Lögberg - 01.11.1951, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER, 1951
NÓTT
OG
MORGUN
Eftir LYTTON LÁVARÐ
J. <J• Bt ZjDFEIjIj, þýddi
Vandemont furðaði sig mjög á þessari
breytingu, en ánægja hans var þó furðunni
meiri. Hann fór að gruna, að fólkið væri farið
að hafa hugmynd um hver hann væri. Máske
að Beaufort væri göfuglyndari, en hann hefði
haldið og meinti að endurgjalda honum hinar
fyrri misgjörðir sínar með þúsundfaldri bless-
un. Hið örláta göfuglyndi hans, annað hvort
yfirgnæfandi eða þá hið mótsetta, vakti hjá
honum þá tilfinningu, að hann hefði móðgað
Béaufort, en Beaufort ekki hann, og hann var
jafnvel farinn að yfirbuga andúð sína til Ro-
berts Heauforts. Hann var þannig mikið með
Camillu um tíma; og spurningarnar, sem faðir
hennar neyddi hana til að leggja fyrir hann
og hún gerði með hálfum huga, virtist þonum
sönnun þess, að hún léti sér ant um hagi hans.
Tilfinningar hans gagnvart Camillu, sem svo
fljótt höfðu þroskast — og voru svo þroskaðar
og kringumstæðurnar, gáfu byr undir báða
vængi, höfðu máske ekki þá dýpt og ró full-
komnunarinnar, sem að einlæg, órjúfanleg ást
. veitir, og sem svo margar svikaútgáfur eru til
af — og mennirnir að minnsta kosti þurfa
snert af auðmýkt og tíma, margra endurminn-
inga — af óskeikulli og varanlegri sannfæringu
um tryggð, verðleika, kosti og hjartafegurð
þeirra, sem að tilfinningar þeirra, eða í þessu
tilfelli Vandemonts voru tengdar við; en þessar
tilfinningar hans voru samt sterkar, heitar og
ákafar. Hann hélt að hann væri elskaður — og
var í sjöunda himni. Hann lét þó enn ekki uppi
eld þann, sem logaði í augum hans. Nei! hann
ásetti sér, að bíða enn áður en að hann bæði
um hjarta og hendi Camillu Beaufort, því að
hann hélt að þess tíma væri ekki langt að bíða,
að hann gæti gjört það sem herra eigna föður
síns, en ekki sem undirgefinn ölmusumaður.
X. Kapíluli
Tveimur eða þremur kveldum eftir að þetta
eftirminnilega samtal átti sér stað milli Roberts
Beauforts og Lilburne lávarðar, og hinn síðar-
nefndi var að hátta sagði hann við þjón sinn:
„Dykman, mér er að batna!“
„Já, vissulega herra minn, ég hefi aldrei
séð þig líta betur út“.
„Því lýgur þú. Ég leit betur út í fyrra, árið
þar áður og ég leit betur út árið þar á undan —
leit betur og betur út á h^rju ári, síðan ég
var tuttugu og eins árs gamall! En ég er ekki
að tala um útlit, enginn maður, sem á nóga
peninga, kærir sig um hvernig að hann lítur út.
Ég er að tala um líðan. Mér líður betur. Gigtin
er nálega horfin. Ég hefi nú verið í ró og kyrð
í mánuð — það er langur tími — tími, sem er
tapaður. Og þar fyrir utan, eins og þú veist,
þá er ég ástfanginn!”
„Ástfanginn, herra minn? Ég hélt að þú
hefðir sagt mér að minnast aldrei . . . .“
,JÞú ert asni! Til hvers var að tala um ást,
þegar maður var vafinn innan í ullarvoð! Ég
er aldrei ástfanginn þegar að ég er veikur —
hver skyldi vera það? Ég er orðinn frískur nú,
eða nærri því; og ýmislegt hefir komið fyrir,
sem að hefir gert mig ergilegan — ýmislegt,
sem gjörir veruna hér mjög ógeðfelda. Ég fer
til bæjarins, og máske, áður en vikan er liðin
að stúlkan fagra verði komin til að lífga upp
einveruna í Fernside. í þetta sinn ætla ég mér
að líta eftir henni sjálfur. Ég sé að þú ætlar að
fara að segja eitthvað. Vertu ekki að hafa fyrir
því! Það mistekst ekkert, sem að ég sjálfur lít
eftir“.
Það var engin uppgerð eða látalæti hjá Lil-
burne lávarði að honum liði ekki vel, Vande-
mont var þyrnir í síðu hans og svo hafði hann
unnið alla peningana, sem að gestirnir í Beau-
fort Court kærðu sig um að láta afhendi, og
hann var vanur að hugsa um sín eigin þæg-
indi á undan öllu öðru, svo að hann lét tígja
hesta sína og sagði mági sínum frá fyrirætlun
sinni.
„Og þú skilur mig eftir einan hjá þesum
manni, eftir að ég er sannfærður um, að hann
sé maðurinn, sem að við héldum að hann væri!
Kæri Lilburne, vertu hérna þangað til að hann
fer“.
‘ „Ómögulegt! Ég er á milli fimmtugs og sex-
tugs, og á þeim aldri er hver mínúta dýrmæt.
Svo hefi ég sagt allt, sem að ég kæri mig um
að segja; vertu rólegur — gættu þín vel —
flæktu þennan bölvaða Vandemont eða Morton,
eða hver helzt sem að hann nú er, í Amors-neti
dóttur þinnar og losaðu þig svo við hann, en
ekki fyr. Það getur engu spilt, og láttu svo
hlutina ráðast eins og þeir vilja. Lestu blöðin
og sendu eftir Blackwell, ef þú þarft á ráð-
leggingum að halda í sambandi við auglýsing-
arnar. Ég held að það sé svo ekki annað, sem
þarf að gjöra, eins og stendur. Þú getur skrifað
mér; ég verð annað hvort í Park Lane eða í
Fernside. Farðu vel með sjálfan þig. Þú ert
heppinn maður — þú færð aldrei gigt! Vertu
sæll“.
Og eftir hálfan klukkutíma var Lilburne
lávarður á leiðinni til Lundúna.
Burtför Lilburne lávarðar var merki til
margra annara gesta um að tími væri kominn
til heimferðar, einkum þeirra, sem að hann
hafði sjálfur boðið. Hann minntist ekkert á burt
för sína við þá gesti. Það gat verið hæverska
eða kæruleysi, rétt eftir því sem að menn vildu
taka það, og hvernig að þeir tóku það. Um það
var Lilburne lávarður ekki að hugsa, honum
stóð alveg á sama um það. Helmingur gestanna
að minnsta kosti fóru daginn eftir, og jafnvel
Marsden, sem boðið hafði verið sem sérstökum
vin Arthurs, tilkynnti að hann færi þá eftir
miðjan daginn! Hann ferðaðist alltaf á næt-
urnar — svaf í vagninum — það sparaði heilan
dag.
„En það er svo langt síðan að þú hefir séð
Arthur“, sagði Beaufort, sem var að reyna að
telja um fyrir Marsden, „og ég á von á honum
á hverjum degi“.
„Mér þykir það mjög leiðinlegt — ágætis
náungi — en satt að segja líður mér ekki sem
allra bezt sjálfum. Ég þarf að komast í sjóloft
til Dover eða Brighton. En ég býst við, að þú
hafir húsfylli aftur á jólunum; ef þú hefir það,
þá skal mér vera ánægja í að kóma aftur“.
Sannleikurinn var sá, að Marsden var eins
og fiskur á þurru landi án Lilburnes vitsmuna.
Menn tóku eftir því í samkvæmum, að hann
leitaði Lilburne alltaf uppi og valdi sér pláss
við spilaborðið, svo nærri honum að hann gat
alltaf séð til hans og fylgt reglum hans. Menn
voru hættir að spila í Beaufort Court, og yfir-
burðir Vandemonts í skotfiminni og hvernig
að hann réði öllu umtalsefni í sambandi við
veiðimennskuna, var Marsden mjög á móti
skapi. Honum leiddist og vildi komast í burtu.
Vandemont fann og til þess, að tími mundi
vera kominn fyrir sig til að fara líka. Robert
Beaufort — sem fann í honum, eða réttara sagt
í sambandi við hann töframagn líkt því, sem
fuglar finna til í návist Boa-höggormsins; hann
hataði að vita af honum á heimilinu og óttaðist
að sjá hann fara, því að hann hafði ekki enn
fengið allar upplýsingarnar, sem honum fannst
að hann þyrfti að fá, því Camillu gekk seint
að veiða hann með spurningum sínum —''svo
Beaufort lávarður lagði að honum að vera, og
Camilla sjálf, að^skipun föður síns og hálf-
partinn á móti vilja og vitund, lagði líka að
honum að vera. — „Þarft þú að fara strax,
geturðu ekki verið í nokkra daga enn“, sagði
hún, og Vandemnot lét tilleiðast til að vera enn
í augsýn Beauforts, alvarlegur, þögull og leynd-
ardómsfullur — eins og þó að einhver ætt-
manna hans hefði stigið niður úr myndamót-
um þeim, sem geymd voru í myndasýninga-
salnum.
Vandemont skrifaði Fanny til að afsaka
dráttinn á veru sinni í Beaufort Court og bað
hana að skrifa sér til heimilis síns í Lundúnum
og segja sér hverríig að henni og Símoni liði
og sagði henni að bréfið yrði sent til sín þaðan,
ef hann réði við sig að dvelja lengur. Hann
skrifaði þó ekki fyrr en nokkrum dögum eftir
að Lilburne fór og reyndar ekki fyrr en tveim-
ur dögum áður en hann fór sjálfur.
Gestirnir, sem nú voru orðnir tiltölulega
fáir, sátu við degverð þegar að þjónn kom inn
með póstinn eins og vani var til. Beaufort lá-
varður, sem alltaf var áburðarmikill í smáat-
vikum lífsins, tók á móti honum og opnaði pok-
ann með vanalegri viðhöfn og serimoníum og
dró fyrst út dagblöð, sem að hann henti á borð-
ið, og mennirnir tóku til sín með ákafa; svo
kom bréf til Camillu, annað bréf til Vande-
monts, og í þriðja lagi bréf til hans sjálfs.
„Ég bið ykkur um að hafa hér ekki neinar
serimoníur, hr. Vandemont. Gjörði svo vel að
fyrirgefa og hegðið ykkur eftir fyrirmynd
minni. Ég sé, að þetta bréf er frá syni mínum“,
og hann braut upp bréfið, sem hljóðaði þannig:
„Kæri faðir minn: — Nálega eins fljótt og
þú færð þetta bréf, kem ég sjálfur heim til
ykkar. Veikur eins og að ég er, get ég ^ivorki
notið hvíldar né friðar fyrri en að ég hefi talað
við þig. Mér hefir borizt til eyrna hræðileg og
sárgrætileg frétt, sem er þess eðlis, að ekki
verður um hana rætt, nema í prívat-samtali.
Þinn elskandi sonur
Arthur Beaufori".
BOULOGNE x
„P. S. — Þetta bréf fer með sama skipinu og
ég sigli á, og getur aðeins náð til þín nokkrum
klukkutímum áður en að ég kem sjálfur“.
Hendurnar á Beaufort lávarði skulfu svo að
hann missti bréfið og hann greip í stólbríkurn-
ar til þess að detta ekki. Það var svo sem auð-
séð! — Sami maðurinn, sem var að kvelja hann
hafði nú náð í sóh hans! Hann varð alveg veik-
ur. Sonur hans hafði máske hlustað á sögusögn
þessa manns og trúað henni. Hann leit á son
sinn sem mótstöðumann sinn — því faðirinn
óttaðist manndóm sonar síns! Hann leit flótta-
lega í kringum sig við borðið þar til að augu
hans staðnæmdust á yandemont, og ótti hans
magnaðist og margfaldaðist, því að hann sá
óvanalega mikinn gleðisvip á andliti hans, sem
annars var alltaf svo alvarlegt, þegar að hann
lauk við að lesa bréf sitt og leit upp. Augu
þeirra mættust. Augnaráð Roberts Beauforts
var eins og augnaráð fanga fyrir rétti, er hann
lítur upp og á málsóknarann þegar að hann er
að hefja áfellisræðu sína.
„Beaufort lávarður“, sagði Vandemont,
„bréfið, sem þú fékkst mér, kallar mig til Lun-
dúna í áríðandi erindum og tafarlaust. Leyfðu
mér að láta senda eftir vagni mínum og hest-
um .
„Hvað gengur á?“ sagði frú Beaufort í veik-
um rómi, sem lét sjaldan til sín heyra. „Hvað
gengur á, Robert? Er Arthur að koma?“
„Hann kemur í dag“, sagði faðirinn og stundi
við; og í sömu andránni stóð Vandemont upp
frá máltíðinni, sem að hann var ekki hálfbúinn
með, hneigði sig og leit til Camillu, er beygði
sig yfir bréf sitt, sem hún þorði ekki að opna
(bréf frá Winandmere) og fór út. Hann flýtti
sér upp í herbergi sitt og gekk þar fram og
aftur með valdsmannslegum skrefum — skref-
um herrans — svo tók hann bréfið upp aftur
og las það fljótlega yfir. Það hljóðaði þannig:
„Kæri herra: — Að síðustu hefir týnda vitn-
ið gefið sig fram. Hann er, eins og að þú hélst,
sami maðurinn og heimsótti hr. Rodger Mor-
ton, en sökum þess, að það eru ýmsar kringum-
stæður og atriði, sem ég þarf að fá ákvæði þitt
í sambandi við, og sem þola enga bið, þá fer
ég frá Lundúnum í kveld með póstvagninum
og bíð eftir þér í D . . .. á aðalgistihúsinu, sem
er að mér skilst tuttugu mílur frá aðalveginum
til Beaufort Court.
Essex stræti.
Virðingarfyllst,
JOHN BARLOW“
Vandemont var enn sokkinn ofan í hugs-
anirnar, sem að þetta bréf vakti, þegar að
hann fékk tilkynningu um að vagn hans og
hestar væru búnir til ferðar. Þegar að hann
gek kofan stigann mætti hann Camillu, sem
var á leiðinni til herbergis síns. — „Ungfrú
Beaufort“, sagði hann lágt og það var ekki laust
við að titringur væri á rómi hans, „þegar að
ég kveð þig nú get ég ekki sagt meira en
kveðjuorðin ein. Ég skil við þig, og þó ein-
kennilegt megi virðast með ánægju, því ég
fer í þeim erindum, sem geta gefið mér rétt
til að koma aftur og segja þér hugsanir þær,
sem eru mér efst í huga nú“. Hann tók hendi
hennar og bar hana að vörum sér og kyssti á
hana, og í því kom Beaufort út úr dyrunum á
sínu herbergi og kallaði á Camillu, sem var
dauðfegin að sleppa. Philip horfði á eftir henni
í mínútu og flýtti sér svo ofan stigann.
XI. Kapítuli
Herra John Barlow sat í setustofunni í gesta
húsinu í D . . t og var að ljúka við að borða
morgunmatinn og ætlaði að fara að líta yfir
skjöl, sem að hann hafði með sér og skrifa bréf,
þegar að maður gekk rakleitt inn til hans.
„Herra Beaufort", sagði hann og stóð á fæt-
ur. — „Herra Philip Beaufort — því að mér
finnst nú að þú eigir fullan rétt á því nafni,
þó að“, bætti hann við og brosti, „að lögin viður-
kenni það ekki enn, því mikið er enn eftir að
gjöra, mjög mikið til að samrýma réttinn og
lögin; — ég samgleðst þér út af því að hafa nú
að síðustu eitthvað til að vinna á. Ég var orð-
inn vonlaus um að finna vitnið eftir að hafa
auglýst svo mánuðum skipti, og halda spurn-
tim fyrir því á annan hátt, en þegar ég 1 gær
kom til bæjarins, eftir að hafa verið í burtu.
í sambandi við mál þitt, þá kom maðurinn
sjálfur, William Smith, i»n í skrifstofuna til
mín. — Kæri herra minn, þú skalt ekki verða
of bjartsýnn — það virðist að vesalings maður-
inn, sem mætt hefir erfiðleikum og ógæfu, hafi
verið í Ameríku þegar fyrri eftirspurnin eftir
honum var gerð. Löngu síðar fór hann til fanga-
nýlendunnar, og mætti þar bróður sínum, sem
ég veiddi upp úr honum að hefði verið þar fangi.
Hann hjálpaði honum til að strjúka, og þeir
komu báðir til Englands. William frétti frá
fjarlægum frænda sínum, sem að lánaði honum
eitthvað af peningum, um tilraunina sem að
hafði verið gjörð til að finna hann áður; hann
talaði um þetta við bróður sinn, sem ráðlagði
honum að fela sér alla umsjón um þetta. Síðan
fullvissaði bróðir hans hann um, að bæði Sid-
ney og þú væruð dauðir; og það virðist (því
þetta vitni er nógu mikill einfeldningur til að
láta mig veiða allt upp úr sér) að þessi sami
bróðir hans hafi farið til Beauforts lávarðar
til kð hóta honum lögsókn og bauð honum til
sölu þau sannanagögn, sem til eru . . . .“
„Og herra Beaufort?"
„Sem betur fór hafnaði hann boðinu. í milli-
tíðinni fór William að efast um sögusögn bróður
síns, og fór sjálfur til N . . . og varð einskis
vísari hjá Morton, en hitti bróður sinn aftur,
og meðgekk bróðir hans þá, að hann hefði
dregið hann á tálar þegar að hann staðhæfði
að þú og Sidney væruð dauðir. Sagðist hann
ennfremur hafa þekkt þig áður, og lagði svo af
stað til Parísar til að leita að þér . . . .“
„Þekkt mig? — Til Parísar?“
„Meira um það bráðum. William kom aftur
til bæjarins og dróg naumast fram lífið á því,
sem bróðir hans hafði miðlað honum, og var of
hugsjúkur og of fátækur til að kaupa og njóta
ánægju af að lesa dagblöðin, og sá þess vegna
aldrei auglýsingarnar, þar til af heppni einni
að hann var orðinn peningalaus, og hafði ekki
heyrt neitt meira frá bróður sínum, að hann
fór aftur til þessa frænda síns, sem hjálpaði
honum áður. Þessi frændi hans tók honum vel,
sem að hann furðaði sig á, lánaði honum það,
sem að hann bað um, og spurði hann að því
hvort að hann hefði ekki séð auglýsingarnar
frá okkur. Hann sýndi honum blað, sem að
báðar auglýsingarnar voru í — sú sem fjallaði
um manninn, sem að heimsótti hr. Morton og
hin sem bar hans eigið nafn. Hann bar þær
saman og kom undir eins til mín. Ég var ekki
heima — var í burtu í þínum erindum, svo
hann fór heim til sín aftur; morguninn eftir,
í gærmorgun, fékk hann bréf frá bróður sín-
um, sem að ég fékk hjá honum með því skil-
yrði, að bróðir hans hefði ekkert illt af því,
þó að hann skipti bréfinu við mig“.
Vandemont tók við bréfinu og las eftir-
fylgjandi:
„Kæri William: — Ekkert gekk með ungl-
inginn, sem að ég fór að leita að — öll leit
árangurslaus. Það er fjandi kostnaðarsamt að
vera í París. Við skulum ekki fást um það.
Ég hefi séð hinn — séð yngri B . . . . hann er
ólíkur föður sínum — mjög veikur — dauð-
hræddur, fer til föður síns og tekur mig með
sér til Bulonge. Ég held, að við getum ráðið
þessu til lykta nú. Ég sendi þér tuttugu franka
í bréfinu — allt, sem að ég get misst.
Þinn
Jeremiah Smith
Utanáskrift mín er: Monsieur Smith — alltaf
öruggt nafn — Ship Inn, Bulone“.
„Jeremiah — Smith Jeremiah!“
„Þekkurðu nafnið þá?“ spurði Barlow. —
„Vesalings maðurinn viðurkennir, að hann hafi
verið hræddur við bróður sinn — að hann vildi
gjöra það sem rétt var — að hann óttaðist að
bróðir sinn mundi ekki leyfa sér að gjöra það —
að faðir þinn hefði verið honum góður — svo
að hann kom beint til mín og ég var svo hepp-
ínn að vera heima til þess að fullvissa hann
um að þú værir á lífi og alráðinn í að ganga
eftir rétti þínum. Nú höfum við vitnið, herra
Beaufort; en nægir það okkur? Ég er hræddur
um ekki. Skyldi kviðdómurinn taka orð hans
trúanleg án frekari áréttingar? Hvað heldur þú
um það? — Þegar að hann var farinn setti ég
mig í samband við Bow Street lögregluna í
sambandi við bróður hans — hann er alþekktur
svikahrappur, vanalega kallaður á málýzku lög-
reglunnar Dashing Jerry . . . .“
„Nú! Jæja, haltu áfram!“
„Vitni þitt er því vesæll, allslaus maður,
og bróðir hans er sakfelldur óþokki; og þetta
vitni er í tilbót sá óburðugasti, óstaðfastasti og
óeinarðasti maður, sem að ég hefi nokkurn tíma
átt tal við; ég óttast að vitnisburður hans verði
ekki upp á marga fiska eftir að skarpur, orð-
hvass og yfirlátur lögfræðingur er búinn að
fara um hann höndum. Og það er allt, sem
við höfum til að byggja á eins og stendur“.
„Ég sé það — ég sé það. Það er hættulegt —
það er glæfraspil. En sannleikurinn er sann-
leikur, og réttlætið — réttlæti! Ég skal eiga
það á hættu!“
„Fyrirgefðu þó að ég spyrji. Þekktir þú
nokkurn tíma þennan bróður hans? Varstu
nokkurn tíma verulega kunnugur honum —
vorum þið nokkurn tíma samvista?“
„Fyrir mörgum árum — þegar ég var ungur
og átti við erfiðleika og raunir að etja — þá
þekkti ég hann — hvað svo?“
„Það hryggir mig að heyra það“, og lög-
fræðingurinn varð alvarlegur á ^vipinn. „Sérðu
ekki, ef að þetta vitni er yfirgengið — er gert
ósannsögult, og ef að það yrði sýnt, að þú, mál-
sækjandinn, hefðir verið, fyrirgefðu mér fyrir
a^segja, í náinni kynningu við mann með því-
líkt orðspor á að baki, þá gæti þetta allt saman *
verið látið líta út eins og meinsæri og samsæri.
Ef við hættum eins og þetta stendur nú, þá er
það óálitlegt og ljótt!“
„Og er þá þetta allt, sem að þú hefir að
segja mér? Vitnið er fundið — eina vitnið, sem
til er — eina sönnunin, sem að ég nokkurn tíma
get fengið, og þú ert að reyna að hræða mig —
mig líka — frá því að nota þau meðul til að
rétta hlut minn, sem að forsjónin sjálf hefir
lagt mér í hendur — herra minn, ég hlusta ekki
á þig!“