölskyldu í Toronto, urðu tvö börnin, sem ekki voru kom- in á skólaaldur að sitja inni í 7 vikur síðastliðinn vetur vegna þess að þau áttu ekki vetrarföt. Þau komust loks út eftir að móð- ir þeirra hafði unnið utan heim- ilis 1 mánuð. Önnur kona varð að velja um hvort hún ætti að hýr- ast í tveimur herbergjum með þrjú stálpuð börn eða fara út í vinnu og leigja $92,00 tvíbýlis íbúð. Maður hennar fær $44.50 í kaup á viku. Hún kaus að fara út í vinnu eins og þúsundir kvenna í samskonar kringum- stæðum. Lægra kaup fyrir sömu vinnu- afköst. Og svo þegar konan hefir orð- ið að slíta sig frá heimilinu verð- ur hún fyrir öðrum vonbrigð- um; kaup hennar er miklu lægra en karlmanna, jafnvel fyrir sömu vinnuafköst. Á verkstæð- um þar sem kaup karla er $45.73 á viku fær konan $25.91. I tin- dósaverksmiðjunum fær hún 10 cent minna á klukkustund og hjá kjötfélögunum 17 cent minna á klst. Stundum stafar þessi mis- munur af því að vinna karl- mannanna er erfiðari, en það er ekki altaf. í mörgum verzlunum fá afgreiðslukonur tólf dollur- um minna á viku en karlmenn sem afgreiða samskonar vöru. Afslaða eiginmannanna. Blaðamaðurinn talaði við tíu giftar konur í hóp og þeim kom öllum saman um það, að þær þekktu ekki einn einasta eigin- mann, sem væri ekki sár- óánægður yfir því að kona hans þyrfti að ganga út í vinnu, að honum fyndist að hún ætti að vera heima og líta eftir heimil- inu og börnunum. Þrátt fyrir alt sem sagt hefir verið um víð- sýni eiginmanna nútímans, þá líður þeim flestum betur ef þeir eru sjálfir þess megnugir að sjá fyrir fjölskyldum sínum. Ef maðurinn á ekki annars úr- kostar en að kona hans vinni líka, ásakar hann sjálfan sig undir niðri, finnur til vanmátt- ar síns, verður skapstirður og heimilislífið gleðisnautt. Konunum ofboðið með vinnu. Konur, sem reyna að annast heimili sitt og börn sín ásamt vinnu utanheimilis verða vita- skuld yfir sig þreyttar og líta varla glaða stund fyrir þessari þrælkun. Blaðamaðurinn segir frá mörgum slíkum mæðrum: „Ein móðir, sem ég fylgdist með nákvæmlega, sagði mér að hún væri svo þreytt eftir vinn- una að hún gæti ekki sinnt eðli- legum kvöðum barnanna. „Ég veit, að ég er geðill við þau, en hvað getur maður gert, ég er altaf þreytt, maður verður að vera gæddur yfirnáttúrulegum kröftum til þess að bera þessa byrði með góðu skapi“. Þessi móðir átti þrjú börn innan við 9 ára. Hún fer á fætur kl. 7, tilreiðir morgunverð, út- býr miðdegisnesti þeirra og klæðir börnin. Þegar maður hennar og börn eru farin kl. 8.15, lagar hún sig til, nær í strætisvagninn og kemst í vinn- una kl. 845. Hún vinnur við af- greiðslu í búð. Hún bragðar fyrst mat í frístundinni kl. 10, fær sér þá kaffi og brauð. Um miðdaginn eyðir hún tíu mínút- um í að borða smurt brauð með mjólk, að því loknu fer hún upp í setustofu afgreiðslustúlknanna og ver fimmtíu mínútunum sem eftir eru við að stoppa í sokka barnanna, sauma eða bæta föt þeirra. Á leiðinni heim kaupir hún í matinn. Meðan maturinn er að sjóða, þvær hún morgunmatar- diskana og býr um rúmin. Þegar þau hafa neytt kvöldverðar kl 7.30 er hún svo þreytt að hún leggst fyrir í klst. Svo á fætur aftur til að þvo, straua og bæta. Hún er sjaldan búin fyr en kl. eitt eftir miðnætti. Á sunnudög- um, sem ættu að vera hvíldar- dagar, vinnur hún lengst, því margt hefir verið vanrækt dag- ana áður. Það þarf að baða og klæða börnin og koma þeim í sunnudagaskólann kl. 9. Svo langar hana til að hafa reglu- lega góða máltíð þann dag „svo að börnin muni að mamma hafi stundum gefið þeim gott að borða“. — Á mánudagsmorgun fer hún í vinnuna eins þreytt og þegar hún hvarf frá henni. Börnin vanrækt. Það er ekki einungis að of- þreyta þjái þessa móður sem þannig þrælkar heldur ber hún í brjósti sára sektartilfinningu vegna barnanna; hún veit sem er, að þau fá ekki þá umönnun, sem þau þurfa; þegar þau koma heim úr skóla, er enginn þar til að fagna þeim. Hún óttast að eitthvað komi fyrir þau, að þau geri eitthvað af sér eða skaði sig. Hún reynir að koma þeim fyrir; oftast er reynt að koma þeim fyrir hjá afa og ömmu, en það* fer sjaldnast vel; þau eru komin á þann aldur, að þau þola ekki gang og ærsli ungdómsins, enda eru gömlu hjónin búin að gera sína skyldu, að koma upp sínum eigin börnum og það er ekki rétt að þau þurfi að taka að sér að ala upp börn á ný. Móðirin reynir þá að koma börn- unum fyrir hjá vandalausum, en það hefir reynst áhættusamt Komið hefir fyrir að níðst hef- ir verið á börnunum. Toronto- borg, sem telur nær miljón íbúa, getur veitt umsjón aðeins 800 börnum. Vöggustofur eru starf- ræktar af einstaklingum, en þær eru fáar og kostnaðarsamt að senda börnin þangað. — Eins og þegar hefir verið vikið að, er það hættulegt hverri þjóð, að veikja stoðir heimilisins; það er og grimmdarlegt að slíta móð- urina frá börnunum, hvort sem það er gert með lögboðum ein- ræðisherra, eða með örbyrgð er stafar af hirðuleysi stjórnar- valdanna. 1 kommúnistaríkjun- um verða nú allar konur að taka að sér utanheimilisstörf, og fá uppeldi barna sinna í hendur vandalausra í hinum svokölluðu vöggustofum og barnagörðum. Enn eru það tiltölulega fáar mæður í þessu landi, sem verða þannig að slíta sig frá börnum sínum, en tala þeirra er þó að aukast eins og greinin í Mac- leans ritinu gefur til kynna. Það eru ekki margir tugir ára síðan konur háðu baráttu fyrir þeim rétti að þær mættu taka að sér störf utan heimilisins. Nú hygg ég, að það sé engu síður þörf á því, að konur hefji bar- áttu fyrir því, að hver einasta móðir fái rétt til þess að sinna börnum sínum eftir þörfum, hvort sem hún er fátæk eða rík. Það þarf og að berjast fyrir því, að hvert eitt einasta barn fái að njóta umönnunnar móður sinn-< ar, svo framarlega sem hún er á lífi. Ef landið okkar, Canada, er svo illa statt, að mæður ungra barna — að margra barna mæð- ur, verða að ganga út í vinnu, þá ættu stjórnarvöld lands okk- ar að minsta kosti að setja á stofn nægilega margar vöggu- stofur og dagheimili, til þess að mæðurnar þurfi þó ekki að ótt- ast, að börnin fari sér að voða meðan þær eru við vinnu sína. Á níunda þúsund múl síldar komin fril hafnar í Höfðakaupsfað Allmörg skip hafa fengið góða veiði við Horn, en þoka gær og nokkur kaldi. var í Mörg skip fengu góðan afla í fyrrinótt austur af Horni og djúpt á Húnaflóa. Mun síld ekki hafa veiðzt innar á fló- anum en tólf mílur suðaust-1 ur af Horni. í gær var tals verð þoka til hafsins, og nokkur kaldi var, en í gær- kveldi virtist heldur að létta til. vera Veiði skipa mun annars hafa verið allmisjöfn, en þau eru fjöldamörg samankomin á síld- armiðunum út af Húnaflóa vestanverðum, einkum í grennd við Horn. Virtist síldarinnar minna hafa orðið vart austar og 1 innar í gær en. í fyrradag. Grundfirðingur. Kom hann hlað inn með 318 mál í bræðslu og um 50 tunnur í salt. Hófst sölt- un þegar í gærmorgun. Guðfinnur Þorbjörnsson, verk smiðjustjóri í Ingólfsfirði, sagði engin síldarskip hafa komið þangað. I Hólmavík er nú allt búið undir síldarsöltun, en engin síld hefir borizt þangað. Sigluf jörður. Til Siglufjarðar komu í fyrri- nótt og í gær fjögur skip. Voru það Erlingur II. frá Vestmanna- eyjum með um 300 mál, Ársæll Sigurðsson frá Hafnarfirði með .500 mál, Ólafur Bjarnason frá Hafnarfirði með 500 mál og Sigurður frá Siglufirði með 600 mál. Tóku síldarverksmiðjur ríkisins og Rauðka á móti þess- ari síld, nema hvað síldarsölt- unarstöð Björns Björnssonar fékk nokkuð af síld af Erlingi, og er það fyrsta síldarsöltun 1 Siglufirði í ár. Síldarleil frá Kópaskeri og Akureyri. Síldarleit í flugvélum mun fara fram frá tveimur stöðum, Akureyri og Kópaskeri. Verða þeir 1 flugvélunum nafnarnir Ingvar Einarsson útgerðarmaður og Ingvar Einarsson, skipstjóri á Hæringi. Mun Ingvar skipstjóri hafa bækistöð sína á Akureyri, en nafni hans, sem bíður flug- fars norður, á Kópaskeri, að minnsta kosti fyrst um sinn. — Fregnir um árangur af síldar- leitinni verða svo sendar skrif- stofu síldarleitarinnar í Siglu- firði, er miðlar veiðiskipunum aftur vitneskju. —TÍMINN, 7. júlí (Kona við lögregluþjón): — Hvers vegna hafið þér þessa ól undir hökuna og festið hana við húfuna yðar? Lögregluþjónninn: — Til þess að hvíla neðri kjálkana þegar ég hefi svarað heimskulegum spurningum. Síld við Langanes. Síldar hefir víða orðið vart. Vélbáturinn Björg frá Eski- firði kom til Raufarhafnar með allmikið af ufsa og um þrjátíu mál síldar, sem veiðzt höfðu austan Langaness. Sáu skipverj- ar þar nokkrar síldartorfur og segja þeir sjóinn átumikinn og allsíldarlegt þar eystra. Síld út af Snæíellsnesi. Vélbáturinn Marz kom til Reykjavíkur með síld, sem hann hafði veitt út af Snæfellsnesi í fyrradag og á þriðjudag. Voru það um 600 mál. Fékkst veiði þessi á svipuðum slóðum og þeim, þar sem fyrstu bátarnir náðu síldinni. Mikið annríki í Höfða- kaupstað. í Höfðakaupstað er nú mikið um að vera. Hafa flest skip kom- ið þangað með afla sinn, alls fimmtán frá því í fyrrakvöld. Voru komin þar í höfn á níunda þúsund mál í gærkveldi, og var þá eftir að landa úr sex skipum. Gekk löndunin ágætlega. Búið er að ráða starfsmenn á eina vakt í síldarverksmiðjunni, en bræðsla ekki hafin, enda getur verksmiðjan tekið á móti miklu af síld, þótt bræðsla byrji ekki strax. Byrjað er að salta i tveimur söltunarstöðvum í Höfðakaup- stað, söltunarstöðvum Gunnars Guðmundssonar og hlutafélags- ins Hólaness. Gunnar Guð- mundsson var staddur í Reykja- vík, er síldarfréttirnar tóku að berast, og fór hann norður í fyrrinótt, og um hádegi í gær hafði hann komið söltunarstöð sinni af stað. í báðum þessum söltunar- stöðvum var unnið í allan gær- dag og átti að vinna fram eftir nóttunni. Er flest vinnufært fólk í Höfðakaupstað komið í síldarvinnu. Skipin, sem komu til Höfðakaupslaðar. Skip þau, sem til Höfðakaup- staðar hafa komið síðan í fyrra- kvöld, eru þessi: Þorsteinn frá Dalvík með 450 mál, Bjarmi frá Dalvík 300, Hannes Hafstein frá Dalvík 320, Fróði frá Njarðvíkum 350, Pétur Jónsson frá Húsavík 300, Helga frá Reykjavík 1170, Víðir frá Eskifirði 920, Von frá Grenivík 750, Vörður frá Grenivík 700, Fanney frá Reykjavík 350, Ágúst Þórarinsson frá Stykkishólmi 750, Kári frá Vestmannaeyjum 400, Hagbarður frá Húsavík 400, Bangsi frá Bolungarvík 300 og Smári frá Húsavík 450 mál. — Mummi frá Sandgerði kom í fyrrakvöld með 700 mál. Aðeins eitt skip til Djúpuvíkur. Sigurður Guðjónsson í Djúpu- vík skýrði hins vegar svo frá, að þangað hefði aðeins eitt skip komið í gærmorgun. Var það Kvenfélögin í V.-Hún. munu reisa dvalarheimili handa öldruðu fólki Héraðssamkoma lil ágóða fyrir dvalarheimilissjóð í Ásbyrgi í Miðfirði (29. júlí) Kvennabandið, s a m b a n d kvenfélaga í Vestur-Húna- vatnssýslu, hefir ákveðið að reisa í héraðinu dvalarheim- ili handa öldruðu fólki. Á þetta dvalarheimili jafn- framt að vera hressingar- heimili handa fólki, sem þarfnast hressingarvistar. Síðasta ósk Jónínu á Lækjamóli. — Það var síðasta ósk Jónínu S. Líndal á Lækjamóti, sem var formaður Kvennabandsins, að slíku dvalarheimili yrði sem fyrst komið upp í Vestur-Húna- vatnssýslu, sagði Jósefína Helga dóttir, núverandi formaður Kvennabandsins, við tíðinda- mann frá Tímanum í gær. Fé- lögin innan Kvennabandsins tóku málið þegar upp, og á síð- asta aðalfundi ákváðu þau að leggja fé í sjóð til minningar um Jónínu, og skal honum varið til byggingar dvalarheimilisins. — Áður hafði verið safnað nokkr- um þúsundum króna í þessu skyni. Dvalarheimilismerki v e r ð a gefín út og seld í ágóðaskyni og minningarspjöld um J ó n í n u verða seld 1 öllum hreppum sýslunnnar. Héraðssamkoma 29. júlí. Sunnudaginn 29. júlí gangast kvenfélögin fyrir héraðssam- komu að Ásbyrgi í Miðfirði til ágóða fyrir dvalarheimilissjóð- inn. Er nú af kappi verið að undirbúa samkomuna, og er konum hið mesta kappsmál, að hún verði sem glæsilegust og fjölmennust, og veki áhuga sem allra flestra á dvalarheimilis- málinu. Verður reist á jarðhilasvæði. — Við hugsum okkur, að dval- arheimilið verði byggt í áföng- um, sagði Jósefína ennfremur, og verði þá byrjað með álmu, þar sem fimmtán til tuttugu marnis geta búið, en síðar aukið við. Ákveðið er, að heimilið verði reist á jarðhitasvæði, en þau eru tvö í sýslunni — í Hrútafirði og Miðfirði. Hneigist hugur flestra meira að Miðfirði, því að þar yrði heimilið miðsveitis, en þar þarf hins vegar að bora fyrir heitu vatni, því vatn það, sem upp kemur sjálfkrafa er nú nýtt að nær öllu leyti. Mun sonur Jónínu heitinnar á Lækjamóti, Baldur Líndal, væntanlega í sumar gera mælingar í Miðfirði með tilliti til borunar vegna dvalarheimilisins. —TÍMinn, 11. júlí GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný útfararstofa met5 þeim full- komnasta útbúnaCi, sem völ er á, annast virSulega um útfarir, selur likkistur, minnisvartSa og legsteina. Alan Couch, Funeral Diredor Phone—Business 32 Residence 59 They’re Popular because they’re Dependable KOHLER Power and Light Plants Fully Automatic — Most Fk'on- omical — All si*es too! Gct all l)arti<‘ulars and prices from — Mumforp, Medlanp, IlMlTEP, Phone 37 187 576 Wall St. WINNIPEG REYNID ÞAÐ- yður mun geðjast það! // Heimsins bezta tyggitóbak,/

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.