Lögberg - 27.09.1951, Blaðsíða 8

Lögberg - 27.09.1951, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. SEPTEMBER, 1951 Sumargestir kveðja Framhald af hls. 5 um Frakka hjá miðjarðarlínunni í Afríku, aðeins 1200 enskum mílum sunnar en heimkynni hans eru, en rúmlega 2500 míl- um vestar. Kríurnar, sem halda til á Labrador á sumrin, fljúga á haustin austur til Frakklands og svo þaðan suður til vestur- strandar Afríku, þar sem þær hafast við á vetrum. Sennilegt er talið að margar tegundir far- fugla sæti byr, og viti hven,ær sunnanáttin á vorin og norðan- áttinn á haustin gefa þeim byr undir vængi. Eftir að flugvélarnar komu til sögunnar, hefir mönnum tekist að ráða þá gátu hve hátt farfugl- arnir fljúga. Sumir fuglar ferð- ast í háloftunum, svo hátt uppi að þar mundi engum manni líft nema hann hefði súrefni með- ferðis til að anda að sér. Smá- fuglar, sem ferðast frá Indlandi til Síberíu á vorin, fljúga yfir Himalajafjöll og til þess verða þeir að ferðast í 20,000 feta hæð. Gæsir fljúga einnig yfir Himal- ajafjöll og hafa myndir verið teknar af þeim á flugi þar í 29, 000 feta hæð. En flestir farfugl- ar munu fljúga í 1200-2000 feta hæð. Einkennilegt er það hvað far- fuglar eru stundvísir. Þeir eru altaf á ferðinni á sama tíma, og virðast lítt skeyta um tíðarfar. Það er sjaldgæft að hret og ill- viðri seinki þeim um meira en viku. Þar kemur það fram, að þeir eru knúðir til ferða af innri hvöt þegar daginn lengir. Þetta er sérstaklega áberandi á eyun- um hjá Ástralíu. Svartfuglateg- und nokkur, sem heldur til á sumrin í Japan, hjá Berings- sundi og í British Columbía, kemur þangað altaf á ákveðnum degi seint í nóvember í tugum miljóna og er eins og þrumuský sjái er skriðan kemur. Og þótt iangt hafi verið milli varpstaða þeirra hafa þeir allir hitst á suð- urleiðinni og safnsat saman í loftinu og koma þannig í einum hóp. Ferðir farfuglanna hafa stór- kostlega þýðingu fyrir mann- kynið, sérstaklega hér á norður- hveli jarðar. Ef þeir væri ekki mundu allskonar skordýr auk- ast svo og magnast, að þau eyddu öllum jarðargróða og löndin yrðu óbyggileg. Menn eiga því þessum langförulu land fuglum mikið að þakka og það 1 er gæfa hvers lands að hafa sem allra flesta slíka sumargesti. ☆ Það er ekki hægt að hæna far- fuglana að neinum vissum stað, og þessvegna er ekki um það að ræða að vér íslendingar getum hænt þá að okkur. En annað gætum við gert. Við gætum trygt þeim friðland hér þann tíma, sem þeir eru gestir okkar. En á því hafa orðið miklir mis- brestir. Hin alkunna ísl. gest- risni hefir ekki komið fram við þessa gesti. Þeir eru rændir eggj um sínum og skotnir miskunn- arlaust. Á hverjum bæ eru hafð- ir kettir, serA ekki gera annað á sumrin en að veiða smáfugla og ræna hreiður þeirra. Ekkert er skeytt um það þótt veiðibjöllu og hröfnum fjölgi stöðugt í landinu, en þeir eru verstu höfuð óvinir farfuglanna. Og nú höf- um við kórónað þessa útrýming- arviðleitni með því að útbreiða villimink um alt landið. — Alt þetta bendir til þess, að rétt muni vera það, sem sagt var í upphafi, að farfuglum fari stöð ugt fækkandi hér á landi. Ofan á vanhöldin, sem þeir verða fyr- ir vegna vorharðindanna, bæt- ast ofsóknir manna, rándýra og hræfugla. Á síðustu árum hafa borist T hingað nokkrar tegundir skor- dýra, er eigi voru hér til áður, og eru orðnar að landplágu. Er nú svo komið að víða hér um Suðvesturland er ekki hægt að rækta rófur og kálmeti vegna þessa skaðræðisvargs. Ýmis önn ur skordýr gera og mikil spjöll og má þar til dæmis nefna skóg- armaðkinn. Áður kom hann sem faraldur á margra ára fresti, en nú veldur hann spjöllum í görð- um hér í Reýkjavík á hverju einasta sumri og máske víðar. Mundi ekki vera eitthvert samband milli þessarar auknu skordýraplágu og hins, að far- fuglunum hefir fækkað. Nátt- úrufræðingarnir geta eflaust úr því skorið. % Margt er nú talað um land- kynningu og að laða hingað gesti. Og þar er kepst um að taka vel á móti hverjum um- renningi og að sýna öllum sem mestan sóma og gestrisni. En enginn talar um móttöku kær- komnustu gestanna og lang- bestu gestanna, sem hingað koma. Enginn talar um það að þessum gestum reynumst við illa, þrátt fyrir það að við eigum þeim meira að þakka en nokkr- um öðrum. Við eigum þeim eigi aðeins að þakka gleði og unað, sem þeir veita okkur, held ur einnig það, að landið er byggi legt. Ef þeir hætta að koma hing að, þá verður öll þessi blessuð landkynning næsta þýðingar- lítil. Vík. —LESBÓK MBL MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Guðmunda Elíasdóf-tir söng íslenzk lög í danska og norska úfvarpið En hefir í hyggju að flytjast búferlum til Kanada Frú Guðmunda Elíasdóttir söngkona kom heim með, Gullfossi í fyrradag eftir stutta för til Norðurlanda, en hún söng inn á plötur og stálvír fyrir útvarpsstöðvar í Noregi og Danmörku. Söng fyrir útvarpsstöðvar. Þegar fréttamaður Mbl. 4tti stutt tal við söngkonuna, skýrði hún svo frá, að hún hefði farið út með Gullfossi í ágústbyrjun, Skandinavar! Ef þér eigið vini á íslandi, í Noregi, Danmörku eða Svíþjóð, þá skuluð þér kaupa þeim nýjan kæliskáp eða þvottavél á Maytag sölu. Við höfum tegundir við allra hæfi. Sérstök sending fer frá New York þann 1. október 1951. Gjöf frá yður ætti að vera innifalin! Þessir nauðsynjamunir kosta minna, en samanlagt verð slíkra erlendra tegunda í heimalandinu. Maytag Sales & Service Company 16 N. 4TH ST„ GRAND FORKS, NORTH DAKOTA — SÍMI 45377 Ndw Is The Time . . . to order flags and decorations for Winnipeg’s grand welcome to their Royal Highnesses The Princess Elizabeth and the Duke of Edinburgh! EATON’S has a complete selection of flags, pennants,- streamers and bunting . . . place your order NOW! All wool s e w n Bunling Flags — Union Jack — Dominion Ensign Collon Flags on Slicks — Union Jacks Bunling and Pennanls All wool Prinied Flags — Union Jacks, Canadian En- signs, Scolch Ensigns Canadian Ensign Plasiic Pennants Drapery Section, Sixth Floor, Centre. «*T. EATON C?, LIMITED svo að hún hefði haft lítinn tíma til ferðalaga úti. Tilgangurinn með förinni var líka einkum sá, að syngja íslenzk lög í norska og danska útvarpið. Hún söng inn á stálvír í danska útvarpinu, en inn á plötur til eignar norska útvarpinu. Allt íslenzk lög. — Hvaða lög sunguð þér? — Öll íslenzk. Má nefna þjóð- lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörns son, s. s. Stóð ég úti í tunglsljósi o. fl., Gígjuna og Sofnar lóa eftir Sigfús Einarsson og Maríuvers eftir Pál ísólfsson. Einnig söng ég mörg lög eftir yngri höfunda, s. s. Unglingurinn í skóginum, eftir Jórunni Viðar, Fuglinn í fjörunni eftir Jón Þórarinsson og lög eftir Jón Leifs. Mér fannst að íslenzku lögin vektu mikla at- hygli og virðist vera mikill á- hugi fyrir íslenzkri tónlist á Norðurlöndum, sagði Guðmunda. Skemmtilegt að kynnast barnakór. — Það var skemmtilegt, segir Guðmunda, að meðan ég dvald- ist í Danmörku, gafst mér kostur á að fylgjast með kennslu barna- kórs danska útvarpsins, sem Lis Jacobsen stjórnar. Þessi kór var nýlega kominn af barnakóra- móti í Suður-Wales, sem á voru mættir barnakórar frá Bret- landseyjum og Norðurlöndum. En þetta fannst mér sérstaklega athyglisvert, þar sem ég hafði s.l. vetur stjórnað barnakór Frí- kirkjunnar. Að hinum kórunum ólöstuðum, þá finnst mér, að hér á landi höfum við svo góðar barnaraddir, að ef til kæmi góð æfing og kennsla, þá myndu barnakórar frá okkur standa sig vel á slíkum alþjóðlegum söng- mótum. Samgleðjast yfir íslenzku óperunni. — Sóttuð þér nokkur söng- leikahús á Norðurlöndum? — Nei, þau eru yfirleitt ekki starfandi yfir sumarmánuðina. En hvar sem ég kom, varð ég vör við sama áhugann og sömu aðdáunina yfir því, að hér heima á íslandi skyldi takast svo vel ! að uppfæra með nær eingöngu | Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóla kl. 12.15 e. h ☆ I The Rev. Francis A. Shearer, secretary Inner Missions, Board of Social Missions, U.L.C.A., will preach at the morning service in the First Lutheran Church, next Sunday, Sept. 30th. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 30. sept. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 Ensk messa kl. 7 síðdegis. Allir boðnir velkomnir! S. Ólafsson ☆ Gimli Lutheran Parish H. S. Sigmar, Pastor Sunday Sept. 30th 1951 9:00 A.M. Betel 11:00 A.M. Sunday School Gimli. 12:00 Noon. Young People’s Bible Class. 2:00 P.M. Víðir. 7:00 P.M. Gimli. 8:30 P.M. Árnes (Dedication of new lights and fixtures). Mr. Oli Kardal, outstanding tenor soloist will sing at both the evening services. Sunday October 7th. 2:00 P.M. Confirmation in Árborg. 7:00 P.M. English Service in Gimli. 8:00 P.M. Icelandic Service in Gimli. ☆ Sameiginleg guðsþjónusta, fyrir alla meðlimi og vini Fyrsta lúterska safnaðar, fer fram í kirkjunni að Victor St., kl. 7 á sunnudagskvöldið, 14. október. Guðsþjónustan fer fram á ensku, og fellur íslenzka messugjörðin niður það kvöld. íslenzkum söngkröftum óperu á borð við Rigólettó. — Einkum fannst mér Norðmenn samgleðj- ast mjög yfir því, ýegna þess að sjálfum finnst þeim mjög leitt að óperur eru sjaldan uppfærðar á leiksviðinu þar, enda þótt þeir eigi ýmsa heimsfræga söngvara. íhugar að flytja til Kanada. — Og hvað ætlið þér nú að taka yður fyrir hendur fyrst eft- ir heimkomuna? — Fyrsta mánuðinn er ég ráð- in til að syngja í Rígólettó hlut- verk Magdalenu, en eins og kunnugt er, verður sýningum á þeirri óperu haldið áfram og byrja sýningar eftir fáa daga. — Eftir það er allt óráðið, nema hvað maður minn Henrik Knud- sen, gullsmiður og ég höfum nú í hyggju að fara sem innflytjend- ur til Kanada. Hann hefir von um að geta starfað sem gullsmið- ur í Montreal, en við flytjum vestur mest vegna þess, að mér finnst ekki vera næg söngverk- efni fyrir mig hér heima. Hér fá söngvarar ekkert fast starf, en vonandi kemst ég að einhverju starfi, ef ég flyt til Kanada. —Mbl., 1. sept. Á HREINDYRASLÓÐUM Framháld af bls. 4 skytta, kvað hann hafa skotið hreindýrin í krúnuna og kúlan hafi komið út við dindilinn á 900 faðma færi. (Allar veiðisög- ur eru frásagnir annara). Mér datt í hug saga Kristjáns Geirlaugssonar, er hann sagði enskum manni, að allar byssur á íslandi væru með tvö hlaup, annað hlaðið höglum, en hitt með salti, til að salta það, sem skotið var svo ekki skemmdist, því að oft hafi vegalengdin verið svo mikil, að fuglinn eða dýrið var illt ætt ef það var ekki saltað um leið og það var deytt. Ég veit, að mörgum mun þykja gaman að lesa sumar veiði- mannasögur, einkum þær er Jýsa hættulegum veiðum, þegar dýrin ráðast á veiðimennina og og hossa þeim á hornum sínum, en ætíð varð veiðimönnunum eitthvað atvik til lífs, sluppu ó- meiddir. Ég hef heyrt margar sögur af svipuðu tagi hér á landi, en að- eins eitt tilfelli, er merkin báru vitni. Það var að hausti 1894 norður við Dauphin ána. Við lentum þar um kl. 5 að kveldi dags, þá var nýafstaðinn sá at- burður, er hér skal greina: Veiðimaður nokkur sá stóran skógarbjörn, tók byssu sína og skaut. Hann kom tveimur skot- um á dýrið áður en það féll. Gengur hann svo að dýrinu, dregur hníf úr slíðrum og byrjar að rista fyrir til að flá dýrið, en það þoldi ekki bangsi að láta skinna sig lifandi, rís upp og tekur kjaftfylli á læri veiði- manns. Sex ára gamall sonur veiðimannsins sér föður sinn eins og mús í kjafti kattar og rekur upp angistaróp. Björninn varð hræddur, sleppti veiði- manni og flýgði til skógar, en veiðimaðurinn staulaðist heim. Hvorugur þeirra var skinnaður í það skiptið, en báðir skeinaðir. Við fórum að sjá veiðimanninn, tókum með okkur meðul og um- búðir. Þegar við sáum bitið, sem var mikið, urðum við undrandi yfir því, að veiðimaðurinn skyldi hafa komist heim hjálparlaust. Öllum dýrum, smáum og stór- um, er það meðfætt að verja l(f sitt í síðustu lög; það ætti hver veiðimaður að vita og skilja. Sá, sem leggur sið við veiði- mennsku verður fyrst af öllu að hafa skarpa og góða sjón, góða dómgreind og sterkar taugar, hafa ætíð hugfast að taka ekki tækifærisskot, sem særi dýrið en felli það ekki. Dýr falla oft við fyrsta og annað skot, án þess að vera dauð; hér ríður á glöggri dómgreind, að fara ekki í neina hættu. Aldrel skjóta eða deyða hrædd dýr — betra er að vera án veiðinnar. Kiöt af hræddum skepnum, efa ég stórlega að sé heilsusamleg fæða. Menn hafa skotið hrædd dýr og þeir hafa ekki getað borðað kjötið af þeim. Sá, sem fylgir þessum reglum, mun aldrei komast í það ævin- týri að vera bitinn eða hossað á hornum dýra, eða skjóta félaga sinn eða aðra, er í skóginum kunna að vera um sama leyti. Ef hreindýr á íslandi eru lík Cariboos hér á landi þá þarf ekki að bera kvíboga fyrir því, að þau eyðileggi skógarlíf landsins, eins og sauðfé og geitur gera. Ég hef tekið eftir því, að Car- iboos lifa mikið á mosa og lyngi. í flóum vex mikið af lágu Tam- roki, á því myndast mosi, er gamlir íslendingar hér nefna Hreindýramosa, eru trén þakin þessum mosa á vetrum þegar snjóar eru miklir. Sjást dýrin tíðum á beit í flóum við að tína mosann af trjánum, án þess að skemma grein eða hindra vöxt trjánna. í þessum flóum er jörð á floti, þess vegna verða trén al- drei há eða að nokkru gagni öðru en því að byggja upp jarð- veginn. Ég veit, að margur Islending- ur, sem alinn er upp hér á landi, mundi þykja gaman að því að að lesa þessa bók. Svo óska ég hreindýrarækt ís- lands allra heilla, og flyt höfundi kærar þakkir fyrir útgáfu bók- arinnar Á hreindýra slóðum. Björn Magnússon, Keewatin, Ont. Mr. og Mrs. B. J. Lifman frá Árborg voru stödd í borginni seinnipart vikunnar, sem leið. |J>OC^>OC doctzdoczzþoc INKÖLUNAR-MENN LÖGBERGS Anderson, Mr. O........... Baldur, Manitoba Cypress River, Manitoba Glenboro, Manitoba Bardal, Miss Pauline Minneota, Minnesota Ivanhhoe, Minnesota Einarson, Mr. M............Arnes, Manitoba Fridfinnson, Mr. K. N. S..Arborg, Manitoba Hnausa, Manitoba Riverton, Manitoba Víðir, Manitoba Goodmundson, Mrs. Elfros, Saskatchewan Gislason, T. J.......................Morden, Manitoba Gislason, G. F. Churchbridge, Saskatchewan Bredenbury, Sask. Grimson, Mr. H. B. Akra, North Dakota Crystal, N. D. Edinburg, N. D. Gardar, N. D. Hallson, N. D. Hensel, N. D. Johnson, Mrs. Vala Selkirk, Manitoba Kardal, Mr. O. N......................Gimli, Manitoba Husavik, Manitoba “Betel,” Gimli, Manitoba Winnipeg Beach, Manitoba Lindal, Mr. D. J.....................Lundar, Manitoba Lyngdal, Mr. F. 0..... 5973 Sherbrook Street, Vancouver, B. C. Middall, J. J.......... 6522 Dibble, N. W. Seattle, Washington Olafson, Mr. J.........Leslie, Saskatchewan Simonarson, Mr. A. R. F. D. No. 1 Blaine, Washington Bellingham, Wash. Sigurdson, Mr. J.....Backoo, North Dakota Cavalier, North Dakota* Valdimarson, Mr. J. Langruth, Manitoba ° ' ---->o oczLc o J)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.