Lögberg


Lögberg - 28.02.1952, Qupperneq 5

Lögberg - 28.02.1952, Qupperneq 5
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN, 28 FEBROAR, 1951 5 wwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww AHUGA/V4AL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Á R D í S GUNNAR BJARNASON: Minning Redda á Halldórsstöðum — hesisins sem mér þótti vænst um HESTAMANNAFÉLAGIÐ FÁKUR hefur um nokkurt skeið unnið að sjóðssöfnun, sem stofnað var til af frú Ragnhildi Jakobsdóttur frá Ögri, með það fyrir augum að láta íslenzka listamenn skapa listaverk til minningar, ekki um hestinn, því að hann lifir og mun lifa, heldur um þúsund ára störf hans í þágu þjóðarinnar. Árdís, ársrit Bandalags Lút- erskra Kvenna, 19. hefti, kom út síðsumars 1951. Ritstjórar blaðs- ins eru: Mrs. Ingibjörg J. Ólafs- son, Margrét Stephensen, Mrs. Þjóðbjörg Hinrickson. Innihald ritsins hefir margt fallegt að bjóða. Það byrjar á fögru trúarljóði eftir Ingibjörgu Guðmundson, er nefnist „Kirkja Guðs“, og er bæði vel ekta í hugsun og töluvert vængjað í ferð. Þá er „Christmas in Winni- peg“, sem Flóra Julius Benson skrifar. Sérlega fallegt brot úr kirkjulegu jólahaldi fyrri tíma í Winnipeg. Þessu fylgja tvær myndir, sú fyrri af lúterskri kirkju, bygð 1887, sú síðari af innviðum kirkjunnar skreyttum fyrir jolahald. Ytri mynd kirkj- unnar sýnir sérlega myndarlega byggingu, sú innri er yndislega falleg. Guðlaug Jóhannesson skrifar perlufagra grein um bænina. Fyrirsögn greinarinnar er tekin úr sálminum mikla eftir vígslu- biskup Valdimar Briem, Mitt höfuð, Guð ég hneigi. Einn af okkar stórmiklu sálmum. Og texti greinarinnar er versið, Bænin má aldrei bresta þig, ís- lendingum alkunnugt vers úr Passíusálmunum. Næsta grein, „The Greatest Thing In The World“ eftir Mrs. R. E. Emmett, er bæði falleg og yfirgripsmikil. Kostirnir sem fram eru dregnir þar, sjálfar dygðirnar, hámark lífsins, og margt vel um það sagt, er næsta merkilegt. Yfirgripið er fjarska mikið og má segja að höfundur hafi komið þar meiru inn í stuttu máli en búast mátti við, er um svo mikið ræddi. Samt er, fyrir mínar tilfinningar, einn galli á greininni. Mun ég vera þar í milli hluta sem víðar. Setningin sem hneykslar mig hér, er þessi: „What was Christ doing in the carpenter shop? Practising. He increased in wisdom and stature in favor with God and man“. Bls. 9. Á íslenzku: „Hvað var Kristur að gera á smíðastofunni? Að æfa sig. Hann óx að vizku og þekk- ingu þóknanlega Guði og mönn- um“. Það snertir mig æfinlega ein- kennilega þessi staðhæfing um trésmíðar Jesú Krists. Mér er ó- mögulegt að taka það gott og gilt þar sem maður sér ekkert um það í Ritningunni. Það er síður en svo að umræddur grein- arhöfundur sé ein um þessa stað- hæfingu. Maður rekur sig á þessar trésmíðafrásagnir meira og minna alstaðar. í blöðum af fyrsta flokki, í fyrsta flokks bók- um, á myndum prýðilega gerð- um í seinni tíma. Og svo þar á meðal, í fallegri fyrsta flokks blaðagrein eins og hér um ræðir. öll nauðsynleg vinna er mann- inum sæmd, sem gerir hana. Og vinnan þroskar manninn _______ venjulegan mann. Enginn gæti útreiknað hve mikla blessun hún færir mönnunum í raun réttri. Trésmíðin er sannarlega á meðal þess mikla og góða sem manns- hönd og hugur afrekar í mann- anna þarfir. Alla leið frá því að tilbúa kofa, svolítið skjól fyrir málleysingjann hrakinn utan úr storminum, til hússins sem hlýt- ur hið veglega nafn Heimili — svo hollin — kirkjan. Báturinn sem ellihrumur smælinglnn get- ur farið a til handfæra rétt fyrir framan landið, að sækja sér lífs- björg, til skipsins sem fer á mið með menn á bezta aldursskeiði að sækja hverskonar sjávarbjörg sém um ræðir, til hafskipsins mikla, sem undir seglum, eim eða hverjum öðrum krafti sem not- aður er, fer um heimshöfin og flytur menn og vörur til lífsviður halds og framfara mannkyninu, alt er þetta stórt og mikið. En það að geta þetta, er ekki sprottið upp af trésmíðaborðinu fyrst og fremst heldur upp af Guðs and- anum í manninum, sem lang bezt hefir opinberast og þroskast fyrir opinberunina í Jesú Kristi. En þrátt fyrir það þó hér um íæði að uppmylla þarfir mann- anna með vel notuðum kröftum og heilbrigðri vinnu, þá er sú uppfylling alt annarar kendar en endurlausnarstarf J e s ú Krists. Opinberun Guðs ríkisins, siðferðisþroski, lækning sjúkra, reisa menn frá dauðum á and- legan og líkamlegan máta. Fyrir mínum huga er alt starf Jesú Krists algerlega andlegrar teg- undar sprottið af himneskum eldi í hans guðdómlegu sál. Sú eina frásögn sem oss er gefin af honum í æsku í heilagri ritningu, bendir alls ekki á að hann hafi haft huga á veraldlegum prakt- iskum störfum, sem kallað er. Tólf ára gamall gleymir hann sér í musterinu, ef maður má svoleiðis að orði komast, heillast af því sem elztu og lærðustu mennirnir hafa meðgerð með, spyr þá og talar við þá svo þá undrar svo ungan mann. Og svo gefur hann móður sinni þetta svar, sem lifir og lifað hefir í gegnum aldirnar. „Vissuð þér ekki að mér ber að vera í því sem míns föður er“. Lúk. 2:42— 52. Manni skilst að hér sé lífs- starfskallið. Sigurmáttur Jesú Krists getur ekki hafa sprottið af handverki, hversu göfugt sem það handverk í sjálfu sér er, heldur af guðlega mættinum í honum sjálfum — Guðs kraftin- um, sem öllum krafti er æðri. Næst á eftir þessari grein í blaðinu Árdís, tkemur önnur grein, sem heimtar að maður hugsi um efni hennar. Þar er margt vel sagt einkum um líkn- arstarf konunnar á ýmsum svið- um og á það sannarlega rétt á sér. Fremsta staðhæfingin er vitaskuld það, að kristindómur- inn lægi hina áæðri stormana í mannssálinni og að hann sé heimsins eina von. Margir af beztu og vitrustu mönnum nú- tímans sjá það og vilja fegnir stuðla til að svo megi verða — að það góða sigri. Ekki ætla ég að mæla með grimd og yfirgangi forfeðra vorra, Víkinganna, en á hinn bóginn hneyt mér við hjarta þegar talað er um að Víkings- eðltð þurfi að deyja. Ég vona að það bezta í því deyi aldrei á meðan menn byggja þessa jörð, sannur framsóknar andi, dreng- skapurinn, orðheldnin, óttaleys- ið við það sem ilt er nema að- eins til að forðast það. — Þetta, að standa á skipsfjöl og finna farið gahga upp og niður í öld- unum og finna mikið meira til gleði en ótta. — Ég held það sé. arfur frá Víkingunum. Megi Guð blessa alla sanna mannkosti sem þeir hafa eftirlátið afkomendum sínum. Um heimsfriðinn er það að segja, að sannarlega ætti hver kona að láta sér ant um friðinn, en um fram alt, sannan og virki- legan frið. Og fyrst að kristin- dómurinn er sterkasta lyftiaflið fyrir sannan frið og sanna menn- ingu, þá ber náttúrlega fyrst og fremst að leytast við að halda honum við og að hvert manns- barn verði hans aðnjótandi. Mað- ur veit það að engin þjóð er svo fullkomin að þar finnist ekki misjafnir einstaklingar á meðal hennar. Á hinn bóginn segir þjóðarkarakterinn til um það hvernig meiri hluti þjóðarinnar er. Enskumælandi þjóðirnar og Norðurlandaþjóðimar eiga sömu hugsjónir og sama þjóðarkar- akter, það er ákveðin játning trúarinnar og einlægan vilja á að halda í þá menningu sem út af henni hefir sprottið. Atkvæða- rétt og frjáls þjóðþing á meðal þess fremsta. Nú vilja aðrir alt aðra aðferð á því að lifa lífinu og ekki einungis vilja það fyrir sig heldur vilja troða því upp á aðra. Og þar eru sterk öfl á bak við. Kommúnisminn er mein- semd heimsins rétt núna. Ef hann hefir komið fram af gild- um ástæðum í upphafi vega sinna, þá þurfa vestrænar þjóðir hans ekki við. Þær eru búnar að koma sér upp betra fyrirkomu- lagi til að lifa eftir. Alt það sem fer úr lagi þar í, er fyrir mis- brúkun lífsins ekki einungis hjá hinum sterkari manninum, held- ur og líka hjá okkur sem lítið getum. Bæði konur og karlar eru sek í sambandLvið hjónaskilnaði og hrakninga á börnum. Og því mið- ur lítur svo út, sem ráðvendni unglinga, eftir því sem daglegar fréttir herma, hafi ekki farið fram að sama skapi og frelsi og mentun konunnar hefir aukist. Og sízt vildi ég þó með mæla fá- fræði og ófrelsi því ekki eru læknismeðulin þar, heldur í hinu, að „ekki er síður vert að gæta fengins fjár en afla þess“. í grundvelli kristindómsins er máttarstoðin sjálfvilja fórnin. Það að gefa. Slá af kröfunum í daglega lífinu, vera ánægður með gamlan hatt og gamla skó, ef ekki er hægt að fá nýjan hatt og nýja skó. Neita sér um t. d. eitt “show” á viku og lesa eitt- hvað gott eða skemmtilegt heima hjá sér, hekla eða prjóna eða sauma. Kannske unglingurinn uni sér þá betur heima ef hún mamma hans er heima. Og fyrir manninn, sem þykir gott vínið, að biðja Guð að gefa sér styrk til þess að standa á móti því svo hann geti látið konu og börn njóta nærveru sinnar í friði og ró á heimilinu og peninganna sem annars hefðu eyðst og ekki á góðan hátt. Þetta mun nú þykja smávegis en þetta er þó á meðal allra fyrstu undirstaðna friðarins. Viðvíkjandi ástandinu- sem stendur út á við. Ég trúi því, að þeir sem fyrir okkar hlið ráða, geri það bezta sem hægt er til að halda í friðinn, því þó margt gangj stirt, er ég fyllilega þeirr- ar skoðunar, að ef Sameinuðu friðarþingin hefðu ekki staðið yfir í síðastliðin ár þá hefði heimurinn verið löngu „sprung- inn upp“ aftur. En um erindi Mrs. Guttorms- son „Hið góða hlutskifti“, er það að segja, að það er flutt út frá hárri hugsjón og margt í því sem er mjög svo ánægjulegt að lesa. Næst er ritgerð eftir séra Rún- ólf Marteinsson, D.D. æfiágrip tengdasystur hans, merkiskon- unnar Mrs. Ásdísar Hinrickson. Prýðilega fallegt. Mynd af Mrs. Hinrickson fylgir æfiágripi þessu. Þá er mynd frá Sunrise Camp. Á eftir henni kemur aðsóps- mikil og falleg ritgerð “Our Warp And Woof” eftir frú Ingi- björgu J. Ólafsson. Þessi ritgerð er skrifuð frá sjónarmiði hins canadíska borgara og athygli dregin að ábyrgð og réttindum landsmanna, einnig að fegurð, auðlegð og mikilleik landsins. Undirstöðu þjóðarinnar í fortíð- inni, nútíðin með efnið í vefinn og vefstólinn og ljósar og fagrar vonir um fallega voð. Ritgerðin er bæði kjarnmikil og merkileg og unga fólkið sérstaklega ætti að lesa hana. Frú Ingibjörg J. Ólafsson er bæði gáfuð kona og ágætlega mentuð. Og hún er ekki síður afkastamikil í starfi. Þá er stutt grein, útdráttur úr Skýrslu árritsins „Árdís“, eftir ráðskonu ritsins frú Ingunni Gillies. Þessi smágrein er sér- lega hlý í anda, full af þakklæti fyrir það liðna, bæn og björtum vonum fyrir það ákomna. „Jól og vor“, eftir Mrs. Hrund 1 sambandi við sjóðsstofnun- ina er ætlunin að safna saman minningum um einstaka hesta, og gæti það safn síðar orðið skemmtilegt handrit að bók, sem gæti eflt og aukið sjóðinn. Flestir munu minnast hinna stoltu og glæstu gæðinga sinna, en síður mun fengizt um að halda á loft minningu verkhest- sins, hins stritandi ferfætlings, — þrælsins, sem bar heyið heim af engjunum, móinn og torfið úr mýrunum, sem bar taðið á völl- inn, dró vögur og sleða, flutti af- urðirnar í kaupstaðinn og nauð- synjarnar heim, yfir fjöll og veg- leysur. Ég ólst að nokkru leyti upp hjá heiðursmanninum Hallgrími Þorbergssyni á Halldórsstöðum i Laxárdal, og hinni einstöku á- gætis- og gáfukonu, Bergþóru Magnúsdóttur, konu hans. A Halldórsstöðum er þríbýli, o)g voru tveir hestar venjulega á hverju heimilanna. Þegar ég var drengur, þekkti ég alla hestana. aðeins sex að tölu, mætavel. Þeir voru hver öðrum ólíkir. Skjóni Torfa Hjálmarssonar var rauðskjóttur glæsihestur, reistur og stoltur viljahestur með grófu brokki. Yfir hönum hvíldi helgi Skúlason, er yndisleg ritgerð um dýrð lífsins í þeim miklu og fögru atriðum sem felast í jólun- um og vorinu. “These Things I Know“, er fallegt trúarljóð eftir Jón Guð- mundsson í Tyunga, California. Endurminningar frá liðinni tíð, eftir Salome Halldórsson, er skemmtileg frásögn um „gamla timann“ í Álftavatnsbygð. Þó höf. ætlist ekki til að það sé sögulegur þáttur, þá er þar nú margt samt sem ■óhjákvæmilega er bæði gaman og gagn til geymslu sem „saga“. Örstutt en falleg grein um Mrs. Alice Clemens Weinhardt, eftir Floru Benson. Mrs. Wein- hardt er húsmóðir við heima- nám kvenna í St. Olaf College, Northfield, Minn. Mynd er sarna af frúnni og foreldrum hennar séra Jóni og frú Clemens. Alt fjarska fallegt fólk. “The Bishop of Iceland in Chicago,” er falleg lýsing af komu Dr. Sigurgeirs Sigurðs- sonar biskups yfir íslandi, er hann heimsótti Chicago. Greinin skrifuð af George Hansen, Chicago. Það er sitt af hverju og margt merkilegt ennþá þarna, en ég ætla að minnast sérstaklega á eitt: „Táknið“. Það er þáttur úr sögu átakanlega sorgmæddrar en mikilhæfrar konu, Guðrúnar Brunborg, sem misti elskaðan son í fangabúðir síðasta stríðs. Ég hef lesið sögu hennar annars staðar. Hér er mjög vel sagt það sem sagt er. Einnig eftirmálinn eftir Lilju Guttormsson, í Osló, Noregi, og síðar í bókinni bréf frá Miss Guttormsson. Með President’s Report, er mynd af hinni stórmyndarlegu konu, sem nú er forseti Banda- lags Lúterskra Kvenna, frú Fjólu Gray. Myndir og eftirmæli af ellefu framliðnum konum. Eftirmælin öll skrifuð af þektum höfundum og því prýðilega gerð. Rannveig K. G. Sigbjörnsson ☆ ATHUGASEMD: Ýtarleg um- sögn um ÁRDISI var birt í þess- um dálkum stuttu eftir að ritið kom út; greinin að ofan er birt vegna eindreginna óska höf- undarins og ritstjóra ritsins, en betur fer á því, að greinar fyrir kvennasíðuna berist beina leið til ritstjórans, en fari ekki krókaleiðir. —Ritstj. minninga, og ekki mátti nota hann nema til fárra starfa og aldrei nema lítið. Sérstakar or- sakir voru til þess. Raunar var hann aðalborinn og virtur auðn- uleysingi. Jarpur Torfa var allt öðru vísi. Hann var smávaxinn, varla meðalreiðhestur, ekki lat- ur, skeiðlaginn og mjúkur ásetu, en taugaslappur og fælinn við sum störf. Varla var svo tekinn af honum baggi, a ðekki væri hætta, á að hann fengi fælnis- kast. Jarpur var því ekki í mikl- um virktum, en heldur ekki ó- vinsæll, því að gott þótti að grípa til hans, er farið yar á næsta bæ. —Skjóni Páls Þórarinssonar var brúnskjóttur. Hann var nokkuð dulur og torlesinn. Raunar var það bezti hestur, stuttur og jafn- vaxinn, enginn skörungur en notagóður við flest störf.—Skagi hét hinn hestur Páls. Hann var á fertugsaldri, þegar ég var hon- um samtímis. Hann var mikill viljagammur, stæltur klárhest- ur og þolinn, þótt framhófar hans væru sífellt sprungnir vegna slæms horns í hófveggj- um. Skagi var enginn galgopi, tók lífinu og störfum sínum með alvöru, enda harður á brúnina en ekki mjög þungur, og slapp- ur flipinn af of hertri keðju jók ekki fríðleik hans. Hallgrímur átti einnig tvo hesta. Skolur var skoljarpur, keyptur á Bessastöðum hjá Jóni bróður Hallgrims árið 1921. Hann var óvenjulega þurrbyggð- ur, heldur grannvaxinn, meðal- reistur, taugasterkur, harðfjör- ugur, skapmikill og stífur í taum um, þolinn og afar fótviss. Séð hef ég í Áshreppi í Rangárvalla- sýslu hest svo líkan Skol, að mér fannst sem væri hann þar lifandi kominn. Við eftirgrennsl- an kom í ljós, að um skyldleika gat ef til vill verið að ræða. Skol ur var ágætur hestur til allra starfa, alltaf jafn fjörugur og vinnufús, en til margra starfa var hann of fjörugur og ekkl barna meðfæri. Oft óskaði ég þess í dagdraumum mínum að geta náð þeim þroska og að verða sá maður að hafa í fullu tré við Skol, ekki sízt sökum þess, að jafnaldra mín, Þóra dótt ir Hallgríms, hafði mun meira vald yfir honum en ég. Hallgrím ur sagði venjulega, að það væri einhver fjörfiskur í rassinum á mér, sem æsti fjör Skols og ýfði skap hans. Við þetta varð ekki ráðið. Hver tilraunin mistókst á eftir annari. Avallt fór Skolur á fulla stökkferð á fyrstu mínút- unni, og öll hugsun knapans og aðgerðir hans snerust þá ein- göngu um sjálfsvörn og sjálfs- björgun. En Skolur var höfðingi og göfuglyndið skein úr augum hans. Hann gat aðeins ekki ráð- ið við fjör sitt og hlaupagleði.— Oft var það eftir spretti með okkur krakkana, eins og hann bæðist afsökunar á framferði sínu. Og svo var það Reddi, sem enginn bar neina sérstaka virð- ingu fyrir og mest var notaður og alltaf vann störf sín með sér- stakri stillingu, og misjafnri ó- lund, en alltaf nokkurri. Reddi var dökkrauður, framlágur, höf- uðið ekki ófrítt, en drungi í svipnum og stundum svefnleg. værð, bolurinn digur, lendin mikil og vel vöðvuð, og allur var hann hinn þreklegasti og fæt- urnir þurrbyggðir og sterkir. Ekki veit ég, hvaðan Reddi var ættaður, en það skiptir heldur engu. Reddi var rajög latur og beitti sér aldrei, nema hann væri hvattur. Þá hafði hann það til að þráast, ef honum þótti of mikið á sig lagt, og aldrei teymdist hann greiðlega. Ég man enn vel, hversu hægt hann beygði hnén og lyfti fótunum. Stundum prjónaði hann, ef farið var annað en hann sjálfur vildi. En þessir hrekkir voru gerðir með svo mikilli hægð og hæ- versku, að engum stóð ógn af. Reddi hlaut alltaf að láta undan og hlýða, og þráinn kom að mestu fram í ólund, sem þó stóð ekki djúpum rótum. Þrátt fyrir alla ókostina sína var Reddi þó mest notaður, af því að hann hafði einnig mikla kosti. Hann var t. d. svo gæfur, að alls staðar mátti ganga að honum og taka hann í haganum. Ekki vissu menn, hvort stillingin var sprott- in af leti eða þægð. Hann hrædd- ist heldur ekkert, og aldrei skemmdi hann nein verkfæri. Reddi var ekki montinn, og olli montleysi hans mér oftast mestu hugarangri. Hallgrímur sagði eitt sinn, að Reddi væri vel byggður að aftan, en enginn gaf neitt fyrir þessa aftari feg- urð hans. Það var lakara með frampartinn, og ósköp var erfitt að toga upp á honum höfuðið og hálsinn, þegar ókunnugum var mætt á förnum vegi. Hann bar svo leiðinlega utan á sér reið- hestsleysið. Út yfir tók þó, er sporið var kreikkað. Brokkið var stutt, hast og óþægilegt. Helzt var að láta hann valhoppa, en því nennti hann aldrei nema fáar hestlengdir, — aumingja Reddi. En aldrei gerði hann nein- um mein, ekki sló hann og ekki beit hann, og börnin voru örugg hjá honum, hvort sem þau lágu undir honum eða aftan við hann. ]>að tók því ekki að stjaka við óeim. Einu sinni sá ég Redda í álög- um. Þá ætlaði ég varla að þekkja hann. Hann var á beit með Hall- dórsstaða hestum og hrossum neðan frá Stöðum „út og upp“ hjá Tvígörðum. Hann stóð þar í grávíðisbrekku og horfði vest- ur yfir hálsinn. Þarna reisti hann sig eins og stóðhestur í fullu frelsi að vordegi. Augun voru starandi, granirnar þandar, eyrun voru framskotin og tif- uðu. Bolurinn var t e y g ð u r, spenntur og svo óvenjulega spengilegur, og hann stóð tals- vert hærra að aftan. — Var þetta Reddi? Það var eins og hann væri svangur, — svo var hann kviðdreginn. Þannig stóð hann lengi, og ég horfði á hann undr- andi. En heyið beið bundið á engjunum, svo að ekki mátti slóra. Ég gekk að honum, tók hendinni traustataki í faxið, eins og venjulega, og sagði: „Stattu kyrr, Reddi minn.“ Þá vaknaði hann, hálsinn féll niður, ólundin kom í augun, maginn þandist út með einum löngum andardrætti, og Reddi varð sem áður fyrr. — Þetta var skrítið, — já, það er margt skrítið stundum frammi á Þegjandadal. — Síðan reið ég Redda heim og rak hin hrossin. Þau hlupu langt á und- an, því að Reddi kaus að fara hægt. Þegar Redda var riðið, var alltaf nógur tími og næði til að skoða hann og hugsa um hann. Meðal annars er það þess vegna, sem hann gleymist ekki. Nú er Reddi löngu dauður og grafinn, því að Þingeyingar éta ekki hesta sína. Redda þekkti ég bezt allra hesta, og ávallt staldra ég við og bið um næði, er ég sé jafningja hans, hvora sem eru menn eða málleysingjar. Þótt Siggi fjósamaður þætti enginn sérstakur vitmaður, átti hann samt til að koma laglega fyrir sig orði. Einhverju sinni kom flakkarinn Stutti Bjarni á bæ Sigurðar. Stóð eitthvað illa í bæli Bjarna gamla í það sinn og lenti hann í þvargi við Sigga. Spurði Bjarni Sigga, hvort hann væri kjaftapóstur á þessum bæ. Siggi svaraði: „Á ég að skila nokkru frá þér til hreppstjórans?“

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.