Lögberg - 28.02.1952, Blaðsíða 8

Lögberg - 28.02.1952, Blaðsíða 8
8 LÖGBEHG, FIMTUDAGINN, 28 FEBRÚAR, 1951 Einkennilegur draumur Atburður sá er hér verður frá skýrt, gerðist á írlandi á öldinni sem leið og er talinn vera sann- ur. Maður nokkur að nafni Adam Rogers, trúverðugur og heiðar- legur, rak veitingasölu í Port- law, sem er lítið þorp nálægt Waterford 1 írlandi. Eina nótt dreymdi Rogers, að hann sæi tvo menn á stað einum er hann kann aðist við í hálendi skammt frá þorpinu. Annar þeirra var lítill maður, veiklulegar útlits. Hinn var stór og sterklegur. Hann sá hinn síðarnefnda myrða litla manninn og við það i vaknað hann. Draumurinn var svo raunveru legur að Rogers varð mjög órótt. Hann sagði konu sinni draum- inn næsta morgunn og einnig nokkrum nágrönnum sínum. Nokkru síðar fór hann á veið- ar með hunda sína og voru nokkrir í fylgd með honum, þar á meðal kaþólskur p r e s t u r, Browne að nafni. Hann kom á stað þann í hálendinu, er honum hafði birst í draumnum, vísaði prestinum á hann og sagði hon- um frá draumnum. Næsta morgunn varð hann bæði skelfdur og undrandi er hann sá tvo ókunna menn koma inn í veitingastofuna um klukk- an ellefu.. Hann gekk strax til konu sinnar og bað hana að veita þessum mönnum sérstaka athygli, því að þeir væri einmitt mennirnir sem hann sá í draum- num. Eftir að mennirnir höfðu feng- ið sér hressingu ætluðu þeir á brott. Rogers brá þá litla mann- inum á einmæli og bað hann um að skilja við félaga sinn. Full- vissaði hann manninn um að ef hann vildi bíða til næsta morg- uns ,skyldi hann sjálfur fylgja honum yfir fjallið til Carrick, en það var staðurinn sem mennirn- ir ætluðu til. Hann sagði þó ekki ástæðunafyrir þessari b e i ð n i sini og litli maðurinn, sem hét Hickey, taldi ástæðulaust að skilja við félaga sinn. Rogers tók eftir að Hickey var með tals- verða peninga og óttaðist nú enn meira að einhver örlagaríkur at burður mundi gerast. Fortölur hans höfðu þó engin áhrif. Stærri maðurinn hét Caulfield. Hann talaði um fyrir félaga sín- um og leiddi honum fyrir sjónir að eðlilegast vær iað þeir væri samferða þessa stuttu leið sem eftir væri. Þeir fáru síðan l&iðar sinnar. Nokkru síðar um daginn fannst Hickey myrtur á stað þeim í hálendinu sem Rogers hafði séð í draumnum. Fragnin um morðið komst brátt til Port- law. Rogers og kona hans fóru þegar á morðstaðinn og þekktu lík Hickeys. Þau létu þegar í ljós grun sinn um það að Caulfield væri morðinginn og var hann tekinn fastur í Waterford dag- inn eftir. Það kom fram í réttarhöldun- um, meðal annars, að á leiðinni til Carrick hafði hann fengið lán- aðan hest og dreng til að vísa honum leið til Waterford því að þar ætlaði hann að taka sér far með skipi til Nýfundnalands. Drengurinn tók eftir að blóð var á skyrtu hans. Caulfield gaf drengnum krónu fyrir að segja ekki frá því. Við réttarhöldin gaf Rogers ýmsar upplýsingar v a r ð a n d i ferðafélagana sem sýndi að hann hafði veitt þeim sérstaka athygli. Hann var að því spurður hvers vegna hann hefði veitt þeim slíka athygli og komst hann því ekki hjá því að segja frá draumnum. Prestur- inn, Browne staðfesti frásögn hans, sem endaði á því að kona hans hafði þunglega ásakað hann fyrir að láta Hickey fara á braut þótt hann væri sannfærður um að mikil hætta vofði yfir honum. Caulfield var dæmdar eftir lík um. En eftir dóminn gerði hann játningu sína. Hann hafði myrt Hickey til fjár. VÍSIR Kröpp kjör stúdenta við þýzka háskóla Bréf til Dags frá íslenzkum námsmanni í Kiel Úr borg og bygð Matreiðslubók, sem Dorcasfé- lag Fyrsta lúterska safnaðar lét undirbúa og gaf út; þegar þess er gætt, hve bókin er frábærlega vönduð að efni og ytri frágangi, er það undrunarefni hve ódýr hún er; kostar aðeins $1.50 að viðbættu 15 centa burðargjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, sendist: ,*Mrs. R. G. Pollock, 708 Banning St. Winnipeg, Sími 36 603 Miss Ruth BárdaL 5 — 54 Donald St. Winnipeg. Sími 929 037' ☆ A meeting of the Jon Sigurd- son Chapter I. O. D. E. will be held at the home of Mrs. P. J. Sivertson 497 Telfer St. on Friday Eve., March 7th at 8 O’clock. ☆ VEITIÐ ATHYGLI auglýsingunni um afmælis- samkomu Betels, sem haldin verður í Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudaginn 4. marz. Betel hefir verið óskabarn Vestur- íslendinga síðan það var stofn- að fyrir 38 árum, og er það enn, eins og maklegt er; samkomur þess eru því ávalt fjölsóttar, enda vandað til þeirra eftir föngum, og svo hefir verið gert í þetta skipti. Margan mun fýsa að hlusta á próf. Finnboga Guð- mundsson og sjá nýjar myndir frá okkar fagra ættlandi, sem hann sýnir og útskýrir. Húsmóð- irin á Betel, Mrs. Tallman, segir fréttir frá heimilinu, og margt fleira verður til skemtunar. — Styrkið gott málefni; njótið góðrar skemtunar; sækið sam- komuna! ☆ Próf. S. K. Hall, tónskáld, Wynyard, Sask., er nú að búa undir prentun þriðja bindi sönglagabókar sinnar. Fyrstu tvö heftin seldust vel og hlutu ágæta dóma hjá dómbærum mönnum, íslenzkum og annara þjóða. í þessu hefti verða 8 lög, sum við kvæði eftir vestur- íslenzk skáld, bæði á frummál- inu og í enskum þýðingum. Þýð- endur Ijóðanna eru: Jakobína Johnson, Próf. Skúli Johnson, séra R. Fjelsted, Paul Bjarna- son og H. S. Axdal. Próf. Hall á miklar þakkir skilið, ekki einungis fyrir hin mörgu yndislegu sönglög, sem hann hefir samið, heldur og fyr- ir viðleytni hans að kynna þannig canadísk skáld af ís- lenzkum stofni. Söngelskt fólk mun fagna útkomu þessa heftis. GERANIUMS 18 VAtlETIES 20c Everyone interested tn houseplants should plant a packet or two or our Geranium Seed. We ofíer a gorgeous collection containing Dazzling Scar- let Flame Red, Brick Red, Crimson. Maroon, Vermilion. Scarlet Sal- mon, Cerise, Orange-Red. Salmon - Pink. B r i g h t Pink, Peach, Blush Rose, White, Blotched. Varie- gated, Margined Easy to grow from seed and often bloom 90 days after planting. (Pkt. 20c) (2 for 35c) postpaid. Plant now SPECIAL OFFER: 1 pkt. as above and 5 pkts of other Choice Houseplant Seeds. all different and easily grown in house. Value $1.25, all for 65c postpaid. Um þessar mundir birtist í Winnipeg Tribune þættir úr ævisögu George Smith, sem var í starfsliði Winnipeg lögregl- unnar í 40 ár, og um skeið yfir- maður hennar; segir hann frá ýmsum stórmálum, er lögreglan hafði með höndum á þessu tímabili. Fyrsta stórmálið, sem hann rannsakaði var morðmál 1905. Segir hann þar frá ungum og vöskum löregluþjóni, John J. Samson, sem þá hafði verið í lögregluliðinu í 18 mánuði og sem flestir Islendingar munu kannast við. * ☆ Mrs. Matthildur Sveinson frá Keenora, Ontario, sem dvalið hefir í borginni nokkrar undan- farnar vikur, og ferðast norður til Riverton og Mikleyjar, fer heimleiðis í næstu viku. * Donated to Sunrise Lutheran Camp $5.00 by Thor Lifman, Arborg, in memory *of Andrés Erlendson who died Feb. 17, 1952. ☆ Mrs. Jóhannes Gíslason frá Elfros, Sask., hefir dvalið í borg- inni undanfarinn vikutíma í heimsókn til systur sinnar, Mrs. Anderson, Tremont Apts., og annara ættingja og vina. ☆ KveSjusamsæti Þann 19. janúar s.l. var haldið samsæti á hinu fallega heimili Mr. og Mrs. S. Thorkelsson, 100 Ungava St., Victoria, B.C., til heiðurs Miss Katrínu Brynjólfs- son, sem nú er á förum til Is- lands. Um 30 gestir voru við- staddir; The Victoria Women’s Icelandic Club gáfu heiðursgest- inum ferðaklukku í skilnaðar- gjöf. Miss Brynjólfsson kom til þessa lands með bróður sínum, séra Eiríki Brynjólfssyni og fjölskyldu hans 1947. Húft hefir eignast marga vini hér um slóð- ir og mun dvelj’a nokkra mánuði í Winnipeg áður en hún fer heim. ☆ Stúkan HEKLA I. O. G. T. heldur fund á venjulegum stað og tíma þriðjud., 4. marz n. k. ' ☆ Mrs. Sigríður Walterson, 407 Taylor Ave., Selkirk, dó á mánu- daginn, 25. febrúar á St. Boni- face Old Folks Home, 70 ára að aldri. Hún kom til þessa lands fyrir 67 árum og hefir búið í Selkirk lengst af þeim tíma; maður hennar, Sigurgeir, dó fyr- ir allmörgum árum. Hún lætur eftir sig tvo sonu, Harvey og Neil í Winnipeg; fjórar dætur, Mrs. W. Matthews, Kelvington, Sask., Mrs. E. McKay, Selkirk, Mrs. W. Harvey, Dickens P. O. og Mrs. Bisset, Cleveland, Ohio; ennfremur 17 barna-börn og 1 barna-barna-barn; eina systur, Mrs. Eliza Roberts, Winnipeg. Útförin fór fram á miðviku- daginn; séra Sigurður Ólafsson jarðsöng. ☆ Nýstárleg hreyfimynd. „45 Tioga Street“ nefnist hreyfimynd, sem sýnd verður í samkomusal Fyrstu lútersku kirkju á eftir messu á sunnu- dagskvöldið, 9. marz, kl. 8:15. Myndin fjallar um hugðarefni sem kirkjulega sínnuðu fólki er ljúft að dvelja við. Engin sam- skot. Allir velkomnir. Baldur Ingólfsson mennia- skólakennari hér á Akureyri dvelur um þessar mundir við framhaldsnám í Kiel í Þýzka landi. Baldur skrifar blaðinu nýlega m. a. á þessa leið um ástand og horfur suður þar. . . . Héðan að sunnan mætti skrifa margt, því að heldur er órólegt í okkar gömlu Evrópu eins og fyrri daginn og stundum erfitt að átta sig á því, hvað satt er í öllum þeim fréttum og ár- óðri, sem hér dynur á mönnum, bæði að vestan og austan. Þjóð- verjar hugsa þó meira um að byggja land sitt upp aftur og hafa þegar náð furðumiklum ár- angri, því að í mörgum borgum, t. d. Kiel voru allt að 80% allra íbúðarhúsa eyðilögð, auk verk- smiðja, samgöngutækja o. s. frv. Þó segja þeir, að líða muni ein öld, áður en öll merki annarrar heimsstyrjaldarinnar verði af- máð. Rælt um Schuman-áællunina. Annað, sem hér er mjög á dag- skrá, er Schumanáætlunin, sem nú er óðum að komast á laggirn- ar. Hér eru allskiptar skoðanir um hana og Þjóðverjar tor- tryggnir, þó að þeim sé auðvitað ljóst, hvern hag þeir muni hafa af áætluninni. Mjög virðast mér Þjóðverjar vera gegn endur- vopnun, einkum stúdentar. Háskóli í raftækjaverksmiðju! Ég sendi til gamans mynd af háskólanum í Kiel. Hann er nú til húsa í gamalli raftækjaverk- smiðju, sem framleiddi fyrir her- inn, því að gömlu háskólabygg- ingarnar gereyðilögðust í stríð- inu. Eftir stríðið kom til mála að flytja háskólann til Schleswig, þar sem Kiel var svo illa útleik- in, en ekki varð úr því, þar eð yfírvöld borgarinnar sáu fram á, að borgin yrði þá of þýðingar- lítil og líflaus, eftir að flotinn þýzki og allt, sem honum til- heyrði, var úr sögunni. Kröpp kjör siúdenia Mjög mikið er gert fyrir stú- dentana, sem eru um 2800, og sótzt eftir að fá sem bezta kennslukrafta, og hefur það tek- izt með ágætum. Þýzkir stúdent- ar lifa almennt við mjög kröpp kjör, svo að yfir helmingur þeirra verður að komast af með hundrað mörk á mánuði. Af því gætu þeir þó ekki lifað af, ef þeir hefðu ekki óbeina hjálp frá fjölskyldum sínum eða beina hjálp frá stúdentasamtökunum, sem svo njóta styrks frá ríkinu. Einn íslendingur í Kiel Ég er eini íslenzki stúdentinn í Kiel, én tveir eru í Hamborg. Auk þess munu einhverjir vera í Köln . . .“ — DAGUR, 23 jan. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMU N DSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK SÖNGSKEMTUN Mrs. Elma Gíslason syngur vel valin lög, þar á meðal þjóðsöngva frá ýmsum löndum. Meðspilari verður Gwendda Owen Davies I FYRSTU SAMBANDSKIRKJU Fimtudaginn, 6. marz Inngangur 75c Byrjar kl. 8.30 undir umsjón stjórnarnefndar safnaðarins. Slær í hart við bónda, er neitar að skera fé sitt Hann skemmdi bíl eflirliis- , mannsins með skammbyssu- skoium I Árnessýslu fór niðurskurður á fé bænda fram nú í haust, í sambandi við fjárskiptin. Bónd- inn að Skipholti, Stefán Guð- mundsson, sem á 17 kindur, neit- aði að skera þær. Á Þorláksmessu. Gekk svo fram til jóla að ár- angurslaust var hann beðinn að fara að settum fyrirmælum. Á Þorláksmessu fór eftirlitsmaður með framkvæmd niðurskurðar- ins, heim að Skipholti til fundar við Stefán bónda. Skaui á bílinn. Meðan eftirlitsmaðurinn hafði þar viðdvöl, gerði Stefán sér lít- ið fyrir, tók kindabyssu sína og skaut gat á alla fjóra hjólbarða bílsins og einnig braut hann rúð- ur í honum með skothríð sinni. Eftirlitsmaðurinn varð þaðan að hverfa án þess að úr niður- skurði á kindum Stefáns bónda yrði. — Eru þær enn á lífi. — Eftirlitsmaðurinn kærði þessa árás til sýslumánnsins á Sel- fossi. Slæm færð hamlar. Svo sem kunnugt er hafa verið illviðri og vegir erfiðir yfirferð- ar, frá því um jólin. Hefir yfir- valdið ekki aðhafzt í málinu, en til þess mun nú draga innan skamms, ef fært verður að Skip- holti. —Mbl., 16. jan. Rif-gerðasamkeppni um kristilegt efni Hin íslenzka þjóðkirkja efn- ir til ritgerðasamkeppni í gagnfræða- og héraðsskólum landsins o. fl. um efnið „Dæmisögur Krist í guð- spjöllunum“. Herra Sigurgeir Sigurðs.son biskup skýrði fréttamönnum í gær frá ofangreindri samkeppni. Þátttakendur eru nemendur gagnfræðaskóla, héraðsskóla, kvenna- og húsmæðraskóla, sjó- mannskóla, iðnskóla, samvinnu-, verzlunar-, kennara- og mennta- skóla. Þriggja manna nefnd dæmir ritgerðirnar, en þeim sé skilað fyrir maílok og verði eigi lengri en 1200 orð. Verðlaun verða þrenn: Ferð til Glasgow, Nojrðursjávar- og Miðjarðarhafs- hafna. Ritgerðasamkeppni þessi er einkum gerð til þess að glæða áhuga æskunnar fyrir Ritning- unni, en vel má vera, sagði biskup, að samkeppni þessi verði vísir að stærra og meira átaki í þessum efnum. —VÍSIR, 16. jan. M ESSU BOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylanda. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnud. 2. marz Ens kmessa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Mikið fjölmenni yið minningarathöfnina í Grindavík í gær I GÆR fór fram í Grindavíkur- kirkju minningarathöfn um skip verjana er fórust með vélbátn- um Grindvíkingi, og var mjög mikill fjöldi fólks viðstaddur víðs vegar að. Komust ekki nær- ri allir inn í kirkjuna, og var gjallarhornum komið fyrir úti, fyrir þá, sem ekki komust inn. Ræður fluttu biskupinn yfir Islandi, Sigurgeir Sigurðsson, sóknarþresturinn í Grindavík, séra Jón Árni Sigurðssoif, og séra Eiríkur Brynjólfsson, prest- ur að Útskálum. Lík Grindvíkinganna fjögurra Jóhanns Magnússonar s k i p - stjóra, Guðm. Hermanns Krist- inssonar, vélstjóra, Sigfúsar Bergmanns Árnasonar og Þor- valdar Jóns Kristjánssonar voru öll jarðsett í sömu gröf, en lík eins skipverjans, Valgeirs Val- geirssonar, var flutt til greftrun- ar norður í Strandasýslu, í átt- haga hans. I Grindavík hefur verið stofn- a ð u r minningarsjóður u m drukknaða sjómenn frá aldamót- um. —i A. B., 30. jan. THE VIKING CLUB Ninlh Annual Banquet & Ball Friday, March 7th, 6.30 p.m. MARLBOROUGH HOTEL (Dress Optional) Dinner and Dance $2.50 Dance Only $1.00 Please Reserve Early Afmælissamkoma Betels undír umsjón Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar verður haldin í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU Á VICTOR ST. Þriðjudaginn 4. marz I 952--Byrjar kl. &. I 5 1. ÁVARP FORSETA Séra V. J. Eylands 2. SAMSÖNGUR (Choral Group) 3. PÍANÓ SOLO ............. Miss Sigrid Bardal 4. VOCAL SOLO..................Mr. Paul S. Bardal 5. FRÉTTIR FRÁ BETEL ...... Mrs. J. A. Tallman 6. SAMSKOT 7. RÆÐA (sýnir myndir frá íslandi) Próf. Finnbogi Guðmundsson 8. VOCAL SOLO Mr. Paul S. Bardal 9 VOCAL QUARTETTE .... Miss Gwen Frederickson Mr. Albert Halldórsson Miss Lilja Eylands Mr. Alvin Blöndal GOD SAVE THE QUEEN Við hljóðfærið: Mrs. E. Isfeld — Miss Sigrid Bardal Að lokinni skemtiskrá er öllum boðið að setjast til borðs við kaffiveitingar (rúgbrauð, rúllupylsu, pönnukökur o. fl.) í neðri sal kirkjunnar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.