Lögberg - 17.04.1952, Blaðsíða 1
PHONE 21 374
U^te
riea^eTS
Vrvyj
ó
A Complele
Cleaning
Inslilulion
PHONE 21 374
W'*'
u«*í*
Clea,aeT*
prU V
*^*fc°A Complete
Cleaning
Insiilution
65. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 17. APRÍL, 1952
NÚMER 16
Vinnur sigur í
sveita- og bæjar-
stjórnakosningum
Við nýlega afstaðnar sveita-
og bæjarstjórnarkosningar á
Englandi, vann flokkur óháðra
verkamanna mikilvægan sigur;
í London og ýmissum öðrum
meiriháttar borgum, ræður
flokkur verkamanna nú lofum
og lögum, en íhaldsmönnum
kvað vera þungt um andar-
drátt; staðhæft er að öngþveiti
það, sem álnavöruverksmiðjur
landsins eru komnar í og sívax-
andi atvinnuleysi í þessari grein
iðnaðarins, hafi átt drjúgan þátt
í hrakförum íhaldsmanna.
Stórhöfðingleg gjöf
Mrs. Ethel Shea, sem fyrir
skömmu er látin, ánafnaði í
erfðaskrá sinni $2,500,000 tveim-
ur sjúkrahúsum í Winnipeg,
Almenna sjúkrahúsinu og
Misericordia sjúkrahúsinu; er
þetta hin mesta gjöf, sem
sjúkrahúsum í Manitoba hefir
nokkru sinni fallið í skaut; upp-
hæðin skiptist að jöfnu milli á-
minstra sjúkrahúsa.
Mrs. Shea var ekkja eftir
Frank O. Shea forstjóra og aðal-
eiganda Shea ölgerðarinnar hér
í borginni; einnig mælti erfða-
skráin svo fyrir, að allt það fólk,
sem verið hefði tuttugu og fimm
ár í þjónustu manns hennar,
fengi fimm hundruð dollara
hvert um sig.
Þjóðkunn kona nýlótin
• «í ff AWjf'A pp mmm
Skipaður í
dómaraembætti
Frá því var nýlega sagt hér í
blaðinu, að J. J. Kelly, dómari í
Court of Queens Bench, hefði
látist snögglega á heimili sínu,
og þótti öllum, sem til þektu
mikil eftirsjá að fráfalli jafn
ágæts manns; nú hefir dóms-
málaráðherra sambandsstjórnar,
Stuart S. Garson, kunngert, að
Samuel Freedman hafi verið
skipaður í það embætti, er Kelly
dómari áður gegndi.
Hinn nýi dómari er Gyðinga-
ættar, fæddur í Rússlandi, flutt-
ist ungur til Winnipeg og lauk
lögfræðiprófi við Manitobahá-
skólann; hann er lærdómsmaður
mikill og mælskur að sama
skapi.
Mrs. R. F. McWilliams
Síðastliðinn laugardag lézt að
heimili sínu hér í .borginni Mrs.
R. F. McWilliams, kona fylkis-
stjórans í Manitoba, 77 ára að
aldri, þjóðkunn kona og mikil-
hæf; hún var útskrifuð í stjórn-
Patreksfjörður lætur Kanada
í té róðgjafa
Helgi Árnason fenginn til þess
að setja upp fiskimjölsverk-
smiðju í Halifax
Það má teljast nokkrum tíð-
indum sæta, að nú í vetur
var vélvirkji af Patreksfirði
fenginn vestur til Halifax í
Kanada til þess að setja þar
upp fiskimjölsverksmiðju.
Þessi maður er Helgi Árna-
son, sem hefir verið stjórn-
andi fiskimjölsverksmiðj-
unnar í Patreksfirði um
mörg ár.
Helgi Árnason er maður á
imiðjum aldri, og er vélvirkja-
meistari og rafvirki. Hann fékkst
um langan tíma við viðgerðir á
vélum á Paterksfirði og einnig
hefir hann haft þar með höndum
rafvirkjastörf. Fyrir heimsstyrj-
öldina seinni vann hann að upp-
setningu véla í fiskimjölsverk-
smiðju Vatnseyrabræðra í Pat-
reksfirði og hefir síðan verið þar
verksmiðj ustjóri.
Hann var fenginn til þess að
fara til Englands vegna fiski-
imjölsverksmiðjanna í togurun-
um, sem fyrrverandi ríkisstjórn
samdi um smíði á í Bretlandi,
en mun ekki hafa haft þar þá
(aðstöðu, er þurfti til þess, að
verksmiðjurnar yrðu betur úr
garði gerðar en raun varð á, og
þegar togarinn ,Ólafur Jóhannes-
son kom til Patreksfjarðar, var
að ráðum hans tekin úr honum
fiskimjölsverksmiðjan til gagn-
gerðra endurbóta, sem ekki er
lokið enn.
Það er nú um mánuður síðan
Helgi fór vestur til Halifax til
þess að vinna að uppsetningu
umræddrar fiskimjölsverk-
smiðju, og er gert ráð fyrir, að
hann verði vestra í þrjá eða
fjóra mánuði. Er það nýstárlegt
og talandi vottur um álit Helga
Árnasonar, að hann skuli sóttur
til Patreksfjarðar til þessa
verks meðal fjölmennrar þjóðar
í annarri heimsálfu.
—TÍMINN, 25. marz
Merkur
athafnamaður
lagafræði af háskólanum í To-
ronto, og var fyrsta konan í
þessu landi, er stund lagði á
slíka fræðigrein; útför frúarinn-
ar fór fram á þriðjudaginn frá
St. Stephens Broadway kirkj-
unni.
Mrs. McWilliams tók mikinn
og giftudrjúgan þátt í mannfé-
lagsmálum og átti árum saman
við ágætan orðstír sæti í bæjar-
stjórninni í Winnipeg; hún var
kona tíguleg í fasi og ástúðleg
heim að sækja; hún lagði um
langt skeið mikla rækt við að
gerkynnast sögu Manitobafylkis,
fékkst allmikið við ritstörf og
reit meðal annars bókina Mani-
toba Milestones, er fjallar um
frumherja fylkisins, og væri
synd að segja að íslendingar
væri þar hafðir útundan.
Háskóli Manitobafylkis sæmdi
Mrs. McWilliams heiðursdoktors
nafnbót í lögum.
Ekki selt dýrara
en keypt
Blaðið Winnipeg Free Press
flutti þá forsíðufregn í lok fyrri
viku, að fylkiskosningar í Mani-
toba mundu fara fram á kom-
andi sumri; hvort fregn þessi
hafi við nokkur veruleg rök að
styðjast getur orðið álitamál og
þess vegna verður hún ekki seld
dýrara en hún var keypt.
ísland í rétti sínum samkvæmt
Haagdómnum
Nokkur brezk blöð hafa gert
ráðstafanir íslenzku ríkis-
stjórnarinnar í landhelgis-
málunum að umtalsefni þá
daga, sem lfðnir eru síðan
að reglugerðin um verndun
fiskimiðanna umhverfis land
ið var gefin út. Yfirleitt eru
ummæli þeirra ekki ítarleg
en sums staðar kennir þar
nokkurrar beiskju í garð
íslendinga. Telja blöðin að
þessar ráðstafanir séu mikið
áfall fyrir fiskveiðar Breta.
Eitt þeirra segir að augljóst
sé að brezk stjórnarvöld
hafi ekki aðstöðu til að gera
neitt í málinu, þar sem ís-
lendingar séu í rétti sínum
í samræmi við ákvarðanir
Haagdómstólsins.
Times birtir aðeins stutta frétt
um málið samkvæmt frétta-
skeyti' frá fréttaritara sínum hér
á landi.
Daily Express birtir einnig að-
eins örstutta Reutersfregn um
ráðstafanir íslendinga.
í Grimsby Evening Telegraph
er heilsíðufyrirsögn svohljóð-
Missouriáin veldur gífurlegra tjóni en
áður getur um í sögu Bandaríkjanna
Gizkað er á, að um 100 þúsund-
ir karla, kvenna og barna hafi
orðið að flýja heimili sín vegna
vatnavaxta síðustu undanfarna
daga í Miðvestur-ríkjum Banda-
ríkjanna þótt rammast hafi
kveðið að af völdum Missouri-
árinnar í Nebraska, Missouri og
Iowa, þar sem áin hefir kom-
ist í slíkan ham, að til eins-
dæma telst, og enn er síður en
svo að séð sé fyrir enda hörm-
unganna, því enn er áin að
vaxa.
Þá hefir og Missisippi-fljótið
þjakað kosti mikils mannfjölda
á ýmissum stöðum, svo sem í St.
Paul, Minnesota. I South Dakota
hafa áflæðin gert mikinn usla
og við bæinn Fargo í North
Dakota, er Rauðáin alt annað
en árennileg.
Hernaðarverkfræðingar, sem
að bjargráðum vinna á áflæðis-
svæðum, áætla, að nálega hálf
önnur miljón ekra ræktaðs
lands sé á kafi.
Á þessu stigi málsins hefir
reynst ókleyft að meta eigna-
tjón.
J. W. Temple
Maður sá, sem hér um ræðir,
er sonur Winnipegborgar og
einn þeirra manna, sem mjög
hafa aukið á hróður bæjarfé-
lagsins; hann hefir nú verið
skipaður forstjóri atvinnuleys-
is tryggingarstofnunarinnar í
Sléttufylkjunum með aðalskrif-
stofu í Winnipeg og nær um-
boðssvæði hans yfir tvær miljón-
ir fermílna; á síðustu tíu árum,
hefir stofnun þessi greitt fjöru-
tíu og sjö miljónir dollara til
fólks, sem staðið hefir uppi at-
vinnulaust.
Mr. Temple tók þátt í fyrri
heimsstyrjöldinni og gat sér á
þeim vettvangi mikið frægðar-
orð; hann gekk í þjónustu sam-
bandsstjórnarinnar árið 1942.
Lætur af herforustu
Yfirforingi Norður-Atlants-
hafs varnarliðsins, Dwight
Eisenhower, hefir nú fengið
embættisuppsögn sína Truman
forseta í hendur og hverfur
heim þann 4. júní næstkomandi;
tekur hann þá til óspilltra mál-
anna varðandi framboð sitt sem
forsetaefnis af hálfu Republic-
anaflokksins, sem heldur fram-
boðsþing sitt í Cchicago í júlí.
Úr borg og bygð
Mrs. S. Clarke kom nýlega
vestan frá hafi, en þangað fluttu
þau hjónin í haust. Hún lætur
vel af veru þeirra þar. Hún kom
til að vera með móður sinni, Mrs.
Vilhelmínu Stefánsson, á átt-
ræðisafmæli hennar. Á þriðju-
daginn buðu þær mæðgur Mrs.
Stefánsson og Lillian dóttir
hennar nokkrum kunningjakon-
um heim til sín að Suite A Hebb
Apts. til að kveðja Mrs. Clarke,
sem fer heimleiðis í dag.
☆
Eileen Johnson hefir dvalið
hjá foreldrum sínum, Mr. og
Mrs. G. J. Johnson, 109 Garfield
Str., um mánaðartíma. Hún fór
þessa viku til Montreal, en þar
hefir hún starfað hjá Trans
Canada Airways í nokkur
undanfarin ár.
Bæn um alheimsfrið
Heilagi faðir, á hryggðar og angistarstundum
hjörtum vér gagntekin lyftum og titrandi mundum
til þín í trú, —
traust og vort athvarf ert þú;
hjá þér æ huggun vér fundum.
Heimurinn ráðþrota titrar af angist og ótta.
Alómið klofnaði! — Hver stöðvar tækninnar þótta?
Herra, þín hönd
heimsálfur snerti og lönd.
Allt er á örvita flótta.
Stórveldi hervæðast, hergögn og drápsvélar smíða.
Herfregnir spyrjast, er valdið fá sárustum kvíða.
Herra, þín hönd
heimsálfur snerti og lönd.
Sjá, hversu saklausir líða.
Hjálpi oss Drottinn! — ó, hjálpa, svo förumst vér eigi.
Herra, leið börn þín af augljósum glötunarvegi.
Herra, þín hönd
heimsálfur snerti og lönd.
Brátt mun þá birta af degi.
Komi þitt ríki — og kraftur þinn lát öndvegið prýða.
Kristur, tak heimsvöldin. — Lát oss Guðs boðorðum hlýða.
Herra, þín hönd
heimsálfur snerti og lönd.
Aga, þótt sárt kunni’ að svíða.
Sameina alla til sóknar og varnar gegn stríðum.
Samúð lát þróast og góðvild með fjarskyldum lýðum.
Herra, þín hönd
hjörtu vor snerti og önd.
Tala svo, Herra; — vér hlýðum.
Frelsaðu heiminn. — Ná tækninni’ í þjónustu þína.
Þerraðu tárin. — Lát styrjaldarhættuna dvína.
Herra, þín hönd
heimsálfur snerti og lönd.
Frið yfir foldu lát skína.
Valdimar V. Snævarr
andi: Islenzk fiskimið lokuð. I
upphafi greinarinnar segir á
þessa leið: — ísland hefir ákveð-
ið að færa út landhelgi sína og
loka þar með beztu fiskimiðum
togaranna. Brezkur fiski-iðnað-
ur lítur mjög alvarlegum augum
á þessa ráðstöfun.
Síðan rekur blaðið efni frétta-
tilkynningar atvinnumálaráðu-
neytisins.
Ummæli Scotchman uni málið
eru mjög athyglisverð. Segir
blaðið að það sé í athugun hjá
ríkisstjórn Bretlands.
Síðan kemst það að orði á
þessa leið:
En það er auðsætt að brezka
stjórnin hefir ekki aðstöðu til
þess að aðhafast neitt þar sem
Island virðist vera í rétti sínum
er það víkkar land helgi sína í
samræmi við niðurstöður Haag-
dómsins. En óttast er að ráðstaf-
anir íslendinga geti leitt til gagn
ráðstafana af hálfu sjávarút-
vegsins hér á þann hátt, að land-
anir íslenzkra skipa verði hindr-
aðar. Þær myndu trauðla verða
brezkum neytendum að gagni.
Þeir hljóta í báðum tilfellum að
tapa.
Fishing News segir í fyrir-
sögn: — Ákvörðun, sem búizt
hafði verið við en er samt sem
áður mikið áfall.
s
Blaðið segir að brezkir togara-
sjómenn séu agndofa yfir ráð-
stöfunum íslenzku stjórnarinn-
ar. Til síðustu stundar hafi
menn gert sér vonir um að ríkis-
stjórnir landanna myndu finna
lausn í þessu máli, sem fullnægj-
andi væri fyrir báða aðilja.
Ríkisstjórn íslands og Noregs
hafa gert sínar ráðstafanir, nú
er röðin komin að brezku stjórn-
inni, segir blaðið.
I þessu máli þýða ekki nöldurs
legar gagnráðstafanir, heldur
Fishing News áfram. Síðan kem-
ur áskorun um að loka Muray-
firði og öðrum miðum við
strendur Bretlands. Þjóðarnauð-
syn beri til slíkra ráðstafana.
Ennfremur beri að kalla saman
alþjóðaráðstefnu til þess að
finna lausn í þessu máli, áður en
ástandið vernsi.
Ennfremur segir blaðið að
hver áreksturinn á fætur öðrum
í fiskiveiðimálum leggist eins og
mara á sambúð þjóðanna.
—Mbl. 23. marz
Taffr í fararbroddi
Á mánudaginn í fyrri viku fór
fram prófkjör í Illinois-ríkinu og
féllu úrslit á þann veg, að Sena-
tor Robert Taft fékk yfirgnæf-
andi meirihluta umfram þá
Stassen og Eisenhower, en allir
þessir menn keppa um forseta-
útnefningu af hálfu Republicana
Fyrir hönd Demokrata hlaut
Senator Estes Kefauver mikið
atkvæðamagn.
Dauðarefsing sefrfr í
lög í Danmörku
Kaupmannahöfn 26. marz
Danska þingið samþykkti í
dag með miklum meirihluta at-
kvæða tillögu um að dauðarefs-
ingu skyldi beita við nokkrum
alvarlegum brotum gegn öryggi
landsins, sem framin væru á
stríðstímum eða ef óvinaher
sæti í landinu.
Nafnakall var viðhaft við at-
kvæðagreiðsluna og sögðu 104
já, 32 nei, en 14 voru fjarverandi.
—Mbl., 27. marz