Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. ÁGÚST, 1951 13 BÆJARHRAFNINN SPÁIR FEIGD MANNA Árni Óla skráði eftir frásögn STEFÁNS FILIPPUSSONAR IllÆRINN Glettingsnes er eitt af ” afskektustu býlum hér á landi. Stendur hann á örlitlum tanga sunnan við Hvalvík, en yf- ir gnæfir Glettingurinn snar- brattur og himinhár, svo að sum- um finst hann slúta yfir bæinn. Og ef menn standa á hlaðinu í- Glettingsnesi og ætla að horfa til fjallstindsins, verða þeir að keyra hnakka á bak aftur. Eina leiðin frá bænum á landi liggur upp snarbrattar skriðurnar þarna, og má heita að hún sé al- gjörlega ófær í vetrarharðindum. *Á nesinu bjó um nokkurra ára skeið mágur minn, norskur mað- ur, sem Óli hét. Hann var kvænt- ur Jóhönnu systur minni. Hann aði sjóróðra af kappi á sumrin. var alflamaður mikill og stund- Svo átti hann nokkrar fallegar kindur og eina og tvær kýr, en aldrei hest, því að þar er ekkert við hest að gera. Maður er nefndur Þóroddur og var ættaður af Suðurlandi. Hann hafði trúlofast myndarlegri stúlku og átt með henni barn, en foreldrar "hennar aftóku að þau fengi að ganga í hjónaband. Varð það til þess að Þóroddur flæmd- ist af Suðurlandi og réðist austur á fjörðu. Var hann um skeið hjá Sigurði í Liverpool á Seyðisfirði, 6n gerðist svo heimamaður á Glettingsnesi. Hann var góð- menni og fáskiftinn, trúr og tryggur, og allfjölfróður væri eft ir því leitað hjá honum. Eg átti heima í Brúnavík, næstu bygð þar fyrir norðan, um þetta leyti. Og nú var það snemma vetrar 1917 að ég fór suður á nes að heimsækja þau Óla og systur mína. Óli fer þá að segja mér frá því, að undar- legt sé með bæjarhrafninn þar, hann láti öllum illum látum og sé engu líkara en að hann sé orðinn brjálaður. — Eg var niður við sjó hérna um daginn, segir Óli, og þá er krummi þar. En er ég gekk heim flögraði hann altaf rétt á undan mér og ýfði sig allan og gargaði í ákafa. Þetta lét hann ganga alla leiðina. Og þegar ég átti fáa fað- ma heim að bænum, settist hann á húsið yfir útidyrum og reifst þar eins og hann væri að ganga af göflunum. Seinast fleygði hann sér niður á bæarstéttina, rétt fyrir framan fæturna á mér, veltist þar um, baðaði vængjun- um og gargaði ámátlega og af tryllingi. Hvað heldurðu nú að •þetta boði? Eg sagði að ekki væri neinn vafi á því, að eitthvað legðist illa í krumma, líklega vissi hann á sig vont veður. Þá tók Jóhann systir mín und- ir og sagði að sér þætti það ó- hugnanlegt að krummi væri tek- inn upp á því að rífast við sjálf- an sig uppi í Gletting, eftir að dimt væri orðið á kvöldin, og all- ir almennilegir hrafnar hefði stungið nefinu undir væng sinn. Kvað hún það fara í gegnum merg og bein að hlusta á þessi ámátlegu garghljóð utan úr myrkrinu. Svo var sú saga ekki lengri. Nokkru seinna var það svo að Þóroddur afræður að skreppa til Brúnavíkur, til þess að fá hjá okkur tóbak, því að hann var þá vita tóbakslaus. Veður var þá gott, en mikið frost og talsverð hálka í fjöllum. Sá fólkið á efl^r honum þar sem hann klöngraðist upp klettaskoru og komst upp á hábrún, en einmitt í þessari klettaskoru hafði krummi látið verst á kvöldin. Svo liðu tveir eða þrír dagar. Þá kemur Sigurður bróðir minn að Glettingsnesi til þess að vita hvernig fólkinu þar liði, því að þaðan bárust engar fréttir tím- unum saman að vetrarlagi. Þeg- ar hann kemur þar er hann spurð ur hvers vegna Þóroddur hafi ekki komið með honum. Sigurð- ur sagði þá sem var, að ekki hef- ði hann til Brúnavíkur komið. Sagði þá Óli eitthvað á þá leið, að hann mundi hafa hrapað og drepið sig og bað Sigurð blessað- an að leita að honum. Sigurður tafði því ekki en lagði þegar á stað 1 leitina. Fann hann svo lík Þórodds upp af Hvalvík. Hafði Þóroddur hrapað í norðanverð- um Gletting og brátt steinrotast, því að gat var á höfðinu. Kom Sigurður svo heim og sagði frétt irnar. Daginn eftir fórum við Sigurð- ur til þess að sækja líkið og koma því til Hornafjarðar. Var það hin mesta glæfraför. Lögðum við á stað með hest og sleða yfir fjallið, sem er á milli Brúnavíkur og Hvalvíkur, en þar var víða glæra hálka og lá við sjálft að hesturinn hrapaði hvað eftir anií að úr höndunum á okkur, vegna þess að hann náði ekki fótfestu, þar sem hann var ekki með táskafla. Eftir mikið erfiði tókst okkur þó að komast yfir í Hval- vík og þangað sem líkið var. Vöfðum við það innan í striga og rígbundum það svo á sleð- ann. En nú urðum við að fara aðra leið til baka, upp svo kallað Kjólsvíkurskarð, því að hvergi var fært með æki nema þar. Far- ið var að skyggja er við komum upp á háskarðið. En þá var eftir að komast niður, og var nú úr vöndu að ráða, því að þar varð ekki farið með hest og sleða. -Tókum við kaldir og ákveðnir þann kost, að leysa sleðann frá hestinum, binda upp aktaumana og sleppa sleðanum niður fjallið. Báðum við Þórodd vel fara, en kviðum því helst að sleðinn mundi geta brotnað, ef hann rækist á stein með þeirri fleygi- ferð, sem á honum var. Líkið hefði þolað alt, því að það var gaddfreðið. Síðan klöngruðumst við niður skarðið og ofan í svokallaðan Engidal, því að þangað höfðum við stefnt sleðanum. Fundum við hann ekki fljótt, því að hann haf- ði farið með ofsahraða niður all- an dal. En þar var hann þó með sömu ummerkjum og þegar við sendum hann í þetta ferðalag. Náðum við í myrkri til Borgar- fjarðar og gistum á Jökulsá, en daginn eftir fluttum við líkið til Bakkagerðis, þar sem það skyldi jarðsett. Ristum við utan af því fötin og gengum sómasamlega frá því, og heldum því næst heim til Brúnavíkur. Þá var Sigfús Sigfússon þjóð- sagnaritari heimiliskennari hjá okkur. Honum brá mjög í brún, er hann frétti afdrif Þórodds. Helt Sigfús statt og stöðugt að Þóroddur mundi ganga aftur og sækja að sér. En sú var ástæða til þess, að eitthvað þremur vik- um áður hafði Þóroddur gist hjá okkur, og hafði þá lent í orða- sennu milli hans og Sigfúsar. Var Sigfús nú svo hræddur, að hann þorði ekki þverfótar, og ekki þorði hann að sofa einn. Kona mín sagði að þannig hefndist hon um fyrir það að vera að segja Svipmikil nýtízka . . . Vegna úrvals skófatnaðar og vís- indalegrar gerðar, er tryggir hin fullkomnustu þægindi, skuluð þér ávalt heimsækja Macdonalds. Macdonalds flytur Canadaþegnum aí íslenzkum stofni innilegar árnaðaróskir. MACDONALD SHOE STORE LIMITED 492-4 Main Slreel “Just South of the City Hall” Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 CHESTERFIELD HOUSE SérfræSingar í nýtizku húsbúnaSi búa til nýja stoppaSa stóla\ og legubekki. Dekkja og gjöra viC. 639 Portage Ave„ Winnipeg Phone 33 362 Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 Minnist íslendingar í Argyle byggð að ég hefi á reiðum höndum allslags Akureyrkju Verkfæri ferða- og flutningsbíla og aðra nauðsynjavöru, sem þið þurfið á að halda. Helgi Helgason SIMI 11 Cypress River Maniioba. Canada Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 Frá VINI OG VELUNNARA ÍSLENDINGA krökkunum draugasögur og gera þau myrkfælin, nú væri hann sjálfur orðinn verri en þau. Þóroddur var jarðsettur fyrst- ur manna í nýum grafreit í Bakkagerði. Sumarið eftir dó Óli á Glettingsnesi. Mér er nær að halda að bæarhrafninn þar hafi vitað fyrir feigð beggja, og þess vegna hafi hann látið svo ein- kennilega um veturinn. — En sögunni er ekki þar með lokið. Áður en Þóroddur legði upp í feigðarför sína, hafði hann orð á því við þau hjónin, að sig lang- aði til þess að fá að dveljast hjá Framhald á bls. 16 BIGGAR BROS. LIMITED • Highway Freighting • Fuel Dealers • Local Cartage ★ 425 Gertrude Ave. Phone 425 311 Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 6. ágúst 1951 ★ G. J. OLESON & SON G. J. OLESON ' T. E. OLESON Umboðsmenn fyrir INTEHX ATIONA L IIARVESTER COMPANY GLENBORO MANITOBA H>t $aul’ö Collegc ðHinntpes iWanitoba Háskóladeild í samvinnu meS Háskóla Manitobafylkis (I) 1. 2. 3. og 4. háskólaár (II) 1 og 2 ár í vísindum (Science) Undirbúnings háskólakennsla fyrir nemendur í Architecture fræði, verzlunarfrægi, h æ r r i menntun, mælingafræði, læknisfræði og guðfræði. Gagnfræðaskóladeild IX. X. XI. og XII. bekkur. 1 XI. deildinni er auk hins vanalega námshraða veitt til- sögn í hraðverzlunarfræði. Aðkomandi námsfólk aðstoðað með dvalarstaði í borginni. Skrifið eftir upplýsingum og námsskrá. Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 Tilvalið og tilbúið heimili !

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.