Lögberg - 30.08.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 30.08.1951, Blaðsíða 7
I LÖGBERG. FIMTUDAGINN 30 ÁGÚST, 1951 7 Arabar yrkja níðvísur líkt og íslendingar gerðu til forna Rabbað við de Fonienay. fyrrum sendiherra hér og í Tyrklandi. All-flestir íslendingar, sem komnir eru til vits og ára, kannast við dr. Fr. le Sage de Fontenay, hinn ágæta íslandsvin, sem hér var sendiherra Dana í röska tvo áratugi. De Fontenay er nú staddur hér á landi, ásamt konu sinni, frú Guðrúnu Eiríksdóttur Font- enay, en þau hjónin eru hingað komin til þess að dvelja hér nokkrar vikur' með ættingjum og vinum, en vini eiga þau fjöl- marga hér frá langri og giftu- drjúgri sendiherratíð Fontenay hér. Tíðindamaður Vísis hefir hitt hann að máli og rabbað við hann nokkra stund. Var einkar á- nægjulegt að sitja hjá þeim hjónum, fá hjá þeim fréttir og flytja þeim tíðindi, því að hugur þeirra er hér heima öðrum þræði. Heimsborgari og fræðimaður. Frank le Sage de Fontenay er hvorttveggja í senn, háttvís heimsborgari og gagnmenntaður fræðimaður. — Ungur lagði hann stund á arabísk fræði, og er hann þaulkunnugur sögu og menningu Arabaþjóðanna, en jafnframt alveg óvenju vel að sér í íslenzkum bókmenntum, skáldskap og sögu. — Nú er ég setztur í helgan stein, segir Fontenay sendiherra, og nú erum við hjónin stödd hér, og laus er ég við embættis- skyldur og annir, en nýt hins íslenzka sumars og góðrar vin- áttu. Um helgina skreppum við upp í sveit ,en annars ætlum við að bregða okkur til Vestmanna- eyja að hitta dóttur mína, sem þar er gift Friðriki Matthías- syni Þórðarsonar, ritstj. í Kaup- mannahöfn. — Hingað komið þið frá Tyrk- landi um Kaupmannahöfn? spyr ég. — Já, ég hefi nú fengið lausn frá embættisstörfum. Héðan fór ég árið 1946, og hafði þá verið sendiherra Dana hér í 22 ár. Þá tók ég við sendiherraembætti í Ankara í Tyrklandi, og þaðan fór ég svo alfarinn í haust, er ég hafði náð hámarksaldri em- bættismanna. Við fórum sjóleiðis til Fen- eyja á leið okkar til Hafnar. Þar var margt að sjá, eins og nærri má geta, en ef til vill fannst mér mest til steinljónsins koma, sem þar stendur niðri við höfnina, því á það eru greyptar norræn- ar rúnir, sem víkingar hafa vafa laust gert fyrr á öldum. Þaðan fórum við í bifreið um Sviss og norður til Hafnar. Þó létum við flytja bifreiðina í járnbrautar- lest yfir St. Gotthardsskarð. Nú erum við setzt að í Höfn, á Hjalmar Brantings Plads 4, og vonum að sjá þar Islendinga meðal vor, sem leið eiga um Höfn. Mikil viðbrigði. Þótt ekki sé lengra siðan en 5 ár síðan ég var hér síðast, held- ur Fontenay áfram, finnst mér geysimikil viðbrigði vera á ýmsa lund. Hér hefir gatnagerð fleygt alveg ótrúlega fram, snyrtimennska áberandi meiri, og mér finnst bæjaryfirvöldin eiga miklar þakkir skilið fyrir þær framfarir, sem hér hafa orðið á þessum skamma tíma. Þá vekur það strax athygli mína, hvað trjágróðri og garð- rækt hefir fleygt fram í Reykja- vík. Þetta minnir mig annars dálítið á Ankara, höfuðborg Tyrklands. Þar var talið, að gróðurleysi og örfok setti svip sinn á bæinn og landið í kring, en þar hefir einnig geysimikið áunnizt í ræktun og umgengni allri. Tlaið berst nú að framkvæmd- um á Heiðmörk. — í gamla daga, fannst mér ég „ætti“ Heiðmörk, þar var eng inn farinn að rækta skóg, en þar hleypti ég hesti mínum og átti margar glaðar stundir. Nú gleð- ur það mig, að þarna er hafin skógrækt í stórum stíl. Þar er líka verið að bæta fyrir rán- yrkju feðranna, alveg eins og í Tyrklandi og öðrum Arabalönd- um við Miðjarðarhaf. — Tyrk- land var til forna mikið akur- land og skóglendi gott. Það fór í niðurpíðslu á hinum ýmsu söguskeiðum Osmanna, Seld- sjúka og fleiri, en nú er unnið þar markvisst að landgræðslu, alveg eins og hér. Fontenay er gagnmenntaður í arabískum fræðum, eins og fyrr greinir, hefir ritað vísindalegar greinar um þau efni, m. a. 1 Skírni og fleiri tímarit. Margt líkt með íslendingum og Aröbum. — Það er annars merkilegt, segir Fontenay, hve margt er líkt og skylt með Islendingum og Arabaþjóðum, eða öllu held- ur þeim höfðingjabrag, sem ein- kenndi þjóðlíf hér til forna, og einnig hjá Aröbum. Það er eins og sami andi hafi ríkt hér og þar eystra, Sheikarnir, eða Ar- abahöfðingjarnir, eru stoltir og herskáir, eins og íslenzkir höfð- ingjar, þeir mótast að sínu leyti af baráttu við óblíð náttúruöfl, þótt með öðrum hætti sé hér. Samheldni ættboganna er mikil, blóðhefndir tíðar eins og hér, og þeir grípa til níðvísunnar um óvini sína. Gestrisnin er líka af sama toga spunnin. En ef úlf- aldi einhvers framandi sheiks brýzt inn á beitilönd annars höðingja, er eins líklegt, að hann leggi hann spjóti sínu, svipað og fornmenn gerðu, er hestar ó- kunnugra gengu í haga hjá þeim. Það var ósk mín að mega kynnast Arabalöndum, eða ríkj- um Múhameðstrúarmanna, og sú von mín rættist, er ég fór héðan. Þar hefi ég ferðast mikið, nú síðast í fyrravor, er við hjón- in ferðuðumst um 5000 km. leið um Arabalöndin við botn Mið- jarðarhafs. Við höfðum Araba- bílstjóra og gátum rabbað svo- lítið saman. Hann kenndi mér nútíma arabísku, en ég gat leið- beint honum í forn-arabísku, og höfðum báðir gott af. Ég les annars arabísku, en tala minna. Uppáhaldsskáldið er Jónas Hallgrímsson. Ég vík talinu að því, að á sín- um tíma ritaði Fontenay afar fróðlega ritgerð í „Jörð“ um lýs- ingarorð í skáldskap Jónasar Hallgrímssonar, sem vakti al- veg sérstaka athygli þá fyrir skarplegar athuganir hans. Hin sérkennilegu orðatiltæki Jónas- ar, eins og t. d. „klógulir ernir“, „silfurblár" o. s. frv. vöktu hrifn ingu hans sem smekkmanns og fræðimanns. — Já, Jónas Hallgrímsson er uppáhaldsskáld mitt, segir Fon- tenay. Ég man svo vel, að fyrstu íslenzku bækurnar, sem ég fékk mér, er ég kom til íslands, keypti ég hjá Eymundsson. Það voru ljóð Jónasar Hallgrímsson- ar og Kristjáns Jónssonar, en þeim hafði ég nokkuð kynnst af Garðvist minni í Höfn. Síðan hefir mér alltkf þótt vænt um þessi skáld. Hálfgerður Arabi. Enn einu sinni fer ég að tala um dvöl hans í Arabalöndun- um. Þá segir hann: — Ég var nærri því talinn „hálfgerður Arabi“ í hópi sendi- herranna í Ankara. Okkur hjón- unum var oft boðið í heimsókn til sendiherra þeirra ríkja, Líbanons, Sýrlands, Transjord- aníu og Egyptalands, og þeim þótti vænt um að fá heimsókn manns, sem fengizt hafði nokk- uð við lestur bókmennta þeirra og sögu. Voru þeir okkur hjón- unum mjög góðir og eigum við margar góðar minningar frá dvöl okkar með þeim. En það þótti okkur leiðinlegt, að aldrei hittum við íslending í Tyrklandi. Hlakkaði til íslands- ferðarinnar. — Það er sagt, að Island hafi verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru, segir Fontenay að lokum. Ég þykist hafa fengið nokkrar sannanir fyrir þeim gróðri, sem hér hefir ríkt áður fyrr. Við Kistufoss í Sogi er dálítill hólmi, feikna gróðursæll. Þangað hafa kindur ekki komizt vegna straumþungans og þar festir ekki ís. Gróðurinn hefir því fengið að vera í friði, og ég trúi að þannig hafi ísland verið til forna. Nú hefi ég hlakkað mikið til að koma hingað aftur, heimsækja vini og ættingja og fornar slóð- ir. Eina ósk á ég að lokum ykk- ur til handa: Að síldin megi nú ekki bregðast í ár. Svo kveð ég heimsborgarann og íslandsvininn, dr. Frank le Sage de Fontenay, og hina á- gætu konu hans, Guðrúnu. Th. S. —VÍSIR, 23. júlí Engirt veiðiskip síldar vör síðustu dægur 1 gærkvöldi hafði engin síld- veiði verið í tvo sólarhringa, og þó allgott veður í gær, og allur síldarflotinn farinn úr höfn. Hins vegar barst lausa fregn um það seint í gær- kvöldi, að norska rannsókn- arskipið G. O. Sars hefði séð síld vaða um fjörtutíu mílur beint út af Seyðisfirði. Bræðslu lokið á Raufarhöfn. Bræðslu síldar lauk á Raufar- höfn 1 nótt, og er þá búið að bræða um 116 þúsund mál síldar þar. Þangað komu um helgina aðeins nokkur skip með smá- slatta. I fyrradag var sjór rismikill og ekki veiðiveður, en batnandi í gær og orðið sæmilega kyrrt, er á daginn leið. Engrar síldar varð þó vart. Seyðisfjörður. Á Seyðisfirði eru fullar allar þrær síldarverksmiðjunnar. Þar var í gær landað 400 málum úr Rifsnesinu og 100 niálum úr Ásólfi. I nótt var von á Víði frá Eskifirði og Fagrakletti með slatta af síld. —TIMINN, 14. ágúst Fjölsóttir fræðslu- og skemmtifundir í Öræfum I síðustu viku voru þrír fræðslu- og skemmtifundir haldn ir í Öræfum á vegum Kaupfé- lags Skaptfellinga. Voru þeir mjög fjölsóttir,, svo að samtals komu á þá fleiri menn en bú- settir eru í Öræfum, enda er þar allmargt aðkomufólks nú að sumarlaginu. Fyrsti fundurinn var að Hofi á fimmtudaginn. Komu þangað á annað hundrað manns. Ræður fluttu þar Oddur Sigurbergsson kaupfélagsstjóri í Vík, Baldvin Þ. Kristjánsson erindreki og Páll Þorsteinsson alþingismaður, sem stjórnaði samkomunni. — Sýndar voru kvikmyndir með tali og er það í fyrsta skipti að talmyndir eru sýndar í Öræfum. Daginn eftir var annar fund- ur að Kálfafelli og á sunnudag- inn að Svínafelli, þar sem kvik- mynd hefir aldrei verið sýnd fyrr. Voru fundir þessir með líku sniði og hinn fyrsti. —TIMINN, 14. ágúst Emil G. Péiursson, vélsijóri: Litlu skóldin Oft heyrir maður og les um það, hve við Islendingar séum söngfróðir, bókhneigðir og yfir- leitt mikið gefnir fyrir allan skáldskap. Er þetta víst að mörgu leyti rétt. Við eigum og höfum löngum átt ljóða- og söguskáld, og nú á þessi litla þjóð orðið skáld í höggmynda-, tón- og málaralist, sem hún get- ur verið hreykin af. Við eigum líka fyrir utan stór- skáldin okkar, þagyrðinga, er geta mælt jafn leikandi á bundnu máli og óbundnu. Hygg ég að það sé fátítt hjá hinum fjöl- mennari þjóðum, að skáldskap- urinn liggi eins létt í*tungu og hjá okkur. Er það þá nokkuð, sem getur vakið undrun okkar hvað við- kemur skáldskap? Jú. Eitt er það, sem vakið get- ur furðu. Það er ein stétt manna, bæði kvenna og karla, sem við getum kallað smásagnahöfunda eða skáld. Þessum litlu skáldum höfum við ekki veitt athygli, svo sem þeim ber, því að þau eiga það vissulega skilið, að þeim sé meiri gaumur gefinn en verið hefir, því hugmyndaflugið hjá þeim er aðdáunarvert. Að við höfum ekki gefið þeim meiri gaum en orðið er, stafar máske af því að þau eru svo fjöl menn og almenn meðal allra stétta þjóðfélagsins, að við tök- um þeim sem sjálfsögðum hlut. Annað er það líka, er varnar því að eftir þeim sé tekið, það er þ e i r r a framúrskarandi hæ- verska. Þessi smásagnaskáld k o m a víða við og mæla sögur sínar af munni fram, en rita þær ekki eða gefa út 1 bókarformi. Snilli- gáfu hafa þau oft og margt skemmtilegt og vel upp fundið kemur frá þeim. Þau segja sög- ur sínar oftast í eyru manna. Sjálfsagt viðurkenna þau ekki framburð sinn; það gjörir lítil- læti þeirra, en segjast hafa heyrt söguna annars staðar frá. Frá því land okkar byggðist, höfum við Islendingar haft gam- an af sögum og frásögnum, og geta hlustað á og sagt frá, og svona er það enn hjá okkur. Við hlustum til dæmis á litlu skáldin segja sögur sínar. Það er hlustað á þau í bridgeklúbb- um, saumaklúbbum og alls stað- ar þar sem þau birtast, og svo fær sagan vængi og flýgur út á milli fólksins, en skáldið, höf- undur sögunnar, hverfur eins og reykur, sem fer út í loftið og leysist upp. Þetta er afar leiðin- legt, að þau vegna lítillætis síns skuli hverfa svona, því að sögur þessara smáskálda eru oft bráð- skemmtilegar og vel sagðar. Þær fjalla venjulega um einhvern samborgara þeirra. Gæti nú hitzt svo á, að þann eða þá, sem orðið hafa fyrir því happi að verða uppistaða í skáld skap þeirra, langaði til þess að þakka fyrir heiðurinn, og er þá leitt að geta ekki fundið höfund- inn. Til þess að bæta úr þessu, langar mig að koma þeirri hug- mynd minni á framfæri, að þeg- ar einhver hittir og hlustar á einhvern af þessum höfundum, þá spyrji hann að því, hvort hann sé sjálfur höfundurinn, og er skáldið svarar, að það hafi heyrt söguna, þá inna það eftir hvar og hjá hverjum. Það getur ef til vill farið svo, að smáskáld- ið vegna feimni sinnar og lítil- lætis leggi þá árar í bát og hætti öllum smásagnaskáldskap, en maður verður að hætta á það. Þessi stétt manna er það fjöl- menn, að mér finnst enginn skaði skeður, þótt henni fækki svolítið. Gæti þá máske farið svo, að þeir, sem eftir lifðu af stéttinni, byrjuðu að skrifa sögur sínar og gefa þær út á prenti og enduðu ef til vill með því að tilheyra stóru skáldunum okkar, og væri þá vel farið. —VIKINGUR Kærkomið bréf til ritstjórans Herra ritsljóri: Viltu gera svo vel að ljá línum þessum rúm í blaði þínu. Það er okkur löndum, og sér- staklega erldra fólkinu, sem vorum frumbyggjar þessa lands og erum af íslenzku bergi brotn- ir, að vita, að íslenzka málið fellur ekki í algerða gleymsku í þessu landi, þó þeirra eldri missi við og sé alltaf að smá fækka. Það er því gleðiefni að vita með vissu að íslenzkan deyrtekki algerlega og íslenzk fræði verða geymd fyrir þá sem vilja not- færa sér þau bæði í bráð og lengd. íslenzkan verður kennd í hinni íslenzku deild Manitoba- háskólans að minsta kosti í mörg ár og kannske aldir, ef nægur peningastyrkur fæst til þess; það er mest eða algerlega að þakka dugnaði nefndarinnar, sem það mál hefir haft með höndum, og á hún miklar þakkir skilið. Nú hefir svo mikið fé safnast í þennan sjóð, að hægt er að byrja kenslu á þessu ári, sem nú er að líða; þó finst þeim, sem þessar línur ritar, að upphæðin sem útheimtist til að gera þætta fyrirtæki tryggt ætti að vera talsvert hærri, svo að ekki þurfi að eyða meir en rentum af upp- hæðinni fyrir kennarakaup. Féð ætti að vera á vöxtum undir umsjón háskólans, og að- eins sett í Canada long lime bonds, en ekki lánað til annara fyrirtækja; nefndin, sem hefir þetta með höndum, ætti að benda háskólastjórninni á sinn vilja í þessu efni. Þessi ráðstöf- un mundi hvetja alla menn og konur, sem unna íslenzku máli og þjóðerni, til að leggja nægi- legt fé til þess að fyrirtækið væri á tryggum grundvelli, og íslenzkar bókmentir geti lifað hér þeim til gagns, sem enn eru ungir og óbornir og hefðu hvöt til að kynnast máli og sögum for- feðra sinna. Það eru margir gim- steinar í íslenzkum bókmennt- um, sem ekki má glata, svo verð- ur íslenzkra frumbyggja ekki minnst á heppilegri hátt en að íslenzku máli sé haldið við, sem bezt verður gert á þennan hátt. sem nú er ákveðið af nefndinni. Það eru margar fjölskyldur, sem ekki hafa enn tekið þátt í þessu og eru margar og mismun- andi ástæður til þess, og verður hér ekki farið út í það mál, en, mjög mikla ræktarsemi mundi það sýna að börn minntust for- eldra sinna á þann hátt að vera þátttakendur í þessu fyrirtæki, sem nú er kostur á að vera með í, sem er og yrði merkilegur minnisvarði um langan aldur til allra afkomenda þeirra. Ennfremur finst mér að ís- lenzku vikublöðin ættu að birta auglýsingu, sem minti gamalt fólk a að minnast íslenzku kenslunnar við Manitoba há- skólann í erfðaskrá sinni á sínu dánardægri, þó þær upphæðir yrðu kannske ekki stórar gerir minna til, nefndin er beðin að athuga þetta. Síðastliðið sumar, þegar ég ferðaðist um á íslandi, var minst á kennarastól í íslenzku við há- skólann í Manitoba við mig og fanst mér að sumir telja það ólíklegt að það kæmist í fram- kvæmd, að íslenzka yrði gerð að námsgrein við erlendan há- skóla, og hélt ég að það stafaði af því að það þættu of góðar fréttir til að trúa þeim. Tók ég mér þá það bessaleyfi að mót- mæla því, og sagði sem svo, að ég þekti Vestur-íslendinga of vel til þess að draga nokkurn efa á að þetta kæmist í fram- kvæmd, jafnvel þó að sumir af stuðningsmönnum fyrirtækisins þyrftu að fara á ný ofan í vas- ann. Það hefir líka reynst rétt. Ég er viss um, að margir efna- menn eiga eftir að styrkja fyrir- tækið enn með frekari fjárfram- lögum, ef þess gerist þörf. Skúli Sigfússon Lundar, Man. Hvalveiðin þegar nær jafnmikil og í fyrra Hvalveiðarnar hafa gengið mjög vel í sumar, enda hefir veðurfar verið mjög gott og hagstætt fyrir hvalveiðibát- ana. Haldist tíð og aflafeng- ur með svipuðum hætti, verður þetta mjög gott hvalveiðiár. Meiafli? Nú hafa veiðzt 261 hvalur, en í fyrra fengust allan veiðitím- ann 265 hvalir. I hitteðfyrra var veiðin 324 hvalir, en þá var veiðitíminn frá því í aprílmán- uði og fram í október, en nú hófst hvalveiðin ekki fyrr en í júníbyrjun. Stærsti hvalurinn í sumar. I fyrradag var komið með stærsta hvalinn á þessu sumri í hvalveiðistöðina í Hvalfirði. Var það steypireyður, 81 fet á lengd. Ekki er þetta þó stærsti hvalur- inn, sem þar hefir verið dreginn að landi. I fyrra veiddist til dæmis steypireyður, sem var 85 fet á lengd, en til eru þær miklu stærri. Annars er sá tími nú rétt að byrja, er steypireyðir veiðast einkum. Venjulega ber mest á þeim síðari hluta ágústmánaðar og í september. Er því ekki ólík- legt, að hvalveiðibátarnir eigi eftir að draga stærri steypireyð- ur að landi í sumar. Keðjan slitnaði. Þessi steypireyður, sem komið var með í fyrradag, reyndist þó allþung í drætti, er taka átti hana upp í hvalstöðina. Slitnaði keðjan, sem notuð var við drátt- inn, svo að hvalurinn rann aftur í sjóinn, en í næstu atrennu tókst að draga hann upp þangað, sem skurðartæki og suðupottar biðu ferlíkisins. —TÍMINN, 10. ágúst Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. I I Commence Your Business TraimngImmediately! í For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21804 695 SARGENT AV '. WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.