Lögberg - 27.09.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 27.09.1951, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. SEPTEMBER, 1951 5 wwvwvwwvwvwww ÁHUCAMÁL UVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ARDÍS Ársrit Bandalags Lúterskra Kvenna, XIX. hefti 1951 RITSTJÓRAR: Ingibjörg J. Ólafsson, Margrét Stephensen, Þjóðbjörg Henrickson í nítjánda sinni leggur ÁRDÍS leið sína inn á heimili fjölda Is- lendinga, og henni mun verða, venju samkvæmt, vel fagnað, enda á hún það skilið, því hún flytur ekki annað en það sem gott er: göfugar hugsahir og margvíslegan fróðleik. Ritið er konunum, sem að því standa til sóma. Að þessu sinni hefst ritið á kvæði eftir Ingibjörgu Guð- mundson, Kirkja Guðs, er lýsir djúpri trúrækni höfundarins. Flora Julius Benson á saknað- arkenda smágrein í ritinu, Christmas in Winnipeg; fylgja henni tvær myndir af kirkju lúterska safnaðarins í Winnipeg, er reist var á Sherbrook Street og vígð 1887. Önnur myndin sýnir hvernig umhorfs var innan veggja kirkjunnar á jólunum. Höfundur á ljúfar endurminn- ingar frá barnæsku um jólin í þeirri gömlu kirkju. Mitt höfuð Guð ég hneigi eftir Guðlaugu Jóhannesson er um þann styrk og þá fróun, er bæn- in veitir. The Greatest Thing in the World er erindi eftir Mrs. R. E. Emmet. Hún leggur út af bréfi ,Páls postula til Korintumanna, 13. kap. um kærleikann. Erind- inu lýkur með þessum orðum: “I only pass through this world but once. Any good thing, therefore, that I can dö, any kindness that I can show to any human being, let me do it now. Let me not neglect it, for I may not pass this way again”. Séra Rúnólfur Marteinsson, D.D. skrifar fagra grein um tengdasystur sína, Mrs. Ásdísi Hinriksson, í tilefni af 93 ára af- mæli hennar. Mrs. Hinriksson er göfug og vinsæl kona; hún stjórn aði Betel í 18 ár, ásamt Miss Eleonoru Julius. Our Warp and Woof, er snjallt erindi eftir Ingibjörgu J. Ólafs- son, er fjallar um hlunnindi og skyldur canadískra borgara. Eitt með því bezta í ritinu er erindi Mrs. Hrundar Skúlason, Jól og Vor. Þessi kona ætti að taka sér oftar penna í hönd. Hið gullfallega erindi hennar byrjar svona: „í kveld vildi ég minnast þess- ara tveggja orða, jól og vor, stutt orð en þýðingarmikil. Bæði hafa þann eiginleika, að vekja það bezta sem til er í mannssálinni. Bæði vekja þau hugsunina um ljós og fegurð, frið og fögnuð; veita okkur löngun til að komast í samband við þann mátt, sem okkur er æðri. — Töfraorð, því þau tendra neistá trúar og vonar í brjóstum okkar; lyfta hug okk- ar upp úr því hversdagslega og inn í dýrðar- og sólskinslönd“. These Things I know, kvæði eftir Jón Guðmundsson. Endurminningar frá liðinni tíð, sprækilegt e r i n d i eftir Salome Halldórson um æskuár hennar í Álftavatnsbyggð. Ymislegt fleira skemtilegt og fróðlegt er að finna í ritinu: Grein um guðsþjónustu herra Sigurgeirs biskups, er • hann flutti í Chicago síðastliðinn jan- úar; smásaga, þýdd af Ingibjörgu J. Ólafsson; greinar og bréf frá Lilju M. Guttormsson, fyrver- andi skrifara Bandalagsins, en nú í þjónustu canadíska sendi- ráðsins í Osló; minningargrein- ar „Kallaðar heim“ um ellefu merkar konur. Þá eru skýrslur embættiskvenna Bandalagsins: Fjólu Grey, Helgu Guttormsson, Ingunnar Gillies, Elízabethu H. Bjarnason og Ingibjargar J. Ólafsson. Að lokum vil ég minnast á er- indi Mrs. Ragnhildar Guttorms- son: Hið góða hlutskipti. Ég vil ræða um það sérstaklega, ekki einungis vegna þess, að það er snildarlega samið á gull-fagurri íslenzku, heldur og vegna þess, að ég er henni ósammála í ^um- um atriðum. Mér finst hún nokkuð þröngsýn í skoðunum §ínum um hina fornu víkinga og víkingseðlið. Víkingarnir voru vitaskuld börn sinnar tíðar, háðir aldar- hættinum, að gjalda „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“, en þeir áttu líka sína kosti, sitt eigið siðalögmál. Þeir komu til dyr- anna eins og þeir voru klæddir, voru tryggir vinir vina sinna og gengu ekki á bak orða sinna; hjá þeim skapaðist drengskapar hug- sjónin. Þeir létu ekki ávalt grimmd og hefnigirni ráða gjörð- um sínum. Dæmi um drengskap og friðarvilja fann hljómgrunn og geymdist í huga og hjarta víkingsþjóðarinnar íslenzku. — Menn eins og Síðu-Hallur, Ólaf- ur pá og Ingimundur gamli voru dáðir af samtíðarmönnum sínum engu síður en af nútíðar- mönnum fyrir fórnir þeirra í þágu friðar. Þeir, sem á okkar dögum rjúfa friðinn og leggja undir sig lönd- in með ofbeldi og vopnum, hafa, því miður, alla ókosti en enga kosti víkinganna til að bera. Grimmd nazista- og kommún- ista-einræðisheiranna var og er á miklu hærra stigi en hinna fornu víkinga, um það bera fangabúðir þeirra vitni. Þeir hafa og haft slíkt undirferli, blekkingar og svik í frammi, að slíkt er einsdæmi í veraldarsög- unni. Þeir hrópa hástöfum að þeir séu að vinna að friði, en ráðast samtímis inn í önnur lönd með vopnum og ófriði, og er Kórea síðasta dæmið um þetta. Þrátt fyrir skoðanamun hafði ég mikla ánægju af að lesa grein Mrs. Guttormsson, og vildi ég óska eftir fleiri greinum frá hennar hendi, því allar vekja þær hugsun lesandans, og ekkert er í það varið að hlusta aðeins á þá, sem eru manni sammála; það er svæfandi. ____*----- FRÁ GIMLI, MAN. 12. sept. 1951 Kæra Mrs. Jónsson! Ég þakka þér fyrir þá vinsemd, sem þú sýnir mér með því að taka í blað þitt fréttir frá Betel og þann kærleika, sem þú berð í brjósti til okkar sólsetursbarn- anna. Guð blessi þig og alla, sem ant er um vellíðan okkar. Það hafa oft verið góðir gestir hjá okkur á Betel í sumar. Sér- staklega 5. og 6. ágúst. Þá daga heimsótti okkur fjöldi fólks, og á íslendingadaginn kl. 5 heim- sótti okkur söngflokkur dagsins og söng fyrir okkur marga ís- lenzka söngva. Við vorum öll hrifin af að hlusta á þá. Sama kvöldið söng Tani Björnsson einsöngva fyrir okkur, svo við vorum öll í hátíðarskapi lengi á eftir. Guð blessi alla, sem gleðja okkur, þreyttu börnin. Frá Honolulu, á heimleið til Flin Flon, kom til Betel í heim- sókn til móður sinnar Kristínar Thorvaldson, Mrs. Lilja Del- gatty ásamt dóttur sinni, Emily, 6 ára gaValli, sem vann þessa stórferð fyrir sig og móður sína í skólaverki sínu. Var si'i heim- sókn okkur til ánægju þar sem við fræddumst um þetta undra land, Hawaian-eyjarnar með höfuðborginni Honolulu. Á fimtudag, 30. ágúst, heim- sóttu okkur hjónin Mr og Mrs. Arthur Gook, sem voru á heim- leið úr alheims ferðalagi. Talaði Mr. Gook við fólkið, og með öðru góðu sem hann sagði var ferða- saga hans, eða það brot -af henni, sem tíminn leyfði. —- Var það mjög skemtilegt. Þrír menn hafa dáið hér á heimilinu síðan 20. júní s.l. og hefir þeirra verið minst í blöð- unum. — Við hér á Betel erum lánsöm að hafa indælan prest og ágætan læknir, svo við höfum margt og mikið Guði að þakka. Með vinsemd og virðingu, Steinunn Valgarðson Sumargestir kveðja SENN LIÐUR nú að því, að kær- ustu sumargestirnir okkar, far- fuglarnir, fara að kveðja landið. Þá verður alt tómlegra á eftir, og þa& er eins og sumarið kveðji með peim. Mörgum finst sumar- ið koma með farfuglunum og kveðja aftur með þeim. Og víst er um það, að hin stuttu sumur hér væru ekki jafn yndisleg og þau eru, ef farfuglarnir gæfu þeim ekki ólýsanlegan unaðsleik og gleðibrag. Það er því sorglegt tímanna tákn ef það er satt, sem margir halda fram, að þessum ljúfu sum argestum fari fækkandi ár frá ári. Og þá er nauðsynlegt að reyna að gera sér grein fyrir því hvernig á þessu getur staðið. Ber þá fyrst að athuga hvernig far- fuglarnir haga ferðum sínum. Talið er að um 8600 tegundir Frá Árhorg, Man. 20. sept. 1951 Herra ritstjóri! Það mun nú vera eftir okkar forna tímatali, að haustið sé nú komið, með sín fögru kvöld. — Sumarið má segja, að væri kalt, laust við hina miklu hita, sem menn hafa átt að venjast mörg undanfarin sumur. — Heyskapur gekk hér vel, grasspretta frem- ur góð, og bændur vel heybirgir, enda er nú víða hér orðið fátt um skepnur, nema á einstaka heimilum. Kornspretta mun hafa verið vel í meðallagi og sums staðar ágæt. — En nú verða allir að koma kornu sínu fyrir í korn- kofum á löndum sínum, því að kornhlöðurnar segja, eins og til- berarnir á íslandi: „Fullur beli mamma". Það eru tekin um 6 „bushel“ af ekrunni af hverri korntegund, um það má segja, að litlar séu sölu-framfarir á korninu á tuttugustu öldinni. Mætti ætla að veröldin væri orð- in full af korni, eða allir væru farnir að lifa á munnvatni sínu og Guðs blessun, eins og Magnús sálarháski komst að orði þá viku, sem hann varð útilegumaður, en það sagði hann, að væri versta vikan sem hann hefði lifað. — Margir eru langt komnir með méð þreskingu á korni sínu. Snemma í júlímánuði síðast- liðnum komu vestan frá Coote- nay, B.C. Mr. og Mrs. Haraldur Magnússon í heimsókn til for- eldra sinna. Foreldrar Haralds eru: Kristján Magnússon og kona hans Friðrikka, sem búsett eru í Framnesbyggð. Foreldrar konu hans, er heitir Muriel, eru: Mr. og Mrs. Stanley Thompson, sem búsett eru að Sylvan, Man. Var þeim haldið samsæti að Framnes Hall 14. júlí. Fyrir því stóðu: Sylvan-, Víðir- og Fram- nesbyggð. Peningar voru gefnir og fleiri góðar gjafir, sem við- eigandi voru. Fóru þau hjónin til baka stuttu eftir samsætið. Þann 15. júlí síðastliðinn var haldið samsæti þriggja nýgiftra hjóna í Árborg, þeim Mr. og Mrs. Sigursveinn Guðmundson að Árdal við Árborg, Mr. og Mrs. Donald Allan Eythor Johnson frá Árborg og Mr. og Mrs. T. Carson, en Mr. Carson vinnur við rafur- magns-innleiðslu í umhverfi Ár- borgar. Voru þeim gefnar eigu- legar gjafir, þar á meðal 3 gólf- standlampar. — Sigursveinn er sonur Mr. og Mrs. Sigurðar Guðmundssonar að Árdal, en kona Sigursveins heitins, Hilde- gaarde Betty Ulmaou, af þýzk- um ættum. Kona Donalds A. E. Johnson heitir: Jean Marie Hatch, dóttir „Station“ for- mannsins hjá C.P.R. í Árborg. Donald er fóstursonur Miss Ólínu Johnson í Árborg. Um nafn konu Mr. T. Carson er mér ekki kunnugt, hún mun vera af þýzkum ættum. — Safnaðarsamkoma fyrir Ár- dals-söfnuð, fór fram í Árborg Hall 17. júlí, og stjórnaði Mr. Arnþór Sigurðsson henni. Fór þar fram vel valið prógram. — Söngflokkur Norður Nýja-Is- fugla sé til á jörðinni og lang- mesti hlutt þeirra sé farfuglar, sem flytja sig úr einum stað á annan eftir árstíðum. Mest ber á ferðum farfuglanna norðan við miðjarðarbaug. Þeir flykkjast á vorin til norðlægra landa til þess að verpa þar, og ef vér lítum á landabréf þá verður það þegar ljóst hvernig á þessu stendur. Á norðurhveli er landrými miklu meira en fyrir sunnan miðjarðarlinu. Aðeins tíundi hlutinn af syðra tempraða belt- inu er land, en þrír fjórðu hlut- ar af nyrðra tempraða beltinu er land, og er það 50 sinnum víð- áttumeira heldur en löndin í syðra beltinu. Auk þess er lönd- um svo háttað á norðurhveli að þau. ná óslitið langleiðis undir heimskaut, en syðstu löndin á suðurhveli ná ekki nema svo sem miðju vegu milli miðjarðar- línu og suðurpólsins. Menn hafa séð rauðbrysting gleypa 15 maðka á einni klukku- stund. Ungarnir eru þó enn gráð ugri. Þeir þurfa að fá jafnþyngd sína af fæðu á hverjum degi á meðan þeir eru í hreiðrinu, en þar eru þeir mismunandi langan tíma, 10 daga og alt að sex vik- Um. Farfuglarnir týna stórkostlega tölunni þegar þeir eru á ferðum sínum. Að þeim steðja óteljandi hættur og stundum hrynja þeir niður eftir að þeir eru komnir á áfangastað, vegna þess að þá gerir vont hret. Hefir það stund- um komið fyrir að ýmsar teg- undir farfugla hafa biðið svo mikið afhroð, að stofninn var mörg ár að ná sér aftur. Þess er getið, að fellibylur í Bandaríkj- unum hafi einu sinni grandað rúmlega miljón smáfugla. Hér á landi hrynja lóur stundum nið- ur unnvörpum á vorin og oft verða ungar hér eftir á haustin og krókna í vetarnepjunum. Hér við bætist svo, að á hverju ári drepst meira og minna af lands söng þar undir stjórn Jó- hannesar Pálssonar að * Geysi. Einsöngvarar voru: Miss John- son frá Árborg og Hermann Feldsted. Ræðu flutti séra Har- aldur Sigmar frá Gimli. Var þetta mjög ánægjuleg stund, en fólk var fremur fátt, hefði átt að vera fleira. — Að kveldi þess 5. ágúst s.l. hafði Tani Björnsson söngsam- komu í Árborgarkirkju fyrir fullu húsi, söng hann mest ensk lög, fáein íslenzk. óhætt er að segja að rödd hans er sterk og hann kann vel að beita henni. — I Árborg Hall fór fram silfur- brúðkaup Mr. og Mrs. Lárus Björnsson að Árboyg 12. ágúst. Samkvæminu stjórnaði Mr. Arn- þór Sigurðsson. Fyrir minni brúðarinnar talaði Mrs. Emma Rennesse, en fyrir minni brúð- Farfuglunum er það nauðsyn „ , . * , f .... fuglum og eru stundum svo mik legt að hafa nog landrými, ems ** .. ö og best sést á því, að sjaldan eru fleiri en 12 farfuglahjón á hverri ekru, þar sem skilyrði eru allra best. En þar sem þétt- býlt er af mönnum, eru sjaldan fleiri en tvenn hjón landfugla á hverri ekru. Höfuðástæðan til þess að far- fuglar lfeita norðlægra landa á vorin, er sú, að þar eru langir dagar og meiri tími til þess fyrir þá að afla sér fæðu. Ungarnir þurfa ósköpin öll að éta. Smá- fuglar, sem eiga fjóra unga í hreiðri, verða að fara 200 veiði- ferðir á dag til þess að fæða þá. Takmörk eru fyrir því hvað þeir geta farið langt til slikra að- dráttarferða, þ e g a r ferðinar verða að vera svo margar og nauðsynlegt er að nóg sé af flug um og ormum í grend við hreiðr- ið. Vegna þess hvað dagurinn gumans Mr. J. V. Hatch. Miss er lan§ur, 16 klukkustundir, Magnea Sigurðsson talaði fyrir hönd lúterska kvenfélagsins til brúðarinnar og afhenti henni silfurdisk. Mr. Sigurður Sig- valdason, forseti mjólkurbúsins, mælti fyrir hönd mjólkurbús- nefndarinnar og afhenti brúð- gumanum rafurmagns rakvél. Svo voru aðrar gjafir, svo sem silfurborðbúnaður og peningar frá byggðarfólki/og ýmsar fleiri rausnargjafir frá skyldfólkinu. Að endingu þökkuðu silfur- brúðhjónin fyrir hinar rausnar- legu viðhöfn og gjafirnar til þeirra, með velvöldum orðum. Lárus er sonur heiðurshjónanna Tómasar Björnssonar og konu hans Ólafar Lárusdóttur, er bjuggu að Sólheimum í Gey9is- byggð (bæði dáin fyrir nokkrum árum). En kona silfurbrúðgum- ans er Margrét Jónsdóttir Þor- steinssonar Ásmundssonar og konu hans Guðlaugar Jónsdótt- ur Björnssonar landnema Framnesbyggð og konu hans Sólrúnar Jónsdóttur (þau hjón eru nú bæði dáin). — Lárus hef- ir um margra ára skeið unnið í Smjörgerðarstofnun Árdals- byggðar, og verður þar eflaust í mörg ár enn, það mun vera ó- hætt að segja. — Foreldrar silf- urbrúðarinnar bjuggu um 30 ára skeið við Caliento í Manitoba, en síðar í Piney, Man. — Sannarlega eigum við Ný- íslendingar Benidikt Gröndal annan, þar sem Guttormur J. Guttormsson skáld er, eftir ræðu hans að dæma, er hann flutti á Iðavelli 2. júlí síðastliðinn. — • Og að síðustu bið ég þig að leið- rétta frá síðasta bréfi frá 10. júlí. Þar segir: Silfurborð og stólar, en á að vera: Silfurborðbúnaður,, borð og stólar. — Með vinsemd, Styrbjöm úr Króki geta foreldrarnir annað því að fara svona margar veiðiferðir. Væri dagurinn ekki nema 12 stundir, þá yrðu foreldrarnir að fara 250 veiðiferðir á dag, ella mundu ungarnir svelta eða drep ast. Við miðjarðarlínu er dagur- inn altaf 12 stundir. En við 40. breiddarbaug, sem liggur um miðjan Spán, Tyrkland og Kína og norðurhluta Bandaríkjanna, er dagurinn í júní 15 stundir. Þegar komið er norður á 60. breiddargráðu er dagurinn 19 stundir um sólstöður. Langflest- ir farfuglar eiga sér hreiðurstaði á svæðinu milli 40. og 70. gráðu norðurbreiddar, þar sem nóttin er björt. Hér á íslandi hafa far- fuglar því þriðjungi lengri tíma til aðdrátta heldur en suður á ítalíu og heimingi lengri tíma til þess heldur en ef þeir væri suður við miðjarlínu. Á suður- hveli jarðar er ekkert land þar 1 sem dagurinn er lengri en 16 stundir, nema á Suðurskauts- landinu, en þar er enginn gróð- ur og landið að mestu jökli hul- ið og engum farfuglum líft þar. Nú ber þess að gæta, að far- fuglarnir þurfa eigi aðeins að sjá ungum sínum fyrir lífsviður- væri, heldur verða þeir einnig að afla fæðu handa sjálfum sér. Og þeir þurfa ósköpin öll að éta. GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný útfararstofa meS þeim full- komn.asta ötbúnaSi, sem völ er ú. annast vtrSuleiía um útTartr. selur iíkkistur, minnisvarða og legrsteina. Alan Couch, Funeral Director Phone—Business 32 Residence 59 il brögð að þessu, að líkast er því að um drepsótt sé að ræða. Og vegna þess að æviskeið smá- fugla er stutt, þeir verða varla meira en fimm ára, þá verða ölf áföll mjög tilfinnanleg fyrir kynstofninn. Náttúran sjálf hefir það ráð til þess að vega upp á móti skakkaföllum þeirra farfugla er lengst fara norður, að láta við- komu þeirra vera meira en ann- ara fugla. Fuglafræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að langflestir farfuglar, sem leita til norðlægra landa, eigi fleiri egg en þeir fuglar er sunnar verpa, enda þótt um sömu teg- und sé að ræða. Og sumir smá- fuglar unga út tvisvar eða þris- var sinnum í hinum norðlægu löndum, eins og t. d. rauðbryst- ingur. Á vorin fækkar fuglum stór- kostlega í heitu löndunum, en þó er mest um alls konar fugla árið um kring í Mið-Ameríku, en á tímabilinu nóv. til janúár er hvergi meira af fuglum en í norðurhluta Suður - Ameríku. Þar hafast þá við allir farfuglar frá Norður-Ameríku. Þeir farfuglar, sem lengst ferð ast, fara venjulega hægt yfir og eru stundum mánuði á leiðinni Yfirleitt má segja að farfuglarn- ir séu altaf á ferðalagi nema um varptímann og meðan þeir eru að koma ungum sínum upp. Smáfuglar ferðast á nóttunni en afla sér fæðu á daginn. Þeir fljúga að meðaltali 20 enskar mílur á klukkustund, en endur fljúga um 60. mílur á klukku- stund og þær ferðast á daginn. Flestir fuglar , kjósa að hafa stutta áfanga, að fljúga ekki nema svo sem 6-8 klukkustund- ir í senn og hvíla sig svo og afla sér fæðu. En heiðlóan fer í ein- um áfanga og flýgur þá stund- um alt að 2500 enskar míiur í einni lotu. Síðan fuglamerkingar hófust hefir það komið 1 ljós, að fugl- arnir ferðast ekki aðeins norður og suður, heldur fljúga þeir einn ig austur og vestur. Smáfugl nokkur, sem hvergi verpir nema í Miðasíu, hefir vetursetu í lönd- Framhald á bls. 8 Free Winter Storage Send your outboard motor in now and have is ready for Spring. Free Estimate on Repairs Speciálists on . . . Johnson - Evinrude & Elto Service BREEN MOTORS Ltd. WINNIPEG Phone 927 734

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.