Lögberg - 17.04.1952, Blaðsíða 8

Lögberg - 17.04.1952, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. APRÍL, 1952 Undraáburðurinn Krilium Úr borg og bygð COOK BOOK Matreiðslubók, sem Dorcasfé- lag Fyrsta lúterska safnaðar lét undirbúa og gaf út; þegar þess er gætt, hve bókin er frábærlega vönduð að efni og ytri frágangi, er það undrunarefni hve ódýr hún er; kostar aðeins $1.50 að viðbættu 15 centa burðargjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, sendist: Mrs. R. G. Pollock, 708 Banning St. Winnipeg, Sími 36 603 Miss Ruth BárdaL 5 — 54 Donald St. Winnipeg. Sími 929 037 ☆ Icelandic Canadian Club News The Icelandic Canadian Club will hold its regular monthly meeting on Monday evening, April 21, in the lower auditorium of the First Federated Church. The business meeting will start at 8.15, sharp, followed by an excellent program which will begin at 9.00 p.m. The enter- tainment will include: piano solo, Master Neil Bardal; vocal solo, Albert Halldorson; address, by Dr. Gilbert Arnason, Princi- pal of the Mulvey School, en- titled, "Parasites Big and Little"; and an accordion duet by June Elliston and Florence Clemen- son. Refreshments will be served and a social period enjoyed by all. Members are privileged to invite their friends as guests. Guests are invited for the enter- tainment which starts at 9 p.m. ☆ The Womens Association of the First Lutheran Church, will meet Tuesday, April 22, at 2 p.m. in the Church Parlors, Victor Street. ☆ Þeir G. S. Thorvaldson, Q.C. og Grettir* Eggertson rafur- magnsverkfræðingur hafa dval- ið austur í New York' undan- farinn vikutíma. ☆ Þann 12. janúar síðastliðinn átti frú Þorbjörg Sigurdson, Árborg, Man., áttræðisafmæli. Hún er ekkja athafnamannsins Jóhannesar Sigurdson, sem kom mikið og vel við sögu Nýja-ís- lands. Frú Þorbjörg er merk landnámskona; hún ber aldurinn frábærlega vel. — Lögberg óskar henni til hamingju með afmælið. Dánarfregn — • Á fimmtudagsmorguninn 10. apríl síðastliðinn lézt á Elli- heimilinu BETEL, Gimli, Hall- dór Jónsson Vopni, 75 ára að aldri. Hann var fæddur á Lljóts- stöðum í Vopnafirði. Foreldrar hahs voru Jón Jónsson Illuga- sonar og kona hans Arnþrúður Vigfúsdóttir. Halldór var kvænt- ur Olgu Davidson, sem er dáin fyrir 8 árum. Hann lifa fjórir bræður: Jón, Ágúst og Karl í Winnipeg, og Vigfús í Blaine, U. S. A., einnig tvær systur, Kristbjörg Sigurdson og Jóna Sigurdson.. Jarðarförin fór fram frá heim- ilinu á Gimli. Séfa Harold S. Sigmar jarðsöng. ☆ Fyrir atbeina Dr. S. Thomp- son, fylkisþingmanns, er nýlega búið að leggja nýjan akveg í Mikley; liggur hann frá þver- brautinni nýju og 7 mílur norð- ur, um mílu fyrir ofan byggðina á ströndinni. Ryðja þurfti karga- skóg og til þess þurfti sterkar vélar, ef þetta átti að gerast fljótlega. S. V. Sigurdson, for- maður Monarch Construction Co., sendi út Bulldoser, sem fé- lagið hefir notað til að ryðja braut norður með vatninu frá Riverton. Þetta er stórt verk- færi, sem vegur um 20 tonn; það var því mikil áhætta að fara með það yfir ísinn, en vegna þess að ísinn var þykkri en venjulega í vetur, lukkaðist þetta vel. Pálson bræður í Mikley hafa einnig unnið við brautina með sínum vélakosti. Skurðirnir með fram brautinni munu veita vatninu í burtu og gera landið beggja megin braut- arinnar byggilegt. Jarðvegurinn er frjósamur og munu menn væntanlega færa sér hann í nyt með tíð og tíma. ☆ Mrs. Lárus Sigurdson dvelur um þessar mundir í Chicago í heimsókn hjá vinum og vanda- mönnum. ☆ Veitið aihygli Sumarmála- samkomu Kvenfélagsins, sem auglýst er á öðrum stað í blað- inu. — Samkomur félagsins hafa jafnan verið vinsælar, enda kunna konurnar að taka vel á móti gestum sínum og veita þeim góða skemtun. Sumardag- urinn fyrsti hefir lengi verið mikil hátíð meðal íslendinga; tökum enn einu sinni saman höndum og fögnum sumri. M ESSUBOÐ Séra Valdimar J. Eyland* Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjunt sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 20. apríl: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 Ensk messa kl. 7 síðdegis. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Nokkrir ættingjar og vinir hinna vinsælu hjóna, Dr. og Mrs. S. E. Björnsson, Miniota, Man., heimsóttu þau um páskana. Það voru Mrs. Kristín Tait frá Miami, Florida; Mr. og Mrs. John Laxdal; Miss Alla Björns- son; Miss Maria Anna Lund og Mr. Guðmundur Magnússon. ☆ í blíðviðrinu um páskana heimsótti margt fólk frá Winni- peg sumarbústaði sína við Win- nipegvatn. Enn andar þó kaldan af vatninu; ísinn er enn all- traustur því hann varð feti þykkri þennan vetur en venju- legt er; það stafaði af því hve lítil snjókoma var. ☆ Mr. Gísli Benediktsson og frú frá Wynyard hafa dvalið í borg- inni undanfarna daga. ☆ Mr. Hoseas Pétursson frá Wynyard er staddur í borginni þessa dagana ásamt fjölskýldu sinni. ☆ Síðastliðinn sunnudag lézt á Johnson Memorial sjúkrahúsinu á Gimli Hrólfur S. Sigurðsson fyrrum kaupmaður í Árnesi og þar var hann fæddur, félags- lyndur maður, hagsýnn og úr- ræðagóður; hann flutti til Gimli ásamt frú sinni og yngstu börn- um 1940 og tók þar sem annars staðar virkan þátt í velferðarmál um bygðarlags síns; hann átti sæti í framkvæmdanefnd Sun- rise Lutheran Camp og gerðist einn af stofnendum kenslustóls- ins í íslenzku við Manitobahá- skólann með rausnarlegu fjár- framlagi. Auk ekkju sinnar, Elínar, lætur Hrólfur eftir sig fjórar dætur og einn son. Útförin fór fram frá lútersku á Gimli á fimtudaginn, en þar fluttu kveðjumál sóknarprestur- inn, séra Harald S. Sigmar og Dr. Rúnólfur Marteinsson; jarð- sett var í Árnes grafreit. Þessa mæta manns verður vafalaust nánar minst við fyrstu hentugleika. ☆ í músik samkeppninni — Manitoba Musical Festival, sem nú er nýafstaðin hlutu barna- og unglingasöngflokkar er Miss Gloria Sivertson stjórnaði hærri einkunn en allir aðrir samskon- ar söngflokkar; þeir hlutu 90 stig og I. O. D. E. medalíuna. Miss Sivertson kennir söng við Luxton skólann hér í borg; hún er dóttir Mr. og Mrs. P. J. Sivert- son, 497 Telfer Ave. Tilraunir benda iil þess að hann muni valda gerbreyiingu á sviði ræktunarmála. Læknavísindin hafa unnið marga glæsilega sigra síðustu áratugina. Árangurinn hefir líka orðið í samræmi við það. Meðal- aldurinn lengist stöðugt og barnadauði hverfur óðum úr sögunni. Ibúum jarðarinnar fjölgar mörgum sinnum hraðar en nokkru sinni fyrr. Það er talið, að íbúum jarðarinnar fjölgi um 60 þús. daglega, eins og nú er, og að sjálfsögðu mun þessi taia síhækka, er stundir líða fram. Þessi árangur læknavísind- ánna er vissulega glæsilegur, en þó er hann ekki. alveg skugga- laus. Hann hefir skapað nýtt, alvarlega vandamál. Getur jörð- in framfleytt öllum þessum mikla mannfjölda, er fram líða stundir? Þegar eru mörg lönd orðin fjölbyggðari en góðu hófi gegnir. Önnur lönd eru hins veg- ar lítt byggð, en hafa að bjóða góð afkomuskilyrði fyrir marg- falt fleira fólk en þau byggja nú. Hér eru vissulega miklir mögu- leikar ónýttir enn, en þeir nýt- ast fljótt, ef ekki kemur annað til sögunnar. Það, sem mest er nú treyst á til lausnar þessu vandamáli, er stóraukin ræktun, bættar rækt- unaraðferðir og fullkomnari á- burðartegundir en nú þekkjast. Það er ekki sízt á hið síðast- nefnda, er margir setja nú traust sitt. Uppblásturinn. Raynsla mannkynsins á liðn- um öldum hefir sýnt, að ræktun- in getur haft sínar skuggahliðar. Hún getur orðið rányrkja, jafn- vel þótt reynt sé að koma í veg fyrir það. í Litlu-Asíu og í Norður-Afríku hafa mikil menn- ingarríki liðið undir lok og glæsi legar stórborgir lagzt í rústir vegna þess, að jörðin var ofnýtt og uppblæstri var ekki afstýrt. Þetta sama gerðist hjá Indíán- um í Mexikó nokkrum öldum áður en Evrópumenn fundu Ameríku. Þetta hefir líka verið að gerast fram á þennan dag. Sumarið 1934 blés upp stórt land flæmi í Bandaríkjunum, þar sem rekinn hafði verið blómleg- ur búskapur. Skógurinn hafði verið höggvinn upp, moldin hafði verið rúin ýmsum beztu efnum sínum, og mótstaðan gegn vatni og vindi þannig gerð að engu. í margar vikur- hélt bezta akurlendi Bandaríkjanna áfram að blása upp, án þess að Banda- ríkjamenn fengju nokkurt við- nám veitt, þrátt fyrir alla tækni sína. Viðnám hefir nú verið hafið gegn slíkum eyðileggingum. Unn ið er að því að koma upp skóg^ um og skjólbeltum, miklum á- veitum og varnargörðum gegn vatnsflóðum. Þrátt fyrir þetta, er samt uggur í mönnum við uppblásturinn. Sú hætta vofir yfir, að ræktunin eyði ýmsum beztu efnum og eiginleikum moldarinnar, er verja hana gegn uppblæstrinum. Þetta á þó eink- um við í þeim löndum, þar sem þurrkar eru oft langvarandi. Rannsóknir Allen Thomas. Meðal þeirra vísindamanna, sem hafa haft áhyggjur vegna þessara tveggja örlagaríku vandamála, fjölgunar mann- kynsins og uppblásturs gróður- moldarinnar, er bandaríski efna- fræðingurinn Charles Allen Thomas. Hann hefir unnið lengi við eina kunnustu efnaverk- smiðju Bandaríkjanna og er nú einn af stjórnendum hennar. Starf hans hefir einkum beinzt að því að finna nýtt efni eða á- burðartegund, er ekki aðeins yki frjómagn moldarinnar, heldur hefði þau áhrif á myndun eða bindingu hennar, að uppblásturs hættan minnki. Uppblásturshættan er ekki sízt fólgin í því, að í rigningum rennur moldin sartian í fasta skorpu, en henni hættir til að blása upp, ef langvarandi þurrk- ar koma á eftir. Skorpan hindr- ar það einnig, að rótum jurt- anna berist nægileg næring og dregur hún þannig úr gróðri. Til þess að hindra skorpumynd- unina, þarf moldin að mynda hæfilega smáa köggla. Reynt hefir verið að vinna að slíkri myndun moldarinnar með viss- um áburðartegundum og efna- blöndum, en fram til þessa tíma hafa allar slíkar tilraunir verið mjög kostnaðarsainar og árang- ur þeirra ekki varað nema skamma stund, þar sem bakterí- ur hafa fljótt eyðilagt þau efni, er moldin fékk með þessum hætti. Er þraulin leyst? Thomas telur nú athuganir sínar hafa borið þann árangur, að Hann hafi fundið upp nýtt efni, er sameini það tvennt að tryggja rétta bindingu eða mynd un gróðurmoldarinnar og að auka frjómagn hennar. Efni þetta hefir hlotið nafnið krilium. Þetta nýja efni hefir undan- farið verið til athugunar hjá amerískum vísindastofnunum og virðast þær benda til, að Thomas hafi rétt að mæla. Tilraunir þær, sem gerðar hafa verið með krilium, benda til þess, að eitt kg. af því jafn- gildi allt að 250 kg. af venjuleg- um áburði, en auk þess hefir það allt önnur og betri áhrif á mynd- un moldarinnar. Áhrif þess vara miklu lengur en venjulegs áburð ar. Víða hefir náðst 100% fram- leiðsluaukning, þar sem það hef- ir verið borið á. Fyrst um sinn verður krilium ekki framleitt nema í litlum stíl og mun aðallega verða notað í sambandi við garðrækt. Verðið á kg. mun verða um 100 ísl. kr. Fyrst 1953 er ráðgert, að fram- leiðsla þess geti hafizt í stórum stíl og mun verðið þá að sjálf- sögðu lækka. Tilraunir þær, sem hafa verið gerðar með krilium, þykja benda til þess, að breyta megi stórum landssvæðum, sem hafa verið talin óræktanleg, í góð akur- lönd og eru þá einkum ýmsar eyðimerkur hafðar í huga. Auk þess er krilium talið geta marg- faldað afrakstur þess lands, sem nú er í ræktun. Ef sú niðurstaða reynist rétt, sem tilraunirnar með krilium benda til, má óhætt segja, að það sé ein mikilvæg- asta uppgötvun, er gerð hafi verið á sviði ræktunarmála. Ef. starf Charles Allen Thomas ber tilætlaðan árangur, verður hann áreiðanlega talinn einn af mestu velgerðarmönnum mannkyns- ins, er stundir líða. Þess má geta, að Thomas hefir ekki unnið einn að þessum rann- sóknum, heldur hefir hann haft allmarga aðstoðarmenn. Fyrir- tækið, sem hann starfar við, hefir kostað miklu fé til þessara athugana, en allar horfur eru nú á, að það hafi ekki ástæðu til að sjá eftir þeim útgjöldum. STEELE-BRIGGS FORAGE CROP SEEDS Carefully cleaned to grade our own equipment BROME No. 1 SEED TIMOTHY No. 1 SEED FLAX ROCKET No. 1 SEED FLAX SHEYENNE No. 1 SEED SWEET CLOVER, ALL VARIETIES PEAS DASHAWAY CERTIFIED No. 1 SEED SEED GRAIN—MOST VARIETIES AND GRADES Ask for Price List STEELE BRIGGS SEEDS LIMITED WINNIPEG. MAN. TELEPHONE 928 551 Also at Regina and Edmonton Lestrarfélagssamkoma Hin árlega samkoma Lestrarfélagsins á Gimli verður haldin i PARISH HALL föstudagskveldið þann 25. apríl kl. 8.30 e. h. SKEMTISKRÁ: 1. ÁVARP FORSETA..............Séra H. S. Sigmar 2. SÖNGUR Carol Bjarnason og Gavrose Jones 3. RÆÐA .............Próf. Finnbogi Guðmundsson 4. SÖNGUR ............. Miss Ingibjörg Bjarnason 5. UPPLESTUR ...................Páll S. Pálsson 6. SÖNGUR Carol Bjarnason og Gavrose Jones 7. SÖNGUR ..............Miss Ingibjörg Bjarnason D A N S — Veitingar seldar á siaðnum Inngangur 50c fyrir fullortSna — 25c fyrir börn Tombóia byrjar kl. 8 e. h. SAMKOMUNEFNDIN TIMINN, 10. marz Sumarmálasamkoma verður haldin í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU fimtudaginn 24. apríl kl. 8.15 e. h. af Kvenfélagi safnaðarins. SKEMTISKRÁ: O CANADA ÁVARP FORSETA............... Séra V. J. Eylands EINSÖNGUR .................Albert Halldórsson UPPLESTUR ..................Ingibjörg Jónsson FIDLULEIKUR ....................Helga Oliver RÆÐA .........................Axel Vopnfjörð EINSÖNGUR .................Albert Halldórsson Samskot ELDGAMLA ISAFOLD — GOD SAVE THE QUEEN Veitingar (súkkulaði, kleinur og pönnukökur) í neðri sal kirkjunnar. TREAT YQUR SEED BARLEY If your seed barley is not damp, treat the seed for disease. Covered smut, false loose smut and some of the root rots can be controlled by the use of the mercuric fungicides. Of those most readily available and most effective are Ceresan M, Panogen and Leytosan. Follow closely the methods and amounts prescribed on the container. In most cases, with barley, the grain should be treated about eight days before seeding. This gives time for the fumes of fungicides to penetrate underneath the hull and kill the spores that are lodged there. If the grain is damp and germination low, do not reat. Better to take a chance on the disease than on further reducing germination. For further information write to BARLEY IMPROVEMENT INSTITUTE 206 Grain Exchange Building, Winnipeg. Tenth in series of advertisements. Clip for Scrap Book. This space contributed by SHEA’S WINNIPEG BREWERY LIMITED MD-310

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.