Lögberg - 25.10.1951, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25 OKTÓBER, 1951
lögberg
OefiB út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEO, MANITOBA
Utan&skrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERO, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Columbla Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Merkur gestur væntanlegur
Það vekur af skiljanlegum ástæðum fögnuð hjá
okkur Vestmönnum, er merka gesti ber að garði frá
íslandi, þar sem við enn, mörg hver, eigum styrkar ræt-
ur; verður slíkur fögnuður þeim mun innihaldsríkari
sem vitað er, að hlut eiga að máli mehn, sem með af-
rekum sínum og menningarlegum nytjaverkum, hafa
orpið bjarma á ættland okkar og þjóð; einn slíkra
manna er Dr. Páll ísólfsson, sem væntanlegur er hing-
að til borgar í stutta heimsókn innan tiltölulega fárra
daga og efnir hér til orgelhljómleika í Westminster
kirkjunni; en til þessarar álfu er Dr. Páll kominn í boði
Bandaríkjastjórnarinnar.
Dr. Páll er fæddur á Stokkseyri hinn 12. dag októ-
bermánaðar árið 1893. Foreldrar hans voru þau ísólfur
Pálsson organleikari og sönglagahöfundur og Þuríður
Bjarnadóttir; föðurbræður hans voru Bjarni organleik-
ari og tónskáld á Stokkseyri og Jón, er um langt skeið
gegndi bókarastarfi við Landsbanka íslands, er einnig
lék á orgel og lagði rækt við hljómment. Dr. Páll átti því
ekki langt að sækja tónlistargáfu sína, hún var honum í
ríkum mæli í bjóð borin og þarfnaðist snemma útrásar.
Á unglingsárum sínum í Reykjavík lagði Dr. Páll
um hríð stund á prentiðn, en hvarf brátt frá því ráði
og réðst til utanfarar, þó ekki væri í efnalegum skiln-
ingi úr miklu að spila; hann hóf tónlistarnám með orgel
sem sérgrein hjá prófessor Karl Straube við konung-
lega tónlistarskólann í Leipzig 1913 og dvaldist þar fram
í árslok 1918; þá gerðist hann aðstoðarorganisti og
staðgöngumáður prófessors Straube við St. Thomas
kirkjuna í Leipzig við góðan orðstír og mikinn; hann
hefir haldið hljómleika í Leipzig, Berlín, Munchen,
Kaupmannahöfn og Bæheimi og fjölda orgelhljómleika
Brjóstmynd af Jónasi Jónssyni
afhjúpuð aS Laugarvatni
í héraðsskólanum og við mennta
skólanám eru 200 nemendur en
á síaðnum alls 300 manns.
Laugarvatnsskóli var settur
á sunnudaginn. Skólasetn-
ingin var vénju fremur há-
tíðleg enda voru viðstaddir
margir gestir, gamlir nem-
endur, foreldrar nemenda og
ýmsir velunnarar skólans.
Var nokkur hópur þeirra
gesta saman kominn þar
fyrst og fremst af því til-
efni, að afhjúpa átti mynda-
styttu af Jónasi Jónssyni,
f y r r u m menntamálaráð-
herra, sem nokkrir menn
afhentu skólanum að gjöf.
Bjarni Bjarnason skólastjóri
ávarpaði nemendur og gesti.
Minntist hann meðal annars á
menntaskólamálið og sagði, að
það mundi koma fyrir þing það,
sem nú sæti og kvaðst vongóður
um, að það hlyti þá afgreiðslu
þar, að stofnun menntaskóla að
Laugarvatni yrði tryggð. Hann
hvatti nemendur og til góðra
námsiðkana og góðrar umgengni
á skólasetrinu og sagði skólann
settan.
Afhjúpun slyttunnar.
Eftir skólasetninguna gengu
gestir og heimamenn upp í skóg-
arhlíðina fyrir ofan skólann og
fór þar fram afhjúpun mynda-
styttu af Jónasi Jónssyni, fyrr-
um menntamálaráðherra, sem
Jónas Jónsson
mestan og drýgstan þátt átti í
því á sínum tíma að ráða hér-
aðsskólamálum Sunnlendinga
til lykta með þeim hætti að
Laugarvatnsskóli var stofnaður
og varð umfangsmikið og fjöl-
þætt menntasetur. Einar Jóns-
son myndhöggvari hefir gert
brjóstmyndina af Jónasi en Ár-
sæll Magnússon mótað fót þann
og stall, er hún stendur á.
Styttan er um tveir metrar á
hæð með fótstalli og mjög vel
gerð. Jón Eyþórsson veður-
fræðingur afhenti styttuna fyr-
ir hönd gefendanna, er voru all-
margir vinir Jónasar, með ræðu
og fól hana umsjá skólastjóra.
Bjarni Bjarnason þakkaði fyrir
hönd skólans með ræðu.
Kvöldhóf í skólanum.
Á sunnudagskvöldið kom allt
heimilisfólk að Laugarvatni á-
samt allmörgum gestum saman
í skólanum til kaffisamsætis.
Voru þar ræður fluttar, bæði af
heiðursgestinum, Jónasi Jóns-
syni skólastjóra og ýmsum öðr-
um, þar á meðal alþingismönn-
unum Páli Þorsteinssyni og Vil-
hjálmi Hjálmarssyni, sem báð-
ir eru gamlir nemendur skólans,
og Sigurði Ágústssyni, alþingis-
manni, formanni skólanefndar.
Sfórt skólaheimili.
Laugarvatn er nú sem fyrr
stærsta skólaheimili landsins og
vex enn. Þar eru nú rúmlega
300 manns, heimafólk, nemend-
ur og kennarar þeirra fjögurra
skóla, sem þar starfa. í héraðs-
skólanum verða í vetur um 140
nemendur en við menntaskóla-
námið þar tæplega 60. Þar af
á íslandi, auk kór- og hljómsveitartónleika. Árið 1925 mn
stundaði Dr. Páll nám í orgelleik hjá prófessor Joseph
Bonnet í París; hann hefir einnig stjórnað hljómsveitar-
tónleikum í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn og flutt
þar íslenzk tónverk; í tólf ár stjórnaði hann Lúðrasveit
Reykjavíkur, var organisti við Fríkirkjuna frá 1936—
1939, en tókst þá á hendur organistastarf við Dóm-
kirkjuna og hefir gegnt því jafnan síðan; þá hefir Dr.
Páll haft með höndum forustu Tónlistarskólans frá
stofnun hans 1939; ennfremur hefir hann um hríð gefið
sig við kenslu í organleik við háskólann fyrir guðfræð
inga og kirkjuorganleikara í landinu; tónlistarráðu-
nautur íslenzka ríkisútvarpsins hefir hann verið frá
stofnun þess að einu ári undanteknu og ritstjóri söng-
málablaðsins ,,Heimir“ um nokkurt skeið.
Það er langt síðan að Dr. Páll varð þjóðkunnur
maður á vettvangi íslenzkrar tónmentar; hann hefir
samið tónverk fyrir píanó, einsöng, kór, orgel og hljóm-
sveit, og má þar meðal annars telja Alþingishátíðar-
kontötu hans 1930, er hann hlaut fyrstu verðlauji fyrir.
Því miður hefir okkur Vestmönnum ekki nema þá
að tiltölulega litlu leyti, veitzt kostur á að kynnast frum-
sömdum tónverkum Dr. Páls ísólfssonar, og er þess nú
að vænta, að úr þessu verði að nokkru bætt; en bjart
er yfir þeim lögum, sem við höfum kynst, og virðast
þau sviphrein og hressandi.
Dr. Páll ísólfsson er víðkunnur maður meðal
Evrópuþjóða, sem frömuður í tónment, og hvern sess
hann skipar í list sinni má nokkuð marka á því að há-
skólinn í Osló, sem kallar ekki alt ömmu sína, sæmdi
hann fyrir nokkrum árum doktorsnafnbót.
Ekki er neinum blöðum um það að fletta, að Dr.
Páll sé hinn mikli brautryðjandi í íslenzkri tónmenn-
ing á yfirstandandi tíð, og í rauninni lífið og sálin í
þeim efnum, og þess vegna stendur íslenzki þjóðstofn-
inn við hann í mikilli þakkarskuld.
Með Dr. Páli í vesturförinni er frú hans, og munu
þau hjónin væntanleg hingað til borgarinnar þann 5.
nóvember næstkomandi og dvelja hér eitthvað um viku-
tíma; þarf eigi að efa að þeim verði innilega fagnað.
Dr. Páll ísólfsson er manna háttprúðastur og
einkar aðlaðandi í viðmóti; hann er maður marghæfur
að gáfnafari, og víðar vel heima en í ríki tónlistarinn-
ar, þó þar njóti hann sín vitanlega bezt.
Á sviði hinna ýmissu greina listarinnar, hefir ís-
lenzka þjóðin tekið risavöxnum framförum síðasta
aldarfjórðunginn; bókmentalíf hennar er afar fjöl-
skrúðugt um þessar mundir, sumar hinna nýjustu bóka
eru með því. fegursta, sem skráð hefir verið á íslenzka
tungu, þótt eitt og annað sé lítilsvert og sorablandið;
í höggmyndalistinni er þjóðin komin á hátt stig, og í
málaralistinni hefir einnig mikið unnist á, er að mak-
leikum skyldi metið; en í akri tónlistarinnar hefir Dr.
Páll ísólfsson numið og er enn að nema lítt kunn lönd,
sem bera munu glæsilega menningarávexti, er stundir
líða og víkka hið andlega landnám íslands, og er þá að
réttu og giftusamlegu marki stefnt.
Fréttapistlar fró Kyrrahafsströndinni, 1951
í síðasta fréttapistli hafði fall-
ið úr eitt orð sem gerði tölu-
verðan mismun á' meiningu
málsins sem er þessi: Ég ætla
ekki að skrifa um íslendinga, en
á að vera svona, orðrétt: Ég ætla
ekki að skrifa um íslendinga-
daga hér á ströndinni, því aðrir
hafa gert það. Lesarinn er beð-
verðvirðingar á þessari
skekkju, sem leiðréttist hér með.
Sólskinið og sumarblíðan hélst
óslitin þar til sunnudaginn 23.
september, en þá gekk í hæga
rigningu sem óx smásaman og
varð að stórrigningu, er hélst í
heila viku, síðan hafa verið bæði
skin og skúrir þar til 6. október,
að aftur byrjaði sama veður-
blíðan, hiti og sólskin á hverjum
degi, og hefir slíkt veður haldist
fram að þessum degi, 13. októ-
ber.
Nýr vararæðismaður
í Seattle.
Með bréfi, dagsettu 16. júlí
1951, skipaði aðalsendiherra ís-
lands, herra Thor Thors, Carl F.
Frederick vararæðismann ís-
lands í Seattle, Washington, í
stað hins látna sæmdarmanns
Kolbeins sál. Thordarsonar.
Hinn nýskipaði vara-ræðis-
maður er íslendingur góður,
myndarmaður hinn mesti, dug-
legur og gáfaður með afbrigðum.
Hann er afar vellátinn maður,
bæði á meðal íslendioga og
annara, sem hann þekkja í
Seattle; hann hefir í fjölda mörg
ár haldið háum trúnaðarstöðum,
svo sem 20 ár yfirmaður við hið
stóra Alaska Cannery, og nú hin
5 síðustu árin bókhaldari hjá
The General Fish Company í
Seattle. Kona hans er María
Sumarliðadóttir frá ísafirði á ís-
landi, myndarkona hin mesta,
enda er heimili þeirra hjóna í
röð hinna beztu á meðal fslend-
inga. Börn þeirra hjóna eru 2
drengir og ein stúlka, sem öll
hafa fengið háskóla-mentun og
skipa nú háar stöður í mannfé-
laginu. Sendiherra íslands hefir
því ábyggilega verið bæði réttur
og heppinn í valinu þegar hann
skipaði herra Karl F. Frederick
vara-ræðismann fslands í
Seattle.
Næturgestur.
Laugardaginn 18. ágúst, heim-
sótti fslendinga í Seattle, herra
Thor Thors, sendiherra íslands;
hann kom seint á laugardags-
kvöldið og var honum mætt af
nýja vara-ræðismanninum Karl
F. Frederick. Á sunnudagsmorg-
uninn hlýddi sendiherrann
messu í íslenzku lútersku kirkj-
unni, þar sem séra Eric H. Sig-
mar prédikaði, en í messulok á-
varpaði sendiherrann söfnuðinn
með mörgum hlýjum og falleg-
um orðum. Þennan sunnudag var
hann í heimboðum hjá Dr. J. S.
Árnason og Dr. H. F. Thorlak-
son, en að kvöldinu heima hjá
hinum nýja vara-ræðismanni,
en þar var veglegt gestaboð, þar
sem margir íslendingar voru
líka boðnir. Á mánudagsmorgun-
inn lagði sendiherrann aftur af
stað heimleiðis.
Þjóðræknisdeildin og Lestrar-
félagið „Vestri".
VESTRI hefir nú starfað í
meira en 50 ár á meðal fslend-
inga í Seattle, að íslenzkum
bókmenta- og menningarmálum
og ýmsum velferðarmálum, ís-
lenzku þjóðerni til mikils heið-
urs og sóma, og enn þann dag
í dag starfar þetta íslenzka fé-
lag með lífi og fjöri, enda hefir
Vestri haft mörgum mætum og
miklum dugnaðarmönnum á að
skipa og hefir enn.
Vestri hafði fyrsta fund sinn,
eftir sumarfríið, miðvikudaginn,
5. september, kl. 8 að kvöldi; hinn
rammíslenzki þjóðræknisskör-
ungur, Hallur Magnússon, skip-
aði forsæti, hann bauð alla vel-
komna eftir sumarhvíldina og
óskaði þess, að allir félagsmenn
og konur gerðu nú sitt bezta og
störfuðu af alefli til eflingar fé-
laginu nú og um ókomin ár.
Þá las ritari íundargjörning
frá síðasta fundi, sem var bæði
skýr og skipulega skrifaður, rit-
arinn er ungur mentamaður
heiman af íslandi, Éinar Guð-
jónsen. Þá kallaði forseti á fé-
hirði Vestra, herra J. J Middal,
sem skýrði frá fjárhag félagsins
og sýndi að þar var allt í bezta
lagi. Þá komu ólokin fundar-
störf og skýringar frá ýmsum
nefndum, allt gekk Ijómandi,
eins og í sögu.
NÝ MÁL. Þegar hér var kom-
ið tók forseti til máls og skýrði
frá því að eitt af mestu áhuga-
málum Vestra hefði ávalt verið,
og væri, að fá nýja meðlimi í
félagið, og óskaði þess, að ef ein-
hverjir væru hér í kvöld sem
vildu ganga í Vestra, þá að gefa
sig fram. Þessir gengu í félagið
og borguðu ársgjald sitt: Séra
Eric H. Sigmar og kona hans
Svava, einnig séra Guðm. P.
Johnson og kona hans. Þá gaf
forseti fundarhlé til þess að
bjóða nýja meðlimi velkomna,
og eftir 5 mínútna hlé var fundi
haldið áfram; síðan var rætt um
ýms mál um all-langa stund. Þá
var lesið bréf á fundinum þess
efnis að þau merku hjón, Valdi-
mar Björnsson og kona hans
væru væntanleg til Seattle, um
þetta mál var rætt um stund,
síðan skipaði forseti 5 manna
nefnd til þess að undirbúa
myndarlega samkomu til heiðurs
þessum íslenzku merkishjónum,
Valdimar Björnssyni ríkisféhirði
frá Minnesota og konu hans.
Skemliskrá:
Fyrst skemti herra Tani
Björnsson með einsöng bæði á
íslenzku og ensku, hann var að-
stoðaður af konu sinni, sem var
við hljóðfærið. Tani Björnsson
er ágætur söngmaður og setur
vanalega líf og fjör í þær sam-
komur, sem hann tekur þátt í,
enda er hann sonur þeirra
merku hjóna og góða söngfólks,
Halldórs sál. Björnssonar og
konu hans Jakobínu, sem lengi
Framhald á bls. 8
eru í 1. bekk lærdómsdeildar 34
nemendur og er hann fullsetinn
svo sem hægt er í einni deild.
Alls eru því nemendur í héraðs-
skólanum og við menntaskóla-
námið um 200. í íþróttakennara-
skólanum eru 13 nemendur og
húsmæðraskólanum um 30. Auk
þess er barnaskólinn. Nemendur
alls á skólaheimilinu um 260 og
staðarfólk á Laugarvatni í vetur
yfir 300.
Nýja skólahúsið.
Nýja skólahúsið þokast áfram
og er meira og meira af því
tekið í notkun og leysir hin
miklu húsnæðisvandræði, sem
skólinn hefir verið í síðan brun-
inn varð. Efsta hæð hússins er
alveg fullgerð. Þar eru nú 24
nemendaherbergi, tvö snyrtiher-
bergi og rúmgóður gangur. í
hverju herbergi er mundlaug og
vatn og eru herbergin rúmgóð
og vistleg í bezta lagi. Þarna
munu námsmeyjar skólans búa
í vetur, ásamt hjúkrunarkonu
skólans og kenslukonu.
Á miðhæð hússins eru full-
gerðar 3 kennslustofur og tekn-
ar í notkun aðrar þrjár, sem eru
í einu lagi og verða notaðar í
vetur sem samkomusalur skól-
ans. Neðsta hæðin er ófullgerð
að mestu, en þar á að verða eld-
hús og borðstofa skólans. Þar
hefir þó verið komið fyrir frvsti
geymslum skólans, svo að þar
má nú geyma allan vetrarforða
þessa mikla skólaheimilis. Getur
skólinn því keypt nauðsynlegar
vistir að hausti og losnað við
erfiða flutninga að vetri.
Fyrslu nemendur
til stúdentsprófs.
í vetur eru nú að Laugarvatni
nokkrir nemendur, sem lesa til
stúdentsprófs í vor og er það í
fyrsta sinn, sem skólinn býr þá
að öllu leyti til prófsins, en áður
hefir hann búið nokkra nemend-
ur að allmiklu leyti undir stú-
dentspróf síðasta áfangann með
ágætum árangri.
Þessum nemendum er það
mikill kostnaðarléttir að geta nú
lokið að fullu stúdentsnámi að
Laugarvatni, og sést það bezt á
því, að síðastliðinn vetur var
dvalarkostnaðurinn þar aðeins
3400 kr. og var þó þar af 600 kr.
í skólagjald, sem nemendur ættu
að losna við að greiða, þegar þar
væri k o m i n n lögákveðinn
menntaskóli. í Reykjavík munu
námsmenn varla komast af með
minna en 10 þúsund kr. á vetri.
—TÍMINN, 16. okt.
Ef þér þurfið að tendra eld-
Gætið fylztu varúðar. Verið viss um að eldurinn
sé viðráðanlegur. Eldur getur skeml eða brent til
agna símastaura, en slíkt krefst dýrra viðgerða
og veldur truflun hinnar daglegu afgreiðslu.
Eldurinn getur komið sér vel við hreinsun lands —
en án varúðar getur hann valdið
mikilli tortímingu.
MT-A
mnniTOBR teejEphoíie
sysTEm