Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 1
íslendingar viljum vér allir vera O Canada we stand on guard for thee LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. ÁGÚST, 1951 NÚMER 31 og 32 HVERT STEFNIR? Grein eftir DR. MANFRED BJÖRQUIST biskup Hefir nokkur af okkur látið það sér til fulls að kenningu verða, er gerzt hefir og gerist nú á Vesturlöndum, að ekki sé sagt um víða veröld? Hefir nokkur af okkur gjört sér ljósa grein fyrir þeirri rotnun, sem á sér stað í öllu þessu? En er okkur ekki brýn nauðsyn á að koma auga á voðann, til þess að við getum hafið samtök gegn honum? Við höfum hrokkið við af ótta við kjarnorkusprengjuna og þá heima, sem hún hefir lokið upp. Hún er svo sem ekki ein út af fyrir sig. Frægur náttúruskoðari á okkar dögum ritaði fyrir fáum árum: „1 fyrsta sinni í sögunni hefir nú maðurinn orðið hrædd- ur við það, sem vit hans hefir framleitt." Hvers vegna? Jú, af því að við höfum í einu vetfangi orðið lostnir þeim ægilega grun, að vit mannkynsins, leyst úr öll- um tengslum við siðferðilega á- byrgð og andlegt samhengi, get- ur orðið höfuðf jandi þess. Vitið á ekki sökina, heldur stafar hún af því, að hæfileikar mannanna og With Compliments of . . . Soudack FUR ÁUCTION SALES LIMITED 294 William Avenue Phone 933 591 WINNIPEG . MANITOBA Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 6. ágúst 1951 Frá VI Nl OG VELUNNARA Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 FURNASMÁN STOKER WINNIPEG LIMITED 176 FORT STREET PHONE 935 471 Specialists in ÁUTOMATIC HOUSE HEATING OIL, BURNERS - COAL STOKERS - AIR CONDITIONED FURNACES reynsla og menningarstarf á ýms um sviðum er komið allt út á yztu nöf. Og þangað hefir stefnt öldum saman. Margir höfðu áður reist vonir sínar um framfarir mannkynsins á tækninni. Menn myndu læra af tækninni að hafa meiri not af auðlindum náttúrunnar. Og þá væri von til þess í fyrsta skipti í sögunni, að öll jarðarbörn gætu búið við mannsæm kjör, er færu batnandi á komandi árum. Menn gleymdu því helzt til oft, að tæknin veitir þeim ekki aðeins vald yfir náttúrunni. Hún veitir þeim einnig vald yfir með bræðrum þeirra. Hún hefir gjört litlum hóp kleift undir forystu voldugs manns að kúga alla hina. Einræðisríkin á vorum dögum gætu ekki staðið nema með full- tingi tækninnar. Það er ekki tækninni að kenna, að svo hefir farið og á ef til vill eftir að fara í enn stæri stíl. Það er mönnunum að kenna. Það er því ekki ófyrirsynju, að skarp skyggnustu leiðstogarnir nú á dögum taka að beina athygli sinni að mönnunum. Ástandið í heiminum er auðsjáanlega að verða mönnunum ofviða. Eða eins og einn hefir komizt að orði: „Á tímum flugvélanna er mannshugurinn enn mótaður af hjólbörunum." Og það, sem er enn verra. Við höfum síðustu öldina smám saman misst traustið á mann- inum, hug s j ónaf y rir mynd mannsins —á veginum, sem hon- um ber að ganga. Þegar Imman- uel Kant fyrir meira en hálfri annarri öld hóf kenninguna frægu um siðgæðisvitund mann- sins, þá benti hann á öruggt verð mæti, skýran boðskap um það, hvernig mennirnir ættu að lifa. Og í byrjun okkar aldar gat einn af mestu andans mönnum Norð- urlanda, Harald Höffding, enn borið vitni um trú sína á það, er varanlegt gildi hefir. En nú lifum við á mörkum þess, að menn vísi öllum siðgæði norður og niður. Hér er ekki unnt að lýsa öllum aðdragandanum að þessu. En á það skal minna, að þessi stefna setur sverðið að rót- um erfðamenningar okkar á Vesturlöndum, manngildinu sjálfu, persónugildinu. Og þetta vantraust á mönnunum kemur átakanlegast fram í lítilsvirðingu á mannslífunum. Tvær heims- styrjaldir hafa ekki liðið svo hjá, að þeirra sjái engar menjar, og gasklefarnir í fangabúðunum eru í fersku minni. Við finnum og skiljum angistina í spurningu há skólakennarans og Gyðingsins: „Hvað hefir komið fyrir mann- kynið, að mannlífið skuli vera orðið svo aumlegt, að menn sjá sjá ekki lengur, að meðbræðurn- ir eru persónur, gæddar eilífðar- gildi, heldur telja þá sálarlaus kvikindi, sem megi drepa eins og flugur?" Já, á hverju eigum við að bygg ja lotningu okkar fyrir gildi ein- staklingsins, ef við sleppum eilífðinni? Viktor Rydberg kvað í hátíðaljóðum sínum fyrir 70 ár- um: Hver, sem heitt í hjartans inni hyllir fagurt, satt og gott, hann á innst í öndu sinni eilífa lífsins pant og vott. Dvíni einginelsku syndin, eflist hjá þér guðdómsmyndin kyn frá kyni, helg og há: Þá skal mikla auðnin enda, og um síðir skaltu lenda Jórdans björtu bökkum á. Svo kveður ekkert nútíma- skáld. En hvað líður þá mann- gildinu? Á hverju reisum við trú okkar á óviðjafnanlegt gildi ein- staklingsins? Hví hikum við að viðurkenna rétt ríkisins til þess að fara með einstaklinginn alveg eins og verkfæri í sína þjónustu? Við getum ekki flúið slíkar spurningar til lengdar, svo fram- arlega sem við viljum vinna að bræðralagi allra manna. Eg ætla ekki að fara að rekja sundur allar þessar spurningar. Eg hefi aðeins ætlað mér að bera fram spurningu. En ég ætla þó að nema staðar andartak við spurninguna um manngildið og mikilvægi hennar fyrir lífið á líðandi stund. Það má ekki fara með mann- inn eins og meðal, heldur eins og mark. Svo vottaði Kant einstakl- ingnum virðing sína. Þetta má einnig orða þannig. Það má ekki fara með manninn algerlega eins For The Best In Bedding . GLOBE • BEDS • SPRINGS • MATTRESSES • DAVENPORTS AND CHAIRS • CONTINENTAL BEDS • COMFORTERS • BEDSPREADS • PILLOWS AND CUSHIONS GLOBE BEDDING C O M P A'N Y L I M I T E D Winnipeg Calgary og þolanda, heldur eins og gjör- anda. Þ. e. a. s.: Einn má ekki nota mig til hvers sem vera skal. Hamrar og steðjar. Hættan er sú í nútímalífinu, að færri og færri taki á sig fulla ábyrð sem mönnum ber. Þeir velja sér það hlutskipti, að vera steðjar, og verða það að sama skapi sem þeir' hliðra sér hjá allri ábyrgð. Ef til vill er mesta hættan'í því fólgin, að persónuleg ábyrgðar- tilfinning fjari út. Það er óþarft að taka það fram, að hæfileikinn til þess að taka á sig ábyrgð hverfur ekki við það, þótt aðrir séu krafðir á- byrðar. En -sdð gjörum engum manni greiða með því að losa hann við ábyrgð. Og um fram allt, við skulum sjálfir taka á herðar okkar fulla ábyrgð. Mann gildi og ábyrgð verða ekki að- greind. Sá, sem gengst undir á- byrgð, ber með því vitni um manndóm sinn. Hættuleg til- hneiging kemur fram í félagslífi okkar, er við viljum sljóvga á- byrðarvitund okkar — og það jafnvel í nafni mannúðarinnar. Því fleiri sem vilja gerast steðj- arnir, því erfiðar verður að hef- ja manngildið og því meir mun þrjóta persónumenninguna og félagsmenninguna. Þá geta smám saman öll ósköp gerzt á öld múgæsinga og einræðisríkja. Framhald á bls. 12 CONGRATULATIONS to the lcelandic People on the Occasion of their 61 st National Celebration Day at Gimli, on August 6th, 1951. James Richardson & Sons Limited WINNIPEG. MANITOBA Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 VARIETY SHOP Phone 21 102 LOVISA BERGMAN 630 Notre Dame Ave. Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 Thorkelsson's Garage Verzlar með CHEVROLET, PONTIAC, OLDSMOBILE OG BUICK-BIF- REIÐAR — CHEVROLET og G.M.C.-FLUTNINGSBIFREIÐAR. Allis Chalmers og Oliver Traktora og akuryrkjuverkfteri. VIÐGERÐIR FLJÖTT AFGREIDDAR OG ABYGGILEGAR. VÉLAPARTAR AF FULLKOMNUSTU GERÐ. ASHERN. MANITOBA PHONE 30

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.