Lögberg - 28.02.1952, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28 FEBRÚAR, 1951
i
Maðurinn, sem enginn mundi eftir
Eftir IVILLIAM cBRANDON
i
SIGURÐUR JÚLIUS JÓHANNESSON þýddi
Fiðlan var fáguð og gljáandi.
Hún leit út eins og ljómandi
glóð. Súsönnu fanst eins og frá
henni stafaði allur sá dýrðar-
ljómi, sem hún hafði framleitt
í meira en tvö hundruð ár.
Taylor gamli hélt á henni í
höndunum, sem ekkert var orðið
eftir af nema skinnið og beinin.
Hann leit á Súsönnu og sagði:
„Hún er hlj,ómþýð enn þá; mjúk
eins og silki“.
„Indæl hljóð“, sagði Súsanna.
Taylor gamli lét fiðluna í
kassann. Hann settist upp í rúm-
inu og rétti Súsönnu fiðluna.
Gömlu gleraugun hans, sem
voru margspengd með hefti-
plástri, voru skökk á andlitinu.
Hann horfði á Súsönnu og sagði,
fremur fljótmæltur: „Þú ættir
nú að eiga þetta“.
Súsanna varð steinhissa og
sagði: „Hvað segirðu maður? Ég
að eiga fiðluna þína?“
„Ég ætla að gefa þér hana“,
sagði Taylor. „Ég gef ykkur
hana, manninum þínum og þér.
Þið eruð að halda fyrsta árs
hjónabands afmæli ykkar í dag,
og ég ætla að gefa ykkur hana í
afmælisgjöf“.
„En þetta er fiðlan þín!“ sagði
hún.
Hendur gamla mannsins voru
óstyrkar, og kassinn með fiðl-
unni í ætlaði að detta niður á
gólfið. Súsanna bjargaði henni
frá falli, og svo sagði hún:
„En þú mátt ómögulega gefa
fiðluna þína. Það kemur ekki til
nokkurra mála. I fyrsta lagi er
hún heilmikils virði og svo . . .“
„Hún er ekki of mikils virði“,
svaraði Taylor og hallaði sér
aftur á bak á koddana: „Það er
góð fiðla, þó hún sé ekki ein af
þeim allra dýrustu“, hélt hann
áfram.
„Hvað sem um það er“, sagði
Súsanna: „Mér gæti ekki dottið
það í hug að taka við nokkru
svona dýrmætu. Það væri
synd“.
Taylor gamli hló með sjálfum
sér, og það var eins og hann
blandaði hláturinn einhvers kon-
ar ilsku: „Vertu ekki með neina
vitleysu“, sagði hann: „Ég gef
þér fiðluna, og svo er ekkert
meira um það að segja. Farðu
með hana til hljóðfæraflokksins,
þar sem þeir eru að æfa sig, og
segðu þeim að þú viljir selja
fiðluna. Einhver þeirra kaupir
hana líklega sjálfur. En ef ekki,
þá fær einhver þeirra ríkan stú-
dent til þess að kaupa hana.
Reyndu ekki að telja mér trú
um það að börnunum ykkar
kæmi það ekki vel að eiga fáein
cent“.
„Það er dæmalaust vel hugsað
af þér að vilja gefa okkur fiðl-
una þína“, sagði Súsanna; „en
mér dettur ekki í hug að taka
við henni — þinni eigin fiðlu!“
Taylor gamli reiddist og sagði:
„Heyrðu mér, Súsanna: Er ég
ekki sjálfur fjár míns ráðandi?
Er ég ekki frjáls að því að gefa
vinum mínum litla gjöf við há-
tíðlegt tækifæri? Fyrsta árs
hjónabands afmæli ykkar er
kannske ekki þess virði? En
heyrðu mér — hlustaðu á það,
sem ég segi: Það er, ef til vill
meira virði en nokkuð annað,
sem þú heldur upp á: Þú veizt
ekki nema þetta verði meira en
fyrsta hjónabands afmælið ykk-
ar: Það getur líka orðið það sein-
asta: Ég er nógu gamall til að
hafa reynslu fyrir því: A fyrsta
árs hjónabands afmæli mínu
komu nokkrir vinir mínir úr
hlj óðfæraflokknum og léku lag
við fagurt ástaljóð, sem heitir
„Lítið kvöldljóð“. Ég hefi aldrei
getað gleymt því. Og hvers
vegna? Næsta ár var konan mín
dáin. Þetta var fyrsta giftingar
afmælið okkar. — En það var
líka það seinasta:
Hlustaðu nú á mig, Súsanna:
Ég sit hérna í rúminu mínu. Ég
horfi út um gluggann. Ég horfi
út yfir auða blettinn, sem er
fullur af alls konar skrani. Ég
horfi á gamla köttinn, sem situr
á girðingunni. Ég horfi á þvotta-
snúrurnar, sem flæjast hver um
aðra. Ég horfi á konu með sterk-
lega handleggi, sem togar í
þvottasnúruna fram og aftur. Já,
ég sit hér í rúminu; herbergið
mitt er kalt. Þetta er hrörlegt
hús og gamalt. Lyktin í því er
eins og lykt úr úldinni grútar-
tunnu. Ég sit hérna í rúminu.
Ég er að velta því fyrir mér til
hvers ég hafi nú verið fæddur 1
þennan heim, 'eða til hvers
ég hafi lifað. Ég er sjötíu
og níu ára gamall, og ég veit
það ekki enn þá. Kannske að ég
hafi ekki lifað til neins annars
en bara til þess að gefa ykkur,
þér og manninum þínum, fiðluna
mína? Skyldi það ekki vera
mögulegt? Ég held að það sé
mögulegt; og með þeirri sann-
færingu. bið ég þig að þiggja
hana; þú gerir það fyrir mig,
Súsanna“.
„Þú ert svoddan dæmalaus
þrákálfur“, sagði Súsanna. Hún
tók höndina á honum og þakk-
aði honum fyrir: „Beztu þakkir!“
sagði hún: „Þetta er bezta gjöf,
sem okkur nokkurn tíma getur
hlotnast“.
„Hvaða vitleysa!“ sagði
Taylor: „Þið hljótið hundrað
gjafir miklu betri“.------
Súsanna og Stefán áttu heima
í einu herbergi uppi á fjórðu
hæð; það var á bak við Melindu
í brúnum steinhússræfli, sem
Melinda átti. Stefán vann á
gasolíustöð og var að læra vél-
fræði í kvöldskóla. Súsanna bjó
til ljóshlífar á lampa og seldi
þær til þess að auka tekjurnar.
Þau áttu enn þá langt líf fram
undan sér, eða þau vonuðust til
þess. Og þau voru áhyggjulaus,
þó þau ættu enga peninga. Þau
höfðu komið sér saman um það
að eignast sex börn og koma
sér upp húsi í Hnúks dalnum.
Og þeim fanst með sjálfum sér
að þetta mundi alt verða svo að
segja tafarlaust þegar Stefán
útskrifaðist frá skólanum.
Taylor gamli var svo að segja
rúmfastur: Hann þjáðist af liða-
gigt og hjartveiki. Hann var á
fimtu hæð í aftur enda hússins,
beint fyrir ofan Stefán og
Súsönnu.
Súsanna hljóp upp björgunar-
stigann á hverjum degi til þess
að spjalla við gamla manninn
og stytta honum stundir. Henni
þótti líka gaman að því að hlusta
á hann tala um hljóðfæraslátt
og söng.
Taylor gamli hafði verið alla
æfi sína í söngflokknum, þang-
að til bannsett gigtin lagði hann
í rúmið. Súsanna var eina mann-
veran, sem heimsótti hann.
Nema þegar hún Melinda kom
einstöku sinnum, til þess að
matreiða eitthvað handa hon-
um og þrífa til í herberginu
hans.
Þegar Stefán kom heim frá
kveldskólanum, og Súsanna
sagði honum, ferðasöguna og
fréttirnar, og sýndi honum fiðl-
una, sagði hann: „Hamingjan
góða! Hann hefir þó ekki gefið
þér fiðluna sína? Hún hlýtur að
vera heilmikils virði“.
„Hann sagði að hún væri ekki
ein af þeim allra dýrustu“, sagði
Súsanna: „ en ég er viss um að
hún er mörg hundruð dala virði,
að minsta kosti. Ég fékk handa
gamla manninum vínflösku í
matsölubúðinni; það er afmælið
hans í dag, og hann gaf mér
fiðluna af því að það er gifting-
ar afmælið okkar líka í dag.
Hann lagði svo ríkt að mér að
taka við fiðlunni, að ég gat ó-
mögulega komist undan því.
Þetta var það eina, sem hann
átti til þess að gefa, svo hann gaf
okkur það, blessaður karlinn.
Auðvitað nær þetta engri átt.
Mér fanst ég vera sek um fjár-
drátt þegar ég tók við henni“.
„Það er alt gott og blessað",
sagði Stefán, gletnislega. „Ég
skil þetta alt saman; honum lízt
vel á þig. — Mér lízt dálítið vel
á þig líka — stundum“.
Þau stóðu saman stundarkorn
og störðu hugsandi á fiðluna.
Stefán klaip Súsönnu í hægra
eyrað, en hún gaf honum utan
undir með vinstra handarbak-
inu: „Hann er svo skelfing ein-
mana“, sagði Súsanna. „Hann
sagði í dag að hann vissi ekki
til hvers hann hefði verið fædd-
ur, eða til hvers hann hefði lif-
að. Ég grét þegar ég kom heim
frá honum“.
' „Heyrðu!“ sagði Stefán: „Við
gætum selt fiðluna og fengið
eitthvað handa honum fyrir
verðið. Eða bara fengið eitthvað
handa honum fyrir part af verð-
inu; það væri sanngjarnt.
Kannske hann þyrfti að fá ein-
hver meðul?“
Súsanna hristi höfuðið: „Það
eru engin meðul, sem gera hon-
um neitt gott“, sagði hún. „Og
svo gaf hann okkur fiðluna. Og
hamingjan veit að það er margt,
sem við þyrftum að kaupa“.
„Þú þarft ekkert!“ sagði Ste-
fán; „þú átt mig; er það kannske
ekki nóg? Samt verð ég að játa
það, að vel kæmi það sér að geta
keypt nýja skó“. Þessi athuga-
semd minti hann á það, að hann
þurfti að fá sér pappaplötu fyrir
innri sóla í skóna sína. Hann
hafði efnið í þá, settist nú niður
og sneið þá þangað til þeir voru,
orðnir mátulegir. Þá leit hann á
Súsönnu og sagði: „Ég gæti nú
annars látið þig kaupa nýja
kaffikönnu“.
„Ég hefi einmitt verið að skoða
könnu“, sagði hún: „Sú kanna
kostar sjötíu og níu cent. Ég skal
segja þér hvað ég var að hugsa
um. Mér datt í hug að við gæt-
um keypt handa honum reglu-
lega góðan hljómritara, ef við
seldum fiðluna og svo heilmik-
ið af hljómplötum. En þá kem-
ur það til greina að hann heyrir
svo rækalli illa og verður að
hafa vélina svo háværa að Mel-
inda mundi skipa honum að
loka henni á augabragði. Þú
manst eftir gamla hljómritaran-
um, sem hann átti. Við heyrð-
um til hans alla leið hingað
niður. Ég stakk upp á því að
hann fengi sér heyrnarpípur.
Ég veit ekki hvað það væri
annað, sem við gætum keypt
handa honum fyrir peningana“.
„Það er annað, sem við gætum
gert“, sagði Stefán: „Við gætum
geymt fiðluna. Eitthvað af þess-
um börnum, sem við ætlum að
eignast, gæti kannske lært á
fiðlu“.
„Aha-a!“ sagði Súsanna. Ste-
fán hélt á loft pappaplötunum,
sem hann hafði háft í skónum
sínum. En það var gat við gat
á skónum sjálfum.
„Við verðum að kaupa nýja
skó á undan öllu öðru“, sagði
Súsanna, „og hvíta skyrtu“.
„Vitleysa!“ sagði Stefán: „Ég
kaupi mér tvær verkamanna
skyrtur; þær kosta báðar til
samans ekki meira en ein hvít
skyrta“.
„En ég er orðin þreytt á þess-
um verkamanna skyrtum“, sagði
Súsanna: „Bara eina hvíta
skyrtu!“
„Jæja þá“, sagði Stefán. „Ef
þú kaupir þér þá eina Nylon
sokka. Mér þætti gaman að sjá
þig í sokkum einu sinni áður en
ég hrekk upp af“.
„En það þurfa ekki að vera
Nylons sokkar“, sagði Súsanna;
„ég hefi ekkert að gera við þá.
Ég er orðin því svo vön að vera
berfætt. Mér yrði bara kalt í
Nylons sokkum, og ég fengi
kvef, það er ég viss um“. Svo
bætti hún þessu við með ákafa:
„Við skulum fá okkur pappírs-
blað og blýant og skrifa skrá
yfir alt, sem við þurfum og mun-
um eftir. Svo þegar við vitum
hversu miklir peningarnir verða,
þá getum við strikað það út,
sem við komumst helzt af án.
Við skulurir byrja á lífsábyrgð-
inni þinni. Það eru nú 480 dalir
til þess að byrja með. Ljáðu mér
blýant. Hamingjan góða! — Við
fáum aldrei nóg til þess að
borga þá upphæð alla. En við
getum kannske borgað nokkuð
af láninu. Við skulum samt
skrifa það alt á blaðið. Og næst
kemur saumavél; við skulum
skrifa alt það dýrasta fyrst“.
Nú tók Stefán fram í fyrir
Súsönnu og sagði: „Ef þú ætlar
að halda svona áfram, þá er bezt
að skrifa allar pönnur og alla
potta o. s. frv., í stað þess að
skrifa bara kaffikönnu“.
Þau skrifuðu allan listann á
meðan Stefán var að borða
kveldverðinn. Þetta var orðið
svo mikið að þau urðu stein-
hissa. En það var eins og Sús-
anna sagði: Þau vissu ekki
hversu mikið þau kynnu að fá
fyrir fiðluna. Og það skaðaði
ekki þó þau sköpuðu sér fram-
tíðar drauma.
Súsanna sagðist fara tafarlaust
með fiðluna til hljómsveitarinn-
ar, sem var einmitt nú við æf-
ingu, og spyrja foringjann
hversu mikið mundi fást fyrir
Íiana. Var það ekki mögulegt að
upphæðin yrði nægileg til þess
að borga þetta alt? „Ég las það
í blaði nýlega“, sagði Súsanna:
„að ein tegund af fiðlum væri
$20.000 virði; önnur tegund
væri helmingi minna virði —
það eru $10.000. Setjum sem svo
að þessi fiðla væri virði fimta
parts af henni, þá væru það
$2.000. Auðvitað var það vitleysa
af þeim að hugsa sér svona háar
tölur. En það var nú samt svona:
Þau höfðu enga hugmynd um
það hversu mikils virði fiðlan
væri.
Þegar þau höfðu skrifað á
blaðið alt, sem þau mundu eftir,
bættu þau við $20.00 fyrir eitt-
hvað til þess að gleðja gamla
manninn. Eitthvað ónýtt og ó-
hóflega dýrt, ef þau gætu ekki
látið sér detta nokkuð betra í
hug — kannske t. d. fallegt
blóm.
Þegar Stefán var farinn á
kvöldskólann, baðaði Súsanna
sig og fór í einu fínu fötin, sem
hún átti til — það voru fötin,
sem hún var í þegar hún gifti
sig, fyrir réttu ári. Hún lét fiðl-
una í kassanum undir vinstri
höndina, fór svo út og gekk rak-
leiðis þangað, sem hún vissi að
hljómsveitin var að æfa sig. Hún
varð að fara þvert yfir borgina.
Þegar hún kom þangað, sem
ferðinni var heitið, mætti henni
feitur og sællegur maður, og
hún sagði honum að sér hefði
verið sagt að finna Mr. Kliner,
hljómsveitarstjórann. T a y 1 o r
hafði sagt henni að hún mundi
ekki þurfa annað en það til þess
að hún fengi umsvifalaust að
komast inn, því hljómsveitar-
stjórinn væri maður sem allir
litu upp til. Alt þetta sagði hún
feita og sællega manninum. Mr.
Kliner var þrekinn maður og
herðabreiður, með brotið nef;
hann leit út fyrir að vera öku-
maður á flutningsvagni. En það
sem Súsönnu þótti skrítnast var
að hann talaði líka eins og hann
væri ökumaður á flutnings-
vagni:
„Taylor! sagðirðu; við hvað
áttu? Segirðu að þetta sé fiðlan
hans Taylors? Hvað ert þú að
gera við hana? Hefirðu stolið
henni?“
„Nei, ég hefi sannarlega ekki
stolið henni“, svaraði Súsanna,
stórkostlega móðguð: „Hann gaf
mér hana“.
Mr. Kliner hló, svo sagði hann:
„Þú ert bara að gera að gamni
þínu. En hvað á alt þetta að
þýða? Kannske þú sért dóttir
hans Taylors eða .... nei, ekki
getur það verið; hann átti víst
engin börn, eða hvað. — En hvað
sem því líður — þú ert of ung
til þess að geta verið dóttir
hans“. Hann virti Súsönnu ná-
kvæmlega fyrir sér, og leizt auð-
sjáanlega vel á hana: „Þú ert
líka laglegri en svo að þú gætir
verið dóttir hans! Taylor, þessi
ljóti gamli hrosshaus — Er hann
dauður karlinn?“
„Nei, hann er ekki dáinn“,
sagði Súsanna: „Hann gaf mér
fiðluna sína í dag“.
„Ég hélt sjálfsagt að hann
væri löngu dauður“, sagði
Kliner.
Annar hljómfræðingurinn
horfði á fiðluna yfir öxlina á
Kliner: „Fiðlan hans Taylors!"
hrópaði Kliner, og hélt fiðlunni
hátt á loft: „Þetta er fiðlan hans
Taylors gamla. Þessi unga stúlka
hefir hana til sölu!“ Mr. Kliner
lét augabrúnirnar síga, horfði á
Súsönnu og sagði: „Fyrir hvað
viltu selja hana? Þú segir að þér
hafi verið gefin hún. Kantu að
leika á hljóðfæri?“
„Nei, nei; ég kann ekkert að
leika. En við þurfum á pening-
um að halda, og hann sagði mér
að selja hana. Þetta er giftingar-
dagurinn okkar Stefáns og fiðl-
an er afmælisgjöf“.
Súsanna hafði ekki búist við
því að þurfa að svara fjölda af
spurningum og gefa ótal skýr-
ingar. Hún var alveg í vand-
ræðum.
Mr. Kliner ávarpaði lítinn
sköllóttan mann og sagði: „Þú
varst einn af nemendunum hans
Taylors gamla, var það ekki,
Jói“. Hann rétti Jóa fiðluna.
„Þetta er fiðlan hans; hann vill
selja hana“.
Litli sköllótti maðurinn svar-
aði og sagði: „Ég hélt að Mr.
Taylor væri dáinn. Ég tapaði
öllu sambandi við hann á með-
an ég var í burtu í stríðinu, og
ég hélt . . . . Ég vænti þó ekki
að hann sé í neinum fjárhags
vandræðum?“
Súáanna svaraði og sagði:
„Hann er nú að vísu fátækur,
en hann hefir nægilegt til þess
að lifa á. En hann er afskaplega
einmana. Hann á heima uppi á
loftinu beint uppi yfir okkur.
Hann getur ekki leikið á fiðluna
sína lengur: hann hefir svæsna
liðagigt; hann er rúmfastur
lengst af. Ég fór upp með svo-
litla gjöf handa honum í dag,
því það er afmælisdagurinn
hans, og þá gaf hann mér fiðl-
una sína“. Súsanna fann að hún
blóðroðnaði. Henni fanst eins og
það væri tóm vitleysa, sem hún
var að segja; en þó vissi hún
sjálf að það var alt alveg satt.
Litli sköllótti maðurinn laut
niður að fiðlunni hans Taylors,
og reyndi einn strenginn. Svo
sagði hann eins og út í bláinn,
án þess að snúa sér að nokkrum
sérstökum: „Hann kendi mér
borgunarlaust. Það er að segja:
ég borgaði honum ár eftir ár;
en þegar náminu var lokið, fékk
hann mér svolítinn kassa; þegar
ég opnaði hann, var í honum
hvert einasta cent, sem ég hafði
borgað honum. Hann vissi að
ég var í peningaþröng. Ef þú
vilt gera svo vel, stúlka góð, að
sýna mér hvar hann á heima,
þá ætla ég að fara og heilsa upp
á hann. Ég fyrirverð mig fyrir
það að hafa ekkert skift mér af
honum“.
Súsanna sýndi honum hvar
Taylor átti heima, og sagði: „Ég
er alveg viss um það, að honum
þykir ósköp vænt um að sjá
Þig“-
„Þessi gamli góði Taylor“,
sagði Mr. Kliner, „hann var
altaf að gefa hitt og þetta. Það
er engum að kenna nema ‘hon-
um sjálfum, ef hann endar æfina
með því að verða öreigi. En
þessi fiðla er býsna falleg gjöf.
Hvað sagðirðu að hún væri? —
Afmælisgjöf?“
Súsanna sagði þeim það aftur
að þetta væri afmælisdagurinn
hans Taylors, og það væri líka
fyrsta árs giftingarafmæli henn-
ar sjálfrar. Hún sá það að hljóm-
fræðingnum fast ekki mikið til
um giftingarafmælið hennar;
þeim fanst það sjáanlega ekki
þess virði að minnast þess með
þessari dýru gjöf. Hún reyndi
því einu sinni enn að skýra sem
nánast allar kringumstæður.
Hún sagði þeim frá fyrsta gift-
ingardeginum hans Taylors, og
að það hefði líka orðið sá sein-
asti; þess vegna væri hann svo
viðkvæmur fyrir þessu.
„Kannske við ættum að fara
og heimsækja gamla manninn
til þess að finna það út hvernig
í öllu liggur?“ sagði Kliner, þeg-
ar Súsanna þagnaði. Hann depl-
aði augunum framan í litla
sköllótta manninn og sagði: „Að
minsta kosti þú, Jói og hinir úr
fyrstu fjórradda deildunum.
Hvað segið þið um það, piltar?
Geta allir komið saman og eytt
eins og hálftíma í kvöld?“
„Ha — ha-a! Þetta er ágætis
hugmynd!" sagði Jói. Hann
brosti og sagði: „Ég sannarlega
get það“.
„Ég býst við að gamli maður-
inn hafi gert okkur öllum ein-
hvern greiða einhvern tíma“,
sagði Kliner: „Við þurfum að
hafa tvöfaldan bassa. Vill ein-
hver fara og tala við hann Sam?
Hann var líka einn af nemend-
unum hans Taylors gamla.
Við skulum selja fyrir þig
fiðluna þína, unga stúlka. Þú
þarft ekki að bera neinar á-
hyggjur í sambandi við það“.
„Getur þú gefið mér nokkra
hugmynd um það hversu mikils
virði fiðlan muni vera?“ spurði
Súsanna.
„Ég get það seinna“, svaraði
Kliner. Alt í einu varð hann óða
mála og sagði: „Þa — þarna kem-
ur þá hann Gellir! — Flýttu þér
í burt!“ x
Einhver fyrir aftan Súsönnu
kallaði hástöfum og sagði: „Bíð-
ið þið! — Bíðið þið!“
Súsanna sneri sér við og sá
lítinn mann í gúlpandi peysu.
Hún sá að það var stjórnandi
hljóðfæraflokksins. Hann hélt
áfram að kalla og sagði í sífellu:
„Bíðið þið! — Bíðið þið!“ Og
Súsönnu sýndist hann stara á
sig með einhvers konar brjál-
æði. Hún hrifsaði fiðluna frá
Jóa og hljóp í burt, og flýtti
sér eins og fætur toguðu.
Stefán kom heim frá kveld-
skólanum skömmu eftir klukk-
an ellefu; Súsanna var rétt byrj-
uð að segja honum ferðasöguna
til hljómsveitarinnarýþegar þau
heyrðu heilmikinn fóta gang í
göngunum, og einhver barði að
dyrum.
Stefán opnaði dyrnar og Sús-
ann þekti Kliner. Nú var hann
í yfirhöfn með hatt á höfði og
fiðluna sína undir hendinni.
Næst fyrir aftan hann þekti
'hún Jóa og næsta honum sá hún
tvo hljómfræðinga úr flokkn-
um. Þeir voru allir með hljóð-
færi. Á eftir þessum, sem hún
þekti, sá hún fleiri, sem hún
þekti ekki: fleiri og fleiri. Þeir
voru alls staðar: í stiganum, í
göngunum, um alt. í þyrping-
unni sáu þau stóran mann með
bassafiðlu: „Gott kvöld!“ sagði
Kliner: „Ef ég á að klifra ha^rra
en þetta, þá verð ég að fá fall-
hlíf. Hvar er íbúðin hans Taylors
gamla?“
„Hver ansinn gengur á?“
spurði Stefán.
„Það veit ég ekki“, sagði Sús-
anna. Hún var steinhissa á þessu
öllu: „Hann Taylor er beint uppi
yfir okkur!“ sagði Súsanna: „Ég
fer venjulega upp björgunar-
stigann. Það er miklu skemra
heldur en að fara alt í kring og
upp að framan“.
„Björgunarstiginn er ágætur“,
sagði Kliner. Hann kallaði yfir