Lögberg - 20.09.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.09.1951, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. SEPTEMBER, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BILDFELL. ÞýfUU Öldurmaðurinn lét gleraugun síga þegar að hann sá þessa draugslegu mannsmynd á bak við bankastjórann og sagði: „Vilt þú finna mig kunningi?“ „Já, herra, ef þú vilt gjöra svo vel“, og mað- urinn tók ofan hattkúfinn og hneigði sig djúpt „Jæja, talaðu! Ég vona, að þú sért ekki í sníkjuerindum?“ „Nei, herra! Systursynir þínir . . . Bankastjórinn sneri sér við og leit á komu- manninn. Kaupmaðurinn hrökk til baka. „Systursynir!“ endurtók hr. Morton stein- hissa. „Hvað meinar maðurinn? Bíddu ofurlítið við“. ,,0, ég hefi lokið mér af!“ sagði bankastjór- inn og brosti. „Mér þykir vænt um, að við erum sammála um þetta atriði. Ég vissi að við mund- um gjöra það. Þingmaðurinn okkar getur orðið okkur geðþekkur, ef hann heldur svona áfram. Verzlunin verður að standa á sínum eigin fót- um. Góðan daginn!“ „Systursynir!“ endurtók Morton enn, reis á fætur og benti manninum að koma með sér og fór með hann inn í stofuna á bak við búðina, þar sem frú Morton sat og var að fara yfir þvottareikninga. „Nú“, sagði húsbóndinn um leið og að hann lét aftur hurðina, „hvað meinar þú, maður minn?“ „Herra, það sem ég vildi spyrja þig að er — hvort að þú gætir sagt mér hvað orðið er af — drengjunum — það er systursonum þínum. Mér skilst, að þeir hafi verið tveir — og mér er sagt, að þeir séu báðir dánir. Er það satt?“ „Hvað kemur þér það við, kunningi?" „Fyrirgefðu, herra, það meinar ekki svo lítið fyrir þál" „Ég á ekki von á því — ha! ha! Það meinar ekki all-lítið fyrir menn, hvort að þeir eru lif- andi eða dauðir!“ Herra Morton gerði stundum að gamni sínu síðan að hann varð bæjarstjóri. „En í rauninni . . . .“ „Rodger!" sagði frú Morton lágt — „Rodger!“ „Já, mín kæra“. „Komdu hingað — ég þarf að tala við þig um þennan reikning“. Maður hennar fór til hennar og beygði sig ofan að henni. „Hver er þessi maður?“ „Ég veit það ekki“. „Reiddu þig á, að hann ætlar að biðja um eitthvað — einhverja reikninga, eða eitthvað þess háttar. Láttu hann ekki flækja þig —* drengirnir eru dauðir, að því er við bezt vitum!“ Herra Morton ræksti sig og fór aftur til komumannsins. „Satt að segja, þá veit ég ekk- ert hvað um þá hefir orðið“. ,T>eir eru þá ekki dauðir — ég hélt að þeir væru það ekki“, sagði maðurinn glaðlega. „Ég get ekkert um það sagt. Það eru mörg ár síðan að sá, sem ég nokkurn tíma sá, hvarf mér sjónum, og þeir geta báðir verið dauðir fyrir allt það sem ég veit“. „Er það svo!“ sagði maðurinn. „Þú getur þá ekki gefið mér neina hugmynd um, hvar ég get fundið þá?“ „Skulda þeir þér nokkuð?" „Það er þá ekki til neins að tala um þetta meira, herra. Fyrirgefðu“. „Eina mínútu. — Hver ert þú?“ „Ég er fátækur maður, herra“. Herra Morton hrökk aftur á bak. „Fátækur! Ó, já — rétt er það. Þú ert nú búinn að ljúka þér af við mig. Góðan daginn — góðan dag. Ég er önnum kafinn“. Ókunni maðurinn tvísteig og sneri hattin- um á milli handa sér, tók í húninn á hurðinni, leit til Mortons, þar sem að hann stóð bústinn með báðar hendurnar í vösunum, varirnar opn- ar eins og hann ætlaði að fara að segja „nei“ — á bak við stól konu sinnar. Nifcurinn stundi við og fór. Frú Mrton hringdi húsbjöllunni. — Vinnu- konan kom inn. „Hreinsaðu gólfdúkinn, Jenny; — hann var forugur um fæturnar! Þú manst eftir, Rodger, að þetta er Brussels!“ „Það er ekki mér að kenna góða mín. Ég gat ekki talað um fjölskylduatriði í búðinni svo að allir heyrðu. Veistu það, að ég var búinn að gleyma vesalings drengjunum. Þetta hefir ruglað mig. Vesalings Katrínu þótti svo vænt um þá. Hvað skyldi hafa orðið um þá? Og Sid- ney var svo laglegur. Mér líður ekki vel út af þessu. Ég vildi, að ég hefði spurt manninn meira“. „Meira! — Þú getur verið viss um, að hann ætiaði að íara að betla“. „Betla! — Já, ég býst við því!“ sagði Morton og hikaði óákveðinn. Svo sótti hann í sig veðr- ið og sagði ákveðinn: „Fjandinn hafði það, þó að hann hefði farið að betla, þá held ég, að"ég hefði getað staðið mig við að gefa honum skild- ing! Ég fer á eftir honum“. Hann fór inn í búðina undir eins, en maður- inn var farinn. — Það var rigning, og Morton hafði morgunskóna á fótunum —; hann snýtti sér og fór til baka inn í búðina. En minningarn- ar um hina látnu systur hans voru enn í huga hans og í eyrum hans hljómaði: „Bróðir, hvar eru börnin mín?“ „Sussu! Ég gat ekki gjört að því, þó að hann stryki í burtu. Bob, farðu og sæktu sveita- blaðið!“ Herra Morton var aðeins búinn að hagræða sér og byrjaður á að lesa um morðmál, þegar annar ókunnur maður gekk snúðugt inn í búð- ma. Hann var klæddur í loðkápu, hafði þykkt efrivararskegg og með blikandi augu, sem á augabragði drukku inn í sig allt, sem fyrir þau bar, og yfir honum hvíldi bragur, sem í senn var hermannlegur og útlendingslegur. Allir, sem í búðinni voru, litu upp og á hann, þegar að hann kom inn og stansaði í mínútu við búð- arborðið, svo gekk hann beint til öldurmanns- ins og sagði: « v „Herra, þú ert eflaust Morton?“ „Þér þjónustubundinn, herra“, sagði Rodger og stóð á fætur. „Þá þarf ég að tala við þig um viðskipti“. „Viðskipti“, endurtók hr. Morton og fölnaði lítið eitt í framan, því að hann var ekki farinn að vita hvaðan veðrið stæði á sig. „Ef að það er nokkuð sem ég hef, herra, þá skal mér vera ánægja . . . .“ Ókunni maðurinn beygði sig ofan að honum og hvæsti í eyrað á honum: „Systursynir þínir!“ Herra IVlorton varð blátt áfram skelkaður. Já, hann var virkilega stilltur! Hann blíndi á komumanninn, dg fannst að það væri eitthvað yfirnáttúrulegt við hann. Hann var svo stór, dökkur yfirlitum og einkennilegur. Var það sá, sem ekki má nefna, sem kominn var til að sækja hann? Systursynirnir aftur! Móðurbróðir barn- anna týndu, hefði naumast getað orðið skelk- aðri, þó að fjandinn sjálfur hefði verið kominn til að sækja hann! „Herra“, sagði Morton að síðustu, eftir að hafa náð sér aftur dálítið. „Ég veit ekki hvers vegna að fólk er að skipta sér af fjölskyldumál- um mínum. Ég er ekki að spyrja fólk um systur- syni þess. Ég á enga systursyni, sem að ég veit um . „Má ég tala við þig í mínútu, einan?“ Herra Morton stundi við, togaði upp bux- urnar og fór með komumanninn inn í stofuna, þar sem frú Morton, sem JLokið hafði við þvotta- reikningana, var að láta niðursoðna ávexti á belgflöskur. Elzta dóttir Mortons-hjónanna, sem var tuttugu og fimm eða sex ára og var rétt að því komin að giftast ungum enfilegum manni, sem átti heima í N . . . seldi kol og spilaði á fiðlu, var nýkominn inn og þau voru að reyna að spila „The Sviss Boy“ með nokkrum breyt- ipgum á ofurlítið píanó, sem skrækti ámátlega undir fingrunum á ungfrú Margréti Morton. Herra Morton hratt upp stofudyrnunum, en ókunni maðurinn stansaði í dyrnunum, og stór- flóð hljómsins í E-stiga, sem að „The Sviss Boy“ var syndandi í, „ljúfur“ í lífi og dauða hljóm- aði í eyrum hans. „Getið þið aldrei þagað!“ hreytti faðirinn úr sér og tók fyrir eyrað með annari hendinni, en benti komumanni á stól með hinni; og þegar að frú Morton leit upp frá verki sínu með þeim fyrirlitningar- og angistarsvip, sem blíðlyndi konanna ásakar menn sína fyrir óþarfa ónæði. Herra Morton bætti við og yppti öxlum: „Systursynir mínir aftur, frú Morton!“ Ungfrú Margrét sneri sér við og hneigði sig. Frú Morton breiddi laglegan handklút yfir það, sem hún var með í höndunum og nöldraði eitt- hvað sem líktist kveðju, um leið og gesturinn tók ofan hattinn, og sneri andlitinu, sem á var ritað meistaraverk skaparans, að húsmóðurinni og dóttur hennar. „Fyrirgefið þið“, sagði hann, „ef ég ónáða ykkur. En erindi mitt tekur ekki langan tíma, Ég kom til að spyrja þig, herra, í allri einlægni, og eins og sá, sem á rétt á að spyrja, hvað þú getir sagt mér um Sidney Morton?“ „Herra minn, ég veit ekki minstu vitund um hann. Hann var tekinn í burtu héðan úr húsinu, fyrir hér um bil tólf árum, af bróður sínum. Ég, Beaufort lávarður, sonur hans og annar vinur fjölskyldunnar leituðum að þeim, en árangurslaust“. „Hvað er um hina leitarmennina?“ „Mér skildist á Beaufort lávarði, að þeim hefði ekki gengið neitt betur. Ég hefi ekki heyrt neitt frá þeim síðan. En það er hvorki hér né þar. Að öllum líkindum hefir sá eldri, sem ég er hræddur um að hafi verið illa innrættur — spillt og eyðilagt bróður sinn, og nú má ham- ingjan vitá hvar þeir eru“. enginn spurt bróðir Katrínar Morton, öllu held- „Og enginn hefir spurt þig um þá síðan — ur Katrínar Beaufort — hvar eru börnin, sem að þér var trúað fyrir?“ Þessi spurning, sem var alveg samhljóða þeirri, sem að hjátrú hans sjálfs hafði látið dynja honum í eyrum, gekk alveg fram af öldurmanninum og hann sagði að síðustu: „í guðanna bænum, herra minn, vertu sann- gjarn! Hvað gat ég gjört, þegar að hann fór í burtu sjálfur og það af frjálsum vilja?“ „Daginn,' sem þú barðir hann eins og rakka. Þú skilur, hr. Morton, að ég veit allt um þetta“. „Og hver ert þú?“ spurði hr. Morton, sem nú irar búinn að ná aftur nokkru af sínu enska hugrekki, og móðgaður út af að vera þannig atyrtur í sínu eigin húsi; „hvað og hver ertu, að þú leyfir þér að hirta þannig mann eins heiðvirðan og þektan eins og að ég er?“ „Sem hefir verið borgarstjóri tvisvar . . . .“ byrjaði frú Morton. „Hafðu þig hæga, mamma!“ sagði ungfrú Margrét — „æstu hann ekki“. „Ég spyr aftur, herra, hvað ertu?“ „Hvað er ég? —Systursonur þinn! Hver er ég? Á meðal manna ber ég nafn, sem að ég hefi tekið upp og aldrei svívirt. — í guðs augliti er ég Philip Beaufort!“ Frú Morton lét fallast niður á stól. Margrét sagði lágt: „Frændi minn!“’ en sem að kola- kaupmaðurinn hefði ekki verið neitt upp með sér af, ef að hann hefði heyrt til hennar. Og hr. Morton, eftir langa þögn, gekk til gestsins með heiðarlegum og drengilegum gleðisvip og sagði: „Af innstu rót hjarta míns, þakka ég ham- ingjunni fyrir að annar drengurinn hennar systur minnar stendur hér fyrir framan mig lifandi!“ „Og nú aftur spyr ég þig — ég, sem þú ásak- ar um að hafa eyðilagt hann — hann, sem að ég þrælaði og vann fyrir — hann, sem var mér þá, eins og síðasta barn eftirlifandi sona, er umhyggjusömum föður — ég, sem að hann var slitinn af og stolið frá. Hvar er Sidney — hvar er bróðir minn?“ „Og ég svara aftur, að ég get ekki gefið þér neinar upplýsingar um hann — bíddu ofurlítið, þú verður að fyrirgefa það, sem að ég sagði um þig, áður en að ég þekkti þig. Ég fór bara eftir sögusögn Béáuforts um þig. Láttu mig tala bert. Sá herra áleit, hvort heldur að það var nú rétt eða rangt, að það væri nauðsynlegt að aðskilja ykkur. Hann hefir máske fundið hann — hann hlýtur að hafa fundið hann og haldið því leyndu fyrir okkur öllum, svo að þú kæm- ist ekki að því. Heldur þú ekki það, frú M? . ..“ „Ég segi satt, að ég er svo rugluð, að ég veit hreint ekki hvað ég á að hugsa“, sagði frú Mor- ton, tók höndunum um ennið og reri fram og aítur í stólnum. „En þegar þeir höfðu þig fyrir rangri sök — og þar sem þú — þú ^ýnist vera — mjög . . . .“ „Svo mikill höfðingi“, stakk Margaret upp á. „Já, svo mikill höfðingi, og líka ríkur, þá vona ég, herra“, —og hin æfðu athyglisaugu hr. Mortons hvíldu á loðkápunni dýru, sem var fóðruð með ekta silki! — „að það verði ekkert því til fyrirstöðu, að þú fáir allar þær upplýs- ingar, sem þú þarft að fá frá hr. Beaufort. En má ég spyrja, herra, sendir þú nokkurn hingað í dag til þess að spyrja um þetta sama?“ „Ég? Nei, hvað meinarðu?“ „Jæja, jæja, settu þig niður. Það getur verið eitthvað í öllu þessu, sem að þú getur ráðið betur en^að ég get“. Eftir að Philip var sestur, eins og Morton bað hann um, sem var einlæglega glaður að sjá son systur sinnar heilan á húfi og eftir öllu útliti að dæma í góðum efnum, sagði hann hon- um nákvæmlega frá samtalinu, sem að hann átti við gestinn, sem var nýfarinn. Philip hlust- aði með athygli á söguna. Hver gat sá gestur verið? Einhver, sem vissi um uppruna hans — einhver, sem var að leita að honum? — einhver sem — „Guð minn góður, gat það hafa verið vitnið týnda — vitnið, sem var viðstatt gift- inguna?“ Undir eins og Philip datt þetta í hug, stóð hann upp og bað Morton að koma með sér og leita að manninum. „Þú veist ekki“, sagði hann með þeirri einurð og áhuga, sem að honum var lagið. — „Þú veist ekki, hvaða þýðingu þetta kann að hafa fyrir framtíð mína — eða nafn systur þinnar. Ef þetta skyldi vera týnda vitnið komið í leitirnar að síðustu! Hver gat þetta verið annar en það, ef að manninum, sem þú lýsir var umhugað um þetta mál? Komdu!“ „Hvaða vitni?“ spurði frú Morton órólega. „Þú ætlar þó ekki að telja okkur trú um þessa giftingu einu sinni enn?“ „Er það sæmilegt, að eiginkona þín ófrægi systur þína, herra Morton? Giftingin fór áreið- anlega fram — réltlætið á eftir að leiða það í ljós — og Beaufortnafnið á eftir að verða letrað á legstein hennar. — Komdu!“ „Hérna eru skórnir þínir og regnhlíf, pabbi“, sagði Margaret, sem var hrifin af alvöru Philips. „Frænka mín, spái ég“, og hann tók í hend- ina á henni, kyssti á kinnina* á henni, sneri sér við, og hr. Morton tók undir hendina á honum og þeir fóru út. Þegar Katrín með hæversku sinni sagði: — „Philip Beaufort var maðurinn minn“, þá hafjði Rodger Morton ekki trúað því. En nú hafði eitt orð frá syni hennar, sem lítið gat þó vitað um þá hli^ti, nálega sannfært mann efasemdanna. Hvernig stóð á því? Það stóð svo á því, að menn trúa þeim, sem sterkir eru! II. Kapíluli í millitíðinni hafði maðurinn, sem þeir ætl- uðu að leita að, farið út úr sölubúð hr. Mortons og þrammað í gegnum þorpið, þangað til að hann kom að gestgjafahúsi, sem stóð skammt íyrir utan þorpið við veginn sem lá til Lun- aúna. Þar stansaði hann um tíma, þurrkaði föt sin við eldstóna eftir að borga fjögur „penny“ fyrir þau hlunnindi, með því að kaupa gin fyr- ir þá upphæð. Og eftir að ganga úr skugga um, að fólksllutningsvagninn færi ekki til Lundúna fyrr en eftir nokkra klukkutíma, beið hann í gistihúsinu þar til í lúðurinn var blásið, sem tilkynnti komu vagnsins. í þeim sama vagni, sem flutti Philip til N . . . kveldið áður, hafði hann verið farþegi! Maður þessi var veiklu- og þreytulegur og hafði fallið í svefnmók, þegar að hann vaknaði við hestastapp og hjólaskrölt úti fyrir. Hann vissi ekki hvað lengi að hann hefði sofið og hélt að vagninn, sem að hann var að bíða eftir væri kominn og hljóp út. Þetta var þá vagn, sem var að koma frá Lun- dúnum, og kúskurinn var að glettast við lag- lega veitingastúlku í stuttu pylsi, sem var að rétta honum ölkollu að þeirrar aldar sið. Mað- urinn, eftir að hafa gengið úr skugga um, að þetta var ekki vagninn, sem að hann var að bíða eftir, var að snúa við til þess að fara aftur inn í húsið og hlýjuna, þegar að maður rak höfuðið út um vagngluggann og sagði: „Nú er ég hissa! Það ert þá þú, William!“ Þegar að maðurinn heyrði þetta ávarp, stansaði hann, fölnaði í framan og skalf á fótunum. Farþeg- inn í vagninum opnaði dyrnar og stökk út ur honum, með dálítinn mal í hendinni, dró leður- buddu upp úr vasa sínum og tók augsýnilega pening upp úr henni og borgaði kúsknum far- gjald sitt, svo tók hann undir hendina á þess- um kunningja sínum, sem að hann hafði mætt og leiddi hann inn í húsið. „William — William!“ hvíslaði hann. „Þú fórst til Mortons-fjölskyldunnar. Fástu ekki um — segðu allt um það. Jenny eða Dolly, eða hvað, sem að þú heitir — láttu okkur fá prívat- herbergi og flösku af góða brennivíninu, heitt vatn og nóg að borða. Það er gott“. Þegar að þessir menn voru komnir inn í framstofuna, þar sem eldur brann glaðlega á arni og brennivínsflaka var komin á borðið gekk sá er síðar kom að dyrnunum og læsti þeim gætilega, henti mal sínum undir borðið, tók af sér hanzkana, breiddi sig fyrireldinn, þangað til að hann var viss um að eninn ylur næði til kunningja hans, sneri sér við eftir dá- litla stund til þess að bakið gæti líka notið yls- ins og sagði: „Það er svei mér laglegt bróðurbragð, sem þú sýndir mér með því að svíkjast frá mér á þennan hátt. En í þessum heimi er hver sjálf- um sér næstur!“ „Ég skal segja þér“, sagði William með snert af ákveðni í málrómnum, „að ég ætla mér ekki að fremja nein rangindi á móti þessum drengj- um, ef þeir eru á lífi“. „Hver er að biðja þig að gjöra þeim rangt til? — Heimska! Máske, að ég sé bezti vinurinn, sem þeir hafa eignast ennþá — og þú líka, þó að þú sért óþakklátasti, leiðinlegasti, og vand- ræðalegasti byssusonur, sem að ég hefi nokkru sinni kynnst. Komdu og hjálpaðu þér sjálfur og vertu ekki að ranghvolfa í þér augunum * svona, eins og húðsneiptir Huggletonítar". Hér þagnaði tölumaðurinn í svip, og hélt svo áfram í alvarlegri og eðlilegri róm: „Svo að þú trúiðir mér ekki þegar að ég sagði þér að drengirnir væru dauðir, og fórst til Mortons til að fá áreiðanlegri fréttir?“ „Já“. „Og hvað frétturðu?“ „Ekkert. Morton sagðist ekki vita, hvort þeir væru lifandi og ekki heldur hvort þeir væru dauðir“. „Er það svo“, sagði hinn hugsandi og athug- ull; „og þú heldur virkilega, að hann viti ekkert um þá?“ „Já, ég held það vissulega". „Ó, já! Er hann líklegur til að vilja leggja fram nokkra peninga til þess, að þeirra sé leitað?" „Hann leit út eins og guluveikur maður, þegar að ég sagði honum, að ég væri fátækur“, svaraði William og sneri sér við til þess að sjá í eldinn um leið og að hann drakk brennivínið og vatnið úr glasi sínu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.