Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. ÁGOST, 1951 11 Skýrsla Barnaverndarnefndar órið 1950 í skýrslu barnaverndarnefnd- ar Reykjavíkur fyrir árið 1950 er að finna þá sorglegu staðreynd, að afbrot og allskonar misferli unglinga höfuðstaðarins færist stöðugt í vöxt, og fékk nefndin til meðferðar þriðjungi fleiri slík mál en árið á undan. Megin á- stæðuna telur nefndin vaxandi drykkjuskap unglinganna, bæði drengja og stúlkna, og sé ekki óalgengt, að unglingarnir byrji að neyta áfengis um og innan við fermingaraldur. Ennfremur tel- ur nefndin drykkjuskap foreldra og ekki sízt mæðranna færast í vöxt, og að nefndin hafi orðið McLAREN LELAND he Dangerfield Hotels Minnumst sameiginlegra erfða ó íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 THmble s Sm Umboðsmenn fyrir IMPERIAL OIL, GENERAL MOTORS MASSEY HARRIS GLENBORO MANITOBA að taka börn af heimilum af þeim orsökum. Nefndin kvartar um að erfið- lega gangi að koma vandræða- börnum og unglingum fyrir á heimilum í sveit, og þó enn örð- ugra að fá slíka unglinga til þess að tolla í vistinni. Af 17 drengj- um, sem nefndinni tókst að út- vega dvalarstaði í sveitum, struku 12 úr vistinni eftir stutt- an tíma. Er og húsráðendum á heimilum í sveitum fullt vork- unnarmál, þótt tregir reynist að taka á móti slíkum vistmönnum. Á árinu hafði nefndin eftirlit með 140 barnaheimilum í Reyk- javík. Ástæðurnar til afskifta nefndarinnar af heimilunum voru þessar: Vanhirða og ónógt eftirlit með börnum (20 heimili). Fátækt, vanheilsa og vont húsnæði —50. Ósamlyndi og slæmt heimilislíf —8. Drykkjuskapur, lauslæti og önnur óregla —30. Deilur um um ráðarétt og dvalarstað barna —8. Hrottaskapur og ósæmilegt orð- bragð —3. Afskifti í sambandi við ættleiðingar barna —21. Af þessum tölum og öðrum upplýsingum í skýrslu nefndar- innar má öllum vera ljóst, að hér er um vandamál að ræða, sem verður að leysa og ráða á veru- lega bót og það skjótlega, og áð- ur en lengra sígur á ógæfuhlið, því þegar er þar meira en nóg að orðið. Nefndin bendir að vísu rétti- lega á nauðsyn uppeldisheimilis fyrir vandræðabörn og unglinga í höfuðstaðnum. Auðsætt er, að ekki dugir það sinnuleysi að láta þessi ungmenni halda áfram að ráfa á villigötum og glata til fulls sjálfum sér um alla framtíð og leiða jafnframt fleiri og fleiri í- stöðulitla unglinga og börn með sér í ógæfuna. Hinsvegar er rétt að gera sér það 'ljóst, að slík heimili, þótt stofnuð yrðu, eru langt frá því að ráða nokkra allsherjarbót á þessum vanda. Það þarf að reyna að grafa fyrir rætur sjálfs meinsins. Það verð- ur að nema í burtu, að svo miklu leyti, sem unnt er, sjálfar orsak- ir ógæfunnar. Það er ekki nóg að taka vandræðabörnin úr umferð. Það þarf að koma í veg fyrir að úr börnunum verði vandræða- börn og unglingar. Samkvæmt skýrslu nefndar- innar eru höfuðorsakirnar fá- tækt, lélegt húsnæði og drykkju- skapur. Er ekki hægt að vinna gegn þessu ötullegar og með meiri árangri, ef menn leggja sig fram um það í fullri einlægni og alvörn? Er ekki mögulegt að fá unglingum höfuðstaðarins ýms nytsöm verkefni, að minnsta kosti yfir sumartímann, jafnvel þó til þess verði að kosta nokkru fé og fyrir höfn af hálfu bæjarins? Þetta hefir þegar verið nokkuð reynt og að því er virðist með góðum árangri. Iðjuleysi og slæpingur unglinganna á götum bæjarins, er sú loðna loppa, sem margan unglinginn grípur og dregur inn í myrkrin. Og síðast en ekki sízt mundi aukið starf prestanna fyrir æsku lýðinn, með hjálp áhugasamra leikmanna, bæði karla og kvenna, verða heillavænlegur þáttur til þess að koma í veg fyr- ir afbrot og óknytti unglinga og barna, og beina huga þeirra og hönd í hollari stefnu og giftu- samlegri átt. Með verulegri fjölg un presta í höfuðborginni, ætti slíkt æskulýðsstarf að geta eflst að miklum mun og ávöxtur þess komið greinilegar í ljós. —Kirkjublaðið, 18. júní ' CHARLES RIESS & CO. FUMIGATORS 372 COLONY ST., WINNIPEG Phone 33 529 Sigurður, getur þú sagt mér, hver byggði Sfinxinn í Egypta- landi? — Ég veit það, kennari, en því er bara alveg stolið úr mér núna. Það er afleitt, Sigurður, að eini núlifandi maðurinn, sem hefir vitað það, skuli hafa gleymt því. HAMINGJUÓSKIR til íslendinga í tilefni af 61. þjóðminningardegi þeirra á Gimli, Man., 6. ágúst 1951 WALTER CLARKE umboðsmaður fyrir J. I. Case Akuryrkju Verkfæri, White Rose Benzine, hitunar og bíla olíu. Firestone Tires. Bifreiðar og flutningsvagna og allt, sem Bifreiðum og flutningsvögnum tilheyrir. CLARK’S GARAGE DAGSIMI 81 NÆTURSÍMI 63 EÐA 76 BALDUR, MANITOBA Við samgleðjumst íslendingum á 61. þjóð- minningahátið þeirra á Gimli 6. ágúst 1951, og þökkum góða viðkynningu og vinsamleg viðskipti þeirra, sem við höfum notið í liðinni tíð, og vonum að njóta í framtíðinni. CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, forstjóri N.W. CHAMBERS and HENRY WINNIPEG SÍMI 86 651 Hamingjuóskir til Islendinga... í tilefni af 61. þjóðminningar- degi þeirra á Gimli, þann 6. ágúst næstkomandi-! „íslendingar viljum vér allir vera" \ Virðingarfylst P. O. EINARSON KAUPMAÐUR OAK POINT MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.