Lögberg - 07.02.1952, Síða 4

Lögberg - 07.02.1952, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. FEBRÚAR, 1952 i.bgi»rg Gefi(5 flt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAxNITOBA Utanflskrift ritstjórans: HDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Autnorized as Second Class Mall, Post Office Department, Ottawa Úr herbúðum stjórnmálanna Þingi sameinuðu þjóðanna, sem setið hefir á rök- stólum mánuðum saman í París, var frestað á mánu- daginn eftir flókið málþóf og breitt djúp staðfest, enn sem fyr, milli vestrænna og rússneskra lífsskoðana; að öllu athuguðu, voru þó hin mörgu og gerólíku viðfangs- efni að þessu sinni rædd í talsvert hógværlegri tón en viðgekst á hinum fyrri þingum, og sýnist með því óneit- anlega hafa verið stigið spor í rétta átt, því stóryrði ein hafa sjaldnast miklu góðu til vegar komið; tólf þjóða nefnd var komið á fót, er taka skyldi til gaumgæfi- legrar athugunar skilyrðin fyrir takmörkun og eftirliti með kjarnorkuvígbúnaði. Rússinn gerði þá kröfu í nafni friðarins eins og hans var von og vísa, að kjarn- orkuvígbúnaður yrði þegar útlægur ger og að með því yrði fyrsta sporið stigið í áttina til varanlegra vopna- takmarkana; að þessu vildu Vesturveldin ekki ganga eins og þá horfði við meðan víst væri, að Rússinn ynni að því nótt sem nýtan dag að framleiða kjarnorku- sprengjur, er auð$jáanlega væru síður en svo ætlaðar til eflingar heimsfriði; til fylgis við kröfu sína fengu Rússar aðeins leppríki sín, sem nauðug viljug verða að dansa eftir þeirra nótum; hvernig svo sem kaupin ger- ast á eyrinni; þá var og nefnd sett á laggir, er kynna skyldi sér allar aðstæður varðandi hugsanlega samein- ing Þýzkalands, sem nú er klofið í tvent, hvort takast mætti að láta fram fara í landinu almenna atkvæða- greiðslu, er leitt gæti afdráttarlaust í ljós vilja þýzku þjóðarinnar í þessu efni; við þessu skeltu Rússar, sem halda Austur-Þýzkalandi í heljarklóm, algerlega skolla- eyra og töldu slíka uppástungu með öllu óframkvæm- anlega; á hinn bóginn var stjórnin í Bonn, sem ræður yfir freklega fjörutíu og fimm miljónum þýzkra þegna því eindregið hlynt, að áminst tilraun til þýzkrar þjóð- einingar yrði gerð eins fljótt og því framast yrði við- komið. íslenzka lýðveldið varð eitt þeirra ríkja, er sæti hlutu í hér að lútandi nefnd. Nokkru fyrir þingfrestun varð all ærslasamt á þingpöllum, en á því áttu franskir kommúnistar sök; létu þeir rigna yfir þingheim fúlum eggjum, appelsínu- berki og hvers konar ófagnaði öðrum unz þar kom, að lögreglan skarst í leikinn og skaut þessum háttvísu snáðum, jábræðrum Stalíns, í steininn. Svo að segja í vertíðarlokin, eða nokkrum klukku- stundum fyrir þingfrestun, bar það mál á góma, að vegna hinnar sívaxandi dýrtíðar yrði óhjákvæmilegt að hækka að nokkru laun fastra starfsmanna hinn sam- einuðu þjóða, og má víst telja að svo verði þrátt fyrir nokkuð skiptar skoðanir um nauðsyn slíkra ráðstafana. Rétt fyrir þingfrestun lögðu Rússar á það ofur- kapp, að Kóreumálin yrðu rædd á þingi og ákvarðanir teknar varðandi pólitíska framtíð Kóreubúa í heild; en hér voru þeir von bráðar kveðnir í kútinn, og þeim réttilega á það bent, að tilraunir um vopnahlé stæðu enn yfir í landinu og fyr en þeirn lyki, gætu pólitískar ráðstafanir á þessu stigi málsins ekki komið til greina. Svo fór um sjóferð þá. ★ ★ ★ ★ Fylkisþinginu í Manitoba var stefnt til funda síð- astliðinn þriðjudag og mun nokkurn veginn mega víst telja, að er því lýkur verði þing rofið og efnt til nýrra kosninga; í fylkinu fer bræðing$stjórn með völd, að rninsta kosti að nafni, þó Liberal-Progressive flokkur- inn sé langfjölmennastur á þingi og geti í rauninni af eigin ramleik myndað ábyrga stjórn; og eins og nú horfir við þarf ekki að hella mikilli olíu í eldinn til þess að ævintýrið í British Columbia geti endurtekið sig hér. Campbell forsætisráðherra hefir í flestum efnum reynst hinn nýtasti stjórnarformaður, og mun til sanns vegar mega færa, að sjaldan hafi fjárhagur fylkisins staðið á traustari grunni en í stjórnartíð hans; en hvort sem kosninga verður lengur eða skemur að bíða, þarf ekki að efa, að Liberal-Progressive flokkurinn gangi sigrandi af hólmi. C. C. F.-sinnar eru svo að segja hvar- vetna úr sögunni, og þá þarf heldur enginn að óttast, að Mr. Willis leiði nokkru sinni miðlungs- og miðalda- menn sína út úr eyðimörkinni og setjist í öndvegi. ★ ★ ★ ★ Það mun margur hafa vaknað upp við vondan draum á mánudaginn var, er hagstofan í Ottawa flutti almenningi þann gleðiboðskap, að í janúarmánuði síð- astliðnum hefði dýrtíðin í landinu komist í algleyming; að þá hefði vísitala framfærslukostnaðar orðið hærri en dæmi voru áður til í sögu þjóðarinnar; mælt er að þessi óvinafagnaður stafi einkum frá hækkuðu verði kjöts, að viðbættum nokkurum hækkunum kola og brennis; þetta lætur, að minsta kosti í fyrra tilfellinu, hálf undarlega í eyra, því ekki hafa bændur, svo vitað sé, nýlega fengið hækkað verð fyrir kjötframleiðslu sína, nema síður væri. Kaupmáttur þess fólks, er dregur fram lífið í borg- um og bæjum, fer jafnt og þétt þverrandi, sem heldur er ekki mót von þegar litið er á hina öru hækkun vísi- tölunnar. Hver ber ábyrgðina? Vonandi búum við þó ekki við of góða sambandsstjórn? Lifnaðarhættir Churchills Ekkert bendir til þess að Churchill ætli að draga sig í hlé, þrátt fyrir háan aldur. Þann 30. nóv. síðastliðinn varð Winston Churchill, forsætisráð- herra Bretlands, 77 ára gamall. Var þessa afmælis veglega minnzt af hinum mörgu aðdá- endum hans og þeir munu telja það verðuga .viðurkenningu fyr- ir hin margháttuðu afrek hans, að brezka þjóðin hefir nú lagt stjórn sína í hendur hans aftur. Þá spurningu mun þó afmælið sennilega vekja jafnframt, hvort það sé æskilegt, að svo aldur- hniginn maður fari lengi með stjórn Bretlands á jafn erfiðum tímum og nú eru. Það munu ekki síður verða ýmsir sam- herjar hans en andstæðingar, er spyrja munu á þessa leið. Þær spár voru nokkuð al- mennar fyrir kosningarnar, að Churchill mundi láta sér nægja, ef íhaldsmenn sigruðu, að mynda stjórn og leggja síðan stjórnarforustuna fljótlega í hendur yngri manns. Hann gæti þá dregið sig í hlé með sóma. Churchills virðist hins vegar ekki hafa haft neitt slíkt í huga. Ráðuneyti hans er skipað þann- ig, að það er miklu fremur per- sónlegt ráðuneyti hans en flokks ráðuneyti, þar sem hann hefir valið í stjórnina þó nokkra ó- pólitíska menn, sem eru per- sónulegir vinir hans, en ýtt ýms- um foringjum flokksins til hliðar. Hann ákvað að ræða við Truman forseta eftir áramótin og margt bendir til að hann hafi hug á að hitta Stalín síðar. Það er ekki neitt fráfarasnið á fyrir- ætlunum hans. Dulílungar Churchills. í sambandi við það, sem rakið er hér að framan, er mjög rætt í Wöðum um heilsu Churchills og lifnaðarhætti. Af þeim upp- lýsingum, ef liggja fyrir um þetta, reyna menn svo að spá hvort hann eigi að gegna for- sætisráðherraembættinu. Yfir- leitt benda þessar upplýsingar til þess, að Churchill sé enn í fullu fjöri og andlegir starfs- kraftar hans óskertir. í kosn- ingabaráttunni hamaðist hann meira en nokkur annar og lét þó ekki neitt á sjá. Hann var þá jafnan kominn til starfa kl. 8 á morgnana og fór yfirleitt ekki í rúmið fyrr en löngu eftir miðnætti. Churchill fellur mjög vel að vinna að kvöld- og nætur- lagi og er það sagt áþekkt með þeim Stalín. Hann hafði fimm einkaritara með sér, hvert sem hann fór meðan á kosningabar- áttunni stóð, og þeir höfðu yfir- leitt nóg að gera. Churchill fylgdist með stóru og smáu, er gerðist í helztu ^ baráttukjör- .dæmunum, lagði á ráðin og hafði nær daglegt samband við frambjóðendurnar þar. Sjálfur ferðaðist hann svo mikið og flutti margar ræður. Seinustu misserin hefir þótt nokkuð bera á því að ellin væri að færast yfir Churchill. Ýmsir telja, að þar hafi þó verið meira að ræða um duttlunga hjá Churchill, en raunveruleg elli- mörk. Hann hefir alla tíð heýrt fremur illa og virðist hafa borið meira á því í seinni tíð. Álit kunnugra er þó, að Churchill hafi gert meira úr þessu og t. d. látið oft á flokksfundum eins og hann heyrði ekki til ræðumanns, ef honum féllu ekki skoðanir hans eða honum þótti lítið til málflutnings hans koma. Á þessu sama hafi borið, þegar hinir yngri þingmenn flokksins hafa verið að tala við hann. Chur- chill hefir þá stundum látið eins og hann heyrði ekki til þeirra eða væri út á þekju og kváð að lokum: Hvað varstu að segja? Þetta hefir gert hann óvinsælan hjá ýmsum og verið talinn vott- ur þess, að honum væri að hnigna. Aðrir telja þetta stafa af duttlungum, eins og áður segir. Þeir hinir sömu telja einn- ig, að meira beri orðið á vissri stórmennsku hjá Churchill en áður og sé þetta einn angi henn- ar. Mjög var um það rætt meðan stóð á kosningabaráttunni, hve ólík framkoma Churchills og Attlees var. Það þurfti enginn að efast um, að þar sem Churchill fór, var maður á ferð, sem treysti vel sjálfum sér og naut lýðhyll- innar. Attlee minnti hins vegar á óbreyttan, hæglátan og yfir- lætislausan alþýðumann í allri framkomu sinni. Baðar sig oft á dag. Blöðin hafa sagt nákvæmlega frá lifnaðarháttum Churchills, eins og þeir voru, áður en kosn- ingabaráttan hófst. Verður sú lýsing þeirra nokkuð rakin hér á eftir: Churchill hefir venjulega far- ið á fætur kl. 7 á morgnana, þó heldur seinna á veturna. Hann hefir fyrir fasta venju að borða morgunverðinn einsamall. Venju legur morgunverður hans er egg, flesk, hafragrautur og sterkt kaffi. Einstaka sirmum fær hann sér staup af viskí á eftir. Að morgunverði loknum kveikir hann í fyrsta vindlinum, en hann reykir fjóra til fimm vindla á dag. Þessu næst les hann blöðin og bréf, sem hann hefir fengið, og les fyrir endurminningar sín- ar, ef tími vinnst til. Um hádegisleytið fær hann sér bað og borðar sinn hádegis- verð með konu sinni. Stundum borðar yngsta dóttir hans, Mary, með þeim, en hún er gift Soamer liðsforingja og þingmanni. Chur- chill falla kjötréttir bezt. Hann drekkur oftast létt vín með matnum, en fær sér stundum sterkari vín á eftir, en þó mjög í hófi. Seinni hluta dagsins fæst Churchill oft við það að mála, en hann er talinn einn fremsti frístundamálari Breta. Annars les hann fyrir endurminningar sínar. Fyrir kvöldverð fær Churchill sér bað í annað sinn. Það er föst venja hans að baða sig tvisvar til þrisvar á dag. Það er frægt, að hann frestaði einu sinni að halda ræðu á Strass- borgarþinginu í einn dag vegna þess, að hann hafði ekki getað baðað sig. Eftir kvöldverð fer Churchill í þingið, ef þar eru meiri háttar mál á dagskrá eða hann heldur áfram við endur- minningar sínar. Þá les hann og oft ævisögur og fornbókmennt- ir. Skáldsögur les hann lítið. Stundum sér hann kvikmyndir og er „Lady Hamilton“ með Vivian Leigh í aðalhlutverkinu uppáhaldsmynd hans. Hann er búinn að sjá hana 12 sinnum. Churchill vinnur oft fram á nótt. Hefir góðan svefn. Churchill leggur sig oft á dag- km og getur yfirleitt sofnað hve- nær, sem hann vill. Lloyd George gat þetta sama. Chur- chill hefir haft smáherbergi til umráða í þinghúsinu og hefir oft lagt sig þar meðan stóð á þing- fundum. Hann þakkar það ekki sízt þessu, hve góð heilsa hans er, og svo böðunum. Churchill er mikill fjölskyldu- maður. Mikið ástríki er með honum og konu hans og ræðir hann oft um stjórnmál við hana. Einu sinni var hún viðstödd, er þeir Eisenhower ræddust við. „Það er óhætt að tala opinskátt“, sagði Churchill. „Clementine veit allt“. Churchill er dýravinur mikill. Hann á rakka, sem er honum fylgispakur, og oft leikur hann sér við Orlando og Smoky, en svo nefnast kisur tvær, sem eru á heimili hans í London. Hann hefir jafnan verið mikill hesta- maður og hefir fengizt við upp- eldi veðhlaupahesta í seinni tíð. Eins og áður segir, eru þess engin merki, að Churchill ætli að draga sig í hlé. Margir íhalds- menn munu þó óska þess, því að Churchill hefir aldrei unnið sér tiltrú þeirra sem íhalds- maður. Á yngri árum sínum fór hann á milli flokka og því geta margir íhaldsmenn ekki gleymt. Churchill er í eðli sínu tæki- færissinni og getur ekki bundið sig við neina isma. Því finnst bæði samherjum hans og and- stæðingum hans hann vera óút- reiknanlegur og eiga oftast von á einhverju óvæntu frá honum. Margir jafnaðarmenn naga sig nú handarbökin yfir því, að raunverulega voru það þeir, sem komu honum fyrst í forsætis- ráðherrastólinn. Þeir gerðu það að skilyrði fyrir þátttöku í þjóð- stjórn vorið 1940, að Churchill væri forsætisráðherra, en hann var þá í ónáð íhaldsmanna og nánast sagt flokksleysingi. Churchill hefir takmarkaða trú á sérfræðingum .Þess vegna hefir hann mjög skipað stjórn sína þannig, að hann hefir falið mönnum að gegna embættum á öðrum sviðum en sérgrein þeirra er. Sérfræðingar eru of þröng- sýnir og kreddubundnir, segir hann, og þarfnast því óháðrar yfirstjórnar. Helzti andstæðing- ur hans í Verkamannaflokknum, Bevan, er á sama máli. Hann segir það hafa verið mestu skyssu Attlees að láta hagfræðr inga ráða of miklu um stefnu sína og mestu skyssuna hafi hann þó gert, er hann gerði hag- fræðing að fjármálaráðherra. —TÍMINN „Það fór enginn tómhentur, sem þarfnaðist einhvers" Jón Haraldsson, bóndi á Einars- stöðum, segir frá hríðarteppu á Laxamýri veturinn 1918 Fyrir ferðlúinn mann er góð- ur gististaður mikils verður. Hann ætti ekki að gleymast þeim, er hrakinn og hrjáður, er boðinn velkominn þar hvort heldur er á nótt eða degi og veittur beini af höfðingsskap og alúð. Eitt slíkra heimila var hið forna höfuðból, Laxamýri í Þingeyjarsýslu, í búskapartíð þeirra feðga, Sigurjóns Jóhann- essonar og sona hans, Egils og Jóhannesar. Að vetri til var Laxá aðal- flutningaleið dalanna upp af Skjálfandaflóa og lá aksturs- leiðin við vallargarðinn á Laxa- mýri. Var algengt að á þar eða taka næturgistingu-, voru húsa- kynni þar mikil og góð og hjarta rúm samsvarandi. Vorið 1906 tóku þeir Egill og Jóhannes Sigurjónssynir við búsforráðum af föður sínum þar á staðnum óg bjuggu þar eins konar félagsbúi til 1928, gengu þeir jafnan undir nafninu Laxamýrarbræður eða jafnvel bara „bræður.“ Laxa- mýrarheimili hafði í tíð Sigur- jóns og Snjólaugar Þorvalds- dóttur verið orðlagt fyrir risnu og höfðingskap og því hélt það alla búskapartíð bræðranna. Húsfreyjurnar ------- Arnþrúður Sigurðardóttir frá Ærlækjarseli í Axarfirði, kona Egils, og Þór- dís Þorsteinsdóttir frá Hámund- arstöðum á Árskógarströnd, kona Jóhannesar, voru hvor um sig hinar ágætustu konur og verða húsbændur þessir jafnan minnisstæðir þeim, er kynntust sem merkisberar drenglyndis og höfðingsskapar. Að þessu sinni verður rifjuð upp endurminning úr ferð, sem við fórum 14 Reykdælir til Húsa víkur snemma í janúar 1918. Veður var all gott að morgni þess dags, sem lagt var á stað, en er á daginn leið brast á grimmdar-stórhrið með 30 stiga frosti. Vorum við þá staddir milli Núpa og Laxamýr og náð- um hinum siðarnefnda bæ og var þar vel fagnað að vanda. Næstu tvo daga helzt veður ó- breytt svo óhugsandi var að halda ferðinni áfram. Svo stóð á þar á Laxamýri að tveir vinnumenn þeirra bræðra höfðu farið þennan sama dag fram í Reykjahverfi og urðu þar hríðtepptir hina sömu daga og við sátum á Laxamýri. Tókum við að okkur að vinna verk þeirra. Þá var æðimargt fé á beitarhúsum á Mýrarseli svo- nefndu sem er vestan Laxár, féll það í hlut okkar Jóns bónda Kristjánssonar í Glaumbæ að fara í Selið. Jón var ágætis félagi og afbragðs ferðamaður, ratvís og öruggur í hverri raun. Þetta er einhver grimmasta stór hríð, sem ég hefi komið út í 30— 35 stiga frost og veðurhæðin svo mikil að ókleift mátti heita að ganga á móti. Urðum við nafnar að krækja höndum saman og skríða á fjórum fótum norður yfir hraunkambana sunnan við Mýrasel. — Man ég að Jón kall- aði þá í eyrað á mér og sagði: Heldurðu ekki að stúlkunum þættum við mannborlegir núna, ef þær sæju til okkar! Það var hlýtt og notalegt í stóru stofuhni í suðvestur horn- inu á Laxamýrahúsinu, þó grenj andi norðan stórhríðin með grimmdar frosti lemdi húsið ut- an. Það lét hátt í ofninum, sem tók við niðursöguðum rekaviðár bútum hverjum eftir annan og gerði þeim fljót skil. Við vorum í þann veginn að fara að segja draugasögur þegar dyrnar á Litlu-stofu að austan opnuðust og 'gamall maður kall- aði framfyrir: Hverjir fóru í Sel- ið í dag? Ég vil hafa tal af þeim hérna inni hjá mér. Við Jón í Glaumbæ gengum innfyrir og heilsuðum öldungnum Sigur- jóni fyrrum stórbónda á Laxa- mýri. Oft hafði ég séð Sigurjón og mikið heyrt af honum sagt en kynning okkar var ekki náin, aldurs munur okkar var svo mikill. Ég þekkti feður ykkar beggja, já — já — þekkti þá vel, sagði gamli maðurinn glaðlega um leið og hann tók í hendur okkar og vísaði til sætis við lítið borð, sjálfur var hann að stjái um her- bergið, furðu kvikur á fæti en settist við og við á rúm sitt, sem þar stóð. Mig langaði rétt til þess að heilsa upp á ykkur af því að þið fóruð í „Selið“ í dag, sagði hann, um leið komu tvö staup á borðið Framhald á bls. 8 GLÆNÝR FROSINN FISKUR Hvftfiskur, meðalstærS, slægður..................................pd. 22c Hvítfiskur, stór, slægSur ........................................ — 24c Sólfiskur (Silver Bass) feitur ................................. — I2c Pækur (Jackfish) L. Manitoba .................................... — I2c Pækur, hauslaus, stór ............................................ — I5c Birtingur L. Wpg. venjuleg stær6 ............................... — 7c Birtingur, stór, slægöur ......................................... — 12c Sugfiskur, feitur............................................... — 4c Silungur, stór, slægöur ........................................ — 32c Lax, stór, slægSur ............................................... — 41c LúSa (Halibut) slægS ........................................... — 36c Koli (Soles) slægSur ............................................. — 26c Þorskur (Cod) slægSur ........................................... — 21c Ýsa (Haddock) slægS .............................................. — 24c Black Cod, feitur, slægSur ..................................... — 31c Cod fillets, 10 punda kassi.........................................$3.35 Smoked fillets (Cod) 15 punda kassi ................................ 5.25 Hér er um sérstök kjörkaup aS ræSa, sem allir ættu aS nota sér, og panta sem fyrst glænýjan fisk í soðiS. Allar pantanir afgreiddar tafar- laust. Má borga viS móttöku ef óskast. Arnason’s Fisheries Farmers Mail Order 323 Harcourt St., Winnipeg

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.