Lögberg - 02.08.1951, Síða 3

Lögberg - 02.08.1951, Síða 3
LOGBERG, FIMTUDAGINN 2. ÁGÚST, 1951 3 í vinnumensku hjá Grími Thomsen háttum þar, hygg ég muni rétt í manna ég væri, og er ég sagði | honum það var sem hýrnaði yfir í HAUST eru liðin 55 ár síðan Grímur Thomsen skáld andaðist. Fækkar nú óðum þeim, sem muna hann, eða einhver kynni höfðu af honum. Ég hitti þó hérna um daginn mann, sem var vinnumaður hjá Grími á Bessa- stöðum .Það er Valdimar Lofts- son rakari. Hann er nú áttræður að aldri, en var á Bessastöðum þegar hann var á bezta aldri, árin 1894 og 1895. Það máttu heita seinustu búskaparár Gríms, því að hann dó árið eftir að Valdimar fór frá honum. Grímur reisti bú á Bessastöð- um 1868, þá tæplega fimmtugur. Nú var hann orðinn nær hálf áttræður og hefir því margt ver- ið breytt frá fyrstu búskapar- árunum, og húsbóndinn ef til vill verið orðinn breyttur sjálf- ur. En þa'ð sem Valdimar hefir af honum að segja og heimilis- vera, því að hann er stálminn- ugur, enda eru þær endurminn- ingar frá þeim árum ævinnar, er flestir muna bezt allt að hinztu stund. Meðmælin bundin við minningu Sóta. — Hvernig stóð á því að þú réðist til Gríms? spurði ég. — Ég hafði verið hingað og þangað hjá vandalausum frá því að ég var 8 ára, því að þá missti ég foreldra mína. Um þessar mundir átti ég heima hjá Einari Þorgilssyni, sem þá bjó í Hlíð, og gerði Grímur mér þá boð að finna sig. — Erindið var að fá mig fyrir vinnumann, en ekk- ert þekkti hann mig og mun ein- hver hafa bent honum á mig. Fyrsta spurningin var því hverra honum og hann mælti: — Já, þú ert af góðum ættum, faðir þinn járnaði alltaf hann Sóta fyrir mig. Þetta voru ærin meðmæli með mér og svo réðist ég til hans. Sóti var hinn nafntogaði reið- hestur Gríms, en hann var þá fallinn frá fyrir löngu, var felld- ur 27 vetra gamall haustið 1882. En vel man ég eftir Sóta. Desja- mýri heitir fyrir austan Pálshús og þegar Grímur reið þar yfir, þusti allt heimilisfólkið út og horfði hugfangið á hest og mann. Grímur reið ekki hart, en hann lét Sóta fara á rífandi tölti og var unun að sjá hvað þessi stóri og föngulegi hestur bar sig vel, lyfti höfðinu upp í fang reiðmanninum og hristi hið mikla fax. Hann bar af öllum öðrum hestum í samreið þótt gæðingar væru kallaðir. Húsbændurnir á Bessastöðum. — Segðu mer nú af heimilis- háttum á Bessastöðum. Hvað var margt fólk þar? — Átta manns var í heimili þau árin, sem ég var þar. En annars mátti svo segja að heim- ilið væri tvískipt og lítill sam- gangur milli húsbænda og hjúa. Við vorum tveir vinnumenn og tvær vinnukonur og voru vistar- verur okkar uppi á lofti og þangað gengið um bakdyr húss- ins. En niðri í stofunum var að- setur húsbændanna og þeirra fólks og það gekk alltaf um aðal dyrnar. Þau hjónin skiptu sér ekkert af fólkinu nema sögðu því fyrir verkum. Það þótti Grími nóg. Hann ætlaðist til þess og treysti því að menn inntu samvizkusamlega af hönd- um það, sem þeim var ætlað að gera. En áður hafði þetta verið öðruvísi um frú Jakobínu, það heyrði ég á fólkinu, sem hafði verið þar á undan mér. Þegar við vorum í mógröfum sagði það sem svo: — Nú er sú gamla sjálfsagt úti við einhvers staðar með kík- irinn til þess að sjá hvort við svíkjumst ekki um. Og einu sinni, er við vorum að heya á túninu í hvarfi frá bænum, þá sagði fólkið: — Nú er það leitt fyrir þá gömlu að geta ekki notað kíkir- inn til að njósna um okkur. En ekki varð ég var við það, að hún fylgdist þannig með . innuorögðum fólks síns. Og al- Jrei heyrði ég til húsbændanna stygðaryrði né ávítur. Einn þótti þó ókostur á hús- freyjunni, að hún var matsár. Þóttist fólkið aldrei fá nægju sína. Kæmi það þá fyrir að ein- hver hvartaði um þetta við Grím, fór hann til konu sinnar og sagði við hana að ekki mætti fólkið svelta. Batnaði þá við- gerningur næstu daga, en svo sótti í sama horfið aftur. Sííeldar kaupsiaðarferðir. Annars var það einkennilegur búskaparsiður á Bessastöðum, að aldrei var keyptur neinn forði til heimilisins. Þar var sami háttur á og í kaupstöðum, þar sem menn geta farið í búð á hverjum degi, að varla var keypt meira í einu en svo sem til næsta máls. Af þessu leiddi það, að alltaf var verið að senda okkur vinnumennina til Reykja- víkur, aldrei sjaldnar en þrisvar í viku og stundum oftar. Fórum við þá á báti yfir Skerjafjörð þegar fæi’t var, og lentum annað hvort í Skildinganesi eða Görð- unum. Ekki máttum við hafa segl á bátnum. Það harðbannaði Grímur. Hefir hann líklega ver- ið hræddur um að við myndum kollsigla okkur. Þetta voru erfiðar og leiðin- legar ferðir. Oft fengum við versta barning og ágjöf. Og þeg- ar yfir Skerjafjörð kom, urðum við að fara til Jóns í Hólabrekku og fá léðan hjá honum hand- vagn inn í Reykjavík og aka svo farangrinum á sjálfum okk- ur suður í Skerjafjörð. Að því loknu urðum við að skila vagn- inum. Voru þessar ferðir hinn versti tímaþjófur, en ekki var horft í það. Víða urðum við að koma í Reykjavík, því auk verzlunar- erinda vorum við venjulega með bréf og sendingar til hinna og annara heldri manna, svo sem Þórhalls lektors Bjarnasonar, Sighvats Bjarnasonar s í ð a r bankastjóra, Jónassens land- læknis, Magnúss Stephensen landshöfðingja og fleiri. Þau er- indi var okkur kærkomið að rækja, því að alls staðar fengum við góðgerðir, kaffi og mat, og hvoru tveggja urðum við fegnir. Frúin skrifaði á miða allt sem við áttum að kaupa, og svo voru Framhald á bls. 6 ♦♦♦ ♦♦♦♦♦*♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ ♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦ ♦*♦ «$♦♦$► HAMINGJUÓSKIR til íslendinga \ tilefni af 61. þjóðminningardegi þeirra ó Gimli, Man., 6. ógúst 1951 Vér höfum einn hinn allra fullkomnasta útbúnað til þess að veita móttöku öllum tegundum korns um uppskerutímann. Ábyggileg og skjót afgreiðsla Parrish & Heimbecker Ltd. 661 GRAIN EXCHANGE BLDG. Sími 922 247 WINNIPEG jTa ArA i, ♦ jTa jta ♦▼♦ ♦fW ♦♦♦ 4 ♦y ♦y ♦y ♦y GOVKRNMKNT of CANADA SÉUÐ ÞÉR 70 NÚ I AR SÆKIÐ NÚ ÞEGAR UM YÐAR ALDURS LÍFEYRI AUir menn og konur, sem verða 70 ára eða yfir 1. janúar 1952, og sem ekki njóta aldurslífeyris sem stendur, eiga að sækja nú þegar um slíka greiðslu, er stjórn Canada greiðir samkvæmt fyrirmælum Old Age Security laganna 1951. Ef þér njótiS lífeyris nú. þarf enga umsókn.í heldur gilda þar um fyrri ákvæði. Nafn yðar og heimilisfang verður flutt af núgildandi lífeyrislista og þér fáið upphæðina fyrir lok janúar 1952 án frekari athafna af yðar hálfu. Njótið þér ekki lífeyris nú. skuluð þér senda umsókn yðar tafarlaust. Dragið ekkert á langinn. Aðferð við umsókn. Umsóknareyðublöð bíða yðar á næsta pósthúsi. Getið þér ekki per- sónulega sótt þau, þá sendið einhvern eftir þeim. Fyllið það út heima og sendið í póst við fyrstu hentugleika. Sendið umsókn strax til að koma í veg fyrir drátt á greiðslu! Issued by the authoriíy of Hon. Paul Martin. Minisler of National Health and Welfare, OTTAWA, CANADA Business and Pri jfessional 1 Cards • PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6—652 HOME ST. ViStalstími 3—5 eítir hádegi S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 924 624 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ut. vega peningalán og eldsábyrgfi. bifreiCaábyrgð 0 s. frv. Phone 927 538 Phone 21 101 ESTIMA TES FREE J. M. 1NGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To «32 Slmcoe St. Winnlpeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Ofíice Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Oífice 26 — Res. 230 Talsími 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðingur í augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum 209 Medical Arts Bldg. Stofutfmi: 2.00 til 5.00 e. h. Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœðingar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur í augna, egrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusfmi 923 815 Heimaafmi 403 794 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. Branch r-/ammmí- Store at íIeidsi™1 1 JEWELLERS J 123 TENTH ST. BRANDON 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 447 Portage Ave. Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettino 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wiil be appreclated tfV HAGBOHG fUll/?wl ^|T FNONI MUt . 1 | Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STREET Selur líkkiatur og annast um út- farir. Ailur útbúnaöur sá bezti Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 27 324 Heimilis talsíml 26 444 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEO CLINIC St. Mary's and Vaughan, Wlnnlpeg PHONE 926 441 Phone 23 996 761 Notre Dame Ave. Just West of New Matemlty Hospital Nell’s Flower Shop Weddtng Bouquets, Cut Flowers. Funeral Designs, Corsages, Beddlng Plants Nell Johnson Ruth Rowland 27 482 88 790 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. 1. PALMASON * CO. Chartered Acconntanta 505 Confederatlon Llfe Bldg. WTNNIPEG MANTTOBA Office 933 58T Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Maln Street WINNIPEG CANADA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisíers • Solicitor* Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjanaaon 506 Canadlan Bank of ConoutM Chambera Wlnnlpeg, Man. Phone K1K1 SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn. og ávalt hrelnir. Hltaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vi8, heldur hita frá a8 rjúka út meB reyknum.—SkrifiB. simlS tll KELI.Y SVEINSSON 625 Wail Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 34 431 JOHN A. HILLSMAN, M.D.. Ch. M. 332 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce 929 349 Res. 463 381 DR. H. W. TWEED Tannlœknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 928 952 WINNIPEG G F. Jonasson, Pi-es. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distrihutors of FRESH AND FROZEN ÍTSH 404 SCOTT BLK, Sími 925 227

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.