Lögberg - 08.11.1951, Page 4

Lögberg - 08.11.1951, Page 4
4 LÖGBÉRG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBER, 1951 lögberg GeflB Ot hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: KDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Þörf og virðingarverd sfarfsemi Með hliðsjón af því, hve canadískt þjóðlíf er fjöl- breytt og slungið mörgum fjarskyldum þjóðernislegum þáttum, er það í rauninni aðdáunarvert, hve þjóðein- ingin er komin á hátt stig með eitt og hið sama mark- mið fraumndan. Þetta á rót sína að rekja til víðsvnnar forustu, sem aðrar þjóðir, að minsta kosti margar hver;j- ar, hafe frrið á nr's við og staðið hefir í vegi fyrir heil- brigðri þróun þeirra. í þessu landi, sem enn er að byggjast og þarf að byggjast, skapast mörg og ólík viðhorf svo að segja frá ári til árs; straumur innflytjenda hlýtur jafnt og þétt að aukast; kröpp, og jafnvel alveg óviðunandi kjör tug- þúsundanna í Mið-Evrópulöndunum gera það að verk- um, að hingað líta margir vonaraugum um bætt lífskjör, alment mannfrelsi, öryggi og frið; þetta fólk þarf á að- stoð okkar að halda meðan það er að koma sér fyrir, og við þurfum á starfskröftum þess að halda, því hér er fyrir hendi gnægð verkefna. Á fimtudagskvöldið var efndi sá félagsskapur hér í borg er gengur undir nafninu, Canada Press Club, til viðtalsfunciar ásamt borðhaldi í hinum vingjarnlegu Moores salarkynnum, og voru þátttakendur eitthvað um fjörutíu, konur og menn. Ritstjóri Lögbergs og frú sátu mót þetta í boði W. J. Lindals dómara og frúar hans, og skal slíkt hér með þakkað og að makleikum metið. Líndal dómari átti frumkvæði að stofnun áminsts blaðamannafélags, og hefir frá upphafi verið lífið og sálin í starfsemi þess óg gegnir þar forsetastarfi; fé- lagið er mestmegnis skipað ritstjórum þeirra blaða, sem gefin eru út í þessari borg á öðrum tungum en ensku og frönsku; safnanlagt njóta blöð þessi geisimikillar,út- breiðslu, sem sízt er að undra, þar sem fimti hluti cana- dísku þjóðarinnar er af öðrum en enskum og frönskum uppruna; allra þessara blaða er brýn þörf, og ekki sízt. slafnesku blaðanna, því af slafneskum þjóðfíokkum er langmest um innflytjendur hingað eins og nú hagar til. Öll eiga blöð þessi eins og að líkum lætur nána sam- vinnu við innflutningsmálaráðuneytið og hin^, svo til nýju þegnréttindadeild þess, en í henni á Líndal dóm- ari sæti og hefir int þar af hendi hið þarfasta verk. Fyrir tiltölulega skömmu hefir stofnaður verið í Toronto félagsskapur, sem nefnist Canadian Scene — vettvangur canadísks þjóðlífs; skrifari félagsins er Mrs. R. H. L. Massie, og sat hún ásamt manni sínum áminstan fund, flutti inngangserindi, skýrði frá tilgangi félagsins og starfstilhögun og svaraði spurningum; á fundinum var einnig staddur Dr. Kay, sem er starfs- maður þegnréttindadeildarinnar, svo og ungur maður, Mr. Thompson, sem skipaður hefir verið varanlegur milligöngumaður milli áminstrar þegnréttindadeildar og þeirra stofnana, sem að einkum að því vinna, að greiða götu innflytjenda á einn og annan hátt. Hinn nýi félagsskapur, Canadian Scene, er jafnt og þétt að víkka út landnám sitt; hann lætur semja ágætar greinar varðandi Canada og sendir þær ókeypis þeim blöðum, sem gefin eru út á hinum svonefndu, erlendu tungum, og er hlutaðeigandi blöðum það vitaskuld í sjálfsvald sett hvað þau velja og hverju þau hafna; einkum er hér um að ræða upplýsingar, sem innflytj- endur varðar miklu, svo sem um stjórnarfar landsins, atvinnumál og þjóðháttu; félagsskap þessum er það Ijóst hverjum erfiðleikum það er bundið frá fjárhags- legu sjónarmiði séð, að halda úti blöðum á erlendum tungumálum, bæði vegna þess, að áskriftargjöldin eru hlutfallslega miklu lægri en vera ætti, og svo hins hve tekjur af auglýsingum eru rýrar; nú hefir komið til tals, og vonandi að af framkvæmdum verði, að þessi ungi félagsskapur, Canadian Scene, beiti sér fyrir um það, að koma á fót auglýsingastofnun er það markmið hafi, að afla áminstum blöðum með auglýsingum nokkurra tekna, svo að þeim yrði, að minsta kosti um hríð nokkru léttara fyrir um andardrátt og þyrftu eigi ávalt að bera kvíðboga fyrir því, hvað morgundagurinn beri í skauti sínu. — Það var hreint enginn smáræðis fróðleikur í því fólginn að sitja áminstan blaðamannafund; langflestir, er fundinn sóttu, létu skoðanir sínar í ljós á einn og annan hátt, og þótt viðhorfin væru ólík, eða þeim væri með ólíkum orðum lýst, var þó alt af að sama markmiði stefnt, sem sé því, að auka á gæfu canadísku þjóðar- ínnar með samstilling hugar og handar. Áminstri kvöldstund var vel varið, og er þess að vænta, að fleiri slíkar megi sigla í kjölfar hennar áður en langt um líður. Það er ekki ofmælt, að Líndal dómari stýrði þess- um sérstæða umræðufundi með hinni mestu prýði og af ágætri háttlægni. • , í SÆLUHÚSINU RœSa, fíutt í Fyrstu lútersku kirkju. sunnudagskvöldið 4. nóvember 1951 eftir séra Valdimar J. Eylands. ,,Sæll er sá er siiur í skjóli hins hæsia, sá er gisiir í slcugga hins almáiika". Sálmur 91:1. Við sungum: „Kominn er vet- urinn“, í upphafi þessarar guðs- þjónustu í kvöld. Það ætti nú að vera óþarfi að minna á jafn augljóst mál. Veturinn talar sínu máli svo ljóst þessa daga að það er enginn vafi á því að hann er kominn. Við heyrum þytinn í honum í gluggum og göngum. Við finnum bitran andardrátt hans í hvert sinn sem við kom- um út; við finnum að hann er strax orðinn harður undir fæti, og stinnur í fangið. Okkur verð- ur þá fýrst fyrir að hugsa um skjól, hús og hlýindi. Þegar vet- urinn gengur í garð er búið með allar útisetur, og ónauðsynleg ferðalög fyrir okkur flestum. Ég valdi þennan texta í kvöld vegna þess að hann fjallar um það sem við erum öll að hugsa um, það sem okkur er öllum nauðsynlegt til að geta lifað, — húsaskjólið og hlýindin. En er- um við annars nokkuð verulega að hugsa um það? Er ekki húsa- skjól og þægindi eitt af því sem er orðið svo hversdagslegt að við tökum það sem sjálfsagðan hlut án frekari athugunar? Við erum orðin svo vön að sitja í hlýjum húsum að við tökum naumast eftir helkulda vetrar- ins, og gleymum því einnig að við höfum ekki ávalt verið þann- ig stödd. Við höfum sem betur fer, lítið af því að segja að vera á ferð í stórhríðum um fjöll og firnindi. Högum okkar flestra er nú svo háttað að við þurfum ekki að ganga um snjóþaktar eyðisléttur í stormviðri, eða traðka íshjarnið í grimdarfrosti. Forfeður okkar kunnu að meta skjólið betur en við sem nú lif- um. Margur fjármaðurinn var guðsfeginn að komast heim í bæinn sinn úr beitarhúsum að kvöldi. Margur þreyttur veg- farandi fagnaði í hjarta sínu er hann sá rofa fyrir sæluhúsinu í gegnum bálviðrið á heiðum uppi. Ég hefi séð nokkur „sælu- hús“ af þessu tagi, og mig hefir furðað það stórlega að jafn ömurlegum hreysum skuli hafa verið gefið jafn fagurt og skáld- legt nafn. Það þarf sterkt ímynd- unarafl til slíkrar nafngiftar þegar útlit þeirra og innihald er athugað. En undir vissum kring- umstæðum gátu þessir kofar orðið veruleg sæluhús. Ef menn fundu þau ekki á ferðum sínum um öræfin var oft ekki um annað að ræða en að setjast und- ir stein eða barð og láta fenna yfir sig, og enda þannig ævi- skeið sitt. Já, þeir voru sælir sem fundu sæluhúsin, þeir fengu oft að halda dýrmætustu eign sinni, — lífinu. Sæll er sá er í skjóli situr. Sjómaðurinn kann að meta skjólið er hann kemur loks í höfn eftir langa hrakninga og vosbúð. Við sem í landi dvelj- um skiljum ekki kjör hans. ^Frumbyggendurnir- hér í Mani- toba og víðar hér á þessum norðlægu sléttum kunnu að meta skjólið. Hlýindin í logga- kofanum lága, ylurinn í eldhús- stónni í horninu var þeim dýr- mætur er þeir komu kaldir og kvaldir frá fiskiveiðum á ísn- um, — sem líklega er einhver sú karlmannlegasta atvinna sem hægt er að hugsa sér, — eða þegar þeir óku uxum sínum fet fyrir fet um óravegu á leið úr kaupstað með björg í sín fátæk- legu bú. Nei, ég er hræddur um að flest okkar kunnum naumast að þakka þau lífsþægindi sem við nú njót- um, það skjól sem við sitjum í hina köldu vetrardaga. Ekki hugsum við heldur að jafnaði út í það að húsaskjólið og hlýindin eigum við öðrum mönnum fyrir að þakka. Einhver hefir farið út á fjarlægar merkur og felt tré; aðrir hafa kafað eftir kolum nið- ur í iður jarðar, eða borað eftir olíu. Verkamönnunum, þörfustu þjónum mannfélagsins er sjald- an þakkað sem vera ber, þeir eru okkur oftast gleymdir, þar sem við sitjum inni 1 hlýindum ör- ugg gegn stormum og vetrar- grimd. En hver lagði svo til í raun og veru orkuna og efnið í hús, og það sem hlýindin veitir? Það gerði góður Guð. Hvert hús minnir því á forsjón hans sem frumefnin gaf; hann sem þannig blandaði efnum lofts og lagar að til varð rafmagn, efniviður, eldur og kol. 1 hvert sinn sem við komum inn í hús, má því segja að við komum í Guðs hús. Þegar við því sitjum í hlýjum húsum, eða göngum í hlýjum fötum þá sitjum við, lifum og hrærumst í skjóli hins hæsta. Það er Drottinn sjálfur sem hýs- ir okkur og skýlir. Einhver sagði við kunningja sinn: „Þú átt ekki húsið þitt, þó þú eigir það“. Mál- fræðingar myndu kalla þetta klaufalega setningu, en í henni felst þó sá mijrilvægi sannleikur að menn eiga ekki húsin sín sjálfir jafnvel þótt þeir hafi eignarbréf fyrir þeim. Guð á húsin, og alt sem í þeim er, einn- ig fólkið sem í þeim býr. Þegar þú því situr inni við arineldinn og baðar í rósum þegar bylurinn hvín, þá situr þú bókstaflega í skjóli hins hæsta. En allar samlíkingar okkar og dæmi úr daglegu lífi verða ó- sköp ófullkomnar er til þess kemur að túlka föðurkærleik Guðs sem býr okkur skjól og háborg við hjarta sitt í öllum stormum og stríði lífsins. Eða mundi ekki sá himneski faðir, sem gefið hefir okkur húsaskjól og klæði til verndar gegn hörku vetrarins vera okkur skjól í öll- um lífsstormum og hríðum? Ó, vér heimskir menn, og í hjarta tregir til að trúa á föðurgæzku og forsjón Guðs! Eins og nokk- urntíma geti fent í skjól Guðs miskunnar! Mundi hann nokkru sinni hrekja barnið sitt út á gaddinn, eða láta það frjósa í hel úti á eyðihjarni, ef það á annað borð vill koma inn í hlý- indin! Nei, fjarri fer því. Komi því vetur, komi sorg, komi sjálf- ur dauðinn, samt er-það satt að: „sæll er sá sem situr í skjóli hins. hæsta“. En eins og dyr eru á öllum húsum, og ekki verður inn í þau komist úr kuldanum nema um þær sé gengið, svo eru og dyr að náðarskjóli Guðs. Það kostaði hann mikið að láta gera þær dyr að allir menn mættu þar inn um ganga. „Svo elskaði Guð heim- inn, að hann gaf sinn eingetinn son“. „Ég er dyrnar segir“, segir Kristur sjálfur, „enginn kemur til föðursins nema fyrir mig“. Þetta er eins einfalt og Ijóst og bezt verður á kosið. Kristur er bæði vegurinn og dyrnar, hann er syndugum mönnum, eins og mér og þér, skjól og skuggi. Sá er sæll sem situr í skjóli hins hæsta. Þegar við göngum hon- um á hönd, komum við í sælu- húsið á eyðimörkinni og fáum að halda lífi. Látið ekki glepjast af gern- ingaveðrum og glundroða. Okk- ur er stundum sagt að til séu aðrar dyr, já óteljandi dyr að sæluhúsi Drottins, og að á sama standi um hverjar þeirra sé gengið. Þetta lætur vel í eyrum, en eins og margt sem hljómar þannig, hefir þessi kenning þann megin ókost að vera mjög vafa- söm. Við vitum að minsta kosti ekki um neinar aðrar dyr. Hvers vegna ættum við að vera að leita á baka til og á allar hliðar húss- ins, þegar framdyrnar standa opnar og öllum er boðið inn sem í hlýindin vilja koma og njóta skjólsins? „Komið til mín allir“, segir dyravörðurinn, Drottinn Jesús. Nú er kominn vetur. Líf sumra manna er líkast vetrinum árið um kring. Þar er sífeldur kuldi og vonleysi. Þannig fer ávalt fyrir okkur þegar við verðum úti á hjarni veraldarhyggju og vantrúar. Tveir bræður gengu á fjall, þeir áttu langa leið fyrir höndum. Annar þeirra fann til vanmáttar síns og sneri við til þeirrar sveitar sem frá var horf- ið. Hinn hélt áfram ferð sinni, en lenti í aftaka hríðarbyl á heiðinni. En hann fann sæluhús- ið og lagðist til hvíldar. Um nótt- ina heyrði hann traðk í kring um kofann og högg og slög á þekjunni og við dyrnar. En mað- urinn var alinn upp við drauga- trú, taldi þetta vera óvætt, og þorði ekki að hreyfa sig eða gefa frá sér hljóð. Um morguninn er hann braust út úr kofanum var fent fyrir dyrnar, og í fönn- inni lá bróðir hans — örendur. Nokkrar tilfærslur gerðar milli sókna og lagt til að preslar annist jafnframt kennslu í fámennuslu prestaköllunum. Prestakallsskipunarnefnd, sem skipuð var til þess að endur- skoða prestakallaskipun lands- ins, hefir nú birt helztu tillögur sínar í Kirkjublaðiu. Leggur nefndin til að starfandi prestar' landsins verði 116 í stað 115, eins og nú er. Af þessum prest- um verði 114 sóknarprestar, en að auki verði 2 prestar, er biskup landsins ráði til þess að gegna störfum í forföllum sókn- arprestanna. Þá vill nefndin að í Reykjavík verði jafnan starf- andi prestur fyrir hverja 5000 íbúa, en samkvæmt því ættu að vera hér að minnsta kosti 9 þjóð- kirkjuprestar, , Þá er það nýmæli í tillögum nefndarinnar, að í 10 hínum fá- mennustu prestaköllum skuli prestarnir jafnframt gegna kennarastörfum, og myndi það hafa í för með sér verulegan sparnað ríkissjóðs, segir í áliti nefndarinnar. Ennfremur leggur nefndin til nokkrar tilfærslur milli sókna, það er að prestaköll verði sam- einuð, þannig: Berunessókn leggst frá Djúpa- vogi til Heydala. Kálfatjarnarsókn leggst frá Hafnarfirði til Grindavíkur. Kirkjuvógssókn leggst frá Grindavík til Útskála. Innra-Hólmssókn leggst frá Akranesi til Saurbæjar á Hval- fjarðarströnd. Fáskrúðsbakkasókn leggst frá Söðulhplti til Staðarstaðar. Hjarðarholtssókn leggst frá Kvennabrekku til Hvamms. Dagverðarsókn 1 e g g s t frá Hvammi til Staðarhólsþinga. Garpdalssókn leggst frá Stað- arhólsþingum til Reykhóla. Víðihólssóká leggst frá Skinna stað til Skútustaða. Glæsibæjarsókn leggst frá Akureyri til Möðruvalla. Brettingsstaðasókn leggst frá Hálsi til Húsavíkur. Svalbarðssókn 1 e g g s t frá Raufarhöfn til Sauðaness. Nefndin telur tillögur sínar miða að verulegri jöfnun presta- kallanna, að því er fólkstölu snertir, og að starfskraftar prest anna eigi að geta notið sín betur með hinni nýju skipan. Að því er Reykjavík snertir er bent á ákvæði laga frá 1940 um skipt- ingu Reykjavíkur í prestaköll, en þar er svo fyrirmælt að fyrir hverja 5000 íbúa skuli vera einn prestur, og ættu þjóðkirkju- prestarnir því að vera 9 í stað 6 eins og nú er. Tillögur nefndarinnar munu verða sendar öllum próföstum landsins til athugunar og um- sagnar svo og kirkjuráði, en að fengnum tillögum þessara aðila mun nefndin endanlega ganga frá frumvarpi á grundvelli til- lagnanna og senda það kirkju- málaráðherra, sem væntanlega mun leggja frumvarpið fyrir alþingi í vetur. Hann hafði snúið við aftur og haldið 1 humátt á eftir bróður sínum, og eins og hann, fundið sæluhúsið, en komst ekki inn, og lá dáinn við dyrnar. Er bróðir þinn úti í hríðinni? Lokaðu þá ekki sæluhúsinu fyr- ir honum. Leyfðu honum að koma inn svo að hann megi þýða kuldann og klakann úr sál sinni. Ef þú ert sjálfur kominn inn um dyrnar, bentu honum þá að korrua inn á eftir þér. Þetta gerir þú í hvert sinn sem þú hjálpar einhverjum sem á bágt, í hvert sinn sem þú leitast við að græða sár annara manna, í hvert sinn sem þú leynt og ljóst sýnir í framkomu þinni að það að silja ískjóli hins hæsta er þér meira en orðin tóm. í prestakallsskipunarnefnd- inni eiga sæti: Séra Sveinbjörn Högnason, Ásmundur Guð- mundsson prófessor, Ingimar Jónsson skólastjóri, Páll Zóp- hóníasson búnaðarmálastjóri, Pálmi Einarsson landnámsstjóri, Sigurður Bjarnason alþingis- maður og Sveinn Víkingur biskupsritari. —Alþbl. 28. sept. By DR. F. J. GREANEY Dlrector Line Elevators Farm Service, Winnipeg, Manitoba THE BACKBONE OF CROP IMPROVEMENT The Crop Improvement Asso- ciations of Manitoba, Saskat- chewan and Alberta are making a major contribution to the wel- fare of agriculture in Western Canada. Provincial Crop Improvement Associations are voluntary or- ganizations. In each province they are sponsored and directed by representatives of the Can- adian Seed Growers’ Associ- ation, Canada and Provincial De- partments of Agriculture, Uni- versities, Grain Companies, and others. These agencies work to- gether to assist the grower of Registered and Certified seed to market his product. Their aim is to provide a beneficial service to seed grower and*purchaser alike —all farmers. The major purpose of these Associations is to facilitate the wider use of Registered and Cer- tified seea of farm crops. This is accomplished by: (1) Establish- ing fair and reasonable seed prices. (2) Maintaining the high- est possible standards in the pro- duction of seed. (3) Enlisting the support of country elevator agents as salesmen of Registered and Certified seed. (4) Creating a wider farmer demand for good seed. Any farmer can place an order for Registered or Certified seed with his local elevator agent. The agent forwards the order to his head office, or to the Secre- tary of the Provincial Associa- tion, who directs it to a seed grower with stocks for sale. The grower ships the seed directly to the farmer at his country point. The procedure is both simple and satisfactory. All Line Elevator agents of the companies listed above are au- thorized distributors of Régis- tered and Certified seed. They are at your service. Again this year Line Elevator agents are urged to promote the wider use of Registered and Certified seed among their farmer customers. After all, no factor, is more im- portant in successful grain crop production than is the use of good seed. Álit prestakallsskipunarnefndar: Prestar landsins verði 116 í stað 115, þar af 9 í Reykjavík

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.