Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 4
12 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. ÁGÚST, 1951 BÁÐSTOFUHJAL Refur bóndi er kominn hér með vísur sínar að vanda. „Þar sem blessað vorið er kom ið og jörð farin að grænka og vegir að batna, þá fara hesta- mennirnir bráðum að spretta úr spori á gæðingum sínum. Finnst mér því vel viðeigandi að fara hér með nokkrar hestavísur, sem flestar eru gamlar, og munu sum ar ekki vera alþjóð kunnar. Um höfunda sumra þeirra veit ég ekki. Nokkrar stökur eftir sjálf- an mig læt ég fjúka með, sem eru flestar nýjar af nálinni, og byrja ég svo á hestavísunum: Ásmundur Gunnlaugsson, er var prestur á Hvanneyri á Siglu firði 1820—25 átti reiðhest þann, er hann nefndi Njál, og var það gæðingur mikill. Einhverju sinni reið Ásmundur Njáli yfir svo- nefndar Nesskriður, sem eru milli Hvanneyrar og Sigluness og taldar eru illfærar gangandi mönnum. Um þá ferð kvað hann eftirfarandi vísu: * Fákur prests er fótlipur, fínu essi reið ég næsta hress um Nesskriður, nú af þessu veit margur. Sagt er, að enginn hafi fyrr eða síðar farið með hest yfir skriður þessar. Um hestinn Njál kvað hann ennfremur: Fallega spretti flenna enn, fœtur búnir stáli. Kunnugir mig kenna menn, á kaffibrúna Njáli. Um hest, sem hét Fauti, var þessi vísa kveðin, en um höfund- inn veit ég eigi: Aldrei hnaut, því orku naut, áfram þaut með sogum. Greiður Fauti gneistum skaut, gatan flaut í logum. Svo er hér næst skagfirzk vísa um hest, sem hét Skjóni: Glæring undan flýgur fót, færir stundum bj örg á rót, ' slær í sundur holt og hnjót, hrærist þundar gömul snót. Um góðhest einn var eftirfar- andi vísa kveðin: Mjög sig teygði mjóstrokinn, makkann sveigði gullbúinn, steinum fleygði fótheppinn, fögur beygði munnjárnin. Um hestamann nokkurn og reiðskjóta hans var þet'ta kveð- ið: Ríður, fríður riddarinn, rjóður, móður velbúinn. Keyri blakar klárinn sinn, kvikar vakur fákurinn. Vísu þá, er hér fer á eftir lærði ég og skrifaði upp fyrir meira en ári síðan, og er góður að henni nauturinn, þar sem hún er eftir Stefán skáld frá Hvítadal. Vísu þessa sendi mér vinur og ná- granni skáldsins, svo ég hefi ör- uggar heimildir fyrir höfundi hennar. Þessa snilldar stöku sá ég prentaða í vetur í tímaritinu „Alit til skemmtunar og fróð- leiks“, en þar var höfundar eigi getið. Eins og hún ber með sér, er hún kveðin um gráan reiðhest. Vísan er svona: Gráni fljót og geymir sig, gráni rót og fylli, gráni hótin gleðji þig, Grána fótasnilli. Læt ég svo staðar numið með hestavísurnar, og vík að öðru efni. Fyrir stuttu síðan datt mér í hug staka um „Tímann“, en setti jafnframt saman víur um aðalmálgögn hinna stjórn mála- flokkanna og fara þær hér á eft- ir: Ágætt blað ég Tímann tel, Tíminn víða flýgur. Tímanum má trúa vel, Tíminn aldrei lýgur. Margar listir Mogginn kann,.... menn þó stundum þreyti. Segja mun hann sannleikann, — svona að mestu leyti. Alþýðunnar alþekkt blað, aldrei þykist Ijúga. Hitt er reyndar annað, að allir því ei trúa. Þekkja margir Þjóðviljann — þrunginn Stalíns sefa. Að hann segi sannleikann, sumir draga í efa. Mánudagsins magnað blað mælt er á þá stiku, að ósatt segi aðeins það einu sinni í viku. Og er svo þessi kveðskapur ekki lengri. Næst kem ég hér með tvær málshátta eða spakmælavísur, kveðnar fyrir stuttu: Orkar lítils einn og hver öðrum hönd þó rétti. Manns að liði munur er mælti forðum Grettir. Oft hið litla megna má meira en nokkur héldur. Þráfaldlega þúfa smá þungu hlassi veldur. Margir stæra sig af ættgöfgi sinni. í tilefni af því er eftirfar- andi vísa kveðin: Ættardrambi enn á ný, ýmsir gjöra flíka, en strákar eru stundum í ■ stórum ættum líka. Eftirfarandi stökur þurfa ekki skýringar við, er\ þær kalla ég: Sá hefir nóg sér nægja lætur: Safnað hef ég aldrei auð — ei þess skyldan krefur. Drottinn gaf mér daglegt brauð duagð mér það hefur. Von er ei að veröld hér virði slíka hali, meðan gildi mannsins er metið í krónutali. Hvert stefnir? Framhald af bls. 9 Benedetto Croce, ítalski sagn- fræðingurinn mikli, er barðist djarflega gegn fasismanum, taldi stríðið um manngildið vera inn- ra stríð með sjálfum okkur gegn Andkristinum. Hann minnir á aldir hnignunar, spillingar og villimennsku í veraldarsögunni. Og hann spyr: „Erum við nú gengnir inn til einnar slíkrar ald- ar eða stöndum við á þröskuldi þeirrar, sem verst er allra þeirra, er hún tekur við af blómlegri þús und ára söguþróun og einkum Evrópumenningunni.“ M e n n svara ekki þessari spurningu með því að vísa henni á bug né gefast upp fyrir henni. Hún hvet ur til þess, að nú sé rönd við reist og hafizt til öflugrar andstöðu. —Kirkjuritið Að endingu kemur svo hér ein staka, sem auðskilin er hverjum sem er: Hvert sem liggur vegur vor víða er grýtt á leiðum manns, en þeim er aldrei þungt um spor er þekkja götu sannleikans. í guðs friði.“ Það er alltaf tilbreyting þegar Refur bóndi kemur og margir eru honum þakklátir fyrir hans skerf í baðstofunni. Starkaður gamli. Alþbl. 1. júní Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 ★ T. J. CLEMENS FUNERAL DIRECTOR , ASHERN MANITOBA Serving the Interlake Territory Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 6. ágúst 1951 ★ LOUIS BLAND, Manager Selkirk Fisheries Ltd. OFFICE 228 CURRY BUTLDING — PHONE 26 249 WINNIPEG MANITOBA Whse. 371 Logan Ave. — Phone 926 176 THOS. JACKSON & SONS LIMITED SUPERCRETE CONCRETE BLOCKS CINDER AND CONCRETE CHIMNEY BLOCKS SEWER PIPE AND DRAIN TILE FOR SEPTIC TANKS WALLBOARD—SHEET SIZE 4x8 COAL - COKE - BRIQUETTES FUEL OIL Thos. Jackson & Sons Limited 370 Colony Streel Winnipeg, Man. Phone 37 071 CONGRATULATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the ólst Anniversary of their National Celebration Day at Gimli, Manitoba, August óth, 1951. BURNS BROS. LTD. S. S. KEENORA Regular Excursions to Norway House THE SELKIRK NAVIGATION CO. LTD. Redwood Ave., Winnipeg PHONE 55 100 Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 ★ FORD OG MONARCH BIFREIÐAR Ford flutningsbifreiðar og Ford drátt- arvélar (tractors) Imperial Benzine, og er.u umboðsmenn fyrir hið nýja gas til heimilisþarfa, sem innan skamms verð- ur til sölu í könnum og brúsum, og nothæft til að matreiða og húsa hitunar. SKARDAL MOTORS Dominion Bridge Company, Limited ★ WINNIPEG, MANITOBA, CANADA Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 ★ Páll og Snœbjörn Anderson FORD BIFREIÐAR SNERTIR SELJA ÞEIM NÝJAR OG GJÖRA VIÐ ÞÆR GÖMLU FIRESTONE TIRES NORTH STAR BENZINE OG OLÍU BALDUR MANITOBA GLENBORO MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.