Lögberg - 21.02.1952, Page 3

Lögberg - 21.02.1952, Page 3
Eggert Erlendson 1873 — 1950 Þess var getið í blöðunum ís- lenzku í Winnipeg og í fleiri blöðum, að Eggert Erlendson, sem lengi bjó í Grafton, N. D., hefði andast á sjúkrahúsi í Mil- waukee, Wisc., 13. ágúst 1950. En mig langar nú til að minn- ast hans nokkru nánar, en þá var gjört. Finst mér að hann sjálfur og börn hans eigi það skilið af mér; því að það voru ávalt bönd mikillar vináttu, sem tengdu hugi okkar bræðranna saman. Eggert Erlendson fæddist að Jökli í Eyjafjarðarsýslu 1. júní 1873 og var því rúmlega 77 ára að aldri, þegar hann andaðist. Foreldrar hans voru Jóhann Erlendson, Ólafssonar, bók- bindara frá Kaupangi í Eyja- firði og kona hans, Sigurbjörg Guðlaugsdóttir Eiríkssonar frá Steinkirkju í Fnjóskadal í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Árið 1882 brugðu Jóhann og Sigurbjörg búi og fluttu til Akureyrar. En ári síðar, þegar Eggert var 10 ára og ég 7 ára að aldri, flutt- umst við bræðurnir til Ame- ríku. Á þeirri ferð vorum við í fylgd með Elínu móðursystur okkar og manni henrtar, Vigfúsi Hallssyni, og fjölskyldu þeirra. Tvær aðrar móðursystur okkar, þær Friðbjörg, kona Þorsteins Jónssonar, og Rósa, kona Magn- úsar Jónssonar, voru áður komn- ar til Ameríku fyrir nokkrum árum. Bjó þetta skyldfólk okk- ar þá allt í grend við Hamilton í Pembinasýslu í Norður Dakota. Höfðu þessar móðursystur okk- ar boðið okkur til sín. Og báðir settumst við að hjá þeim Rósu og Magnúsi Jónssyni, þegar við komum vestur, og dvöldum þar fyrst um sinn. En árið 1886 komu foreldrar okkar með fimm börn sín, er heima höfðu verið, til Ameríku. Settist fjölskyldan að á Gardar, N. D. En fjórum ár- um síðar fluttu þau á búgarð, er faðir minn hafði keypt af Arn- grími Jónssyni, þrjár mílur suð- ur af Akra, N. D. En Eggert var áfram hjá fósturforeldrum sín- um, Rósu og Magnúsi, þangað til hann flutti til Edinburg,, N. D. árið 1897. Þar vann hann við verzlun í tvö ár. Þá bauðst honum staða í Park River, N. D., sem aðstoðar póstafgreiðslumað- ur, og um svipað l©yti var hann kosinn bæjarritari þar líka. Hélt hann þessum störfum þar áfram þangað til árið 1907. En þá flutti hann aftur til Edinburg. Og keypti hann þá vikublaðið, Edinburg Tribune, sem Kol- beinn S. Thordarson hafði stofn- að og starfrækt nokkur ár. Þetta blað gaf Eggert út til ársins 1915, en þá var hann útnefndur aðstoðar yfirskoðunarmaður skjala (Deputy County Auditor) í Walsh County. Og seldi hann þá blaðið og flutti til Grafton, N. D. í þessari stöðu starfaði hann 7 ár. En þá var hann útnefndur innköllunarmaður skatta (Collector of Internal Revenue) í Walsh, Pembina og Cavalier sýslum. Sú staða út- heimti mikil ferðalög, og einnig varð hann oft að vera að heim- an bæði nætur og daga. Var hann þá líka farinn að kenna lasleil^a, er smátt og smátt á- gerðist. Lagði hann því niður þessi störf eftir þrjú ár. Var hann þá útnefndur af borgar- stjóranum í Grafton virðinga- maður (City Assessor) og á sama tíma kjörinn friðdómari þar. Þessum störfum hélt hann til ársins 1940. En þá var heilsa hans svo biluð, að hann varð að leggja niður öll störf. Árið 1915 giftist Eggert, Mar- gréti Gillis. Var hún dóttir Jó- hannesar Gíslasonar frá Máfa- stöðum í Vatnsdal og konu hans, Valgerðar Stefánsdóttur Bjarna- sonar frá Stað á Reykjanesi. Þau Margrét og Eggert eign- uðust 6 börn: Joyce, Mrs. H. P. Peoples, í Park River, N. D.; Elizabeth, Mrs. Verne Rotherud, Eggert Erlendson Milwaukee, Wisc.; Lois, Mrs. Cronston, New York, N. Y.; Donna, Mrs. Gördon Stark, Grafton, N. D.; Marvin, kvænt- ur, útskrifaður frá Benjamin Franklin háskólanum í Wásh- ington, D. C., gegnir ábyrgðar- stöðu við hermáladeildina í Washington, D. C.; Bertel, kvænt ur og útskrifaður af Layson listaskólanum í Milwaukee, Wisc. Eiginkonu sína misti Eggert árið 1933. Var sá atburður heim- ilinu þungt reiðarslag, og olli djúpri sorg bæði á heimilinu og víðar. Hafði hún reynst manni sínum góð og göfug kona, og börnum sínum ástrík og um- hyggjusöm móðir. Joyce, elzta dóttir þeirra hjóna var þá 17 ára að aldri. En með hjálp föður síns og aðstoð systkina sinna, stjórnaði hún heimilinu með fá- gætum myndarskap. Var það eftirtektarvert hvað börn þeirra Eggerts og Margrétar voru hátt- prúð og siðprúð, þar sem sjáan- lega hafði þó verið um örðug- leika að ræða við uppeldi þeirra. Og ber það ljósan vott þess, meðal annars, hversu foreldrin höfðu af fremsta megni vandað uppeldi þeirra. Árið 1946 varð það óhjá- kvæmilegt að uppleysa heimilið þeirra í Grafton. Flutti Eggert þá til Joyce dóttur sinnar, sem þá var gift, og var hann þar á annað ár. En þá flutti hann til Elizabeth dóttur sinnar og manns hennar, sem þá voru bú- sett í Milwaukee, Wisc. Skömmu eftir að hann kom þangað varð hann með öllu rúmfastur. Naut hann þá allrar alúðar og um- hyggju, sem dóttir hans gat veitt honum. En 13. júlí 1950 var hann lagður inrr í sjúkrahús þar í borginni; og þar dó hann mán- uði síðar, 13. ágúst 1950. Banamein Eggerts var „Park- insons disease“. Útför hans fór fram frá Zwaska útfararstof- unni þar í borg, og var henni stjórnað af Rev. V. C. French, sem þjónar við Sherman Park lútersku kirkjuna. — Samkvæmt hans eigin ósk var lík hans brent. Eggert sál. var sérstaklega fríður sýnum. Hann var vel vax- inn og tígulegur á velli. Hann var sviphreinn og góðmannleg- ur. Hann hafði næman smekk fyrir allri fegurð og hreinlæti. Kom það glöggt í ljós í klæða- burði hans, og allri umgengni hans, bæði á heimilinu, i skrif- stofunni og annars staðar. Þrátt fyrir það þó æðri skóla- mentun, er Eggert hlaut, væri mjög takmörkuð, var hann fram- arlega í röð sjálf-mentaðra manna. Hann las mjög mikið og mundi sérlega vel það sem hann las. Hann var vel að sér í flest- um þeim málum, sem urðu að umtalsefni manna á milli. Snemma á árum byrjaði Eggert að safna að sér bókum,. og átti að lokum eitt allra bezta bókasafn, er var í eigu nokkurs einstaklings í Walsh-sýslu. Virt- ist hugur hans hneigjast hvað mest að sagnritum og ævisögum merkra manna og kvenna. En hann hafði líka ákaflega miklar mætur á Ijóðum, og kunni mjög mikið af ljóðum utan bókar. Haustið áður en hann dó, sagði hann mér að hann hefði kunnað LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. FEBRÚAR, 1952 Göfug orð og Jón Sigurðsson Orð mannlegs máls geta verið göfug og ógöfug, eins og menn- irnir, sem smíða þau. Orðhagasti maður, sem uppi hefir verið í heiminum, W i 11 i a m Shake- speare, segir um göfug orð: „Jewels that, on the stretched forefinger of all Time Sparkle forever“. „Gimsteinar, sem á uppréttum vísifingri tímans glitra, sí og æ“. Orðaforði Shakespeares var langtum meiri en orðaforði nokkurs annars höfundar, á ensku máli. Hann hefir skapað fjölda af göfugum orðum, og auðgað ensku svo mjög, að hún er allt annað mál eftir hans daga. íslenzkan er auðug af göfug- um orðum. í Landnámu og sög- unum eru ætíbornir menn kall- aðir göfugir menn. Þessir menn sköpuðu slík orð, í víking og í mannraunum á sjó og landi. Elztu göfug orð eru í Eddukvið- unum. í Islendingasögum lykur hin óhlutdræga frásögn höfund- arins um atburðina eins og hanzki um hönd. Aðeins á stöku stað brjótast göfug orð, þrungin þrótti? fram úr hugarfylgsnum hans. Sagan er eins og straum- þungt fljót, sem rennur tignar- lega til sjávar. AUt í einu steyp- ist það fram af hamri og fellur í fossi ofan í sjóðandi og vellandi hringiðu. Göfug orð bregða stundum birtu um allt eins og elding. Guðrún ósvífsdóttir segir í Laxdælu: Þeim var ek ve(r)st, er ek unna mest. Islendingar hafa borið þá verst fram r-laust eins og mest. „Mínar eru sorgirnar þungar sem blý“, kvað Þórðr Andrés- son við raust og hrakti hestinn undir sér. Gissur jarð hafði af- ráðið að taka hann af lífi, því hann var sá maður af Odda- verjaætt, er Gissur taldi sér hættulegastan (Sturlunga). í íslendingasögum leyna menn því, sem þeim býr í brjósti. Þegar það loksins' brýzt út, er það orðið magnað og máttugt. Höfundurinn stíflar og skorðar ímyndunarafl sitt. Þegar hann, einstöku sinnum, leyfir því að brjóta stíflurnar — það er há- tindur listarinnar að segja sögu. Egill segir hógværlega um Sonatorrek: „era nú hógdrægt úr hugarfylgsnum“. Hann legst fyrir í lokrekkju, á banabeð, að hyggju sinni. Þor- gerður, dóttir hans, bjargar honum, biður hann yrkja um sonamissinn. Nú á dögum mundi íslendingur ekki fara svo hóg- yfir 250 kvæði og sálma utan bókar Hann hafði sérstakt dá- læti á íslenzku sálmabókinni, sem hann taldi að geymdi eitt hið fegursta úiwal velortra sálma, er til væri. Eggert sál. var laus við hleypi- dóma, og hafði heilbrigða skoð- un á þeim málum, sem voru al- menningi til hags og heilla. í aðalatriðum fylgdi hann „Republican“-flokknum í stjórn- málum. Þau ár, sem hann gaf út blaðið Edinburg Tribune, skrif- aði. hann sjálfur talsvert af les- máli blaðsins. Voru greinar hans þar iðulega teknar upp í öðrum blöðum. Enginn getur betur reist sér minnisvarða, en með sínum eig in afkvæmum. Börn þeirra Margrétar og Eggerts eru ein- mitt að sýna það með siðprúðu líferni sínu og góðri framkomu í hvívetna, að í þeim höfðu þau hjón reist sér fagran minnis varða. J. J. Erlendson værum orðum um kvæði, sem varð honum lífgjöf og er ort á takmörkum lífs og dauða. Kynslóðin á miðri 20. öld hefir fengið mörg göfug orð í vöggugjöf. Hvert þeirra felur í sér raunverulega h u g s j ó n. Drenglyndi var í fornöld því meira, sem maðurinn var sterk- ari. Nú vega menn ekki með vopn- um á íslandi. Þeir vega með orð- um og með prentsvertu. Ræðu- menn hlaða niður göfugum orð- um í ræðu. Dynjandi lófaklapp. Svo drekka þeir skál hver ann- ars, og þykjast hafa unnið af- reksverk. Meðan þeir hafa í eitt- hvað í kollinum, sjá þeir glætu af hugsjónum í göfugu orðun- um, en hún hverfur strax og þeir eru orðnir ófullir. Þannig rýra þeir gildi gögugra orða. Orðaglamur þeirra gleym- ist. Ef staglast er oft á slíkum orðum, verða þau smám saman lítils virði. Hannesi Hafstein datt þetta í hug, er hann orti: Slrikum yfir stóru orðin. Síra Matthías segir um al- þingismenrt: # Þinginu sín þjáning nægir, þar eru reyndar garpar frægir, Ljótur, Gauti, Grímur, ægir glymja líkt og brim við sker — blása norðanbyljirner. Þá má ekki vera að stönglast og staglast svo oft á göfugum orðum, að þau slitni og sljóvgist og missi mátt sinn. Þau mega ekki verða orðagjálfur, sem eng- inn tekur mark á. Ég var við hina mikilfenglegu jarðarför Jóns Sigurðssonar í Reykjavík. Mest af öllu dáðumst við latínuskólapiltar að áletrun eftir Benedikt Gröndal, skáldið: Ástmögur íslands, sómi þess, sverð og skjöldur. Hún er horfin af leiði hans fyrir löngu. Ef hún er til mun hún vera geymd í herbergi hans í Alþingishúsinu. Ég vil leggja til að þessi sanna og fagra áletrun verði sett aftur leiði hans, replica, eftirmynd af henni, svo hún geti hrifið unglinga hverrar kynslóðar á ó- bornum öldum eins og hún hreif mína kynslóð. Jón Sigurðsson stækkar með hverri kynslóð. Hann er eins og fjall, sem maður sér ekki nálægt, hvað hátt það er. Snæfellsjökull er langtum mikilfenglegri séður J:rá Arnarhóli í Reykjavík en á sjálfu Snæfellsnesi. Hann steypti göfug orð í um- gjörð, sem átti við þau. Hann rakti til rótar og út í æsar allt, sem hann athugaði. Þau vopn, sem hann smíðaði í sjálfstæðis- baráttu okkar, hafa reynzt tryggari og bíta betur en öll önnur vopn. Samninganefndin sem gerði upp við Dani 1918, tók ekki á vopnum hans eins og átti að gera og heimtaði minna en hann mundi hafa gert í skulda- skiptunum við Dani. Ég vona, að einhver íslendingur reisi honum minnisvarða í ævisögu, sem sýn- ir hann eins glæsilegan og hann var í lifanda lífi — fyrir 200 ára afmæli hans. ísland á enn eftir að sýna ástmegi sínum þann sóma, sem hin einstæða sókn — sverð og vörn — skjöldur — hans verðskuldar. Leita má vandlega í veraldarsögunni. Jafnoki hans er ekki til hjá nokkurri þjóð. Jón Slefánsson —VISIR, 7. jan. Business and Professional Cards DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offlce Houra 2.30 - 6 p.m. Phones Office 26 —Res. 230 V ilborgar kelda heita mýrardrög allmikil Mosfellsheiði, skamt austan við þar sem mætast gamli og nýi vegurinn. Var þar fyrrum sjálf- sagður áningarstaður þegar menn fóru ríðandi yfir Mosfells- heiði. Sagt er að keldan beri nafn af konu nokkurri, sem fórst þar voveiflega, og þótti síðan vera þar á sveimi er skyggja tók og gera ferðamönnum glett- ingar. PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE »—«52 HOME ST. Vi&talstími 3—5 eftir hádegi J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ct. vega peningalán og eldsábyrgC, bifrei^aábyrgö o. s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK. RELIABLE SERVICE Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 29Í CANADiAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Dlstributors of Fresh and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 HAGBORG FUEL/^i >51 J-- ! PHOME 21551 Offlce Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appolntment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Bherörook Street Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá bezU. Stofnaö 1894 STími 27 324 Phone 23 998 70« Notre Dame Ave. Opposite Matemity Pavillion, General Hospital. Nell’s Flower Shop Weddlng Bouquets. Cut Flowers, Funeral Deslgns, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 27 482 Offlce 933 587 Rea. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICTTORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viC/heldur hita frá aö rjúka út meö reyknum.—SkrifiÖ, slmið til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipcg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 34 431 DR. H. W. TWEED Tannlœknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BlftLDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 926 952 WTNNTPEG S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Inaulated Slding — Repalrs Country Orders Attended To 832 Slmcoe St. Wlnnipeg, Man. GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný útfararstofa með þeim full- komnasta útbúnaði, sem völ er á, annast virtSulega um útfarir, selur likkistur, minnlsvarða og legsteina. Alan Couch, Funeral Director Phone—Business 32 Residence 59 DR. A. V. JOHNSON Dentiat 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 DR. ROBERT BLACK Sérfrœöingur i augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Heimasími 403 794 ÍEDDSiral JEWELLERS 447 Portage Ave. Branch Store at 123 TENTH ST. BRAND0N Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE Limited British Qualitg Fish Nettino 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. TIlOItVA T.DSON Your patronage wlli be appredated Minnist afmælisdags BETELf 1. Marz Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan. Wlnnipeg PHONE 928 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON * CO. Chartered Acconntanta 505 Confederatlon Llfe Bldg. WTNNIPEG MANITOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicilors Ben C. Parker. K.C. B. Stuart Parker. A. F. Kristjanuon 508 Canadian Bank of Commerce Chambera Winnlpeg, Man. Phono 8S3 981 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Sími 925 227 Rovatzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Our Specialttes: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mlss 1. Chrlstle, Proprietreaa Formerly with Robinson & Co. t

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.