Lögberg - 30.08.1951, Blaðsíða 3

Lögberg - 30.08.1951, Blaðsíða 3
LOGBERG, FIMTUDAGINN 30 ÁGÚST, 1951 3 f 20 ór hefir Alexander Jóhannesson unnið að etymologiskri orðabók, sem byrjuð er að koma út Eitt er sérkenni prófessors Alexanders Jóhannessonar, hve framúrskarandi lítið hann er fyrir það gefinn, að láta sitja við orðin tóm. Þegar h o n u m hefir hug- kvæmst að gera eitthvert verk, þá vill hann ekki dunda við að velta því lengi fyrir sér, heldur koma því í framkvæmd, og það sem allra fyrst. Þess vegna hefir hann komið og kemur miklu í verk, eins og kunnugt er. Öllum almenningi eru kunnugastar framkvæmdir hans í byggingarmálum Há- skólans og sú mikilsverða for- usta, sen# hann hefir haft í þeim málum öllum. Þó hafa þau al- drei verið annað en hjáverk hans, frá vísindastörfum og kennslustörfum. — Að ógleymdu hina mikla verki, sem á hann hleðst við daglega stjórn Há- skólans, er árlega fer mjög í vöxt. Ég ætla ekki að gera starfs- feril eða starfsdag Alexanders Jóhannessonar að umtalsefni, hvorki í byggingarmálum eða í stjórn Háskólans, en minnast að þessu sinni á annan þátt í starfi hans, sem almenningur hefir engin kynni af. Tvöföld gæfa. Nýlega var prófessor Alex- ander boðið til Parísar til að halda fyrirlestur víð Sorbonne- háskólann, um eftirlætis við- fangsefni hans, uppruna tungu- mála. En vísindastörf hans á þessu sviði, eru orðin mikil og víðkunn. Prófessor Alfred Joli- vet, kynnti prófessor Alexander fyrir áheyrendum hans, áður en hann flutti fyrirlesturinn í Sor- bonne-háskólanum. Komst pró- fessor Jolivet þá að orði á þessa leið: „Tvennt er það, sem gerir þennan íslenzka vin minn að gaðfumanni. Hann hefir komið upp Háskála íslands, og hann hefir nú nýlega lokið við etymologiska orðabók sína yfir íslenzka tungu“. Það lá í orðum hins franska vísindamanns, að vel gæti svo faHð, þó menn einhvern tíma á lífsleiðinni réðust í að semja slíkt verk, þá væri ekki þar með sagt, að þeim auðnaðist að ljúka slíku stórvirki. Svo umfangs- mikið yrði það hverjum manni. Nú er fyrsta bindið af þessari orðabók prófessors Alexanders komið út. Þess vegna gekk ég á fund hans á dögunum, til að fá lýsingu hans á orðabók þess- ari og hvernig því verki hans er háttað. 20 ára starf. Hann skýrði svo frá: „Árið 1930 kom hingað til lands amerískur málfræðingur, Ch. N. Gould, að nafni, frá Chi- cago. — Hafði ég talsverð kynni og samskipti við hann, því hann hafði mörg sömu hugðarefni og ég. Á undanförnum árum hafði ég ritað margar málfræði-rit- gerðir um sögu íslenzkrar tungu. Var hann kunnugur verkum þessum. Varð það til, að hann skoraði á mig, að ég skyldi leggja út í að semja orðabók yfir ís- lenzka tungu. Áður höfðu norsku prófessor- arnir tveir, Falk og Torp, samið samskonar orðabók, en þeir höfðu aðeins tekið orð úr forn- máli. — Hinn ameríski kollegi minn, kvaðst treysta mér manna bezt til þess að koma þessu í verk, að semja slíka bók. Afréð ég að hefja verkið, sem reyndist mér nálega tuttugu ára starf. Oft hefi ég langa tíma unnið að orðabók minni daglega frá morgni til kvölds. Ekki sízt á sumrin í bústað mínum á Þing- völlum. Farið út á vatn á morgn- ana. Veitt í soðið. Síðan hvílt mig stundarkorn og því næst unnið langt fram á kvöld. Verk- ið reyndist torsóttara en ég hafði gert mér í hugarlund í upphafi. Mikið orðasafn. Mikinn fjölda orða í íslenzkri tungu hefir aldrei fyrr verið reynt að skýra, t. d. mikinn hluta heita í skáldamálinu. í bókinni eru þau talin um tvö þúsund“. „Eins og til dæmis?“ „Til dæmis öll orð, sem tákna hest. Það munu vera um 160 orð, sem tákna sverð, nálega 100 orð, sem merkja sjó, á annað hundrað jötnaheiti". „Til dæmis?“ „Beli og galar til dæmis, svo ég nefni eitthvað af handahófi, sem tákna að gefa frá sér hljóð. Auk þess fór ég í gegnum alla orðabók Sigfúsar Blöndals og tíndi upp það, sem þar er að finna. Ég notaði allar orðabæk- ur yfir íslenzka tungu og sömu- leiðis yfir norsk-sænsku (eftir Hellquist), gotneskar orðabæk- ur, engilsaxneskar, þýzkar, enskar og fjölda etymologiskra orðabóka. Lagðar eru til grundvallar hinar indo-germönsku r æ t u r tungumálanna. Farið þar eftir orðabók eftir Walde-Pokomy,- sem nú er að koma út í annari útgáfu. Orðabók mín hefir inni að halda þær frumrætur, er enn lifa af 2200 indó-germönskum rót- um. — En undir hverja rót, eru tekin öll helztu orð í indó-ger- mönskum málum, sem talin eru að vera runnin frá rótum þess- um. íslenzkan merkilegt mál. 1 bók minni hef ég getað sýnt fram á, að um það bil 57% af þessum frumrótum lifa enn í ís- lenzkri tungu. Er það hærri pró- setutala, en í nokkru öðru indó- germönsku máli, að forngrísk- unni einni undantekinni. Sýnir þetta bezt, hve merkilegt mál íslenzk tunga er. Við samningu orðabókarinnar varð ég að kynna mér allar helztu ritgerðir, seqi skrifaðar hafa verið um uppruna íslenzkra orða í marga áratugi, fram til ársins 1947. Eru þessar ritgerðir Fulltrúar íslenzku verkalýðs- samtakanna í Chicago Nefnd fulltrúa frá íslenzku verkalýðsfélögunum, sem nú er á ferðalagi í Bandaríkjunum á vegum efnahagssam- vinnustjórnarinnar, hefir nýlega lokið við tveggja vikna heimsókn til stórborgarinnar Chicago, og hafði heimsókn hennar þangað verið skipulögð af verkalýðsmáladeild Roosevelt háskólans í Chicago, í samvinnu við deild efna- hagssamvinnunnar er fjallar um verkalýðsmál. í boði borgarstjóra. Við komuna til Chicago tók borgarstjórinn, Martin H. Ken- nelly, á móti nefndinni og bauð fulltrúunum bifreiðar borgar- stjórnarinnar til afnota á meðan þeir dveldu þar. Einnig sá borg- arstjórinn svo um að Finnur Jónsson alþingismaður, sem er fararstjóri nefndarinnar, fengi tækifæri til þess að hitta Mr. John Ward, en hann er forstjóri fyrir innkaupastofnun Chicago- borgar. — Helgi Hannesson for- seti Alþýðusambandsins og bæj- arstjóri í Hafnarfirði, færði borgarstjóranum að gjöf bók um ísland. Fulltrúarnir heimsóttu og skoðuðu mörg iðnfyrirtæki og verkalýðsskrifstofur í Chicago, auk þess sem þeir heimsóttu fisk markað borgarinnar, sláturhúsin miklu, opinbera skóla og söfn. Einnig skoðuðu þeir ýms íbúðar- hverfi Chicagoborgar og kynntu sér starfsemi borgarstjórnar- innar. Útvarpsræða Finns Jónssonar. Finnur Jónsson, fararstjóri nefndarinnar, hélt fyrirlestur er útvarpað var frá útvarpsstöð er tilheyrir verkalýðssambandi Bandaríkjanna (American Federation of Labor) í Chicago, og ræddi hann þar um afstöðu íslands gagnvart Bandaríkjun- um og Sovétríkjunum. 1 sama útvarpserindi ræddi hann um Marshalláætlunina og aðstoð þá, er ísland hefir notið á hennar vegum. Einnig hélt Finnur fyrirlestur við Roosevelt há- skólann í Chicago og sýndi þá um leið litaðar skuggamyndir frá Islandi. Fulltrúarnir héldu þjóðhátíð- ardaginn, 17. júní, hátíðlegan með því að fara í ferðalag í boði íslenzk-ameríska félagsins í Chicago. Meðlimir sendinefndarinnar sátu ráðstefnu samvinnusamtak- anna í Bandaríkjunum, er hald- in var að Lake Geneva, Wis- consin, þar sem Finnur Jónsson ávarpaði fulltrúana fyrir hönd nefndarinnar. Fulltrúar þeir, er ráðstefnu þessa sátu skiptu hundruðum. í ávarpi sínu ræddi Finnur m. a. um samvinnu- hreyfinguna á Islandi. Meðlimir sendinefndarinnar létu þess getið að gagnstætt því, sem þeir höfðu búist við og al- mennt er álitið, þá virðist fólk í Bandaríkjunum yfirleitt gefa sér tíma til þess að tala við og leið- beina þeim, sem spyrja þurfa til vegar eða leita sér upplýsinga og rómuðu þeir vingjarnleik og hjálpfýsi almennings og fyrir- greiðslu alla, er þeir hefðu hlotið á ferðalagi sínu. Skoða Tennessee Valley orkuver^n. Eins og þegar hefir verið sagt frá í fréttum mun sendinefndin nota þann tíma, sem hún á eftir í Bandaríkjunum, til þess að skoða orkuverin í Tennessee Valley, heimsækja sumarskóla, er félag verkamanna í bifreiða- iðnaðinum rekur að Port Huron í Michigan-fylki og jafnframt munu þeir heimsækja verka- lýðsskólann, sem starfræktur er við háskólann í Wisconsin. Þá munu þeir einnig athuga og kynna sér fiskiðnaðinn í Boston og útgerðarstarfsemi þar Loks munu þeir svo heimsækja stór- borgirnar New York og Wash- ington. —Mbl. 7. júlí dreifðar í tímaritum víðsvegar um heim. Hef ég orðið að hafa úti öll spjót til þess að afla mér þeirra. Raðað eftir indó-germönskum frumriium. Orðabók minni er þannig hag- að, að undir hverri indó-ger- manskri rót, eru öll íslenzk orð feitletruð, sem af henni eru runnin“. „Viltu nefna m.ér dæmi til skýringar?“ Alexander tekur hið nýút- komna bindi af orðabók sinni og flettir upp. „Ég tek hér t. d. indó-ger- mönsku rótina V E D. Undir hana heyra t. d. íslenzka orðið, vatn, vessi, vetur, votur, væta, unnur (bylgjaj, otur o. fl. Orð þessi eru borin saman við svipuð orð í öllum germönsku málun- um, auk þess latínu, (unda, þ. e. bylgja), grísku (hydor) og í lítáisku (udro, sem þýðir otur) o. s. frv. Auk þess er vitnað í bókinni í ritgerðir fræðimanna um öll orðin í viðkomandi grein. I lok bókarinnar er svo birt ítarlegt yfirlit yfir öll þau töku- orð, er tekin hafa verið í ís- lenzku úr öðrum málum. Er þeim raðað eftir stafrófsröð, jafnt hvort þau voru tekin í fornmálið eða í nútímamálið. Þá kemur að lokum skrá, um ! öll þau orð, auk tökuorðanna, ! sem skýrð hafa verið í þessu riti, en þau munu vera um 20.000, eða nálægt því fjórum sinnum fleiri en í orðabók Falk og Torps“. Aðeins 160 einlök fyrir íslenzkan markað. „Heimskunnugt forlag, A. Francke í Bern, hefir tekið að sér að gefa orðabókina út. Verð- ur hún prentuð í nálega 2000 eintökum og seld út um víða veröld. I samningunum, sem þetta for- lag gerði við mig, er gert ráð fyrir að 160 eintök verði seld hér í landi, en þegar þeirri sölu er lokið, verða menn að panta þetta rit beint frá forlaginu, og greiða það í erlendri mynt“. „Hve stór verður orðabókin?“ „Hún kemur út í 8 heftum, í allstóru broti, og hvert hefti er 100 síður. Má búast við að út- gáfunni verði lokið eftir 2—3 ár. En þessi 160 eintök af fyrsta bindinu, koma væntanlega hing- að til lands mjög bráðlega. Heftið kostar 85 krónur. Geta menn gerst áskrifendur að því á skrifstofu Háskólans. En þeir, sem gerast áskrifendur eftir að fyrstu þrjú heftin eru komin út, yerða að greiða nokkuð hærra verð“. —Mbl. 3. ágúst. Meðalbóndinn á aðeins 4,5 kýr og 53,6 kindur 1 öðru hefti árbókar landbún aðarins 1951, sem er nýkomið út, er meðal annars gerð grein fyrir meðalbúi í sveit um áramótin 1949—1950. Er meðaltalið tekið af búum 6141 bónda, allra utan kaup- túna og kaupstaða. Meðalbúið. Samkvæmt þessari skýrslu hafa í meðalbúum verið 4,5 kýr, 1,9 aðrir nautgripir, 42 ær, 11,6 sauðkindur, 5,5 hross og 11,4 ali- fuglar. Sýnir þetta að meðal- búið er ærið smátt. Garðafurðir. Garðafurðir meðalbús eru einnig minni en margur myndi ætla að óreyndu. Svara afurðir garðlanda og gróðurhúsa til þess, að á meðalbúið komi 9,3 tunnur af kartöflum. — Búin allt of smá. Þessar tölur bera með sér, að bú fjölda bænda eru svo smá, að erfitt hlýtur að vera að byggja á þeim nokkra lífsafkomu. Að vísu er á það að líta, að tölur um sauðfjáreignina gefa ekki rétta hugmynd, þar sem fjárskipti standa sums staðar yfir, á þeim' tíma, sem skýrslan er miðuð við, annars staðar nýlega um garð gengin, svo að sauðfjárstofninn er enn mjög lítill, og loks stór héruð herjuð af mæðiveikinni, svo að ekki hefir verið unnt að halda fjárstofninum við. —TÍMINN, 11. ágúst GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný útfararstofa me?S þeim full- komnasta útbúnaCi, sem völ er 4, annast virSulega um útfarir, selur lfkkistur, minnisvarSa og legsteina. Alan Couch, Funeral Director Phone—Business 32 Residence 59 Business and Professional Cards PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUTTE 6—652 HOME ST. ViStalstími 3—5 eftir hádegi S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARV & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 924 624 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalax. Leigja hús. Ut. vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiSaábyrgS o. s. frv. Phone 927 538 Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Inaolated Siding — Repalrs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnlpeg, Man. SARGENT TAXI DR. A. V. JOHNSON Dentist PHONE 722 401 506 SOMERSET BUILDING FOR QUICK, RELIABLE Telephone 97 932 SERVICE Home Telephonpe 202 398 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Talsími 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOincrur í augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum 209 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœóimgar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 ^CANADIAN FISH 1 PRODUCERS, LTD. J. H. PAQE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 DR. ROBERT BLACK Sérfrœóingur í augna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Heimasími 403 794 Branch Store at MIBSIÍl 123 JEWELLERS TENTH ST BRANOON 447 Portage Ave. Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE Limited British Qualíty Fish Nettino 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreclated Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. Minnist BETCL í erfðaskrám yðar. A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STREET Selur likkiatur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá bezU. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 Heimilis talsími 26 444 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary'a and Vaughan. Winnlpeg PHONE 928 441 Phone 23 99« 761 Notre Dame Ave. Juit West of New Matemlty Hoepltal Nell’s Flower Shop Weddlng Bouquets, Cut Flower*. Funeral Deslgna, Coraagei, Bedding Planta Nell Johnaon Ruth Rowland 27 482 88 790 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON St CO. Chartered Acconntanta 505 Confederation Life Bldg. WINNIPEG MANITOBA Offlce 933 58T Rea. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Truat Bldg. 364 Maln Street WINNIPEG CANADA % PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicilor* Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjanason 500 Canadian Bank of Conunere* Chambera Winnlpeg, Man. Phone RIW SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viS, heldur hita frá aS rjúka út me8 reyknum.—SkrifiS, símiS til KELLY SVEINSSON 625 Wali Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 34 431 JOHN A. HILLSMAN, M.D.. Ch. M. 332 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce 929 349 Rea. 461 tSS DR. H. W. TWEED Tannlæknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BL.K, Slml 926 227

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.