Lögberg - 08.11.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 08.11.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 •^ . ««&* *o«4 La^tf* s A Complete Cleaning Insiiluiion 64. ÁKGANGUR PHONE 21 374 Wi d DT,U, 1*«"^ * 0* A Compleie Cleaning Insiiíuiion Vetur leggst að óvenjulega snemma í Sléttufylkjunum í síðustu vikulok iók veiur- inn snögglega heljariökum öll Sléiiuíylkin. Einn þriðji aí uppskerunni er enn á ökrunum og Winnipegvain íraus svo fljótl að mestur hluti fiskiílutningsbátanna komsl ekki iil heimahafna. Tveir hvíífisksbátar frusu í ísinn úii á vatni; björgunar- flugvélar frá Winnipeg voru sendar út til að leita þriggja báia og varpa niður mai- vælum til vitavarðarins, er varð iepptur á George-eyju. Margir fiskimenn komast ekki inn fyrr en ísinn er orðinn nógu traustur fyrir flutningsiæki. Rauðá og Gimli-höfn voru ísi lagðar 1. nóvember. Þetta er tveim vikum fyrr en venjulegt er, sem er um 16. nóvember. Vatnið hefir ekki lagt svona snemma síðan 1933, en þá fraus það 28. október. Árið 1913 fraus vatnið ekki fyr en 9. desember. Það er ekki við lambið að leika sér þar sem Winnipegvatn er, sérstaklega á haustin, og fiskimenn hafa oft komist í hann krappann, en þeir eru flestir frámunalega vaskir menn og þess vegna verða ekki fleiri slys en raun er á. Þessi síðasta haust vertíð hefir verið að mörgu leyti erfið vegna hinna stanzlausu roka í september og svo hins ó- vænta kulda síðastliðna viku. Vatnið fylltist af krapi og flutn- ingsbátarnir áttu bágt með að komast leiðar sinnar. Hvítfisksbátur, sem tveir Is- lendingar voru á, Paul Paulson frá Hecla og Elmer Briem frá Riverton, týndist aftan úr fimm báta flota Sigurdson Fisheries, Riverton, sem var á leiðinni heim úr verstöðvum á fimtu- daginn. Flugvél frá Winnipeg var send til að leita bátsins og þeir eygðu hann .nálægt Matheson- eyjunni. Þar var hann frosinn í ísinn, en menn frá eyjunni höfðu bjargað bátsmönnunum heilum á húfi eftir tvo sólar- hringa með því að renna léttum bát yfir íshimnuna og stökkva upp í hann þegar ísinn gat ekki borið þá uppi. Á sama hátt var þrem mönn- um bjargað, er fiskibátur þeirra festist í ís á leiðinni frá Sand- eyjum til Traverse Bay, suð- austan við vatnið. Þeir voru tvær mílur frá landi. Björgunarflug- vél frá Winnipeg fann þá og gerði Red Diamond, fiskiflutn- ingsbáti Booth Fisheries aðvart. Sá bátur lá í Gimlihöfn. Hann er járnvarinn og reyndi því að brjótast í gegnum ísinn til hinna nauðstöddu manna. Báturinn átti stutta leið eftir þegar vélar hans gátu ekki lengur knúð hann gegnum ísinn. En um það leyti komu þrír menn frá landi og renndu á milli sín litlum Canoe-bát. Þeim tókst að bjarga hinum þrem nauðstöddu báts- mönnum, en með naumindum þó; einn mannanna fór í vatnið upp undir hendur, en allir kom- ust þeir heim óskaddaðir eftir tveggja sólarhringa ú t i v e r u matar- og klæðlitlir. Red Dia- mond komst aftur til Gimli. — Þá var flugvél send til að leita að Queston Mark, flutn- ingsbáti Manitoba Fisheries og hann fannst við Fisher Bay og er þar frosinn inni. Flugvél var og send til að varpa matvælum niður til vitavarðarins við George-ey. Keenora ætlaði að taka hann inn í síðustu ferð en komst ekki út vegna þess að Rauðá lagði. Vertíðin á Norður Winnipeg- vatni góð. Þrátt fyrir þessa erfiðleika, heppnaðist vertíðin á Norður- vatninu með ágætum. Lögberg átti viðtal við G. F. Jónasson, forstjóra og eiganda Keystone Fisheries, og sagði hann að vertíðin, sem byrjaði 10. september og lauk 30. október, hefði verið með afbrigðum afla- góð norður á vatninu, sérstak- lega við MacBeth Point, og að verð á fiski hefði verið hærra en í mörg ár og eftirspurn góð — 16 cent pundið á fiskistöðinni. Sem dæmi um það hve aflinn var mikill, hafði einn ungur, lítt vanur fiskimaður aflað upp á $1200.00 eftir að hann hafði greitt allan kostnað og má það heita gott fyrir svo stuttan tíma. Aftur á móti var lítill fiskur á mörgum stöðvum á Suður- vatninu — kringum Mikley, Sandeyjar og á fleiri stöðum. Sem dæmi upp á það hve erfitt var fyrir fiskiflutningsbátana að komast inn vegna krapsins í vatninu sagði hann, að Luana, einn af flutningsbátum hans, hefði orðið að varpa fiski fyrir borð á leiðínni inn tif þess að létta á bátnum, ísinn var að naga gat á hann. — Luana, Sparrow og Wild Knight, flutn- ingsbátar Keystone Fisheries, eru nú frosnir inn á Gimlihöfn, en venjulega hafna þessir bátar sig í Selkirk yfir veturinn. Einn- ig eru á Gimli, Red Diamond, Lady Canadian og Diana H. Hinir tveir síðastnefndu til- heyra Canadian Fish Producers. Luberk og Betty Lou, Selkirk Fisheries bátarnir eru í GuD Harbour. — Talsvert af netum töpuðust í krapinu og er það mikill skaði fiskimönnum, því að þau eru um $40.00 hvert. Stóraukin framleiðsla Þótt veðurfar í Manitoba á síðastliðnu sumri væri ekki að öllu hið ákjósanlegasta, verður þó sykurrófna uppskeran drjúg- um meiri en í fyrra, að því er forráðamönnum Manitoba Sugar Company segist frá. Árið- 1950 nam uppskera félagsins 35 mil- jónum punda, en nú í ár hljóp hún upp á 55 miljónir punda; nálega 19 miljónir ekra voru undir rækt, og er það allmiklu meira en árið á undan; verk- smiðja starfar nú allan sólar- hringinn út. Það er ekki ýkja langt síðan fyrirtæki þetta hóf göngu sína, og voru í fyrstu nokkuð skiptar skoðanir um framtíðarhorfur þess; en nú hefir reynslan leitt í ljós alveg það gagnstæða, því fyrirtækið er á blómabraut. Fagur vitnisburður P á 1 m i Hannesson, rektor Menntaskólans í Reykjavík seg- ir í nýkomnu bréfi: „Nú eruð þið að fá nýjan pró- fessor. Ég óska ykkur innilega til ha.mingju með hann. Finn- bogi Guðmundsson er ágætur fræðimaður og óvenju góður drengur". — LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBER, 1951 Ársþing Sameinuðu þjóðanna Síðastliðinn þriðjudag kom saman í París ársþing Samein- uðu þjóðanna hið sjötta í röð; má þess vænta, að þar verði, eins og á hinum fyrri þingum, sterk átök um ýms þau stórmál, sem nú eru efst á baugi; fréttir af þinginu eru enn eigi við hendi, en því alment spáð, að Bandaríkin muni beita sér fyrir um sterka friðarhreyfingu pg takmörkun vopna, vilji hin stór- veldin fallast á slíkt. NÚMER 45 Fundur um fiskimál Þessa dagana stendur yfir í Tokyo fundur um fiskveiðar í norðvestur Kyrrahafi; að fund- inum standa Japanir, Banda- ríkjamenn og Canadamenn; verkefni fundarins fjallar eink- um um það, hvernig bezt megi vernda fiskveiðar á áminstu svæði og koma í veg fyrir, að ýmissar tegundir nytjafiska verði með öllu upprættar. Fiskiveiðaráðherra sambands- stjórnar, Mr. Mayhew, situr fundinn fyrir hönd Canada. Verður biblían fram- vegis prenruð hér? Biskup á úileið til samninga- gerðar við biblíufélagið brezka um þella mál Fram að þessu hefir brezka biblíufélagið haft með höndum prentun hinnar íslenzku biblíu og nýja testamentisins. Að und- anförnu hefir það mál nokkuð verið rætt, að framvegis verði biblían gefin út af Islendingum og prentuð hér heima, og verður nú leitað samninga um það við brezka félagið. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson, tók sér í gær far með Gulllfossi til Leith, og fer hann þessa för af hálfu íslenzka biblíufélagsins í þeim erindum að leita eftir samning- um við brezka biblíufélagið um breytingu þá, sem getið er hér að ofan, í framhaldi af þeim um- ræðum, er orðið hafa um þann möguleika. Þurrð á íslenzkum biblíum B r e z k a biblíufélagið hefir prentað íslenzku biblíuna í tveimur gerðum—annars vegar sem allstóra bók, hins vegar í fremur litlu formi með smáletri og á mjög þunnan pappír. I meira en ár hefir stóra biblían verið ófáanleg, enda mun eitt- hvað af upplagi hennar hafa eyðilagzt í styrjöldinni síðustu, en Bretarnir hins vegar tregir að leggja í mikinn kostnað við nýja útgáfu. Er það álit margra, að heppilegra væri, að íslendingar sæu sjálfir um prentun og ut- gáfu biblíu sinnar íramvegis, enda í alla staði eðlilegast og engin vandkvæði á frá þeirra hálfu. Breytt um úigáfuform Ef slíkir samningar takast, eru allar' líkur til, að breytt verði um form biblíunnar og hún gef- in út sem allstór bók á venju- legan pappír og með venjulegri leturstærð, enda hentar það til dæmis betur öldruðu fólki, sem er að verða sjóndapurt. I öðru lagi verði svo nýja testamentið gefið út sér, einnig á venjulegan pappír og með venjulegu letri, yrði það þrátt fyrir það ekki sér- lega stór bók. Mr. Sigursteinn Alex Thorar- inson kom heim á þriðjudaginn úr tveggja vikna ferð suður til California. Síðastliðna viku var 82 stiga hiti í Santa Monica. Jón Ólafsson Áttræður Á föstudaginn kemur á Jón Ólafsson kola- og viðarsali hér í borginni áttræðisafmæli, og hefir fjölskylda hans ákveðið að minnast þess á viðeigandi hátt. Jón á langan og rnarkverðan starfsferil að baki, og rak meðal annars um langt skeið timbur- verzlun í Glenboro. Er Jón um allt hinn ábyggilegasti maður, skýr í bezta lagi og skemtinn í umgengni. Jón er fæddur að Ekkjufells- seli í Fellnahrepp í Norður- Múlasýslu 9. nóvember 1871. Hann fluttist vestur um haf með foreldrum sínum, þeim Ólafi Árnasyni og Margréti Halldórs- dóttur árið 1876; var fyrst dvalið í Nýja-íslandi, en síðar í North Dakota, Glenboro, og loks í Win- nipeg, þar sem Jón hefir ásamt fjölskyldu sinni, búið árum sam- an. Kona Jóns er Margrét, fædd S i g m a r, mesta sæmdarkona, og eiga þau fjögur mannvænleg börn, og eru þau Albert Marino, Jónína Kristín, gift Dr. Larson, Esther, gift Dr. Donald Scott, og Hermann; eina systur á Jón á lífi, frú Hildi Smith, sem búsett er í Winnipeg. Heimili afmælisbarnsins og frúar, er í Lindal Apts., í þess- ari borg. Lögberg flytur þessum lífs- glaða öldungi innilegar ham- ingjuóskir í tilefni af áttræðis- afmælinu. Hinir kærkomnu gestir Dr. Páll Isólfsson og frú komu hingað með járnbrautarlest á mánudagsmorguninn sunnan frá Minneapolis og dveljast hér ná- lægt vikutíma, en Dr. Páll held- ur, eins og þegar hefir verið skýrt frá, organtónleika í West- minster kirkjunni á föstudags- kvöldið kl. 8.30. Það má teljast til meiri háttar viðburða í lífi okkar íslendinga í Winnipeg, að njóta heimsóknar slíks afburðamanns sem Dr. Páll er og hans yndislegu frúar; mun það ekki ofmælt, að Dr. Páll sé einn af höfuðsmönnum tónlistar á íslandi fyr og síðar, og á þeim vettvangi hinn mikli brautryðj- andi. Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi hafði boð inni á þriðjudaginn til heiðurs við Dr. Pál og frú, en séra Philip M. Pétursson ávarpaði heiðurs- gestina hlýjum og velvöldum orðum og þakkaði þeim komuna, en Dr. Páll þakkaði hlýlega við- tökurnar fyrir hönd sína og konu sinnar; kona Dr. Páls er Sigrún, dóttir Eiríks Ormsson- ar rafvirkja í Reykjavík, sem ættaður er úr Meðaílandi og frúar hans, Rannveigar Jóns- dóttur frá Þykkvabæjarklaustri. Séra Valdimar J. Eylands flutti borðbæn, en frú Ingibjörg Jónsson afhenti frú Sigrúnu blóm. Endurtalning atkvæða Eins og skýrt var frá í fyrri viku hér í blaðinu, beið James Forkin, er átt hefir sæti í bæjar- ráðinu í Winnipeg af hálfu kommúnista um margra ára skeið, ósigur fyrir Frank Wagner, er lýstur var rétt kjör- inn með fjögurra atkvæða meiri hluta; flokksbræður Mr. Forkins í 3. kjördeild kröfðust endur- talningar, nú hefir það orðið að ráði, að slík endurtalning fari fram í héraðsrétti þann 3. des- ember næstkomandi. Flytur ræður um Sameinuðu þjóðirnar Dr. Richard Beck, formaður nefndar þeirrar í Grand Forks, N. Dak., er stóð fyrir samkomu- höldum í tilefni af afmæli Sam- einuðu Þjóðanna (United Nation's Week), flutti fjórar ræður þar í borg síðastliðna viku um Sameinuðu Þjóðirnar og starf þeirra. Fyrir hádegið á miðvikudag- inn (United Nations Day) flutti. hann ræðu fyrir nemendum og kennurum s t æ r s t a miðskóla borgarinnar (General High School); laust eftir hádegið var hann ræðumaður á vikulegum fundi Lionsklúbbsins; og síð- degis hélt hann ræðu á öðrum stærsta miðskóla borgarinnar. Fjölluðu ræðurnar á skólunum um mannúðar- og menningar- starfsemi Sameinuðu Þjóðanna, en erindið á Lionsklúbbnum um starfsemi Sameinuðu Þjóðanna almennt ("The United Nations— A Going Concern"). Á fundi norsku þjóðræknis- deildarinnar í Grand Forks flutti dr. Beck ræðu á föstudags- kvöldið um Noreg og Sameinuðu Þjóðirnar, og vék jafnframt að þátttöku annarra Norðurlanda- þjóða í þeim víðtæku heimssam- tökum til eflingar friði og al- þjóða samvinnu. Á næstunni flytur hann ræður um Sameinuðu Þjóðirnar á fundi Grand Forks deildar Her- mannafélagsins ameríska (Amer- ican Legion) og í veizlu í sam- bandi við ársþing Sambands Bræðrafélaganna í N. Dakota, (North Dakota Fraternal Con- gress), en hann er fyrrv. forseti þess félagsskapar. Dæmd í fésekt Þrjú fyrirtæki hér í landi, sem að eldspýtnaframleiðslu starfa, hafa verið dæmd í fésekt vegna einokunarsamtaka sín á millum; hafði alllengi leikið grunur á, að ekki myndi alt með feldu um starfrækslu þeirra; rannsókn á hendur fyrirtækjum þessum fyrirskipaði dómsmálaráðherra sambandsstjórnarinnar, H o n. Stuart S. Garson, og stóð hún yfir nálega í ár; sektarupphæðin nemur áttatíu og fimm þúsund dollurum. Rússar hafa í hótunum Sovietstjórnin hefir aðvarað Arabaþjóðirnar um það, að þær þurfi einskis góðs að vænta frá Moskvu ef þær gangi í varnar- samband við Vesturveldin; það sé því vissara fyrir þær, að halda sér á mottunni og láta ekki ginnast af neinum yfirborðs fagurgala úr vestrinu; um undir- tektir Araba gagnvart aðvörun- inni er enn eigi vitað. Ljúka flugprófi Þann 31. október síðastliðinn, luku 58 nemendur fullnaðarprófi við flugskólann á Gimli, sem starfræktur er þar af sambands- stjórn og hernaðaryfirvöldun- um; þetta er í fyrsta skipið síð- an seinni heimsstyrjöldinni lauk, að nemendur hins kon- unglega, canadíska flugliðs út- skrifast hér á landi; í nemðnda- hópnum voru 25 Bretar og 33 Canadamenn. 65 ára afmæli og hausiboð. Haustsala og kaffiboð Kven- félags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg fer fram í fundarsal kirkjunnar á miðvikudaginn 21. nóvember 1951, eftir miðdag og að kvöldi. Við þetta tækifæri verður einnig minnst 65 ára af- mælis kvenfélagsins.- Munir sem að einhverju leyti snerta sögu okkar hér og hlutir 60 ára og eldri frá foreldrahús- um og heimilum meðlima verða til sýnis. Um kvöldið fer fram stutt prógram; örstutt lýsing af fyrstu árum félagsins hér í Winnipeg (1886—7) og sýning á myndum, sem sérstaklega hafa verið vald- ar vegna þess að þær eru af fólki sem margir kannast við, eða af nýtízku búningum þeirra ára. Nánar auglýst í næsta blaði. Úr borg og bygð Ágæt grein um íslenzku deild- ina við Manitobaháskólann, um Finnboga Guðmundsson fyrsta prófessor deildarinnar og föður hans, Dr. Guðmund Finnboga- son, birtist í Winnipeg Free Press á þriðjudaginn. Greinin er eftir prófessor Skúla Johnson. TÍr Miss Ásta Johnson frá Lundar, er nýlega flutt til Winnipeg. tt Nikulás Halldórsson, Árborg, Man., lézt á sunnudaginn, 4. nóv., 64 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Sveinbjörgu; tvær dætur, Mrs. L. N. Hewett og Mrs. R. F. Butcher; tvo sonu, Leonard og Halldór; og fimm barnabörn. Hann verður jarðsunginn á föstudaginn kl. 2 frá Sambands- kirkjunni í Árborg. n Kennið börnum ykkar ást- kæra, ylhýra málið. Færið ykk- ur í nyt íslenzkukenslu Laugar- dagsskóla Þjóðræknisfélagsins; kenslan hefst stundvíslega sér- hvern laugardag í Jóns Bjarna- sonar skólabyggingunni á Home Street, kl. 10 árdegis. * Mr. Chris Halldórson, þing- maður frá St. George lá veikur um tíma á Almenna sjúkrahús- inu. Hann er nú kominn heim og er á batavegi. -£r Þess er að vænta, að allir, sem veilingi geia valdið, sæki orgel- tónleika Dr. Páls ísólfssonar í Westminster kirkjunni á fösiu- dagskvöldið kemur, sem hefjast siundvíslega kl. 8.30. Það er ekki oft sem íslendingum hér veitist kostur á að hlusla á eiii aí höfuð- iónskáldum íslands, og kynnast íslenzkum tónverkum, sem þar verða flutí. — Munið stund og stað! * Mr. Magnús Paulson fésýslu- maður frá Toronto hefir dvalið í borginni nokkra undanfarna daga í gistivináttu þeirra Mr. og Mrs. Fred Bjarnason. * Á sunnudagskvöldið kemur, 11. nóv., prédikar séra Rúnðlfur Marteinsson, D.D í Fyrstu lút- ersku kirkju, í tilefni af afmæli dr. Jóns Bjarnasonar, sem ber upp á 15. nóv.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.