Lögberg - 25.10.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 25.10.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25 OKTÓBER, 1951 7 Skáktaflið — uppruni þess og breytingar SKÁKTAFL er orðin gömul íþrótt. Menn vita með vissu, að það var iðkað í Indlandi og Persíu á 7. öld, og máske fyr. Það er og hefir altaf verið or- usta þar sem tveir jafnsterkir herir eigast við. Upphaflega var mönnum rað- að á taflborðið líkt og fylkinga- skipan var þá í indverskum her. Hver taflmaður hafði á að skipa 8 fótgönguliðsmönnum og að baki þeirra voru 8 liðsforingjar, en að baki þeirra voru'konung- urinn og ráðgjafi hans og voru þeir varðir til beggja handa af fílum, hestum og stríðsvögnum. Hið merkasta við taflið er að tilgangurinn er ekki sá að upp- ræta algerlega her óvinarins, heldur knýja konunginn til upp- gjafar. Konungur býður ósigur þótt hann hafi meira liði á að skipa en hinn, ef hann kemst í sjálfheldu. I hvert sinn er kor- ungur er í hættu, er skák, en þegar hættan steðjar að á alla vegu cg hann getur ekki hreyft sig, þá er mát. Þessi tvö orð, skák og mát, eru komin úr pers- nesku, en þar þýðir „shah mat“: konungurinn er dáinn. Ýmsar sagnir eru um það hvernig skáktaflið hafi verið fundið upp. Ein af þeim er á þessa leið: Tveir indverskir prinsar börð- ust einu sinni til ríkis. Þeir voru hálfbræður sammæðra. Þeir hétu Talkland og Gau. Talkland var herskár og grimmur og hann hafði gert uppreisn gegn bróður sínum. En Gau var friðsamur maður og góðgjarn og hann gaf út þá skipan, að enginn mætti vinna bróður sínum geig í or- ustu. Samt fór nú svo að Talk- land féll. Her Gaus hafði um- kringt hann og hann fanst dauð- ur i valnum. Móðir þeirra varð ákaflega reið og hún ásakaði Gau fyrir að hafa myrt bróður sinn. Sann- leikurinn var sá, að menn Talk- lands höfðu drepið hann, en Gau gat ekki sannað það. Honum féll mjög þungt að liggja undir ásökunum móður sinnar, svo að hann kallaði fyrir sig alla spek- inga sína og bað þá að finna ein- hver ráð til þess að sannfæra móður sína um sakleysi sitt. Vitringarnir sátu á ráðstefnu heila nótt og að því loknu gáfu þeir konungi það ráð, að hann skyldi láta gera eftirmynd af vígvelli, þar sem tveir herir áttust við. Völlurinn skyldi af- markaður í reita og reitarnir skyldu sýna hvað hinar ýmsu herdeildir væru fljótar í ferð- um. Svo skyldi tálga smámyndir af konungunum, ráðgjöfum þeirra, liðsforingjum og öðrum hermönnum og fylgja þeim á þessu borði. Að því búnu skyldi orustan hefjast. Sumar her- deildirnar sæktu hraðar fram en aðrar og að lokum kæmi að því að annar hvor konungurinn væri umkringdur og í þeirri herkví biði hann svo bana af „þreytu og þorsta“. Þegar taflið hafði verið smíð- að sýndi Gau það móður sinni, og hún fékk svo mikinn áhuga fyrir því, að hún neytti hvorki svefns né matar og seinast dó hún yfir taflinu. Önnur indversk saga um upp- runa taflsins er sú, að það tákni sigur hins frjálsa vilja yfir for- lagatrúnni. Frá ómunatíð höfðu Indverjar iðkað tafl, sem þeir nefndu „nard“. Það var leikið þannig, að menn köstuðu ten- ingum og eftir þeirri tölu sem upp kom, máttu þeir leika á borðinu. Hér réði hendingin eða forlögin. En svo var það að vitur Brahmaprestur korn til kon- ungsins og sagði honum að and- inn í þessu tafli væri gagnstæð- ur trúarkenningunum. Konung- ur félst á þetta og bað hann að finna upp nýtt tafl þar sem vilji og gáfur manns gæti notið sín, tafl sem kendi mönnum hug- rekki, varfærni, metnað og ráð- snilli. Og svo fann Brahmaprestur- inn upp skáktaflið, sem einmitt þroskar þessa eiginleika manns- ins. Góður skákmaður verður að vera ráðsnjall, varkár og treysta sjálfum sér. Sá, sem hugsar um það eitt að drepa alla þá menn, er hann kemst í færi við í stað- inn fyrir að gera varnir kon- ungsins sem traustastar, mun á- reiðanlega tapa. Hér sannast hið fornkveðna, að kapp er bezt með forsjá. Upphaflega var leikni í tafli sú, að sýna sem mesta her- kænsku. Segir því þriðja sagan um uppruna þess, að það hafi verið fundið upp af konungi, sem vildi leggja niður fyrir sér hvernig bezt væri að beita hin- um einstöku hersveitum á víg- velli. Fjórða sagan segir að konung- ur nokkur hafi fundið það Mpp til þess að sýna þegnum sínum hvernig þeir gæti jafnað allar deilur sínar á friðsaman hátt. Þannig herma sögur að skák- taflið hafi verið fundið upp bæði til þess að læra af því her- kænsku og að láta mannvitið skera úr um deilur. Á 10. öld barst skáktaflið frá Arabíu til Spánar og Italíu og þaðan til Vestur-Evrópu. Varð það snemma vel metin dægra- dvöl meðal heldra fólks. Þá var taflið enn mjög líkt því, sem það hafði verið í Indlandi, nema hvað flestum taflmönn- unum höfðu nú verið gefin ný nöfn. Eina undantekningin var nafnið á hróknum, en á ind- Sjúkrasamlög starfrækt í öllum hreppum landsins frá 1. október næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti með því í sveiium að stofna sjúkrasamlög Fyrsta október næstkomandi verða allir íslendingar orðn- ir sjúkratryggðir, en fyrir þann tíma á að vera búið að ganga frá stofnun sjúkra- samlaga í öllum sveitarfélög- um. Á árinu 1950 voru sjúkrasamlög komin í öll- um hreppum landsins, að undanteknum 61, en þá voru samþykkt lög, er fyrirskip- uðu öllum sveitarfélögum að hafa starfandi sjúkrasamlög. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir fengið hjá Trygg- ingarstofnun ríkisins eru það að- eins 2 eða 5 hreppar, sem enn hafa ekki gengið frá stofnun sjúkrasamlaga, en samkvæmt lögum um sjúkratryggingar ber öllum sveitarfélögum að hafa sjúkrasamlög frá 1. október 1951, og eiga þá að vera búin að innheimta iðgjöld óg vera tilbú- in að greiða sjúkrakostnað. Eins og kunnugt er voru sjúkrasamlög stofnuð samkvæmt lögum í öllum kaupstöðum landsins 1936, en í sveitum var ekki lagaskylda að hafa sjúkra- samlög. Hins vegar gat hvert sveitarfélag fyrir sig látið fara fram atkvæðagreiðslu um stofn- un sjúkrasamlags, og varð meiri- hluti atkvæðabærra manna að greiða því atkvæði til þess að sjúkrasamlögin yrðu stofnuð. Á þennan hátt voru stofnuð sjúkra samlög í aðeins örfáum sveita- hreppum. Með lögum frá ?0. desember 1943 var svo öllum sveitarfélög- um, sem ekki höfðu þegar sjúkrasamlög, gert að skyldu að láta fram fara atkvæðagreiðslu um það, hvort stofna skyldi sjúkrasamlag í viðkomandi sveitarfélagi. Við atkvæðagreiðsl una kom það greinilega í ljós, að meginþorri fólks í sveitum óskaði eftir því að sjúkrasamlög yrðu stofnuð, og var svo komið um síðustu áramót, þegar lög- boðið var að öll sveitarfélög skyldu hafa sjúkrasamlag, að einungis 61 hreppur á landinu hafði ekki sjúkrasamlag. Þegar versku hafði hann heitið „rukh“. Á Englandi urðu fílarnir að biskupum, hestarnir að riddur- um og ráðgjafinn að drottningu. Það hefði Indverjum aldrei dott- ið í hug, því að kvenfólk var ekki í miklum metum þar í landi. Sýndi þetta því ólíkan hugsunarhátt vestrænna þjóða. Og seinna varð svo drottningin „bezt á borði“, en það var ekki fyrr en á 15. öld. Fram til þess höfðu hrókarnir verið sterkustu mennirnir. Upprunalega voru skákmenn- irnir smálíkneski í mannsmynd, konungur og drottning með kó- rónu, biskup með mítur o. s. frv. En þegar skáktaflið breiddist út og eftirspurn varð mikil, var farið að renna skákmennina og síðan hafa ekki verið andlit á þeim. Eina undantekningin frá þessu er riddarinn, sem hefir hestshaus. Við gangur skáktaflsins hefst að marki á 16. öld. Áður höfðu þó ýmsir leiknir skákmenn kom- ið fram með leiðbeiningar um heppilegustu byrjunarleika. En nú kom Spánverjinn Ruy Lopez de Segura og ritaði skákreglur og leiðbeiningar um byrjunar- leika. Það var árið 1561 og varð þetta grundvallarrit, sem seinni tíma menn bygðu á. Margt hefir breytzt síðan og nýjar reglur komið til sögunnar. Og nú er gefinn út í heiminum slíkur ara- grúi af allskonar skákritum, að ekki verður tölu á komið. —Lesbók Mbl. lögin voru sett, voru þó 9 af þessum sveitafélögum, þegar bú- in að ákveða að stofna sjúkra- samlög, og síðan hafa 47 til við- bótar gengið frá stofnun sam- laganna. Nú eru því ekki eftir nema 4—5 hreppar, sem eiga eftir að stofna sjúkrasamlög en sumir þeirra eru mjög yfámennir og hafa leitað fyrir sér um að sam- einast öðrum sjúkrasamlögum, en frá þessu verður væntanlega endanlega gengið fyrir 1. októ- ber, en þá eiga allir landsmenn að vera orðir sjúkratryggðir. —Alþbl., 6. sept. Minningarorð Jóhann Bjarni Thorleifson var fæddur 12. júní 1867 á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði. Faðir hans var Þorleifur Jóns- son hreppstjóri og sýslunefndar- maður í mörg ár í Sauðárhrepp, en móðir hans var Sigríður Þór- bergsdóttir frá Dúki í Sæmund- arhlíð. Hann kom að heiman sumarið 1187. Hann lærði úr- smíði hjá Guðjóni Thomas og hafði alla sína tíð eftir það þá atvinnu og farnaðist vel og var í miklu áliti fyrir áreiðanleik í öllum viðskiptum alla sína verzlunartíð sem var rúmlega 40 ár mest af þeim tíma í York- ton, Sask. Kona Jóhanns, Guð- rún Jónsdóttir Bjarnasonar# og Helgu Sölvadóttur, bæði skag- firzk, dó 15. nóv 1941 og var jörðuð í Yorkton þar sem hann verður jarðaður af Rev. J. Jones, sem er enskur prestur þar. Jóhann kom til Betel 9. júlí 1949 og dó 22. ágúst 1951. Hús- kveðju flutti séra H. S. Sigmar sama daginn. Þau hjónin eignuðust tvo sonu, sem eru á lífi, Dr. W. H. Thorleifson, læknir í Vancouver, B.C. og Jóhann O. Thorleifson, gullsmið í Yorkton, Sask. og dóttur sem dó 1913. Jóhann var glaðlyndur að eðlisfari og skemtinn í sínum hóp og prúðmenni í allri fram- komu, en jafnframt alvörumað- ur og ákveðinn í skoðunum sín- um og vildi öllum vel. Höfðing- legur var hann, en samt auð- mjúkur í framkomu við náunga sína. Vinur Allir íslendingar sjúkratryggðir Ingibjörg Sveinsson (1870—1951) Áusturrísk skóldkona Sátin KUNNASTA skáldkona, sem Austurríkismenn hafa átt á þesari öld, Paula Preradovic, er nýlátin. Hún var fædd þann 12. október 1887, af austurrískum og króatískum ættum. Eftir hana hafa komið út fjórar ljóðabæk- ur og töldu Austurrískismenn hana mesta ljóðaskáld sitt á síð- ustu áratugum. Þjóðsöngur sá, sem þeir viðurkenna nú, er éftir hana, og má nokkuð marka það, hversu mikils álits og hylli hún naut í heimalandi sínu, að er hún lézt, þann 24. maí síðastlið- inn, var henni valinn legstaður í heiðursgrafreit, við hlið Hugo Wolf, hins heimskunna, austur- ríska tónskálds, og fór útför hennar fram á kostnað ríkisins. Ljóð hennar eru fáguð, þrungin heitri tilfinningu, sem oftast er túlkuð með látlausu, en um leið hnitmiðuðu orðalagi og undir einföldum, en formföstum brag- arháttum. Hún var djörf og ein- beitt í skoðunum; komust naz- istar brátt að því, að þeir áttu þar hættulegan og skeleggan andstæðing, og sat hún í fang- elsum þeirra síðustu styrjaldar- árin. Dr. Metita Urbancic, sem þekkti skáldkonuna persónu- lega, hefir snúið einu kvæði hennar á íslenzku, og fer það hér á eftir. — Þú hrausti fuglinn, hjarta mitt, hve hátt upp ertu floginn? Þau þauzt svo sæll mót sólarglit og spenntur var við geðið þitt um böl og gleði boginn. Þann 1. maí s.l. andaðist í Brúarbygðinni í Argyle, Cypress River P.O., sæmdarkonan Ingi- björg Sveinsson hnigin að aldri. Hún var ein af frumherjunum, kom til Vesturheims 1876. Hún var fædd í Svartárkoti í Norður- árdal í Mýrasýslu á íslandi 19- júlí 1870. Voru foreldrar hennar Jón Magnússon Nordal og fyrri kona hans Sigríður Þorvalds- dóttir. Settist fjölskyldan að í Mikley í Winnipegvatni og var þar fyrstu árin, en fluttist til Argyle 1885, eftir nokkra dvöl í Winnipeg. Ingibjörg sál. mun hafa dval- ist í Winnipeg og unnið þar eins og títt var um ungar stúlkur á þeim dögum, þar til hún giftist Halldóri Hjaltasyni Sveinsson frá Nauteyri við ísafjarðardjúp, er vestur kom 1883. Eftir að þau giftust bjuggu þau nokkur ár í Winnipeg, en fluttu til Argyle 1899 og stunduðu búskap þar og farnaðist vel unz Halldór dó á bezta aldri 22. marz 1921. Hélt ekkjan áfram búskap með börn- um sínum, og héldu þau hópinn og farnaðist vel, eru börnin öll vel gefin og vel látin. Á lífi eru fjögur: Hjalti Sigurjón sveitar- ráðsmaður í Argylesveit, giftur Guðnýju Hannesdóttur Sigurðs- sonar; Guðmundur Magnús, fyrr um sveitarráðsmaður, giftur hér- lendri konu; Björn Ottó, ógiftur (eru þeir bræður allir gildir b æ n d u r í Brúarbygðinni); Elenora Þorgerða, ógift heima. Dáin eru: Sigríður og Helgi. Ingibjörg Sveinsson Fríkirkjusafnaðar 3. maí að flestu bygðarfólki viðstöddu. Séra Eric H. Sigmar jarðsöng hina látnu. Hér er til grafar gengin kona, sem var virkilega ein af frumherjunum og reyndi allar þrautir frumbyggjalífsins og naut svo seinna hinna mörgu gæða, sem fólki voru féll ríku- lega í skaut á seinni árum. Hún var kona með heilsteypta skap- gjörð og hrein í lund og sinni. Sínum náustu var hún trygg og ástrík, kjörlandi og þjóðflokki hollráð og sönn og til sæmdar langa ævi. Minning hennar mun lengi lifa hjá ástvinum og þeim er þekktu hana. G. J. Oleson Byggingin fullgerð, en vanfar tæki og húsmuni Æ, fugl minn kær, því kúrir þú nú kyrrláts trés í toppum? Með lamaðan væng því lúrir þú, því lítur döpru auga þú skjálfandi af kulda í kroppnum? Þig grunar gildru, er ógnar þér, og veiðimann á gægjum? Þú óttast ör, sem óheill ber, því djúpa sár hans banvænt er, og dá í dauðans blægjum? Ó, hjarta, hraustur fuglinn þú; þér húmi í skal ei leiðast: Sá sem sveif glaður eins og þú mót sól og himnablæ í trú mun valdi engu veiðast! Meliía Urbancic Varið var 76*A milljón króna til kaupa á flutningatækjum. Á fyrri helmingi yfirstand- andi árs nam verðmæti inn- flutningsins til íslands sam tals 441% milljón króna. Er það að krónutali miklu hærri upphæð en dæmi eru til áður 1 sögu íslenzkrar milliríkja verzlunar. Hér ber þess þó að geta, að íslenzka krónan hefir ekki sama verðgildi og hún hafði á fyrra helmingi síðasta árs. Af þessari upphæð er 76V2 millj. kr. varið fyrir flutninga- tæki og er það stærsti innflutn- ingsliðurinn á þessu tímabili. Mest er keypt af þessu mflutn- ingatækjum frá Bretlandi, eða fyrir röskar 43 millj. kr., fyrir 20% millj. kr. frá Noregi, 10 millj. kr. frá Svíþjóð og minna frá öðrum löndum. Næst stærsti liðurinn er álna- vara, garn, vefnaðarmunir og þess háttar vara, sem flutt er inn fyrir 66.4 millj. kr. frá ýms- um löndum. Eldsneyti, og smurningsolíur o. þ. h. er flutt inn fyrir 44 millj kr., korn og kornvörur fyrir 23.7 millj. kr., vélar (undan- skildar rafmagnsvélar) fyrir kr. 21 millj. kr., tilbúinn áburður fyrir 16.2 millj. kr. rafmagns- vélar og áhöld fyrir 16 millj. kr., málmvörur hafa verið keyptar fyrir hátt á 14. millj. kr., pappi, Ingibjörg sál. var mesta mynd- arkona ,skörungur sem hús- freyja, ástrík og skyldurækin eiginkona og móðir, félagslynd og þjóðrækin, unni íslenzkri tungu og menningu, og fylgdist með því sem var að gjörast með þjóð vorri. Systkini hennar voru þauGuðrún, er gift var Guð- mundi Símonarsyni (W. G. Simmons) stórbónda í Argyle, og Magnús J. Nordal, er bjó á föðurleifð sinni, og bæði fengu almenningsorð. Hálfsystkin hennar eru: Sigur- jón og Þórdís Emilía í Van- couver, B.C. Jarðarförin fór fram frá kirkju pappír og pappírsvörur fyrir 13 millj. kr., kaffi, kakó, te og kryddvörur fyrir nær 13 millj kr., ávextir og grænmeti fyrir röskar 12 millj. kr. og ódýrir málmar fyrir 12Y2 millj. kr. Af smærri liðum má geta þess m. a. að drykkjarvörur hafa ver- ið fluttar inn fyrir nær 2 millj. kr. og tóbak og tóbaksvörur fyr- ir 4.6 millj. kr., lyf og lyfjavörur voru fluttar inn fyrir 1.9 millj. kr., ilmolíur, ilmefni og snyrti- vörur fyrir 2% millj. kr., silfur, platína, gimsteinar og gull- og silfurmunir fyrir 320 þús. kr., kjöt og kjötvörur fyrir 98 þús. kr. og mjólkurafurðir, pgg og hunang fyrir 19 þúsund kr. Óvísl. hvorl það lekur lil siarfa í veiur. Undanfarin misseri hefir verið í smíðum í Hafnarfirði mikil bygging, þar sem í framtíðinni á a ðvera elli- heimili kaupstaðarins, fæð- ingardeild, sjúkradeild og jafnvel heilsuverndarstöð. Það líður nú senn að því, að unnt verði að byrja að nota þessa byggingu, en þó vafasamt, að það geti orðið í veiur. — Þessi bygging stendur sem kunnugt er á hrauninu upp af Hörðuvöllum, og er í rauninni fjórar hæðir, samtals 750 fer- metrar að stærð, sagði Guð- mundur Gissurarson bæjarfull- trúi við tíðindamann Tímans í gær. Sjálfri er byggingunni nú að ljúka, en enn vantar tæki margs konar og húsmuni. Múrhúðað og málað. Flokkur manna hefir unnið að byggingunni í sumar, og hefir húsið verið múrhúðað að utan, og tvær efri hæðirnar hafa ver- ið dúkaðar og málaðar. Verið er að vinna að niðursetningu hrein- lætistækja og ganga frá vöskum og eldhúsi. Lyfta í húsið er væntanleg innan skamms. 90 vistmenn. Þegar húsið hefir allt verið tekið í notkun, eiga að geta ver- ið þarna um níutíu vistmenn. Er þess beðið með talsverðri eftirvæntingu, að sú stund komi að húsið verði vígt. Hefir húsið þegar verið all-lengi í smíðum, en hér er líka um að ræða myndarlega og fjárfreka fram- kvæmd. TÍMINN, 13. sept. —VÍSIR, 20. sept. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sen. fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir tóra eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVIK Flutningatæki er helzti liður á innflutningsverzluninni í ór

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.