Lögberg - 06.12.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.12.1951, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBER, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BILDFELL,. þýddi „Ó! Arthur! Arthur!“ sagði Philip. „Fyrir- gefðu mér! Þú, sem hjúkraðir móður minni — frændi minn — bróðir minn! Ó! bróðir, fyrir- gefðu mér!“ Og þegar Philip hálfrétti sig upp, rétti Arthur út handlegginn og faðmaði hann að ser. Það er árangurslaust að reyna að lýsa til- finningum áhorfendanna; síngirnis-lukku-ósk- um Roberts, sem blandnar voru hreinni til- finningum; rænuleysi móðurinnar; eða geðs- hræringu Camillu, sem hún sjálf gat ekki gjört sér grein fyrir og lamaði hana svo að hún gat ekki hreyft sig. „Þú kannast þá við mig; þú kannast við mig!“ sagði Philip. „Þú viðurkennir bræðra- bandið, sem að geðofsi minn hafnaði einu sinni! Já, sannarlega; sú hjálp, sem að ég til- einkaði þér síðustum manna olli þáttaskiptum í lífi mínu. Ég á máske þeirri hjálp að þakka örlögin, sem hafa varðveitt mig fram á þennan dag, og nafnið, sem að enginn blettur hefir fallið á. Nei, nei; láttu þér ekki koma til hugar, að þú þurfir að biðja mig bónar; krefstu þess, sem að þér ber. Bróðir! Kæri bróðir minn!“ XVII. Kapíluli Arthur þoldi illa geðshræringuna, sem að þetta samtal vakti. Þegar þeir Phiiip og Beau- fort fóru út úr herberginu, bað Philip um að fá að tala við hinn síðarnefnda, og þeir fóru inn í sömu stofuna, þar sem auðmaðurinn hafði áður hótað að reka Philip út úr. Philip leit í kringum sig í stofunni og endurminningin um fyrri komu hans þar kom fram í huga hans. Eftir litla þögn tók hann þannig til máls: „Herra Beaufort, látum það sem liðið er vera gleymt. Við máske þurfum að fyrirgefa hvor öðrum; og ég, sem svo mjög hefi gjört á hluta sonar þíns, er til með að ganga inn á, að ég hafi verið rangur í dómum mínum um þig. En, við málsóknina get ég ekki hætt. — Ég hefi eng- an rétt til þess, þar sem að ég er gæzlumaður heiðurs föður míns og nafns móður minnar: ég 'verð að réttlæta hvorutveggja. Ég get ekki hætt við þetta mál. En þegar að ég lét svo lítið að ganga inn undir þitt þak — og þá, að- eins með veika von, þar sem að ég nú hefi vissu fyrir því, að geta endurheimt arfrétt minn, þá var það með þeim fasta ásetningi, að gleyma og grafa allt, sem á réttlætið gæti skyggt. Nú skal ég gjöra betur. Ef að málið fellur á móti mér, þá verðuí- aðstaða okkar eins og hún nú er; ef að það fellur mér í hag — hlustaðu á: Þá eftirlæt ég þér Beauforteignina til ábúðar eins lengi og að þú og sonur þinn lii'a. Fyrir sjálfan mig og mína krefst ég aðeins nógu mikils af auði þínum, sem að nægir mér og ef að bróðir minn er enn á lífi, til að sjá honum farborða; ef að þú samþykkir val mitt, sem mér er meira áhugamál, en nokkuð annað, en það er, að þú gefir samþykki þitt til ráða- hags við þá konu, sem að ég vil giftast. — Robert Beaufort, ég bað þig einu sinni um í þessu herbergi, að láta af hendi við mig þá einu persónu, sem að ég þá unni. Ég bið þig nú aftur, og það er á þínu valdi að veita mér þá bón. Gjörðu Arthur í raun og sannleika að bróður mínum: gefðu mér, e{ ég sýni sjálfan mig verðugan að bera nafn það, sem faðir minn bar, sem að ég er viss um, að ég hefi rétt til að bpra; gefðu mér Camilíu fyrir eiginkonu, og ég skal ekki telja eignirnar eftir, sem að ég af'sala mér fúslega, og ef þær ganga í erfðir þá verður það til barna dóttur þinnar“. Fyrsta innfall hr. Beauforts var að taka í hendina, sem að honum var rétt, og þakka fyrir veglyndið með vanalegum vöflum um að hann gæti ekki verið þekktur fyrir að þiggja slíka fórnfærzlu; að rétt væri rétt og að hann væri upp með sér af að eiga slíkan tengdason og meira af því tagi; en mitt í þessum hugsun- um datt Beaufort í hug, að ef Philips málstað- ur væri virkilega eins góður og hann héldi að hann væri, að þá myndi hann ekki tala svona gáleysislega um að, sleppa frá sér slíkri líís- tíðartryggingu og hér var um að ræða (hr. Beau- fort hugsaði um sjálfan sig — sína framtíð) og Arthurs, sem honum fannst í báðum tilfellun- um blasa björt við. Með þá hugsun í huga hélt hann að bezt væri fyrir sig að fara gætilega þangað til að hann væri búinn að tala við Lil- burne lávarð og málaflutningsmann sinn; og hann minntist þess líka í huganum, að hann hefði fram úr miklu að ráða í sambandi við Camillu og trúlofun hennar; hann fór að tala um áhyggjurnar, sem að hann hefði út af Atrhur, um nauðsynina á að bíða dálítið áður en hann talaði við Camillu, sem væri svo á- hyggjufull út af bróður sínum, um lögfræð- ing sinn, sem væri að tala um hversu góður að málstaður hans væri og að hann réði sér til að halda málinu áfram, ekki samt svo að skilja, að hann vildi ekki heldur gera út um málið á grundvelli réttlætisins, en laganna — og að ef lögin yrðu sér hliðstæð, að þá mundi hann engu síður, það er að segja ef að hann þyrfti ekki að þvinga dóttur sína, sem að hann var auðvitað ekkert hræddur um, gifta hana bróður syni sínum með slíkum heimanmund, sem væri sæmilegur öllum hlutaðeigendum. Það kemur oft fyrir okkur í þessum heimi, að þegar maður kemur með hjartað í höndun- um til einhverrar persónu — þegar að við opin- berum tilfinningar okkar með áhuga og fórnar- anda, að meðbræður okkar kalla okkur heimsk- ingja og höfuðóramenn; — þá kemur það fyrir, segi ég, að þær tilfinningar kólna og harna í huga okkar þegar að þær finna ekkert berg- mál — þegar að okkur skilst, að enginn metur eða skilur vinarviðleitni vora og að opinbera þær sé eins og að kasta perlum fyrir svín. Skyndilegur kuldi sem þá legst yfir okkur, sú yfirgnæfandi fyrirlitning og vonleysi nálega eins þungt eins og þó við bærum allan heiminn á herðum okkar, sem við í svipinn tileinkum einni manneskju — þeir, sem slíkt hafa reynt geta vitað hvernig að Philip var innan brjósts. Hann hlustaði á hr. Beaufort í þögn og með fyrirlitningu og sagði svo: „Herra, þetta er spursmál, sem að lögin verða að skera úr. Ef að sá úrskurður verður þér í vil, eins og að þú heldur, þá er fyrir þig að hefjast handa; ef að hann, eins og ég held, að hann verði mér í vil; en þangað til að úr því verður skorið tala ég ekki meira við þig um dóttur þína eða áform mín. En í millitíðinni bið ég þig um leyfi til að heimsækja son þinn, ég vildi síður láta banna mér aðgang að sjúkra- beði hans!“ „Kæri bróðursonur!“ sagði hr. Beaufort ótta- sleginn; „skoðaðu þetta heimili sem þitt eigið“. Philip stóð á fætur, hneigði sig, gekk til dyraftna og íöðurbróðir hans á eftir honum. Þegar að hr. Beaufort bar þetta mál undir þá Lilburne lávarð og Blackwell voru þeir sammála um hvað bezt væri fyrir hann að gjöra'. Lilburne var ekki aðeins áfram um að skipta á illvígu máli fyrir vinsamlega og lög- lega samninga, heldur var hann ennþá ákaf- ari með að innsigla fjölskyldusamband þetta í tilefni af sínum eigin leyndarmálum, sem að maður, er hefði 20.000 punda inntektir á árf, væri skotviss og hvassyrtur, gæti ljóstað upp. Þetta hvatt hann meira en nokkuð annað, og það gerði hann ákveðnari í ráðleggingum held- ur en hann var vanur að vera. Hann talaði til Beauforts eins og heimsvans manns — til Black- wells eins og lögfræðings: „Semjið þið við manninn“, sagði Lilburne, „áður en hann fær eignirnar. Eignarhaldið breytir aðstöðu manna til peninga ákaílega mik- ið. Þú getur eftir allt ekki notið eignar-innar eft* ir að.þú ert dauður: Næst þér ánefnir hanp Arthur það, sem er ógiftur, og ef að eitthvað kemur fyrir hann, vesalinginn, þá gengur það til mannsdóttur þinnar og barna í réttri línu. Neglið þið hann niður undir eins; fáið þið viður- kenningu fólksins fyrir göfugustu og ósíngjörn- ustu framkomu í málinu með því að láta lög- fræðinginn lýsa yfir, að undir eins og að skjalið, sem sannaði giftinguna, hefði fundist, að þá hefðir þú ekki viljað leggja neinar hömlur á að það skjal yrði viðurkennt lagalega og opin- berlega o. s. frv. Þ>ú þekkir allt slíkt „húmbúkk“ eins vel og nokkur annar maður!“ Herra Blackwell ráðlagði nokkurn veginn hið sama þó að framsetning hans væri önnur, og eí'tir að hafa feitað álits þriggja mikilhæfra lögfræðinga, sem auðvitað voru ekki allir sam- mála: einn þeirra cáðlagði Robert Beaufort að hætta við málið, því málstaður hans væri mjög vafasamur; annar vildi ekkert ákveðið um það segja; en sá þriðji áleit að hann hefði ekkert að óttast, nema máske aðeins illa innrættan skiln- - ing fólksins. Roíert Beaufort óttaðist það al- menningsálit eins mikið og að verða að sjá af eigninni. Og þegar þessi síðasti heimildarmað- ur hans hafði prívatlega frétt að veikindi Art- hurs væru banvæn, benti honum á að samn- ingur við málshefjandann, sem eftir allt væri bróðursonur hans, sem að hann gæti samið við ,um landsetu á meðan að hann lifði og fyrir son sinn eftir sinn dag, ætti helzt ekki að vera lítilsvirt, hvað svo sem að tækifæri hans til að vinna málið liði, nema ef að hann hefði sér-' stakt uppáhald á einhverju sérstÖku skyld- menni, sem að ef Beaufort eignaðist ekki érf- ingja, og að Philip ynni ekki málið, væri lög- legur erfingi, sem að Arthur þó gæti ónýtt, ef að honum byði svo við að horfa. Hr. Beaufort réði undir eins við sig hvað hann skyldi gjöra. Hann hafði persónulega andúð á þessum fjar- skylda löglega erfingja; og almenningsálitinu vildi hann fyrir hvern mun halda. Hans innri meðvitund hvíslaði að honum, að krafa Philips væri sönn, hailn hafði órólega endurminningu um veglyndi bróður síns í sinn garð; ef að Arthur skyldi deyja, þá var betra að hafa bróður son sinn, sem giftur væri dóttur sinni, fyrir erf- ingja, heldur en fjarskyldan mann. Og, ef eftir * allt, að Philip gæti ekki sannað erfðarétt sinn, þá var hann ekki hnugginn yfir að hafa eignina í sinni hendi, þegar að Arthur væri búinn að afsala sér henni. Þessar hugsanir hans réðuyár- slitunum. Hann sá Philip — talaði við Arthur — og allur undirbúningur, eins og honum hefir verði lýst hér að framan, var fullgerður á milli hlutaðeigenda. Erfðaréttur Arthurs var afnum- inn, og Arthur fékk föður sinn, sem samkvæmt samningunum var eigandi eignanna eins lengi og að hann lifði, til að arfleiða Philip með erfða- skrá eftir sinn dag að Beaufort-eignunum, án nokkurs tillits til þess, hvort að hann væri rétt borinn til arftöku eða ekki. Herra Beaufort leið mikið betur eftir að þessu var lokið, sem að hann gat reyndar alltaf afturkallað ef að hann vildi; og eftir þetta voru úrslit málsins aðeins málamyndarform, að því er eignirnar snerti. Meðan á þessu samningabraski stóð, fór heilsa Arthurs síversnandi. Philip var alltaf hjá honum. Veiki maðurinn fékk einkennilegan, þokka á þessu skyldmenni, sem þau höfðu þó svo lengi óttast — þessum manni með járn- viljann og líkamsþróttinn. Það var svo mikið líf í Philip, að Arthur nærri því fannst að hann stæði á milli sín og dauðans. Og Camilla sá þannig frænda sinn, dag eftir dag, klukku- tíma eftir Klukkutíma, í herbergi sjúklingsins, annast hann og hjúkra honum, eins og við- kvæmasta hjúkrunarkona, létta raunir hans telja í hann kjark og létta honum lífið á alla lund. Philip minntist aldrei á ástamál við hana undir slíkum kringumstæðum var það óhugs- andi. Feimnis-vandræðin, sem hún fann til í návist hans, fyrst eftir að hún kynntist honum, voru horfin í sameiginlegri umhyggju þeirra fyrir sjúklingnum, og hvað sem að öðrum til- finningum hennar leið, gat hún ekki annað en verið honum þakklát fyrir hana. Hún hafði fengið þrjú bréf frá Charles Spencer, sem hún, sökum veikinda bróður síns, hafði ekki komist til að svara nema með fáum línum. — En nú gafst henni tækifæri, sökum stundarfróunar á þrautum bróður síns, til að svara þeim á lengri og fullkomnari hátt. Þegar hún, eins og vant var, var á leiðinni með bréfið til móður sinnar til að láta hana líta yfir það, áður en hún setti það í póstinn, mætti hún föður sínum, sem tók bréfið úr hendinni á henni og bað hana með vandræða svip á andlitinu að koma með sér inn í skrifstofu sína. Það var þá og þar, sem Camilla frjtti í fyrsta sinn um kröfu og rétt frænda síns, og hún fékk líka að heyra á hvern átt ætti að fullnægja þeirri kröfu, svo að hún gerði föður hennar sem minnst mein. Beaufort gerði sem mest úr vandræðunum, sem að hann væri staddur í. Eignatapinu — algjörðu eignatapi; að hann yrði allslaus og beininga- maður, ef að Camilla kæmi honum nú ekki til hjálpar. Herra örlagasinni krefjist þess, að hún giftist sér. Camilla, sem vön var að hlýða og beygja sig fyrir vilja og óskum forqldra sinna, hvað þá heldur skipunum, varð svo yfir- buguð af þessum fréttum og harmatölum föður síns, að hún gat ekkert gjört nema farið að gráta. Og herra Beaufort, sem ekki efaðist um undirgefni hennar, skildi við hana og fór að hugsa um innihald bréfsins, sem að hann ætlaði sér að skrifa til hr. Spencers. Hann var sestur niður til að skrifa það bréf, þegar að kallað var á hann að koma til sjúklingsins. Syni hans hafði skyndilega vernsað; hann hafði fengið hósta- köst, sem ætluðu alveg að gjöra út af við hann, og þegar þeim lynnti lág hann milli heims og helju í þrjá daga, svo veikur, að hr. Beaufort, sem nú sá hvað verða vildi, gleymdi veraldar- umstangi sínu í svip. Að kveldi þriðja dagsins, stóðu Philip, Ro- bert Beaufort, kona hans og dóttir við dánar- beð Arthurs. Sjúklingurinn, sem hafði legið í dvala eð mókt, opnaði augun og benti Philip að reisa sig upp. Herra Beaufort brá skyndi- lega þegar að hann sá son sinn í fanginu á syjii Katrínar í daufri ljósbirtunni. í huga sér sá hann annað dánarbeð. Orð, sem töluð voru fyrir löngu síðan, hljómuðu í eyrum hans: „Þú átt eftir að standa við dánarbeð, þar sem hún, er þarna liggur í ró dauðans, rís upp fyrir hug- skotssjónum þínum og krefst yfirbótar frá gröf- inni!“ Það fór hrollur um hann, hárin risu á höfðinu á honum, hann leit flóttalega í kring um sig í herberginu, stundi við og tók höndun- um fyrir andlit sér. Á vörum Arthurs lék rólegt bros; hann leit frá Philip og til Camillu og sagði svo lágt, að naumast heyrðist: „Hún endurborgar þér!“ — Lítil þögn, móðirin hljóðaði upp. Robert Beau- fort tók hendurnar frá andlitinu. Sonur hans var dáinn! XVIII. Kapíluli Á meðan að þessi þungu aðköst og áföll dundu yfir fjölskyldu unnustu Sidney’s, hafði hann sjálfur lifað sínu vanalega rólega lífi á bökkum vatnsins fagra. Eftir nokkrar vikur fór einhver órói að hreyfa sér hjá honum í sam- bandi við Camillu, samt efaðist hann ekkert um tryggð henftar og trúmennsku. Bréfin frá henni, þó þau væru yfirskoðuð, glöddu hann og hrestu ósegjanlega. En það var ekki langt þangað til að hann fann breytingu á þeim. Camilla talaði um allt í þeim nema það, sem að hann þráði mest að hún talaði um, þau snerust um gestina í Beaufort Court, og ég veit ekki hvernig að á því stóð, því að ekkert í þeim gaf tilefni til þess, að vekja afbrýði, en samt fann hann til hennar þegar lítillega var minnst á Monsieur de Vandemont í þeim. Hann sagði henni frá þessu í bréfi, sem hann skrifaði henni eins ljóst og hann þorði, því að hann vissi að bréf sín voru lesin yfir, áður en Camilla sá þau, en eftir það minntist hún aldrei á Vandemont í bréfum sínum til hans. Svo varð löng og al- gjörð þögn frá hennar hálfu; svo sagði hún honum frá heimkomu bróður síns og veikind- um hans; svo fékk hann fáeinar línur frá henni við og við; svo löng þögn; svo að síðustu kom eftirfarandi bréf með svörtum ramma og stóru svörtu lakki frá hr. Beaufort: „Kæri herra: — Ég hefi tilfinnanlegar sorg- arfréttir að segja þér og hinum virðulega frænda þínum, en það er hið þungbæra mót- læti að missa son minn, þann eina, sem að ég átti. Það er mánuður í dag síðan að hann dó. Hann dó, herra minn, kristilegum dauða — lítillátur og iðrandi — miklandi þessa fáu ófull- komleika, sem að hið stutta líf hans bar vott um, en (hér virtist að hræsnin, sem honum var svo eðlileg, eða var það, að hann vissi ekki að hann væri hræsnari? ætlaði að yfirbuga hann, eða víkja fyrir hreinni mannlegri sorg, sem engan mannlegan mælikvarða er hægt að leggja á!) en um það get ég ekki meira talað! „Ég hefi verið smátt og smátt að hugsa um skylduverkin, sem hvíla mér á herðum og ég get ekki annað en bent á, að aðstaða dóttur minnar^að því er efnalegar kringumstæður snertir, hafa stórum breyzt. Ungfrú Beaufort er nú arftaki að fornu ættarnafni og auð fjár. Hún er mér sammála um nauðsynina á að taka þær breyttu kringumstæður til greina, sem á svo raunalegan hátt hafa lagt aukna ábyrgð á herðar henni. Imyndunin eða þokkinn (kynn- ingin var of stutt til að geta hafa verið meira), sem eðlilegt er að takist á milli tveggja geð- þekkra persóna þegar þær mætast úti í sveit, verður að vera þurrkuð út úr huga okkar. Sem vinur eýkur það mér alltaf ánægju, að frétta um velferð þína; og ef að þú nokkurn tíma hugsaðir þér að verða embættismaður og að ég gæti orðið þér að liði, þa er ég reiðubuinn að veita þér allt það fulltingi, sem að ég á yfir að ráða. Ég veit, ungi vinur minn, hvernig að þér muni líða fyrst í stað og hve líklegt er, að þér muni finnast að ég sé fégjarn og eigin- gjarn. Hamingjan má vita hvort að það er hið sanna eðli mitt! En á þínum aldri eru hugmynd- ir auðveldlega í burtu numdar, og hver einasti veraldarvanur maður, miyidi fullvissa þig um, að undir þessum breyttu kringumstæðum þá geti ég ekki annað gjört. Öll bréfaviðskipti og öll sambönd verða auðvitað að hætta ykkar á milli eftir að þú færð þetta bréf — minnsta kosti þangað til að við máske öll mætumst án nokk- urrar annarar tilfinningar heldur en vináttu og virðingar. Berðu frænda þínum kveðju mína ásamt kveðjum frá frú og ungfrú Beaiifort, og ég veit að það muni gleðja þig að frétta, að kona mín og dóttir, þó að þær séu enn sorgbitnar, hafa beðið minna heilsutjón, heldur en við gátum búist við. Trúðu mér, kæri herra, þinn einlægur, Robert Beaufori. Til C. Spencer Esq., jr.“ Þegar Sidney fékk þetta bréf, var hr. Spen- cer með honum og las innihald þess yfir öxlina á Sidney, sem hann stóð fyrir aftan og studdi hendinni mjúklega á. Þegar þeir komu að niður- lagsorðunum, sneri Sidney sér að velgjörða- manni sínum undrandi og brosti raunalega: „Sérðu, herra“, sagði hann, „sérðu . . . .“ „Drengur minn — sonur minn — taktu þessu eins og þér sæmir. Fyrirlitningin gleymist fljótt . . . .‘< , „Fyrirlitningin -r- já, fyrir honum! En fyrir henni — hún veit ekki um þetta — hún á engan þátt í þessu — ég skal aldrei trúa því — nei, aldrei! Ég — ég . . . .“ og hann þaut út úr hús- inu og kom ekki inn aftur fyrri en seint um kveldið og reyndi þ* að vera rólegur, en mis- tókst það. Daginn eftir fékk hann bréf frá Camillu, sem að hún hafði skrifað án vitundar foreldra sinna — stutt að vísu (þar sem að hún tók fram, að sambandinu á milli þeirra væri slitið, eins o'g að faðir sinn hefði tekið fram í bréfi sínu til hans) og bað hann að svara ekki sínu bréfi. En bréfið var svo hlýlega stílað sorgblöndnum áhyggjum út af þessum vonbrigðum auðsjáan- lega til þess að leitast við að mýkja sárustu vonbrigði hans, að það gerði meira en að sefa sorg hans — það jafnvel gladdi von hans.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.