Lögberg


Lögberg - 07.02.1952, Qupperneq 6

Lögberg - 07.02.1952, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. FEBRÚAR, 1952 LANGT f Burtu frá HEIMSKU MANNANNA Eftir THOMAS HARDY J. J. BÍLDFELL þýddi „Ég hefi býsna laglega bújörð“, sagði Gabríel með hálfu minna hugrekki heldur en áður en að hann reyndi að taka í hendina á henni. „Já, þú hefir það“. „Það lánaði maður mér peninga til að byrja með, en það verður ekki langt þangað til að ég verð búinn að borga þá til baka, og þó ég sé eins og fólk gerist flest, þá hefir mér miðað dálítið áfram síðan að ég var drengur“. Gabríel lagði áherzlu á orðið „dálítið“ til þess að láta hana skilja að það væri töluvert. Svo hélt hann áfram: „Þegar að við erum gift, þá er ég viss um, að ég get unnið helmingi harðara, en ég gjöri nú“. Hann gekk áfram, rétti út hendina aftur. Bathsheba hafði náð honum við hálfvisinn viðarrunna, sem var hlaðinn rauð- um berjum. Hún sá tiltæki hans og fyrirætlun, sem gat meint að hann ætlaði að taka utan um hana með handleggnum og ef til vill þrýsta henni að sér, svo að hún færði sig með fram runnanum. „Heyrðu Oak bóndi“, sagði hún yfir runn- ann og leit á hann með stórum augum. „Ég hefi aldrei sagt, að ég ætli að giftast þér!“ „Það er þokkaleg saga!“ sagði Oak skelk- aður; „að hlaupa á eftir manni eins og þú gerðir á eftir mér og segja svo, að þú viljir ekkert með mig hafa!“ „Það sem að ég ætlaði að segja þér var aðeins það“, sagði hún áköf, en fann samt ó- ljóst til þess, að hún hafði stígið í hálfgerða gildru — „að ég á engan elskhuga ennþá, og því síður að ég eigi heila tylft af þeim, eins og að hún frænka mín sagði; ég hata að fólk segi að ég sé eign nokkurs manns á þann hátt, þó að ég máske verði það eirihverntíma. Ef að ég hefði viljað fá þig á þann hátt, þá hefði ég ekki hlapið á eftir þér eins og ég gerði; það hefði verið of frekjulegt! En það var enginn skaði skeður, þó að ég gerði það til að leiðrétta ó- sanna umsögn um mig, sem að þér hafði verið sögð“. „Ó, nei — enginn skaði skeður. En menn geta dæmt um hlutina með of mikilli ákefð“, sagði Oak og hætti svo við, eftir að yfirvega kringumstæðurnar — „og svo er ég ekki svo viss um, að það hafi verið svo meinlaust eftir allt“. „Ég skal segja þér, að ég hafði engan tíma til að hugsa um, hvort ég vildi gifta mig áður en að ég fór af stað, ef að ég hefði gjört það, þá hefðir þú verið kominn ofan af hæðinni“. „Reyndu“, sagði Gabríel glaðari í bragði, „að hugsa í eina eða tvær mínútur. Ég skal bíða, ungfrú Everdene. Viltu giftast mér? Já, gerðu það Bathsheba. Ég elska þig miklu meir en almennt gerist!“ „Ég skal reyna að hugsa“, sagði hún dálítið skjálfrödduð; „ef að ég get hugsað utan húss; en hugsanirnar eru svo dreifðar“. „En þú getur getið þér til um það“. „Gefðu mér þá tíma“. Bathsheba horfði al- vöruþrungnum augum langt út í geiminn í átt- ina frá staðnum, sem Gabríel stóð á. „Ég get gjört þig ánægða“, sagði hann og talaði til hnakkans á henni yfir runnann. „Eftir eitt eða tvö ár skalt þú fá píanó — bóndakonur eru nú farnar að fá píanós — og ég skal æfa mig vel á flautuna, og svo skulum við spila saman á kveldin“. „Já, mér mundi líka það“. „Og svo fáum við okkur einn af þessum tíu punda léttivögnum til að aka á í bæinn — falleg blóm og fugla — hana og hænur, ég meina sökum þess, að þau eru svo gagnleg“, hélt Gabríel áfram í hrifningu, einhvers staðar á milli skáldlegra tilþrifa og meistarastíls. „Mér mundi líka það vel“. „Og kálgarð með rimlagirðingu í kring eins og heldri mennirnir og frúr þeirra hafa“. Já“. „Og þegar giftingin væri afstaðin, þá létum við setja tilkynningu um hana í giftingarfréttir blaðanna“. „Mér mundi líka það sérstaklega vel“. „Og börnin í bólum sínum — hvert einasta og eitt þeirra! Og heima við arininn í hvert ein- asta skipti og að þú litir upp, þá væri ég þar — og þegar ég liti upp þá værir þú þar“. „Hægan, hægan, vertu ekki ósiðlegur!“ Svipur hennar varð alvarlegri og hún þagnaði. Hann leit á berin rauðu, sem að á milli þeirra voru, aftur og aftur og þau festust svo í huga hans, að „holly“ runnar voru honum merki um kvonbænir alla hans ævi. Bathsheba sneri sér að honum einbeitt á svip. „Nei, það er þýðingarlaust“, sagði hún. „Ég vil ekki giftast þér“. „Reyndu“. „Ég hefi verið að reyna það allan þennan tíma. Ég hefi verið að hugsa um, að einu leyti gæti það verið nógu gaman að gifta sig. Fólkið mundi tala um mig og hugsa að ég hefði hreppt hnossið, og ég væri upp með mér og allt það. En eiginmaður...........“ „Jæja!“ „Hann mundi alltaf vera þar, eins og að * þú segir. í hvert skipti og að ég liti upp, þá væri hann þar“. „Vissulega væri hann það — ég, það er“. „Það sem að ég meina er, að ég væri ekki frá því, að vera brúður við giftingu, ef að ég gæti verið það án þess að binda mig manni, en þar sem konur geta ekki sýnt sig á þann hátt einar, þá ætla ég ekki að gifta mig, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn“. „Þetta er ákaflega harður dómur“. Við þessa gagnrýni á staðhæfingum hennar óx henni ásmegin og hún færði sig fjær honum. „Að mér heilum og lifandi, þá veit ég ekki hvað stúlka getur sagt heimskulegra en þetta“, sagði Oak. „En mín kæra“, hélt hann áfram í mildari málróm, „vertu nú ekki svona!“ Oak varpaði öndinni þungt og heiðarlega, sem líktist meir hamförum loftsaflanna, heldur en vind- súg trjánna. „Því viltu ekki eiga mig?“ spurði hann í biðjandi bænarróm og færði sig nær henni. „Ég get það ekki“, sagði hún og færði sig fjær. „Hvers vegna ekki?“ hélt hann áfram og stansaði, vonlaus um að geta náð til hennar, horfði hann á hana yfir runnann. „Vegna þess, að mér þykir ekkert vænt um þig“- „Já, en . . . .“ Hún byrgði niðri í sér geispa, svo að lítið bar á honum. „Ég elska þig ekki“, sagði hún. „En ég elska þig — og hvað mig snertir þá geri ég mig ánægðan með að vera geð- þekkur“. Ó, herra Oak, það er stórgöfugt! Það yrði ekki langt þangað til að þú færir að fyrirlíta mig“. „Aldrei!“ sagði Oak með svo mikilli áherzlu, að hún virtist ætla að bera hann í gegnum runn- ann og upp í fangið á stúlkunni. „Eitt er það, sem að ég skal gera í þessu lífi — áreiðanlega eitt — og það er, að elska þig, þrá þig, og halda áfram að þrá samveru með þér, eins lengi og að ég lifi“. Þetta sagði hann hrærður í huga og. nokkuð skjálfraddaður. „Það sýnist óheyrilega rangt, að taka þér ekki, þegar þér er þetta svona mikið áhugamál!“ sagði hún dálítið vandræðaleg og leit í kringum sig eftir tækifæri til að sleppa úr kröggunum, sem að henni fannst hún vera í. „Ég vildi að ég hefði ekki farið að hlaupa á eftir þér!“ En vandræða viðhorf hennar varði ekki lengi, hún varð aftur glaðleg, setti á sig spekingssvip og sagði: ,Herra Oak, ég þarf einhvern til að temja mig, en ég veit, að þú getur aldrei gjört það“. Oak leit niður fyrir sig og hristi höfuðið eins og að hann vildi gefa til kynna að slíkt orðapex væri þýðingarlaust. „Herra Oak“, sagði hún hljómfagurt, skýrt óg skynsamlega; „þú ert betur efnum búinn en ég. Ég á varla einn skilding í eigu' minni — vinn fyrir eða er hjá frænku minni til þess að hafa í mig og á. Ég er betur að mér heldur en þú og mér þykir ekki minnstu vitund vænt um þig. Þannig er nú mín hlið á málinu. Nú er að at- huga þína hlið. Þú ert bóndi, sem ert nýbyrjaður að búa, og ættir eftir öllum skynsamlegum var- úðarreglum, ef að þú giftir þig (sem að þú ættir sannarlega ekki að láta þér til hugar koma sem stendur), að giftast efnaðri konu, sem gæti fært þér bústofn á stærri jörð, en þú hefir nú“. Gabríel leit á hana með nokkurri undrun, en mikilli ánægju. „Það er nú einmitt það, sem ég hefi verið að hugsa um sjálfur!“ sagði hann kænlega. Hin kristilegu karakter-einkenni voru of á- berandi hjá Oak til þess að finna velþóknun hjá Bathshebu: auðmýkt og óþarflega mikill hálf- leiki í ráðvendni. Bathsheba var virkilega orðin óróleg. „Nú, jæja, því ertu þá að ónáða mig?“ spurði hún og það komu rauðir dílar í báðar kinnarnar á henni. • „Ég get ekki gjört það, sem að ég, að væri — að væri . . . .“ „Rétt“. Nei: skynsamlegt“. „Þú hefir nú gjört játningu, hr. Oak“, sagði hún með meiri myndugleika en hún hafði áður sýnt og reigði til höfðinu fyrirlitlega. „Heldur þú, að ég giftist þér eftir að þú hefir gjört hana? Ekki ef ég má ráða“. Hann tók fram í fyrir henni með ákafa: „Þú mátt ekki misskilja mig þannig! Þó að ég hafi verið nógu hreinskilinn að kannast við það, sem komið hefði í huga hvers einasta manns í mínum sporum, blóðið hleypur fram í kinnarn- ar á þér og þú verður afundin og öfug. Það að þú sért ekki nógu góð fyrir mig er vitleysa. Þú talar eins og hefðarfrú — allir í sókninni hafa veitt því eftirtekt, og hann föðurbróðir þinn í Weatherbury er stórbóndi eftir því sem að ég hefi heyrt — mikilu stærri en ég verð nokkurn- tíma. Má ég heimsækja þig á kveldin, eða vilt þú ganga með mér á sunnudögum? Ég krefst þess ekki, að þú ráðir þetta við þig núna strax, ef að þú vilt síður gjöra það“. „Nei — nei — ég get ekki gjört það. Vertu ekki að leggja meira að mér — gjörðu það ekki. Ég elska þig ekki — svo það yrði hlægilegt“, sagði hún og hló“. Engum manni er geðfelt, að láta gera gys að eða hafa í flimtingum tilfinningar sínar. „Jæja“, sagði Oak einbeittur og bar sig eins og sá, sem ákveðinn. er í að helga daga sína og nætur munkalífi. „Þá bið ég þig þess ekki framar“. \ V. KAPÍTULI Frétt, sem seint og síðar meir komst til eyrna Gabríels um að Bathsheba Everdene væri farin úr nágrenninu, hafði engin áhrif á hann, sem máske sýndist einkennilegt þeim mönnum, er létu sér ekki til hugar koma, að eftir því sem að afneitunin er ákveðnari, eftir því er hún meiningarminni. Því hefir máske verið veitt eftirtekt, að það er enginn ákveðinn vegur sem að liggur út frá ástamálunum, eins og inn í þau. Sumir menn líta á giftinguna frá því sjónarmiði, en svo er vitanlegt, að það sjónarmið getur brugðist. Burtför eða skilnaður við Bathshebu, sem að nægt hefði sumum til gleymsku og hugs- unarleysis, var líka öðrum ástæða til enn meiri umhugsunar og aðdáunar — nefnilega þeim, sem að velvildin, þó að hún sé hógvær og yfir- lætislaus, er sterk og varandi hjá. Oak var í tölu hinna jafngeðja á meðal mannanna og fann til þess, að velvildarhugur hans til Bathshebu brann nú enn heitar, þegar að hún var farin, en áður. Kunningsskapur hans við frænku henn- ar fór forgörðum þegar að tilhugalífi hans lauk, og allt sem að Oak frétti um Bathshebu var, að hún virtist hafa farið til staðar, sem hét Weatherbury, meira en tuttugu mílur í burtu, en hvort að hún fór þangað í heimsókn eða alfarin, það gat hann ekki verið viss um. Gabríel átti tvo hunda — George, þann eldri, með dökkt móleitt trýni með gulrauðri rönd í kring, en hvítum og dökkgráum dílum eða skellum um allan skrokkinn, og gráu díl- arnir höfðu upplitast með aldrinum og urðu rauðbrúnir, það var eins og að blái liturinn í gráu dílunum hefði máðst, líkt og bláminn úr samslags lit á myndum Turners. í eðli sínu hafði það upphaflega verið hár, en löng við- koma hans við fjárullina, virtist hafa breytt því smátt og smátt í eins konar ullartegund. Hund- ur þessi hafði upphaflega verið eign illa lynts og illa siðaðs fjárhirðis, og afleiðingarnar af því voru þær, að George þekkti nákvæmlega allar tegundir formæla, sem stóðu í sambandi við öll upphugsanleg blótmæli, betur en nokkur óþokki í nágrenninu. Löng reynsla hafði kennt kvikind- inu út í æsar mismuninn á: „komdu til baka!“ og „Fjandinn þinn, komdu til baka!“ Og hann vissi líka upp á hár, hve lengi hann mátti vera á leiðinni frá ánnum til fjármannsins, eftir því hvort kallið var notað, til þess að verða ekki barinn eða sármeiddur með stafkróknum. Þó að hann væri orðinn gamall, var hann vitur hundur og ábyggilegur. Yngri hundurinn, sonur George, hefir máske verið líkur móður sinni, en það var ekk- ert ættarmót með honum og George. Hann var að læra fjárgæzluna, svo að hann gæti tekið við, þegar sá eldri félli frá, en hafði ekki enn numið meira en einföldustu reglurnar — átti ekki hægt með að greina hvort að hann gerði hlutina vel eða of vel. Svo einlægur, en þó svo undinn og öfugsnúinn, var þessi hundur, (hann bar ekkert sérstakt nafn ennþá, en gegndi undir eins, þegar til hans var talað), ef að hann var sendur á eftir fénu, þá gekk hann svo hreystilega að verki, að hann hefði rekið heila hópinn lands- hornanna á milli með mestu ánægju, ef að hann hefði ekki verið kallaður til baka, eða ef fyrir- mynd George hefði ekki minnt hann á að hætta. Þetta nægir um hundana. Þeim megin á Normanhæðinni, sem fjær var landssetri Oaks, var kalk-pyttur, sem kalk hafði verið tekið úr í mannsaldra og borið á bújarðirnar þar í kring. Tveir limgarðar lágu upp að pyttinum og voru eins og V í lögun, en mættust þó ekki alveg. í opið, sem var á pyttbrúninni var slegið viðarrimlum eða borðum. Kveld eitt þegar að Oak var kominn heim til sín og búinn að ganga frá ánum, kallaði hann á hundana heim, eins og hann var vanur, til þess að láta þá inn yfir nóttina. Það var aðeins annar þeirra sem gegndi — gamli George; hinn kom ekki og fannst hvergi í kring. Gabríel minntist þess þá, að hann hefði skilið báða hund- ana eftir upp á hæðinni við dauðan lambskrokk, sem þar lá (sem hann þó vanalega hélt frá þeim, nema þegar lítið var um annað) og hann hélt að sá yngri væri ekki enn búinn að fá full- nægju sína, svo að hann fór inn í kofa sinn til að sofa, sem hann hafði undanfarið ekki gert nema á sunnudögum. Það var enn nótt, þokukennd muggunótt. Rétt fyrir dögun vaknaði Oak við óvanalega mikinn hljóm, sem að hann kannaðist vel við. Hljómur fjárklukknanna lætur eins í eyrum fjármannanna, eins og klukkugangur í eyrum annara manna, algengur og vanalegur hljómur, sem enga sérstaka eftirtekt vekur nema að hann breytist eitthvað frá því vanalega; annars gefur hann til kynna að allt sé með felldu á fjárból- inu. Þennan morgun heyrði Gabríel, að klukkna hljóðið var óvanalega hvellt og títt. Þessi sér- staki fjárbjölluhljómur getur orsakast á tvenns konar hátt — þegar gefið er fljótt á garða hljómar þessi fjárbjölluhljómur títt með dálitlu millibili, eins og þegar fé brýst inn á nýjan haga, eða þegar féð hleypur í hóp, en þá er fjárklukknahljómurinn reglubundinn. Oak var ekki lengi að átta sig á, að fjárklukknahljómur sá, sem að honum barst nú til eyrna, kom frá fé, sem var á harða hlaupum. Hann stökk fram úr rúminu, dreif sig í föt- in og þaut út í þokumuggu morgunsins og upp hæðina. Ærnar, sem lengst voru komnar á leið, voru hafðar sér, en þær, sem síðbæari voru hafði hann á öðrum stað, og voru tvö hundruð ær í þeim hóp. Sá hópur var horfinn og Gabríel gat ekki fundið þær, hvernig sem að hann leit- aði um hæðina, en hinar, sem voru bornar, eða alveg komnar að burði, sem voru fimmtíu að tölu, voru á sínum stað. Gabríel leitaði og kallaði, en ekkert dugði. Hann gekk fram að brúninni á kalkpyttinum og sá að trépartur girðingarinnar á milli lima- garðanna var brotinn og í hliðinu sá hann förin eftir féð. Hann furðaði sig á þessu, að féð skyldi brjóta girðinguna um þetta leyti árs, en vissi að það var sólgið í umfeðmings-gras, sem óx í skóginum. Hann kallaði aftur svo undir tók í holtum og hæðum, en fékk ekkert svar frá fénu. Hann fór í gegnum skóginn og gekk eftir brúninni á hæðinni. Hæst upp á henni, þar sem limagirðingarnar, sem áður eru nefndar, lágu upp að kalkpyttsbrúninni, sá hann unga hund- inn bera við loft — dökkan, kyrran, eins og Napeleon á St. Helena. Hræðileg hugsun flaug í gegnum huga Oaks, sem nærri dró allan mátt úr honum, en samt hélt hann áfram. Á einum stað sá hann viðargirðinguna brotna, og sá förin eftir féð, eins og sagt hefir verið. Hupdurinn kom til hans, sleikti á honum hendina og var vingjarn- legur eins og að hann vonaðist eftir verðlaun- um fyrir vel unnið verk. Oak leit ofan fyrir þverhnýpta brún pyttsins. Ærnar lágu þar dauð- ar og deyjandi fyrir neðan — hrúga af vtvö hundruð brotnum og limlestum ærskrokkum, sem meinti að minnsta kosti tvö hundruð fleiri í því sama ástandi. Oak var umfram allt mannúðlegur maður, svo áberandi var mannúð hans, að hún bar alla kænskuhneigð hans ofurliði. Það hafði alltaf verið honum sorgarefni að kindurnar urðu að hníga fyrir hnífnum — að það kom alltaf dag- 'ur, sem að fjármaðurinn sveik þessar varnar- lausu skepnur. Fyrsta tilfinning hans nú, var meðlíðunartilfinning út af örlögum þessara gæfu kinda og lambanna þeirra ófæddu. Svo mihntist hann þess, að féð var óvátryggt. Allt það, sem að hann hafði getað dregið saman með miklu erfiði og súrum svita, var eyðilagt á einni svipstundu og vonir hans um að verða sjálfstæður bóndi ornar að engu — máske fyrir lífstíð. Kraftar Gabríels, þolinmæði hans og þrælkun höfðu mætt svo mikilli áreynslu frá því að hann var átján ára og þar til að hann var tuttugu og átta, að hann virtist nú að þrot- um kominn. Hann tók höndunum fyrir andlit sér og beygði sig ofan að rimlagirðingunni. Sinnuleysið er ekki ævarandi, og Oak bóndi hratt sinnuleysinu af sér. Það var eftirtektar- vert og honum eðlilegt, að fyrstu orðin, sem að hann sagði skyldu vera þakkarorð: — „Guði séu þakkir, að ég er ekki giftur: hvað hefði hún getað gjört í fátæktinni, sem nú blasir við mér!“ Oak leit upp og var að hugsa um hvað hann gæti gjört og virti fyrir sér með hálfum huga það, sem við honum blasti. Utarlega í pyttinum var kringlóttur vatnspollur og yfir honum hékk kopar- og gulleitt tunglið, sem átti aðeins fáa daga eftir ólifað. — Morgunstjarnan fylgdi því eftir til hægri handar. Pollurinn glitraði eins og dauðs manns augu, og með dagrenningunni kom gola, sem kom endurskini tunglsins til að titra og teygjast á pollinum án þess þó að brotna, en breytti endurskini stjörnunnar í ljósrák á vatninu. Allt þetta sá Oak og mundi það.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.