Lögberg - 06.12.1951, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBER, 1951
/ Vi '
Til grafar er genginn
gæfumaður,
hetja í hríðum,
hrókur fagnaða^.
Ástsæll af öllum
Arinbjörn Bárdal.
Hann var fæddur 22. apríl
1866 í Svartárkoti í Bárðardal á
íslandi. Foreldrar hans voru
Siguregir Pálsson Jóakimssonar
úr Mývatnssveit og Vigdís Hall-
dórsdóttir Jónssonar frá Bjarn-
arstöðum í Bárðardal. Vigdís
móðir Arinbjarnar og Jón Hall-
dórsson, faðir Halldórs Jónsson-
ar bankagjaldkera í Reykjavík,
og frú Valgerður kona Þórhalls
biskups, voru alsystkini.
Æstuár sín lifði Arinbjörn í
föðurgarði og voru þau lík æsku-
árum annara alþýðumanna ungl-
inga á þeim árum á Islandi, sem
fóru á mis við menntunarlega
undirstöðu, í flestum tilfellum.
Lífskringumstæðurnar þá kröfð-
ust þess, að unglingarnir færu
að vinna fyrir sér eins fljótt og
þeir gátu eða voru færir til þess,
og í sumum tilféllum fyr. Undir
þeim vinnuaga ólst Arinbjörn
upp og við þau kjör átti hann
að búa í 18 ár, en þá fór hann
frá foreldrum sínum og heimili
til að leita gæfunnar upp á eigin
spýtur, en hún vildi ekki við
honum brosa á landi feðra hans.
Hann réðst þó í kaupavinnu hjá
bónda í nokkurri fjarlægð frá
heimili foreldra sinna og vann
hjá honum um sumarið 1884, en
því miður varð hann að ganga
slippur og snauður frá því borði.
Maðurinn gat ekki borgað hon-
um þegar til kom, þó að kaup-
gjaldið væri ekki hátt. Veturinn
eftir vann hann fyrir fæði sínu,
en vorið eftir vildi honum það
happ til, að hópur sauða strauk
úr heimahögum og á fjall áður
en ullin náðist af þeim, úr sveit-
inni sem að hann var þá í. Arin-
björn var léttur á fæti og fjall-
göngumaður góður, svo að hann
gerði samning við þá sem sauð-
ina áttu, að leita þá uppi með
þeim skilmálum, að hann fengi
helming ullarinnar af þeim
sauðum, sem að hann finndi.
Þetta heppnaðist vel, og hann
græddi nokkrar krónur, sem
hann notaði til að borga part af
fargjaldi sínu til Ameríku, en
fékk lánað það sem upp á vant-
aði og kom hingað til Wnnipeg
árið 1886, málaus, peningalaus
og kunnáttulaus á allt það, sem
hér þurfti að gjöra.
Þessar kringumstæður eru nú
auðvitað ekki sérstæðar að því
er Arinbjörn Bárdal snertir. Það
er saga eða ævintýri margra ís-
lenzkra frumbyggja í þessari
álfu og margir þeirra sóttu hér
fram með djörfung og hugrekki
og gátu sér hinn drengilegasta
orðstír. En mér firmst, að lífs-
ævintýri Arinbjarnar Bárdals
beri á sér annan blæ heldur en
flestra ef ekki allra annara.
Fyrsta veturinn, sem Arin-
björn var hér vestra, var hann
hjá Páli bróður sínum, sem var
kominn ári á undan honum
vestur; en sumarið eftir réðst
hann í vinnu hjá C.P.R. járn-
brautarfélaginu og vann, þar
sumarlangt. Um haustið og vet-
urinn vann hann við að ferma
og afferma kolavagna upp á
akkorð, sem að hann hagnaðist
dável á, því að hann var ham-
hleypa til vinnu. Árið eftir gekk
hann að hvaða vinnu, sem hann
gat fengið. En þriðja árið, sem
hann var hér í landi, gekk hann
í þjónustu nafnkunnugs bónda
í Carberry í Manitoba, þar sem
hann var í eitt ár, og kom þar
fyrir hann nokkuð, sem sýnir
hve úrræðagóður hann var, þeg-
ar í harðbakka sló. Bóndinn, sem
hann var hjá, var hjarðmaður —
átti fjölda nauta og hrossa, sem
allt var hýst að vetrarlagi. Engj-
arnar voru í nokkurri fjarlægð
frá heimili bóndans, þar sem
heyjað var og var heyinu hlaðið
þar upp, en flutt heim að vetr-
inum eftir þörfum. Það var eitt
f *
%
Arinbjörn S. Bárdal
af verkum Arinbjarnar a, flytja
heyið heim. Snemma einn vetr-
ardag fór hann í eina slíka ferð.
Það bar ekkert til tíðinda þang-
að til Arinbjörn var búinn að
hlaða vagninn heyi, en þá syrti
snögglega í lofti og eitt hið
mesta óhenju- og mannskaða-
veður, sem komið hefir í Mani-
toba, brast á með feykna snjó-
komu, frosti og roki, svo að
ekkert sást frá sér. Nú var úr
vöndu að ráða fyrir Arinbirni.
Hann gat að vísu grafið sig í
heyið, en hann gat ekki hugsað
til þess að láta hestan hýma í
slíku veðri og frjósa. Hann vissi
af leiti þar skammt frá og tók
það ráð að brjótast þangað, tók
hann skóflu sína (því allir hafa
skóflur með sér á slíkum vetrar-
ferðum á Sléttunum í Vestur-
Canada) og mokaði geil inn í
snjóskaflinn, sem var djúpur, og
ók hestunum og heyækinu þar
inn og lét þar fyrirberast í tutt-
ugu og fjóra klukkutíma, eða
rúmlega það, unz ofsaverðinu,
sem var eitt það versta í manna-
minnum á þeim slóðum, slotaði.
Þegar hanrt svo kom heim til
sín var húsbóndi hans albúinn
til að leita að honum dauðaleit;
og þegar Arinbjörn sagði honum
til hvaða úrræða hann hefði
gripið — leit hann steinþegjandi
á hann — hafði víst aldrei heyrt
talað um slíkt tiltæki áður, enda
er það líklega eins dæmi í þessu
landi. Arinbjörji var eitt ár í
þjónustu þessa manns, en að því
loknu fór hann til Winnipeg, þar
sem hann átti heima ávalt síðan.
„Mér líkaði vel hjá þessum
manni og þar lærði ég dálítið í
ensku“, sagði Arinbjörn, en
bætti svo við, „en ég sá mér enga
framtíðarvon þar“.
Þegar að hann kom til Winni-
peg keypti hann flutningstæki —
hesta og tvo vagna, léttivagn og
annan stærri af Bjrni Sæmunds-
syni Líndal, sem annast hafði
flutninga og selt eldivið hér í
bænum, en var að flytja með
fjölskyldu sína út í sveit. Arin-
björn rak þessa atvinnu um
skeið hér í borginni og flutti
einnig fólk og farangur þess út
í íslenzku nýlendurnar, sem þá
voru sem óðast að myndast; þá
kom það sér vel, að hann var
hugrakkur og úrræðagóður, því
að oft lá leið hans um vegleysur,
yfir lítt færar keldur og eyði-
skóga.
Árið 1894 hóf Arinbjörn út-
fararstarf sitt. Fyrst í smáum
stíl á William Ave. við Isabella
stræti, en árið 1899 keypti hann
suðvestur hornið á Ross Ave. og
Nena stræti (síðar Sherbrook
stræti) og rak þar iðn sína í átta
ár, en þá var útfararstarf hans
orðið svo umfangsmikið, að
húsakynnin á Ross Ave. voru
orðin ónóg, því bæði var það,
að hann var eini útfararstjórinn
á stóru svæði í vesturhluta borg-
arinnar og svo hitt, sem ekk;
studdi síður að framþróun hans,
að hann kynnti sér út í
ystu æsar allar fullkomnustu
aðferðir og tækni í sambandi við
iðn sína og stóð því ávalt feti
framar heldur en aðrir, sem þá
atvinnu stunduðu hér í borginni.
Hann seldi því eign sína þar og
byggði þrílyft stórhýsi að aust-
anverðu við Sherbrook stræti,
nokkru sunnar ásamt vönduðu
fjósi fyrir 20 hesta, því að þá
voru bifreiðarnar ekki komnar
til skjalanna — prýðilegar bygg-
ingar, sem kostuðu ærið fé, og
munu þær byggingar hafa orðið
honum all-erfiðar fjárhagslega
um tíma. Hann sagði síðar við
þann, er þetta ritar: „Þá vissi
ég ekki hvað ég átti til bragðs
að taka, seinast réði ég af að
fara til bankans og biðja banka-
stjórann að lána mér peninga
til að kaupa eldivið fyrir og
sagði honum hreinskilnislega
hvernig að á stæði fytir mér, og
gerði hann það. Svo fór ég og
keypti eldivið í nokkuð stórum
stíl og seldi í bænum til að
fleyta mér á“.
Þegar þannig stóð á fyrir
Arinbirni kom fyrir atvik, sem
mér finnst lýsa betur en nokkuð
annað, sem ég fæ sagt, hvaða
mann hann hafði að geyma. Dag
einn kom maður, sem hafði það
fyrir atvinnu að innheimta
skuldir, til hans og spurði Arin-
björn að því, hvort að hann
hefði ekki nokkuð mikið af þeim
á bókum sínum. „Ó, jú“, svaraði
Arinbjörn. „Ég hefi töluvert af
þeim, en ég sel þér þær ekki í
hendur. Mennirnir koma og
borga þegar þeir geta".
Allt fór vel fyrir Arinbirni.
Hann sigraði alla erfiðleika með
atorku sinni, bjartsýni og hug-
rekki, og velgengni hans og orð-
stír óx ár frá ári.
Hér mundi ævisögu margra
manna vera lokið, en svo er ekki
með Arinbjörn. Efnalega af-
koman varð honum aðeins hvöt
til meira starfs og víðtækari á-
hrifa. Vinnuþrek hans var ó-
þreytandi og vilji hans óbilandi,
þegar um þau atriði, eða þau
málefni var að ræða, sem hann
bar fyrir brjósti. En þau voru:
Fyrst kristin trú og kristileg
mennin^, nei, ekki kristileg
menning heldur kristin menn-
ing. Hann leit svo á, að hún
væri eina aflið, sem að gæti lægt
ófriðar- og armæðu-aðköst mann
ann^, ef þeir aðeins fengjust til
þess í allri einlægni að beygja
vísdómsspeki sína undir hana
og helga henni krafta sína. Sjálf-
ur leitaðist hann við að gjöra
það alla ævi sína. Ég hefi það
fyrir satt, að Arinbjörn hafi ekki
lagst svo til hvíldar eitt einasta
kveld að hann hafi ekki beðið
alföðurinn um að venda og varð-
veita sig, sína og alla menn, né
heldur risið svo úr rekkju, að
hann ekki leitaði handleiðslu
guðs og vendar á komandi degi.
Hann tók mikinn og raungóð-
an þátt í kristindómsmálum —
var félagi í Fyrsta lúterska söfn-
uðinum í Winnipeg alla sína tíð
hér vestra og studdi hann með
ráðum og dáð — var forseti hans
um eitt skeið — það skeið, sem
ef til vill hefir verið vandasam^
ast í sögu hans og leysti það
verk vel og virðulega af hendi.
Hann var um langt skeið for-
maður og kennari fjölmenns
hóps ungra manna í söfnuðinum
(Bandalagsfélaga) sem að hann
kenndi kristin fræði, sagði sögur
og hlóg og hryggðist með.
Annað áhugamál Arinbjarnar
var bindindismálið. Ég held, að
mér sé óhætt að staðhæfa, að
enginA maður hér í Manitoba
hafi lagt eins mikið í sölurnar
fyrir það mál eins og hann, enda
voruíáir bindindisfrömuðir eins
víðþektir á því sviði hér um
slóðir. Hann var heill og allur
í því máli, eins og hann reyndar
var í öllum málum, sem hann
léði fylgi sitt, boðinn og búinn
til þess að gefa tíma sinn, fé sitt
og allan áhuga því mikla vel-
ferðarmáli til styrktar og full-
tingis. Hann hélt ótal fyrirlestra
um skaðsemi vísins, bæði hé? í
borginni og víðsvegar utan
hennar, stofnaði stúkur, reisti
aðrar við, styrkti þær til starfa
og horfði aldrei í kostnað þann
og fyrirhöfn, sem því geysimikla
starfi var samfara. Hann var
Stór-Teplari í Manitoba og
norðvestur Canada í áraraðir og
sat á alheimsþingum Good
Templara í París, á Englandi, í
Svíþjóð og máske víðar og kost-
aði slíkar ferðir að meira eða
minna leyti sjálfur.
Þriðja vanda og stórmálið, sem
Arinbjörn bar fyrir brjósti var
siðgæzlu- og umbótamál Mani-
tobafylkis, og gekk hann þar
fram með sömu einlægninni og
skörungsskapnum sem annars
staðar. Hann átti sæti í Moral
and Social Council Manitoba-
fylkis í fjölda mörg ár og var
þar ævinlega á meðal þeirra at-
hafnamestu.
Auk þessara mannúðar- og
stórmála tók hann mikinn þátt
í öðrum félagsmálum. Hann var
forseti Sambands útfarastjóra
Winnipegborgar. Stjórnarráðs-
maður í East Kildonan-sveit, þar
sem hann bjó í meira en tuttugu
ár á því glæsilegasta heimili,
sem íslendingar hafa átt á þeim
slóðum. Hann var félagi í Odd-
fellows-reglunni, og var fyrsti
Grand Mas.ter þess félags 1
Manitoba.
Arinbjörn tók allmikinn þátt
í íþróttum, einkum „Lown-
Bowling“ og „Curling" og sótti
þar fram í fremstu röð, eins
og hann gerði á ölluín athafna-
sviðum sínum.
Hann ann ættjörð sinni af
heilum hug, ekki síður en fóstur-
landi sínu, fylgdist vel með mál-
um þess og þróun og lét ekki sitt
eftir liggja til að auka sóma
þess og hróður hér með fram-
komu sinni og athöfnum, og tel
ég það ekki ofsagt, þó að ég segi,
að hann hafi gert meira en flest-
ir eldri íslendingar til að kynna
Island og íslendinga hér um
slóðir. Hann var búinn að flytja
á milli þrjátíu og fjörutíu opin-
ber erindi um ættþjóð sína
og land hér í Winnipeg og ná-
grenni á meðal annara þjóða
manna, um aðstöðu hennar, sögu
hennar og framþróun og sýndi
myndir, sem hann hafði sjálfur
tekið af söguríkustu stöðum
landsins og útskýrði þær. Hver
skyldi hafa haldið, að slíkt at-
hafnalíf og fjallgönguþrek
mundi búa í drengnum umkomu
og allslausa, sem stóð á götunni
í Winnipeg árið 1886.
Skapgerð Arinbjarnar hefir
hefir verið lýst að nokþru í því,
sem að framan hefir verið sagt,
en við það má bæta því, að hann
var mikill maður á velli, fyrir-
mannlegur og fríður sýnum,
beinvaxinn, vel limaður og hinn
hvatmannlegasti. Hann var ör
í skapi og skapmikill, þó að
hann væri vel með það. Fljótur
til þykkju og fús til sátta. Við-
kvæmur í lund og svo brjóst-
góður að hann gat ekkert aumt
séð. Fjör og gleðimaður var hann
svo mikill, að það mátti segja, að
fjörið og gleðin ólgaði í æðum
hans, og það var aldrei dauft
eða dapurt í hópi þeim, sem að
hann var í.
Arinbjörn var ágætur heimilis
faðir og heimili þeirra Bárdals-
hjóna hefir verið rómað fyrir
rausn og höfðingsskap, enda
mun þar oft hafa verið fjöl-
mennt, því þar var ávalt að
mæta góðvild, íslenzkri gest-
risni og gleði.
Arinbjörn var tvíkvæntur. —
Fyrri kona hans var Sesselja
Þorkelsdóttir og varð þeim
tveggja barna auðið. Annað
þeirra dó í. æsku. Hitt lifir —
Aðalbjörg, og er gift enskum
manni, er W. E. Warburton heit-
ir, verkfræðingur og á heima í
Vancouver, B.C. Aðalbjörg er
lærð hjúkrunarkona og stjórnar
sjúkrahúsí þar í borginni upp á
eigin reikning. Sesselju konu
sína missti Arinbjörn í febrúar
1899.
Sá, er þetta ritar, þekkti þá
konu lítið, sá hana aðeins nokkr-
um sinnum. Hún var velgefin að
sögn, fríð og prúðmannleg.
'Síðari kona Arinbjörns er
Margrét Ingibjörg ólafsdóttir,
ættuð úr Miðfirði á íslandi, stór-
merk, myndarleg og mikilhæf
kona, sem staðið hefir við hlið
manns síns með prýði og sóma
og tekið áhrifa- og þróttmikinn
þátt í öllum hans áhugamálum.
Þau Margrét og Arinbjörn eign-
uðust 14 börn, þrjú þeirra —
þrír drengir, Njáll, Karl og Paul
Stanley, dóu ungir, Ellefu eru á
lífi. Þau eru hér talin eftir aldurs
röð: Emilía Sesselja, lærð hjúkr-
unarkona, gift enskum manni,
sem M. P. Sullivan heitir, og eru
þau búsett í Seattle, Wash., þar
sem Emilía er aðstoðar-yfirum-
sjónarkona hjúkrunarkvenna við
stóran spítala, hinn svonefnda
læknaspítala þar ^ borginni
(Doctors Hospital).
Njáll Ófeigurð útfararstjóri í
Winnipeg, kvæntur íslenzkri
konu, Sigríði Sesselju Helga-
dóttur Jónssonar frá Öskjuholti
í Borgarfirði syðra á íslandi.
#Svava, gift enskum lögfræð-
ingi í Vancouver, B.C.
Karl Lúter, ráðunautur og fé-
hirðir í A. S. Bardal Ltd. útfar-
arfélaginu, hann er giftur enskri
konu, er Phyllis heitir.
Signý, ógift í Winnipeg.
Ósk, gift enskum hljómlistar-
manni, er Sam Davis heitir og
eru þau búsett í Vancouver B.C.
Helga Valdís, gift hérlendum
verkfræðingi, sem heima á í Port
Arthur, Ontario, og heitir W. C.
Byers.
Arinbjörn Gerard, kvæntur
íslenzkri konu, Sigurbjörgu Rós
Jónsdóttur Halldórssonar úr
Sagafirði á íslandi.
Agnes, gift enskum manni,
sem Hugh Comack heitir og á
heima í Winnipeg.
Páll Sigurgeir, kvæntur hér-
lendri konu, sem Phyllis heitir.
Tveir þeir síðastnefndu, Arin-
björn og Páll, eru einnig ráðu-
nautar í útfararfélaginu.
Auk ekkjunnar og þessa mann-
vænlega barnahóps, sem eiga á
bak að sjá ástríkum eiginmanni
og föður, eru 23 bamabörn, sem
að lifa afa sinn.
Þrjú systkini Arinbjörns heit-
eru á lífi. Þau eru: Ingunn, kona
séra Rúnólfs Marteinssonar, D.D.
í Winnipeg; Ásdís, ekkja eftir
Gunnlaug Hinriksson frá Efri-
Núpi í Miðfirði í Húnavatns-
sýslu á íslandi, nú til heimilis
á Gimli, Man.; Karl, bóndi á
Bjargi í Miðfirði á íslandi. Einn-
ig lifir hann ein hálfsystir, Vig-
dís Murphy, til heimilis í Saska-
toon, Sask.
Þó að þessi vestur-íslenzki
höfðingi sé horfinn, er hann þó
ólíklegur til að gleymast fljótt.
Endurminningin um hann lifir
í 4>akklátum hjörtum hinna
mörgu, 'er hann rétti hjálpar-
hönd á einn eða annan hiít,
þeirra, er hann galddi með bjart-
sýni sinni og velvild, og þeirra,
er hann vakti þjá bros á vör.
En sjálfsagt er það þó nafnið
hans, Bárdalsnafnið, sem hvorki
var blettur eða hrukka á, og sem
hann hóf frá auðn og umkomu-
leysi til vegs og virðingar og
gjörði að stórveldi hér í borg-
inni, sem lengst á eítir að lifa
hér í Vesturvegi.
Arinbjörn lézt 13. nóvember
1951 á Almenna sjúkrahúsinu
hér í borginni.
Jarðarförin, sem var prýðileg
og afar fjölmenn, fór fram frá
Fyrstu lútersku kirkju 17. nóv-
ember síðastliðinn.
Farðu vel vinur og hafðu þökk
fyrir allt °g allt' Jón J. Bíldfell
„Strengjastef",
sönglagasafn
J. Tómassonar
„Strengjastef“, 32 sönglög
fyrir blandaðan kór, frum-
samin eða raddsett af Jón-
asi Tómassyni, söngstjóra og
tónskáldi á ísafirði, er ný-
komið út. Er það gefið út að
tilhlutun „Sunnukórsins“ á
ísafirði, sem tónskáldið
hefir stjórnað um margra
ára skeið.
Tuttugu og fimm frumsamin
lög eru í heftinu, flest við víð-
kunn ljóð íslenzkra skálda, en
auk þess sjö þjóðlög í nýrri radd-
setningu tónskáldsins, en lögin
tekin úr þjóðlagasafni Bjarna
Þorsteinssonar. Victor Urbancic
hefir lesið yfir handritið að
miklu leyti og auk þess 1. próf-
örk. Er safn þetta gefið út í til-
efni af sjötugsafmæli tónskálds-
ins þann 13. apríl síðastliðinn,
og söng „Sunnukórinn" mörg af
lögunum á afmælihljómleikum,
er haldnir voru síðastliðið vor.
I formálsorðum, sem herra
Sigurgeir Sigurðsson biskup rit-
ar fyrir heftinu, segir meðal
annars svo um Jónas: „Um 40
ára skeið hefir hann með dæma-
fárri þrautseigjií unnið að söng-
málum .... Jafnframt annaríku
söngstarfi sem organisti ísa-
fjarðarkirkju og söngstjóri í
Sunnukórnum og Karlakór ísa-
fjarðar um langt skeið hefir
Jónas lagt stund á sönglagagerð.
Hefir hann samið fjölda laga við
sálma og söngva stærri og
smærri. Mörg þeirra hafa árum
saman verið sungið 1 ísafjarðar-
kirkju og eru orðin samgróin
safnaðarsöngnum þar. Mörg af
sönglögum þeim, sem hér birt-
ast, eru víða kunn hér á landi,
og raunu þau verða enn fleirum
kærir vinir, þegar þau koma út
og menn eiga þess kdfet að kynn-
ast þeim betur“.
Alþbl., 6. okt.
— Þegar ég sé þig, þá dettur
mér alltaf í hug hann Jónas.
— Það er þó merkilegt, ekki
erum við neitt líkir?
— Þið eruð líkir að því leyti,
að þið skuldið mér báðir 500
kall.
GERANIUMS
18 VARIETIES 20c
Everyone Interested In
houseplants should plant
a packet or two or our
Geranium Seed. We offer
a gorgeous collectlon
containing Dazzling Scar-
let. Flame Red, Brick
Red, Crimson, Maroon,
Vermilion, Scarlet. Sal-
mon, Cerise, Orange-Red,
Salmon - Pink, B r i g h t
Pink, Peach, Blush Rose,
White, Blotched, Varie-
gated, Margined Easy to grow from seed
and often bloom 90 days after planting.
(Pkt. 20c) (2 for 35c) postpaid. Plant now
SPECIAL OFFER: 1 pkt. as above and 5
pkts of other Choice Houseplant Seeds. all
different and easily grown in house.
Value $1.25, all for 65c postpaid.
I C D E C OUR BtG 1952 SEED á
■ Iv C C AND nersery book
15R I
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Business TraimngImmediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 21 804 695 SARGENT AV *. wINNIPEG