Lögberg


Lögberg - 07.02.1952, Qupperneq 2

Lögberg - 07.02.1952, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. FEBRÚAR, 1952 Listrænt skáld og vaxandi Eftir prófessor RICHARD BECK Guðmundur Frímann: Svört verða sólskin. Bókaforlag Þorsteins M. Jónssonar, Akureyri 1951. I. GUÐMUNDUR FRÍMANN eff' fjarri því að vera nýliði í skáldahópnum, því að þetta er fjórða kvæðabók hans; jafn- framt hefir hann verið vaxandi maður í ljóðmenntinni, og sjást þess hvergi betur merki heldur en í þessari nýjustu bók hans, er skipar honum hiklaust innar- lega á bekk íslenzkra samtíðar- skálda. Áður en lengra er farið mun þó réttast að segja vestur-ís- lenzkum lesendum nokkur frek- ari deili á Guðmundi skáldi, því að fæstir þeirra munu hafa átt þess kost að fylgjast með ferli hans. Fæ ég eigi betur gert í þeim efnum, en tekið upp eftir- farandi gagnort æviágrip hans, er birtist nýlega í tímaritinu „VIKUNNI“ í Reykjavík í sam- bandi við útkomu ofannefndrar ljóðabókar hans: „Hann er Austur-Húnvetning- ur, fæddur að Hvammi í Langa- dal 1903, sonur Guðmundar Frí- mannssonar, bónda þar og konu hans, Valgerðar Guðmundsdótt- ur, bónda í Mörk í Laxárdal Guðmundssonar. Ólst Guðmund- ur Frímann upp með foreldrum sinum til tvítugs. Réðst hann þá í listnám, til Einars myndhöggv- ara Jónssonar frá Galtafelli, einn vetur, en hvarf frá því; líkaði ekki leirsmíðið. Síðan hefir Guð- mundur lagt á margt gjörva hönd: Vegagerð, húsgagnasmíði (rak vinnustofu í 10 ár), um átta ára skeið var hann verkstjóri í vélabókbandi á Akureyri. Bóka- verzlun rak hann þar í tvö ár og var önnur tvö kennari í Reyk- holtsskóla.. Hann hefir fengist _JVíð._tei)criipg.ijL_pg» ýjpiglegt list- föndur og haft yndi af því. En framar öllu öðru hefir hann tek- ið ljóðagerðina. Nú mun í ráði, að hann taki við kennslu í Gagn- fræðaskóla Akureyrar“. II. Fyrsta bók Guðmundar Frí- manns, „Náttsólir“, kom út 1922, er höfundurinn var aðeins 19 ára gamall; eru þessi æskuljóð hans, eins og vænta mátti, æði ungæðisleg um margt, en yfir- leitt ort af lipurð og smekkvísi, og þar bregður fyrir leiftrum, sem vekja vonir um meiri afrek í ljóðagerðinni, er fram líði stundir. Næsta bók skáldsins, kvæða- safnið „Úlfablóð", undir dul- nefninu „Álfur frá Klettastíu“, kom út ellefu árum síðar (1933). Hér er stórum þroskaðra skáld á ferð, margt góðra náttúrulýs- inga, formfestan og bragsnilldin meiri, einkum í vali frumlegra og persónulegra bragarhátta. Kvæðin eru ljóðræn að blæ, með undirstraum mildrar saknaðar- kenndar. Á sama strenginn er einnig slegið í þriðju og fram að þeim tíma beztu bók hans, „Störin syngur“ (1937), er bergmálar djúpa þrá hans eftir æskudaln- um hans fagra í Húnaþingi, en hann er efni margra þessara kvæða. í svipuðum anda eru aðrar náttúrulýsingar skáldsins, Ijóðrænar sem áður og oft ortar undir sérstæðum og vel völdum bragarháttum. Gildir hið sama um önnur kvæði í þessu safni, bæði um hugþekktar sveitalýs- ingarnar og svipmyndirnar af olnbogabörnum lífsins, sem tala til samúðar skáldsins. Mest kveður samt að sumum mannlýs- ingunum í bókinni; einkum er kvæðið „Drukkinn bóndi úr Skyttudal“ bæði hressilegt og bráðskemmtilegt, bregður upp rauntrúrri og eftirminnilegri mynd af ölkærum bóndanum og farandskáldinu. Kvæðin í þessari bók Guð- mundar báru því órækan vott, að honum voru óðum að vaxa vængir í skáldskapnum, bæði um val persónulegra og frum- legra yrkisefna og meðferð þeirra. Hlaut þetta kvaéðasafn hans einnig, að verðleikum, á- gæta dóma. Fór séra Benjamín Kristjánsson, meðal annars, þess- um orðum um bókina í ritdómi í „Nýja Dagblaðinu": „Höfundurinn er skilgetinn „sonur langholts og lyngmós“ og „sif ji árfoss og hvers“. — í kvæð- um hans rís landið í sumardýrð sinni og vorfegurð. Guðmundur má nú teljast með góðskáldum vorum. Kvæði hans eru hljóm- þýð og áferðarfögur, og minnir geðblærinn stundum á Omar Khayyam. Þó fer höfundurinn mjög sínar leiðir og verður ekki vart að hann stæli aðra“. Ljóðavinir biðu því næstu bókar Guðmundar með nokkurri eftirvæntingu, og nú, eftir fjór- tán ár, hefir hann rofið þögnina með bók sinni „Svört verða sól- skin“, sem þegar hefir hlotið ó- ■venjulega lofsamlega dóma gagnrýnenda heima á ættjörð- inni. III. Öndvegi í þessari nýju bók skipar eitt af fegurstu kvæðum hennar og um margt sérkenn- andi fyrir skáldið, „Haust við Blöndu“; bera eftirfarandi er- indi því fagurt vitni, hversu fim- lega og mjúklega þar er farið höndum um strengi ljóðahöj^- unnar: Ég leynislóð úr fjarlægð finn á fund þinn, stör í mýri. Hvort blundar ekki b: c6ur þinn í blóðL^aínu unn? Þau heilla ennþá huga minn þín hljóðu ævintýri, er dyngir mjöll á draumafjöll og dimma tekur senn. ----0---- Hér voru byggð mín bernsku skip, > hér börðust þau við flauminn. Þau fluttu margan góðan grip og gjafir til mín heim. Einn harmleik enn ég sé í svip: Þau sukku og hurfu í strauminn. Úr óðaröst, með iðuköst t fékk ekkert borgið þeim. ----0---- Ég heyri kjörrinn kveðast á af kappi í heiðarásnum við felulæki, er læðast hjá um laundyr allt í kring. Ó, heiðavindur, viltu strá á veg minn haustsins djásnum? Lát kliða dátt úr hverri átt þín kvæði, söngvalyng! Hér sést það, svo eigi verður um villst, hve nánum böndum skáldið er tengt átthögunum, æskudalnum fríða við Blöndu; hér lýsir sér ást skáldsins á nátt- úrunni, næmleiki hans á raddir hennar, sem er meginþáttur í ljóðum hans; og hér finnur les- andinn grípa hug sinn þann trega og- þá djúpu saknaðar- kennd, sem er hin þunga undir- alda margra annarra kvæðanna í bókinni. Skáldið harmar sokkin sólskins- og draumalönd æsku- áranna, og því er æði dimmt í heimi ljóða hans, eins og í kvæð- inu „Svört verða sólskin“, sam- nefndu bókinni, og í ýmsum öðr- um kvæðum hennar, svo að stundum þykir manni nóg um bölsýnið. En óvenjulega listræn eru þessi kvæði, bæði um fagurt málfar, snjallar og skáldlegar samlíkingar, og kliðmjúka ljóða- hætti, sem falla vel að efninu. Það eru í þessum kvæðum seið- andi töfrar ljóðrænnar fegurð- ar, sem auðveldara er að skynja en lýsa. Ágætt dæmi þess eru lokaerindin úr kvæðinu „Vísur um vetrarkvíða“: En það er eins og lækirnir og fljótin séu á flótta, þau falda hvítu um sandinn, þar sem eyrarrósin grær. Á tjarnaraugu mýrarinnar haustsins ugg og ótta og eilífblindu slær. Ó, sjáðu, hvernig eyðingarundrin miklu gerast, hve allar gjafir sumarsins hverfa viðnámslaust, er kveðjuljóð og torrek milli bergmálsfjalla berast, sem boða nótt og haust. Á mörk og víðivöllum standa bjarkir allar bleikar, og bráðum heyrist hvinurinn í dauðans veltiplóg. — Sjá skuggalega flakkarann — ræningjann, sem reikar um riðusjúkan skóg. Ekkert af þessum ómrænu og huglægu kvæðum skáldsins er þó gert af meiri list eða heil- steyptara heldur en smákvæðið ,,Blóm“: í hljóðri dýrð um fjarska^is villuvegu berst vetrarmjöllin yfir sæ og lönd. Það er sem liljublómum björtum dreifi um byggðir allar gjöful vinarhönd. í hverju blómi er helspá, sorgarsaga um sumardraumsins rænda helgidóm. — Hve undurhljóð og móðurmild þau falla á mýrka jörð, hin hvítu dauðans blóm. Ó, björtu liljur, gróður hvítrar kyngi! Þið hverju blómi öðm veitið skjól, 'r jórðin leggst í eyði, allt um þrýtur, og yfir valinn starir harmasól. Hvert blað, sem haustsins stormur greip af greinum og gleðireifur elti um mörk og skóg, á náðir ykkar flýr, og fyrr en varir, það finnur hvíld í djúpum vetrarsnjó. Hér er djúpur treginn aftur hinn þ u n g i undirstraumur. Skáldið hefir, eins og hann segir í hjnni eftirtektarverðu játningu sinni „1 hofi Efa konungs“, kom- ist í kynni við þann kaldrifjaða konung og dætur hans, og kennt kulda af þeirra ráðum; þær hafa rænt hann innri gleði og æsku- minningum, von og trú; en hann er leitandi sál, þráir að losna úr hlekkjunum, vera eigi lengur „bandingi blindra valda“. Og þrátt fyrir efasemdirnar, treg- ann og bölsýnið, er hann enn í innsta hjarta sínu vorsins barn; þess vegna segir hann með gleði- hreim og hrifningu í kvæðinu „Sunnanátt“: Að vitum mínum berðu barkarremmu, blóðbergsþef og lyngsins anganföng. Ó, kveddu vorsins vatns- dælingastemmu, verði drápan eilíflöng. Af heiðum leystu martröð hvítra mjalla, lát mikil vötn í drottins nafni falla til sævar fram með söng! Þessvegna bendir einnig margt til þess, að skáldið sé á leiðinni upp úr skuggadal efans á sólfjöll og heiðlönd nýrrar trúar og von- ar, svo að næst, þegar hann kveður sér hljóðs, hafi hann hlotið langþráð svar við bæninni gegn vetrarkvíðanum í „Sumar- málavísum“, lokakvæðinu í bók- inni, ort á síðasta vetrardag í fyrra: Ó, vík úr mínum draumi, vetrarkvíði, og verði spásögn þín að engu gjörð. Kom vorsins dís með flúr og furðusmíði og fagurblóm og klið um alla jörð. „Kom heitur til míns hjarta, blærinn blíði“. Og því er þess einnig að vænta, að skáldið eigi eftir að flytja þjóð sinni jákvæðan boðskap færðan í jafn listrænan búning skáldlegrar fegurðar og honum hefir tekist að klæða þessi sakn- aðar- og tregaþrungnu ljóð sín. Það eru önnur ágætiskvæði í þessari bók en persónulegu hug- lægu ljóðin, sem lýst hefir verið að nokkuru. Hér eru atburða- og mannlýsingar í ætt fyrri kvæða skáldsins af því tagi, þrungin samúð hans og skilningi á mannlegum kjörum, kvæði eins og „Síðustu dagar Smyrla- bergs-Kobba“ og „Fiðlarinn í Vagnbrekku“, sem bæði eru með snilldar handbragði, að málfari og lýsingu á söguhetjunni, og þykir mér þó hið síðartalda bera af hinu; í því er þetta gullfallega erindi: Mörg var för í regni og roki raunaþung og efnin .smá. Breytti þá í gull- og glitskóg gráa hversdagsleikans þytskóg fiðlan fagurgljá. Og í hverju strengjastroki straumar bláir kváðust á. Vor með gliti og glóðafoki geymt í strengjum lá. Stórfagurt kvæði og samfellt er móðurminningin „Mamma“, og má hið sama segja um minn- ingarkvæðið „í fylgd með far- andskáldi" (Steindóri Sigurðs- syni), en þannig eru upphafs- og þriðja erindi þessa áhrifamikla kvæðis: Að tregans fljóti ég fylgi þér á leið, þú farandskáld og draums. Þitt líf er kvatt, þú hverfur einn á vald hins kalda flugastraums. Að koma og fara — hjartans ljóðaljóð skal loksins enda taka: Að þessu sinni áttu ei afturkvæmt og enga leið til baka. Sem þrotlaus leið, sem flótti um fenjaskóg þín för um heiminn var. Frá sumarveröld þinni, sjálfum þér, þig sífellt lengra bar. Hví gátu óskir þínar aðeins rætzt í æskudraumum þínum, er söngflúð hjartans vökúl varði þig gegn villu og óráðssýnum? Hér hefir engin tilraun verið til þess gerð að telja upp öll kvæðin (þrjátíu talsins) í þessari ljóðabók Guðmundar, enda eru þau þannig vaxin um ljóðræna fegurð og listræna efnismeðferð, að menn verða að lesa þau vel, til þess að njóta þeirra til fulls. Og þau þola gaumgæfan lestur; að vísu eru þau misjöfn að gæð- um og snilld, sum mættu vera samanþjappaðri, en ekkert þeirra kysi ég utan spjalda bók- arinnar. Þar eru einnig þessi þrjú þýdd kvæði, „DauðimT* og „Jarðarför Fiðlu-Óla“ eftir Dan Andersson og „Áköllun“ eftir Bertil Gripen- berg, og eru þau með sama prýði- lega handbragðinu eins og frum- kveðnu kvæðin. Bera þessi tvö fyrstu erindi úr „Jarðarför Fiðlu-Óla“ því órækastan vott- inn, hversu snilldarlega þar er þýtt: Meðan næturmyrkrið hylur ennþá Hreimsstaða-fjöll, stefnir hnípin líkfylgd út frá Klettabæ. Og burðamenn hljóðir troða vorgróinn völl, í vormorguns raka, svala blæ. Þeir stíga þungt til jarðar, merja grös í grænum rann, ganga lotnir, sem við þögla bænagjörð. Þeir flytja burt frá auðn og skorti dauðan draumamann yfir döggvota, en fagurgræna jörð. Hann var einrænn og dulur, segja fjórir fylgdarmenn, og fátæktin var eina brúður hans. En rósirnar á engjunum kalla hann konung enn, þótt kveðji dauðinn hann til grafar-ranns. En burðarmönnum finnst hún vera þrotlaus þessi för, og þorstinn kvelur, — sól af mildi snauð. Gangið hægt og hafið lágt, syngur selja og stör, því sennilega er einhver rósin dauð. En Guðmundi Frímann er fleira til lista lagt en snilldin í ljóðagerð; hann er maður fram- úrskarandi drátthagur og hefir skreytt þessa bók sína teikning- um, sem falla yfirleitt ágætlega að efni kvæðanna. Að öðru leyti er frá gangur bókarinnar einnig hinn prýðilegasti. Kaupið Lögberg Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. Thé derriSnd for Business ColTege EHuca- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TraimngImmediately! / For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AV *. WlNNIPEG NYR VINNUTIMI í þeim tilgangi að veita starfsfólki 5 daga vinnutíma á viku verður öllum bankaútibúum á eftirgreindum stöðum / lokað á laugardaginn, 16. febrúar, og hvern laugardag þar á eftir City of Winnipeg St. Boniface East Kildonan St. James West Kildonan St. Vital Norwood Transcona Til þæginda fyrir viðskiptavini verða öll þessi útibú opin í lengri tíma á föstudögum fró kl. 4:30 e. h. til 6:00 e. h. sérstaklega til þess að skipta peningaávísunum og leggja inn fé. Við æskjum aðstoðar og samvinnu viðskiptavina okkar í þess- ari nýbreytni að láta starfsfólk okkar verða aðnjótandi sömu hlunninda við atvinnu, sem viðgengst á mörgum öðrum sviðum í viðskiptalífinu. THE CHARTERED BANKS OF CANADA

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.