Lögberg - 17.04.1952, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. APRÍL, 1952
LANGT f BURTU
frá
Heimsku Mannanna
Eftir THOMAS HARDY
J. J. BlLDFELL þýddi
„Ó — ég — mér svelgdist á, andtakið fór
röngu leiðina, hr. Oak, og ég fór að hósta.“
„Hvers vegna komstu?“
„Ég hljóp til að segja þér“, sagði aðstoðar
fjárhirðirinn og studdi sig við dyrastafinn, „að
þú yrðir að koma strax. Tvær ær eru bornar
og eru báðar tvílembdar — það er það sem að
er, fjárhirðir Oak.“
„Ó, það er þá allt,“ sagði Oak og stóð á
fætur, og hætti að hugsa um Fanny í bili. Það
var rétt af þér að koma og segja mér frá því
og átt skilið að fá einhvern tíma ókeypis
fyrir. En áður en að við förum, Cain, skaltu
koma með tjörupottinn og við skulum merkja
þessi lömb hér, svo að því sé lokið.“
Oak tók brennimerki upp úr einum af
hinum mörgu vösum sínum, dýfði því ofan í
pottinn og setti svo að lend lambanna upphafs-
stafina B. E., sem þýddi, að upp frá þeim degi
væri öllum tilkynnt að lömb þessi tilheyrðu
Bathshebu Everdene og engum öðrum.
„Taktu nú tvö lömbin, Cainy og farðu.
Vertu sæll, hr. Boldwood.“ Féhirðirinn tók
fjögur lömbin, sem hann sj^lfur hafði komið
með og hvarf með þau í áttina til lambánna,
sem að voru þar rétt hjá, og var heilsusamlegt
ástand þeirra nú allt annað heldur en það var,
þegar að hann kom með þau við dyr dauðans
í ölgerðarhúsið.
Boldwood gekk á eftir honum dálítinn spöl
út á akurinn, stansaði og sneri til baka. Hann
sneri við aftur í áttina á eftir Oak og réði nú
við sig að halda áfram. Hann kom þangað, sem
að fjárskýlið var, stansaði og tók upp vasabók
sína og opnaði hana, og kom þá bréfið frá
Bathshebu Everdene í ljós.
„Ég ætla að spyrja þig að, Oak“, sagði hann
með óekta kæruleysi, „hvort að þú þekkir þessa
rithönd?“
Oak leit á ákriítina og roðnaði, en svaraði
undir eins: „Ungfrú Everdene." ...
Oak hafði roðnað við að sjá og heyra nafn
hennar. Hann fann nú til einkennilegs hugar-
angurs. Bréfið hlaut að vera nafnlaust, annars
hefði þessi spurning verið óþörf.
Boldwood misskildi hikið, sem á Oak kom.
Viðkvæmt fólk er alltaf tilbúið með sitt. — Er
það ég? 1 staðinn fyrir að rökhugsa hlutina frá
almennu sjónarmiði.
„Spurningin var í alla staði sanngjörn",
sagði hann og fann til einkennilegs alvöru-
þunga í sambandi við rökræðu sína í sam-
bandi við bréfið. „Þú veist að það er alltaf
vonast eftir því að prívat upplýsinga verði
leitað. í því kemur glettnis atriðið til greina.“
Og þó um líkamlegar kvalir hefði verið að
ræða, þá hefði Boldwood ekki getað sýnt óró-
legri og þvingaðri andlitssvip, en að hann gerði.
Hann skildi fljótt við Gabriel og hélt í þung-
um þönkum heim til sín til að borða morgun-
mat — og hann fann til vanvirðu og eftirsjónar
yfir því að hafa á þennan hátt opinberað ókunn-
ugum manni hugsanir sínar. Hann lét bréfið
aftur á klukkuna á hillunni yfir eldstæðinu,
settist niður og fór að hugsa um kringum-
stæðurnar í ljósi upplýsinganna, sem að Gabríel
gaf honum.
XVI. KAPÍTULI
Það var á vinnudagsmorgun, að fámennur
söfnuður, flest konur og ungar stúlkur, voru
við guðsþjónustu í litlu All Saints kirkjunni,
sem var skammt frá hermannaskálanum, er
áður hefir verið minnst á. Guðsþjónustunni,
sem var stutt, (engin ræða) var lokið og fólkið
v.ar í þann vegmn að fara út, þegar að létt
fótatak heyrðist frammi í kirkjunni og færðist
inn eftir miðgangi kirkjunnar vakti eftirtekt
safnaðarins. í'ótatakið var óvanalegt að því
leyti, að því fylgdi sporahljómur. Allir litu við.
Ungur hermaður í rauðum búningi með þrjú
hervaldsmerki á erminni kom hröðum skrefum
inn eftir ganginum vandræðalegur á svip, sem
að hann reyndi þó til að hylja með yfirlætis-
hreyfingum og ásetningi. Dálítill roði hafði
færst í kinnarnar á honum um það leyti, er
hann hafði komist í gegnum kvennahópinn; en
hann hélt áíram inn í kórinn og stansaði ekki
fyr en hann kom inn að grátunum. Þar stansaði
hann og stóð kyrr.
Presturinn, sem var enn í messuskrúðan-
um, sá manninn og fór til hans. Hann sagði
eitthvað í lágum hljóðum við gestinn og benti
svo meðhjálparanum að koma, talaði við hann
í sama lága rómnum, og meðhjálparinn benti
aldaðri konu, að líkindum eiginkonu sinni, að
koma og þau fóru bæði inn að grátunum.
„Það er gifting!“ hvíslaði kvenfólkið hver
að annari með hýru bragði. „Við skulum bíða!“
Þær settust flestar niður aftur.
Það heyrðist marr í vélum á bak til, og
sumar af yngri konunum litu við; frá innri
hlið vestur veggjarins á turninum stóð út dá-
lítil hvelfing með kólfi í og lítilli klukku fyrir
neðan og var hann hreyfður með sama véla-
útbúnaðinum sem að hringdi stóru klukkunni
í turninum. Á milli þess turns (bæjargarðshúss-
turnsins) og kirkjunnar var þil með hurð á,
sem alltaf var lokuð þegar messað var í kirkj-
unni, og faldi hún þá þennan óhuggulega út-
búnað fyrir augum manna. En í þetta sinn var
hurðin opin og kólfurinn sást spennast út og
slá á klukkuna, en hvarf svo aftur inn í fylgsni
sitt í augsýn allra og með hávaða, sem heyrðist
um alla kirkjuna. Kólfurinn hafði slegið og
gefið til kynna að klukkan væn hálf tólf.
„Hvar er konan?“ spurðu sumir af áhorf-
endunum sín á milli.
Sargent-inn ungi stóð óvanalega stífur —
eins og súlurnar í kringum hann, og horfði
stöðugt til Suð-austurs eins þögull og að hann
var hreyfingarlaus.
Þögnin óx og varð meir og meir áberandi
eftir því sem fleiri mínútur liðu og engin kom,
og enginn hreyfði sig. Kólfurinn læddist aftur
út úr skoti sínu og gaf til kynna að klukkuna
vantaði nú fimmtán mínútur í tólf og marrið
varð svo áberandi þegar að hann féll til baka,
að margir af þeim, sem inni voru hrukku illi-
lega við.
„Hvar skyldi konan geta verið?“ heyrðist
hvíslað.
Það fór nú að heyrast fótahreyfing og upp-
gerðarhósti á meðal'sumra, sem gaf til kynna
efakendan óróa. — Svo að síðustu hláturpískur.
En það hvorki lak né draup af hermanninum.
Hann stóð í sömu sporum, horfði til suð-austurs,
beinn eins og gangsúla, með húfuna í hendinni.
Klukkan hélt áfram. Pískrið og hláturinn í
kvenfólkinu varð meira áberandi. Svo varð
steinhljóð. Allir biðu eftir því að sjá hver endir
yrði á þessu. Sumir, sem þarna voru, hafa
máske veitt því eftirtekt hversu að klukkna-
slögin virtust hraða flugi tímans. Það var naum-
ast hugsanlegt að klukknaslögin hefðu ekki
villst á tákni tímans, í að tilkynna að klukkan
^væri orðin tólf. Maður var nærri viss um, að
þessi óhönduglegi útbúnaður væri að villa
menn vísvitandi með þessum einkennilegu lát-
um sínum. Svo hljómaði seint og titrandi
hljómur slaganna tólf í turninum fyrir ofan.
Konurnar voru alvarlegar og pískrið sem áður
heyrðist þagnaði.
Presturinn fór inn í skrúðhúsið, og með-
hjálparinn hvarf. Sargentinn hafði enn ekki
snúið sér við, en allar konurnar í kirkjunni
voru að bíða eftir að sjá framan í hann, og
honum virtist vera það ljóst. Að síðustu sneri
hann sér við og gekk ákveðið út ganginn og
kreisti saman varirnar. Tvær gamlar ölmusu-
konur hneigðu sig, litu hvor á aðra og brostu
góðlátlega, en hreyfingar þeirra höfðu undar-
leg og einkennileg áhrif.
Fyrir framan kirkjuna var steinlagt torg,
sem að gömlu timburhúsin, er í kringum það
voru, vörpuðu einkennilegum skuggum á. Þegar
að þessi ungi maður kom út úr kirkjudyrunum
hélt hann beint út á torgið, en þegar að hann
kom á það mxtt mætti hann smávaxinni konu.
Svipurinn á andliti hennar, sem hafði verið
áhyggjufullur, snerist upp í ótta eða angistar-
svip, þegar að hún sá framan í manninn.
„Jæja!“ sagði hann reiðilega, sem hann þó
reyndi til að dylja, og starði á hana.
„Ó, Frank — ég fór vilt! — Ég hélt að
kirkjan með turninum væri All Saints kirkjan,
og ég var við dyrnar á henni klukkan hálf tólf,
eins og að þú sagðir mér að vera. Ég beið þar
þangað til að klukkuna vantaði fimmtán mín-
útur í tólf, en þá komst ég að því, að það var
All Souls kirkjan, sem að ég beið við. En ég
varð ekki mjög óttaslegin, því ég hélt, að það
gæti eins vel verið á morgun.“
„Asninn þinn, að narra mig svona! En
hafðu ekki fleiri orð um þetta.“
„Á það þá að vera á morgun, Frank?“ spurði
hún blátt áfram.
„Á rnorgun!" endurtók hann og hló hrotta-
lega. „Ég ætla mér ekki að ganga gegnum slíkan
loddaraleik strax aftur. Ég skal segja þér það!“
„En þegar að er gáð, þá var þessi yfirsjón
mín ekki svo ægileg! Elsku, elsku Frank, hve-
nær á það þá að vera?“ spurði hún með skjálf-
andi rödd.
„Já, hvenær? Guð má vita það“, sagði hann
nokkuð biturlega, sneri sér við og stikaði í
burtu.
XVII. KAPÍTULI
Á laugardaginn fór Boldswood til mark-
aðsins í Casterbridge, eins og að hann var vanur
að gjöra, og sá hana, sem að var orsök að
hugaróróa hans þar líka. Adam var vaknaður
af svefni sínum, og sjá — þar var Eva. Bónd-
inn herti upp hugann og virti hana nákvæm-
lega fyrir sér í fyrsta sinni. Ef nálægar or-
sakir og afleiðingar tilfinninga geta ekki verið
sett í sömu röð. Afleiðingar af höfuðstól, sem
varið er til andlegrar framleiðslu eru stundum
eins geysilega miklar, eins og að tilefnið er
heimskulega smátt. Þegar að konur eru duttl-
ungafullar þá er hinu vanalega hugboði þeirra
um að kenna, eða sýna þeim það, annað hvort
sökum kæruleysis eða af meðfæddri eðlis-
hneigð, þess vegna var það, að Bathsheba var
dæmd til undrunar þennan dag.
Boldwood horfði á hana — ekki heimsku-
iega til að setja út á hana, og ekki heldur skyn-
samlega, hann starði á hana eins og þegar korn-
sláttumaður horfir á fólksflutningaeimlest —
eins og eitthvað, sem er utan hans verkahrings
og sem hugur hans gjörir sér ekki nákvæma
grein fyrir.
Konur höfðu • verið Boldwood hingað til
frekar sem fj’arlæg undur heldur en auðsyn-
legir förunautar — halastjörnur, sem báru ó-
vissa mynd, hreyfingar og festu, og hvort að
umhverfi þeirra væri eins jarðbundið, o-
umbreytanlegt og lögum háð eins og hans
sjálfs, eða að þær væru alveg eins reikandi eins
og yfirborðsathafnir þeirra sýndu, hafði hann
ekki fundið ástæðu til að gjöra sér grein fyrir.
Hann sá hárið á henni, sem var dökkt, andlits-
línurnar bogadregnar og fagrar, hliðarmyndina,
og ávalar kinnar og háls. Hann sá augnalokin,
augun og lagið á eyrunum. Svo virti hann lík-
amsbyggingu hennar fyrxr sér — pilsið, sem að
hún var í, og skóna, sem að hún hafði á
fótunum.
Boldwood fannst hún vera fögur, en var
ekki öruggur með dómgreind sína, því að hon-
um virtist óhugsanlegt að gyðja holdi klædd,
ef að hún væri eins dásamleg og að honum
íannst hún vera, hefði getað leynst lengi án
þess að vekja eftirtekt, umtal og eftirsókn á
meðal karlmannanna, en að Bathsheba hafði
gjört, þó auðvitað að nokkuð hefði borið á því.
Frá Boldwoods sjónarmiði var ekki hægt að
gera hana betur úr garði, en hún var gjör, hvorki
frá náttúrunnar né listarinnar sjónarmiði —
hún var sú eina alfullkomna á meðal hinna
mörgu ófullkomnu. Hann fór að fá hjartaslátt.
Menn verða að hafa í huga, að þó að Boldwood
væri orðinn fjörutíu ára, þá hafði hann aldrei
litið á konu með augum alvörunnar; þær höfðu
farið fram hjá honum athugunar- og áhugalaust
frá hans hálfu.
Var hún virkilega fögur? Hann gat ekki
verið viss í sinni sök jafnvel nú. Hann spurði
mann, sem var við hliðina á honum: „Er ung-
frú Bathsheba álitin að vera myndarleg?“
„Já, hún vakti allmikla eftirtekt fyrst þeg-
ar hún kom, ef að þú manst. Hún er vissulega
prýðilega myndarleg stúlka.“
Maður er aldrei auðtrúaðri, heldur en þeg-
ar að hann heyrir stúlku, sem að honum líst
vel á eða ann, hrósað; hversu fánýtt sem slíkt
hjal er, þá vegur það eins og vitpisburður, sem
ekki verður hrakinn, enda var Boldwood nú
ánægður. Þessi glæsilega kona hafði í raun
réttri sagt við hann: Gifstu mér! Hvers vegna
hafði hún gjört það? Boldwood var blindur
fyrir mxsmuninum á milli þess, að taka það
sem kringumstæðurnar benda á sem sjálfsagt,
og grunn hugsunarinnar um það, sem þær
benda ekki á, og var það í fullu samræmi við
skilningsleyti Bathshebu á því, að frá litlum
neista getur oft kviknað mikill eldur.
Bathsheba var að verzla við ungan og ein-
arðan bónda, einmitt á þessari stundu — að
leggja saman upphæðirnar, sem að hann átti
að borga köld og róleg, eins og að hún vissi
ekki af honum. Það var ljóst, að útlit og eðli
þess manns hafði ekki hin mistu áhrif á Bath-
shebp. En hitinn braust út um Boldwood frá
hvirfli til ilja með svíðandi afbrýðisemi og hann
tróð nú í fyrsta sinni helveg öfundsjúkra elsk-
enda. Honum datt fyrst í hug, að fara og að-
skilja þau. Það var ekki hægt fyrir hann að
gjöra, nema með því móti að biðja urmað fá að
sjá sýnishorn af korni því, sem að hún var að
selja.Boldwood gat ekki fengið sig til þess, því'
það var niðurlæging fyrir fegurðina, að biðja
hana að kaupa eða selja, og kom í bága við
hugmyndir þær, sem að hann gerði sér um
hana.
Aftur á móti var Bathsheba sér þess með-
vitandi, að hún hafði náð haldi á þessum veg-
lega manni. Hún vissi, eða öllu heldur fann, að
hann tók ekki augun af henni hvar sem að hún
var, eða hvert sem að hún fór. Þetta var sigur,
og hefði hann verið ærlega unninn, þá hefði
hann yerið ljúfari fyrir mótþróann. En hann
hafði unnist með misnotuðu klæjaviti, og henni
var hann ekki meira virði en frostrósir.
Bathsheba, sem var gædd góðri skynjunar-
gáfu aðiöllu öðru en því, sem snerti hjartamál
hennar, sá nú hjartanlega eftir þessu uppátæki,
sem var í rauninni eins mikið Liddy að kenna
eins og henni sjálfri, en sem varð til þess að
vekja óróa hjá þessum rólynda manni, sem
að hún virti of mikið til þess að ergja að
ósekju. Hún var þá um daginn komin á fremsta
hlunn með að biðja hann velvirðingar á þessu
kesknistiltæki, þegar að hún næði tali af hon-
um. Það versta í því sambandi var það, að ef
hann héldi að hún væri að gabba sig, þé yki
forlátsbónin á misgjörðina, með því að henni
yrði þá ekki trúað; og e£ að honum dytti í hug,
að hún vildi með því að hann gæfi sig meira
að henni, þá væri það aukinn vottur um fram-
hleypni hennar.
XVIII. KAPÍTULI
Boldwood bóndi bjó á bújörð, sem kölluð
var litla Weatherbury-bújörðin, og hann var
eins nærri því að vera í tölu höfðingjanna eins
og nokkur annar í þeim parti sveitarinnar gat
stært sig af að vera. Ókunnugir aðalbornir
menn, sem að mætur höfðu á heimabæjum sín-
um og voru af tilviljun neyddir til að dvelja
á þessum stað í heilann dag, vonuðust eftir að
geta mætt þar, þó ekki væri nema einum lá-
varði, eða ærlegum bónda, en heyrðu aðeins
skrölt í léttum hjólavagni. Það var Boldwood
að fara heiman frá sér. Eftir nokkurn tíma
heyrðu þeir sama skröltið aftur. Það var Bold-
wood að koma heim.
Hús hr. Boldwoods stóð spölkorn frá veg-
inum, og búpeningshúsin, sem á sinn hátt eru
eins og arineldur í herbergi, stóðu þar á bak
við og lægri partur þeirra var falinn af lárviðar-
skógi. Innan við dyrnar, sem voru bláar og
hálfopnar, sáust lendar og tögl á hestum, hlýj-
um og rólegum við stalla sína; þeir voru bæði
dílóttir og jarpir til að sjá og litu út eins og
dökkir bogar, sem taglið var eins og stryk
á miðjunni á. Yfir þessu, en þó hulið þeim, sem
úti í birtunni var, voru munnar hestanna, sem
í óða önn voru að notfæra sér hey og hafra.
Við innri endann sást grilla í folald, sem var á
iði fram og aftur í bás, er ekkert annað var í;
en suðandi tannhljóð hestanna var stöku sinn-
um rofið af fótastappi.
Boldwood bóndi gekk fram og aftur við
lendar hestanna. Sá staður var hans velgjörða-
og tilbeiðslustaður i senn. Eftir að hann var
búinn að gefa og hagræða skepnunum, sem
þarna voru inni, þá gekk hann þar um hugs-
andi á kveldin þar til að tunglsbirtan braust í
gegnum óhreina gluggana, eða að það var orðið
koldimmt af nóttu. Hinn þétti beini vöxtur hans
var meira áberandi nú, en að hann var í mann-
þrönginni á kauptorgum í Casterbridge. Á þess-
um hugsana gangi hans steig hann hælunum
og tánum samstundis niður, og andlitið, sem
var tilkomumikið laut áfram nógu mikið til
þess, að varirnar sem að ekki bærðust, og kinn-
arnar, sem voru vel þroskaðar og nokkuð áber-
andi, sáust ekki. Fáeinar beinar línur var það
eina, sem sjáanlegt var á enni hans, sem var
hátt og tilkomumikið.
Hið hversdagslega líf Boldwoods var eins
og gengur og gerist, en eðlisupplag hans var
það ekki. Hógværðin, sem mesta athygli vakti
hjá lágum sem háum, var meira áberandi en
nokkuð annað í fari hans, og virtist vera svo
samgróin almennu afskiptaleysi, getur hafa
verið jafnvægis punkturinn á milli móstríð-
andi afla — jákvæðra og neikvæðra, sem hélt
þeim í nákvæmu jafnvægi. Þegar það jafnvægi
raskaðist var hann óðar kominn út í ofsa. Ef
einhver tilfinning náði haldi á honum, þá varð
hann allur á valdi hennar; en fyrir tilfinningu,
sem ekki náði slíku haldi á honum var hann
ískaldur. Tilfinningalaus eða tldheitur, það
varð alltaf að vera af eða á. Hann varð annað
-hvort að særast til ólífis eða vera ósærður. Það
var engin — haltu mér — slepptu mér — til-
finning til hjá honum, hvorki til góðs né ills.
Hann var ákveðinn og harður í fyrirætlunum
sínum, en mildur í framkvæmdum þeirra, en
alltaf alvarlegur. Hann sá engar hlægilegar
hliðar á heimskupörum manna, og þannig, þó
að hánn væri ekki að öllu leyti geð þekkur gleði
mönnum og gárungum og þeim, sem halda að
lífið sé leikur einn, þá var hann ekki óbæri-
legur þeim, sem einlægir voru, eða þeim, sem
raunir mæddu. Hann var maður, sem leit á
allar „tragidíur“ lífsins með augum alvörunnar,
ef að hann var ekki mönnum þóknanlegur þeg-
ar um „kómidíur" var að raöða, þá var engin
gleiðgosaleg ástæða til, til þess að ásaka hann,
þegar þær enduðu á sorglegan hátt.