Lögberg - 07.02.1952, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. FEBRÚAR, 1952
7
HANN HEFUR GIST 72 LÖND --------
Fékk pardusdýr að rekkjunaut í Eqvador
AÐ ER DRAUMUR margra ungra manna að geta ferðast um
öll heimsins höf og kynnast hinum ólíkustu þjóðum. — Til þess
að sjá þennan draum sinn rætast, gerast flestir farmenn og þess
eru mörg dæmi, að íslenzkir farmenn hafi komið til fjölmargra
fjarlægra landa, sem ólík eru hvert öðru. — Þetta er nú orðið, ekki
sérstaklega í frásögur færandi, á
í haust er leið hitti ég sem
snöggvast Svisslending, sem hér
var á snöggri ferð í verzlunar-
erindum. Island var 72. landið,
sem hann hafði komið til. Starfi
hans hefur verið þannig háttað,
að hann hefur verið svo að segja,
á látlausum ferðalögum. Hann
sagði mér það, að hann hefði
sem ungur maður sett sér það
mark, að hann skyldi, meðan
honum enntist aldur og heilsa,
ferðast eins mikið um jarð-
kringluna og hann gæti.
Þessi m a ð u r heiti August
Kern. Hann er starfsmaður hjá
Standard Brands Limited, sem
framleiðir m. a. hinar þekktu
„Royal“ vörur. Hefur hann starf
að hjá þessu fyrirtæki í 30 ár. —
Með því að komast í vinnu hjá
því, en það rekur umfangsmikla
framleiðslu og verzlun og hefur
umboðsmenn um heim allan,
varð draumur hans um látlaus
ferðalög að veruleika. öll þau
ár, sem hann hefur starfað þar,
hefur hann verið á sífelldum
ferðalögum.
Þar er heitt sem í bökunarofni
„Áður en ég kom hingað til
Reykjavíkar, var ég suður í
Saudi Arabíu, þar sem hitinn
var svo gifurlegur á daginn, að
líkast er sem hendi sé stungið
inn í brauðbökunarofn. Ég kom
við í Beyrouth, sem er nú tví-
mælalaust mesía nýtzku borgin
við austanvert Miðjarðarhaf.
Þar er nokkurskonar miðstöð
peningaviðskipta olíuhringanna.
Er þar dýrtíð mikil og húsnæði
selt við slíku ofsaverði, að þar
kostar 1000 pund húsaleiga fyr-
ir 7 herbergja skrifstofupláss á
ári. Beyrouth er mjög falleg
borg. Loftið er þar mettað af
sandi eyðimerkurinnar. Sand-
stormar þar eru íll þolanlegir,
eins og reyndar annarstaðar, svo
sem í Súdan. — Þegar sand-
storma gerir þar um slóðir,
leggst bókstaflega allt líf í
dvala. Öllum smugum er lokað.
því að allstaðar smýgur hinn
fíngerði eyðimerkursandur inn.
Þar eð ég þóttist þess fullviss,
að Mr. Kern hefði vafalaust rat-
að í ýms ævintýri á ferðum sín-
um, þá spurði ég, hvað honum
væri eftirminnilegast.
þessari miklu ferðaöld.
Pardúsdýr í rúminu!
Ég veit ekki, hvað skal segja.
Fari ég að hugsa nákvæmlega
út í það, er ekki gott að segja,
hvað ofan á yrði,“ sagði Mr.
Kern. „Sennilega er það þó, þeg-
ar ég vaknaði með blóðheitt ran-
dýr upp í rúminu hjá mér.----
Sjálfur myndi ég ekki trúa
slíkri sögu, ef náunginn segði
mér hana. Þeir, sem ég sagði
hana fyrst, vildi ekki trúa henpi.
En ég gat fært sönnur á þessa
heimsókn og undruðust menn þá
stórlega.
Ég var þá á ferð í Suður-Am-
eríkulýðveldinu. Eqvador er
þetta gerðist. — Ég bjó á dýru
gistihúsi á neðstu hæð. Þegar ég
tók á mig náðir um kvöldið lok-
aði ég ekki glugganum. Það er
ekki gert, nema í rigningum, en
þetta kvöld var hið fegursta veð-
ur. — Um miðja nótt vakna ég
við það, að lagzt er þvert ofan á
mig. — Ég var í sömu andránni
komin út á gólf, handviss um að
þetta væri eiturslanga og hárin
risu á höfði mér. Úti var stór-
rigning. — Ég kveikti ljósið. I
hinum hvítu sængurfötum í
rúmi mínu, lá stærðar leopard
og lét fara þar vel um sig. —
Þar eð ég var nú kominn að
hurðinni, taldi ég mig allörugg-
an. Fór að stugga við dýrinu, en
árangurslaust. — Þegar frá leið
jafnaði ég mig. Innan stundar
var ég kominn í sóknarhug og
greip til þess, er hendi var næst
og kastaði því í dýrið. — Það
urraði og fitjaði grimmdarlega
upp á trýnið, er það fékk inni-
skóinn í belginn. Er skothríðin
frá „vígi“ mínu við hurðina
hafði staðið nokkra stund, en
þaðan tókst mér að ná í ýmis-
legt úr töskunni minni, stökl'
dýrið út úr rúminu niður á gólf.
— Þegar ég opnaði hurðina, sá
ég hvar það stökk út um glugg-
ann, sem það hafði komið inn
um. Ég stökk á eftir því og lok-
aði á hæla þes. Hefi ég sjaldan
verið jafn fljótur á æfi minni.
Þegar ég sagði ráðamönnum
gistihússins frá næturheimsókn-
inni, töldu þeir sögu mína svo
ótrúlega að þeir fóru að draga
úr henni og rerigdu hanp. Ég
GREATEST SHOW ON
EARTH
The greatest show on earth just
now is the industrial production of
the Western nations.
Canada has a big role in the show.
And Canada’s primary textile indus-
try, with the largest manufacturing
employment, the largest payroll, and
with factories well diversified
throughout the smaller communities,
is a star player in the Canadian show.
Dominion Textil^has an important
part in all this.
Dominion Textile Company Limited
MANUFACTURERS OF
PRODUCTS
bauð þeim að skoða hið hvíta
lín á rúminu og förin eftir pard-
usdýrið á gólfteppinu. Þeir
settu þá upp undrunaróp og
báðu guð sér til hjálpar. Ég
taldi mig síðar fá ’skýringu á
þessu að nokkru, — Pardusdýr-
ið var ekki hungrað, til allrar
hamingju. — Það hefur senni-
lega bara verið að leita skjóls í
rigningunni."
í Aþenu
Það þekkja menn, sem ferðast
nú á tímum, en höfðu þó enn
meiri kynni af því við lok síð-
ustu heimsstyrjaldar. Dögum
saman varð maður stundum að
bíða eftir fari. — Stjórnarerind-
rekar höfðu t. d. forgangsrétt
fram yfir venjulega farþega með
flugvélunum. — Mr. Kern var
eitt sinn á ferð í Grikklandi og
tafizt dögum saman. — Þá datt
honum það snjallræði í hug, að
flytja allar ferðatöskurnar sínar
út á flugvöllinn, til þess að vera
við öllu búinn, ef einhver skyldi
heltast úr lestinni á síðasta
augnabliki.
Gullið í sokkunum
Dag einn stóð Mr. Kern fyrir
aftan ameríska konu í biðröðinni
hjá tolleftirlitinu. Það var verið
að tollskoða varninginn hjá far-
þegunum, sem áttu að fara með
ákveðinni flugvél síðar um dag-
inn til Rómaborgar. Tollvörður-
inn athugaði ferðatösku konunn-
ar lauslega, lyfti upp úr henni
sokkapari og hefur orð á því við
hana um leið, að þetta séu bara
sokkarnir hennar. Viti menn um
leið féll einhver klumpur úr
sokknum og kom nokkuð þungt
niður. — Klumpurinn var úr
skíru gulli. Hinn gríski tollvörð-
ur tók nú hvert gullstykkið á
fætur öðru úr sokkum konunn-
ar. Alls komu 12 gullhlunkar í
leitirnar, en hver þeirra mun
hafa vegið um eitt kg. Sennilega
1000 punda virði hver þeirra
vestur í Bandaríkjunum. — Ég
fékk sæti þessarar konu í flug-
vélinni. --- Þannig er þetta
stundum, að eins líf er annars
dauði. Ég sæti jafnvel enn í
Aþenu, ef þetta hefði ekki kom-
ið fyrir.“
Skrítnar sögur hafði hann að
segja af hinum furðulegustu
samskiftum við ýmiskonar fólk
í Suður-Evrópulöndum. Þar sem
útlendingum eru stundum allar
bjargir bannaðar, en hið ólíkleg-
asta fólk leysir vandann. Er það
þá í „sambandi“ við hið rétta
fólk, eins og það er orðað. Það
hefur að atvinnu að selja hvers-
konar fyrirgreiðslu fyrirjerða-
langinn og getur þetta gengið
svo langt, að háttsettir embætt-
ismenn starfa 1 slíkum félags-
skap.
Konan ,sem alla hafði
í vasanum
I því sambandi sagði hann
mér þessa stuttu sögu. — Af
sérstökum ástæðum tók hann af
mér loforð um það, að ef ég á
annað borð segði frá samtali
okkar hér í blaðinu, þá mætti ég
ekki segjahvar í S-Evrópu þetta
gerðist. — Hér er qm „öryggis-
mál“ að ræða, sagði hann.
„Mér hafði gengið bölvanlega
við útvegun á nauðsynlegum
skjölum og áritunum, til þess að
komast á brott úr landinu“ sagði
Mr. Kern. „Ég hafði gengið frá
manni til manns á fjöllmörgum
skrifstofum hins opinbera, en
þar virtu þeir mig varla viðtals,
hvað þá heldur að þeir legðu
eyrun við erindi mínu. Það var
komið í hreinasta óefni fyrir
mér. En dag nokkurn var mér
sagt, að gæti ég náð fundi konu
einnar þar í borginni, þá myndi
málið skjótlega leysast. Sá sem
sagði mér þetta, var einn þeirra,
sem hafði „sambönd“ eða vissi
um þau. — Það var séð um, að
ég næði tali af þessari stórlega
áhrifaríku konu, sem þó ekki
var að finna í embættismanna-
stéttinni í einhverri skrifstof-
unni, sem ég hafði leitað til, eins
og búast hefði mátt við. — Nei,
þessi kona var í sérstétt. Ég
komst sjálfur að þeirri niður-
stöðu.
Konan var reiðubúinn til að
hjálpa mér. Hún greiddi götu
mína á þeim stöðum sem ég fyr-
ir stuttu síðan hafði varla verið
virtur svars. Þar voru nú allir
boðnir og búnir að leysa vand-
ann. Að því kom svo að aðeins
v a n t a ð i vegabréfsáritun yfir
manns lögreglunnar í borginni.
Þó komið væri kvöld, er hún
talaði við hann, lét konan þenn-
an háttsetta embættismann
ganga frá plöggum mínum sam-
stundis. — Það undraðist ég hve
allir voru h e n n i auðsveipir.
Hvernig á þessu veldi hennar
stóð fékk ég enga skýringu. Og
hvort sem því hefur verið logið
eða ekki, þá var mér sagt, að
hún hefði verið tvígift, en flýtt
fyrir þeim báðum yfir í eilífðina!
,Mér skildist það á öllum að veg-
na aðstöðu sinnar, næðu lögin
ekki yfir hana.
Ég tek enga ábyrgð á sann-
leiksgildi þessa einstaka atriðis
í sögunni,“ sagði Mr. Kern.
„Hvað um það, fyrir hennar
atbeina var ég nokkrum klukku-
stundum eftir að fundum okkar
bar fyrst saman, kominn upp í
flugvél, sem flutti mig til Lund-
úna, þar sem svona hlutir geta
ekki gerzt, a. m. k. ekki nú á
tímum.
Norðurlandabúar sér í flokki
Það var á Mr. Kern að heyra,
að honum þætti mjög til Norður-
landabúa koma. Sagðist alltaf
verða undrandi, þegar hann
kæmi til þeirra landa. Hin al-
menna og góða menntun hefur
skipað þessum þjóðum í sérstak-
an flokk. „Virðing sú, er menn
bera fyrir eignum hvers annars,
er t. d. mjög einkennandi fyrir
Norðurlandabúana," sagði hann,
— „Þetta kemur oft fram í því,
sem Norðurlandabúar hafa ekki
hugsað út í sjálfir, svo sjálfsagt
og eðilegt telja þeir það. Ég
hefi séð þetta svo oft. Segjum
t. d. Það er kona, sem er pels-
klædd. Hún getur áhyggjulaus
krækt honum upp á snaga á mat-
sölustað og gengið aðRionum þar
aftur, þegar hún hefur borðað.
Slíkt er mjög fátitt í öðrum lönd
um.“
Út frá því ólíka fólki, sem
löndin byggir, fóru umræðurnar
að spinnast um. kynblöndun.
Taldi Mr. Kern kynblöndun Ev-
rópskra þjóða innbyrðis hina
heppilegustu. En þegar hvítir
menn blanda blóði sínu við lit-
aða þjóðaflokka, taldi hann slíkt
mjög varhugavert.
Kynblendingar í S-Ameríku
Hann sagði mér frá kunningja
fólki sínu suður í Bolivíu í S-
Ameríku. — Maðurinn er Ev-
rópumaður, en konan þarlend.
Eins og almennt er um kven-
þjóðina þar, er konan spönsk yf-
irlitum. — Börn þeirra eru, að
því er bezt verður séð, hreinir
Indíánar. Amma hennar var
Bolivíu-Indíáni. Maðurinn er
vel stöndugur og hefur því haft
efni á að veita börnum sínum
betri fræðslu en almennt er. —
En hvað hefur skeð? — Námið
hefur engan árangur borið. Far-
ið hefur verið að börnunum eins
og hinir ágætustu menn telja
rétt, en eigi að síður hefur ekki
tekizt að halda þeim að námi.
Þar syðra eru önnur hjón, sem
hann sagði mér af og hann þekk-
ir persónulega. Faðir konunnar
var Skoti og móðirin Indíáni.—
Maðurinn er Englandingur. Son-
ur þeirra er talinn líkjast mjög
hinum skotzka afa, rauðhærður,
vel í meðallagi hár. — En þessi
piltur, sem nú er innan við tví-
tugt, og haft hefur allt til alls,
hefur nú fengið á sig þrjá fang-
elsisdóma. Hann er sístelandi og
rænandi og árangurslaust hefur
honum verið haldið að námi. —
Þetta taldi Mr. Kern vera orsök
mjög hættulegrar kynblöndun-
ar.
„Það sem hér hefir gerzt, sagði
Mr. Kern, er sálræns eðlis, sem
Kafli úr útvarpserindi
Eftir GYLFA Þ. GISLASON
Þau eru annars mörg, vanda-
málin í sambandi við skólana og
æskulýðinn, ekki aðeins hér,
heldur einnig annars staðar. I
því sambandi detta mér í hug
unglingaóeirðirnar í skemmti-
görðunum í Stokkhólmi. I blöð-
um hér og um öll Norðurlönd
var fyrir skömmu sagt frá mikl-
utn óeirðum ,sem yfirleitt áttu
sér stað á laugardagskvöldum í
tilteknum skemmtigarði í Stokk-
hólmi. (Óaldarlýður efndi þar til
óspekta, sem urðu svo víðtækar,
að lögregla átt fullt í fangi með
að ráða við unglingana. Viðtæk-
ar handtökur og rannsóknir
leiddu í ljós að þarna var ekki
aðeins um að ræða vandræðafólk
úr undirheimum stórborgarinn-
ar, þótt það hafi eflaust haft for-
ustuna. Sænsk lögregluyfiröld
munu hafa orðið sem þrumu
lostin, þegar þau komust að
raun um, hversu mikill hluti
þessa fólks, sem þátt tók í óeirð
unum, voru venjulegir -ungling-
ar, sem gengu til algengrar
vinnu alla vikuna eða sátu á
skólabekk, og vinnuveitendum
eða kennurum hafði ekki komið
til hugar, að yrði að óaldarlýð í
frístpndum sínum. Málið hefur
verið mikið rannsakað og mik-
ið rætt í Svíþjóð' og það því
fremur sem svipað hefur gerzt
í öðrum löndum, svo sem Bret-
landi og Bandaríkjunum. Al-
gengasta skýringin, sem ungling
arnir hafa látið í té á háttalagi
sínu, er sú ,að þeim leiðist, þeim
leiðist heima sjá sér, þeir séu
orðnir leiðir á kvikmyndum og
dans leikjum og venjulegum
skemmtunum. En laugardags-
óeirðirnar, — þær hafi verið
reglulega skemmtilegar, stór-
kostleg tilbreyting, umhugsunar-
og tilhlökkunarefni alla vikuna.
Þetta hefur orðið mönnum
mikið áhyggjuefni annars stað-
ar. Og það ætti einnig að verða
mönnum umhugsunarefni hér.
Sannleikurinn er sá, að hér er
um að ræða eina hlið eins mesta
vandamáls nútímans. Á undan-
förnum mannsöldrum hafa átt
sér stað stórfenglegar framfar-
ir í verklegum efnum. Kjarni
allra verklegra framfara er í
því fólginn, að ekki þarf nema 8
menn til þess að gera það, sem
10 menn þurfti til áður. Allar
verklegar framfarir gera annað
tveggja eða hvort tveggja, að
auka framleiðsluna eða tóm-
stundir. Ef mennirnir tveir, sem
ekki þarf lengur til þess að fram-
leiða það, sem áður var fram-
leitt, vinna eitthvað annað í stað
inn, eykst framleiðslan og kjör-
in batna. En ef þeir fá ekkert að
gera, verða atvinnulausir, hafa
framfarirnar ekki orðið til góðs.
Það er ekki betra að framleiða
jafnmikið og áður með færri
mönnum, ef mennirnir, serii
framfarirnar gerðu óþarfa, vilja
vinna, en fá það ekki. Þetta er
augljóst. Framfarir undanfar-
inna manns aldra hafa fært
mannkyni bæði aukna framleið-
slu og auknar tómstundir. Hinar
á rót sína að rekja til mjög ó-
heppilegrar kynblöndunar. -----
Mér er sjálfum kunnugt um að
hér er ekki um uppeldisatriði að
ræða. Hér hafa syndir feðranna
komið niður á börnunum.
„ísland er 72. landið, sem ég
heimsæki,“ sagði Mr. Kern að
lokum. „Hér ferðaðist ég nokk-
uð um, eftir því sem tími og að-
stæður leyfðu.“ sagði hann.
„Dvölin hér hefur verið mér til
hinnar mestu ánægju.“
Borðar jólagæsina í Sviss
Undanfarin ár hefur hann
verið einn af forstjórum fyrir-
tækisins í Liverpool í Bretlandi.
Til Bandaríkjanna fór hann héð-
an. Dóttir hans, sem er um tví-
tugt, er við tónlistarnám suður
í Sviss. Ætlaði hann að eyða
jólafríinu þar syðra.
Sv. Þ.
— MBL., 23. des.
auknu tómstundir mega ekki
hlaðast allar á vissa menn eða
vissar stéttir. Þá verða þær að
atvinnuleysi eða óhófsiðjuleysi.
Mönnum er ljóst, að hvort
tveggja er skaðlegt. En menn
hafa ekki veitt því næga athygli,
að hinum auknu * tómstundum
fylgja líka vandamál, þótt þær
dreifist á allar stéttir og valdi
hvorki algeru iðjuleysi. Það er
vandi að nota tómstundir, rétt
eins og það er vandi að vinna eða
vera við nám. Það er ekki víst,
að tómstundir séu manni til
góðs. Mönnum getur leiðst svo
mikið í tómstundum sínum, að
menn vilji heldur vinna. Og ef
menn geta ekki unnið, en kunna
ekki að nota tómstundir sínar
sér til menningarauka, geta
menn freistazt til þess að nota
þær á annan hátt og óheppi-
legri, bæði fyrir sig sjálfa og
þjóðfélagið, til þess eins að láta
sér ekki leiðast. Það var þetta,
sem gerðist í unglingaóeirðun-
um í Stokkhólmi.
Ef fullt gagn á að hljótast af
tækniframförum, s e m g e r a
vinnu 10,000 manna óþarfa, verð
ur jafnframt að sjá þeim mönn-
um fyrir nýrri vinnu. Ef fullt
gagn á að hljótast af tæknifram-
förum, sem færa heilli þjóð
auknar tómstundir, verður að
sjá svo um ,að þær tómstundir
séu notaðar vel, en ekki illa. I
þeim efnum er æsku lýðnum
einkum hætta búin. Tómstund-
irnar eru meira félagslegt vanda
mál en menn hafa gert sér ljóst
til skamms tíma, og hafa orðið
æ meira vandamál eftir því
sem þær hafa aukizt meira með
auknum framförum Lífsleiðinn,
einn skæðasti menningarsjúk-
dómur þessarar framfaraaldar, á
oftar rætur sínar að rekja til
tómstundanna en vinnustund-
anna. Kæruleysið, hangsið,
drykkjuskapurinn, lausungin
stafar oftar en menn grunar af
því, að menn eru í vandræðum
með tómstundir sínar.
En hvað á til bragðs að taka?
Eru þá kannski allar tómstund-
ir skaðlegar og ættu menn að
vera að vinna myrkranna á
milli? Auðvitað ekki. Tómstund-
ir eru að sjálfsögðu dýrmætar.
Sérhver aukin tómstund er verð-
mætur fengur — ef hún er vel
notuð. Þá getur hún orðið upp-
spretta gleði og menntunar,
sannrar lífshamingju. En hún
getur líka orðið undirrót lífs-
leiða, lausungar og jafnvel spill-
ingar. Til þess að koma í veg
fyrir, að svo fari, verður einstak-
lingurinn að kunna að nota tóm-
stundirnar vel, og þjóðfélagið
verður að hjálpa honum til þess.
Það er af þessum sökum, sem
það er mönnum svo mikils virði
að hafa eitthvert „hobby“ sem
svo er kallað. Slíkir menn hlakka
til hverar tómstundar og fagna
hverri nýrri tómstund. Ungling
ur þarf auðvitað að öðlast
nokkra þekkingu til að hafa
meðferðis út á braut lífsins, en
sannleikurinn er sá, að hann
þarf engu síður að hafa með-
ferðis þangað einhver „hobby“,
einhver heilbrigð áhugamál,
eitthvert markmið til að keppa
að, svo að honum þurfi aldrei að
leiðast, ekki einu sinni, þegar
hann er einn, hvað þá, þegar
hann er með vinum sínum eða
öðru fólki. Það er ekki síður
mikilvægt að kenna mönnum að
nota tómstundir sínar en að
kenna mönnum að vinna. Þeint
mun fleiri, sem tómstundirnar
verða, í þeim mun ríkari mæli
er lífshamingjan undir þeim
komin. I öllum uppeldis- og
skólamálum verður að hafa
miklu gagngerari hliðsjón af
þessum staðreyndum en gert
hefur verið, ef framfarirnar,
sem færa okkur nýjar tómstund
ir, eiga að efla hamingju okkar,
eins og þær framfarir, sem færa
okkur aukna framleiðslu, bæta
kjör okkar.
—A. B., 14. nóv.