Lögberg - 01.11.1951, Side 3

Lögberg - 01.11.1951, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER, 1951 t 3 HERÓDÓT Grískur sagnritari, sem ritaði mannkynssögu fyrstu manna. Hann er sagður fæddur í borg inni Halikarnassos í Litlu-Asíu um 484 f. Kr. og mun hafa dáið sevtugur að aldri (um 356). Hann var því fæddur fám ár- um áður en sjóorustan mikla varð við Salamis milli Xerxes Persakonungs og Grikkja. Sá ó- vænti atburður vakti sameigin- lega ættjarðaást hjá Grikkjum og um engan atburð hefir verið jafn tíðrætt á æskuárum Heródóts. Það var þrennt, sem rann sam- an í eitt hjá þessum merkilega manni og studdi að því, að það var hann, sem ritaði hina fyrstu veraldarsögu — tíminn, sem hann fæddist á, staðurinn, þar sem hann fæddist og alveg ein- stæð forvitni, sem bersýnilegh hefir verið honum meðfædd. Heródóts-fjölskyldan var í hárri virðingu í fæðingarborg hans. Frændi hans einn var rit- höfundur og stjórnmálamaður, og er svo að sjá, sem Heródót hafi verið honum fylgisamur, og það svo, að af þeirri fylgisemi í stjórnmálum var Heródót rek- inn í útlegð til Samos-eyjar um langan tíma. Af þessu má skilja, því Heró- dót ber svo þungan hug til harð- stjórnartímans, en fylgir lýð- veldinu af öllum huga og þjóð- frelsinu, því það var einmitt frelsið, sem átti að greina Grikki frá útlendingum. Grikkir nefndu einu nafni Barbara þær þjóðir, sem töluðu mál, sem þeir ekki skildu og var í eyrum þeirra eins og rabb. í því atriði var Heródót sjálfur sannur Grikki (eða Helleni, sem þeir kölluðu sig), enda þótt saga hans sýni, að hann hafi fyllilega kunnað að meta menningu Austurlanda- þjóðanna. Allt hefði hann vilj- að af þeim læra, annað en tung- ur þeirra. Það er víst hið eina, sem honum hefir ekki verið for- vitni á, því tekur hann sinn jþátt í hinum ótrúlega hroka fornald- arþjóðanna gagnvart þeim, er eigi töluðu sömu tungu. En að því slepptu, þá hefir víst aldrei uppi verið nokkur maður, sem hafi lagt svo mikla rækt við for- vitni sína, að hún yrði að alráð- andi þekkingarþrá. Hefði hann verið uppi á vorum dögum, þá hefði hann svelgt í sig guðfræði- bækur vorar, sérstaklega allar greinar, sem lúta að landafræði, þjóðafræði, jarðfræði, náttúru- sögu,trúarbragðasögu og stjórn- málasögu. Það má ráða af mann kynssögu hans. En ekkert slíkt var til á hans dögum, ekkert nema kvæði um goð og menn og heimspekileg heilabrot um eðli hlutanna. En það voru .síaðreyndir, sem Heró- dót lagði allan hug á. En þeirra var ekki hægt að afla sér þá, nema á einn hátt, afar einfald- an, en feykilega erfiðan um leið. Það var með því að ferðast til hvers staðar fyrir sig og annað hvort sjá allt sjálfs síns augum eða hitta menn, sem kunnu að segja deili á einu og öðru. Auðvitað gat þetta mistekist, en hér var ekki á það að líta, heldur hitt, að þar sem við nú förum í bókasafn til að fá upp- lýsingar, þá varð maður á hans dögum að ferðast hundruð mílna, og þó voru sjóferðir þá hættulegri en flugferðir nú, og undir ferðalag á landi varð hver einstaklingur að búa sig, eins og menn nú búa sig undir heim- skautaferðir. Með þeim hætti hefir Heródót ferðast um alla Liltu-Asíu og ðýrland, Mesópótamíu, og nokk urn hluta Persíu. Hann ferðaðist líka til Egyptalands, alla leið suður til Elefantine; (áreyjar) þangað rak forvitnin hann til að fá að vita orsakirnar til vaxt- arins í Níl. Hann hafði líka kynnt sér strendur Norður- Afríku og til Suður-ítalíu kom hann og gerðist þar persónuleg- ur þátttakandi í byggingu borg- ar nokkurrar, er Thuri hét. Hann fór með skipi eftir Svarta- hafinu allt til Krim. Um allar Grikklandseyjar fór hann, þvert og endilangt. Á dögum Heródóts var ekkert jarðlíkan til né landa- bréf; ef lýsa átti landi eða hafi, urðu þær lýsingar orðmargar, þar sem ekkert landabréf fylgdi til skýringarauka og viðmiðun- ar. Þetta keipur fram í lýsingu hans á fjarlægum löndum, t. d. Krim-nesinu og er hún þar af leiðandi nsésta ónákvæm, enda sá hann nesið eingöngu af sjó. Mannkynssögu sína kallar Heródót Historai, eða rann- sóknir. Hann rannsakar og segir samvizkusamlega frá niðurstöð- unum af rannsóknum sínum. Heródót er frumlegur og ágætur sögumaður. Hann segir margar góðar sögur af sjálfs sín heyrn og sýn, og sögur, er hann hefir eftir öðrum: Allt þetta undur- samlega, sem vér munum frá bernskuárum vorum, um hring Polýkratesar, »um Solon og Krösös á bálinu, um bernsku Kýrusar og um Svika-Smerdis, er runnið frá Heródót; sagan hans er ótæmandi fjársjóður. Undirbúið aldarafmæli barna skóla Eyrarbakka Frá fréttaritara Tímans á Eyrarbakka. Á næsta ári á barnaskólinn á Eyrarbakka aldarafmæli, og' hefir verið ákveðið að minnast þess veglega. Hefir séra Árelíus Níelsson, sókn- arprestur á Eyrarbakka, samið sögu skólans, en ísa- foldarprentsmiðja mun gefa hana út. Fyrir hundrað árum. Aðalforgöngumenn að stofn- un barnaskólans á Eyrarbakka voru Guðmundur Thorgrimsen verzlunarstjóri og Þorleifur Kol beinsson, hreppstjóri á Háeyri, en með þeim vann mjög að mál- inu séra Páll Ingimundarson í Gaulverjabæ. Fyrsti kennari skólans var Jón Bjarnason, síð- ar prestur, faðir Bjarna frá Vogi. Eini barnaskólinn 1852. Þegar Eyrarbakkaskólinn var stofnaður, var enginn barnaskóli starfandi á landinu, en áður höfðu verið barnaskólar að Hausastöðum xog í Reykjavík. Var hér því um merkt braut- ryðjendastarf að ræða. Eyrarbakkaskóli hefir starfað alla stund síðan, að undantekn- um örfáum vetrum, er kennsla féll niður. Viðbóiarbyggingar. Barnaskólahúsið, sem nú er á Eyrarbakka, var reist 1913, og er orðið mikils til of þröngt. Var í suipar reist viðbótarbygging, hundrað fermetrar að flatar- máli, og pr í henni ein kennslu- stofa og kennaraherbergi, auk snyrtiklefa. Einrjig var gamla húsið málað og settir í það nýir gluggar. Skólann vantar nú mjög til- finnanlega leikfimisal, og fer leikfimiskennsla fram í sam- komuhúsinu Fjölni. Er bygging nýs samkomuhúss nú orðin mjög aðkallandi, og er þess vænzt, að í sambandi við þá byggingu verði leyst þörf barna- skólans fyrir leikfimisal. Kennarar við barnaskólann á Eyrarbakka eru nú þrír — Guð- mundur Daníelsson rithöfundur skólastjóri, Guðmundur Þórar- insson og Ingunn Arnórsdóttir. —TIMINN, 18. okt. Af morgu má sjá, að hann hef- ir verið auðtrúa, og að prestar og túlkar hafa leikið á hann, því að þar sem hann kunni ekki nema móðurmál sitt varð hann alltaf að hafa túlka með útlend- um þjóðum. Þar á móti er allt það, sem hann segist hafa séð sjálfs síns augum vafalaust á- reiðanlegt og oft hafa forn- menjagreftir sannað sögu hans. Af frásagnarhætti Heródóts má ráða, að hann hafi lesið sög- ur sínar fyrir, og þá að líkindum látið þræl sinn skrifa, eins og algengt var í þá daga. Hér er ekkert af tilgerðarmælsku þeirri, sem einkenndi grísku seinni tíma. Allt er sagt blátt áfram, eins og maður tali við mann, og honum er mjög tamt að byrja að segja frá einhverju, en þá kemur honum annað í hug, sem hann skýtur þá inn í frá- sögnina jafnóðum. En svona riiar enginn, heldur iala menn svona. Af þéssu má því ráða, að hann hefir lesið sögur sínar fyr- ir ritara. —Heimilisblaðið Heilsumiðstöð Tímabærl að hefjasi handa að vori um byggingu náiiúru- lækningahælis. FJAÐRAFOK Fjörulalli. Á Hesteyri urðu menn alt fram um miðja 19. öld varir við ein- kennilega ófreskju, sem kom úr sjónum og var kölluð fjörulalli. Hann var á stærð við meðal- mann, einfættur og einhendur, með einu auga í miðju enni. mjög sótti hann eftir að hrekja- menn og skepnur í sjóinn. Fjöru- lalli var tíðast séður á Hesteyri í hafvestan-hvassviðri að haust- og vetrarlagi, og þá helzt á svæð inu frá svonefndum Hreggnasa út' að Kálfhamarsparti. Einnig sást hann oft á svæði því, er Auðnir nefnast, þar sem Hest- eyrarkirkja stendur *iú. Bar mest á ferðum hans undan og eftir sjóslys á Jökulfjörðum. Yrðu menn varir við fjörulall- ann, áttu þeir því að verjast að hann kæmist landmegin við þá, því þá var dauðinn vís. Þó gátu menn bjargað sér, væri þeir af- burðasnarir, með því að láta alt- af hægri hlið snúa að óvættinni og banda gegn henni með hægri hendi, sem menn signa sig með. Væri fjölulallinn ekki kominn lengra en þrjú skref landmegin við manninn, var óbrigðult ráð að gera róðukross með þrem fingrum hægri handar beint á einglyrnuna. — Það er trú manna á Hesteyri, að Galdra- Finnur (d. 1884) hafi að lokum með kunnáttu sinni komið hon- um fyrir. (Hornstr.bók). Business and Professional Cards Eins og kunnugt er, rekur Náttúrulækningafélag íslands nú. hressingarhæli í Hveragerði, og hefir leigt kvennaskólahús Árnýjar Filipusdóttur til þeirr- ar starfsemi. Um síðastliðna helgi voru 36 vistmenn á hælinu og nokkrir á biðlista. Hælið var opnað 20. júní síðastliðinn, og er því ætlað að starfa til 15. sept- ember. Læknir hælisins er Jónas Kristjánsson og er hann þar við- staddur flesta daga vikunnar. Fylgist hann með heilsufari dvalargesta. Mataræðið er auð- vitað í samræmi við kenningar náttúrulækningastefnunnar og er bæði fjölbreytt og gott, og auðvitað svo heilsusamlegt sem kostur er á. Þess er að sjálfsögðu varla að vænta, að á þeim stutta tíma, sem hér er um að ræða, hafi mjög mikill árangur komið í ljós, en þó munu flestir dvalar gesta kenna nokkurrar heilsu- bótar og betri líkamslíðunar yfir leitt. Munu þeir því flestir sann- færast um það, að hér sé stefnt í rétta átt, og ekki ólíklegt, að þeir muni framvegis leitast við að haga mataræði sínu og lífs- venjum í samræmi við það, sem þeir hafa nú komizt í kynni við, að svo miklu leyti sem kostur er á. Jónas læknir Kristjánsson er stórhuga draumamaður, og raun- sær þó. Mun hann nú telja tíma- bært að hefjast handa um bygg- ingu hins löngu fyrirhugaða nátj;úrulækningahælis á vori komanda, og hefir hann þegar í huganum valið því stað í Hvera gerði. Líklegt má telja, að slíkt væri viturlega ráðið, því þessi staður er einmitt flestum þeim kostum búinn, sem nauðsynleg- ir eru slíku hæli. Góðar horfur eru því á, að Hveragerði eigi eftir að verða heilsumiðstöð Suðurlands og raunar landsins alls. Náttúrulækningafélag Islands á þakkir skildar fyrir starfsemi þá, sem hér er hafin og vonandi er, að leiði til siðabótar í matar- æði sem flestra landsmanna og um leið til betra heilsufars. Að vísu er hér aðeins um byrjun að ræða, og er fullkomið náttúru lækningahæli auðvitað það tak- mark, sem stefna ber að. En með an því takmarki er ekki náð, eru bráðabirgðastofnanir á borð við þá, sem hér hefir lýst verið, eftir sóknarverður áfangi á leiðinni, og mættu þær gjarnan rísa upp sem víðast, þó ekki væri til ann- ars en þess, að kenna sem flest- um „átið“. Grélar Fells —VISIR, sept. 1931 Húsakynni á fyrri öld. Mackenzie, sem ferðaðist hér um land 1810, lýsir svo bæjum hér á Suðurnesjum: „Torfvegg- irnir eru þykkir, bleytan í jörð- inni og sóðaskapurinn gera út- lendingum óþolandi innivist í bæjunum. Enginn hlutur sýnist nokkurn tíma hafa verið þveg- inn frá fyrstu gerð; rúmin lík- ust hrúgum af skitnum tuskum. Hvergi er hægt að ná neinni loft- hreinsun— og svö ef alt að 20 sofa í einu herbergi og þar við bætist stækja af fiski, lýsispjönk um og skinnfötum, er ekki góðs að vænta. Kotin, sem fátækasta fólkið býr í, eru verstu moldar- greni, svo að furða er, að nokkur mannleg vera skuli geta lifað þar“. Haugfé. í fornöld var það venja að leggja fé í hauga og áttu menn að hafa það með sér til annars heims. Eftir að kristni var lög- tekin átti þessi trú að vera kveð- in niður, eií þó hefir eimt eftir af henni alt fram á þennan dag, því að til skamms tíma munu lík hafa verið grafin með skartgrip- um, svo sem hringum og kven- silfri. Það er og afsprengi hinnar heiðnu venju, er framliðnir voru látnir hafa í gröf með sér guðs- orðabækur, eða þær bækur, er þeir höfðu mestar mætur á. Er það ótalið hve mikið hefir farið af bókum niður í kirkjugarðana á íslandi. Jón Hjaltalín land- læknir andaðist 1882 og sam- kvæmt fyrirmælum hans voru nokkrar bækur lagðar í kistuna með honum, þar á meðal Vída- línspostilla og Númarímur. Víst ■er að þessi siður hélst sums staðar fram yfir aldamót og gott ef ekki eru enn lagðir Passíu- sálmár eða sálmabók í líkkistur Öræfingar hófu hænsnarækt á undan öðrum sveitamönnum. Á 18. öld voru þar hæns á hverjum bæ. Þau voru heldur lítil á vöxt, svört á lit og urpu ágætlega. Ekki var þó verið að fóðra þau á korni. Þau urðu að bjarga sér algerlega sjálf á sumrin, en fengu .saxað hey saman við flautir eða mjólk á vetrum og þrifust vel. —Lesb. Mbl. Kaupið Lögberg PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 8—852 HOME ST. Viðtalstími 3—5 eftir hádegl J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ct. vega peningalán og e’dsábyrgð, bifredðaábyrgð o. s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK. RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk. Man. Office Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 —Res. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœðvnoar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 C A N A D I A N FISH PRODUCERS, LTD. J. PAOE, Managing Director Wholesale Dlstributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Re*. Ph. 73 917 HAGBOR6 niEL* PHONf 21*51 Office Phone 924 762 Res. Phone 726 118 Dr. L. A. Sigurdson 828 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 pan. - 6 pjn. and by appointment. A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi 27.324 Heimilis talsimi 26 444 Phone 23 996 7(1 Notre Dame Ave. Just West of New Matemity Hospltal Nell’s Flower Shop Weddlng Bouquets, Cut Flowers. Funeral Deslgns, Corsages, Beddlng Plants Nell Johnson 27 482 Ruth Rowland 88 790 Office 933 587 Res. 444! THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Truat Bldg. 364 Maln Street WINNIPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hltaeiningar- ror, ný uppfyndlng. Sparar eldl- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum.—Skrifið, simið til KELLT SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 34 431 DR. H. W. TWEED TannUeknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smltþ St. Phone 926 952 WINNIPEG S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21101 ESTIMATES free J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roof. and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Slmcoe St. Winnipeg, Man. GIMLI FUNERAL HOME 51 Firsl Avenue Ný útfararstofa með þeim full- komnasta útbúnaði, sem völ er á, annast virðulega um útfarlr, selur líkkistur, minnisvarða og legsteina. Alan Couch, Funeral Direclor Phone—Business 32 " Residence 59 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 DR. ROBERT BLACK Sérfræöingur i augna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 923 815 Heimasimi 403 794 ÍELbSTER JEWELLERS 447 Portage Ave. Branch Store at 123 TENTH ST. BRANDON Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettino 58 VICTORIA ST. WINNTPEG Phone 928 211 Manager T. R. THOfoVALDSON Your patronage wlll be appredated Minnist EETEL erfðaskrám yðar. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPKG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Wlnnlpag PHONE 926 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON * CO. Chartered Acconntants 505 Confederatlon Life Bldg. WINNIPEG MANTTOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Baxrisler* - Solicilor* Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Krlatjanaeoo 500 Canaðlan Bank of Conaaaaree Chambers Wlnnlpeg, Man. Phone M2 (61 Rovatzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG \f ANITOBA Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Our Speclaltles: WEDDING CORSAGES COLOOTAL BOUQUETS FUNERAL DESTGNS Mlss í.. Chrtstte. Proprletreaa Formerly with Robinson & Co. G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries , Limited Wholesalq Distrihutors of FRESH AND FROZENFISH 404 SCOTT BLK, Slmi 925 227

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.