Lögberg - 08.11.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 08.11.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBER, 1951 7 íslenzk söngkona á þroskabraut Fyrir nokkrum árum síðan vorum við stödd á hinu góð- kunna heimili Jóns Thorberg- son og konu hans í Los Angeles, en kona Jóns er ekki íslenzk nema í anda, en árum saman prýtt hóp íslendinga, og sem ein af þeim undir öllum kringum- stæðum. — En á meðal gesta þarna þetta kveld voru þau h j ó n i n Guðrún og Kjartan Christopherson frá San Fran- cisco ásamt dóttur sinni Eileen, sem að hér með skal að nokkru leyti skýrt frá. Það er þrent, sem að mér er einkum minnisstætt í sambandi við Eileen, en það er þetta hve mikill æsku- og yndisþokki hvíldi yfir henni, hve dásamlega hún söng, og hve eftirlát hún var og viljug til þess að syngja. Síðan hefi ég reynt að fylgjast með sigrum hennar, þar sem að um ósigra er ekki að ræða. Fyrir skömmu síðan þegar að íundum okkar bar saman á ný, sagði ég henni að íslendingum myndi án efa þykja gaman að sjá mynd af henni og fá fregnir af henni, lét hún það gott heita, svo að við heimsóttum hana á hinu nýja og fagra heimili hennar í nýju hverfi stuttan spöl frá aðalflug- velli Los Angeles. Eileen Christy er fædd Christopherson að Baldur, Mani- toba, Canada, dóttir Kjartans Christopherson fasteignasala og konu hans Guðrúnar Stoneson píanókennara. Þegar að Eileen var 8 ára að aldri flutti hin fjölmenna Christophersons fjölskylda til San Francisco %við gullna hliðið í Californíu. Þar stundnaði hún nám í Aptos-barnaskóla. Jafn- framt tók hún virkan þátt í Óperettum og söngsýningum o. s. frv. Frammistaða hennar sem „Tiger Lily“ í „ Peter Pan and Wendy“ var þannig af hendi leyst að í gegnum það var henni gefið aðalhlutverkið í „The Mikado“. — Með hinum mörgu sigrum hennar í söng, hætti frú Guðrún við að kenna henni að spila, en lagði því meiri áherzlu á söngmentun hinnar upprenn- andi stjörnu. — Á því tímabili sem að hún gekk í miðskóla, söng hún í kirkjum við gifting- ar og ýms önnur tækifæri. Fjór- tán ára gömul fór hún að vinna í banka í frítímum sínum. Bankastjórinn hafði frétt um sönghæfileika hennar og bað hana að syngja; en söngur henn- ar í „Sempra Líbera“ úr „La- Traviata“ aflaði henni ekki að- eins góðrar stöou í bankanmp heldur einnig sem einsöngvara í söngflokk bankans. Að loknu námi við miðskólann vann Eileen fyrir Mr. Edwin Lester háttstandandi hljóm- listarmann, en um það leyti var hún ein af sex, sem að valin var úr 300 umsækjendum, þar sem henni var gefið hlutverk í „Roberta“ og „The fortune teller“; söng hún í óperum bæði í San Francisco og Los Angeles. Henni stóð til boða að fara til New York, en hún hafnaði því til þess að fara í æðri skóla í söng og leiklist í öllum myndum og til að halda stöðu sinni í bankanum. En þá veiktist hún alvarlega og varð að hætta vinnu sinni og námi — en fljótt varð hún albata og fór að syngja — fékk hún 500 dala War Bond og námsstyrk á Green Cross Searchlight prógram. 1 janúar 1949 tók hún þátt í Atwater Kent söngsamkeppni og var hún ein af 8 sem að valin voru — en hún var ekki ánægð með það og ákvað að reyna árið eftir. Og eftir ferðalag til New York og Washington, D.C. og víðar, kom hún aftur heim til San Francisoo 1950 og reyndi aftur í Atwater Kent söngsam- keppni og fyrstu verðlaun, 1000 dollarar, féllu henni í skaut. En með þessum mikla sigri opnuð- ust henni nýir heimar, þar sem að hún fékk tækifæri til þess að láta til sín heyra hjá M. G. M kvikmyndafélaginu í Culver City, sem að hún gerði samn- inga við. í staðinn fyrir að syngja í San Francisco óperunni „The Magic Flutc“ s.l. sumar við opnun Hollywood Bowl, söng hún, „Die Fledermans“ í gerfi Adele þjónustustúlku —- og vil ég hér með setja það, sem Green- berg í Los Angeles Times segir um Eiléen: „Eileen Christy leikkona var eitt af því óvænta þetta kveld í gerfi Adele þjónustustúlkunnar; hefir hún alt það til að bera sem getur prýtt eina mannlega veru. Hún söng svo dásamlega, að það hljómar ennþá í eyrum mér“. Á síðastliðnum mánuðum hef- ir hún leikið í 4 myndum, en nöfnin á myndunum eru: — „Bannerline“ „Father’s Little Dividend“, „Night into Morn- ing“, „Three Guys named Mike“. En við bíðum róleg þangað til að hún fær að syngja í hrevfi- myndunum; en hún syngur á EILEEN CHRISTY ítölsku, spönsku, frönsku og þýzku; hún Iiafði hlutverk í Stanard hour s.l. sept., og lék Mjallhvít í jólasýningu Edgar Bergen. Eileen Christy er smávaxin, en þó norræn, Ijóshærð og lit- fríð með fögur blá augu. Hún býr til góðan mat, ræktar fö,gur blóm og þykir gaman að synda í bláu Kyrrahafinu á heitum dögum í Californíu. Eileen er ein af þeim fáu íslenzku stúlk- um, sem að hafa farið út á hin- ar hálu brautir í Hollywood — en með gáfum sínum, fegurð og meðfæddum söng- og leikhæfi- |-leikum, þá munu hinir mörgu aðdáendur hennar óska að vonir hennar rætist með það að kom- ast upp á hæsta tindinn í Grand Opera og lifandi myndum, þvi að þar er hennar heimur og þar á hún að skína skært. Þegar við kvöddum þau Mr. og Mrs. Norman Keller og hinn unga son þeirra Gregory, fanst mér sem aðeins gæfa og gengi gætu átt samleið með þeim í framtíðinni, eins og fram að hinni líðandi stund. Skúli G. Ðjarnason Vondað og þarft kynningarrit um ísland Eftir PRÓFESSOR RICHARD BECK EINS OG MÖRGUM MUN í fersku minni, gaf dr. Helgi P. Briem, núverandi sendiherra íslands í Stokkhólmi, út á aðalræðis- mannsárum sínum í New York prýðilegt rit á ensku um Island og Islendinga, Iceland and the Icelanders, (1945). Fór þar saman snjallt lesmál um land og þjóð, samhliða óvenjulega fögrum mynd- um, mörgum þeirra í litum, eftir Vigfús Sigurgeirsson ljósmynd- ara, svo að þar var um að ræða eitthvert ágætasta og fagursta rit um Island á erlendu máli. Mun það og enn, góðu heilli, fáanlegt hjá The American-Scandinavian Foundation í New York. Má og í því sambandi á það minna að nýju, að eigi getur ákjósanlegra rit um ísland til þess að fá í hendur vestur-íslenzkum æsku- lýð, heldur en þetta hugþekka og skemmtilega rit dr. Helga. En hann hefir eigi látið þar við lenda. Nýlega kom út í Stokkhólmi einkar vandað og fallegt kynningarrit um ísland á sænsku, Island, þrýtt fjölda myndeftir hinn kunna sænska ljósmyndara Hans Malmberg, en lesmálið eftir dr. Helga P. Briem. Fylgir hann ritinu úr hlaði með gagnorðum og glöggum inn- gangi um ísland sem land breyt- inganna („Omvandlingens Is- land“), og hefir mál sitt með þessum markvissu orðum: ‘Hver sá íslendingur, sem kominn er yfir fimmtugt, hefir lifað bylt- ingu“. Færir höfundur síðan þeirri laukréttu staðhæfingu næg dæmi til stuðnings úr sögu og lífi þjóðarinnar á nýloknum aldarhelmingi, svo að erlendum lesendum má það ljóst verða, hvér gjörbreyting hefir orðið á högum hennar á því tímabili. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 7500. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir iam eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðmr að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK Samtímis bregður inngangsgrein in nokkurri birtu á landsháttu, atvinnu- og menningarlíf þjóð- arinnar. Dr. Helgi ritar einnig texta við myndirnar, mátulega stuttorða, og hitta þeir löngum vel í mark; á það eigi síst við um tilvitnanir hans í íslenzk fornkvæði og sög- ur, og tengir hann þannig saman fornt og nýtt. Hans Malmberg, þó ungur sé að árum, (ekki hálf-þrítugur), hefir unnið sér mikið álit sem ljósmyndari, eigi aðeins í Sví- þjóð, heldur einnig í Englandi og Ameríku. Hann hefir dvalið lang vistum á íslandi, enda bera þess- ar myndar hans því órækt vitni, að hann er gagnkunnugur landi og þjóð. Hann hefir, eins og dr. Helgi tekur fram í formálanum, sér- staklega gert sér far um það í þessum myndum sínum að lýsa íslandi nútíðarinnar og hvers- dagslífinu. Og það hefir honum mjög vel tekist. Hér eru myndir af atvinnulífinu til sveita og sjá- var; þar og á öðrum sviðum mæt ist hið gamla og nýja með mörg- um hætti. Aðrar myndanna lýsa hinum ýmsu hliðum á menning- arlífi þjóðarinnar* Ljósmyndar- inn tekur lesandann með sér inn í skólana, bókasöfnin, minja- og listasöfnin, og minnir hann jafn- framt á það, að á íslandi býr nú- tíðarþjóð með langa sögu og mikla meningarauðlegð sér að baki. » Þá eru hér margar myndir frá Reykjavík og öðrum bæjum, og eigi verður stórbrotið og litbrigð- aríkt landslagið útundan, né held ur ýmsir víðfrægustu og tilkomu mestu drættirnir í landsins svip, svo sem Geysir og Gullfoss. Les- andinn kynnist einig íslending- um sjálfum, bæði eldri og yngri kynslóðinni, á mörgum mynd- anna. Hér er því um næsta alhliða myndasafn að ræða af landi og þjóð, og myndirnar þannig úr garði gerðar, að um þær má ó- hætt segja í heild sinni, að verk- ið lofi meistarann. Ágætlega hef- ir honum t. d. tekist að ná töfrum miðnætursólarinnar í myndinni á bls. 81. Bók þessi er því hið prýðileg- asta kynningarit um ísland, og þarft að sama skapi, því að fjarri fer, að frændþjóðirnar á Norður- löndum séu eins kunnugur landi voru og þjóð og vera ætti. En með því er eigi sagt, að vér ís- lendingar séum eigi undir sömu sökina seldir hvað þesar frænd- þjóðir snertir. Hafi þeir félagar, dr. Helgi P. Briem og Hans Malmberg, beztu þakir fyrir ritið og kynningar- starfið, og tekur það þakklæti einnig til útgáfufélagsins (Nord- isk Rotagravyr, Stokkhólm) sem vandað hefir vel til bókarinnar um allan ytri búning. Bænrækni Framhald af bls. 3 verndar hans, sem vakir ævin- lega“. Hvað segja svo skáldin? Sá andans andardráttur sé óslítandi þáttur á milli mín og þín. Þá barnslegt hjarta biður, þín blessun streymir niður. Ég fer til þín, kom þú til mín. V. Briem Lausnarans venju lær og halt, lofa þinn Guð og dýrka skalt. Bænarlaus aldrei byrjuð sé burtför frá þínu heimili. Hallgr. Pétursson t Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmisleg, þá líf og sál er lúið og þjáð, lykill er hún að drottins náð. Hallgr. Pélursson Biðjið og yður mun gefast Kristur Sumarferð ,til Sviss Sviss, sumarið 1951 í SVISS eru ferðamenn ekki eins og í mörgum öðrum lönd- um spurðir að því við landa- mærin hvað þeir hafi meðferðis af erlendum gjaldeyri. Toll- gæzlumönnunum stendur alveg á. sama um það. Gjaldeyris- verzlun er frjáls í Sviss. Þar geta útlendir ferða menn ekki aðeins selt heldur líka keypt erlendan gjaldeyri eftir vild. Útlendingar, sem ætla t. d. að halda áfram til Italíu, geta keypt lírur í sviss- rieskum bönkum án nokkurra formsatriða. Verð á erlendum gjaldeyri á þessum frjálsa markaði fer eftir útboði og eftirspurn. Breytist það oft dag frá degi, en er lægra en hið opinbera gangverð, nema þegar um dollara er að ræða. Stundum getur þó jafnvel kom- ið fyrir, að ekki sé gefið fullt verð fyrir dollaraseðla. Fyrir sterlingspundið fást sem stendur tæplega 11 svissneskir frankar, en það er IV2 franka minna en hið opinbera gengi pundsins, Fyrir 100 danskar krónur fær fólk í Danmörku 63 svissneska franka samkvæmt opinberu gengi krónunnar en í Sviss ekki nema 52 franka. Það bor£ar sig þess vegna ekki að selja þar er- lenda seðla í stað þess að hafa bankaávísun með sér, en hins vegar hafa menn oftast hag af að kaupa þar erlendan gjaldeyri. Þarna er ekki um svarta- markaðsverzlun að ræða heldur lögleg viðskipti, sem fara fram í bönkunum. I Sviss er enginn svartur markaður, hvorki fyrir peninga né vörur. Mörgum útlendingum verður starsýnt á svissnesku verzlanirn- ar. Alls staðar er gnægð af vör- um, næstum ótrúlega mikið úr- val af bæði nauðsynjavörum og „lúxus“-vörum. Það er ekki skortur á neinu. Varla er hægt að hugsa sér þann hlut, sem ekki er fáanlegur. En það er ekki að- eins vörugnægðin heldur líka gæði vörunnar, sem vekja eftir- tekt útlendinga. Svisslendingar hafa vandaðar vörur á boðstól- um. í verzlununum er allt eins og fyrir stríð. Ekkert ber vott um nýafstaðið stríð og gjaldeyris- skort, enda eiga Svisslendingar ekki við neina gjaldeyriserfið- leika að stríða. — Þegar ég kom í verzlun eina í Lugano, kom konan, sem á verzlunina til mín og sagði: „Eruð þér Breti eða Dani? Þá veit ég nefnilega, hvað yður vantar: kaffi, hrísgrjón, kókósmjöl, sveskjur, ananas“. Hún nefndi margt fleira, þuldi þetta upp úr sér og sýndi mér fjölda gjafaböggla, sem ,hún átti að senda fyrir fólk til Bret- lands og Danmerkur. . Það er dýrt fyrir Norðurlanda- búa að ferðast í Sviss vegna hins háa gengis svissneska frankans. Fyrir gengisfellingu sterlings- pundsins og Norðurlandakrón- anna í september 1949 var verð- lag í Sviss svipað og í Svíþjóð. En við gengisfellingu Norður- landakrónanna hækkaði gengi svissneska frankans um rúm- lega 40% og munar það vitan- lega miklu. Þó er ekki allt dýrt í Sviss. Silkivörur eru t. d. ó- dýrari en í Danmörku, og sama er að segja um ýmsar aðrar vörur: „Lucky Strike“ (20 stykki) kosta ekki nema 1.80 Biðjið án afláts. — Páll Því fáorðari sem bænin er, því betri er hún.'— Lúter. Endurnýjunarkraftur bænar- innar er mikill leyndardómur. Hinn hygnni sálfræðingur segir okkur, að ávöxtur bænræjín- innar sé gleðiþrunginn og heil- brigður hugsunarháttur. Við verðum óhjákvæmilega það, sem við óskum í bæninni. — Agnes Watson. Æskumenn! Bænin er beztli sjálfsuppeldismeðalið. franka, 1 lítri ítalskt rauðvín (Chianti) 3.90 franka og 100 grömm af hinu fræga svissneska súkkulaði fást fyrir 90 sentimes. En jafnvel svissneska kvenfólk- inu þykir það mikið að þurfa að gefa 70 franka fyrir Bally-skó (1 franki jafngildir 3.73 ísl. kr.). Það er vitanlega dýrt að búa á beztu hótelunum. Þar kostar herbergi með nýtízku þægind- um 15—35 franka á dag. En á miðlungshótelum má fá herbergi án sérstakra þæginda fyrir 6—9 franka, góðan miðdagsmat fyrir 4.50—5.50 og herbergi með fæði fyrir 15—20 franka á dag. Viðkunnanleg þjóð. Það er ekki aðeins náttúru- fegurðin, sem er aðlaðandi í Sviss. Alls staðar er hreinlegt og vistlegt, húsin nýmáluð og snyrtileg. Svalirnar á húsunum og brunnarnir á torgunum eru blómum skreyttir, og í’hverjum bæ eru fagrir blómagarðar. Við þetta bætist, að Svisslendingar eru viðkunnanleg þjóð. Þeir eru vingjarnlegir, kurteisir og skil- vísir. Það hefir oft verið sagt, að ekkert fáist ókeypis í Sviss. Þetta getur verið rétt. En þótt ég hafi verið þar mörgum sinn- um, bæði fyrir og eftir stríðið, þá hefir það aldrei komið fyrir mig, að á hótelum, veitingahús- um eða annars staðar hafi ver- ið heimtuð hærri borgun en leyfilegt er. En slíkt kemur sem kunnugt er ekki sjaldan fyrir útlendinga í mörgum löndum. Það kom einu sinni fyrir kon- una mína, þegar* við vorum á ferðalagi í Austur-Sviss, að hatt- urinn hennar fauk út um glugga á járnbrautarvágni, þegar hurð- in var opnuð. Þetta var í skógi við Rínarfljótið. Við gerðum ekki ráð fyrir að sjá hattinn aftur. Ég sagði þó stöðvarstjór- anum á næstu járnbrautarstöð frá þessu. Þremur dögum seinna fengum við hattinn á járnbraut- arstöðinni í Monstreux í Vestur- Sviss. Var hann vel umbúinn í pappaöskju og kostaði leitin að honum og sendingin ekki nema 1 franka. Fækkun ferðamanna. Svisslendingar kvarta yfir fækkun ferðamanna eftir stríð- ið. Eiga hóteleigendur við mikil og vaxandi vandræði að stríða. í fyrra kom að vísu 1.7 milljón útlendinga til Sviss. Er það álit- leg tala. En flestir búa á ódýrari hótelum og eyða yfirleitt minna fé en áður. Bretar eru vanir að fjölmenna til Sviss, en voru í fyrra þriðjungi fámennari en árið áður. Svisslendingar segja, að það komi of fáir Ameríku- menn og séu þar of stuttan tíma, oftast á leið til nágrannaland- anna. Gistingum útlendinga í Sviss hefir fækkað um 8.5 milljónum árið 1947 niður í 7 milljónir í fyrra. Gistingum svissneskra ferðamanna á svissneskum hó- telum fækkaði á sama tíma úr 14.7 milljónum niður í 11.6 millj- ónir. Gengislækkunin í Bret- landi, á Norðurlöndum og víðar, haustið 1949 og gjaldeyrishöft í mörgum löndum eiga mikinn þátt í þessu. Víða er gjaldeyrir til ferðalaga skammtaður. Við þetta bætist, að svissneski frankinn er dýr gjaldeyrir. Sviss er því eitt hið dýrasta ferða- mannaland í Evrópu. En erfið- leikar hóteleigandanna sviss- nesku stafa þó aðallega af mik- illi samkeppni af hálfu ná- grannalandanna, Frakklands. ítalíu og einkum Austurríkis, sem er eitt ódýrasta ferða- mannalandið í álfunni. Eins og sjá má af framanenfdum tölum, eru það ekki aðeins útlendingar, sem bregðast svissnesku ' hótel- unum. Svisslendingar gera það líka. Kaupmáttur frankans er mikill, og er því ódýrt fyrir þá að ferðast erlendis. Langt um fleiri Svisslendingar en áður fara því í leyfisferðir til út- landa. Páll Jónsson • —Mbl., 25. sept.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.