Lögberg - 21.02.1952, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. FEBRÚAR, 1952
7
Fallegur ævintýra-sjónleikur
Eftir PRÓFESSOR RICHARD BECK
Helgi Valtýsson: Jónsmessunótt
Ævintýrasjónleikur í tveimur þáttum.
Bókaútgáfan Norðri, Akureyri, 1951.
36th Annual Report of the Jon
Sigurdson Chapter, I.O.D.E.
í seinni þætti þessa fallega
leiks lætur höfundurinn æsku-
manninn Aðalstein segja:
„Að vera ungur, ó Guð minn
góður,
og geta verið það lengi, lengi!
Og eiga sólskin í hug og hjarta
með þreimþýtt bergmál á
þúsund strengi
af lífsins ónumdu undra-lögum,
sem óma-samhreimi geyminn
fylla. —
Þau seiða hugann, — þau töfra
og trylla.
Þau titra í blóði og hjarta-
slögum!
Þá hljóma fagnqndi hundrað
tungur:
Ó, hvílík sæla að vera ungur!“
Helgi Valtýsson sendir þetta
æskuglaða og vorhlýja leikrit
sitt frá sér, þegar hann er nærri
hálf-áttræður (hann verður það,
endist honum líf og heilsa, í
október næstkomandi), og ber
ritið því órækastan vottinn, að
hann hefir þegar fengið bæn-
heyrzlu þeirrar heitu óskar
sinnar, að mega halda áfram að
vera ungur í anda, „eiga sólskin
í hug og hjarta“, óskertan næm-
leikann til að heyra lífsins
„ónumdu undra-lög“, er „óma-
samhreimi geyminn fylla“. Því
að sá einn, sem þannig er skapi
farinn, getur túlkað eins vel og
hér er gert hið skáldlega við-
fangsefni, er höfundurinn hefir
færst í fang, en þannig lýsir
hann því í inngangsorðum sín-
um:
„Aðalefni þessa litla ævintýra-
leiks er auðvitað fyrst og fremst
að lýsa undramætti og töfrum
Jónsmessunæturinnar í íslenzkri
þjóðtrú, og jafnframt geðhrifum
þeim, sem hásumardýrð hinnar
„nóttlausu veraldar“ hlýtur að
vekja í hverri hrifnæmri sál og
velvakandi“.
Sanngjarnt er að dæma rit-
verk hvert í ljósi tilgangs þess,
og skal sá mælikvarði lagður á
sjónleik þennan; ber þá jafn-
framt að hafa það á minni, að
hann gerist í heimi ævintýranna,
þar sem eigi ráða sömu lögmál
og í þeirri veröld, er vér köllum
venjulega heim raunveruleik-
ans, þó að vitanlega séu skiptar
skoðanir um merkingu þess
hugtaks.
Leikurinn, sem er að eigi litlu
leyti í óbundnu máli, hefst með
fögrum forleik í ljóðum, og eru
þetta upphafserindin:
„í nótt eru heiðblá hvolfsins þil,
og himininn brosir jarðar til.
Og blessun Guðs drýpur sem
daggarflóð
á dreymna, lífþyrsta gróðrar-
slóð:
Og frjómoldin ilmar, og grasið
grær,
og gróska foldar við náttsól
hlær,
og friður Guðs ríkir fjær og nær.
Nú falla í arma saman
himinn og jörð — taka höndum
saman.
í nótt opnar Guð sín himinhlið
og heiminum sendir þráðan frið.
Hann hrynur sem glitrandi
geislabál
í gullnum dropum á þyrsta
sál. —
Svo verði hver dagur oss
dýrðlegt svið
með Drottins blessun og vinnu-
klið,
og fegurð og list vort mark og
mið
í mannlífi starfsglaðra handa! —
í almætti anda og handa!“
Fæ ég eigi betur séð, en að
hér sé fimlega slegið á streng-
ina með það fyrir augum að
vekja hjá lesendum, og þá sér-
staklega hjá væntanlegum á-
horfendum leiksins á leiksviði,
þá hugarafstöðu, er gerir þá
móttækilegasta fyrir áhrifum
Jónsmessunæturinnar í allri
sinni dýrð.
Leikritið er, sem þegar getur,
í tveim þáttum, og gerist fyrri
þátturinn á „Krossgötum lífs-
ins“; fer höfundur þessum
orðum um hann í formála sín-
um:
„í stað þess er erlendir ævin-
týraleikir beita „bófum“ og
„ræningjum“ til leikrænna á-
hrifa, er hér í fyrra þætti sýnd
ranghverfa ævintýrsins í per-
sónugervingum hversdagsleik-
ans. Er þeim brugðið upp í smá-
leiftrum á broslegan hátt, svo
að hvergi gætir „prédikunar“
um of. — Þulurinn gamli er al-
vara lífsins og lífsreynslan sjálf
í heilbrigðu jafnvægi, sáttur við
Guð og menn að lokum langrar
ævi“.
Auk Þularins koma fram á
sjónarsviðið í fyrra þætti þessir
persónugervingar ólíkra mann-
tegunda: Flækingur, Gull-leitar-
maður, Ung glæsimey, Kald-
rifjaður náungi, og Þreytt móð-
ir með veikt barn. Hitta lýsing-
arnar á þessum persónugerving-
um löngum vel í mark, og eru
þeir sýnilega gripnir beint út
úr samtímalífinu umhverfis
höfundinn; andspænis græðgi og
heimtufrekju Gull-leitarmanns-
ins, yfirborðsmennsku Glæsi-
meyjarinnar, eigingirni og
nautnasýki Kaldrifjaðs, verður
fórnfýsi Móðurinnar ennþá á-
hrifameiri, enda sér hún rætast
draum síns fátæka hjarta, með
undraverðri lækningu barns
síns. Eins og sæmir jafn lífs-
reyndum spekingi og Þulurinn
er, lætur höfundurinn hann
segja margt spaklega, svo sem
í þessum orðræðum við Gull-
leitarmannirm:
„Þulurinn (alvarlegur):
Tilgangur lífs vors er þjón-
usta. Frelsi til að rækja skyldur
vorar og þjóna lífinu. Þá fyrst
eignumst vér lífið og njótum
ávaxta þess. — Þetta skilja ekki
kröfugöngumenn lífsins. — Þess
vegna koma þeir ætíð síðastir að
marki, — þar sem sönn ham-
ingja bíður vor.
Gull-leiiarmaðurinn (borgin-
mannlegur):
Hamingju lífsins skömmtum
við okkur sjálfir, tökum hana,
hvar sem hún fyrirfinnst! Og
það er nú ekki langt á milli á-
fanganna á þeirri leið, nú á
dögum!
Þulurinn (með alvöruþunga):
Þér skjátlast, ungi maður. .—
Hamingja lífsins liggur ekki á
glámbekk né í búðargluggum.
Og eigi heldur í veizluhöndum
og gildaskálum. — Hana er að-
eins að finna í anna-unun hins
daglega lífs — og friði góðrar
samvizku við Guð sinn“.
Seinni þætti leiksins lýsir höf-
undur á þessa leið í formálan-
um: „Síðari þáttur er ævintýrið
sjálft: íslenzk sumarsæla og un-
aður á mörkum tveggja heima.
Álfameyjarnar éru persónu-
gervingar náilúrufegurðarinnar,
skrautlegur hluti hinnar lifandi
náttúru og rödd hennar áS,helgri
stund\“
Gerist þessi síðari þáttur í
Álfalundi, og auk Álfameyjanna,
er meðal annars syngja skemmti
lega Blómaþulu um leið
og þær stíga léttan dans sinn,
koma hér fram á sviðið Una álf-
kona, og af mennskum mönnum
Móðirin og litla stúlkan hennar,
Þulurinn og Aðalsteinn og Dísa,
sem eru aðalpersónurnar og sjá
ástardraum sinn rætast, en það
eru leikslokin.
í þessum hluta leiksins njóta
hugarflug skáldsins og ljóðræn
skáldgáfa hans sín ágætlega;
fagur og léttstígur er t. d. þessi
söngur, er Álfameyjarnar syngja
við sólnætur-dansinn:
„Nú stígum við sviflétt og
hvíslum svo hljótt,
senn hnígur hin sólroðna Jóns-
messunótt. —
Á silfurstreng huldumey leikur
í lundi. —
Allt lífið er draumþrungið
dásemdarspil,
hve dýrðlegt og alsælt að vera
nú til!
í nótt kvaka álftir á sólbláu
sundi.
Og álfabörn dansa í laufgrænum
lund,
þau leika og hlægja um sól-
næturstund
við ilmbjarka-unað og álfheima-
gaman. —
En uppheima-börn dreymir ástir
og vor, —
Þá eru ekki talin hin þráhröðu
spor,
er senn tengja hjörtun og
hendurnar saman!“
1 heild sinni hefir höfundi, að
mínum dómi, tekist mjög vel í
þessum ævintýraleik sínum að
lýsa mætti og töfrum Jóns-
messunæturinnar, eins og hún
hefir lifað í íslenzkri þjóðtrú,
og þá eigi síður þeim ógleyman-
legu hughrifum, sem hin ís-
lenzka „nóttlausa voraldar ver-
öld“ vekur í tilfinninganæmum
brjóstum. En þá fyrst nýtur
slíkur ævintýraleikur sín til
fulls, þegar hann er sýndur á
leiksviði, með skrautsýningum,
söng og dansi, enda gefur höf-
undurinn margar bendingar um
leiksviðssettningu hans.
Ágætlega er vandað til ytri
búnings leikritsins af hálfu út-
gáfunnar, enda hefði það verið
illa farið ,ef svo fallegt rit að
efni hefði verið tötrum klætt.
„Big Ben" átti 100
ára afmæli nýlega
Sigurverk klukkunnar var 7 ár
í smíðum
London (UP). — Þekktasti
„borgari“ Lundúnaborgar
átti fyrir nokkru 100 ára
afmæli, sem jafnframt var
93 ára starfsafmæli.
Þetta var „Big Ben“ — klukk-
an í þjnghústurninum, en seint
á árinu 1851 var samþykkt á
fundi í þingi Breta ályktun um,
að turnklukkan skyldi „taka
öllum öðrum fram um ná-
kvæmni, stærð og mikilvægi".
Áætlanir voru gerðar og þær
lagðar fyrir fjölda þekktra úr-
smiða, og loks féllst konungleg-
ur hirðúrsmiður Vulliamy á að
taka að sér starfið, en í samn-
ingnum var m. a. tekið fram,
að verkið ætti að vega fimm
lestir, það ætti að ganga í átta
sólarhringa, án þess að það væri
dregið upp, og það mætti ekki
seinka eða flýta sér um meira en
tvær sekúndur á sólarhring.
Vulliamy tók til starfa, en
hann var sjö ár að ljúka verk-
inu, og það var ekki fyrr en um
mitt sumar 1858, sem óhemju-
manngrúi safnaðist saman við
þinghúsbygginguna, til að sjá og
heyra, er klukkan slægi í fyrsta
sinn — tólf á hádegi. Menn sáu
vísana þokast undurhægt áfram,
standa á tólf, fara fram hjá, en
ekkert gerðist. Klukkan sló
ekki. Við nánari athugun kom í
ljós, að hamrarnir voru of þung-
ir. Skipt var á þeim, en enn
liðu vikur og mánuðir, áður en
„Big Ben“ gerði skyldu sína í
einu og öllu. Síðan hafa milljón-
ir manna hagað lífi sínu eftir
„Big Ben“ að einhverju leyti.
Síðan 1923 hefir BBC látið
„rödd“ Big Ben heyrast um víða
veröld, og af því leiðir, að hún
er orðin tímamerki .hundraða
milljóna útvarpshlustenda í öll-
um heimsálfum, enda þótt vísar
tímamæla þar, sýni ekki sömu
stundir.
Madam Regent, members and
guests:
It is with a sense of apology
that I rise to present this 36th
annual report. I feel that I have
been in office too long, longer
than any other member 'of the
chapter, with the exception of
Mrs. Skaptason, who gave the
chapter so many years of excel-
lent service as regent.
But our chapter is small in
numbers and there are many
offices to be filled. We, all of us,
feel that we must carry on to the
best of our ability so that the Jon
Sigurdson chapter may hold its
place as one of the splendid units
of the I.O.D.E., as a worthy cóm-
munity organization, and as an
example of true co-operation
and unselfish service.
The Icelandic Chair
A year ago the chapter had
fulfilled its pledge of raising a
thousand dollars for the endow-
ment fund. The pageant, “The
Symbol of Iceland”, on whose
showing the chapter realized
over $600.00, was filmed, and
duplicate copies made of the
films and recording, for deposit-
ing in the University of Mani-
toba archives as had been re-
quested.
We had the pleasure of par-
ticipating in the festivities and
reception March 30th, when Dr.
Gillson announced the establish-
ment of the chair, and also at the
receptions given to welcome the
new professor of the Department
of Icelandic, Finnbogi Gud-
mundsson.
Financial Report
Mrs. H. G. Henrickson re-
ported that the balance on hand
January 15, 1952, is $169.24, total
receipts for the year being
$39 1.79, and disbursements
$366.79. Of this, $240.94 were
contributions to various I.O.D.E.
propects. Fifty-six dollars was
expended on scholarships and
aid to a music student.
Standard Bearer
Mrs. W. S. Jonasson reported
that the standard had been car-
ried at all important I.O.D.E.
functions and at all meetings of
the chapter. At Founder’s Day
service at Young United church,
February llth, there were 21
standards on parade, and 24
standards at Remembrance Day
service, November 11, at Augus-
tine Church. At the annual con-
vention in April, at the Royal
Alexandra Hotel a full comple-
ment of municipal standards was
displayed, and at the semi-
annual convention at Souris, the
standard was carried by the
secretary, who was the chapter’s
delegate.
Empire and World Ajfairs
Five informative talks have
been given at meetings, reported
Mrs. E. W. Perry, with general
discussions following the talks.
These included: “The Life of
Winston Churchill”, and “ATrip
from Windsor to London”, by
Mrs. K. Freeman, an English
war bride married to an Ice-
landic service man; and two
talks by Mrs. Perry: “Through
Knowledge to Understanding”,
and “The Spirit of Britain”.
Under the convenership of Mrs.
Henrickson, t w o educational
films were shown. At the Nov.
meeting, the secretary gave a
full report on the Souris conven-
tion, which was the largest semi-
annual ever held, with the na-
tional president, Mrs. John H.
Chipman, present as speaker,
and partaking in all discussions.
Educational
Mrs. J. B. Skaptason, secre-
tary, reported that I. O. D. E.
scholarships had been supported
and fifty dollars contributed to
a promising music student. A
flag and flag-staff were pre-
sented to Sunrise Lutheran
Camp, when several members
motored down for the ceremony,
with Mrs. B. S. Benson, regent,
making the presentation, which
was accepted by Mrs. H. A.
Gray, president, Luth. Women’s
League. Mrs. Skaptason reported
two Icelandic War memorial
books sold, and 25 I.O.D.E. calen-
dars bought and distributed.
General Services
Mrs. Bertha Nicholson has
visited regularly, patients at the
Princess Elizabeth hospital and
St. V i t a 1 Sanatorium, with
special treats, and individually
wrapped gifts at Christmas time.
She has sent flowers, cards and
cheery messages to the sick and
bereaved. Floral tributes in
memory of the fallen were
placed in both churches Nov. 11,
and all m e m b e r s attended
special services. Mrs. Nicholson
has the knack of stretching the
chapter’s allowance for hospital
visiting by making and baking
all kinds of goodies herself,
which she includes in her dainty
parcels for the patients.
Mrs. J. S. Gillies and Miss
Vala Jonasson again looked after
dispensing Christmas and Easter
cheer to some 12-14 persons,
many of whom are old age pen-
sioners, and all of them lonely
and in need of personal contact
and a cheery word. Our chapter
also shared in the I.O.D.E. gift
to the Academy Road Veterans’
Home.
Miss Vala Jonasson, who took
over welfare convenership when
Mrs. Baldwinson moved to Van-
couver, reported sending a large
box of excellent children’s and
adults’ clothing to an ex-service
man,’s family, and also financial
aid. The clothing was donated
by Mrs. B. Thorpe.
Mrs. Sivertson reported six-
teen articles knitted for unor-
ganized territories. Mrs. J. Han-
nesson and her helpers knitted
and sewed 41 articles for Post
War work, including two large
afghans, knitted by Mrs. J.
Nordal.
The unselfish work of all these
members in the welfare field has
earned for the chapter the warm
and lasting friendship of many
persons.
Miscellaneous
Several members attended the
annual convention in April, at
which your secretary was re-
elected to the Provincial execu-
tive, and she has also served
during the past year on the all-
important project committee. I
would urge all members to make
themselves f u 11 y acquainted
with the projects that are under
consideration by the Provincial
chapter and also to follow close-
ly all resolutions that reach us
from national headquarters of
the Order, so that we may be
full participants in the work of
the Order, not only in contribut-
ing our quota financially, but
also making ourselves felt as a
vital part of that spiritual force
which is our hope and aim for
the Imperial Order Daughters of
the Empire.
Members have given innumer-
able personal services to the
Order and to other community
efforts. They assisted with the
tea for the blind, the Red Cross
canvass, sold tickets for the cook-
ing school sponsored by the
municipal chapter, at the Winni-
peg Auditorium, in May; sup-
ported the Winnipeg Symphony
orchestra, the Winnipeg Ballet,
worked at the municipal chap-
ter’s tag day in April and
ushered at the music festival.
Under the convenership of
Mrs. W. S. Jonasson and Mrs. E.
W. Perry, a parade of 19th cen-
tury fashions was featured at the
annual fall tea, through the cour-
tesy of the provincial chapter
and Mrs. J. A. Argue, the presi-
dent, who jointly loaned the
costumes.
The chapter held nine general
meetings during the year. Three
new members were welcomed,
and we were happy to welcome
back Mrs. Baldwinson on her
return from Vancouver, but in-
effably saddened at the passing
of two members, Mrs. Jona
Wright and Mrs. B. B. Jonsson.
The members also wish to ex-
tend their sympathy to those
whb have sustained prolonged
illness and bereavement during
the year. We have had the
pleasure of entertaining many
guests at our meeting, and wish
to welcome at this dinner meet-
ing our special guests, Mrs. G.
Gunlaugson, Mrs. K. Freeman,
Mrs. W. A. Trott, municipal
regent, and Miss Margret Peturs-
son representing her mother,
Mrs. R. Petursson, who gives
such generous and loyal support
to the chapter, We regret that
some of the honorary regents
honorary vice-regents could not
accept the invitation to be our
guest this evening.
During the year Mrs. J. F.
Kristjanson has efficiently acted
as telephone convener, t h e
secretary has looked after the
chapter’s publicity and Mrs. P.
S. Palsson convened the very
enjoyable birthday bridge in
March.
Officers and conveners elected
for the next year are: Mrs. B. J.
Brandson, Mrs. R. Petursson and
Mrs. J. B. Skaptason, honorary
regents; Mrs. V. J. Eylands,
Mrs. P. M. Petursson and Mrs.
F. Stephenson, honorary vice-
regents; Mrs. B. S. Benson, re-
gent; Mrs. E. A. Isfeld, Mrs. O.
Stephensen a n d Mrs. P. J.
Sivertson, vice-regents; Mrs. H.
F. Danielson, secretary; Mrs. H.
G. Henrickson, treasurer; Mrs.
W. S. Jonasson, standard bearer;
Mrs. J. B. Skaptason, educational
secretary; Mrs. E. W. Perry, Em-
pire and world affairs convener;
Mrs. T. E. Thorsteinson, Echoes
secretary.
Elected to serve on the com-
mittee for services at home and
abroad were Mrs. G. H. Nichol-
son, Mrs. V. Baldwinson, Mrs. T.
Hannesson, Mrs. P. J. Sivertson
and Miss V. Jonasson.
The members wish to thank
all those who have so generously
supported our work and given
us encouragement. We wish to'
thank individuals, business firms
and the press for co-operation
and generous space in their col-
umns. Special thanks must go
to Mrs. Albert Johnson, of Nell’s
Flower Shop, who sent a beauti-
ful floral centre piece for the
fall tea and a letter of good
wishes; and to Mr. S. O. Bjerring
and Mr. S. Palmagon for their
valuable assistance in preparing
and installing the flag - staff
at Sunrise Lutheran Camp.
We wish to thank the provincial
and municipal officers for co-
operation and assistance. With
the fine aid of all these public
spirited citizens we hope to con-
tinue the work of the chapter in
furthering good community en-
terprises.
Holmfridur Danielson,
Secretary.
t Sagnablöðum
reynir Finnur Magnússon að
lýsa gufuskipi fyrir löndum sín-
um, sem aldrei höfðu þvílíkt
undur séð, og segist honum svo
frá: Á árinu 1819 fluttist það
fyrsta svokallaða dampskip til
Danmerkur. Eins og önnur af
sama kyni þarf það hvorki segla
né ára til að komast áfram, held-
ur hjól og slíkar margbrotnar
tilfæringar, hverjum gufu af
kyntum eldi heldur ávalt í
hreyfingu. I masturs stað hafa
slík skip ógna hávan stromp af
járni, úr hverjum reykur og
svæla ávalt gjósa eins og úr
eldfjalli.
—Lesbók Mbl.