Lögberg - 22.11.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 22.11.1951, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. NÓVEMBER, 1951 5 ’VVWVWWVVVVVVVWVVV'* ÁHUGAMÁL LVCNISA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON BRÉF OG FLEIRA pað viá ekki mvnna vera, en ég fceri vinkonu minni, frú Kristínu i Watertown mínar innilegustu hjartans þakkir fyrir hennar hlýju, en lítt verðskulduðu ummœli í minn garð. Eg veit það af reynslu, að ritferðum þessarar gáfuðu og göfugu konu er alment fagnað af lesendum Lögbergs, enda hvílir yfir þeim, auk stílfegurðar, hugsjónagöfgi og fölskvalaus rækt við íslenzk menningarmál. pann 9. apríl s.l., á nítugasta afmœlisdegi frú Kristinar mintist kvennasíða Lögbergs hennar að nokkpu og þess vegna vita margir á henni nokkuð gleggri skil en ella myndi verið hafa. Megi henni enn e.ndast heilsa og líf til að halda á lofti sínum frjófgandi og eftir- minnilega penna! Kæra vinkona: Ég verð að skrifa þér fáar lín- ur og þakka þér af öllu hjarta hin góðu orð til mín og einlægu vinsemd. ÍÞað sem þú segir um verk mitt gefur mér andlegEÍh hugarstyrk; ég gleymi því al- drei og hefi ekki orð yfir þakk- læti mitt til þín. Greinin þín, Brúin yfir hafið er stórmerkileg og kvæðið til hans Valdimars eftir skáldið er svo skemtilega smellið, að ég hef mikið gaman af því; ég þekfi fólk hans í Miniota, Myndin þín, fjallkonan, er svo fögur; góðleikinn og lítil- lætið skín yfir andlit fjallkon- unnar. Ræðan var bæði fróðleg og skemtileg. Já, tungan er sam- band milli vestan og austur landa; sambandið er heilög sálar- sameining, sem ekki slitnar því fingur drottins hefir ritað það með vísdóm og miskun á hjörtu þjóðarinnar. — Frá Hofi. Nú ætla ég að biðja þig bón- ar, sem er, að leiðrétta nafnið mannsins míns í blaðinu. Hann hét Sigurður Josephson frá Hofi í Vopnafirði, en fólk, sem var á Hofi á þeim tímum þótti það menning og upphefð, að hafa verið á Hofi, því heimilið var fyrirmynd og sveitarprýði, enda eru Vopnfirðingar glæsilegt mannfélag. Séra Halldór á Hofi var bezti maður og ágætis prestur. Marg- ar sögur fóru af mannkostum hans og réttvísi. Eins var frúin hvers manns hugljúfi og stjórn- aði öllu með aðlaðandi lipurð. Þau áttu fimm sonu og fjórar dætur. Fjórir af sonunum voru prestar.. — Sigurður Josephson ólst upp á Hofi með móður sinni, sem hét Ingunn og var ráðskona á Hofi; hún var ekkja. Fleiri af börnum hennar voru á Hofi. Eftir að Sigurður Josepson varð fulltíða maður var hann mest af tímanum í sendiferðum fyrir séra Halldór því hann var dug- legur, trúr og fljótur til ráða. Hann fór niður í Vopnafjörð'og út um sveitir, að kaupa fyrir heimilið, en móðir hans hélt reikning yfir alt, sem inn kom af matvöru og var flínk í því. Oft skákaði hún ungu sveinun- um, sem að gamni sínu gáfu henni hörð reikningsdæmi og leysti hún úr þeim fljótt og vel þó ólærð væri. Þá sögðu dreng- ir: „Sú aldraða fer fram úr okkur“. Á Hofi voru oftast milli tutt- ugu til þrjátíu manns í heimili. Samt voru góðar reglur og fólk komið til vinnu sinnar á réttum tíma. Þar voru konur, sem spunnu þráðinn; menn voru þar, sem kembdu ullina; menn voru þar, sem gjörðu vefnaðinn. Daet- ur prestsins voru saumakonur. Þegar leið að kvöldi var spilað á harmoníkur og fíólín og sung- ið. Oft var glatt á hjalla á kvöld- in. — Þá var þar kona, sem sá um alt hreinlæti; mikið af því var gjört áður en fólk kom á fætur, bæði stofur og frambær- inn, svo heimilið var alla tíð eins og á páskum. Gestastofan á Hofi var orðlögð fyrir fagrar myndir og lista-útsaum. Samt kom mótlæti fyrir á Hofi, þegar hann Nonni litli, tökudrengur á Hofi, varð fyrir slysi og beið af því bana. Þetta tilfelli setti sorgarský yfir heim- ilið, því bæði var hann gott barn og vel gefinn. En ræða séra Hall- dórs og bænir voru svo huggandi og hjartnæmar; það dróg úr sorginni og gleðin færðist aftur yfir heimilið. Þá var það eitt sinn um haust, rétt fyrir jólaföstu, að gestir komu að Hofi. Það var vinafólk hjónanna. Það tók eftir því, að alt var uppljómað og allir í spari- fötunum. „Hvað gengur á?“ sögðu gestir. „Er einhver að gifta sig?“ „Nei“, sagði prestur, „það eru töðugjöldin eða þakklætisdagur- inn, því nú eru allir heima. Við höfum heimaveizlu, svo ætlar það að hafa dans og söng í kvöld, svo nú bið ég ykkur að vera sem heimamenn og taka þátt í gleð- inni“. Gestir hlógu og tóku vel í það. — Ritningin segir: Prísið Guð með söng og dansi. En ég þarf að segja þér meira af manninum mínum. Þegar við fluttum til Watertown, tók hánn vinnu á hveitimylnu. Eftir nokkurn tíma varð hann út- flutningsstjóri og fórst það vel, því hann var góður í reikningi eins og móðir hans. Þarna vann hann í tuttugu og sjö ár, en þá var hann þrotinn að heilsu. Hús- bóndi hans og samverkamenn hans lögðu saman og gáfu hon- um fagurt gullúr og gildan gull- hring. Þetta gladdi hann mikið. En oft mintist hann á veru sína á Hofi með söknuði. „Bara að ég gæti séð fólkið á Hofi“, sagði hann. „Séra Jón Halldórsson var sá bezti prestur, sem ég heyrði á Islandi“, sagði hann. „Séra Lárus, bróðir hans, var líka góð- ur prestur og skáld“. — Mér kom til hugar hvort hann Gísli á Grund í Reykjavík myndi kann- ast við eitthvað af þessu fólki frá Hofi, því séra HaRdór var lang- afi hans. Svo nú hef ég séð þrjár kyn- slóðir koma og fara, og sú fjórða er skamt í burtu; það eru bless- uð smábörnin, sem ég elska og bið Guð að blessa og varðveita, því innan fárra tuga ára liggur fyrir þeim ,að stjórna heimin- um. Þá vonum við að tímar séu breyttir: engin stríð framar; engin dýrtíð; engir óþolandi skattar. En í staðinn fyrir það’sjáum við dagsbrún af nýj- um himni og nýrri jörð, þar sem friður, réttlæti og bróðurelska mun búa. Kristín frá Walertown — SKRÍTLUR — Kennari: „Þegar þið skrifið stíl, þá eigið þið að skrifa líkt því sem þið talið“. Jón litli: „Og eiga þeir sem stama að gera það líka?“ ☆ Hann: „Þér skuluð ekki gera yður það ómak að fylgja mér til dyra“. Hún: „Það ’er ekkert ómak. Mér er það einmitt mjög ljúft“. ☆ Gestur: „Hvar er hún mamma þín, Magga mín?“ Magga: „Hún fór fyrir klukku tíma til hennar frú Eigríðar til þess að tala við hana í 10 mín- útur“. Hvernig læknar hugsa og tala um kristindóminn „Svenska kyrkans Mission- siidning" segir frá trúboðs- fundi, sem læknar héldu í Svíþjóð. Þar flutti dr. Fr. Clason skilnaðarræðu, sem fer hér á eftir í þýðingu: ÞRATT FYRIR ALT. Þegar vér á þessum síðustu tímum biðjum Faðir vor, eru það þá ekki sérstakar tilfinningar, sem grípa oss, þegar vér biðj- um: „Helgist þitt nafn. Til komi þitt ríki. Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni“. Virðist oss þá ekki eins og ægilegir fjall- garðar mannlegrar eigingirni, ranglætis og fjandskapar gegn Guði gnæfi og rísi himinháir umhverfis oss, og geri oss erfið- ara fyrir með að biðja þessa -dá- samlegu bæn? Og þessi fjöll eru reist í landareign hinnar forn- helgu kristni. Og því miður verðum vér að viðurkenna, að svo mikið af þessari sérdrægni, ranglæti og fjandskap er gróðursett í vorum eigin hjörtum, að það lamar mátt bænarinnar og torveldar flug hennar, enda þó að við vit- um, að fylling hennar og bæn- heyrsla er okkar eina og lífs- nauðsynlegasta bjargráð. Og þegar vér svo komum að lofsöngnum: „Því að þitt er rík- ið, mátturinn og dýrðin að eilífu“, er þá ekki sem heyrist raddir, er hrópa: „Þessu er ekki þannig varið. Skiljið þið ekki og sjáið þið ekki, að þessu er ekki þannig varið?“ Er þá nokkur huggun, eitt- hvað sem gefur oss hugrekki, af því að það sýnir oss að Guð lifir og starfar? Vér munum eftir frásögninni um það, hvernig Jóhannes sendi lærisveina sína úr fangelsinu til Jesú og lét þá spyrja hann: „Ert þú sá, sem koma skal, eða eigum vér að vænta annars?“ Og þá svaraði Jesús: „Farið og segið Jóhannesi það, sem þér heyrið og sjáið: blindir fá sýn, haltir ganga, líkþráir hreinsast, daufir heyra, dauðir upp rísa og fátæk- um er boðað fagnaðarerindið“. Takið eftir því, að hann bendir þeim ekki sérstaklega á fagnað- arboðskapinn, sem hann flutti, heldur á gjörvalt daglegt starf sitt, hvernig hann var ljómi og ímynd hins heilaga kærleika Guðs á meðal allra manna, sem urðu á leið hans. Getum vér enn komið auga á það, að hann sé á ferðinni á með- al mannanna hér á jörðinni — þrátt fyrir himinhrópandi rang- læti og syndalíferni kristinna þjóða? Já, vér getum komið auga á þetta, þrátt fyrir alt. Ég skal einungis benda á tvö viðfangs- efni, þar sem vér berum gæfu til þess að sjá það. Lítið á Irú- boðsskarana. Einnig þar er níst- andi neyð. En sjáum vér ekki, að einmitt þar er Jesús á ferð- inni? Blindir sjá — og fátækum er boðað fagnaðarerindið. Og hvar sem við rennum augunum yfir þessa akra, birtast oss hinar dásamlegustu sýnir. Hið bjart- asta ljós ljómar á hinni dimm- ustu nótt. Hin fegursta lilja vex upp úr hinni ógeðslegustu forar- vilpu. Takmarkalaus, fórnandi elska sigrar hið ægilegasta hat- ur. Dauðinn breytist í líf. Svo vil ég minnast á, hvernig Kristur breytir þjáningum sinna manna þannig, að þeir ekki að- eins geta þolað þær, heldur verða þær þeim til lífsþroska og sigurvinninga. Þetta sýndi hann sjálfur með lífi sínu og dauða. Hvað átti hann ekki sjálfur við að búa á kærleiksgöngu sinni. Hinir andlegu leiðtogar þjóðar- innar útvöldu og dygðablóð snerust gegn honum og útskúf- uðu honum. Nánustu skyld- menni hans og vinir stóðu sam- úðarlausir og skilningslausir. Mikill meiri hluti af lærisvein- um hans yfirgáfu hann smátt og smátt, eftir því sem fagnaðar- boðskapur hans varð ákveðnari og heilsusamlegri. Einn hinna tólf sveik hann og hinir flýðu. Átrúnaðargoð hans, Pétur, af- neitaði honum. Og svo var hann hafinn upp á krossinn og leið hinar ógurlegustu líkamlegu líkamlegu þjáningar, og svo sár- ar andlegar kvalir, að vér getum ekki gert oss þær í hugarlund. Virtist ekki að líf hans og starf hafa mishepnast? Á meijan hann hékk á krossin- um, breytti hann ræningja í náðaðan Guðs vin og gest para- dísar. Og hann breytti sínum eigin krossi. „Krossinn var hinn mesti glæpur, sem nokkru sinni hefir framinn verið“, segir Stanley Jones, „en Jesús breytti því öllu í læknismeðal gegn ranglæti og synd. Þar sýndu mennirnir sig frá hinni dýrsleg- ustu og andstyggilegustu hlið, og fyrir milligöngu Jesú opin- berar krossinn Guð í hans allra dýrðlegustu mynd. Þar var hatr- ið beittast og ógurlegast, og þar mætti kærleikurinn þessu hatri og sigraði það með því að þrýsta því upp að sínu eigin hjarta. Hinn myrkvasti tími sögunnar verður að hinum bjartasta. Kross inn verður hásæti. Endirinn verður að hinni miklu, ógleym- anlegu byrjun". Og saga lærisveina hans er auðug af slíkum afturhvörfum og breytingum. Hugleiðið píslar- vættisdauða Stefáns. Böðlarnir fóru úr flíkunum og lögðu þær að fótum unga, æðandi fariseans, sem brann af hatri til starfs- manna Krists. Hann hét Sál — en skömmu síðar Páll. Hugsið um Pál og SÍ13S, sem sátu húð- strýktir í fangelsinu í Filippí — og um Filippí-bréfið. í bók einni, sem heitir „Kristur og þjáning mannanna“, er sagt frá geisl- andi dæmum um þær breyting- ar, sem þjáningin getur valdið. Ég ætla að segja ykkur nokkur þeirra: 1 „jurtafæðu-uppreisninni“, sem svo er nefnd, í Kína, gerðist það, að af einni trúboðsfjölskyld- unni var móðirin rtiyrt, ásamt þrem börnunum. Fjögur börnin sluppu með lífi, eftir að hafa verið sjónarvottar að því, að skyldmenni þeirra voru myrt á kvalræðisfullan hátt. Þau fund- ust aftur og urðu ásátt um, hvernig þau skyldu hefna sín. Þau ætluðu að ferðast til annara landa og afla sér hinnar beztu mentunar, sem þau gætu fengið, og hverfa svo aftur til Kína og fórna svo lífi sínu í þjónustu þeirra, sem myrt höfðu ástvini þeirra. Og þetta gerðu þau. Þau sneru öll til Kína og hafa árum saman fórnað lífi sínu í frjóu og kærleiksríku starfi, þeim mönnum, sem breytt höfðu svo illa við ástvini þeirra, og loks svift þá lífinu. Við hliðina á hinum fimm gröfum fyrnefndra píslarvotta eru einnig tvær aðrar grafir, sem geyma duftið af tveim dætrum ekkju nokkurrar frá Ástralíu. Þegar hún fékk fregn- ir um það, að búið væri að myrða dætur hennar, svaraði hún því einu, að fyrst hún hefði ekki fleiri dætur að senda, ætl- aði hún sjálf að ferðast til trú- boðslandanna. Og 62 ára gömul seldi hún alt sem hún átti, og ferðaðist til þess staðar, þar sem börnin hennar höfðu verið myrt, lærði málið, stofnaði skóla og vann við hann í 20 ár, dó 82 ára gömul og var jörðuð hjá dætr- um sínum. Þessar manneskjur „þoldu“ ekki einungis þjáningar sínar — þær tóku þær og beittu þeim fyrir vagninn, og knúðu þær til starfa. I stað þess að vera muldar sundur af hjólum hinna grimmu örlaga, stigu þær sjálfar upp í vagninn og óku að sínu eigin ákveðna takmarki. Og það var dýrðlegt takmark. En vér, sem erum læknar og læknanemar, höfum vér ekki séð dæmi um þetta nær oss? Höfum vér ekki séð sjúklinga, sem árum saman hafa legið rúm- fastir, sárþjáðir og svefnlausir, og orðið að líða það kvalræði, sem því er samfara, að geta ekki unnið sín skyldustörf — og þrátt fyrir þetta og í öllum þeirra raunum geislaði frá þeim kraftur Guðs og elska, og þess vegna gátu þeir létt undir með fjöldamörgum öðrum manneskj- um, lyft þeim og borið þær á- fram til sigurs. Vér höfum séð, að Guð lifir og starfar enn þann dag í dag. Ef til vill höfum við líka eign- ast þá náð að fá að reyna það í voru eigin lífi, að synd er fyrir- gefin, að hinn fallni rís á fætur, að veruleikinn getur breytzt í kraft, að þrekleysið og deyfðin ‘ getur tekið til starfa, og að upp af hinni mestu eymd og fátækt getur sprottið dásamleg sæla. Fjöll ranglætisins eru há og hræðileg: eigingirni hjartans liggur eins og martröð á sál vorri, en Guð lifir og frelsar. Guð berst gegn valdi illskunnar og skal sigra. Þess vegna getum vér beðið: Helgist þitt nafn. Til komi þitt ríki. Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himnum. — Vér þökkum þér, Guð, fyrir, að þú útskúfar oss ekki sam- kvæmt verðskuldan vorri, held- ur fyrirgefur oss af óendanlegri miskunn þinni, og frelsar oss. Vér þökkum þér fyrir það, að þú sýnir oss þær dásemdir, sem elska þín ávallt er að fram- kvæma á jörðinni. Hreinsa oss frá sjúkdómi eigingirninnar. Frelsaðu oss frá öllu, sem tálm- ar því, að vér heyrum þína röddu. Gefðu oss náð til að taka á móti elsku þinni í'hjörtu vor og verða verkfæri hennar til þess að hjálpa mönnunum. Hjálpa þú oss til þess að standa stöðugir, berjast hinni góðu bar- áttu, og vinna að því með trú- mensku, að þitt ríki komi. Gefðu oss sterka og örugga og óbifán- lega sannfæringu um sigur þess. Ó, Guð, líttu í náð til allra hinna undirokuðu og þeirra, sem mæta óverðskuldaðri og ranglátri með- ferð. Miskunna þig yfir þá, sem eru þér móthverfir og andstæð- ir. Styrk þú og blessa þjóna þína á gervallri jörðinni, og láttu sannleika þinn og kærleika verða augljósan öllum lýð. Fr. Clason Nýjar framleiðsluvörur Sjafnar: Sápuspænir og skrautkerti af af beztu gerð Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Fyrir skömmu tók til starfa á Akureyri hin endurbyggða sápuverksmiðja Sjafnar, sem ’ er eign samvinnufélaganna. Framleiðir nú verksmiðjan í fullkomnum vélum ýmsar tegundir sápu og kerta, sem sem ekki hafa áður verið unnin hér á landi, og verður hin nýja framleiðsla þessa fyrirtækis áreiðanlega vel þegin á þúsundum íslenzkra heimila. Sápuspænlr. Meðal hinna nýju framleiðslu- tegunda Sjafnar, eru sápuspæn- ir, sem margar húsmæður hefir lengi vantað í þvotta sína. Þeir hafa ekki verið framleiddir áður hér á landi, og ekki fengizt held- ur erlendis frá svo neinu nemi síðustu árin. Þessir nýju sápu- spænir eru búnir til úr beztu hráefnum og jafnast á við það bezta, sem inn hefir verið flutt af því tagi, en verðið hins vegar samkeppnisfært við innflutt. Skrautkerti. Forustumenn þeirra deilda samvinnusamtakanna, sem ann- ast um iðnaðarframleiðsluna, munu að þessu sinni sjá svo til, að nýstárleg jólakerti geti prýtt jólaborð heimilanna, og er það einnig gert með tilliti til hinn- ar endurbyggðu verksmiðju, sem nú hefir nýjar og fullkomnar vélar. —• Auk nýstárlegra skrautkerta á jólaborðið, sem er rtý íslenzk framleiðsla, framleiðir Sjöfn, eftir sem áður hin venjulegu jólakerti og aðrar tegundir kerta, eins og áður. Standa vonir til, að enginn skortur þurfi að verða á þeirri vöru nú á næst- unni. Sápur og þvottaefni. Auk þessara nýjunga í fram- leiðslu Sjafnar, sem hér hafa verið nefndar, framleiðir verk- smiðjan fjölmargar tegundir af ýmis konar þvottaefni og sápum. Márgar þeirra eru svo kunnar húsmæðrunum, að ekki er á- stæða til að geta þeirra í frétta- grein. Tvær tegundir fínnar hand- sápu með erlendum ilmefnum eru komnar á markaðinn frá hinni nýbyggðu verksmiðju. Eru þær sambærilegar við beztu er- lendar sápur, og búnar til úr beztu fáanlegum hráefnum. Fleiri iðnaðarvörur. Trélím það, sem verksmiðjan framleiðir, aðallega úr innlend- um efnum, m. a. kasein, sem mjólkursamlag KEA vinnur úr mjólk, hefir þegar hlotið lof og viðurkenningu þeirra aðila er nota þessa nauðsynjavöru við smíðar og iðnað. Eins og mörgum er í fersku minni, brann Sjafnarverksmiðj- «n á Akureyri í fyrra og eyði- lagðist þar bygging og verk- smiðjuvélar. Er hin nýja verk- smiðja reist á sama stað á Akur- eyri með nýjum og fullkomnum vélum eins og áður er sagt. —TIMINN, 17. okt. Kaupið Lögberg REYNIÐ ÞAÐ- yður mun geðjast það! // Heimsins bezta tyggitóbak"

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.