Lögberg - 28.02.1952, Side 1

Lögberg - 28.02.1952, Side 1
65. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 28 FEBRÚAR, 1951 NÚMER 9 Fundi Atlantshafsþjóðanna lýkur í fylztu einingu um megin mól Mannskaðar bæði á sjó og landi í illviðrinu séðustu daga Atlantshafsbandalagið hefir lokið fundi sínum í Lisbon og verður ekki annað sagt en æski- leg eining hafi náðst um fram- gang megin mála. Þær fjórtán þjóðir, er að bandalaginu standa, urðu á eitt sátta'r um það, að við næstu áramót skyldi varnarher Vestur-Evrópu nema að minsta kosti tveim miljónum vígra manna, auk fjögurra þúsunda or- ustuflugvéla; herafli þessi verð- ur undir forustu Eisenhowers, mannsins, sem allir treysta. Það liggur í augum uppi, að útgjöld hlutaðeigandi þjóða vegna jafn umfangsmikils hers, hljóti að verða afar mikil og til að ráða fram úr þeim vanda var á þinginu kosið sérstakt fjár- hagsráð, er halda skyldi reglu- bundna fundi; þá varð það og Alvarleg sýki búpenings Fyrir skömmu gaus upp sýki í búpeningi á nokkrum stöðum umhverfis höfuðborgina í Sask- atchewan; í fyrstu voru dýra- læknar í nokkrum vafa um hvers konar sjúkdóm væri hér um að ræða og skarst þá bún- aðarráðuneyti sambandsstjórnar í leikinn og hefir nú komist' að þeirri niðurstöðu, að veikin sé hinn skæði gin og klaufnasjúk- dómur, sem fyrir nálega tveimur áratugum eyðilagði að mestu all- an nautgripastofn í Mexico og valdið hefir einnig um langt skeið þungum búsifjum víðsveg- ar um Norðurálfuna; ákveðið hefir þegar verið að einangra sýkingarsvæðin og lóga öllum hinna sýktu skepna; verður hlut- aðeigandi bændum bættur upp skaðinn af sambandsstjórn. Telja má víst, að vágestur þessi valdi fyrst um sinn nokkr- um örðugleikum á búpenings- markaðinum, og hafa Bandaríkin þegar komið á innflutningsbanni á lifandi nautpeningi og kjöti héðan úr landi, hvort sem slíkt verður til frambúðar eða ekki. Aðstoðar landbúnaðarráðherra sambandsstjórnar, Mr. Taggart, ; er nýfarinn suður til Wash- ington til að ræða við amerísk stjórnarvöld um þau vandamál, er í samskiptum þjóðanna hafa skapast vegna áminstrar bú- peningssýkingar. Embæf-fi Hinn 3. janúar 1952 skipaði forseti íslands Bjarna Ásgeirs- son til þess að vera sendiherra Islands í Tékkóslóvakíu með að- sótri í Oslo. Hinn 5. janúar 1952 skipaði forseti íslands eftirtalda vara- ræðismenn Islands þar: Dr. Ste- fán Eiharsson, Baltimore; Dr. Richard Beck, Grand Forks; Stanley Th. Ólafsson, Los Angeles; Björn Björnsson, Min- neapolis; James M. Marsh, Phildelphia; Barði G. Skúlason, Portland; Steingrímur O. Thor- láksson, San Francisco og Berke- ley; Lorentz H. Thorláksson, Vancouver; W. H. Warren, Hali- fax og Karl Frederick, Seattle. Hinn 5. janúar 1952 veitti for- seti íslands Morris N. Hughes, sendiráðunaut við ameríska sendiráðið, viðurkenningu sem aðalræðismanni Bandaríkjanna í Reykjavík. A. B. 30. jan. að ráði, að láta Vestur-Þýzka- lqfid leggja til eigi minna en tólf hersveitir varnarbandalaginu til styrktar gegn því, að rýmkað verði allverulega til um þjóð- réttindi hins vestur-þýzka lýð- veldis. Ályktanir fundarins þurfa að öðlast samþykki á þingum hlut- aðeigandi þjóða, og mun slíkt auðsótt verða. Framtíðarheimili bandalagsins verður í París og mun það þegar ráða aðalritara, sem nú er sagt að verða muni Sir Oliver Frank, sendiherra Breta 1 Washington. Smjörlíkis frumvarpið felf Frumvarp það, sem þingmaður Pas kjördæmisins, Mr. Joblin, lagði fram í fylkisþinginu og í þá átt gekk, að heimili fram- leiðslu litaðs smjörlíkis, var felt við 2. umræðu; flestir þingmenn sveitakjördæmanna voru and- vígir frumvarpinu og töldu það brjóta í bága við hagsmuni mjólkurframleiðenda og smjör- gerðarmanna; ekki varð mál þetta að flokksmáli, því allar flokkalínur rofnuðu við atkvæða greiðsluna. Einn ráðherranna, Ron Turner fylkisféhirðir, fylgdi Mr. Joblin kappsamlega að málum. Ný olíulind fundin Náttúrufríðindaráðherra fylk- isstjórnarinn í Manitoba, J. S. McDiarmid, lýsti yfir því í fylk- isþinginu á föstudaginn þann 2. yfirstandandi mánaðar, að fund- ist hefði í námunda við bæinn Reston olíulind, sú auðugasta, er fram að þessu hefði fundist í fylkinu. Standard olíufélagið frá Californíu hefir unnið að borun fyrir olíu á svæði þessu og hygst að vinna kappsamlega að frekari rannsóknum imz leitt verði í ljós til hlítar hvort um arðvænlega framleiðslu sé að ræða, er rétt þyki að leggja mik- ið fé í. Hæztu fjárlög í Manifoba Fylkjsféhirðir Manitobastjórn- arinnar, Ron Turner, hefir lagt fram í þinginu fjárhagsáætlun sína fyrir næsta fjárhagsár, og ber hún það með sér, að útgjöld- in muni nema freklega 49 milj- ónum dollara; er upphæð þessi svo að segja sex miljónum hærri en sú í fyrra; aðalhækkanirnar eru fólgnar í nýjum mannvirkj- um, samgöngubótum, svo vegna heilbrigðis og mentamála; þó er gert ráð fyrir álitlegum rekstr- arhagnaði. Mikilvæg nytjastofnun Winnipegbúar eiga raforku- kerfi sínu, City Hydro, mikið gott upp að unna; það er ekki einasta að stofnunin selji ódýr- ari raforku en viðgengst annars staðar á meginlandi Norður- Ameríku, heldur gefur hún ár- lega af sér stórkostlegan arð, sem varið er til lækkunar skött- unum; á síðastliðnu starfsári nam rekstrarhagnaðurinn á aðra miljón dollara; rekstur stofnunarinnar mun jafnan verða til fyrrimyndar talinn. City Hydro er eign bæjarfélags- ins. Mrs. Elma Gíslason Söngsamkoma Þessi vinsæla söngkona efnir til söngsamkomu í Sambands- kirkjunni á fimtudaginn, 6. marz. Auglýsing á öðrum stað í blaðinu. Merkur maður látinn Síðastliðinn sunnudag lézt á sjúkrahúsi í höfuðborg North Dakotaríkis, Bismarck, Gunnar Olgeirsson lögregludómari þar í borginni 81 árs að aldri, fæddur 18. ágúst 1870. Hann kom til þessa lands með foreldrum sín- um, þeim Mr. og Mrs. Bjarni Olgeirsson, er hann var níu ára; dvaldi fjölskyldan um hríð í Winnipeg, en fluttist til Pembina héraðs í North Dakota 1881 og þar hlaut hann barnaskóla- mentun sína, en hugur hans stefndi brátt til æðri menta. Gunnar lauk stúdentsprófi við háskóla North Dakotaríkis í Grand Forks, aldamótaárið, en útskrifaðist þaðan í lögum 1904. Hann gaf sig um hríð við mála- færslustörfum, en varð áður en langt um leið kosinn dómari í McLean lögsagnarumdæminu og þótti um alt hinn skyldurækn- asti embættismaður; í allmörg ár stundaði Gunnar bankastörf, en var árið 1936 kosinn lögreglu- dómari í Bismarck og endurkos- inn í það embætti jafnan síðan. Kona Gunnars, Isabel L. Hagen, lézt 1950. Tveir synir lifa foreldra sína. Útför Gunnars fór fram á miðvikudaginn frá Presbyterakirkju í Bismarck. Vill ekki verða „sjálfdauður" Hagur manna alls staðar á landinu fer stórum versn- andi, en þó mun ástandið vera langverst á Vestur- landi. Fólkið flýr byggðirnar ef það á þess nokkurn kost, og er nú svo komið í sum- um hreppum þar vestra, að örfáar hræður hýrast þar, sem áður var blómleg og fjölmenn byggð. ÞAÐ ER MARGT, sem hjálpast að því að eyða þessa staði, afla- leysi, heybrestur, lélegar sam- göngur og algert atvinnuleysi ásamt hraðvaxandi dýrtíð. Fer hér á eftir útdráttur úr frétta- bréfi frá Drangsnesi í Stranda- sýslu, dagsett 9. janúar, sem gefur góða hugmynd um ör- væntingu þá, sem ríkir í huga þess fólks, sem þar býr. „Fréttir fáar héðan, nema at- vinnuleysi, fiskleysi og þar af leiðandi almennur aumingja- skapur, má hamingjan ráða hvaða endi það hefur“. Næst þegar ég kem, þá geri ég ráð fyrir að líta fremur venju í kringum mig, því nú fer ég að hyggja í alvöru til burtferðar héðan, ég vil helzt ekki þurfa að verða „sjálfdauður“ hér“.-A. B. Afmælisfagnaður Á mánudaginn 25. febrúar, átti frú Guðrún Þorvaldsdóttir Johnson frá Odda í Árnesbygð í Nýja-íslandi, 75 ára afmæli. Hún er dóttir Þorvalds Þorvaldsson- ar landnámsmanns að Víðidals- tungu í Árnesbygð og Þuríðar konu hans, bæði ættuð úr Skaga- firði. Hún er systir hinna þjóð- kunnu bræðra, Sveins heitins Thorvaldson, M. B. E.; Thor- valds, frábærs námsmanns, er lézt fyrir aldur fram 1904, og Dr. Thorbergs, prófessors í efna- fræði við fylkisháskólann í Saskatoon, sem sæmdur hefir verið mörgum heiðursmerkjum fyrir afrek sín á því sviði. Frú Guðrún var gift Sigurjóni bónda Jónssyni, að Odda, er lát- inn er fyrir allmörgum árum. 1 tilefni afmælisins héldu börn frú Guðrúnar móttöku- fagnað á sunnudaginn, 24. febrú- ar, að heimili dóttur hennar, ungfrú Margrétar, Suite „C“ Bessborough Apts., hér í borg. Viðstödd voru börn hennar og bróðurbörn sem búlsett eru í borginni, auk þess sem hún fékk mörg skeyti frá fjarverandi skyldmennum og vinum, Börn hennar eru þessi: Dr. Thorvaldur Johnson, sem starfar við Dom- inion Rust Research Laboratory í Manitoba og er talinn einn fær- asti maður í þeirri grein í land- inu; Þuríður, kennari við Hnausa-skólann, gift Jónasi Ólafsson, Árnes; Marino, býr að Odda í Árnesbygð; Mrs. Richard Amer, Árnes; Ólafur, starfar við Experimental Station, Physics and Meteorological Dept., Al- berta; Margrét kennslukona og Júlíanna, Mrs. Michaud, ”báðar í Winnipeg. Utanbæjargestir voru Mrs. Kristín Thorvaldson og dætur hennar, Laura og Irene, River- ton; Mr. og Mrs. Ian Kennedy, Stonewall og Mrs. Ólafsson, Árnes. Lögberg óskar frú Guðrúnu Johnson og fjölskyldu hennar innilega til hamingju í tilefni af þessum merka áfanga í lífi hennar. Krabbamein algengosta banameinið í síðasta Fréttabréfi um heil- brigðismál er þess getið að krabbamein sé orðið a^gengast allra bana meina hér á landi. Árið 1949 dóu 140 manns hér á landi úr krabbameini. Er það svipað hlutfall og hjá Norð- mönnum, en þar létust af völd- um krabbameins 137 manns ár- ið 1946. Á Spáni dóu 69 manns árið 1947. Eru þessar tölur mið- aðar við 100,000 manns. Margrét Líndal Dáin 5. júní 1951 Konan setur bæjarbraginn býlið fær af henni keim — þrá skyldi eftir þrautadaginn þreyttur bóndi að komast heim. Þekkt hef ég, vinir, þá sem kviðu þeirri stund að koma heim. Ávíturnar einar biðu innan gátta að fagna þeim. Lagði bæði af auga og arni ylinn þar sem Margrét bjó. Þar var gesti, bónda og barni búin hvíld og hjartaró. Engan vil ég hlaða hóli, hafa allir nokkurn brest. En í kotsins krappa skjóli konusálin speglast best. Páll Guðmundsson í janúar hefur hver illviðra- hryðjan af annarri gengið yfir landið og hafa orðið mannskað- ar á sjó og landi og mikið ijón á eignum. Áður er greint frá því, að vél- báturinn „Valur“ af Akranesi fórst 5. janúar á Faxaflóa og drukknuðu þar sex vaskir sjó- menn. Miðvikudaginn 16. jan. fórst m.b. Bangsi úr Bolungavík á ísafjarðardjúpi. Drukknuðu tveir sjómenn en þr^rn bjargaði björgunarskútan María Júlía. Hinn 18. þ.m. fórst svo vélbátur- inn Grindvíkingur skammt frá hafnarmynninu- í Grindavík, og með honum fimm ungir sjó- menn, flestir úr Grindavík. í stórviðrinu 18. jan. týndist og einn af starfsmönnum Sogsvirkj- unarinnar frá viðgerðarleið angri, við Hlíðarvatn á Reykja- nesi og hefur ekki til hans spurzt síðan. Loks er að geta þess að vél- skipið Laxfoss frá Borgarnesi Samkomulags- tilraunir í aðsigi Hin nýja stjórn Egyptalands hefir nú tjáð sig fúsa til þess að hefja viðræður við Breta um væntanlega lausn Suezdeilunn- ar gegn því skilyrði þó, að þjóð- armetnaður egypsku þjóðarinn- ar verði í öllum atnoum að íullu trygður. Utanríkisráðherrann í Pakis- tan hefir boðið sig fram til að miðla málum. Verksmiðja í uppsiglingu Nú er í þann veginn að hefjast í bænum Morden hér í fylkirtu bygging allmikillar verksmiðju, er annast skal um niðursuðu matvæla; að stofnun verksmiðj- unnar stendur Canadian Can- nes Limited, en byggingarnar munu ná yfir 40 þúsund ferfet lands; hyggja bæði Mordenbær og nærliggjandi sveitir gott til þessa nýja fyrirtækis, er veita mun fjölda manns stöðuga at- vinnu. Sæmdur Riddarakrossi Fálkaorðunnar J. Ragnar Johnson, Q.C. Ríkisstjórn íslands hefir ný- lega sæmt Mr. Johnson Riddara- krossi Fálkaorðunnar. Hann er útskrifaður í lögfræði frá Mani- skeið rekið málafærslustörf í tobaháskólanum og hefir um Toronto. Þar var hann og ný- lega kosinn í bæjarráð. Hann er ræðismaður Islands í Toronto. Mr. Johnson er sonur Mr. og Mrs. Finnur Johnson; faðir hans býr hér í borg en móðir hans, Guðrún, er látin fyrir nokkrum árum. strandaði í óveðrinu á föstudag- inn 18. jan. á Kjalarnestöngum. Mann björg tókst giftusamlega. —Farþegar voru 14, þar af nokkr ar konur. Vafasamt er talið að skipið náist á flot. —DAGUR, 23. jan. Nýkomin frá íslandi v Ungfrú Sigríður Westdal, dóttir Páls Westdals og frú Helgu konu hans, er nýkomin heim eftir ná- lega fimm ára dvöl á íslandi. Hún fór með fyrstu ferð Heklu, flugvél Loftleiða, sem nýlega brann á ítalíu, eins og skýrt er frá á öðrum stað í blaðinu. Ungfrú Sigríður lagði af stað frá Reykjavík 7. febrúar með Goðafossi til New York og kom þangað laugardaginn, 16. þ. m., en þaðan kom hún flugleiðis til Winnipeg á fimtudaginn í fyrri viku. Á skipinu voru tólf far- þegar, einn þeirra var Bill Kol- beins frá Vancouver. Hann hafði dvalið á Islandi um 4 mánuði. Þegar til New York kom, barst skipverjum sú harmafregn, að enn hefði farist íslenzkt skip með allri áhöfn; var það flutningaskip á leið til Belgíu. Ungfrú Sigríður kvað veðrátt- una hafa verið slæma á íslandi í vetur, ofsarok þar eins og reyndar an;íar» slabar við At- lantshafið. Svo miklum snjó kyngdi niður í Reykjavík og umhverfi að menn muna ekki meiri snjó; vegir urðu ófærir og umferð tepptist algerlega í Reykjavík í tvo daga. Sigríður er lærð hjúkrunar- kona; hún starfaði á Landspítal- anum meðan hún dvaldi á Is- landi. Hún lét vel yfir dvöl sinni; fólkið var henni gott og landið var fagurt og frítt. Hún ferðað- ist mikið um landið, ánægjuleg- ast fannst henni að fara inn á öræfi. Hún ferðaðist ásamt 8 ferðafélögum á hestum um- hverfis Langjökul — hálfsmán- aðar ferð. „Það var yndislegt!" Hún heimsótti einnig Danmörk, Noreg og Svíþjóð; fallegast þótti henni í Noregi. Heldur fannst henni að at- vinnuleysi væri að aukast í land- inu, ekki einungis í Reykjavík, heldur um allt landið. Verzlanir eru nú fullar af vörum en kaup- geta hefir ekki aukist að sama skapi; fólk stendur nú ekki leng- ur í biðröðum. Samkvæmt áætlun átti Lagar- foss að leggja af stað til New York þann 20. þessa mánaðar. Sækja námskeið í Bandaríkjunum Fjórir ungir fslendingar lögðu ný- lega af stað vestur uin liaf, en þar ætla þeir að taka þátt í námskeiði á vegum liinnar gagnkvæmu öryggis- stofnunar. sem nú er tekin við af efna- hafssamvinnustofnuninnl. Munu menn þessir dvelja vestra um eins árs skeið og vinna við fyrirtæki og verksmiðjur, er þeir hafa óskað að kynnast. Þeir munu jafnframt sækja háskóla- námskeið, og eru þeir í hópi 2000 iðnaðarmanna frá ýmsum lönd- um V.-Evrópu, er vestur hafa farið sömu erinda. íslendingarnir fjórir heita: Leifur Steinarsson, Hans Benja- mínsson, sem ætla að kynna sér meðferð járnrennibekkja, Davíð Guðbergsson, sem kynnir sér við hald jeppabíla og Benedikt Guðmundsson, sem leggur stund á teiknun og silfursmíði.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.