Lögberg - 25.10.1951, Blaðsíða 8

Lögberg - 25.10.1951, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25 OKTÓBER, 1951 Aldarafmæli Kirkjubæjar kirkju í Hróarsturtgu Á þessu sumri átti Kirkju- bæjarkirkja í Hróarstungu 100 ára afmæli. Var þess minnst með guðsþjónustu í Kirkjubæj- arkirkju sunnudaginn 2. sept. þ. á. Var biskup landsins staddur þar vegna afmælisins og þjónaði fyrir altari og flutti þaoan ræðu. Einnig töluðu í kirkjunni hér- aðs-prófasturinn séra Jakob Ein- arsson á Hofi í Vopnafirði og sóknarpresturinn, séra Sigur- jón Jónsson. Kirkjukór Seyðis- fjarðar söng við athöfnina undir stjórn Jóns Vigfússonar, sem og annaðist organistastörf að þessu sinni. Við þetta tækifæri gaf Kvenfélag Tunguhrepps kirkj- unni fagran skírnarfont.% Af- henti formaður Kvenfélagsins, frú Anna ólafsdóttir Gunnhild- argerði, gjöfina fyrir hönd fé- lagsins, með þeim ummælum að hann ætti að vera tákn um hlý- hug Kvenfélagsins til kirkju sinnar. Ríkarður Jónsson gerði skírnarfontinn og ber hann fagran vott um snilli hans. Þakk- aði biskup gjöfina í messulok og helgaði skírnarfontinn til notk- unar. Kirkjan var mjög smekklega skreytt og vann aðallega frú Aðalbjörg Sigurðardóttir í Hús- ey að því verki ásamt öðrum safnaðarkonum. Eftir guðsþjónustuna komu allir kirkjugestir saman í prests- seturshúsinu í boði sóknar- nefndar. Voru fluttar ræður af þeim, formanni sóknarnefndar Sigurjóni Þórarinssyni bónda áð Brekku, biskupi, Birni Hailssyni, hreppstjóra, Rangá, Þórarni Þór- arinssyni ,skólastjóra Eiðum, Hermanni Vilhjálmssyni, Seyðis firði, séra Jakobi prófasti Ein- arssyni og séra Sigurjóni Jóns- syni. Hafði hann átt sjötugs af- mæli hinn 23. ágúst og var þess minnst af ræðumönnum, sér- staklega Birni hreppstjóra Halís- syni. Kom það í ljós, meðal ann- ars í ávarpi, er sóknarmenn fluttu séra Sigurjóni og afhentu honum skrautritað, að hann^á vinsældum að fagna meðal sókn- armanna. Mikill mannfjöldi kom til guðs þjónustunnar, þrátt fyrir slæmt veður og mjög slæman veg, sem olli stórum töfum. Auk þeiría sem áður eru taldir voru þar viðstaddir prestarnir, séra Marino Kristinsson, sem söng einsöng með ágætum á eftir ræðu biskups, séra Pétur Sigur- geirsson á Akureyri og séra Er- lendur Sigmundsson, Seyðis- íirði. Öll var athöínin í kirkjunni hátíðleg og áhrifarík og mun ekki gleymast þeim, er þar voru viðstaddir og í henni tóku þátt. Söngur Seyðisfjarðar kirkju- kórsins þótti takast sérstaklega vel. Náttúrufegurð er mikil í Kirkjubæ. Án efa hefir kirkja staðið þar síðan á fyrstu öld eft- ir kristnitöku. Við slíkan stað eru tengdar margar minningar úr lífi kynslóðanna bæði í gleði þeirra og sorgum og því sízt að undra þótt hugann grípi helgi er komið er á slíkan stað. Við upphaf nýrrar aldar í sögu Kirkjubæjarkirkju hljóma og kalla klukkur hennar. Hún vill birta þann boðskap sem beztur og bjartastur hefir reynzt mönn- unum í leit 'þeirra að lífi og hamingju. — Hún „býður frelsi, boðar náð, biriir himnesk líknar- ráð". —Kirkjublaðið, 24. sept. Fylkiskosningar í Ontario Forsætisráðherra Ontario- fylkis, Mr. Frost, hefir látið rjúfa þing og efna til nýrra kosninga, sem haldnar verða þann 22. nóvember næstkom- andi; ýmsum mun hafa komið þetta á óvart, þar sem vitað var, að kjörtímabilið var enn hvergi nærri runnjð út. Þótt Mr. Frost sé í orði kveðnu íhaldsmaður, og hafi fyrir hönd íhaldsflokksins farið með völd, er hann í rauninni miklu frjáls- lyndari en margir þeir, sem ganga undir Liberalnafni; hann hefir reynst nýtur stjórnarfor- maður, og samvinna milli hans og sambandsstjórnar jafnan ver- ið hin bezta; auk stjórnarflokks- ins keppa um völd við áminstar fylkiskosningar, Liberalar og C. C. F.-sinnar. Gert er ráð fyrir allsnarpri kosningahríð, því all- ir flokksforingjarnir þeysast um fylkið þvert og endilangt jafnt nótt sem nýtan dag. Úr borg og bygð ÍSLENZKU-SKÓLI. Byrjað verður að starfrækja íslenzku-skóla Þjóðræknisfélags ins n.k. laugardag, 27. október, og vonast er eftir að allir Is- lendingar, sem vilja láta börn sín læra íslenzku sendi þau í skólann. Til að byrja með fer kenslan fram í bókasafnssal byggingarinnar á Home Street, nr. 652, gamla Jóns Bjarnasonar skóla. Umsjón hefir með skól- anum þetta ár, Mrs. Ragnhildur Guttormsson. Kenslutími verður frá kl. 10.30 f. h. Þ j óðr æknisf élagsins. Stjórnarnefnd ☆ Opening Meeting cf Icelandic Canadian Club. The first meeting of the Ice- landic Canadian Club in the 1951-52 season was held in the lower auditorium of the First Federated church, M o n d a y evening, Oct. 15. On the éntertainment pro- gram were several finely rend- ered vocal duets by.Mrs. Lilja Thorvaldson and Miss Evelyn Thorvaldson, accomapnied by Miss M. Toohey. Mr. Frank Ward of Ducks Unlimited, showed a beautiful nature film, called Prairie Wings, and also another film por'traying the Indian Legend, "The Loons Necklace". Both films were in gorgious technicolor. Invited guests at the meeting were members of the cast of the pageant, The Symbol of Iceland, presented at the Playhouse Theatre last May under the auspices of the Club, at the Y.M.C.A. Centenary Festival. Many other persons also en- joyed the evening as guests of individual members. A social and refreshments concluded the evening. Seven new members joined the Club. ☆ Úr bréfi frá Moose Jaw, Sask.; 19. okt.: Það er sannarlega vetr- arlegt hér, mikið fannkyngi, bændur áhyggjufullir því mikið af uppskerunni enn ekki hirt. ☆ TANYA, nýja skáldsagan eftir Kristine Benson Kristofferson er til sölu hjá Harold Bjarnason, Gimli, Man., og Björnson Book Store, 702 Sargent Ave., Winni-t peg. Sjá umsögn um bókina á kvennasíðu Lögbergs þessa viku. ☆ HJÓNAVÍGSLUR framkvæmdar í Fyrstu lút- ersku kirkju. 28. sept. 1951 Wallace Thorsteinn Eyolfsson, Gimli, Man., og Dorothy May Page, Winnipeg. 15. okt. 1951 John Lorne McLaren, Myrtle, Man., og Laura Josephine Olaf- son, Morden, Man. ú Mr. og Mrs. J. N. Stevens, 940 Sargent Ave., urðu fyrir þeirri sorg að missa nýfæddan son sinn. Hann var jarðsunginn frá Sambandskirkjunni af séra Philip M. Péturssyni á fimtu- daginn síðastliðna viku. ☆ M alreiðslubók Dorcasfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir nú til söíu splunk- urnýja matreiðslubók, er það hefir safnað til og gefið út; bók þessi er með svipuðum hætti og hinar fyrri, vinsælu matreiðslu- bækur, er Kvenfélög safnaðar- ins stóðu að; þetta er afar falleg bók með fjölda gamalla og nýrra uppskrifta, sem koma sér vel á hvaða heimili, sem er. Matreiðslubók þessi kostar $1.50 að viðbættu 10 centa burð- argjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, Mrs. A. MacDonald 11 Regal Ave. St. Vital sendist: Sími 205 242 Mrs. ^H. Woodcock 9 St. Louis Road, St. Vital Sími 209 078 Fréttapistlar . . Framhaid af bls. 4 áttu heima í North Dakota og Blaine, Washington, bæði dáin fyrir nokkrum árum síðan. Þá tók til máls, herra Jón Magnússon skáld, sem líka er ritstjóri fréttablaðsins „Geysir“, sem flytur mikinn og margvís- legan fróðleik, bæði af starfi Vestra og fleiru sem ber við á meðal íslendinga í Seattle og því nágrenni. Jón Magnússon hefir verið ritstjóri Geysis um eða yfir 20 ár og les upp á hverj- um Vestra-fundi þær fréttir, sem hann hefir safnað á milli funda. Fréttirnar í Geysi eru bæði fróð legar, skemtilegar og hressandi, enda hafa þær sett líf og fjör í fundi Vestra síðan blaðið hóf göngu sína. Jón Magnússon er gáfumaður mikill og ágætis skáld, enda er allmikill skáldlegur blær á sum- um greinum hans í Geysi. En það mun enginn annar vegur vera til þess að njóta fróðleiks úr greinum Geysis, en annað hvort að gerast meðlimur Vestra eða þá að heimsækja ritstjórann eða jafnvel hvorttveggja, því allt safnið er geymt heima hjá skáldinu. Þá skiptust á hæður og þjóð- söngvar um all-langa stund, síð- an ljómandi veitingar og fjörugt samtal til kl. 11 að kvöldi. Þannig kom þá fyrsti fundur, sem haldinn var á þessu hausti í Þjóðræknisdeildinni „Vestri“, mér fyrir sjónir, og var ég, sem þessar línur rita, hrifinn af fund- inum frá byrjun til enda. Góðir gesiir. Föstudaginn 5. október, komu til Seattle, Valdimar Björnsson og frú hans. Aðalerindi Valdi- mars mun hafa verið að sitja þing — The National Convention of State Treasurers, Auditors Controllers, en það reyndist verða mikið meira starf sem beið Valdimars hér á ströndinni, því allir kepptust um að heyra þennan ágæta ræðumann. Strax á föstudagskvöld höfðu Norðmenn i^ndirbúið stóra sam- komu í Everett, sem er um 30— 40 mílur norður af Seattle, í til- efni af Leifs Eiríkssonar hátíða- haldinu hjá þeim norsku; þar talaði Valdimar fyrir fjölda fólks og var dáður mikið af til- heyrendum sínum þar. Á laugardagskvöldið talaði hann á hinni stóru og fjölmennu Leifs Eiríkssonar hátíð Norð- manna í Seattle, þar sem mörg hundruð manns voru saman komin, og þar á meðal fjöldi af íslendingum, þar hélt Valdimar hina mest hrífandi ræðu, sem allir dáðust að. Á sunnudagsmorguninn var Valdimar við messu ásamt konu sinni í íslenzku lútersku kirkj- unni, þar hélt hann einnig stutta, en gagnorða ræðu. Á mánudaginn sat hann hið á- minsta þing. Á þriðjudaginn tal- aði hann í útvarpið, „Hugleið-1 ingar um Leif Eiríksson. Á mið- vikudaginn og fimtudaginn var hann á ýmsum fundum og svo líka í nokkrum heimboðum, en á föstudaginn, 12. október, kom hinn stóri dagur fyrir íslendinga í Seattle. Þeir höfðu undirbúið myndarlega samkomu í Lút- ersku kirkjunni á vegum Þjóð- ræknisdeildarinnar „Vestra“. — Klukkan 8 e. h. var kirkjan orð- in fullskipuð fólki. Þá kvað sér hlóðs herra Hallur Magnússon, forseti Vestra, og bað alla að syngja „Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur“. Þá ávarp- aði forsetinn samkomuna með nokkrum velvöldum orðum, og bauð alla hjartanlega velkomna til þessa mánnfagnaðar og lét ánægju sína í ljósi yfir því að hafa þessi merku íslenzku hjón, herra og frú Valdimar Björns- son, sem heiðursgesti þessarar samkomu; því næst kallaði for- setinn á Tana Björnsson til þess að syngja einsöng, og söng Tani til mikillar hrifningar öllum við- stöddum, Mrs. H. M. Eastvolds lék á hljóðfærið af mikilli snild og öllum til aðdáunar. Mrs. Eastvolds er dóttir merkishjón- anna séra Steingríms sál. Thqr- lákssonar og konu hans, sem bæði eru dáin. Mrs. Eastvolds er gift lögmanni, Mr. Eastvolds, af norskum ættum. Þá kallaði forseti á séra Eric H. Sigmar til þess að kynna heiðursgestina, það gerði séra Eric með nokkrum velvöldum orðum. Ræða Valdimars. Ræðuefni: „Eins og ísland kom mér fyrir sjónir“. Ræðumaður talaði fyrst all-lengi á íslenzku máli; hann skýrði vel og ýtarlega frá Lýðveldishátíð íslands árið 1944, þar sem hann var sjálfur viðstaddur, hann talaði með innilegum hlýleik til hins nýja íslenzka lýðveldis. Hann minnt- ist á hina djúpu hrifningu á með- aPhins mikla fólksfjölda á Þing- völlum, á rigninguna, sem hellt- ist úr loftinu, og það var eins og enginn veitti henni athygli, en gleði- og fagnaðartárin streymdu niður kinnar fólksins. „Það var hrífandi stund", sagði ræðumað- ur, „og henni gleymi ég aldrei", bætti hann við. Þá minntist ræðumaður á hin- ar miklu framfarir sem orðið hafa á íslandi hina síðustu ára- tugi, og hvernig þjóðin fylgdist með öllum nýjustu menningar- straumum, og stæði nú meðal þeirra fremstu í nútíma-menn- ingu. Herra Valdimar Björnsson gaf íslenzku þjóðinni hinn fagrasta og mest hágöfugasta vitnisburð frá ýmsum sjónarmiðum. Ræða hans var því bæði fróð- leg og ljómandi falleg. Hann tal- aði aðeins einn klukkutíma, á báðum málunum, en vel hefði fólkið getað hlustað á slíkan ræðumann mikið lengur, án þess að þreytast. Eftir ræðu Valdimars söng frú Svava Sigmar, kona séra Eric, „Svanasöng á heiði“ og annan söng á ensku. Frúin syng- ur' mjög viðkunnanlega, hefir fallega, þýða og meðskapaða rödd og ber sig vel. Þá kallaði forseti á séra Guðm. P. Johnson, sem talaði nokkur MESSU BOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 28. okt. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson ☆ — Gimli presiakall — Harold S. Sigmar, prestur Sunnudaginn 28. október: Betel, kl. 9 f. h. Husavick, kl. 2 e. h. Gimli, kl. 3.30 e. h., íslenzk messa. Gimli, kl. 7 e. h., ensk messa. Riverton, kl. 9 e. h., ensk messa. orð á íslenzku. Síðan voru sungn ir nokkrir þjóðsöngvar, undir forustu Tana Björnssonar, síðan „Eldgamla ísafold“ og „My Country“. Að endingu voru fram bornar hinar rausnarlegustu veitingar af konum Þjóðræknis- deildarinnar „Vestri". Á laugardaginn lögðu þessi merku hjón af stað suður til Californiu þar sem Valdimar átti að halda ræðu á laugardags kvöldið. — Þökk fyrir komuna til Seattle. Lukkan fylgi ykkur ávalt. Næstu fréttapistlar verða frá Blaine og Bellingham. P. J. Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TraintngImmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21804 695 SARGENT AV wINNIPEG Free Winter Storage Send your outboard motor in now and have is ready for Spring. Free Estimate on jRepairs Specialists on . . . Johnson - Evinrude & Elto Service BREEN MOTORS Ltd. WINNIPEG Phone 927 734 Undir umsjón Þjóðræknisfélagsins heldur DR. PÁLL ÍSÓLFSSON sönglagahöfundur, formaður Tónlistarskóla Islands, organisti og söngstjóri við dómkirkjuna í Reykjavík Orgelhljómleika WESTMINSTER CHURCH Marylamd Street og Westminster Ave. Föstudaginn 9. nóvember 1951, kl. 8.30 e. h. Aðgöngumiðar fást hjá: The Columbia Press Limiled, 695 Sargenl Ave. Björnsson Book Store, 702 Sargenl Ave. Viking Press Limited, 853 Sargent Ave. Aðgangur $1.00 REYNIÐ ÞAÐ- yður mun geðjast það! "Heimsins bezta tyggitóbak//

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.