Lögberg - 20.09.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 20.09.1951, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. SEPTEMBER, 1951 5 "f?yy?yyyy?f yyyyyyyy aðeins 5 cents. Mikill munur fanst okkur á verði á líni, svo sem á lökum, koddaverum, á- breiðum, þurkum og glugga- blæjum. Hins vegar ekki eins mikill munur á raftækjum, eins og við bjuggumst við og ávextir öllu lakari en hér. Afgreiðslufólkið gat greint strax að við vorum frá Winni- peg og þótti okkur það harla undarlegt; en Winnipegfólk mun leggja talsvert leið sína til þessar ar borgar; við hittum þrennt sem við þekktum. Daginn eftir geng- um við yfir brú, sem liggur yfir Rauðána; hinu megin fanst okk- ur lítið að sjá og fórum fljótt til baka. Þá fréttum við að við hefðum ósjálfrátt farið til ann- ars ríkis; Minnesota er að aust- an verðu árinnar og bæjarkorn- ið, sem við komum til, heitir East Grand Forks. Sagt er að það sé þekkt um öll Bandaríkin fyrir að hafa lengsta „Bar“ í landinu, en ekki sáum við þetta undur. AMG4H/ÍL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON HEIMSÓKN í HÁSKÓLABORGINA, GRAND FORKS Klukkan hálf tíu á fimtudags- morgun lögðum við, tvær hús- freyjur frá Winnipeg, af stað í ferðalag erlendis. Ekki svo að skilja að við ætluðum að ferðast kring um hnöttinn; ferðinni var bara heitið til Grand Forks í Norður Dakota, sem er nú lítið lengra en norður til Vogar, en það var samt gaman að segja, að við ætluðum að ferðast til er- lendra ríkja. Daginn áður urð- um við að útvega okkur vegabréf (Border Cards) frá amerísku skrifstofunum hér, og við landa- mærin komu menn klæddir ein- kennisbúningum um borð í lest- ina og spurðu fólk spjörunumi úr um fæðingarstað, erindi til Bandaríkjanna, hvað mikið fé það hefði meðferðis o. s. frv. og svo var farangurinn skoðaður. Það er dálítið spennandi á með- an á þessari rannsókn stendur. Skyldu þeir halda, að í hópnum séu smyglarar eða spæjarar? En ekki finst neitt grunsamlegt og öllum er slept yfir línuna. Alt þetta umstang tefur og virðist 1 rauninni óþarft. Við höldum á- fram hægt og rólega suður Rauð- árdalinn. Þetta er lítil lest, að- eins tveir farþegavagnar; hún strandaði í flóðinu mikla í fyrra nálægt Morris. Fremst í lestinni er dálítill matsölusalur; þar er lítill blökkumaður, sem matbýr og framreiðir ágætan mat. Það fer vel um ferðafólkið, en það tekur fimm klukkustundir að komast þessa stuttu leið til Grand Forks. Fæstir myndu vilja fara oft svona tímafrekar ferðir. Mér kemur Dr. Richard Beck í hug og dáist að fórnfýsi hans og áhuga fyrir íslenzkum þjóð- ræknismálum. Þegar hann var forseti Þjóðræknisfélagsins lagði hann á sig svo margar sem 16 ferðir árlega til Winnipeg til þess að sitja fundi félagsins, og öll hin mörgu ár, sem hann var í nefndinni, sótti hann reglulegá fundi hennar, auk sinna mörgu fyrirlestraferða um íslenzku byggðirnar. Þegar ég er að hugsa um þetta rennur lestin inn í Grand Forks, og þar mæta þau okkur á stöðinni, Dr. Beck, glað- ur og reifur að vanda, og hin elskulega kona hans, frú Bertha Beck, ásamt syni þeirra, Ric- hard. Hann ekur með okkur til Dakota Hotel, en þar höfðum við beðið þau að útvega okkur dvalarstað. Það er fyrsta flokks hótel, svo að segja nýtt með bezta aðbúnaði, en þó með sann- gjörnu verði. Þau hjónin hressa nú upp á ferðalangana með góðgerðum í matsölu hótelsins og nú ber margt á góma. Við segjum frú Berthu að við séum eiginlega í kaupstaðarferð, ætlum að athuga hvort dýrtíðip sé komin á eins hátt stig þar syðra eins og í Win- nipeg. Hún segir okkur að við höfum valið bezta daginn, því á fimtudögum séu búðir opnar til kl. 9 á kveldin. Nú gengur hún með okkur um verzlunarhverfið og bendir okkur á aðalverzlan- irnar, en þær eru í þéttri þyrp- ingu umhverfis hótelið. Svo kveðjum við þessa góðu vini okkar, en erum boðnar heim til þeirra daginn eftir. Grand Forks-borgin er við Rauðána; hún telur um 31 þús- und íbúa. Ekki höfðum við lengi gengið um búðirnar þegar við komumst að því, að ýmislegt er þar ódýrara en í Winnipeg: syk- ur, mjólk, egg og kjöt, einkan- lega munar talsverðu á verði svlnakjöts. Annars getur hver sem vill athugað þetta með því að bera saman matvöruauglýsing ar í Winnipeg- og Grand Forks- blöðunum. Kaffibollinn er þar Nú sóttu þeir okkur, Dr. Beck og hinn gjörvulegi sonur hans, og óku með okkur til Becks- heimilisins á Lincoln Drive, sem er fagurt heimilaumhverfi við Rauðána; frú Bertha tók okkur opnum örmum og við vorum komnar heim. Það var eins og að koma af öræfum í gróður- lendu. Becks-heimilið er íslenzk menningarmiðstöð, v í ð f r æ g t beggja vegna hafsins fyrir risnu og höfðingsskap. Flestir gestir, sem frá íslandi koma, leggja leið sína til þessa heimilis. Karlakór Reykjavíkur varð tíðrætt um þær viðtökur, sem kórinn fékk á þessu heimili, en þar neytti allur hópurinn, um fimtíu manns, kveldverðar, og naut hinnar einstöku alúðar og fyrir- greiðslu húsráðenda. Þegar kór- inn fór til baka frá Winnipeg, gerði hann krók á leið sína, slfensaði við Becks heimilið og söng nokkra söngva í þakkar- skyni og þessum góðu hjónum til heiðurs. Engum dylst, sem inn á heim- ilið kemur, að hér ráða íslend- ingar ríkjum; íslenzk málverk hanga á veggjum, stórt kort af íslandi yfir skrifborðinu, íslenzk ar bækur í bókaskápunum, sessu borð og dpkar ofnir úr íslenzkri ull í íslenzkum litum og svo ýmsir fagrir munir, sem hús- móðirin sjálf hefir mótað úrleir, og alla eftir íslenzkum fyrir- myndum eða samkvæmt hennar eigin íslenzka hugmyndaflugi Frú Bertha er framúrskarandi íslenzk bæði í anda og sjón. Á kveldborðinu stendur vasi með hvítum, bláum og rauðum blóm- um, litum Islands. Nú er margs að minnast og um margt að spjalla. Við erum öll komin í ferðalag til íslands í huganum. Ég dáist að því hve frú Bertha talar hreina íslenzku, en hún er fædd i Norður Dakota og hefir aldrei til íslands komið. Hún kannast líka við sögustaði á íslandi, og þekkir sögu lands- ins furðulega vel, en ástæðan fyrir því, að hún er svo vel að sér í þeim greinum er sú, að hún hefir afarmikinn áhuga fyr- ir íslenzkri ættfræði og hefir, í fjölda mörg ár, lesið mikið um þau fræði og mannfræði yfir- leitt. Þetta er íslenzkt sérkenni og sýnir gjörla hve hún er ís- lenzk í anda. Frú Bertha hefir þráð að heimsækja ísland, en þegar maður hennar fór heim 1930, voru börn þeirra svo ung, qð hún gat ekki skilið við þau, og 1942 þegar Dr. Beck var full- trúi Vestur-íslendinga við Lýð- veldisstofnunina, fengu konur ekki að ferðast til útlanda vegna stríðsins. Dr. Beck segir, að hann vonist til, að geta heimsótt ísland ásamt konu sinni áður en langt um líður — meðan þau eru svo ung, að þau geti notið ferð- arinnar að fullu. Það væri vel, ef það gæti orðið, því engin vestur-íslenzk kona á betur skil- ið, að fá að sjá land forferða sinna en frú Bertha Beck. Auk þess að stjórna gest- kvæmu heimili, hefir frú Bertha tekið mikinn þátt í ýmsum fé- lags- og mannúðarmálum svo sem Red Cross, Girl Guides og Anti-Tuberculosis Association; hún er nú forseti síðastnefnds félags í Norður Dakota ríki. í sambandi við það embætti verð- ur hún að leggja á sig mikil ferðalög og ræðuhöld. Síðan hún var kosin í apríl hefir hún farið 5 ferðir til Bismark. Frú Bertha var hjúkrunarkona og hún finn- ur til djúprar samúðar með öll- um, sem bágt eiga, og vill rétta þeim líknandi hönd. Eftir að þau hjónin skildu við okkur á hótelinu um kveldið, ræddum við ferðafélagarnir um það hvað íslendingar allir væru raunar lánsamir að eiga fólk eins og Becksfjölskylduna og heimili þeirra — hjón, sem eru samhent í því að auka á hróður íslenzka þjóðstofnsins og gera heimili sitt að íslenzkum menningar- reit. — Daginn eftir sóttu þau hjónin okkur aftur til þess að sýna okkur háskólann, „því ekki meg- ið þið koma til Háskólaborgar- innar án þess að sjá Háskólann“, crown- segir Dr. Beck. Sú ferð verð- skuldar nú grein út»af fyrir sig, því svo mikið kemur sú stofnun við sögu íslendinga. Þar hefir fjöldi þjóðkunnra íslendinga stundað nám og þar hefir Dr. Beck gert garðinn frægan í meir en tuttugu ár, auk þess hefir þessi háskóli ágætan orðstír; þangað hefir námsfólk sótt frá næstum öllum ríkjum Banda- ríkjanna og einnig erlendis frá. Við höfðum mikla ánægju af að koma í deildina þar sem skóla- fólki og einnig utanskólafólki er 'kennt að móta ýmissa muni úr leir, var þar margt fallegt að sjá. Leirinn, sem þarna er not- aður finst í suðvesturhluta ríkis- ins. Frú Bertha sýndi okkur munina og útskýrði aðferðina við að búa þá til, en hún sótti nám í þessari deild í fimm ár, eins og heimili hennar ber vitni um. Þá var ekki síður ánægju- legt að koma í aðalbygginguna, qp inn í skrifstofu Dr. Becks. Hann hefir þar mikið og vandað bókasafn, margt bókanna með áritun höfundanna og sumar næsta fágætar. Þarna hefði mað- ur viljað dvelja lengur, en tím- inn var að verða naumur. Við lítum inn í bókasafn háskólans; hann á íslenzkt bókasafn, auk þess stór söfn bóka á hinum nor- rænu málunum. Þar sá ég Cleaseby orðabókina, sem er mjög fágæt. Víð litum snöggvast inn í læknadeildina en fórum síðan inn í hið nýja og veglega samkomuhús háskólans, er var reist í minningu um náms- fólk skólans, er var í her- þjónustu í heimsstyrjöldunum og var fé til þess gefið af gömlu námsfólki skólans og vel- unnurum hans. Það er yndislega fögur bygging af nýjustu gerð. Stórar setustofur með þæginda- stólum, og snyrtistofur fyrir námsfólkið; geysistór samkomu- salur, og matsölustaður þar sem námsfólki og kennurum eru seldar máltíðir á eins lágu verði eins og það kostar að framreiða þær. Þangað buðu Becks hjónin okkur til miðdegisverðar, sem var mjög ljúffengur. Umhverfi háskólans er fagurt, skreytt trjágróðri. Lítil á renn- ur í bugðum meðfram háskóla- flötinni og ein bugðan myndar nokkurs konar leiksvið, þar sem námsfólkið hefir sett leiki á svið undir beru lofti, en áhorfendur setið í brekkunum umhverfis. Við kveðjum nú þetta hlýlega og söguríka umhverfi. Háskól- district, as well as relatives and friends from Ashern, Eriksdale, Lundar, Oak Point, Pine Falls, Morden, Gimli, Thicket Portage, Selkirk, Winnipeg and Atikokan Ontario. The magnlíicent four - layer wedding cake was baked by Mrs Joe Jahnson of Oak View. and the bride’s mother was decor- ated by Mr. A. V. Olson, baker, of Lundar. Charach’s Photographers, of HALLSON-PENWAY WEDDING The first wedding in the Vogar Community Church took place on Saturday, September the first, when Miss Anna Hallson, only daughter of Mrs. Gudrun Hallson and the late Gisli Hallson, was united in marriage to Mr. Thomas Larrie Penway of Vancouver. Reverend Philip Petursson of-------------------------- the First Federated Church in Winnipeg, officiated at the candlelight ceremony. The local organist, Mrs. B. G. Johnson of Voger, was at the organ. During the signing of the register, Mr. T. J. Clemens, of Ashern, Man., sang “I Walk Beside You,” ac- companied by Mrs. A. Scheski, also of Ashern.* Mrs. Ferdinand Hofteig of At- ikokan, Ontario, a cousin of the bride, was matron of honor; Mrs Anna Thorgilson of Lundar, also a cousin, was bridesmaid; and little Miss Margaret Johnson, of Lundar, was flower girl. Mr. Eric Hallson, a brother of the bride, and Mr. F. Hofteig, of Atikokan, Ontario, assisted the groom. Mr. Arnolö Hallson, the bride’s oldest brother, gave the bride away, while her youngest brother, Herbert, and Steve Hallson, a cousin, were ushers. The bride wore a particuarly striking and beautiful gown, an imported model from Belling- ham, Washington. It was of heavy satin with a long train of the same material and a shirred bustle; lily point sleeves, a lace yoke and a tight-fitting bodice, buttoned at the back. The lace- trimmed veil was held in place by a lace and sequin trimmed She carried Talisman roses. Mrs. Hofteig wore a gown of pink net satin and Miss Thorgil- son a gown of torquoise mar- quisette. Both carried American Beauty roses. The flower girl wore a daffodil yellow silk dress and carried pink roses. The little church, built in 1941 was beautifully decorated with cut flowers, both local and from Winnipeg florists. Following the ceremony, a sumptious reception was held in Hayland Community Hall, with three hundred guests present. The guests included every fam- ily in Vogar, Siglunes, Hayland, Oak View, and the Narrows Winnipeg, were in attendance, both at the church and at the hall. Eyford’s orchestra played for the dance, which lasted until early morning. They were ably assisted by a banjo player from Winnipeg, Mr. John Bergman, who gave a brilliant perform- ance. Before the bride and groom left, the entire assembly sang, “May the Good Lord Bless and Keep You.” Mr. and Mrs. Penway will re- side in Vancouver and left by car Monday morning. This gala event will long be remembered as the most outstanding event in the community. Sjötug hjúkrunarkona fró Bandaríkjunum á ferð hér Emma Sanford hefir farið víða og eyðir ellinni til að skrifa um störf hjúkrunarkvenna Fiestar konur, sem farnar eru að nálgast sjötugsaldurinn setj- ast í helgan stein til að njóta ellinnar og ævikvöldsins. Svo er þó ekki um sjötuga bandaríska hjúkrunarkonu, Emma A. Sanford að nafni, sem kom hingað til lands með farþegaflugvél PAA frá New York í fyrradag. Tveimur af helztu matsölum bæjarins Sokað Tvær af stærstu matsölum bæjarins eru að hætta um þessar mundir, og er orsök- in sú, að eigendur þeirra telja fæðissöluna ekki bera sig. Er það Tjarnarkaffi og Breiðfirðingabúð, sem hér eiga hlut að máli. Er þegar búðið að loka matsölunni í Tjarnarkaffi, en að því kom- ið að Breiðfirðingabúð loki. Þegar blaðamaður frá Tímán- um átti viðtal við frú Sanford á Hótel Borg í gær, var gamla konan í sjöunda himni. — Ég er undrandi á þessu landi og fólk- inu. — Hvergi nokkurs staðar á ferðum mínum í mörgum lönd- um hins gamla og nýja heims, hefi ég mætt jafn mörgu hjálp- sömu og elskulegu fólki, sem allt vill fyrir mig gera og tekui; mér eins og ég sé gamall ættingi kominn heim úr útlegð. Þessi bandaríska hjúkrunar- kona á annars merkilega og við- burðarrika sögu að baki. Áhugi hennar fyrir hjúkrunarstarfinu vaknaði þegar hún, ellefu ára, missti föður sinn með sviplegum hætti og móðir hennar stóð ein- mana eftir með barnahópinn. Sanford var þá tekin til fósturs af frænku hennar og á unga aldri lærði hún hjúkrun. — Starfaði hún við sjúkrahús en var um langt skeið hjúkrunar- kona fjölskyldu Wilsons forseta og fylgdist með fjölskyldunni viðs vegar um Bandaríkin. í fyrra stríði starfaði hún við sjúkrahús í Brooklyn 1 New York og hafði þá um skeið þann starfa að aka sjúkrabíl um borg- ina. Síðan vann hún um langt skeið í þjónustu blinda fólksins, Á þessum stöðum hefir mönn- um í föstu fæði verið seld mál- tíðin á tíu króhur, en þetta er ekki lengur talið bera sig. Segj- ast forráðamenn þessara húsa fremur vilja hætta matsölunni, en hækka verði eins mikið og þurfi til þess, að þessi starfsemi beri sig. Margir í vandræðum. Á þessum tveimur stöðum munu á annað hundrað manns hafa verið í fæði. — Munu margir þeirra lenda í vandræð- um með að fá fast fæði á sæmi- legum stöðum, því að ekki er í mörg hús að venda. —TÍMINN, 9. sept. en skrifaði jafnframt mikið í aðalblað bandarískra hjúkrunar- kvenna. Eftir að hún hætti hjúkrunar- störfum fyrir aldurs sakir, fór hún að gefa sig meira að skrift- um fyrir blöð hjúkrunarkvenna og hefir ferðast víða um heim- inn til að kynnast störfum stall- systranna og kjörum þeirra og ástæðum á sjúkrahúsum víðs- vegar um lönd. í fyrra fór hún til Afríku Italíu og Frakklands. Einnig hefir hún farið til Alaska og um alla Norður-Ameríku þvera og endilanga. Frú Sanford segist hafa fengið áhuga fyrir íslandi fyrir all- mörgum árum og þá strax á- kveðið að koma hingað. Hún hefir lítið getað undirbúið ferð- ina, því engar upplýsingar um land og þjóð, eða rit og bæklinga hefir verið hægt að fá. Ræðis- maðurinn í New York gaf henni, nöfn á fimm sjúkrahúsum en ekki vissi hún af hinu merki- lega átaki í velferðarmálum berklasjúklinga að Reykjalundi, fyrr en blaðamaður Tímans sagði henni frá því. — Þetta er dálítið, sem í frásögur er fær- andi,f sagði gamla konan og ljómaði öll, er hún heyrði um Reykjalund. _TíMINN, 6. sept. BLOCK OWNERS! Prevent Window Sashes being pushed out! Instal the : ■ -.V, ■ never failing WILSON Stcrm Sash Sliding Easy to open and close — no pounding, danger of breaking, etc. Fits all storm sash. Have us pick up and equip your storai sash for you, before cold weather. Call us N’C-W. VENTILATOR • No Nticking • No rattling • No heat loss • No grooves to fill • No trouble to instali ACAAE SASH & DOOR 400 Des Meurons co. LTD. Phone 201 171 Dr. Beck þá væntanlega rita í íslenzku blöðin um þessa merku stofun. Við förum aftur inn til borg- arinnar, kveðjum okkar góðu vini með þökkum og leggjum af stað heimleiðis. Þótt þetta væri aðeins ofurlítið „reisukorn“, kom okkur ferðafélögunum saman um að það væri með þeim ánægju- legustu ferðum, sem að við inn á 65 ára afmæli í ár og mun hefðum farið. Free Winter Storage v Send your outboord motor in now ond have is reody for Spring. Free Estimate on Repairs Speciálists on . , . Johnson - Evinrude & Elto Service BREEN M0T0RS Ltd. WINNIPEG Phone 927 734

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.