Lögberg - 20.09.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 20.09.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 20. SEPTEMBER, 1951 I 7 Lífssannindi íslendingasagna eiga erindi til alls mannkyns — segir prófessor Niels Bohr ______ Hluiverk þjóðarinnar er að varð- veila menningarf jársjóði sína. PRÓFESSOR Niels Bohr og frú hans eru farin af landi burt. Þau *fóru með Drottningunni í gær. Á sögusiöðum. Þá daga sem hinn heimsfrægi vísindamaður var hér, notaði hann, sem mest hann mátti, til að sjá með eigin augum, og kynnast merkum íslenzkum sögustöðum. Það hefir vakið mikla athygli meðal almennings hve prófessor Niels Bohr er kunnugur íslend- ingasögum og hve mikils hann metur þær. Á fimmtudag komu þau hjón- in hingað til bæjarins úr bílferð um Borgarfjörð, Húnavatnssýslu 'og Skagafjörð. Voru þau í fylgd með sendiherra Dana, frú Bodil Begtrup, og nutu leiðsagnar prófessors Sigurðar Nordals. Ánægjuleg kynning. Er ég hitti prófessor Bohr að máli í sendiherrabústaðnum við Hverfisgötu í gærmorgun lýsti hann ánægju sinni yfir því, að hafa haft tækifæri til að koma hingað, að hafa notið einstakrar gestrisni hér eftir því sem hann sagði, hafa kynnst hinum sögu- fróðu mönnum er hann um- gekkst hér, og séð með eigin augujn hve hér eru miklir 'fram- tíðarmöguleikar á mörgum svið- um. öllum verður það minnisálætt er eiga þess kost, að ræða per- sónulega við þennnn mikla vís- indamann, svo alþýðlegur er hann. Svo innilegur í öllu sínu tali og framkomu, að manni verður ósjálfrátt að þykja vænt um hverja setningu sem hann segir. Hann iók sögurnar að erfðum. Ég spurði hann m. a. hvað hefði vákið athygli hans á ís- lendingasögunum, og gert það að verkum, að hann hefjr kynnt sér fornbókmenntir okkar svo vel. Hann sagði: „Ég er enginn sögumaður að sjálfsögðu og þekking mín á sögu íslands er mjög í molum. En upprunalega kynntist ég Is- lendingasögum og lærði að meta gildi þeirra vegna þess að faðir minn var einn af mörgum Dön- um sem á þeim árum lagði stund á lestur sagnanna. Ég erfði á- hugann frá honum og hefi tam- ið mér að leita hugsvölunnar við þann listabrunn og hvíldar frá alvarlegum störfum. Ég las íslendingasögurnar í dönsku þýðingu Niels M. Peter- sen. Það er mér mikið ánægju- efni, að menn skuli geta vænst þess, að íslendingasögur í heild, sinni komi út á enskri tungu svo sögurnar verði aðgengilegar fyr- ir öllum hinum enskumælandi þjóðum. Þarf a3 víkka sjóndeildar- hringinn. Er ég í háskólafyrirlestri mín- um minntist á íslendingasögurn- ar, vakti það fyrir mér að benda á, að sögurnar geta hjálpað okk- ur til að sjá gömul viðfangsefni í nýju ljósi. í fyrirlestri mníum vakti það ekki fyrir mér, að segja neinn nýjan sannleika í þessu sambandi. Ný vísindi hafa gert þörfina brýnni á því, að skilja afstöðu manna til tilver- unnar yfirleitt. I því sambandi er það mikils virði að meta að verðleikum gamla þekkingu sem sögurnar geyma en oft gleymist vegna þess að henni er ekki nægileg eftirtekt veitt vegna hefðbundinna forma og skoðana. Nýjar rannsóknir hafa kennt okkur að sjóndeildarhringur okk ar hefir verið alltof takmarkað- ur, þegar hin nýju reynsluvís- indi koma til skjalanna, sem sé . reynsla okkar, sem fengin er úr heimi atomanna er hefir áður verið lokað land fyrir mann- kyni. Áður héldu menn, að þeir hefðu fundið grundvallarregl- urnar fyrir allri vísindalegri þekkingu. En þetta reyndist ekki á rökum byggt. Við höfum kom- ist að raun um að rammi þessar- ar þekkingar er of þröngur. Við höfum fundið þörfina til að taka vandamálin upp til nýrrar yfir- vegunar. Á sama hátt og við höfum tekið upp lýsingar á til- finningalífinu. En vegna þess hve óviðjafnan- legur skáldskapur eða skáldleg tilþrif birtist okkur í íslendinga- sögum, verða þær okkur sí- gildar. Þar er þó vitaskuld ekki um vísindalega sálfræði að ræða, en óviðjafnanlega mannlega þekk- ingu á eðli manna sem kemur í ljós í alls konar umhverfi og vandamálum lífsins. Tel ég þar fremstar persónu- lýsingar Njálssögu. Þegar ég stóð í ræðustól Há- skólans, fann ég mjög til þess, að ég skyldi ekki geta notað hina gömlu samnorrænu tungu. Þess vegna er það mér ánægjuefni að fyrirlestur minn verður þýddur á íslenzku og gefinn út. Mikilsverð ltynni. Það hefir verið mér mikið á- nægjuefni að kynnast íslenzkum vísindamönnum sem svo mjög hafa sökkt sér niður í íslenzkar fornbókmenntir, lifað í þeirra heimi. Viðkynning mín við þessa menn, hefir verið mér til mikils fróðleiksauka. Hver af öðrum hafa þeir gert sér það ómak að fylgja mér til sögustaða. Einar (Ólafur Sveinsson til Þingvalla, Þorkell Jóhannesson til Fljótshlíðar og Sigurður Nor- dal um Borgarfjörð, Vatnsdal og alla leið norður í Skagafjörð til Glaumbæjar, þar sem við í skín- andi veðri sáum greinilega til Drangeyjar, sem rifjaði upp fyrir okkur síðasta þáttinn í hinni miklu harmsögu Grettis. Á ferð minni til Norðurlands með Sigurði Nordal, var ég hrifnastur af Vatnsdalnum og að geta virt fyrir mér hof og um- hverfi þess í skínandi veðri. Það var sem margt annað í þessari ferð, ævintýri líkast, að geta séð heim að bæ Kormáks, og að Gils- bakka og koma -að Borg og Reykholti. Mikilsveri hluiverk. En þegar ég lít yfir þessa daga þá finnst mér það næstum ótrú- legast af öllu, að hafa getað ferð- ast dag eftir dag í gegnum svo fjölbreytilegt landslag að sjónar- sviðið breytir gersamlega um svip svo að segja á hálftíma fresti. Ánægjulegt er að fara um sveitir þar sem ættir íslendinga- sagna lifðu lífi sínu. En það er mér ánægjuauki að geta um leið augum litið hve miklir framtíð- armöguleikar eru hér fyrir hendi þegar þjóðinni gefst tækifæri til að taka vísindin og tæknina í þjónustu sína. Ég þykist sjá í anda hve stór- kfelldar framfarir verða hér á næstu *áratugum. Og ég gleðst. yfir því hvað ykkur hefir þegar tekist að byggja upp í landinu. Minnist ég þá að sjálfsögu Há- skólans ykkar. Eftir þessa heimsókn mína hingað hefi ég sannfærst um, að íslenzka þjóðin mun um ókomin ár eiga hlutverki að gegna í þágu mannkynsins, í samvinnu við aðrar þjóðir, vegna menningar þeirrar sem þjóðin hefir til varð- veizlu, ef heiminum auðnast að koma þeirri samvinnu á, sem mannkyninu er nauðsynleg. Með þessum orðum var lokið samtalinu við Niels Bohr. — Hann ætti að vita hyersu heim- sókn hans hingað er íslenzku þjóðinni kærkomin. V. St. —Mbl. 11. ágúst EFTIRMÆLI Mrs. Krisiín Erlendsson Víðir, Man. Dáin 5. marz 1949 Að verki loknu, verður hvíldin kærust þeim, er kveldið kemur, sem að hafa, um sína daga unnið vel, til æviloka. — Kveður þú, sem kærast hefur, verið þér um þína daga. Heimilið sem heitt þú unnir er margvíslega minnig geymir. — Rúnir tímans, ritað hafa, sögu þá er sýna merkin. Þar sem áform ykkar hjóna, sigri með þið sáuð blessast! — Eftir missir, eiginmannsins, söm þú hetjan, sanna reyndist. Áfram halda, ei undan víkja, það var viljans, þrá og vonin. — Meðan þrekið, þig nam styðja, góðri barðist baráttunni. Það er móðir, það má sanna, sem er heimsins, helgast aflið. — Man þig byggð, og börnin kæru, sem nú fylgja, sinni móður. Grafar til, — hvar góður faðir, hefir lengi hennar beðið. — Gott er höfgans, hvíldar njóta. Heims frá slóðum, horfinn vera. Aftur vakna, í æðra veldi ung, sem fyrr, á æskuskeiði! — B. J. Hornfjörð Heymjöl unnið á tveim stöðum í Fljótshlíð Gefur góða raun, segir Klemenz á Sámsstöðum. Hraðþurrkað heymjöl er nú framleitt á tveimur stöðum á landinu, að Sámsstöðum og Ámundakoti í Fljótshlíð. Er framleiðslan í byrjun að Ámundakoti, en á Sáms- stöðum verða í sumar fram- leiddar 26—28 lestir. Heymjölið er framleitt úr snemmsleginni töðu og há og notað í fóðurblöndur. Er það þurrkað með áttatíu stiga heitu lofti, og er hráolía og rafmagn *notað sem hitagjafi. *Sá galli er þó á vélunum, að þær eru held- ur seinvirkar og ekki hægt að láta í þær nema hálfþurrt hey. íslenzka heymjölið ódýrara^ — Sé aðstaða sæmileg og rétt að farið, borgar s'ig ágætlega að vinna hér heymjöl, sagði Klem- enz á Sámsstöðum í gær. Erlent heymjöl komið til Reykjavíkur, kostar upp undir tvær krónur kílóið, en við höfum selt það á 1,65, komið þangað. íslenzka mjölið inniheldur þó heldur minna af próteini, en prótein- magnið er vel hægt að auka með því að slá oftar og bera á milli slátta. —TÍMINN, 2. sept. Hugleiðingar um kirkjuþingsferð Þegar ég fór á k^rkjuþingið, sem haldið var á Lundar, hét ég sjálfri mér því, að nú skyldi ég ekki skrifa neitt um ferðalagið, en nú er ég samt sest niður að skrifa um það. Ferðin gekk greiðlega. Lestin brunaði óðfluga yfir fjöllin köld og hrikaleg og ekkert varð til farartálmunar og alt gekk vel þangað til hún skilaði okkur af sér í Winnipeg. — Það hoppar altaf í mér hjartað þegar ég kem þangað og ryfjast upp end- urminningar um gamla kunn- ingja og vini, sem fléstir eru nú farnir yfir hafið mikla. — Ég gleymi aldrei hvað margar gleði- stundir ég hafði á heimili hinna ágætu hjóna séra Jóns Bjarna- sonar og frú Láru konu hans, hann andansmaðurinn og leið- toginn mikli gat verið svo skemmtinn í hópi unglinga, sagt fyndnar sögur og hlegið með okkur, annars man ég bezt eftir honum sitjandi við skrifborð sitt, — hann minnti mann á öld- ungana fornu. Ég vildi að guð vildi nú sepda okkur Islending- um annan eins leiðtoga. Mrs. Bjarnason var einstök, sístarf- andi bæði fyrir kirkjuna og heimili sitt, hún taldi það ekki eftir sér, að leggja alla sína krafta í þjónustu og til eflingar guðs ríkis, hún var manni sín- um einkar samhent í því eins og öðru. Núna þegar ég kom til Winni- peg, fór ég strax að heimsækja fósturdóttur þeirra , Theodóru, hún á ágætt hús suður við Rauð- ána og býr þar. Þegar ég kom þangað, var þar fyrir hópur af blindu fólki, sem Friðrik fóstur- bróðir hennar keyrir til hennar einu sinni í viku, og sem hún svo les fyrir og skemmtir á einn eða annan hátt. Ég efast ekki um að hún kveiki ljós í myrkrinu hjá þessu blessaða fólki, og þá er tilgangi hennar náð. Svo kom ég til Mr og Mrs. Jóns Bíldfelds. Jón er enn hraustlegur og dug- legur á að líta og ég vona og óska að hann eigi enn eftir að láta bylgjuna brotna á sér, eins og undanfarið, bæði í kirkju- málum og eins í viðhaldi ís- lenzkunnar. Jón er enginn flysj- ungur; Soffía kona hans er fjör- ug og skemmtin og góð heim að sækja. Mrs. Sigríður Bíldfeld. ekkja Ögmundar bróður Jóns (móðir mín og faðir þeirra voru systkin) var nú að fara til einka- sonar síns í Vancouver; hún missti ekki fyrir löngu fyrir- myndardóttur, að allra dómi, Þjóðbjörgu og svo manninn. Hún er þrekkona. Nú átti ég eftir að sjá Elínu systur mína, sem mig var farið að langa svo mikið til að sjá. Hún var unglegri en áður og fjör- legri, því nú gengur hún á báð- fótum; hún á marga kunningja, sem sjá hana iðulega og hún hef- ir nóga vitsmuni til að gleðja sig yfir því. Mér til mikillar gleði fannst mér henni líða vel. Það var ein kona, sem mig langaði til að koma til, en hafði ekki tíma til þess, en það var Vilhelmína dóttir séra Odds Gíslasonar (nú Mrs. Stevens), við þekktumst heima á gamla land- inu, og ég hélt þá að engin stúlka gæti verið fallegri en hún; svo kom ég til hennar mörgum ár- um eftir að hún varð ekkja og ég var svo glöð yfir því, hvað vel hún hafði haldið við því, sem hún lærði heima, og var víð- lesin, fróð og skemmtileg. Svo kom ég til Mrs. Ingunnar Jónsson (móðir mín og móðir hennar voru systur); hún kom hér ung og giftist ung, misti manninn skömmu eftir að þau giftust og hefir verið ekkja síð- an. Hún er væn kona, trygglynd og vinur vina sinna. Svo er önnur frænka mín, það er Lára Scheving, hún er dóttir Elínar móðursystur minnar og manns hennar séra Lárusar Scheving; Davíð Scheving rekt- or á Bessastöðum var afi hennar. Hún er kyrlát kona og ekki margmál í umgengni, en þegar að maður er með henni einni, þá er varla hægt að finna skemmti- legri manneskju, því nógar eru gáfurnar. Ég kom fyrst til henn- ar þegar hún var í Nýja-íslandi í dálitlu húsi, sem hún hafði •keypt þar, með móður sína og ungan son sinn, Lárus, sem hún ól svo upp sér til sóma og gleði. Til Mr. og Mrs. Páls Vatnsdal kem ég í hvert skipti, sem ég kem til Winnipeg, við höfum þekksts í mörg ár. Ég dvel hjá ekkju Kristjáns bróður míns og sýnir hún mér hina mestu umhyggjusemi og systurlega velvild. Nú var ferðinni heitið til Lundar, þar sem ég ætlaði að sitja á kirkjuþingi, og eftir að hafa verið tvo daga í Winnipeg fór ég þangað og kom þar að kvöldi dags, þar þá búið að setja kirkjuþingið. Það átti að fara að halda guðsþjónustu, ég settist niður með hinu fólkinu, fór til altaris með því, og beið þangað til mér var sagt hvar ég ætti að halda til. Við Mrs. Elín Jónasson héldum til hjá Mr. og Mrs. Ingi- mundi Sigurðsson, ágætu fólki í góðu húsi og þar leið okkur vel. Kirkjuþingið fór fram með friði og einingu, eins og venju- lega, og var mér til mikillar gleði, fannst mér að meiri áhugi væri fyrir kirkjumálum en að undanförnu. Gjörðir kirkju- þingsins hafa komið út í Lög- bergi, og þá, sem langar til að lesa þær geta fundið þær þar. Okkur var tekið framúrskar- andi vel, það var ekki alt í því að okkur væri veitt vel heldur hitt, að fólkið sýndist veita manni af innilegri velvild og gestrisni. Veitingafnar fóru fram í stóru og myndarlegu samkomuhúsi rétt hjá kirkjunni, en í kirkjunni voru haldnir allir fundir og guðsþjónustur. Prestshúsið er þar rétt hjá, prestshjónin eru einstaklega almennilegt fólk — presturinn, séra Friðrik, hefir sjálfur gjört svo við húsið, að það er þægilegt og gott til íbúð- ar; óvanalegt af presti að gjöra slíkt, þeir heimta að það sé gjört fyrir sig, enda eiga þeir það skilið, ef þeir standa vel í stöðu sinni. — íslenzka er víst talsvert töluð á Lundar og ber það vott um fastheldni og tryggð við gamla landið, og er það virðingarvert. Kannske það sé af því, að Lund- arbyggð hefir sent frá sér svo margt menntafólk. Það hlýtur að vera traustur stofn, með sjálfstæðar hugsanir. — Þeir eiga góðan söngstjóra — mér brá í brún að heyra sum gömlu lögin sungin þarna meistaralega vel. Ég frétti nýlega, að maður- inn, sem æfir söng þarna sé V. Guttormsson, tónskáld. Enga akra eða vötn sé ég í kringum Lundar og var mér sagt að land þar í kring væri hrjóstrugt steinótt, en ágætar bújarðir lengra í burtu. Nú var komið að því að kve^j- ast og halda heimleiðis. Þrjú af okkur fengum keyrslu með Frið- rik Bjarnasyni, séra Eylands, kennari frá Winnipeg og ég. Litlu eftir að við fórum af stað fengum við þá voðalegustu rign- ingu og rok með þrumum. Frið- rik er ágætur bílstjóri, svo höfð- um við séra Eylands og ham- ingju hans innanborðs, svo að við komumst heim heilu og höldnu. Þegar til Winnipeg kom átti ég eftir að hitta mágkonu mína, sem var nýlega komin frá ís- landi og ætlaði þangað bráðlega aftur. Hún var þá komin í sum- arbústað niður að Gimli. Ég fór þangað til hennar, mér þótti vænt um að sjá hana, ég hafði margt að spyrja hana um — frændfólk mitt og vini, jafnvel um hestana, kýrnar og lömbin og fuglana — litlu maríötluna í hlaðvarpanum, sem hoppar svo léttilega, og segir krökkunum hvar þau eigi að vera. Þegar ég var unglingur var ég látin sitja yfir ánum um hey- skapartímann. Ég man hvað ég grét þegar ég labbaði á eftir þeim í fyrsta sinni með nestið mitt í annari hendinni, en með hinni í stúlkuna, sem átti að segja mér hvernig ég ætti að sitja hjá. Þegar við vorum bún- ar að ganga nokkuð lengi, stans- ar hún og segir mér að á þessari sléttu eigi ég að halda ánum, ég megi ekki láta þær fara yfir þennan læk, því þá fari þær upp í hraunið og þar týnist þær. Ég mátti ekki siga „Neró“ á þær, en þegar sólin var yfir nónvörðu átti ég að fara að bæja þeim við til heimferðar — og vertu nú sæl — láttu þér ekki leiðast. — Ég horfði á eftir henni svo lengi, sem ég gat séð hana — svo henti ég mér niður á jörðina og grét. Hjásetan tókst mér vel, þegar á sumarið leið mátti heita að þær pössuðu sig sjálfar, ég gat lesið eina bókina eftir aðra, mér leidd- ist að yfirgefa þær þegar hjá- setunni var lokið — þær voru mínar ær og ég telpan þeirra, svona sögur líkar þessari ryfjuð- ust upp fyrir mér: — Hrævar- eldurinn á mýrarkeldunum, álftasöngurinn á vötnunum, fossaniðurinn í ánum, björtu næturnar og norðurljósin, og svo mamma mín með báðar mín- ar hendur í sínum horfandi i augu mér og sagði: — Gleym þú aldrei drottni þínum og frelsara, ef þú vilt að þér líði vel. Svona þyrlaðist þetta allt upp í huga mínum eins og óðfluga fellibyl- ur. — Mágkona mín er nú á heim- leið, en ég er komin heim til mín. — Anna Malthíasson Vancouver, B.C. GAMAN 0G ! A L V A R A Inga: — Þessi kjóll er allt of þröngur á þig. Magga: — Já, hann er alltof þröngur, og hann er þrengi held ur en skinnið á mér. Inga: — Hvernig getur hann verið þrengri en skinnið á þér? — Magga: Sjáðu nú til. Ég get sest niður þegar ég er nakin, en ég get ekki sest niður í þess- um kjól. 4 ☆ Lóla: — Hvaða dýr er það sem hefir 24 fætur, græn augu, rauð- an skrokk, með svörtum rönd- um? Danni: — Það veit ég ekki. Hvaða dýr er það? Lóla: — Það veit ég ekki held- ur, en hvað svo sem það er, þá ættirðu að taka það af hálsinum á þér. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sen. fyrst greiðslu fyrir vfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75 00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir tóm eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.