Lögberg - 07.02.1952, Side 1

Lögberg - 07.02.1952, Side 1
65. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. FEBRÚAR, 1952 PHONE 21 374 .„,4 V*??* .ner* A Complele Cleaning Insiitutíon NÚMER 6 Hans Hátign, George Bretakonungur, lézt í svefni aðfaranótt miðvikudagsins Hinn ástsæli konungur bfezka heimsveldisins, George hinn sjölii, lézt í svefni aðfaranóti miðvikudagsins í Sandringham höll, 56 ára að aldri. Hann virtist hafa að fullu náð sér eftir hinn stóra uppskurð, sem á honum var gerður í haust sem leið, og hafði, að því er virtist gengið heill til hvílu um kvöldið. Elizabeth ríkisarfi, sem var nýlega komin til Afríku ásamt manni sínum, þar sem þau höfðu áæílað að verja næstu fimm mánuðum í heimsókn til hinna ýmsu brezku þjóðlanda, kemur heim á morgun, og hefir tekið við ríkiserfðum af íöður sínum. Þessi miklu tíðindi bárust á öld- um ljósvakans út um heim allan snemma á miðvikudagsmorgun- inn. Hans Hátign, George Bretakonungur, látinn Hennar Hátign, Elizabeth Breladrotning Sæmdur riddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu Velmegun í British Columbia í Saturday Night, 2. febrúar, er löng grein um British Colum- bia og þá miklu^velmegun, sem nú kvað ríkja í því fylki, sér- staklega síðan þar tók við völd- um Byron Johnson forsætisráð- herra. Fyrir hans atbeina hafa stór auðfélög tekið að sér að vinna úr náttúruauðlindum á svæðum, sem ekki hafa verið snert áður, eins og aluminium námurnar og raforkuverið í Kenano—Kitimat 400 mílur fyr- ir norðan Vancouver. Á þessu ári er ráðgert meðal annars að reisa 65 miljón dollara pappírs- mylnu og leggja olíuleiðslu alla leið frá Edmontön til Vancouver og mun það kosta um 83 miljón- ir dollara. Er sagt í þessari grein að British Columbiafylkið sé með auðugustu landsvæðum í heimi. íbúatalan hefir hækkað ) um 41 prósent á síðustu tíu árum J og er nú 1,165.000. Johnson forsætisráðherra er maður stórhuga og lætur ó- gjarnan segja sér fyrir yerkum. Eins og skýrt var frá í Lögbergi fyrir skömmu, átti hann í erj- um nýlega við forustumenn íhaldsflokksins, sem lauk með því að íhaldsmönnum var vikið úr stjórninni. Einnig var ósam- lyndi milli hans og nokkurra af hans eigin flokksmönnum, er vildu halda flokksþingið í febrúar. Er sagt frá þessu í nefndri grein: „Þegar sígur í hann, þá er Boss Johnson áhrifa- mikill maður. Hann kom á vett- vang í bardagahug og gaf and- stæðingum sínum ekkert eftir. Þegar birti til eftir hríðina var búið að ákveða að þingið yrði í júní, forsætisráðherrann hafði rutt sér leið til baka í foringja- sess; jafnvel þeir, sem voru á móti honum, töluðu nú með að- dáum um „hinn nýja Boss John- son . Síðastliðið sunnudagskveld, að aflokinni guðsþjónustu í Sam- bandskirkjunni í Winnipeg, kunngerði Grettir L. Jóhanns- son, ræðismaður íslands í Vest- ur-Canada, að forseti íslands hefði sæmt séra Philip M. Pét- ursson riddarakrossi hinnar ís- lenzku Fálkaorðu, og fórust rscðismanninum við afhendingu heiðursmerkisins orð á þessa leið: Séra Philip M. Pélursson Séra Philip Markús Pétursson, forseti Þjóðræknisfélags Islend- inga í Vesturheimi; forseti hins Sameinaða kirkjufélags íslend- inga í Vesturheimi; prestur Sambandssafnaðar í Winnipeg! Kæru vinir! Mér er það sérstakt ánægju- efni að vera staddur hér í kveld og framkvæma starf sem mér er ljúft að inna hf hendi. Svo er mál með vexti að for- Fylkisþing kemur saman Á þriðjudaginn kom fylkis- þingið í Manitoba saman til funda, og var sett með venju- legum hátíðabrigðum af fylkis- stjóranum, Hon. R. F. McWil- liams, er flutti þinginu stjórn- arboðskapinn. Búist er við löng- um og ströngum ræðum um raforkumál fylkisins, sem nú eru mjög á dagskrá; gert er ráð fyrir all ríflega aukinni fjár- veitingu til mentamálanna. seti íslands hefir sæmt þig, séra Philip, riddarakrossi hinnar ís- lenzku Fálkaorðu í viðurkenn- ingarskyni fyrir starf þitt í þágu íslenzkra menningarmála meðal okkar Vestur-íslendinga; með þessu hefir einu sinni enn hlý bróðurhönd venð rétt yfir hafið til eflingar hinu andlega sam- bandi milli Islendinga austan hafs og vestan. Ég tel mér það mikla sæmd að mega nú afhenda þér í um- boði forseta Islands riddarakross hinnar íslenzku Fálkaorðu, sem ég vona að þú njótir vel og lengi. Svo bið ég þér blessunar í framtíð allri. Að loknu máli ræðismanns, þakkaði séra Philip með hlýjum orðum þá sæmd, er íslenzk stjórnarvöld hefðu veitt sér, um leið og hann þakkaði Gretti ræðismanni hlý orð í sinn garð. Að því loknu var gestum boð- ið til rausnarlegra veitinga í samkomusal kirkjunnar. The National Good Templar Þetta rit er allsherjar mál- gagn Good Templara í Banda- ríkjunum og fer því víða um álfuna; það er gefið út í Minne- apolis, Minn. 1 janúarhefti rits- ins skipar öndvegi hin ágæta ræða um Good Templara regl- una, sem Dr. Richard Beck flutti á hátíðarsamkomu ís- lenzku stúknanna í Winnipeg í fyrra vor, og prentuð var á sín- um tíma í Lögbergi; einnig er í umræddu hefti hlýlega minnst Arinbjarnar heitins Bárdals og segir meðal annars að hann hafi verið driffjöðrin í Good Templ- ara starfseminni í Manitoba í meir en 50 ár, og er þess einnig minnst hve ánægjulegt var að kynnast þessum lífsglaða manni síðastliðið sumar, þegar hann sótti hundrað ára afmælishátíða- höld reglunnar í Minneapolis, sem fulltrúi reglunnar í Mani- toba. Minningarguðs- þjónustur Ríkisstjórnar George konungs VI. og æfistarfs verður minnst við báðar guðsþjónusturnar í Fyrstu lútersku kirkju á sunnu- daginn kemur, 10. febrúar, kl. 11 f. h. og kl. 7 að kvöldi. Skipaður í óbyrgð- armikla stöðu Maurice C. Eyjólfsson Þessi efnilegi ungi maður hefir verið starfsmaður hjá Moore Buisness Forms, Western Ltd. í undanfarin sex ár við vax- andi orðstír og vinsældir; hafa honum verið falin æ vandasam- ari störf svo að segja með ári hverju og nú hefir hann verið skipaður sölu-umboðsmaður fyr- ir félag sitt í Regina, Moose Jaw og umhverfi þessara borga. Skrifstofur hans verða í Moose Jaw. Hann fór vestur í gær. Maurice er sonur frú Arn- heiðar Eyjólfsson og látins manns hennar, Friðriks Eyjólfs- sonar frá Riverton. Sjaldgæft slys Á mánudaginn vildi það slys til, að flugvél með þrjá menn innanborðs, rakst á útvarps- turn, sem Canadian Broadcast- ing félagið starfrækir í grend við bæinn Carman hér í fylkinu og létu allir mennirnir líf sitt; þetta var æfingaflugvél, er taldist til canadíska loftflotans; turninn var 590 fet á hæð; um kvöldið fórust einnig á þessum stöðvum þrír menn aðrir, er sendir höfðu verið þangað til þess að gera við turninn, er þá hrundi til grunna. Miðsvetrarmót „Fróns" 1 síðastliðin þrjátíu ár hefir Frón efnt til Islendingamóts í þriðju viku febrúarmánaðar, enda er þetta orðinn svo fastur vani að deildinni fanst óhugs- andi að breyta til með tímann þó nú sé svo komið, að næsta þjóðræknisþing verði ekki hald- ið fyr en einhverntíma næsta sumar. Frón veit það vel, að þeir utanbæjarmenn, sem þingið sækja að jafnaði, eiga ekki lítinn þátt í því hvað mótið er vana- lega vel sótt og var það því ekki að ástæðulausu að deildinni fanst að nú yrði að -vanda til þessarar helztu vetrarsamkomu Islendinga jafnvel betur en að undanförnu. Þetta held ég að hafi tekist vonum betur. Ræðu- maðurinn verður Finnbogi Guð- mundsson prófessor, sem þegar hefir fengið orð á sig sem af- burða ræðumaður; en höfuð- skáld okkar Vestmanna, Gutt- ormur J. Guttormsson, les upp kvæðaflokk eftir sig, alveg nýjan af nálinni. Ræðu og kvæði eru okkur Vestur-Islendingum að vísu bæði matur og drykkur, en ekki er „söngsins englamál“ síður kærkomið. Til þess að ekkert skorti á að samkoma þessi verði sem skemtilegust höfum við fengið þær Mrs. Lilju Thorvaldson og Evelyn dóttur hennar til að syngja tvísöng o. fl. Karlakór til þess að syngja íslenzk og önnur skandinavisk lög. Kór þessi er undir stjórn Mr. A. Hoines, söngstjóra Norwegion Glee Club, og mun hann láta syngja ýms góðkunn lög svo sem „Olav Tryggvason" sem Norðmenn syngja manna bezt. Víst er um það, að Frónsmót þetta, sem haldið verður í G. T. húsinu á mánudaginn, 18. febrú- ar n.k., verður í alla staði fyrir- myndar samkoma. Inngangur- inn verður einn dollar og er þá dansinn talinn með. Auk þess geta allir, sem það vilja, fengið sér kaffi og hvers kyns góðgerðir fyrir 35 cent. Takið eftir rtánari auglýsing- um í næstu blöðum. H. Thorgrímsson. ritari Fróns GULLBRÚÐKAUP Á langardaginn, i’*"'. coruar, söfnuðust um þrjátíu nánustu ættingjar þeirra Mr. og Mrs. Magnús Brandson, 1021 Clifton Street, hér í borginni, saman í Homestead veizlusalnum, til að minnast fimmtíu ára hjúskapar- afmælis þeirra hjóna. Þann dag, fyrir hálfri öld, voru þau gefin saman í Ólafsvík, af séra Helga Árnasyni. Árið 1910 fluttust þau vestur um haf, ásamt þremur börnum sínum ungum. Hafði Magnús lært trésmíðaiðn á ís- landi, og hafði stundað þá vinnu lepgst ævinnar, að undan- teknum tíu árum, er hann fékst- uð búskap og fiskiveiðar við Manitobavatn; áttu fjölskyldan þá heima við Oak View og Sig- lunes. En í Winnipeg hafa þau átt heima samfleytt síðan 1926. Magnús hefir verið iðjumaður mikill og reglusamur um alt, enda hefir honum farnast vel, og verið vel látinn af öllum,. Þau hjón eiga átta börn á lífi; eru þau: Þarkell; Hrefna, Mrs. Matt- hías Johnson, Vancouver; Ellis Gunnar; Sigurður; Vilhjálmur; Gestur; Ágústa, Mrs. Fred Nelson, og Herbert. Barna- börnin eru nú orðin átján; og alt er þetta hið myndarlegasta fólk, og vel gefið. Er því barnalán þeirra mikið. Dvelja gömlu hjón- in nú í mjög snotru og þægilegu húsi, ásamt Herbert, yngsta syni sínum; en aðrir synir þeirra, giftir fjölskyldumenn, búa á sama strætinu í næstu húsum. Tveir bræður Magnúsar, Oddur og Hjörtur, eru einnig búsettir hér í borginni, og voru þeir við- staddir á þessari fagnaðarsam- komu fjölskyldunnar. Ávarpaði Hjörtur gullbrúðhjónin, en hann er sem kunnugt er, vel máli far- inn og hagyrðingur góður. Heilla óskaskeyti bárust þeim frá ætt- ingjum á íslandi. Magnús er fæddur að Vatna- búðum í Eyrasveit, í Snæfells- nessýslu. Foreldar hans voru Guðbrandur Guðbrandsson, og Guðbjörg Magnúsdóttir, búend- ur þar. Guðrún, kona hans er dóttir Guðbrandar Þorkellsson- ar, prests, Eyjólfssonar frá Búð- um í Staðarsveit; þjónaði hann Ásum í Skaptártungu, 1843, og síðar Borg í Borgarfirði, 1859. Móðir Guðrúnar var Guðbjörg Vigfúsdóttir, kona Guðbrandar. Bróðir Guðrúnar er Vigfús Guð- brandsson, klæðskeri, Austur- stræti 10, í Reykjavík. Hinir mörgu vinir þeirra Mr. og Mrs. Brandson, í Winnipeg og víðar, óska þessum sæmdarhjón- um allrar blessunar á þessu merkisafmæli þeirra. V. J. E. Mr. and Mrs. Magnús Brandson

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.