Lögberg - 22.11.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.11.1951, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. NÓVEMBER, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LAVARÐ J. J. BlLDFELL. þýddi „Ég á von á, að liggja undir sama dómnum þegar næsta heimboð hans verður haldið“, sagði Vandemont og brosti alvarlega. „Ég hefi máske margt að segja þér innan fárra daga. Eins og stendur eru þær fréttir ekki tímabærar. Hef- urðu séð nokkuð til Lilburnes? Hann fór frá okkur fyrir nokkru mdögum. Er hann í Lun- dúnum?“ „Já, ég var á reiðtúr með kunningja okkar Henry, er var að reyna hest, sem að hann var nýbúinn að fá sér úti á landi, í gær. Við fórum í gegnum B .... og H ... . Fallegt þar. Þekk- urðu nokkuð til í þeim plássum?“ „Já, í H . . . .“ „Rétt þegar var að rökkva vorum við á leiðinni til baka og riðum greitt. Hvern held- urðu að ég hafi séð gangandi á götunni með fram aðalveginum annan en Lilburne lávarð sjálfan! Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum. Ég stansaði og eftir að spyrja hánn um þig, þá gat ég ekki annað en látið undrun mína í ljósi yfir því að sjá hann þar gangandi. Þú þekkir hæðni hans! „Franskur maður eins hug- prúður og Monsieur Liancourt er“, sagði hann, „þarf ekki að furða sig á miklu tilkomumeiri kraftaverkum, segulinn dregur stálið til sín. Ég er í dálitlu ævinfýri hérna. Fyrirgefðu, ég verð að biðja þig að halda áfram!“ Ég bauð honum auðvitað góða nótt; og ofurlítið lengra með fram veginum sá ég dökkan yfirlætislaus- an vagn, kórónulausan, skjaldarmerkjalausan, hjá honum var enginn fylgdarsveinn, aðeins kúskur, sem sat í keyrarasætinu, en fegurð hestanna sagði mér, að Lilburne lávarður ætti þá. Geturðu ímyndað þér slíka heimsku af manni á hans aldri — og bráðgáfuðum í tilbót? En hvernig stendur á því, að menn gera ekki grín að Lilburne fyrir þetta, eins og að menn mundu gera að hverjum öðrum manni, sem er kominn á sextugsaldur?“ „Vegna þess, að menn hæðast ekki að hon- um — menn hafa andstygð á honum“. „Nei, það er ekki rétt. Sannleikurinn er sá, að menn geta ekki ímyndað sér Lilburne gaml- an. Siðir hans eru ungra manna siðir — augun eru ung. Ég hefi aldrei séð'mann sem er gæddur eins miklu lífsfjöri og hann. Veikt hjarta og góð melting eru leyndardómar langlífsins“. „Hvar mætturðu honum — ekki þó ná- lægt H . . . .?“ „Jú, rétt skammt frá. Hvað um það? Hefir þú einhverja leyndifundi þar líka? Nei, fyrir- gefðu; það var aðeins glettni. Góða nótt?“ Vandemont varð hugsi og órólegur, en hvernig á þeim óróa stóð gat hann ekki gjört sér grein fyrir, en var það út af því að frétta, að Lilburne hefði verið í nágrenni við H . . . . Það voru spor lastamannsins að vanhelga helgi- dóminn. Það fór hrollur, sem ekki verður með orðum lýst, í gegnum hann, þegar hann í hug- anum bar þau saman, Lilburne og Fanny; en það var engin ástæða til að óttast slíkt. Fanny fór aldrei út einsömpl. Leynifundi líka — svei! Lilburne hefir hlotið að vera að bíða eftir viljugum og óþvinguðum samfundi, líklegast við einhverja af hinum fallegu óráðsettu dætra frá Lundúnum. Það var sagt, að sigurvinningar Lilburnes lávarðar hefðu upp á síðkastið verið á meðal þeirra, sem að tilheyrðu hans eigin stétt; og útþorpin voru þægileg fyrir slíka sam- fundi. Hann leit á klukkuna, hún var þrjú eftir miðnætti. Hann ásetti sér að fara til H . . . . snemma, jafnvel áður en að hann heimsækti William Smith. Með þann ásetning í huga lagði hann sig upp í rúm og steinsofnaði því að hann var orðinn þreyttur. Þegar að hann vaknaði var klukkan orðin nærri níu, hann var nýklæddur og búinn að fá sér eitthvað hrasl að borða, þegar að hús- þjónninn kom inn til hans og sagði honum, að það væri komin öldruð kona sem að vildi finna hann. Hann var enn að hugsa um lögsókn og vitni og hélt að þetta mundi máske vera ein- hver í sambandi við það, þegar Sarah rak höf- uðið inn úr dyrunum. Hún leit grunsamlega í kringum sig, og henti sér svo á hnén fyrir framan Vandemont: „Ó!“ stundi hún upp. „Ef að þú hefir numið þennan unga, saklausa vesal- ing í burtu, guð fyrirgefi þér. Sendu hana heim aftur. Það skal allt verða þaggað niður. Eyði- legðu hana ekki, kæri herra!“ „Talaðu skýrt manneskja — hvað mein- arðu?“ hrópaði Philip og fölnaði. í fáum orðum skýrði Sarah frá hvarfi Fanny kveldið áður og hræðslu sinni þegar að hún kom ekki heim aftur, og sinnisleysi Símonar, sem skildi ekki hvað komið hafði fyrir og gekk til hvílu sinnar eins og að hann var vanur, leit sinni að henni um kveldið, og að lögreglumað- ur, sem var á verði, hefði heyrt konu hljóða 1 nánd við skólann, en að allt sem að hann hefði séð í gegnum þokuna hefði verið vagn, sem að keyrður var á fleygiferð fram hjá honum. — Sarah, sem hafði illan grun á Vandemont, sannfærðist morguninn eftir þegar að hún kom inn í herbergi Fanny og sá bréf Fanny, sem að hún hafði ekki lokið við, og hans eigið bréf þar hjá, sem að gaf henni heimilisfang hans í Lundúnum, svo hún vissi vel hvað hún var að segja. — Vandemont varð skelkaður; lýsingin á Lil- burne lávarði, vagninum og veru hans kveldið áður í nágrenninu við H . . . . leiftraði um huga hans, og á meðan að Sarah var enn að tala, hljóp hann út úr húsinu og til Park Lane, þar sem lávarðurinn átti heima og gerði boð fyrir hann. Honum var sagt að lávarðurinn hefði ekki verið heima um nóttina, og að hann mundi vera í Fernside: Fernside! H . . . . var á leiðinni þangað. — Eftir minna en tíu mínútur var hann kominn á stað þangað með póstvagni, og hafði gefið kúsknum $50.00 til að teygja úr hestunum allt sem í þeim var. XV. Kapíluli Þegar að Harriet skildi við Fanny, þá hafði hún ásett sér að koma henni á fund Lilburnes lávarðar, svo hún sagði henni að enginn væri í herberginu niðri, sem að hún hefði verið í í gærkveldi, og fanginn hugsaði sér undir eins að komast þar út og í burtu. Etfir ofurlitla stund læddist Fanny ofan stigann og opnaði herbergishurðina mjög varlega, en rétt í því kom Robert Beaufort inn í herbergið; hún dróg sig til baka og varð meira en lítið hissa þegar að hún heyrði þá nefna nafn, sem að hún átti síst von á; því að undir eins og Lilburne sá Beaufort náfölann og heyrði hann skella hurð- inni á eftir sér vissi hann að eitthvað óvana- legt hefði komið fyrir í sambandi við gest hans, sem þeir báðir hræddust. „Þú kemur í sambandi við Vandemont! Það hefir eitthvað komið fyrir í sambandi við Vandemont! Við Philip! Hvað er það? Reyndu að vera rólegur“. Þegar Fanny heyrði þetta nafn gægðist hún inn úr dyrunum, en dróg sig til baka aftur, hélt dyrunum lítið eitt opnum og hlustaði með önd- ina í hálsinum. — Báðir mennirnir sneru sér frá henni og þeir höfðu ekki orðið varir við hana. „Já“, sagði Robert Beaufort og studdi sig við öxlina á Lilburne eins og að hann ætlaði að hníga niður. — „Já, Vandemont og Philip er það sama — já, ég er kominn til að tala við þig um hann. Arthur er kominn“. „Jæja“. ( „Og hann hefir séð mannhrakið, sem heim- sótti okkur, og óþokkinn hefir umhvert Arthur og sannfært hann um, að Philip sé lögmæti erfinginn að öllum okkar eignum, og hann er kominn heim — veikur, veikur — og ég er hræddur um“ (bætti Beaufort við í skjálfandi málróm) „til — til . . . .“ „Til að ónýta ráðabrugg þeirra?“ „Nei, nei, til að segja, ef að þetta sé satt, að þá sé það hvorkj. heiðarlegt né sæmilegt fyrir okkur að standa á móti rétti hans. Hann er svo stífur 1 þessu og svo taugaveiklaður, að hann þolir ekki að á móti honum sé haft, svo að ég veit ekkert hvað ég á að gjöra . . . .“ „Dragðu andann og haltu svo áfram“. „Já, það virðist að þessi maður hafi náð tali af Arthur nálega undir eins og að hann kom til Parísar — og að hann hafi komið hon- um til að trúa, að hann gæti sannað að þau Philip og Katrín hefðu verið gift og látist vera ákaflega mikið áfram um að fá að vita, hvað við ætluðum að gjöra — svo Arthur, til þess að teygja tímann, lést vera óákveðinn og þurfa að tala um þetta við mig og tók hann svo með sér til Boulogne, því þorparinn þorir ekki að koma til Englands — og skildi hann þar eftir; og sonur minn kemur nú til baka sem versti óvinur minn til að brugga samsæri gegn mér út af eignum mínum! Ég hefði ekki getað stillt skap mitt, 'hefði ég verið lengur heima. Og þetta er ekki það eina, né heldur það versta: Vandemont fór í burtu í morgun í skyndi eftir að hann fékk bréf. Þegar að hann kvaddi Cam- illu lét hann orð falla, sem gjörðu mig óttasleg- inn. Ég hélt spurnum fyrir um ferð hans þegar að ég kom hingað; hann hafði stansað í D . . . . og hafði verið þar á tali við mann í meira en klukkutíma, hótelhaldarinn þar ságði mér að maðurinn, sem að hann var að tala við, hefði heitið Barlow — ég sá nafn hans á ferðatösk- unni, sem að hann hafði haft með sér. Þú manst eftir auglýsingunni! Herra minn góður’ Hvað eigum við að gjöra? Ég vil ekki gjöra neitt, sem að er óærlegt eða óheiðarlegt. En þau voru ekki gift. Ég skal aldrei trúa að þau hafi verið gift — aldrei!“ „En þau voru gift, Robert Beaufort", sagði Lilburne lávarður glaðlega, eins og hann hefði sérstaka ánægju af að kvelja tengdabróður sinn sem mest. „Ég held hér á skjali, sem að Vande- mont — við skulum nefna hann því nafni enn — mundi gefa hægri hendi sína til að ná í. Ég er rétt nýbúinn að finna það í leynihólfi í skrifpúltinu. Undir þessu skjali, Robert, geta örlög, auðna og velmegun Philips Beauforts verið komin — eða þá örbyrgð, útlegð og eyði- legging, sjáðu!“ Robert Beaufort las blaðið, sem að Lilburne rétti honum — lét það svo falla á gólfið — slagaði að stól og settist niður. Lilburne tók bréfið upp rólega og lét það aftur í skriíborð sitt, haltraði svo til mágs síns og sagði brosandi: Skjalið er í mínum vörslum. — Ég ætla ekki að eyðileggja það. Nei, til þess hefi ég engan rétt. Og þar á ofan væri það glæpur, en ef að ég íengi þér það, þá gætir þú gjört við það hvað sem þú vildir“. „Ó, Lilburne, vægðu mér — vægðu mér. Ég meinti að vera heiðarlegur maður. Eg — ég . . .“ og Robert Beaufort fór að gráta. Lilburne lávarður leit á hann með undrunar- og Jyrirlitningarsvip. „Þú þartf ekki að óttast, að ég lítilsvirði þig, og hver annar veit þetta? Þú þarft ekki að vera hræddur við mig. Nei — eg hefi líka ástæðu til að hata og hræðast Philip Vandemont, og, Vandemont skal vera nafnið hans, en ekki Beaufort, þrátt fyrir það þó að til væru fimmtíu bréfsneplar eins og þessi! Hann hefir þekkt mann — versta fjandmann minn — hann þekkir leyndarmál mín — leynd- armál liðinnar tíðar — máske einnig nútíðar leyndarmál mín: en ég brosi að þeirri þekk- ing á meðan að hann er ævintýra umrenning- ur — en ég mundi nötra fyrir henni, ef að hann gæti úthrópað hana sem Philip Beaufort í Beauíort Court! Þetta er að vera opinskár við þig. Hlustaðu nú á mig! Sannfærðu Arthur um það, að gestur hans sé dæmdur glæpamaður með því að senda lögregluna á eítir honum og senda hann aítur til sakamannanýlendunnar. Bjóddu þessu eina vitni byrginn — lokkaðu Vandemont til að fara til Frakklands og sann- aðu að hann sé (ég held, að ég geti sannað að hann sé — ég held það — með dálitlum pen- ingum og lagi) ■— sannaðu að hann hafi verið meðverkamaður Williams Gawtrey’s, peninga- falsara og morðingja! ^Ég skyldi segja! Taktu blaðið þarna, gerðu við það hvað sem þér sýn- ist — geymdu það — fáðu honum Arthur það — láttu Philip Vandemont fá það, svo að hann geti orðið auðugur, voldugur og ánægðasti mað- urinn hérna megin Paradísar! Eða, ef þú vilt heldur, þá komúu til mín og segðu mér að þú hafir týnt því, eða að ég hafi aldrei fengið þér það, eða að slíkt skjal hafi aldrei verið til; og Philip Vandemont lifir í fátækt, og deyr máske sém galeyðuþræll. — Týndu því, segi ég — iýndu því — og ráðfærðu þig svo við mig um hvað gjöra skuli“. Robert Beaufort, sem ekki er hægt að segja, að hafi verið hugrakkur maður, varð utan við sig út af þessari óskammfeilni erkiþorparans, eins og fræðimennirnir í-gamla daga heiðu litið á erkióvin, sem hampað hefði framan í þá heimsins gæðum hérna megin grafar, en tor- tíming á sálu sinni þar etfir. Hann hafði aldrei séð Lilburne í hans sanna ljósi áður, og honum ógnaði illmenskan sem blasti nakin við honum. „Ég get ekki eyðilagt það — ég get það ekki“, stundi Robert Beaufort upp; „og ef að ég gjötði það sökum umhyggju minnar fyrir Arthur — minstu þá ekki á galeyðuþrælkun — á hefnd — ég — ég . . . “ „Leiguskuldirnar, sem að þú hefir notið, senda þig í ævilangt fangelsi. Nei, nei! eyðilegðu ekki skjalið". Beaufort reis á fætur með miklum erfiðis- munum og staulaðist að kommóðunni. — Fanny var í öngum sínum; það var aðeins eitt víð- tækt atriði í öllu þessu samtali, sem að brenndi sig inn í huga hennar og það var staðhæfing Lilburnes um, að örlög og velferð Vandemonts væri undir varðveizlu þessa skjals komin, en eyðilegging, ef skjalið væri eyðilagt. Philip — hennar Philip! Og Philip hafði sjálfur sgat við hana einu sinni — hún hafði nú reyndar gleymt orðunum, sem að hann hafði notað, en nú stóðu þau eins og greipt á minni hennar: „Undir einu pappírsblaði, ef aðeins að ég get fundið það, getur öll mín framtíðarvon verið komin — allt það komið sem að ég þrái í lífinu“. — Robert Beaufort gekk að kommóðunni — tók blaðið — hann leit yfir það á ný fljótlega, og þegar Lil- burne sá hvað hann ætlaði sér að gjöra sneri hann sér undan, því að hann vildi ekki vera vottur að eyðileggingu þess, en Beaufort flýtti sér að eldstæðinu og kastaði skjalinu á eld- inn. Á sama augnablikinu og að Beaufort slepti skjalinu brá einhverju hvítu fyrir — hann vissi varla hvað það var, sem greip bréfið eða skjalið óskaddað úr eldstæðinu. Það var þögn fyrir hundraðasta part úr mínútu — svo eins og stuna eða þungt andvarp og hræðsluvejn frá Beau- fort — Lilburne bölvaði, en Fanny hlóg og það var eins og eldur brynni úr augum henni þar sem hún stóð tignarleg og djörf með skjalið í hendi sér og horfði á mennina á víxl. Það var eins og þetta hefði dasað báða mennina í svip. Lilburne áttaði sig fyrst og flýtti sér til hennar, en hún vék sér undan og tók á rás til dyranna, þar sem Lilburne, sem nú var orðinn verulega skelkaður, náði í handlegginn á henni: „Heimskingi! — Fáðu mér skjalið!“ „Aldrei á meðan ég lifi!“ hrópaði Fanny svo hátt að glumdi við í húsinu. „Þá . . . .“ hann komst ekki lengra, því að fótatak heyrðist úti fyrir í ganginum, þrusk — hávaði, eins og að menn væru að þrátta; — hurðin hrökk upp eins og að skriða hefði hlaup- ið á hana — og Dykeman kom inn úr dyrun- um, ekki á fótunum, heldur í loftinu og hlunk- aðist niður við fæturnar á Lilburne lávarði — en Philip Vandemont, stóð í dyrunum. Lilburne sleppti haldi sínu á Fanny, og hún hljóp til Philips: „Hérna, hérna! Taktu við því!“ og hún rétti honum skjalið. „Láttu þá ekki ná því — lestu það — athugaðu það — fástu ekkert um mig!“ En Philip, þó að hann tæki við skjalinu, var ekki sama um Fanny, málstaður hennar var honum allt í svipinn. „Andstyggilegu þorpar- ar!“ sagði hann og gekk upp að Lilburne, þó að Fanny héldi sér enn í hann: „Talaðu! talaðu! Er — hún — er hún —maður — maður, talaðu, — þú veist hvað ég vildi segja! Hún er dóttur- dóttir þín — María, sem að þú svívirtir er amma hennar — barn konunnar, sem að William Gawtrey frelsaði frá glötun. Áður en Gawtrey dó fól hann mér hana í hendur! í hamingju bænum! 1— talaðu! — Ég hefi ekki komið of seinj!“ Aðstaða, málrómur og andlitssvipur Philips skaut Lilburne skelk í bringu, en hinar úrræða- fullu gáfur hans, þó að hann hefði misboðið þeim, risu jafnvel upp yfir samvizkubitið og cmurlegu sektartilfinninguna, sem að hann hafði áformað — eða þá þakklætistilfinninguna út af því að vera frelsaður frá henni. Hann leit snögglega á Beaufort — á Dykeman, sem að nú var smátt og smátt að ná sér, og horfði hvasst á hann, síðast leit hann á Philip sjálfan: „Það voru þrjú vitni“ — hugsunarskarpleiki var ein af hinum meiriháttar eðlisgjöfum hans. — „Og ef, Monsieur de Vandemont, að ég vissi, eða minnsta kosti hefði góða ástæðu til að halda, að Fanny væri dóttudóttir mín, hvað er þá um það að segja? Og hvaða önnur ástæða skyldi vera til þess, að hún er hér? Sussu, sussu, herra! Ég er gamall maður“. Philip hörfaði nokkur fet til baka alveg hissa á óskammfeilni mannsins. Hann leit á l'anny, sem ekki veitti þessu tali neina eftir- tekt, hugsun hennar og umhyggja sfierist um Philip og hún sagði: „Fanny hefir éngin móðgun verið sýnd — engin. Ég var bara hrædd. Lestu! — lestu! Pass- aðu skjalið! — Þú manst eftir hvað þú sagðir við mig einu sinni um bréfsnepilinn! Komdu í burtu! — Komdu!“ Philip leit ekki á skjalið, sem að hann hélt á. Það var ægileg stund fyrir Robert Beaufort — og jafnvel fyrir Lilburne! Að reyna að grípa skjalið úr hendi hans! Þeir hefðu eins vel mátt reyna að sækja það í hramm ljónsins. Philip leit upp og augu hans hvíldu á mynd móður hans. Það var eins og að hún brosti við hontim! Hann sneri sér að Beaufort í hrifningarleiðslu, sem var of viðkvæm fyrir hrjúfar hefndar- hugsanir, óviðeigandi sigurhrós — og jafnvel orð: „Líttu yfir þarna, Robert Beaufort — líttu!“ og hann benti á myndina. „Nafn hennar er hreint eins og mjöllin! Ég stend aftur undir þakinu, sem skýldi föður mínum — sem erf- ingi Beaufort-eignannna! Við -mætumst aftur frammi fyrir dómstól okkar eigin lands. Og hvað þig snertir, Lilburne lávarður, þá tek ég orð þín trúanleg: Það er of ægilegt að efast, jafnvel um fyrirætlanir þínar. Ef að henni hefði verið gert nokkurt mein, þá hefði ég slitið þig í sundur lim fyrir lim þar sem að þú stendur. Og þakkaðu henni — skyldleika hennar við þig“, sagði Philip, „að ég ekki brennimerki þig sem þjóf og svikara!“ Lilburne, sem nú hafði náð aftur nokkru af sinni fyrri dyrfsku, sem hann átti yfir að ráða, áður en athafnaleysi og nautnasvall hafði deyft atgjörfi hans sagði: „Þey, þorpari! Þey, lærlingur Georgs Gawtrey! Ég heigi aldrei ein- vígi nema við heiðarlega menn!“ Og Lilburne, sem nú var orðinn fölur sem nár, kom ekki fleiri orðum upp. — Á næstu mínútu voru þau Fanny og verndari hennar farin út. „Dykeman", sagði Lilburne lávarður eftir langa þögn. „Ég skal fá að vita hjá þér seinna, hvernig að á því stóð, að þú lézt þennan ósvífna mann inn. Farðu nú og pantaðu morgunmat handa herra Beaufort“. Eftir að Dykeman, sem furðaði sig meira á ró húsbónda síns heldur en því, sem skeð hafði, var farinn gekk Lilburne til Beaufort, sem sýndist vera lamaður, eins og að hann hefði fengið slag, snerti við honum órólega og hörku- lega og sagði:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.