Lögberg - 25.10.1951, Blaðsíða 3

Lögberg - 25.10.1951, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25 OKTÓBER, 1951 3 Fréllabréf frá Ástralíu: Hinirtíðu skógareldar í Ástralíu eru verstu óvinir landsmanna í fimm mánuði rignir aðeins hálfan dag. Vöruverð hækkar um 150% á 10 mánuðum. Vísi hefir borizt bréf frá frú Edith Guðmundsson, konu Eggerts Guðmundssonar list málara, en þau hjónin dvelj- ast nú í Ástralíu, eins og blaðið hefir áður greint frá. Er þetta fróðlegt fréttabréf, sem skýrir frá ýmsu í hinu fjarlæga og ævintýralega umhverfi, er þau hjónin dveljast nú í. Queensland (Drottningarland) heitir nyrzta ríki Ástralíu. Það er geysi-víðáttumikið land, nær allt frá um það bil 10 gr. s.br. til 29. gr. s.br. og frá 138. til 153. gr. aust. lengdar, en hita- beltis- og nær-hitabeltishéruð þess hafa jafnan verið sveipuð einhverjum ævintýraljóma í vit- und okkar Norðurálfubúa, og sá ljómi hefir ekki dvínað til þessa dags. Queensland er um það bil 15 sinnum stærra en ísland, eða 1.7 millj. ferkílómetrar. Höfuð- borg þess heitir Brisbane og íbú- ar þar eru um 100.000. 1 nær mánuð hafa geisað ó- skaplegir „bush“-eldar, en svo er það nefnt er eldur kviknar á auðu og óræktuðu landi, en „bush“ nefnist svæðið utan borg anna, þar sem mannhöndin hef- ir' ekki komið af stað neinni ræktun, heldur vex þar kjarr, og ýmislegur gróður, eftir því, sem náttúran sjálf hefir talið hagkvæmast. Skógareldar í Mið-Áslralíu. Stór landssvæði í austanverðu Queenslandi og Mið-Ástralíu hafa orðið eldinum, þessum versta óvini landsins, að bráð. Og þó minnist ég ekki á fjöl- marga elda í Vestur-Ástralíu í þessari grein. Ofan af hæðinni, þar sem við búum, er fagurt útsýni yfir Brisbane og nágrenni. Undir kvöldið, þegar sólin kveður rauð glóandi við yztu brún, sjást bezt reykjarmekkirnir um allan sjón- deildarhringinn. Þegar sólin er hnígin til viðar, skellur myrkrið strax á, og þá sér maður eldana brenna í fjallinu, sem er í um 9 km. fjarlægð. Rauðleitur bjarm- inn gefur til kynna, hve um- fangsmiklir eldarnir eru. Við höfum dvalið hér í fimm mán- uði, og á þeim tíma hefir aðeins rignt í hálfan dag. Allt er skrauf þurrt. Gamalt fólk hér um slóðir fullyrðir, að eldar hafi aldrei verið meiri undanfarna þrjá ára- tugi, né heldur svo stormasamt. Hinn þurri, kaldi vestanvindur, sem blæs innan frá Mið-Ástralíu, hefir nú blásið viðstöðulausþ í hálfan mánuð. Mér finnst, að þessi undarlegi, þurri og kaldi vindur orki enn verr á mann en hinir röku næðingar Atlants- hafsins, ef til vill er þetta vegna þess, hve óvanur maður er slíku Þurrkar og stórrigningar. Þurrkarnir eru ekki síður skaðlegir en flóðin, og Queens- land hefir haft nóg af hvoru- tveggja að segja. Stundum eru sum héruðin glóandi víti í tvö til þrjú ár, og þegar regnið loks- ins kemur, þá er það svo afskap- legt, að við Norðurlandabúar getum ekki gert okkur neina skynsamlega grein fyrir þessu. Það er í sannleika líkast því, sem helt sé úr þúsundum vatns- fatna samtímis á einn og sama blett. Á þurrkatímum er landið Horft ó uppskurði í sjónvarpi Hátíö í Svíþjóð, þegar íslandssíldin fékkst. Viðtal við dr. Lily Sandström Það mun óvenjúlegt að er- lendur ferðamaður verði svo hrif inn af íslandi við fyrstu kynni, að hann leggi hingað leið sína aftur á sama ári. Þannig er það þó um sænskan taugalækni, dr. Lilly Sandström, er kom hingað í skyndiheimsókn með Gullfoss í morgun. Hún kom hingað í fyrsta skipti í sumar og varð þá svo hrifin af landi og þjóð og ekki sízt aðbúnaði öllum á Gullfossi, að hún kaus að eyða mestum hluta haustleyfis síns um borð á því skipi. Tíðindamaður Vísis hitti frúna að máli um borð í Gullfoss í morgun og spurði hana frétta frá Svíþjóð. „Ég kem svo að segja beint af alheimsráðstefnu lækna, sem haldin var í Stokkhólmi 15.—20. september. Alheimssamband lækna og heilbrigðisnefnd Sam- einuðu þjóðanna skipulögðu ráð- stefnu þessa, sem haldin var í salarkynnum «ænska Ríkisdags- ins undir stjórn formanns sænska læknafélagsins, dr. Dag Knutsson. — Markmið þessara móta er að efla samband lækna um heim all an, vinna að undirbúningi sam- hæfrar læknamenntunar í öll- um heimsálfum og reyna að sam einast um eitthvert mál, sem allir læknar læri svo vel, að þeir geti gert sig skiljanlega hverjir við aðra. Á þessari ráðstefnu voru fulltrúar frá flestum lönd- um heimsins, frá íslandi dr. Val- týr Albertsson og frú Ragnheið- ur Guðmundsdóttir. Þetta var í fyrsta skicti, sem sjónvarp var notað á svona ráð- stefnu, og var úr fundursölunum hægt að horfa á læknaaðgerðir á öllum sjúkrahúsum í Stokk- hólmi og meðal annara gafst okk ur kostur á að sjá hinn heims- fræga skurðlækni prófessor Crafford gera hjartaskurði. Fyrirlestrarnir voru flestir fluttir á ensku, en aðeins tveim sekúndum eftir að ræðumaður hafði sleppt orðinu á því máli gátum við hlustað á þýðingar túlkanna í heyrnartækjum og þá annaðhvort á frönsku eða spönsku. Sem kvenlæknir má ég til að benda kynsystrum mínum í ís- lenzku læknastéttinni á ársmót sænska læknanna. Á það eru all- ir norrænir læknar velkomnir. Þann 15. september var mikil hátíð í Svíþjóð, því að þá leyfði ríkjsstjórnin sölu á íslandssíld. Margt gott má um Norðursjávar- síldina segja en feita íslandssíld- in er númer eitt á hverju sænsku matborði.“ „Þér rómuðuð mjög Gullfoss, þegar þér komuð hingað í sumar. Var ferðin með honum ánægju- leg í þetta skipti?“ „Veðrið var skínandi og marg- ir ágætir ferðafélagar. Mér fell- ur undantekningarlítið prýðilega við íslendinga, annars hefði ég ekki komið hingað svo fljótlega sem raun er á. Ég hlakka til að vera þessa tvo daga í Reykjavík. — VÍSIR, 27. sept. Hann: — Fyrir mörgum árum ásetti ég mér að kyssa hverja þá stúlku, se msegði einhverntíma heimskulegustu setningu, sem ég hef heyrt og það er: en gam- an“. Hún: — „En gaman“. ☆ Dóra: — Mundirðu verða móðguðt ef ókunnugur maður mundi bjóða þér að drekka kampavín? Þóra: — Já, það mundi ég verða, en ég mundi líklega gleypa móðgunina. raunalegt og þunglyndissvipur á því. Jörðin hefir langtímum saman verið þurr og í henni eru djúpar skorur, grasið er löngu sviðið. Trén eru nær blaðlaus, og virðast rauð, en þau fáu lauf, sem enn má sjá á þeim, glitra sem stál í oíbirtu sólarinnar, sem dag hvern rís eins og glóandi koparfínöttur. Akrarnir eru ó- frjóir og rykmekkir hvíla yfir þeim, vatnsból nautgripanna löngu. þorrin, og sums staðar getur að líta hræ í þeim, þar sem dýrin hafa fallið af þorsta. Margur bóndinn hefir komizt á vornarvöl af langvinnum þurrkum, og margar nautgripa- hjarðir, sem með harmkvælum hafa lifað af þurrkana, hafa svo farizt í flóðum, og hafa gífurleg verðmæti farið forgörðum á þennan hátt. Venjulega eru eldsupptökin á þessum þurrkatímum með þeim hætti, að fólk brennir alls staðár sorp og rusl, sem til fellur. Mið- stöðvar eru hvergi í húsum hér. Neisti berst með vindinum, nær- ist fljótt í þurru laufinu eða í visnum trjám, og áður en varir, æðir eldurinn áfram, óstöðvandi. 40 þúsund ekrur eyðast. Dagana 7.—9. ágúst æstist eld- urinn fyrir alvöru, og það er ekki fyrr en í dag, 22. ágúst, að mönn um hefir tekizt að hefta eldana að mestu, en þó eru smærri eld- ar enn hér og þar. Hinn 9. ágúst var talið, að um 40.000 ekrur beitarlands hefðu orðið eldinum að bráð, en í Mið-Ástralíu fóru eldar um 340.000 ekrur beitar- lands. Á þessum slóðum eru hin risavöxnu sauðfjár- og nautgripa bú, húsgagnaverksmiðjur, sög- unarmyllur, íbúðarhús og þar fram eftir götunum, hafa brunn- ið til grunna. Fyrir utan Bris- bane eru víða innflytjendaskál- ar. í einum innflytjendabúðum, þar sem Þjóðverjar, ítalir og Frakkar hafast við, misstu 120 manns aleigu sína. Þetta er ó- skaplegt tjón fyrir þetta fólk, sem hafði þegar misst svo mik- ið í heimalandi sínu. Elliheimili brann til ösku og allt gamla fólkið er heimilislaust. Hinn 13. ágúst voru eldarnir umhverfis Brisbane orðnir um 100, en 300 alls í Queenslandi. Það er erfitt að ímynda sér, hvílíkri eyðileggingu og skelf- ingu eldurinn veldur. Dýrin flýja gagntekin af hræðslu, fuglar yfirgefa hreiður sín skilja eftir unga sína og egg- in. Lækir eru allir uppþornaðir, og þegar eldurinn 'loks er kuln- aður er loftið og staðurinn sjálf- ur dautt, kalt ófrjótt. Ekki heyr- ist nokkurt hljóð, ekki einu sinni skordýrasuð. Hækkandi vöruverð. Nú bíða allir regnsins hér í Queenslandi og eldar hafa geis- að, en í Nýja Suður-Wales og Victoria hefir vetur verið harð- ari en um árabil. Snjóalög hafa þakið alla vegi og valdið miklu tjóni, en jafnframt hafa stormar geisað um landið og orsakað miklar skemmdir. En það eru ekki aðeins nátt- úruöflin sjálf, sem berjast og geisa. Það er einnig óróasamt á öðrum sviðum í Camberra, höf- uðborg Ástralíu. Gleiðar fyrir- sagnir blaðanna hafa undanfarn- ar vikur boðað hættu á verð- bólgu. Smjör hefir hækkað um 3 sh. IV2 dal. Brauðverð hækk- aði í vikunni sem leið, og nú hækkar mjólkin. Fatnaður er ekki lengur ódýr. Sæmilegur kjóll kostar 18—24 guineur, karlmannsföt 25—40 guineur. Léreftssumárkjólar kost frá 2—7 pund, nylonsokkar 18—20 sh. Góðir skór kosta 7—8 guineur. Eplið kostar 4—5 pence, appel- sínan 4—6 pence. Nú er ekki lengur ódýrt að lifa í Ástralíu. Á 10 mánuðum hefir vöruverð hækkað um 150%. í vikunni sem leið var hér haldin hin árlega sýning, en Minningarorð Frú María Borgfjörð Þessi mæta og vinsæla kona var fædd á Seyðisfirði þann 17. maí árið 1868. Foreldrar hennar voru Hans Friðrik Ágúst Thom- sen verzlunarmaður og Guðrún Ólafsdóttir, sem komu til Can- ada 1890 og fluttust til Winni- peg ári síðar; það sama ár giftist María Magnúsi Borgfjörð, en 1905 hófu þau búskap í grend við Elfros í Saskatchewan og voru með fyrstu landnemum þeirrar bygðar; þau eignuðust fimm börn: Mrs. Helgi Eyjólfs- son, Leslie, Sask., Mrs. Joe Finn- bogason, Elfros, Sask., Mrs. Lottie Jensen, Elfros, Sask., Miss Octavia, búsett á Gimli, og Friðrik, sem á heima í Clover- dale, B.C. Barnabörnin eru 23 að tölu og 6 barnabarnabörn. Tvö systkini frú Maríu eru á lífi, þau Mrs. Sam Oddson á elli- heimilinu Stafholt í Blaine, Wash., og Lorenz Thompsen, sem býr með dætrum sínum í Winnipeg. Frú María tók jafnan giftu- drjúgan þátt í safnaðarstarfsemi og öðrum mannfélagsmálum hvar, sem hún var í sveit sett, hvort heldur var í Saskat- chewan, Winnipeg eða á Gimli, en þangað kom hún ásamt manni sínum 1937. Hún misti mann sinn 1942 og hvílir nú við hlið hans í grafreit Gimlibæjar; hún lézt þann 7. þ. m. og var jarð- sungin frá heimilinu og lútersku kirkjunni á Gimli þann 10. þ. m. Séra H. S. Sigmar flutti hin hinztu kveðjumál. Með frú Maríu er til moldar gengin háttprúð kona og merk. sambærileg sýning sést óvíða í heiminum. Þar er allt milli him- ins og jarðar til sýnis, iðnaðar- vörur, ávextir, blóm, grænmeti, bifreiðar 0. s. frv. Mesta athygli vekur gripasýningin. Frá öllum héruðum Queenslands senda bændur hross, svín, sauðfé, naut gripi og hunda. Daglega leika kúrekar listir sínar, ríða hálf- tömdum hestum, þá eru hunda- sýningar og kappreiðar, sem eru uppáhaldsíþrótt Ástralíumanna. Ungir galgopar aka mótorhjól- um gegnum logandi gjarðir. — Ungar konur sýna listir sínar á hestbaki. En í ár hefir sýningin verið rekin með geysilegum halla. Menn hafa verið hræddir við lömunarveikina, sem mikil brögð hafa verið að í Ástralíu í haust og vetur. í júlí voru 462 tilfelli í Brisbane, og nokkrir dóu úr veikinni, meðal þeirra kornung stúlka, sem flutt var til Bris- bane í stál-lunga frá nyrztu byggð Queenslands um erfiða vegi. Flestir hafa sjúklingarnir þó fengið bata, en óttinn er alls staðar nálægur. Sýningargestir voru 100.000 færri en í fyrra, en Brisbane hefir alltaf haft drjúg- ar tekjur af sýningum þessum. Thomas E. Dewy, fylkisstjóri frá New York, hefir verið hér á ferð og var hann mjög um- talaður gestur, ennfremur feg- urðardísin „Miss Festival of Britain“. í gær gengu regnskúrir um mörg héruð, en engan veginn nóg. Þó mörkuðu þær spor. Eins og snortin töfrasprota sprungu blómin út í görðunum. Vindur- inn æðir enn, og eldar brenna enn víða. Nú bíðum við öll regns ins og góðviðrisins. Edith Guðmundsson —VÍSIR, 5. sept Business and Professional Cards PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6—652 HOME ST. ViStalstími 3—5 eftir hádegi S. O. BJERHING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTAHY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 924 624 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG • Fasteignasalar. Leigja hús. Ct. vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiðaábyrgð o s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Phone 21 101 ESTIMA TES FREE J. M. INGIMUNDS0N Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Atteuded To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. GIMLI FUNERAL HOME 51 Firsi Avenue Ný útfararstofa nieð þeim full- komnasta útbúnaði, sem völ er á, annast virðulega um útfarir, selur iíkkistur, minnisvarða og legsteina. Alan Couch. Funeral Director j’hone—Business 32 Residence 59 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Höme Telephonpe 202 398 DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur í augna, eyrna, nef og hAlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Haimasími 403 794 CANADiAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distrlbutors of Fresh and , Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœðimgar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 w\ HAGB0R6 FUEL PHOHE 21551 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettino 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDS&N Your patronage wlll be appredated Offlce Phone Rea. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Hours: 4 p.m. - 6 pjn. and by appolntment. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STRBET Selur likkistur og annast um Ot- farir. Allur útbúnaður sá bezU. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi 27 324 Heimilis talsfmi 26 444 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Wlnnlpe* PHONE 926 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. JT. PALMASÓN & CO. Chartered Accountanta 505 Confederatlon Life Bldg. WINNIPEG MANITOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrislers • Soliciíors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Krlstj anxson 500 Canadian Bank of Commeree Ch&mbers Winnipcg, Man. Phone KJ H< SELKIRK METAt PR0DUCTS Reykh&far, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum.—Skrlfið, simið til KELLY SVEINSSON 625 WaU Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 34 431 DR, H. W. TWEED G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Tannlœknir Keystone Fisheries 508 TORONTO GENERAL TRUSTS Limited BUELDING Wholesale Distributors of Cor. Portage Ave. og Smlth St. FRESH AND FROZEN FISH Phone 928 952 WINNTPEG 404 SCOTT BLK. Sftnl 925 227 Rovalzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANTTOBA Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Our Speclaltles: WEDDTNG CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mlss (. Chrlstte, Proprletress Formerly with Robinson & Co. Phone 23 996 761 Notre D&me Ave. Just West of New Matemlty Hoapltal Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Beddlng Plants NeU Johnson 27 482 Ruth Rowland 88 790 Office 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Matn Street WINNIPEG CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.