Lögberg - 27.09.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.09.1951, Blaðsíða 4
4 lögfaftg GeflC út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáakrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed-and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Eigi skal haltur ganga í Gunnlaugssögu ormstungu, er frá því sagt, er Gunnlaugur gekk fyrir Eirík jarl, sem þá réð fyrir Noregi og því lýst hvernig þeir skiptust á orðum. Gunnlaugur var búinn gráum kyrtli og í hvítum leistbrókum. Sull hafði hann á fæti niður á ristinni og freyddi úr honum blóð; þannig klæddur og þannig á sig kominn, gekk Gunnlaugur fyrir jarlinn, er ávarpaði hann á þessa leið: ,,Hvat, er að fæti þínum, íslendingr?“ „Sullur á herra“, svaraði Gunnlaugur. „Ok gekk þú þó ekki haltr“, spyr Eiríkur jarl. Gunnlaugur svarar: „Eigi skal haltr ganga meðan báðir fætr eru jafnlangir“. Karlmenska sú og djúpspeki, sem felst í áminstu svari Gunnlaugs ormstungu, stingur mjög í stúf við þann veimiltítuhátt, er víða gætir tilfinnanlega nú á dög- um, er menn hafa naumast kjark í sér til að láta draga úr sér tönn án þess að viðhöfð séu svefnlyf. Milli hetj- unnar og veimiltítunnar er breitt djúp staðfest. Enginn þarf að ætla, að Gunnlaugi hafi verið sár sín óviðkvæmari en öðrum mönnum, því sársaukinn er vitaskuld samur við sig; en hitt duldist honum eigi, að miklu nær lægi það norrænni skapgerð, að láta ekki smáræðis áföll draga úr sér kjark, en verða sjálfs- aumkvun og ístöðuleysi að bráð. Hið karlmannlega svar Gunnlaugs verður ekki rétt skilið í bókstaflegri merkingu einni, að eigi skuli haltur ganga meðan báðir fætur séu jafnlangir; í hinni dýpri og sannari merkingu svarsins, felst tiginborin, norræn lífsspeki, er krefht þess að menn beri höfuð hátt og verði ekki að gjalti þó sullur sé á fæti, eða eitthvað annað kunni að ama að í þann og þann svipinn. í Gunnlaugssögu ormstungu, sem þrungin er til skiptis rómantískum og dramatískum atburðum, spegl- ast heilbrigði karlmannlegrar fortíðar, sem samtíð og framtíð er holt að kynnast, eigi aðeins vegna atburð- anna sjálfra, heldur og vegna hins glæsilega frásagnar- stíls, er fátt kemst til jafns við. Hinn vísi maður, séra Friðrik J. Bergmann, er reit Vafurloga og margt annað girnilegt til fróðleiks, lét ein- hverju sinni þannig um mælt, að á bókmentalega vísu yrði enginn íslendingur maður með mönnum nema því aðeins að hann læsi Njálu fjórum til fimm sinnum á ári, og slíkt hið sama mætti í rauninni segja um Grettissögu og Gunnlaugssögu ormstungu. Haust Vor er inndælt, það ég veit, þá ástar kveður raustin. Eln ekkert fegra á fold ég veit en fagurt kvöld á haustin. Stgr. Th. Þau falla til jarðar eitt og eitt laufin, sem skreytt höfðu skóg og kjarr í sumar og verið augnayndi mann- anna barna; þau eru háð órofalögmáli, að kvöldi visna þau og deyja; að minsta kosti virðist okkur að svo sé, þótt lítt fáum við að vísu ráðið leyndardóma tilverunn- ar né skygnst inn fyrir fortjald hinnar órannsakanlegu og æðstu speki; við söknum laufanna, því margt er líkt með þeim og okkur, þótt vera megi á mannlegan mæli- kvarða, að þau séu vitund skammlífari en við. Nú fara laufvindar um Sléttuna, er færa okkur heim sarminn um það, að í fjúki hinna fölnuðu blaða, getum við lesið örlög okkar sjálfra; en við finnum jafniramt til alhelginnar, sem yfir fegurð haustsins hvílir, og fögnum því aðdáanlega samræmi, sem tengir mold við mann. Sumrin eru misjafnlega löng, eða að minsta kosti finst okkur tíðum að svo sé. En þó Þorsteinn Surtur fyndi sumarauka, var hann ekki eini maðurinn, sem lengt gat sumarið; það getum við öll, ef við með breytni okkar við samferðasveitina kostum kapps um að lifa kærleiksríku lífi; í augum þeirra, sem fagurlega hugsa verður alt fagurt, en í augum hinna skipar ófríðleikinn öndvegi. Allar árstíðir eru fagrar, sennilega allar hlutfalls- lega jafnfagrar, séu þær skoðaðar í réttu ljósi; og þó að haustið boði aðkomu vetrar, boðar það einnig endur- ynging alls, sem lifir og hrærist á þessari jörð, og verður um allar aldir vinur vors og blóma. LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. SEPTEMBER, 1951 Á HREINDYRASLÓÐUM (öræfatöfrar íslands) Höfundur: Helgi Valtýsson. Myndir teknar af Edvard Sigurgeirssyni.. Spjöldin á bókinni eru 7" á breidd og 10" á lengd. 228 blaðsíður að stærð, í góðu bandi. Allur frá- gangur mjög vandaður, og góður pappír. Bókin er mesta prýði og mundi sóma sér vel í öllum bókaskápum. Fyrst er ég leit bókina varð ég stórlega hrifinn af þeim myndum, er hún hafði að geyma, af hreindýrum og landsýni. Dáðist ég mest að hvað höfundi hefir tekist að ná góðum mynd- um af villtum dýrum. Man ég ekki eftir að hafa séð svo marg- ar myndir og allar svo dásam- lega teknar. Að vísu eru engir skógar á mr\ svæði, sem mynd- irnar voua teknar, engin smá- sprek, sem brestur í undan fót- um mánna, til að aðvara dýrin. En þrátt fyrir það hefir þurft mikinn tíma, þolinmæði og nær- gætni til að ná þessum ágætis myndum. Myndirnar af hreindýrunum bera glöggt vitni um, að þau þrífast fullt eins vel á íslandi eins og Cariboos gera hér í Norð- ur-Canada, ef ekki betur, því að ófögnuð hafa öll dýr hér um það leyti er þessar myndir hafa ver- ið teknar; ég á hér við mýbit Bolahunda, svart-flugur og sandflugur og ótal aðrar pöddur, er ónáða menn og skepnur fram í september' Það er eitt við þessar myndir, er mér fellur ekki og hefðu þær myndir mátt missa sig, þar á ég við myndir teknar af dauðum dýrum til þess að sýna og sanna mikilleik mannsins að hafa getað iagt þessi fallegu og tignarlegu dýr að velli. Það er næstum því andstyggilegt, er sumir láta taka af sér og veiðinni, byssum og ögru tilheyrandi, eins og myndin segði: „I did it“. Þetta er veikleiki, því með nú- tíðar vopnum er engin frægð né mikilmennska að deyða dýr. — Myndir af lifandi dýrum eru ætíð falle^ar og vel þess virði fyrir fólk að horfa á. — Það eru aðeins tvær myndir af dauðum dýrum, og geta þær ekki talist í þeim flokki mynda,, er ég minntist á. Svo ekki meira um myndirnar. Eftir að hafa skoðað allar myndirnar fór ég að lesa um fjórar ferðir þeirra félaga um Austur-öræfin, (óbyggðir ís- lands), til að athuga hreindýra- lífið. — Það etf svo að skilja, að fyrsta ferðin var farin 1939, en fjórða ferðin 1944. Það má með sanni segja, að Helgi Valtýsson sé brautryðjandi nútímans í að vilja vernda og eflá þær leyfar af hreindýrum, er nú eiga heima á öræfum ís- lands. Hefir hann óefað unnið sér álit og virðingu allra sannra íslendinga heima og heiman, fyrir sínar stöðugu áminningar í ritum og ræðum um verndun hreindýranna, eftir 25 ára tíma- bil. Var það því mjög sanngjarnt af stjórn íslands að kjósa hann til að rannsaka hreindýralíf og gefa skýrslu um þær hjarðir, er enn eru á landinu. Eins og nú standa sakir, er hann einn í sinni röð, er var svo lánsamur, að sjá drauma sína rætast. Gleðst ég hjartanlega yfir láni hans, sem ég finn að líka mun verði landi og lýð til gagns og gleði. Höfundurinn lýsir ferðalaginu til öræfanna og hætti hreindýr- anna svo fagurlega, að allt er hann sagði, tók mig með þeim félögum yfir jökla og öræfi eins og ég væri með í förinni. Mest dáist ég þó að þar sem hann lýsir áhrifum öræfanna, er sáldians og líkami urðu gagntekin af mikil- leik tilverunnar, með öðrum orðum, Guð öræfanna gaf hon- um fullan skilning á mikilleik lífsins, er hann skrifar 28. maí 1943 og er það inngangur bókar- innar. Höfundi tekst þar meist- aralega að lýsa þeim guðdóm- legu áhrifum, er gagntaka menn, sem ferðast um óbyggðir þar sem kyrrð ríkir, og maðurinn nýtur til fulls fegurðar sólarupp- komu eða sólseturs, þar sem enginn borgarglaumur glepur hugsanir mannsins. Hann finnur sjálfan sig, hann man nú sínar barnslegu hugsjónir, hann sér og finnur mikilleik tilverunnar; allt það göfugasta, er finna má í mannssálinni kemur fram í hugsunum hans; hann sver holl- ustu-eiða til landsins, er alið hefir hann upp, og orðið orsök í að vekja hann til göfugra hugs- ana, er hafa opinberað honum guðdóm tilverunnar. Hver sá, er varið hefir hluta af ævi sinni í öræfum lands síns, ber gott skyn á þau áhrif, er höfundur getur hér um. * Hið máttuga afl lífsins opin- berar sig tíðar í hinni óbreyttu náttúru en í glaumi og svalli borgarlífsins; það er þessi opin- berun náttúruguðsins, er vekur manninn til göfugra hugsana, eða hvaða nafni sem honum kann að vera gefið: öræfaguð, skógar- guð ,Manitú eða Jehova. — Fáir munu þeir menn vera er ekki verða snortnir af þeim mikilleika, sem ferðast mikið í óbyggðum, þegar það afl opin- berar sig til manna , er hafa mikilmennsku að geyma, að geta túlkað slíkar tilfinningar til al- múgans, líkt og Móses forðum daga, er honum heyrðist röddin segja: „Drag skó þína af fótum þér, því sú jörð er þú stendur á, er heilög jörð“. Og ótál aðrir kennimenn liðins tíma, er unnið hafa eftirminnilegar túlkanir til alþýðunnar, sem óefað hefir stefnt að því að lyfta huga mannsins á æðra stig til velferð- ar mannkyninu. Það er svo að skilja, að höf- undur hafði áður verið á meðal Bandaríkjamanna. Þegar Banda ríkjamenn koma hingað norður til að veiða dýr kalla þeir dýrin vini sína; segjast vera komnir til að sjá Moose-dýrin, vini sína. Það lýtur út fyrir að Moose- dýrin, sem stærstu hornin hafa séu beztu vinir þeirra; þeir drepa þau og éta úr þeim lifrina. Á bláðsíðu 66, þar er þeir fé- lagar leggja upp í þriðju ferð sína, segir höfundur, að þeir séu að fara til vina sinna, hreindýr- anna. Fjórða ferðin var farin 1944, aðallega til að sjá um dráp á 30 hreindýra-bolum; voru til þess fengnar beztu skyttur ásamt góð- um vopnum, svo að drápið tæk- ist vel og allt færi skipulega fram. Á blaðsíðu 91 er mynd af höf- undi, þar sem hann er að steikja hreindýrslifur úr hreindýrabola, er nýlega hafði verið slátrað. Var það álit þeirra félaga að lifr- in smakkaðist betur en sauða- lifur. Ég skil ekki þennan vinskap, að drepa vini sína og éta lifrina úr þeim. Mér væri ómögulegt að gera neitt er meiddi vin minn, og því síður borðað neitt af hon- um. Mér þykir vænt um allt skógarlíf og vil halda öll lög er stuðla að því, að vernda það frá miskunnarlausu drápi, svo að eftirkomandi niðjar mínir geti notið þeirra gæða að hafa gagn og ánægju af því. En svo heyrir maður svona orðatiltæki, er mér finnst ósam- boðin skýrum og vel menntuðum mönnum, til dæmis þegar fólk segist elska það, sem það borðar, samt hefi ég aldrei heyrt að elskendur hafi étið hver annan, þó mun það eiga sér stað á meðal skorkvikinda að því er vísinda- menn segja. 19. ágúst 1944 varð stórmerkis- dagur á öræfum, það var afmæli eins félagans, Torfa að nafni; þeir höfðu áður séð gamlan hreindýrsbola hvítan fyrir hær- um. Datt Torfa í hug að ríða á eftir honum og sprengja hann, en Torfi hafði góðan reiðhest, eftir öllu að dæma tókst honum þetta. Átveizla var hafin er stóð yfir í tvö dægur, og var Torfa gefin nafnbótin „Torfi sprengur“ fyrir þrekvirkið. Á blaðsíðu 103 er mynd af þessum fallega öldung dauðum. Neðan undir myndinni stendur: Víkingur vesturöræfa lagöur að velli. Er þessi Torfi því fyrstur allra íslendinga, er hlotið hefir slíka nafnbót. Vonandi er, að hann verði sá eini, því frá mínu sjón- armiði var þetta ódrengilegt at- hæfi, strákslegt og ósamboðið siðuðum manni. Það er svo að skilja, að öræfa- guðinn hafi ekki verið á méðal þeirra í það skiptið. Enginn getur lagt meira fram en líf sitt. Ef við þurfum að lóga skepnum, þá eigum við að gera það hreinlega, sízt af öllu ætti að hræða skepnuna áður en hún er deydd. Þetta athæfi að sprengja dýrið, setur blett á fallega bók og vel ritaða. Eftir að hafa lýst fjórum ferð- um til öræfanna, rekur höfund- urinn sögu hreindýranna frá því fyrsta að þgu voru flutt til lands- ins 1771 til 1787. Nær það les- mál yfir 56 blaðsíður. Er þarna rætt um fjölgun hreindýranna og fækkun. Höfundur hefir gott lag á að ná þeim tökum á lesanda sínum, sem fáum er gefið. Dáist ég að, hvað höfundi með öllum þeim frásögnum tekst snilldarlega að útrýma þeirri skoðun manna, að fækkun hrein- dýra á Islandi hafi orsakast af vetrarhörkum; hann sannar tví- mælalaust, að fækkun hreindýr- anna stafaði af miskunnarlausu drápi af mannavöldum. Fátækt- in meðal fólks á 19. öld var af- skapleg. Maður getur sér þess til, aðferð þeirra til að murka lífið úr dýrunum, þó þeir hættu sínu eigin lífi, hafi aðein vérið farin fyrir nokkrar máltíðir. Við íslendingar höfum yfir að ráða mannúð og manndóm, eins og aðrar siðaðar þjóðir, en ef hungur og basl sverfur að, verð- um við sem aðrir villtir af á- girnd í að fá máltíð. Þessi villi- mennska sýnir sig glöggt á þeim frásögnum, enda var slíkt basl víðar en á íslandi um þær mund- ir. í Evrópu, sem þá var vermi- reitur kommúnisma og sócial- isma, sem spruttu upp eins og gorkúlur í vætu veðri. Fólk yfir- leitt hafði ímugust á þeim, er komust skammlaust af. Voru margar vísur í því sambandi ortar á þeim tíma, eins og til dæmis þessi: Þaö er dauði og djöfuls nauö þá dyggðarlausir fantar safna auð með augun rauð, þá aðra brauðið vantar. Og svo þessi um embættismann: Víst er tossinn viti fjærri, verri en hrossin ótamin. Sér í hossar sætin hœrri silfurkrossuð mörvömbin. Einnig verður maður var við sömu óánægjuna hjá Jónasi Hallgrímssyni: Skraddaraþank- ar (Um kaupmanninn). „Fólkið sá enga framtíð fyrir okkur — börn landsins — og flutti burt af landi, aðallega til að bæta hag afkomenda sinna“. (1873—1900). Legg ég hér fram útdrátt af tveim aðferðum um hreindýra- veiðar: „Stór hópur af hreindýrum kom til Borgarfjarðar einn vet- ur. Hreppstjóra var gjört aðvart um þá björg. Enginn byssuhólk- ur var fáanlegur, svo vitrum mönnum kom saman um, að fá skafla-járnaða hesta, komast fyrir dýrin og reka þau út á svell. Dýrin myndu ekki, geta fótað sig á svellinu og yrðu því auðveld bráð fyrir ríðandi menn á skaflajárnuðum hestum. — Myndi auðvelt að murka úr þeim lífið með þeim vopnum, sem þeir höfðu aflað sér. Þeim lukkaðist að komast fyrir dýrin og ráku þau út á svellið, en reiðmönnun- um til mikillar undrunar, stóðu dýrin, þótt ójárnuð væru, hálk- una fullt eins vel og járnaðir hestar, þó komst hreppstjórinn svo nálægt aftasta dýrinu að hann gat slegið það með svipu sinni. Voru veiðimennirnir næst- um því búnir að sprengja hesta sína. Mikil hlaup en ekkert kaup. Svipuhögg hreppstjóra sýndist herða á hraða dýranna, hlupu þau allt hvað af tók í aðra byggð og komu fólki á óvart, svo að ekki var hægt að finna Vopn. Menn fóru á eftir þeim með hunda, sem flykktust að úr öll- um áttum til að vinna á dýrun- um. Eitt dýrið datt og drógst aftur úr hónum. Seinna fannst það víst lærbrotið; var það álit- inn góður fengur. Eitt sinn sá smali hreindýra- belju sofandi á flöt á móti sól og blíðviðri. Smalinn hafði ekkert annað vopn en vasahníf. Læðist hann nú eins og köttur að dýrinu og kastar sér um háls þess. Dýr- ið vaknar við vondan draum og sprettur upp með manninn á hálsi sér og hleypur allt hvað af tekur, en veiðimaðurinn sarg- ar hníf sínum á háls dýrsins þar til það fellur. Fannst honum mikið til um veiði sína; þóttist koma heim með færandi hendi. Hér er önnur saga svipuð hinni en í þetta skipti var það horna- mikill boli. Þegar boli spratt upp klemdist veiðimaður á milli horn anna svo að hann gat ekki hreyft sig, var hann fangi í horna- flækju á hálsi dýrsins. Til allrar guðs lukku stansaði bolinn, beygði höfuðið niður, við það losaðist veiðimaður og kastaði sér af baki. Að öllum líkindum hefði dýrið drepið manninn, en maðurinn ekki dýrið. Má með sanni segja: „Þar skall hurð nærri hælum. Höfundur segir, að Guðmund- ur Jakobsson Snorrasonar frá Húsafelli hafi verið fyrsta hrein- dýraskytta íslands, snemma á 19. öld. Ber höfundi hér saman við frásagnir móður minnar, að Guðmundur þessi hafi haft orð á sér fyrir að vera hreystimenni mikið. Einnig sagði móðir mín, að hann hafi gefið föður sínum vænan kjötbita af hreindýri, en þeir voru frændur og vinir miklir. Höfundur getur þess, að Guðmundur hafi verið ágæt Framhald á bls. 8 "Tjo-u can ujhijx cutSi íut uou oanH beat ausi miUz rr PHONE 201101 IHlDdern DAIRIES LTD. MILK - CREAM . BUTTER . ICE CREAM

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.