Lögberg - 17.04.1952, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. APRIL, 1952
í.ögt*rg
Gefifi út hvem ílmtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUB, WINNIPEG, MANITOBA
Utan&skrift ritstjórans:
HDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manítoba, Canada.
Authorlzed as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Þjóðskáld, sem heldur yel í horfi
Eftir prófessor RICHARD BECK
I.
Vart þarf að kynna Jakob Thorarensen skáld þeim
vestur-íslenzkum lesendum, er á annað borð hafa
fylgst með íslenzjíri ljóðagerð síðustu áratugina, jafn
merkilegan sess og hann hefir skipað í ■skáldahópnum
í nærri samfelld 40 ár, ef miðað er við útkomu fyrstu
kvæðabókar hans, Snæljósa (1914). En áður hafði hann
með fyrstu kvæðum sínum í Óðni vakið víðtæka at-
hygli ljóðavina, því að augljóst var, að þar var á upp-
sigiingu sérstætt skáld, er fór eigin götur um hugsun
og ljóðform, og líklegt var til nokkurra afreka í bók-
menntilm þjóðarinnar.
Þær vonir rættust í ríkum mæli þegar með fyrstu
bók Jakobs, er fyrr getur. í þessum kvæðum hans var
hreinn og hressandi vindsvali, sjávarselta og brimnið-
ur, víðátta fjalla og heiðalanda; og það, sem enn meir
var um vert, lífi fólksins og óvægri baráttu þess við
náttúruöflin, er hér lýst með trúu raunsæi og í áhrifa-
miklum myndum. Eigi svo að skilja, að öll séu kvæðin
jafn þung á listarinnar vog að bókmenntasnilld og
gildi, heldur hitt, að í þessari fyrstu ljóðabók skáldsins
eru sum snjöllustu og sérstæðustu kvæði hans, með
glöggu marki þeirra einkenna, er svipmerkt höfðu
fyrstu prentuð ljóð hans: — frumleiki í efnismeðferð
og orðalagi, málfarið rammíslenzkt og þróttmikið, raun-
sæi og bersögli, að ógleymdri kímninni, sem ósjaldan
verður að naprasta háði. Ýmsum fannst einnig, og
finnst víst enn, skáldið æði kaldranalegt í kveðskapn-
um, og ekki er því að neita, að Jakob er ósjaldan ærið
hrjúfur á ytra borðinu, en hitt er jafnsatt, að undir
harðri skelinni slær tilfinninganæmt og samúðarríkt
hjarta; tekur samúð skáldsins sérstaklega til olnboga-
barna þjóðfélagsins, en nær einnig til þeirra málleys-
ingja, sem eiga í vök að verjast og um sárt að binda af
mannanna völdum. í þessu sambandi má einnig á það
benda, að Jakob flíkar lítt tilfinningum sínum í skáld-
skapnum; þær eru þar fremur sem falinn eldur, og er
það í fullu samræmi við norrænt lundarfar hans.
Og svo fastmótaður var Jakob sem skáld í fyrstu
bók sinni, að fram á þennan deg heldur hann óbreytt-
um framantöldum megineinkennum sínum, jafnframt
því sem hann hefir eðlilega með auknum árum vaxið
að lífsreynslu, þroska og innsæi, og sjóndeildarhringur
hans víkkað að sama skapi. „Hann hefir sem sé gert
hvorttveggja, að fylgjast með tímanum og að láta tím-
ann skella á sér og flæða fram hjá sér,“ eins og Vil-
hjálmur Þ. Gíslason sagði réttilega um hann sextugan
í afmælisgrein í Eimreiðinni (apríl-júní 1946).
Jakob Thorarensen hefir verið mikilvirkur í skáld-
skapnum, því að nýútkomin kvæðabók hans, sem. er
aðaltilefni greinar þessarar og verður nánar getið, er
sú áttunda í röðinni; en, auk Snæljósa, eru hinar:
Sprettir (1919), Kyljur (1922), Stillur (1927, Heiðvindar
(1933), Haustsnjóar (1942) og Hraðkveðlingar og
Hugdettur (1943).
Hann er og löngu kominn í þjóðskálda sess fyrir
svipmikinn og auðugan skáldskap sinn, en hitt er ekki
nema lífsins og listarinnar lögmál, að hin mörgu
hundruð kvæða hans eru all misjöfn að gæðum og
snilld; um annað fram ber þess þó að minnast með
virðingu og þökk, hve margt er þar ágætra kvæða og
snjallra, þrungin að þróttmikilli hugsun og klædd í
glæsilegan búning máls og mynda.
II.
En Jakob Thorarensen hefir lagt á gjörva hönd
fleiri bókmenntagreinar en ljóðagerð, sem ein hefði
þó meir en nægt til þess að tryggja honum langlífi í
íslenzkum bókmenntum. Hann er, eins og vel hefir
verið um hann sagt: „Snjall meistari tveggja lista-
greina.“ (Helgi Sæmundsson). Jafnframt því, að hann
hefir unnið sér heiðurssess sem eitt af frumlegustu og
svipmestu íslenzkum ljóðskáldum sinnar tíðar, hefir
hann með snjöllum smásögum sínum tekið sér sæti á
fremsta bekk þeirra höfunda íslenzkra, er leggja stund
á þá vandasömu grein bókmenntanna. Og þetta þurfti
mönnum í rauninni eigi að koma á óvart, þegar í minni
er borið, hver snillingur Jakob er í mannlýsingum og
frásögnum í kvæðum sínum. Rík athyglisgáfa hans,
frásagnarhæfileiki, þróttmikill stíll, og ekki sízt ádeila
hans og kímni, njóta sín ágætlega í smásögum hans,
sem margar hverjar eru með snilldar handbragði og
hitta eftirminnilega í mark.
Hann hefir gefið út þessi fjögur smásagnasöfn:
Fleygar stundir (1929), Sæld og syndir (1937), Svalt og
bjart (1939) og Amstur dægranna (1947), þrjátíu sögur
talsins, en þó eru eigi í söfnum þessum allar þær sögur
hans, sem komið hafa í tímaritum.
Um síðasta smásagnasafn Jakobs, Amstur dægr-
anna, þykir mér fara vel á því að taka upp eftirfarandi
ummæli Þorsteins Jónssonar (Þóris Bergssonar), sem
sjálfur er viðurkenndur snillingur í smásagnagerð, og i
eru þau orð hans jafnframt ágæt lýsing á Jakob sem
skáldi og manni:
„Höfundurinn er vandvirkur og lætur ekkert frá
sér fara, sem ekki er hugsað til hlítar og brotið til
mergjar. Hann fer sínar leiðir, hátt í hlíðum uppi, ofar
lognmollu dalanna, og lítur yfir býli- og þorp. Andúöin
á öllu ranglæti, harðúð og miskunnarleysi er honum
rík í blóð borin. Jakob er mjög andlega heilbrigður mað-
ur, karlmenni, sem ekki lætur hlut sinn fyrri en í fulla
hnefana. Hann er og hispurslaus maður, án þess þó
að vera klúr í rithætti. Skrifar sérkennilegan, ramm-
íslenzkan stíl, gott mál, sem festist í minni lesend-
anna. Sér vel hið skoplega í fari manna, þó án allrar
illgirni og meinfýsni, er gersamlega hafinn yfir smá-
smugulegan naglaskap og hatursfullar árásir á vissar
stéttir manna sem og bjánalega dýrkun annarra stétta.
Öfgastefnum, sem mjög eru uppi á teningunum nú á
tímum og víða gætir í skáldskap og óprýða hann, er
Jakob Thorarensen fráhverfur, slíkt óféti fer fyrir
ofan og neðan garð hjá honum. Þó er hann nútíma-
skáld í orðsins beztu merkingu og lætur dægurmálin
ekki fram hjá fara. Eru þessar sögur ljóst vitni um
það.“ (Eimreiðin, janúar-marz 1948),
í tilefni af sextugsafmæli Jakobs Thorarensen
(1946) kom út á vegum Helgafells í Reykjavík vönduð
heildarútgáfa rita hans fram að þeim tíma í tveim
bindum, með athyglisverðum formálsorðum höfundar.
Ættu íslenzkir bókamenn og bókasöfn vor vestur hér
að afla sér þessa ritsafns, því að það veitir ágæta yfir-
sýn yfir hin harla umfangsmiklu og merkilegu ritstörf
skáldsins í bundnu máli og óbundnu. Síðan hefir Jakob
sent frá sér smásagnasafnið Amstur dægranna, er áður
var vikið að, og nú, er hann stendur á hálfsjötugu, hina
nýju kvæðabók sína, sem nú skal tekin til frekari
athugunar.
III.
Jakob Thorarensen hefir valið bókum sínum
hressileg heiti; þannig nefndi hann heildarútgáfu rita
sinna Svalt og bjart (og áður eitt smásagnasafn sitt
sama nafni), og er það að því leyti réttnefni, að heið-
ríkja og hreinviðri ráða löngum ríkjum í heimi kvæða
hans, lognmollan er þar algerlega utangátta. Heiti
nýjustu kvæðabókar skáldsins bendir til sama upp-
runa um veðurfar í skáldskapnum, en hún nefnist
Hrímnætur (Helgafell, Reykjavík, 1951). Mætti ætla,
að nokkurra ellimarka gæti í þessum síðustu kvæðum
skáldsins, þar sem hann hefir nú hálfnað sjöunda tug-
inn, eins og að ofan getur; en því fer fjarri, að svo sé.
Jakob fer hér sem áður sinna ferða í skáldskapn-
um; er samur við sig um frumleik í hugsun og málfari,
vandar vel gerð ljóðanna og tekur efni þeirra bæði
sterkum tökum og oft snilldarlegum, svo að segja má
um 43 kvæði bókarinnar í heild sinni, að þau hafa öll
eitthvað til brunns að bera, og mörg þeirra eru hrein
ágætiskvæði.
Jakob hefir áður ort fjölda svipmikilla og minnis-
stæðra náttúrulýsinga, og þessi nýja bók hans hefst á
slíkri lýsingu, „Gist á víðavangi“, sem er bæði fagurt
kvæði og hreimmikið, og er þetta upphafserindið:
Heil, gyðjan vors, með gullin lín,
sem gættir mín,
lézt allt svo hljótt og undur rótt
í alla nótt;
ég sala þinna sofið hef
við silkivef
úr grasi og mosa, — á heiði hátt
þá hvílu átt.
Önnur tilkomumikil og prýðilega ort kvæði af
sama toga spunnin eru „Að Geysi“ og „Hornstrandir“,
hið síðara mjög rammaukið og tilþrifamikið, eins og
sjá má af eftirfarandi erindum, þó að þau njóti sín enn
betur í samhengi heildarmyndarinnar, sem þar er
brugðið upp:
Frán á brún er fjallastorðin,
frónskri skautuð dygð,
viðmót kalt; — en undrumst aldrei
átthaganna tryggð:
gnúpar allir töfrum tindra,
tvístrist þokan rétt um stund,
hrannir gulli sýnast sindra,
seiða mannsins dreymnu lund.
Hér má ætla að einatt svelli
úfinn skapasjór,
örlög verði að yfirbragði
eins og björgin — stór;
gnýrinn storma og Gýmis reiði
gera byljótt fólksins kjör, —
bær um skeið í armóðs eyði,
annað veif þar líf og fjör.
----★-----
Engan víst þú átt þér líka,
einarðlega storð;
landsins alls, að brimi og björgum
ber þú frægðarorð.
En í þínum leynum líka
lifa blómstrin fríð og smá,
kvisti að líta kjarnaríka,
kaldþróaða í frosti og snjá.
Glöggskyggnt er skáldið hér, sem víðar, á sam-
band manns og moldar, áhrif hins hrikafengna um-
hverfis á skapgerð þeirra, sem þar heyja sitt harða stríð
við trylld og mislynd náttúruöflin. Náttúrulýsingar
þessar eru að öðrum þræði ættjarðarljóð, en hreinrækt-
að kvæði af því tagi, og eitt allra ágætasta kvæðið í
bókinni, er „íslandsstef“, ort í tilefni af lýðveldisstofn-
uninni 1944, kjarnmikil eggjan til dáða, þrungin djúp-
stæðri ættjarðarást:
Og nú er fer þú, fóstran mæta,
að feta nýjan stig,
Þá láttu ei tímans hlym né hraða
heimska og villa þig;
lát veittan oss að vísu byr
og viðunanleg kjör,
en vertu eins og oftast fyr
á eyðslusilfrið spör;
oss hentar naumast hófleysan í hamingjunnar för.
En gef oss auðnugullið dýra
og gleði þeirra ym,
er störfin vekja, en stöðva hvorki
storm þinn eða brim,
oss betra að hitna í barningi enn
en blása þurfi í kaun,
því stórviðrin þau stæla menn
að standast lífsins raun,
og ísland geldur atorkunni einni fyllstu laun.
Svo kjarnyrt er skáldið í kvæði þessu, eins og til-
vitnanirnar bera með sér, að sumar ljóðlínurnar verða
hreinustu spakmæli, en það er háttur hinna beztu
skálda. Annars staðar í sama kvæði segir hann
spaklega:
Vor fortíð leggur leiðsögn til
og ljær oss reynsluþrótt.
Jakob Tomarensen stendur djúpum rótum'og föst-
um í jarðvegi íslenzkrar þjóðmenningar, og er, eins og
margoft og réttilega hefir verið bent á, fastheldinn á
fornar dyggðir og þrautreynd menningarverðmæti, er
hann vill eigi selja við sviknu gjaldi. Því segir hann í
hinu prýðilega kvæði „Vorleysing“:
En lát nú meðfram, leysing snjalla,
lengra ná þín styrku völd,
farðu um hugi og hjörtu að fjalla,
hreinsa lýðsins flekkjaskjöld;
lát þinn frelsis lúður gjalla,
lágu þýja vígin falla.
Færðu í bæi og firði alla
fornra dyggða gróðuröld.
Líkt er honum í hug, er hann yrkir sitt hugþekka
kvæði um fjallagrösin og minnir kröftuglega á það, hver
orku- og lífsuppspretta þau voru íslendingum, „er hag-
sældin bjóst í burt“ og „þjóðin var flæmd á feigðarmös
í fárlegu hungurstandi.“
Öll yfirborðsmennska, falsgyllingin innantóm, er
Jakob hins vegar hvimleið, og lætur hann svipu háð-
nepju sinnar dynja óspart á þeim fyrirbærum mann-
félagsins. Kvæðið „Forkólfur“ er ágætt dæmi þess,
bráðsmellin lýsing á vindbelg, sem berst mikið á, eins
og slíkum mönnum er títt, en loforðin á sandi byggð;
þetta er síðasta erindið:
Þá gekk hann burt. — Hann var greindur kveðinn.
En guð er beðinn
að ljá oss vernd fyrir voða sönnum
af vindgangsmönnum.
Önnur kýmnikvæði í þessari seinustu bók hans,
og þau eru mörg, hitta vel í mark og bera því vitni, að
hann er jafn skyggn og áður á hið skoplega í lífinu og
hefir í engu glatað hæfileikanum til að lýsa því á sér-
stæðan og skemmtilegan hátt. Ádeilur hans almenns
efnis eru einnig hinar markvissustu.
En jafnframt því, að Jakob beinir hvössum skeyt-
um sínum að yfirborðsmennskunni og öðrum veilum í
mannlegu eðli, er hann reiðubúinn að hefja til vegs
manndóminn og drengskapinn, og lýsir sér þar ást hans
á fornum dyggnum; þetta kemur fagurlega fram í góð-
kvæðunum „Skapfestukona“ og „Húsfreyjuhróður,“
sem eru hvort öðru betra, en ég verð að láta mér nægja
að taka upp fyrsta erindi hins síðarnefnda:
Þau hófu að þróast in heilögu vé
í húsinu og grasinu á námundans láði
þann dag, er í húsfreyjustöðuna hún sté,
með styrkleikann bjarta, er því handlagi náði,
að blómsauma úr dægrunum vermandi vor,
því veglega hlutverki einlægt hún sinnir,
og haldið er blæ þeim um handtök og spor,
á hljóðlátan gróandann sífellt er minnir.
í sama anda eru ágæt minningarkvæðin um
skáldin Jón Magnússon og Guðmund Friðjónsson frá
Sandi, er báðir voru höfundinum kærir og mjög að skapi
vegna mannkosta þeirra og afreka á sviði bókmennt-
anna, og jafnframt íslenzkir inn í hjartarætur. Við,
sem töldum okkur sóma að því að eiga vináttu Jóns
Magnússonar, tökum þakklátum huga undir þessi fögru
og sönnu lokaorð minningarljóða Jakobs um hann:
Um þig stafaði ýmsa vega
eitthvað gjafa milt,
því mun afar þungum trega
þér til grafar fylgt.
Nóg hefir þá sagt og sýnt verið þeim ummælum til
staðfestingar, að Jakob Thorarensen haldi vel í horfinu
um ljóðagerðina í þessari nýjustu bók sinni, og hafa
þó hvergi nærri öll góðkvæði hennar talin verið. Elitt er
víst, að með þessari efnismiklu og athyglisverðu kvæða-
bók sinni hefir skáldið enn á ný lagt góðan skerf til
íslenzkra samtíðarbókmennta, og hún minnir á það,
hve vel hann skipar sinn virðulega sess á skálda-
bekknum.