Lögberg - 08.11.1951, Side 6
fi
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. NÓVEMBER, 1951
NÓTT
MORGUN
Eftir LYTTON LAVARÐ
i
J. J. BtLUFELL. þýrUii
„Herra Beaufort, þú ert bráðlátur — það
er eðlilegt. En ef við leggjum út í mál — það
er að segja, ef ég á nokkuð með það að gjöra,
þá legg ég til að við bíðum — bíðum þangað
til að málstaður þinn er öruggur. Og hiustaðu
a mig. Þetta er ekki eina sönnunin — og þetta
ekki eina vitnið; þú gleymir að það var stað-
fest afskrift af giítingarskírt?ininu, eða staðfest
afskriít af giítingarskrásetningunni, og sá sem
þá afskrift tók getur verið enn á lífi og svarið
til sannleiksgildis þess. Með þessar hugsanir í
huga og orðinn dauðleiður á áhrifaleysi aug-
lýsinganna, ásetti ég mér að fara í nágrennið
við Fernside; ég var svo heppinn að það átti
að selja heimili manns, sem að átti heima í
þorpinu. Ég lét sem að erindi mitt væri að
skoða þetta pláss. Eftir að að hafa skoðað húsið
lét ég sem mér væri það áhugamál að breyta
því sem mest í líkingu við hús Lilburne lá-
varðar; það kom mér til þess að biðja um að
fá að sja það hús — ein króna mýkti skap bú-
stýrunnar, s,vo að hún lét mig fara inn í húsið.
Bústýran haíði verið hjá föður þínum og fylgt
svo með þegar að lávarðurinn keypti eignina.
Ég komst því fljótt að hvaða herbergi að íaðir
þinn hafði notað eins og fyrir sjálfan sig og
var líklegastur til að hafa géymt þar bréf sín
og önnur'skilríki; ég fékk að vita, að húsmun-
irnir voru þeir sömu og í tíð föður þíns, sem
reyndar var auðséð á útliti þeirra, að nokkrum
undanteknum, sem að hafði verið bætt við í
setustofuna, að öðru leyti voru þeir að öllu
leyti óbreyttir. Þú virðist órólegur — ég er
að komast að aðlatriðinu. Ég sá þar gamaldags
dragkistu . . . .“
„En við leituðum í öllum dragkistuskúffun-
um!“
„Voru nokkur leynihólf í henni?“
„Leynihólf! Nei! Það voru engin leynihólf,
sem að ég vissi um, eða heyrði um!“
Herra Barlow neri saman höndunum, og
sat þegjandi um stund.
„Þessi dragkista vakti eftirtekt mína, sér-
staklega sökum þess, að faðir minn átti aðra.
sem leit alveg eins út. Hún var ekki búin til á
Englandr— heldur á Hollandi“.
„Já ég heyrði að faðir minn hefði keypt
hana á uppboði tveimur eða þremur árum eftir
að hann gifti sig“.
„Bústýran sagði mér þetta, og var upp með
sér þegar að ég var að dáðst að dragkistunni.
Hún vissi ekki hvar þetta uppboð hefði verið,
aðeins að það hefði verið einhversstaðar í ná-
gjenninu. Ég hafði nú fengið dálítið til að festa
hugann við; ég fékk að vita með því að spyrjast
gætilega fyrir, hváða uppboð hefðu verið haldin
þar í nágrenninu á vissu ári, eða vissum tíma.
Maður hafði dáið á þeim tíma og og að hús-
munir hans hefðu verið seldir á uppboði. Með
allmiklum erfiðleikum komst ég að því, að
ekkja þess manns var enn á lífi og ætti heima
í fjarlægri sveit. Ég fór og heimsótti hana; og
til þess að þreyta þig ekki með of löngu máli,
þá læt ég nægja að segja, að hún mundi ekki
aðeins eftir dragkistunni, heldur sagði mér, að
í henni væru leynihólf og skúffur mjög hagan-
lega fyrirkomnum; hún sýndi mér skrá, þar
sem að slík hólf og skúffur eru sýndar með
upphafsstöfum til þess að sýna væntanlegum
kaupendum betur ágæti hlutarins og örfa menn
til að bjóða í hann. Það er eðlilegt að faðir þinn
skyldi ekki segja frá, hvar hann geymdi gift-
ingarvottorðið, á meðan að föðurbróðir hans
liíði; en eftir að hann dó, entist honum ekki
aldur til að skýra mikið eða margt, en ég er
alveg viss um, með sjálfum mér, að ef að
Robert Beaufort fann ekki þetta skjal á meðal
annara, sem að hann leit yfir — að þá er það
að finna í einhverri af skúffunum eða leyni-
hólfunum í þessari dragkistu, og það er allt
sem við þurfum til þess að sanna kröfu þína.
Þetta er þeim mun líklegra af því að faðir þinn
minntist aldrei á það — jafnvel ekki við móður
þma eftir því sem séð verður, að um leyni-
hólf væri að ræða í dragkistunni. Hvaða aðra
þýðingu gat leyndin haft? Líklegt er, að hann
hafi meðtekið skírteinið rétt áður eða um
sama leyti, sem að hann keypti dragkistuna,
eða þá, að hann keypti hana til þess að geyma
giffingarvottorðið í henni — og eftir að hann
lét það á stað, sem að hann vissi að það var
óhult á fyrir augum og athöfnum manna, af
vana frekar en ótta (fyrirfefðu mér) við ógætni *
móður þinnar, sem þessi leynd virðist bera með
sér, varnaði honum að minnast á þessar kring-
umstæður, jafnvel eftir að hann svo árum skipti
var búinn að reyna hina órjúfanlegu tryggð og
ástúðlegu umhyggju hennar fyrir högum hans
og velferð. Hann hefir ásett sér að lagfæra allt
þetta, þegar föðurbróðir hans dæi!“
„Og hvernig, ef þetta er satt — ef að for-
sjónin, sem hingað til hefir varðveitt mig frá
svo mörgum hættum, hefir með þessum leynd-
ardómi föður míns bjargað fæðingarrétti rnín-
um frá gripdeild réttarræningans — hvernig,
segi ég, er . ... .“
„Að ná dragkistunni á okkar vald? Það er
nú spursmálið. En við verðum að gjöra það
einhvern veginn, ef að allt annað bilar í milli-
tíðinni, því að ég er nú orðinn viss um, að af-
skrift hefir verið tekin af giftingarskrásetning-
unni, var ég að hugsa um, hvort að þú vildir
ekki að ég færi til Wales til að vita hvort ég
gæti fundið nokkurn í A . . . sem séð hafi af-
skriftina, sem tekin var, því taktu eítir, að af-
skriftin sjálf hefir aðeins þýðingu að því leyti,
að hún getur vísað á þann mann, sem tók hana,
og sem er aðalvitnið“.
„Herra“, sagði Vandemont og tók innilega
í hendina á hr. Barlow. „Fyrigefðu duttlungana
í mér. Ég sé að þú ert maðurinn, sem að ég var
að leita að og þurfti að fá — glöggskyggni þín
kemur mér á óvart um leið og hún er nlér
hvatning. Farðu til Wales, og guð veri með
þér!“'
„Það er ágætt! — ég verð kominn af stað
eftir fimm mínútur. í millitíðinni skalt þú tala
við vitnið sjálfur ;það gjörir honum gott að sjá
son velgjörðarmannsins og eykur hugrekkí
hans betur en nokkuð annað. Hérna er heimilis-
fang hans, og mundu eftir að láta hann fá
peninga. Og nú læt ég sækja hestana — hlut-
irnir eru farnir að líta betur út. Ó! ég gleymdi
að segja þér, að Monsieur Liancourt heimsótti
þig í gær, það var í sambandi við hans eigin
mál. Hann vill endilega finna þig. Ég sagði hon-
um, að þú mundir máske verða í bænum í
kvöld, og hann sagðist skyldi bíða þín heima
hjá þér“.
„Já, ég skal fara undir eins til Lundúna og
tala við vitnið okkar. Og hann sá móður sína
við altarið! Vesalings móðir mín — hvernig
gat faðir minn efast um einlægni hennar! Og
hann roðnaði í fyrsta sinni og fyrirvarð sig
fyrir minninguna um föður sinn. Hann gat ekki
enn áttað sig á hvernig að maður svo opin-
skár og vanalega svo einarður hefði getað svo
árum skipti haldið leyndu frá konunni, sem
öllu fórnaði fyrir hann, máli sem var svo þýð-
ingarmikið fyrir hana! Það var eini bletturinn
á mannorði föður hans, en það var ljótur og
alvarlegur blettur. Afleiðingarnar höfðu fallið
þungar á herðar þeim, sem hann unni mest!
Phillip hafði enn ekki lært að meta hve ægi-
leg siðspilling getur verið í von og ótta um
mikinn auð — jafnvel á meðal manna, sem
taldir eru vera heiðarlegir, ef að þeir hafa verið
aldir upp við og hossað í þeirri trú, að auðurinn
væri aðalblessun lífsins. Réttilega skoðað, þá
var í þessari einstöku fyrirlitningu Philips á
Beaufort að finna hina miklu siðferðisaðstöðu
hins ljótasta sannleika, sem í heiminum finnst!
Herra Barlow var farinn. Philip var í þann
veginn að stíga inn í vagn sinn, þegar að skraut-
legum vagni með fjórum hestum fyrir, var ekið
upp að gistihúsdyrnunum til að skipta um
hesta. Ungur maður lá endilangur í vagninum
vafinn í kápu og náfölur. Hann renndi augun-
um veiklulega á manninn, sem stóð í fullu fjöri
og tígulegur ásýndum við ódýra vagninn. Philip^
veitti ferðamanninum enga eftirtekt; hann sté
inn í vagn sinn og fór. skröltandi á stað; og
þannig mættust þeir óafvitandi, Arthur Beau-
fort og Pbilip frændi hans. Yfir hvorum hvíldi
nú nótt — hvorum mofgun?
XII. kapíluli
1
Á meðan að allt þetta dreif á daga Philips,
þá voru þeir ekki síður merkilegir fyrir Fanny,
að því er hið innra líf hennar snerti; hún gladd-
ist óumræðilega með sjálfri sér út af því að
henni fannst að hún hefði tekið framförum —
að hún væri að verða verðugri til að njóta hans,
og að hann mundi sjá það, þegar að hann kæmi.
Hún var hugsunarsamari í framgöngu — á- ^
kveðnari og ekki eins barnaleg og að hún átti
að sér að vera,. En þrátt fyrir hið vaknandi and-
lega atgjörfi, voru sakleysistöfrar hennar ó-
snertir. Hún fagnaði yfir hinu fyrra frelsi sínu,
að mega fara út og koma inn að vild, og þar
sem að veðrið var oft kalt til þess að Símon
hefði tilhneigningu til að hreyfa sig frá hlýju
húsinu, nema kannske eins og hálfan klukku- •
tíma á morgnana, þá notaði hún rökkrið, þegar
að hann þurfti minnst á aðstoð hennar að halda,
til þess að heimsækja skólakennarann og auka
meira á þekkingu sína á guðsótta og vísdómi
mannanna. Skólakennarinn var ekki stórgáfuð
kona. Það var heldur ekki sá eiginleiki, sem
Fanny þurfti mest á að halda, eins mikið og að
gefa hennar eigin gáfum framrás með lestri
hagkvæmra og góðra bóka og almennum sam-
ræðum. Hugsanir hennar voru allar fallegar,
og skólakennarinn átti nú auðvelt með, að beina
þeim inn á brautir fullkomnunarinnar.
Fanny var róleg í fjarveru mannsins, sem
að aldrei fór þó úr huga hennar. Hún hafði
fengið bréf frá honum, sem að hann skrifaði
tveimur dögum áður en að hann fór frá Beau-
fort Court; — annað bréf, þar sem að hann var
að afsaka að hann hefði ekki komið fyrri — í
því bréfi gaf hann henni áritun sína sem meintr
að hún yrði að svara því. Bréf það gladdi hana
ósegjanlega mikið. Og svo var fögnuður hennar
mikill, að svara bréfinu út af því, að geta sýnt
honum hve mikið að sér hefði farið fram og
hve vel hún skrifaði nú! Hún lokaði sig inni í
herbergi sínu og fór ekki út þann dag. Hún
tók blað og lagði það á borðið fyrir framan sig
og var alveg hissa, að þegar til kom þá var
hún búin að gleyma öllu, sem hún ætlaði sér
að segja. Hvernig átti hún að byrja? Hún
hafði alltaf kallað hann „bróðir“ þangað til um
kveldið, sem hún var að tala við Sarah, og
henni fannst að hún gæti ekki ávarpað hann
þannig aftur undir neinum kringumstæðum —
nei, það væri aldeilis frá! En hvernig átti hún
þá að ávarpa hann? — Hvað átti hún að kalla
hann? Hann skrifaði sig „Philip“. Hún vissi
að hann hét það. Henni þótti nafnið hljómfag-
urt að nefna það, en að skrifa það! Nei, einhver
eðlisávísan, sem að hún gat ekki gjört sér grein
fyrir, virtist hvísla að henni, að það væri ekki
viðeigandi — of frekt að ávarpa hann „Kæri
Philip“. Höfðu söngvarnir hans Burns — söngv-
arnir, sem að hann í hugsunarleysi hafði' feng-
ið henni og sagt henni að lesa — kvæði, sem
innihalda meðal annars þau dásamlegustu ásta-
ljóð, sem ort hafa verið — höfðu þau hjálpað
til að kenna henni sum af leyndarmálum henn-
ar eigin hjarta? Hver getur sagt um það — eða
vitað hvað í hjarta hennar og huga bjó? Henni
var það máske ekki sjálfri ljóst, en hún gat
ekki skrifað orðin „kæri Philip“ hún gat það
ekki með neinu móti. Allur fyrsti dagurinn
gekk í þetta og hvernig sem að hún reyndi gat
hún ekki komist fram úr fyrstu línunum, svo
að henni líkaði.
Morguninn eftir reyndi hún aftur. Hún
breiddi úr bréfinu hans fyrir framan sig og
byrjaði að skrifa, en hver tilraunin eftir aðra
misheppnaðist. Svo þurfti hún að ditta að Sí-
moni. — Sarah kallaði á hana og þurfti að
tala við hana; svo voru reikningar, sem þurftu
að borgast. En eftir miðjan daginn byrjaði hún
aftur ákveðin:
„Það var fallegt af þér að skrifa mér“, (hún
sleppti nafninu) „og spyrja eftir líðan afa míns!
Hann er við þetta sama, en fer nú varla nokk-
urn tíma út, svo að ég hefi allmikinn tíma
fyrir sjálfan mig. Ég held að þú verðir hissa
á nokkru, þegar þú kemur til baka og þú brosir
að því, eins og þú varst vanur að brosa. Þú
mátt ekki láta .þér mislíka við mig, þó að ég
hafi farið út ein nokkuð óft — áhverjum degi. —
Mér hefir verið alveg óhætt. Það hefir enginn
gjört Fanny minnsta mein (Fanny var skaíið út
með pennahníf en mér sett í staðinn), en ég
skal segja þér allt um það, þegar að þú kemur.
Ertu viss um að þér líði vel — reglulega vel?
Færðu nokkurn tíma höfuðverkinn, sem að
þú varst svo oft að kvarta um? Segðu mér
það. Ferðu á göngutúr á daginn — á hverjum
degi? Er nokkur fallegur kirkjugarður þar sem
að þú ert? Hver fer út með þér? Ég hefi haít
svo mikla ánægju af að leggja blómin á graf-
irnar báðar. En ég legg þau fallegustu á gröf
móður þinnar, þó að hin sé mér kær. Ég er
hrygg í huga þegar að ég kem að þeirri síðari,
en ekki þegar að ég horfi á þá, sem að ég hefi
séð svo oft. Ó, hve góður að þú varst! En þú
vilt ekki að ég sé að þakka þér“.
„Þetta er mesta heimska!“ sagði Fanny og
henti pennanum á borðið. „Ég held, að mér
hafi ekki farið minnstu vitund fram“. Allt í
einu datt henni snjallræði 1 hug. í litlu setu-
stofunni, þar sem að skólakennarinn tók á
móti henni, hafði hún séð bók með fyrirmyndar
bréfum í, eða bók sem sýndi hvernig ætti að
skrifa bréf. Hún vissi af titli þeirrar bókar, að
í henni mætti sjá hvernig ætti að skrifa bréf,
hvers efnis sem þau væru, og hún efaðist ekki
um, að þar gæti hún séð bréf sem leysti vand-
ræði hennar. Hún stóð upp og réði við sig að
fara — það tæki hana ekki nema fáeinar mín-
útur og svo gæti hún lokið við bréfið áður en
að pósturinn kæmi. Hún setti á sig hattinn —
skildi bréfið eftir á borðinu, leit inn í setu-
stofuna á leiðinni út til þess að vera viss um
að Símon svæfi og að vírnet væri fyrir framan
eldinn í eldstæðinu, og svo flýtti hún sér allt
sem hún gat til sk'ólakennarans.
Það vár þungbúið þokuveður eins og aft á
sér stað í Lundúnum og nágrenni á haustin og
dimmdi óvanalega snemma að. Það dimmdi
meir og meir á meðan að hún var á leiðinni,
en hún komst samt með heilu og höldnu þang-
að, sem hún ætlaði sér að fara. Hún stóð við
í fimmtán mínútur og talaði við kennarann
um allar tegundir bréfa hálffeimnislega, nema
um það sem að hún ætlaði sér að skrifa, og
eftir að kennarinn hafði sagt henni ákveðið,
að ef bréfið væri til karlmanns, sem að gæti
talist í heldri manna tölu, þá ætti hún að
byrja það með „Kæri herra“ og enda það með
„Mér veitist sá heiður að vera“, og að hann
mundi sjálfsagt verða fornemaður, ef að
„Esquire“ (riddari, herra, væri ekki með í á-
varpinu, það var alveg ný uppgötvun). —
Fanny tók með sér bréfa-fyrirmyndabókina og
fór. Það var veggur meðfram skólaleikvellin-
um, sem að náði að aðalgötu þorpsins, þar sem
að eitt götuljós var, sem að grilti nú dauflega í,
í gegnum þokuna. Þegar að hún kom þangað
fannst henni grilla í einhverja þústu á stræt-
inu og scm að hún hélt að mundi vera vagn;
þá var allt í einu tekið í handlegginn á henni
og sagt við hana:
„Ég vona, að þú verðir ekki eins vohd við
mig eins cg þú varst við sendiboða minn! Ég
kom nú sjálfur til að sækja þig“.
Hún sneri sér við dauðhrædd, en það var
svo dimmt að hún sá ekki framan í manninn.
„Láttu mig lausa!“ hrópaði hún, „láttu mig
lausa!“ t
„Þey! Þey! Nei — nei, þú verður að koma
með mér. Ég skal gefa þér heimili — listi-
vagn — þjóna! Þú skalt klæðast í silki og bú-
ast gimsteinum og gulli! Þú skalt verða hefðar-
madama!“
Eftir því sem Fanny braust meira um, eftir
því jukust hylliboðin, sem henni voru boðin,
þangað til að maðurinn sem beið í vagninum
kallaði lágt og sagði:
„Varaðu þig, herra, ég sé mann þarna fyrir
handan — það er máske lögregluþjónn!“
Fanny heyrði aðvörunina og hrópaði á
hjálp.
„Er það svo?“ sagði maðurinn, sem hélt
henni, og Fanny fann, að einhverju var vafið
um höfuðið á henni svo að hún kom engu orði
upp og maðurinn greip hana í fang sér, þó að
hún spriklaði og berðist um allt sem að hún gat,
en það skipti engum togum, að hann kæmist
með hana að vagninum^ lét hana inn í hann,
fór inn á eftir henni, lokaði dyrunum og settist
hjá henni í sætið.'
„Á stað, Dykeman. Fljótt! Fljótt!“
Eftir tvær eða þrjár mínútur var sjalið, sem
vafið hafði verið um höfuð henni tekið í burtu,
og maðurinn sagði þýðlega (hún hafði ekki séð
framan í hann enn):
„Vertu aldeilis óhrædd; það er engin ástæða
til að hræðast — sannarlega ekki. Ég hefði ekki
notað þessa aðferð, ef að ég hefði getað komist
hjá því — ef að önnur.. þægilegri hefði dugað.
Ég gat ekki komist heim til þín — ég þekkti
engan annan stað, sem að ég gat mætt þér á.
Þetta var sá eini, þar sem ég átti kost á því —
og þetta var eina aðferðin, sem að ég átti kost á.
Ég kynnti mér allar hreyfingar þínar. Ásak-
aðu mig ekki fyrir að gjöra það. Ég vaktaði þig
í ailt gærkveldi, en þú komst ekki út. Ég ör-
vænti. Nú að síðustu fann ég þig. Vertu ekki
svona ósköp hrædd: Ég skal ekki einu sinni
snerta á þér hendina, ef að það er þér á móti
skapi“.
En um leið og að hann sagði þetta reyndi
hann til að taka í hendina á henni, en var gerð-
ur afturreka svo ákveðið og hraustlega, að hon-
um varð meira en lítið hvert við.
Vesalings stúlkan færði sig frá honum eins
langt og hún gat í vagninum í þögulum ótta —
í ósegjanlegu hugarangri. Hún grét ekki — og
hún stundi ekki, en nötraði öll sömun í einum
angistarótta. Maðurinn hélt áfram að tala við
hana, telja um fyrir henni, biðja hana að vera
rólega og sefa hryggð hennar. Framkoma hans
var mannleg. Hann margendurtók að hann
skyldi ekki misbjóða henni í neinu.
Bara sjáðu heimilið, sem ég get gefið þér;
í tvo daga — einn dag. Hlustaðu á hve auðuga
að ég get gjört þig og hann afa þinn, og ef
að þú vilt svo fara frá mér, þá skalt þú gjöra
það“.
Allt þetta og meira drundi í eyrum Fanny,
án þess að hún svaraði einu orði. Hún stundi af
og til og tautaði stundum eitthvað lágt fyrir
munni sér, sem ekki átti neitt skylt við það,
sem að hann var að segja:
„Slepptu mér, slepptu mér! Afi minn, vesal-
ings blindi afi minn!“ Að síðustu fór hún að
gráta og hún grét með svo mikilli beiskju, að
mannhataranum ískalda þótti meira en nóg um.
í millitíðinni þaut vagninn áfram, eins hratt
og hestarnir gátu komist og vegurinn sem
farið var yíir leyfði og þannig var haldið áfram
í klukkutíma.
„Erum við komnir?“ spurði maðurinn 1 vagn-
inum og rak höfuðið út um gluggann. „Gerðu
þá eins og að ég sagði þér. Ekki að framdyrun-
um, heldur að skrifstofudyrunum mínum“.
Eftir svo sem tveggja mínútna keyrslu
stansaði vagninn fyrir framan byggingu, sem
sýndist rísa upp hvít og draugsleg í þokunni.
Kúskurinn fór ofan úr sæti sínu, opnaði dyr,
sem bæði voru dyr og gluggi, kveikti á kerta-
ljósum við eld sem logaði á arni í stofunni; kom
svo til baka og opnaði vagnhurðina. Það var
með mestu erfiðleikum, að þeir komu Fanny
út úr vagninum. Hún þýddist engan fagurgala
engin loforð og engar ginningar, en hélt sér í
allt sem hún gat hönd á fest og stimpaðist við
allt sem hún gat, samt tókst þeim að koma
henni út og bera hana inn í húsið. Kúskurinn
lokaði hurðinni þegar að hann fór út og þau
voru ein eftir í stofunni. Fanny leit óttaslegin
í kringum sig. Stofan var lítil og húsmunirnir
í henni hversdagslegir. Beint á móti henni var
gamaldags kommóða, ein af þessum yfirlætis-
lausu, en einkennilegu hollenzku meistaraverk-
um, sem nú á þessari öld, að ógeðslegir breyt-
inga-mangarar hafa breytt frá hinu upphaflega
formi, til þess að samræma hin smekklegu
handaverk þeirra Gillow og Seddous við ógeðs-
lega eftirstælingu.