Lögberg - 01.11.1951, Síða 8

Lögberg - 01.11.1951, Síða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER, 1951 Tilraun til kornræktar gerð á Rángársandi Úr borg og bygð Dorcasfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir nú til söiu splunk- urnýja matreiðslubók, er það hefir safnað til og gefið út; bók ■þessi er með svipuðum hætti og hinar fyrri, vinsælu matreiðslu- bækur, er Kvenfélög safnaðar ins stóðu að; þetta er afar falleg bók með fjölda gamalla og nýrra uppskrifta, sem koma sér vel á hvaða heimili, sem er. Matreiðslubók þessi kostar $1.50 að viðbættu 10 centa burð- argjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, Mrs. A. MacDonald 11 Regal Ave. St. Vital sendist: Sími 205 242 Mrs. H. Woodcock 9 St. Louis Road, St. Vital Sími 209 078 eða til Columbia Press Limiied, 695 Sargent Ave. Sími 21 804. ☆ Guðmundur Jónsson, Árborg, Manitoba, lézt á laugardaginn. 27. okt., 76 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Maríu; tvo sonu, Einar og Franklin; þrjár dætur, Mrs. S. H. Magnús- son, Mrs. D. C. Hood og Mrs J. C. Johnson; eina systir, Mrs. J. Burman; og fjögur barna- börn. Húskveðja fór fram á heimili hins látna í Árborg á miðvikudaginn og jarðarförin frá lútersku kirkjunni að Geysi. ☆ Mrs. B. S. Benson, bókhaldari hjá The Columbia Press Limited, kom heim á þriðjudaginn úr hálfrar þriðju viku dvöl í Ottawa og Fort William; í Ottawa dvaldi hún hjá Barney syni sínum og tengdadóttur, en í Port Arthur hjá dóttur sinni og tengdasyni, þeim Mr. og Mrs Harold Sigurdson. ☆ Á laugardaginn hófst hin ár- lega sýning Winnipeg Sketch Club í Assembly Hall, Winnipeg Auditorium. Sýningin er opin almenningi frá kl. 11 f. h. til kl. 5 e. h. og á þriðjudags- og fimtudagskveldum kl. 7.30 til 9.30; á sunnudögum kl. 2 til 5 e. h. Sýningunni verður lokið 11. nóv- ember. Einn íslendingur á mál- verk á þessari sýningu, en það er hin kunna listakona, Mrs. Helga Miller. Mynd hennar er af landslagi í Banff. Laugardaginn, 20. okt., voru þau Albert Stanley Hourd frá Brooklands, Man., og Jóhanna Marlene Magnússon, til heimilis í Winnipeg, gefin saman í hjóna- band af Dr. R. Marteinsson, að heimili Mr. og Mrs. N. Bryan, 1855 Alexander Ave. í Brook- lands. Þau voru aðstoðuð af systkinum brúðgumans: Ray- mond Arthur og Audrey Hildu Hourd. Allmargt ættingja og annara vina var þar viðstatt. Brúðguminn er af enskum ættum, sonur Mr. og Mrs. Stanley Hourd, er eiga heima í Brooklands. Brúðurin er al- íslenzk, dóttir Mr. Jóhanns Magnússonar í Winnipeg og fyrri konu hans. Ánægjulegt samsæti var hald- ið á sama stað um kvöldið. Eftir giftinguna fóru brúð- hjónin skemtiferð til frænd- fólks -brúðgumans í Badger, Manitoba. ☆ ' Þakkarávarp Þar sem við erum nú sest að í okkar nýja prestakalli, þá er það okkar fyrsta verkefni að færa okkar mörgu vinum inni- legt þakklæti fyrir þeirra lang- varandi góðvilja í okkar garð og fyrir þau mörgu kveðjusam- sæti og þær rausnarlegu gjafir, sem við vorum heiðruð með, í Saskatchewan og Winnipeg. — Þótt við dveljum nú í fjarlægu landi þá mun hugur og hjarta oft tefja í heimahögum hjá vinunum. Skúli og Sigríður Sigurgeirson Utanáskriftin er: R. R. 1 Hillsboro, Indiana, U. S. A. ☆ "FACTS ABOUT ICELAND" er bók sem allir ættu að kaupa. Tilvalin bók fyrir alla sem fræð- ast vilja um land og þjóð. Fjöl- breytt efni. Fallegar myndir. Ódýr bók, aðeins $1.25, send póstfrítt hvert sem óskað er. Björnssons Book Siore, 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man. ☆ Dr. og Mrs. S. E. Björnsson frá Miniota, Man., komu til borgar- innar á föstudaginn og fóru heimleiðis á þriðjudaginn. ☆ Mrs. Valdi Benediktsson frá Riverton var í borginni í vik- unni sem leið. Hann er svartur og heitur en á- burðarfrekur. Hafrar og bygg þroskuðust fyrr á honum en Sámsstöðum sjálfum ÞETTA SUMAR hefir að sumu leyti verið ágætt til kornræktar vegna þess hve sólríkt það hefir verið, en vorið spillti nokkuð uppskeru, því það var mjög kalt og klaki víða lengi í jörðu. Fréttamaður Vísis átti í gær stutt viðtal við Klemens bónda Kristjánsson á Sámsstöðum og spurði hann um kornræktina á tilraunabúinu og hvernig upp- skeruhorfu væru. ----- Skýrði Klemens svo frá að kornrækt á Sámsstöðu hefði gengið í meðal- lagi. Um þessar mundir væri ver- ið að vinna að uppskeru á byggi, og myndi hún verða um 20 tunn- ur á hektara. Bygguppskeran er nokkuð misjöfn, en í storminum fyrir þrem dögum fauk talsvert af tveim hekturum, einkum urðu miklar skemmdir á einum hekt- ara lands. Verið er að gera til- raunir með tvær tegundir af byggi og þolir önnur þeirra illa veður. Korni sáð í 11 hektara Á Sámsstöðum hefir korni ver ið sáð í 11 hektara lands og eru 5 hektarar með byggi, en 6 með höfrum. Harðgerðari byggteg- undinni var sáð í tvo hektara og lítur sæmilega út með uppskeru þar. Hafrauppskera er ekki haf- in, en væntanlega má gera ráð fyrir 15-20 tunnum af hektara. Nýjar tilraunir Á Rangársandi hefir verið gerð tilraun með einn hektara lands og hefir þar verið sáð kartöflum og belgjurtagrænfóðri. Uppsker- an á kartöflum var þó rýr vegna stöðugra þurrka, en sæmileg upp skera á belgjurtagrænfóðri á sandinum. Uppskeran af höfrum og ^yggi á Rangársandi er komin í hlöðu, en þar var orðið full- þroskað 30. ágúst eða Vz mánuði fyrr en á Sámsstöðum sjálfum. Sandurinn er svartur og heitur og flýtir fyrir þroska, þótt það eigi ekki eins vel við kartöflur. Þarf meiri áburð Tilraunin á Rangársandi var gerð í þeim tilgangi að athuga hve mikið þyrfti af hreinum köf- nunarefnisáburði í sandinn og reyndist þurfa 60-65 kg. í ha., þriðjungi meira en á Sámsstöð- Starf Bjarna . . . Framhald af bls. 5 Jótlands. Þar er mjög fallegt og hlýlegt. Skólastjórinn tók okkur með mikilli rausn. Voru salir skólans skreyttir og kaffiborð- in blómum skrýdd. Skólastjórinn rakti sögu skól- ans og skemmt var með leikfimi og söng námsmeyjanna þar. — Einnig ferðuðumst við til Engels holms Höjskole við Bredstein, heimsóttum skóla í Vejle og Vindinghusmandsskole. Komum einnig til Jelling og skoðuðum kirkjuna þar, hún er mjög göm- ul og sérkennileg, hún stendur á milli hauga Gorms konungs og drottningar hans. í þeirri ferð ókum við um 1500 ára gamlan veg, elzta veg á Jótlandi að sögn fararstjórans, Jóhannesar Eng- bergs kennara. — Sáust nokkur merki eftir stríðið á þessum slóðum? —. Ekki sem orð er á garandi, enda tæplega að búast við því, þó ókum við um langan vegar- kafla, sem Þjóðverjar höfðu lát- ið búa til og notuðu sem flug- völl, er hann steinsteyptur og ágætur yfirferðar. „Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokk- uð gott“, hugsaði ég á meðan að bíllinn brunaðí eftir veginum í glampandi sólskini. Jótland var í geislahafi þann dag, yndislegt og aðlaðandi í júlískrúða sínum. —DAGUR, 19. sept. um sjálfum. Og auk þess 100 kg. af fosfórssýru. Þetta miðast við fyrsta árið, en síðan má draga úr því, en á sandi þarf hins vegar enga jarðvinnslu, en sáð í sand- ipn með þar til gerðum sáningar- vélum. Æskilegt væri að hægt væri aðfauka við tilraunasvæðið á Rangársandi, en það verður tæplega gert frá Sámsstöðum, Hákon Bjarnason skógrækt- arstjóri er um þessar mundir að velta fyrir sér nýjum viðhorfum, sem geta haft mikla þýðingu fyrir skóg- ræktina hér á landi í fram- tíðinni, ef niðurstöður af til- raununúm verða jákvæðar. Broddfura á Hallormsslað. Fyrir fjörutíu árum kom Flensborg hinn gamli hingað til lands með broddfurufræ, er fengið var af háfjallasvæði í Hjonavígsla Fimtudaginn, 18. okt., voru þau Baldur Ragnar Eyford, frá Vog- ar, Man., og June Lorain Roberts, frá Lillesve, Man., gef- in saman í hjónaband, að 739 Alverstone St., hér í borg, af Dr. R. Marteinsson. Brúðarmey var Joan Doreen Roberts, systir brúðarinnar, og brúðgumasveinn var Lárus Sigurður Eyford, bróðir brúðgumans. Brúðguminn er sonur Mr. Framars Eyfords, að Vogar, og látinnar konu hans Baldrúnar; en brúðurin er dóttir hjónanna John og Phyllis Margaret Ro- berts. Faðir hennar er dáinn fyr- ir nokkrum árum, en ekkjan giftist Kára Pálsson frá Lundar. Roberts fólkið er frá Hales á Englandi. f Brúðhjónin höfðu unaðslegt föruneyti ástvina við þetta mik- ilvæga tækifæri. Giftingarvott- arnir hafa þegar verið nefndir. Þar var einnig móðir brúðarinn- ar, Mrs. Pálsson, sömuleiðis systir brúðarinnar og maður hennar, Mr. og Mrs. Guðmundur Johnson frá Oak View, Man., einnig faðir brúðgumans, Mr. Eyford; sömuleiðis þrjár systur hans: Mrs. Lára Antonsson, komin alla leið frá Brooklyn, New York; ennfremur Mrs Anna Sigurdson frá Hornpayne í Ontario; og Miss Stefanía Ey- ford, kenslukona, í Winnipeg. Frá fjarlægri Vancouver-borg kom bróðir hans, Mr. Franklín Eyford. Að kvöldi næsta dags eftir giftinguna, var tilkomumikil brúðkaupsveizla haldin í sam- komusal Lundar-bæjar, og var til hennar efnt af móður og stjúpa brúðarinnar, Mr. og Mrs. Kára Pálssonar. Mrs. Pálsson með aðstoð ættingja beggja brúðhjónanna, sá um allan veizlufagnaðinn sem mikinn unað veitti. Fjöldi fólks sótti þetta ánægju lega mót. Mannfagnaði þessum stýrði Mr. Daníel Líndal, og fórst honum það prýðilega. Fyrir minni brúðarinnar mælti Mrs. Kristín Thorsteinsson, en fyrir minni brúðgumans mælti Mr. Davíð Eggertson. Séra Jóhann Fredriksson flutti brúðhjónun- um hugheilar blessunaróskir. Mr. Líndal flutti brúðhjónun- um gjafir frá bygðarfólkinu: fagra ábreiðu, „Dinner set“, og fleira. í viðbót voru einnig gjaf- ir frá einstaklingum og hópnum. í samkomulok var stiginn dans. Lauk gleðimóti þessu með vinaþeli og hjartanlegum óskum um farsæld og hamingju brúð- hjónanna um alla framtíð. Að þessu samsæti loknu fóru brúðhjónin skemtiferð suður í Bandaríki. Heimili þeirra verður að Vogar. R. M. sagði Klemens bóndi að lokum. Vegna vorkulda tafðist sáning yfirleitt um V2 mánuð og hefir uppskeran því orðið um hálfum mánuði seinni. Auk þess var n4kið kal á túnum víða og á Sámsstöðum taldi Klemens að tapast hefðu a. m. k. 200 hestar af hey-uppskeru vegna þeirra. VÍSIR, 15. sept. Kóloradó í Bandaríkjunum, sunn an af fertugasta breiddarstigi. Var broddfuran alin upp að Hallormsstað, og hefir henni al- drei hlekkzt á þessi fjörutíu ár. Af þessu vaknar sú spurning, hvort unnt sé að flytja hingað trjá tegundir af suðlægum breiddarstigum, ef þau vaxa þar í hálendi, þar sem veður er svalt eins og hér. Nýjar kenningar. í þessu efni eru nú einmitt uppi nýjar kenningar meðal erlendra skógræktarmanna. Reynsla síðustu ára virðist benda til þess, að flutningur trjá- plantna sé ekki eins miklum erfiðleikum bundinn og talið hefir verið, og geti hæðarmunur landsins, þar sem skógurinn vex, vegið upp á móti mismunandi breiddarstigum. Fræ úr Alpafjöllum. Hákon Bjarnason er nýkiminn heim frá útlöndum, og fór hann í þessari ferð sinni suður til Sviss, einmitt með þessa hluti í huga. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að hátt í ölpunum vaxi hinar sömu jurtir og hér á landi. Þarna aflaði hann sér trjáfræa, sem tilraunir verða gerðar með hér, og verði árang- urinn jákvæður mætti fá hátt í svissnesku Ölpunum fræ af rauð greni, Evrópulerki og zembra- furu. Fleiri legundir. Komi það á daginn, að upp- eldj trjáa af fræi úr háfjöllum í Sviss geti heppnast hér, opn- ast nýir möguleikar um öflun fleiri trjátegunda, er ættu líf- vænt hér. Má 1 því efni nefna háfjallasvæði í Ameríku og Asíu. Myndi því fylgja mikil fjölbreytni í tegundavali, ef hægt væri að sækja þangað trjá- fræ, sem hentaði okkur. —TIMINN, 14. okt. M ESSU BOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ — Gimli Luiheran Parish — H. S. Sigmar, Pastor Sunday Nov. 4th 1:30 p.m. Service in Hecla (both languages). 7:00 p.m. Service in Gimli (English). 9:00 p.m. Special Service in Hnausa (both languages). Cele- brating the renovation of the church. — All friends of the Hnausa church, near and far, are invited to this service where the new lights will be dedicated. (No service in Betel this Sunday) Special Youth Rally with Movie Show in the church on Saturday night Nov. 3rd at 8 p.m. in Hecla Lutheran Church. The movie: “For Good or For Evil”. ☆ Lúterska kirkjaní Selkirk Sunnudaginn, 4. nóv. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir! S. Ólafsson Mr. og Mrs. Arni Eggertson Jr. frá Regina, Sask. dvöldu í tvær vikur hér í borginni ný- lega. Meðan þau voru hér, fóru þau ásamt foreldrum sínum Mr. og Mrs. A. G. Eggertson, K.C. í stutta heimsókn til Minneapolis. ☆ Dr. og Mrs. Baldur Olson fóru í gær flugleiðis til Vancouver. Þau munu dvelja þar í mánaðar- tíma. THE ICELANDIC NATIONAL LEAGUE presents PALL ISOLFSSON Organist, Director of Music, The Cathedral of Iceland, Reykjavik in ORGAN RECITAL FRIDAY, NOVEMBER 9th. 1951. at 8:30 P.M. Westminster Church, Maryland and Westminster, Winnipeg PROGRAM D. Buxtehude Passacaglia, D-minor, Choral Prelude (Lobt, Gott, ihr Christen allzugleich) J. S. Bach Prelude and Fugue, E-flat Choral Prelude (In dulci jubilo) Toccata and Fugue, D-minor Hallgrimur Helgason Choral Prelude (Old Icelandic Tune) Jon Leifs Choral Prelude (Old Icelandic Tune) Pall Isolfsson ............Chaconne (Old Icelandic Theme) Shop with CONFIDENCE . . . at EATON'S "Goods Satisfactory or Money Refunded” A Consfanf Safeguard for Your Shopping Dollars! <*T. EATON CÍL™ WINNIPEG CANADA Combining Malting Barley To produce good malting barley, the kernels must not be broken or peeled in combining or subsequent handling. Some of the newer varieties, unfortunately, have a tough awn and loose hull. In an effort to “break off” the awn, the kernel is often peeled. To overcome this, at least in part, the barley should be combined early in the morning or late in the evening. Usually at these times the hull is tough and the awn dry and brittle. Since barley is much easier to thresh than wheat, the combine should be specially adjusted before starting to com- bine this crop. The cylinder speed should be reduced and the clearance between cylinder and concave should be increased. The proper adjustment can only be obtained by trial in the field. The adjustments should be made to remove the grain from the head and break off the awns without breaking or peeling the kernel. It is better to leave about one-eighth of an inch of awn on the kernel than to thresh the grain too “closely”. To accomplish this, it is usually necessary to make progressive adjustments during the day as the grain becomes drier. An adjustment that would be satisfactory in the morn- ing might break and peel the grain at ten o’clock and an adjustment that would be proper at ten o’clock, might cause damage in the early afternoon. To properly thresh barley, examine the grain in the hopper from time to time and make the adjustments accordingly. — It is not only cylinder adjustments that are necessary to thresh barley; the “return” to the cylinder from the shoe and sieve should be as little as possible and not waste the grain. For best results, use a barley sieve with at least %-inch round holes. Where an adjustment sieve and chaffer is used, the adjustmenís must be kept open to allow the grain to pass through before it reaches the “return”. The fan and shoe adjustments should be such that the volume of air will lift the chaff from the grain at the front of the shoe and allow the grain to pass through to the front of the sieve. For further information on the stage of maturity, swath- ing and combining, write for- the bulletin on “Harvesting Malting Barley” to the Barley Improvement Institute, 206 Grain Exchange Building, Winnipeg, Manitoba. , Fifteenth of series of advertisements.- Clip for scrap book. This space contributed by SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. MD-296 Hentar trjófræ af suðlægum háfjöllum okkur?

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.