Lögberg - 22.11.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 22.11.1951, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. NÓVEMBER, 1951 Vísindin í þágu aívinnuveganna: Ný ístegund, er getur gerbreytt markaðsmögu- íeikum fyrir íslenzkan fisk gert ráðstafanir til að athuga um kaup á efnum þeim, sem nota verður í ísinn, og stendur til að gera tilraun með þessa nýjung hér á landi. Þessi ís er búinn til með því að láta visst magn af fumarsýru og natrium benzoat í ís, sem er búinn til með venjulegum hætti. * Hefir þetta nokkurn auka- kostnað í för með sér. Á þessu stigi málsins er ekki hægt að segja um, hve mikill hann er Hefir atvinnudeildin leitað eft- ir tilboðum í efni þessi erlendis, en hvort tveggja eru þetta al- geng efni. Eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, má gera ráð fyrir, að efnin kosti 15 krónur í smá- lest af ís. Sé svo gert ráð fyrir, að ísinn í afla togarans, sé um 30% af farminum, lætur nærri, að aukakostnaðurinn sé um fimm krónur fyrir hverja fisk- smálest, sem ísuð er með þessari nýju aðferð. Það, sem talið er, að vinnist, er svo aftur á móti það, að hægt er að geyma fiskinn ísaðan um það ,bil helmingi lengur en í venjulegum ís. Þar sem þessi nýja ísunaraðferð hefir verið reynd, svo sem í fiskiskipum í Alaska, hafa skip getað geymt fiskinn í 10 dága í venjulegum ís, en hann þó jafnan tapað miklu af gæðum og ekki verið fyrsta flokks vara. Með hinni nýju aðferð hefir ýsa, sem geymd var 16 daga, komið upp úr skipi sem fyrsta flokks vara, þótt hún hafi verið annars flokks eftir sex daga geymslu með venjulegan ís. Geymsluþol í ís er þó mismunandi eftir tíðarfari og sjávarhita eins og kunnugt er. Ennfremur hefir þessi nýja ís- unaraðferð gefizt vel til varð- veizlu ýmissa landbúnaðaraf- urða, svo sem kjöts og græn- metis. Hér á landi er ísun þess- ara afurða eins og kunnugt er lítið sem ekki notuð. Þessi nýja ísunaraðferð getur haft víðtækar afleiðingar á hag- nýtingu og markaðsmöguleika íslenzka fisksins. Með henni er alls ekki útilokað, að íslenzku togararnir geti siglt beint af Grænlandsmiðum til Banda- ríkjanna og selt þar fiskinn ísað- an upp úr skipi á mun hærra verði en fáanlegt er í Evrópu- löndum. Skipin geta og verið lengur að veiðum en áður og skilað þó betri fiski á land til iðnaðar og neyzlu. —TÍMINN, 12. okt. 200 manna spunaverksmiðja að komast á fót \ Reykjavík 1 undirbúningi að reyna hér ameríska aðferð, er eykur geymsluþol ísaðra maivæla. Það er ekki víst, að þess verði langt að bíða, að ís- lenzku togararnir verði farn ir að selja afla sinn af ís- vörðum fiski í hafnarbæjum Bandaríkjanna, fyrir miklu hærra verð en hægt er að fá í Evrópu. Ef ný ísunarað- ferð, sem Gísli Þorkelsson efnafræðingur, forstöðumað- ur iðnaðardeildar atvinnu- deildar Háskólans hyggst að reyna, tekst vel, getur svo farið, að viðhorfin gagn- vart mörkuðum erlendis og hagnýtingu fisksins í landi gerbreytist. Atvinnudeild Háskóla íslands er farin að hafa hagnýta þýð- ingu fyrir atvinnulífið í landinu, enda eru þar allmargir ungir og efnilegir vísindamenn að störf- um. Tíminn hefir nokkuð skýrt frá störfum á þessum þýðingar- mikla vettvangi í þætti blaðsins, sem nefnist: Vísindin í þágu at- vinnuveganna. Mun verða hald- ið áfram að segja frá því helzta, sem gerizt á þessum vettvangi í Tímanum. Gísli Þorkelsson, hinn duglegi og hugvitssami forstöðumaður iðnaðardeildarinnar, hefir jafn- an mörg járn í eldinum í deild sinni og er jafnan leitandi að öllu því, sem orðið getur til hags bóta fyrir iðnað og matvælameð- ferð þjóðarinnar. Blaðamaður frá T í m a n u m komst nýlega að því, að Gísli hefir nú á prjónum, áætlun um merka tilraun, sem getur haft á- kaflega mikla breytingu í för með sér. Notaði blaðamaðurinn tæki- færið í gær og hitti Gísla upp í atvinnudeild, en hann var þá einmitt að útreikningum varð- andi þetta, jafnframt því sem rannsóknir og efnagreiningar fóru fram. Hér er um að ræða nýja að- ferð við að búa til ís til að geyma í fisk og önnur matvæli. Er ný- lega farið að nota þessa aðferð í Bandaríkjunum. Getur geymsluþol fisksins aukist um helming við þessa nýju ísunar- aðferð. Hefir atvinnudeildin Verður sljórnað af erlendum sérfraeðingi, og stofnfé verk- smiðjunnar erlenl. Islenzk stjórnarvöld hafa fyrir nokkru veitt leyfi til þess, að hér í Reykjavík verði komið á spunaiðnaði, að verulegu leyti með er- lendu stofnfé. Ætlar heims- frægur vefnaðarsérfræðing- ur, sem verið hefir ráðu- nautur um spunaiðnað og vefnað í mörgum löndum og sjálfur rekur stórar verk- smiðjur í Ungverjalandi og Austurríki, að flytja hingað til lands nokkurn hluta spunaiðnaðar síns. Það er gert ráð fyrir, að all- stór verksmiðja rísi hér upp, og munu eiga að vinna í henni um tvö hundruð menn. Er fyrirhug- að, að hún fái húsnæði hér við höfnina, því að ekki er gert ráð fyrir sérstakri verksmiðjubygg- ingu, eins og fram kemur í skil- yrðum þeim, sem sett voru fyrir leyfi íslenzkra yfirvalda til að koma henni á fót. Útlendingur sá, sem að þessu stendur, er Austurríkismaður, Leo Hochner að nafni. Hann átti áður 6000 manna spuna- og vefnaðarverksmiðju í Búdapest, en einn góða veðurdag tók komm únistastjórnin verksmiðjuna af honum. Honum var varnað inn- göngu í eigin verksmiðju einn morgun, er hann kom á vett- vang, og er hann spurði, hvort hann mætti ekki sækja frakka, sem hann átti í skrifstofu sinni, var svaraði það, að hann gæti keypt sér nýjan frakka. Eftir þetta flutti hann sig um set til Austurríkis, og rekur þar 2000 manna verksmiðju, og nú hyggst hann að koma upp dá- lítilli verksmiðju hér, ef nýtt ó- friðarbál og byltingar kynnu að gera að engu verk hans í Mið- Evrópu. Það er álit hins erlenda sér- fræðings, að skilyrði hér til spuna- og vefnaðariðnaðar séu góð í þýðingarmiklum atriðum. Sérstaklega er vatnið hér alveg óvenjulega gott til slíkra nota, þar eð það er svo laust við kalk. Einnig má hugsa sér, að með nægri raforku rísi hér innan tíðar upp verulegur efnaiðnað- ur, og þessar tvær greinar, spunaiðnaður og efnaiðnaður- inn, styddu hvorar aðra. Fyrirtæki það, sem stofna ætlar spunaverksmiðjuna hér, nefnist Ingarno. Hefir það feng- ið 750 þúsund króna innflutn- ingsleyfi fyrir vélum og hráefn- um, gegn því að engan erlendan gjaldeyri þurfi til stofnunar eða reksturs á verksmiðjunni og ekki verði sfofnað til neinna skuldbindinga, sem seinna kynnu að krefjast gjaldeyris héðan. Ekki verður heldur lagt í sér- staka verksmiðjubyggingu eða annað, sem krefst fjárfesting&r. Loks er það skilyrði sett, að framléiðslan verði seld á erlend- um markaði, nema um frílista- vörur kynni að vera að ræða, og fyrirtækið að öllu leyti háð venjulegum reglum um gjald- eyri, er fyrirtæki hér lúta. —TÍMINN, 27. okt. AFMÆLIS GJAFIR TIL ELLIHEIMILISINS HÖFN Vancouver, B. C. Money Donations Mr. Vigfús Guttormson, Lundar, Man., 10.00; Dr. and Mrs. P. B. Guttormson, Watrous, Sask. $100 Sólskin, Vancouver, B. C. 176.00; Mr. and Mrs. H. J. Thorson, Van- couver, B. C., 50.00; Mr. and Mrs. A. C. Orr, Vancouver, B. C., 25.00 Mr. and Mrs. O. W. Jónsson, Van couver, B. C., 20.00; Mr. and Mrs. L. H. Thorlakson, Vancouver, B. C., 10.00; Mr. and Mrs. J. S. Johnson, Vancouver, B. C., 10.00; Mr. and Mrs. A. T. Anderson, Vancouver, B. C., 10.00; Mr. and Mrs. J. T. Johnson, Vancouver, B. C., 10.00; Dr. and Mrs. Sidney Kaplan, Vancouver, B. C., 10.00; ’Mr. and Mrs. H. ■ Sigurdson, Qimli, Man., 10.00; Mr. Andres Gíslason, Port Alberni, 10.00; Mr. and Mrs. H. Dalman, Vancouver, 6.00; Miss Dora Davidson, (Höfn) Vancouver, 5.00; Mr. Halldór Friðleifson, Vancouver, 5.00; Mrs Pritchard, Prince Rupert, 5.00; Mr. and Mrs. ólafur Björnsson, Vancouver, 5.00; Mr. and Mrs. Gunnar Guðmundson, Vancou- ver, 5.00; Mr. and Mrs. Domoney, Vancouver, 5.00; Mr. and Mrs. B. Kolbeins, Vancouver, 5.00; Mr. S Sigmundson, Vancouver, 5.00; Dr. R. J. McDonald (in memory of Dr. Bjornson) 5.00; A Friend, 5.00; Mrs. John F. Sigurdson, 5.00 Mrs. Gertrude Sigurdson, Van- couver, 5.00; Mrs. Bertha Potter, 5.00; Mr. and Mrs. Paul Bjarna- son, Vancouver, 5.00; Mrs. S. Eyford, Vancouver, 5.00; Miss Anna Eyford, Vancouver, 5.00; Mrs. ögmundson and son Bjarni, Vancouver, 5.00; Mrs. Ena Jack- son, Vancouver, 5.00; Mr. and Mrs. S. Johnson, Vancouver, 5.00 Mr. and Mrs. Thordur Gunnar- son, Vancouver, 5.00; Miss Mary Anderson, Vancouver, 5.00; Mr. J. Sigmundson, Vancouver, 3.00; Mr. R. S. M. Hannesson, Van- couver, 2,00 Mrs. V. Grímson, Vancouver, 2.00; Miss Helga Thorleifson, Vancouver, 2.00; Mr. Jón Björnson, 2.00; Mrs. Berg- thora Sigurdson (Höfn) Vanc. 2.00; Mr. Hannes Kristjanson, (Höfn) Vancouver, B.C. 2.00; Mr. and Mrs. Leo Thorgeirson, Van- couver, 2.00; Mr. and Mrs. Her- man Sigurdson, Vancouver, 2.00; Mrs. Rafnkelson, Vancouver, 2.00 Mrs. Jóna Axdal, ..Vancouver, 1.00; A Friend, Vancouver, 1.00; Mrs. C. Johnson, Vancouver, 1.00 Miss Helga Johnson, Vancouver, 1.00; Mrs. S. Jónason, Vancouver, 1.00; Mrs. E. Anderson, Vancou- ver, .60; Mr. J. Einarson, Sex- smith, Alta., 100.00; Mrs. A. G. Polson, Winnipeg, Man., 5.00; (in memory of Sveinbjörn Guð- mundsson); Victoria Women’s Icelandic Club, Victoria, B. C., 15.00; Ströndin, Vancouver, B. C. 12.00. Cups and Saucers: (Vancouver) Mrs. Bertie Johnson, Mrs. Martha Hacking, Mrs. Björnson, Mrs. Anna Guðjónson, Mrs. Isaac Mrs. John Björnson, Miss Thomp son, Mrs. L. Skúlason (glasses), Mr. and Mrs. S. Steinsson (plates Mrs. M. Reid. Pillow Cases Miss Dobbin, Miss Dahl, Mrs. Armann Björnson, Mrs. Hugo Davis, Mrs. F. O. Lyngdal. Towels Mrs. Goodman, Mr. and Mrs. O. Stefánson, Mrs. Fred Johnson, Mrs. T. Ellison, Miss L. Sigurd- son, Mrs. K. E. Thilander, Mrs. F. O. Lyngdal. Vegetables Mr. G. Holm (potatoes, corn, beets, cabbage, carrots), Mr. and Mrs. S. Steinsson (tomatoes). Preserves (pickles, jams, sugar, etc.) Sólskin, Ladies’ Aid, Mrs. Rud- dell, Mrs. House, Mrs. S. Johnson Mrs. H. Davis. Meat 20 lb. sirloin roast of beef, tvíbökur — Mr. George Olafson. Skyr — Mrs. G. Holm. TIL BÚNAÐARUMBÓTA Lán til búnaðarbóta má nota til girðinga, afrennslis og annara umbóta. Upphæðir, sem nema allt að $3,000 eru fáanlegar samkvæmt þar að lútandi ákvörðun, og um afborganir má semja til eins, tveggja eða fleiri ára. Og vextir eru aðeins 5%. Leitið upplýsinga hjá næsta útibúi. BÚNAÐARLÁNI má elnnig rerja til Nýrra véla og búsáhalda Nýrra kjallara eða til kaupa hrænræktaðs búpenings. Nýrra bygginga eSa viðgerSa við eldri hús á býlinu Raflagna á býlinu' Girðinga, afrenslis eSa ann- ara umbóta THE ROYAL BANK Or CANADA þér megið treysta ''Royal" Biöjið um eintak af þessum bœklíngí, er skýrir frá * öllu varðandi búbótamálin. Churchill W. H. Thompson, sem var lífvörður Churchills í stríð- inu og fylgdi honum hvert sem hann fór, hefir rilað endurminningar sínar frá þeim árum. Þetta er einn kafli úr þeim. ÞAÐ VAR HINN 10. ágúst 1942 að flugvélin okkar lenti á flug- velli skamt frá Moskva. Þeir Stalin og Morotov voru komnir þangað til þess að taka á móti Mr. Churchill. Meðfram ak- brautinni stóð heiðursvörður rússneskra hermanna. Þegar Churchill hafði gengið meðfram röðum hermannanna, var honum fylgt að bíl, og svo þeystum við í gegnum Moskva með 60 mílna hraða og til land- seturs, þar sem Stalin er stund- um á laun. Þarna voru fyrir varðmenn, sem yfirheyrðu okkur, og við urðum að fara um tvö hlið, sem voru varin af varðmönnum, áður en við komum inn í húsagarð- inn. Húsið og garðurinn var fult af hermönnum með alvæpni, og er ég gekk um garðinn til þess að skoða mig um, þá eltu mig einkennislausir njósnarar leyni- lögreglunnar. Úr því að við vorum nú komn- ir þarna inn, var ekkert viðlit að komast út aftur, nema með beiðni um það í síma. Þarna bið- um við nú í garðinum í hálfa klukkustund. Þá kom fylgdarlið okkar, en við höfðum ekki mátt fara inn í húsið á undan því. Klukkan 7 um kvöldið fór Churchill á fyrsta fund sinn með Stalin. Við urðum að fara í gegnum margar girðingar her- manna fyrir utan Kreml og fjöldi leynilögreglumanna elti okkur þangað til honum var vís- að inn til Stalins, en við hinir urðum að bíða fyrir utan í bið- stofu og var þar ríkule'ga borið á borð fyrir okkur, vínföng, vindlar og sígarettur. Rétt á eftir vorum við kallað- ir fram fyrir og þar var þá Churchill úti á gangi og heldur þungur á brúnina. (Seinna komst ég að því, að þótt vel hefði farið á með þeim Stalin í fyrstu, þá hefði brátt verið heimtað loforð af Churchill og Stalin hefði ekki verið ánægður með svar hans. Og svo skildu þeir í fússi). Við héldum aftur til búgarðs Stalins og Churchill var ekki í góðu skapi. Næstu tvo daga var hermálaráðunautum falið að tal- ast við, og síðan var allri brezku sendinefndinni boðið til veizlu í Kreml. Ég hefi verið í mörgum opin- berum veizlum um dagana ásamt Mr. Churchill, en engri sem kemst í hálfkvisti við þessa um bruðlun. Seinna, er ég ók um götur Moskva og horfði á fólkið sem hafði staðið í biðröðum allt að fjórum klukkustundum til þess að ná sér í brauð, þá var ég enn með þennan matseðil veizlunnar í vasanum: Matseðill (kalt borð) Kaviar (ferakur) Kaviar (pressabur) Lax, Styrjuhrogn, Síld me8 grænmeti, Þurkuð síld, Kalt flesk, Dýrakjöt I majonnase, Andir, Styrjuhrogn í sósu, Tómatsalat, Salat, Agúrkur, Tðmatar, Hreðkur, Ostur. • Matseðill (heitt borð Hvltir sveppir I súrum rjóma, VillibráC, BggjarauBur, Meunier, Súpa Créme de Poularde, Consommé Borsch, Styrjuhrogn I kampavíni, Kalkúnar, Hænu-ungar, Rjúpur, Kartöflumauk, Kjöt af mjólkurlömbum me8 kartöflum. Sveppasalat, Blómkál, Aspargues, ís créme, Ávaxtals, Kaffi, Líkjör, Ávextir, Smákökur, Steiktar möndlur. Box of Aples — Mr. J. Kristjan- son, Kelowna. Table Center — Mrs. L. G. Sig- urdson. Innilegt þakklæti fyrir allar þessar gjafir. Dr. B. T. H. Marteinson féhirðir 925 Medical Dental Bldg. Vancouver, B.C. hjó Stalín Hjá hverjum diski voru marg- ar tegundir af vínum, og menn sátu að borðum í þrjár stundir. Ég sat beint á móti þeim Chur- chill og Stalin og það var auð- séð að Stalin skemti sér vel. Við vorum varla sestir er hann stökk á fætur og tók að drekka á menn. Stundum stóð hann á fætur og gekk niður með borð- inu til þess að klingja glösum við þann, sem hann vildi hylla. Þarna voru drukkin 25 minni og ég var að hugsa um hvort þessi átveizla ætlaði aldrei að enda. Þegar borðhaldi var lokið var gengið inn í annan sal og þar var veitt kampavín, líkjörar og kaffi. Þá sýndist mér Churchill taka að gerast órótt og hann kallaði á Sir Alexander Cadogan út í horn til þess að tala við hann í hljóði. Að því loknu sagði Sir Alexander túlk Stalíns, sem Pavlov hét, að nú langaði Chur- chill til þess að tala við Stalin í einrúmi. En Stalin tók það ekki í mál. Hann vildi skemta sér, en ekki ræða vandamál. Það átti nú ekki við Churchill. Hann stökk á fætur úr sæti sínu og kallaði í Sir Alexander: „Komdu með. Ég er að fara. Segðu marskálkinum að ef hann vilji nokkuð frekar við mig tala, þá verði ég um kyrt á búgarðin- um til sunnudagsmorguns. En þá fer ég til Kairo eins og á- kveðið hefir verið“. Við fórum og Stalin fylgdi okkur til dyra. Á laugardagskvöldið var mér sagt að Churchill sétti að finna Stalin klukkan sex. Ég fór einn með honum. Þegar við komum til Kreml var farið með mig inn í biðstofuna eins og áður. Eftir 20 mínútur var mér sagt að fara. Ég spurði hvort Churchill væri farinn, en mér var ekki svarað. Og svo var mér fylgt út. Ég gekk fram og aftur fyrir utan Kreml. Njósnarar leynilög- reglunnar eltu mig á röndum. — Ég ávarpaði þá, en þeir svöruðu ekki. Að lokum bar þar að að- stoðarforingja Molotovs. Ég hafði hitt hann í London áður Hann útvegaði túlk. Ég spurði hvort Churchill væri farinn, en fékk ekkert ákveðið svar. Túlk- urinn sagði að það væri bezt fyr- ir mig að fara heim á búgarðinn aftur. Þá sneri ég máli mínu til að- stoðarforingja Molotovs og sagði að hann hlyti að skilja, að eins og hann hefði orðið að fylgja Molotov hvar sem hann fór í London, svo yrði ég að vera með Churchill í Moskva og mætti ekki fara frá honum. Hann átti langt þref við túlkinn. Að lokum sögðu þeir mér að koma með sér og fá brauð að borða, því að Churchill sæti að mat- borði með Stalin. Svo kom Sir Alexander Cado- gan til þess að vitja um Chur- chill, og litlu seinna kom hann og var nú ánægðari á svip en áður. Á heimleiðinni í gegnum borg- ina sáum við biðraðir fyrir fram- an brauðbúðirnar. Þær stóðu þar enn er við fórum frá Moskva fjórum klukkustundum seinna. —Lesbók. Mbl. Forsetakosningar á alþingi Kosningar forseta og ritara fóru fram á alþingi í gær. For- seti sameinaðs þings var kjör- inn Jón Pálmason, 1. varaforseti Jörundur Brynjólfsson og 2. varaforseti Rannveig Þorsteins- dóttir. Forseti efri deildar var kjörinn Bernharð Stefánsson, 1. varaforseti Þorsteinn Þorsteins- son og 2. varaforseti Lárus Jó- hannesson. Forseti neðri deildar var kjörinn Sigurður Bjarnason, 1. varaforseti Jón Gíslason og 2. varaforseti Halldór Ásgríms- son. Ritarar voru kjSrnir þeir sömu og áður, nema Sigurður Ó. Ólafsson var kjörinn í stað Eiríks Einarssonar. Önnur þing- störf fóru ekki fram í gær. —TÍMINN, 3. okt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.