Lögberg - 24.04.1952, Side 1
PHONE 21374
U<*?e
r> 1 í>a.T'-e"rS
Clett'
pn)
A Complele
Cleaning
Inslilulion
PHONE 21374
,T,
d
clett^eT*
A Complele
Cleaning
Inslilulion
65. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 24. APRÍL, 1952
NÚMER 17
Lögberg árnar íslenzka mannfélaginu vestan hafs og austan gleðilegs sumars
Mætur athafnamaður látinn
Síðastliðinn laugardagsmorg--
un varð bráðkvaddur að heimili
sínu 796 Grosvenor Avenue hér
í borginni, Mr. Jón Júlíus Swan-
son, víðkunnur athafnamaður,
er um langt' skeið tók mikinn og
giftudrjúgan þátt í starfsemi ís-
lenzkra mannfélagsmála bæði í
Winnipeg og víðar; hann var
prúður maður í umgengni og
drengur góður. Jón heitinn var
fæddur að Álftartungu á Mýrum
hinn 1. dag júlímánaðar 1880 og
fluttist 9 ára að aldri til Winni-
peg, en þangað voru foreldrar
hans áður komin, þau Þorvarður
Sveinsson og Guðrún Jónsdóttir;
að afloknu barna- og miðskóla-
námi lagði Jón stund á verzlun-
arfræði og hafði um hríð með
höndum bókfærslu hjá J. A.
Banfield húsgagnaverzluninni,
sem fjöldi Islendinga átti mikil
viðskipti við.
Skömmu eftir að tengdabróðir
Jóns, Hinrik heitinn Henricson
stofnaði fasteignaverzlun sína
árið 1912 gekk Jón í félag við
hann og hefir fyrirtækið lengst
af gengið undir nafninu J. J.
Swanson & Company, er brátt
færði út kvíar og naut almenns
trausts; var Jón maður hagsýnn
og ábyggilegur í viðskiptum;
hann var áratugum saman fé-
hirðir elliheimilisins Betel og
lét sér manna hugarhaldnast um
velferð stofnunarinnar; hann
átti í fjöldamörg ár sæti í fram-
kvæmdarnefnd The Columbia
Press Limited, studdi Fyrsta
lúterska söfnuð af ráði og dáð
og var um tímabil formaður fé-
lags fasteignakaupmanna í þess-
ari borg. Jón hafði jafnan mik-
inn áhuga á stjórnmálum og
hneigðist að skoðunum vinstri
manna, er á leið ævina; hann
leitaði kosningar til Sambands-
þings undir merkjum C. C. F.-
sinna í Mið-Winnipeg kjördæm-
inu hinu syðra, en beið þá lægra
hlut og freistaði eigi gæfunnar í
þeim efnum framar.
Árið 1902 kvæntist Jón og
gekk að eiga ungfrú Kristínu
Jónsdóttur frá Hjarðarfelli í
Dölum, fallega konu og híbýla-
prúða; var heimilislíf þeirra hið
ástúðlegasta um allt; þeim
varð sex barna auðið, tvö dóu í
æsku, en þau ,sem eftir lifa eru
J. J. Swanson
Wilfrid, búsettur í Winnipeg,
Julia í Calgary, Raymond, er
heima á í Toronto og Irene til
heimilis í Winnipeg.
Jón lætur eftir sig fjögur
systkini, Svein í Edmonton,
Mrs. H. Henrickson, Mrs. B.
Júlíus og Mrs. J. Drysdale, allar
búsettar í Winnipeg; tvö börrt
tóku foreldrar Jóns, Þorvarður
og Guðrún, til fósturs, þau Ólaf
•verðbréfasala í Winnipeg og
Elínu Sigurðsson, sem látin er
fyrir mörgum árum; nutu þau
á heimili þeirra engu minna ást-
ríkis en þeirra eigin börn.
Lögberg vottar sifjaliði hins
horfna, mæta manns, innilega
samúð vegna þess djúpa harms,
sem nú er að því kveðinn.
Útförin fór fram frá Fyrstu
lútersku kirkju í gær að við-
stöddu miklu fjölmenni þar sem
séra Valdimar J. Eylands flutti
hin hinztu kveðjumál.
Tilkynning frá skrifstofu ræðismanns
íslands í Winnipeg
Frá
áflæðissvæðunum
Enn er hvergi nærri séð fyrir
endann á þeim hörmungum,
sem af völdum Missouriárinnar
stafa í Missouri, Nebraska og
Iowa; tala heimilislausra er
sögð að vera komin á annað
hundrað þúsund og enn er áin
í hamförum; á hinn bóginn hefir
lækkað allmjög í Missisippi-
fljóti.
Um fimm hundruð fjölskyldur
hafa orðið að flýja heimili sín
í Swift Current-bygðarlögunum
í Saskatchewan vegna vatna-
vaxta.
Uianríkisráðuneylið
Reykjavík, 5. apríl 1952
Gin- og klaufaveiki-
vegabréfsáritanir
Hér með sendist afrit af bréfi
frá dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu, dags. 3. þ.m., þar sem
lagt er fyrir sendiráð og ræðis-
mannsskrifstofur í þeim lönd-
um, sem gin- og klaufaveiki
geysar í, fyrst um sinn þar til
öðruvísi verður ákveðið, að
veita engum vegabréfsáritanir
til íslandsferðar nema eftir bein-
um fyrirmælum frá dómsmála-
ráðuneytinu.
Það skal tekið fram, að þetta
á auðvitað einungis við ríkis-
borgara þeirra landa, sem ísland
hefir ekki samkomulag við um
afnám visumskyldu. Samkomu-
lag hefir verið gert við Dan-
mörku, Noreg, Svíþjóð, Bret-
land, Sviss, írland, Holland,
Belgíu, Frakkland, Monaco,
Italíu og Finnland.
F. r.
Magnús V. Magnússon (sign.)
Ræðismaður íslands,
Winnipeg.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
Reykjavík, 3. apríl 1&52
Hér með er þess beiðst, að
utanríkisráðuneytið feli sendi-
ráðum og ræðismannsskrifstof-*
um íslands í þeim löndum, sem
gin- og klaufaveiki geysar í, fyrst
um sinn þar til öðruvísi verður
ákveðið, að veita engum vega-
bréfsáritanir til íslandsferðar
nema eftir beinum fyrirmælum
frá dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu.
F. h. r.
e. u.
Ragnar Bjarkan (sign.)
Til utanríkisráðuneytisins.
Ræðismannsskrifstofa íslands
í Winnipeg, er eina skrifstofan
í Canada, sem annast um stað-
festingar áritanir á vegabréf.
Sir Stafford Cripps
látinn
Síðastliðinn mánudag lézt á
heilsuhæli í Zurich á SvisSlandi
Sir Stafford Cripps fyrrum fjár-
málaráðaherra Breta, nálega
sextíu og þriggja ára að aldri;
hann hafði átt við langvarandi
veikindi að stríða, er þrátt fyrir
einbeitni hans og viljakraft náðu
að lokum yfirhönd. Sir Stafford
var vellauðugur lögfræðingur,
er gekk snemma ævi sinnar í
jafnaðarmannaflokkinn og varð
brátt einn af aðalleiðsögumönn-
um hans; er jafnaðarmenn'tindir
forustu Clements Attlee komu
til valda á Bretlandi að lokinni
síðari heimsstyrjöldinni, var Sir
Stafford skipaður fjármálaráð-
herra og hafði það embætti á
hendi á erfiðum kreppuárum
.meðan kraftar leyfðu; hann var
maður rökvís og fylginn sér vel;
meðan á styrjöldinni stóð var
Sir Stafford sendiherra Breta í
Rússlandi, og skipaði Winston
Churchill hann í það vandasama
embætti, en þeir voru jafnan
góðir vinir.
Varð yfirsterkari
Við nýafstaðið prófkjör í New
Jerseyríkinu, varð Eisenhower
hershöfðingi yfirsterkari Sena-
tor Taft og fékk kosinn 31 er-
indreka á framboðsþing Repub-
licana gegn 6, er féllu hinum
síðarnefnda í skaut. Harald E.
Stassen fékk einn erindreka.
Andrew Daníelsson
Sæmdur
riddarakrossi
Fálkaorðunnar
Sú frétt barst Lögbergi í byrj-
un vikunnar, að hinn kunni at-
hafnamaður og fyrrum ríkis-
þingmaður í Washington,
Andrew Daníelsson, hafi verið
sæmdur riddarakrossi hinnar ís-
lenzku Fálkaorðu. Mr. Daníels-
son á heima í Blaine, Wash., og
þar fór afhending orðunnar fram,
en athöfnina framkvæmdi vara-
ræðismaður íslands í Seattle,
Mr. F. K. Frederick.
Lögberg flytur hinum nýja
riddara innilegar árnaðaróskir.
íslenzk sfefna,
tímarit Nýalssinna
Félag Nýalssinna, sem hefir
það að markmiði að útbreiða
kenningar dr. Helga Péturss,
gefur út tímarit, sem nefnist
Islenzk stefna og eru þeir rit-
stjórar Þorsteinn Jónsson og
Sveinbjörn Þorsteinsson. Komið
er út fyrsta hefti annars árgangs
íslenzkrar stefnu og er efni rits-
ins þetta: Þekking og vanþekk-
ing eftir dr. Helga Péturss,
Frægasta nafnið eftir Bjarna
Bjarnason, Eðli drauma, athygl-
isverð grein eftir Grím, ósjálf-
ráð skrift rituð af Þóru Mörtu
Stefánsdóttur veturinn 1929 og
koma þar fram látnir menn svo
sem Stefán B. Jónsson, Jón
Sigurðsson, forseti og margir
fleiri, Mótunarvald minninganna
nefnist grein eftir Þorstein Jóns-
son á Úlfsstöðum.
Áfmæli
Brefadrofningar
Á mánudaginn var átti Eliza-
beth Bretadrotning 26 ára af-
mæli; dvaldi hún þá um daginn
í Windsorkastala ásamt manni
sínum og börnum; drotningurini
bárust heillaóskaskeyti víðsveg-
ar að í tilefni af afmælinu.
Loftleiðir reyna að festa kaup á nýrri
Skymaster-vél
Alfreð Elíasson fór þeirra erinda
veslur um haí s.l. laugardag
Síðastliðinn laugardag fór
Alfreð Elíasson, flugstjóri
hjá Loftleiðum h.f., vestur
um haf, til þess að leita
fyrir sér um kaup á heppi-
Fimta boð Park-Hannesson félagsins f-il Austur-Canada og New York
Halldór Kiljan Laxness
Fimtugur er í dag hinn sér-
stæði og mikilhæfi rithöfundur
íslenzku þjóðarinnar, Halldór
Kiljan Laxness. Sjá afmælis-
grein um skáldið á bls. 4, eftir
Finnboga prófessor Guðmunds-
son.
Borun fyrir olíu
Borun fyrir olíu er hafin á ný
í námunda við bæinn Virden hér
í fylkinu, og virðast námufræð-
ingar nú þeirrar skoðunar, að
þar muni vera nægilegt olíu-
magn til verzlunarvöru vinslu.
California Standard Oil félagið
hefir framkvæmdir með hönd-
um og leggur fram féð.
legri millilandaflugvél fyrir
félagið.
Héðan fór Alfreð til New
York, þar sem hann mun vinna
að þessum málum fyrir félagið,
en, eins og kunnugt er, hefir það
nú enga millilandaflugvél, síðan
Hekla fórst í lendingu á ítalíu
í leigu erlends flugfélags í vetur.
Við þá vél voru miklar vonir
bundnar, eins og að líkum lætur
og ráðgerðar með henni áætlun-
arflugferðir milli íslands og
annarra landa í vor.
Ekki er Vísi kunnugt, hvers
konar vél það er, sem Loftleiðir
hyggjast festa kaup á, en ýmis-
legt bendir til þess, að félagið
muni reyna að festa kaup á vél
af Skymaster-gerð, en þær hafa
reynzt okkur íslendingum mjög
vel, en kostnaður allur viðráðan-
legri af ekki stærri vél en hin-
um stærstu sem nú eru í notkun.
Almenningur fylgist vel með
þessum málum, og vitað er, að
víða er mikill áhugi ríkjandi
fyrir því, að Loftleiðum takist
að festa kaup á nýrri vél í stað
Geysis, sem fórst á Vatnajökli,
eins og kunnugt er, en afdrifum
Heklu er áður sagt frá.
—VÍSIR, 25. marz
Niðurgreiðsla
farmgjalda
Sambandsstjórn hefir kunn-
gert, að frá 1. maí næstkomandi
að telja lækki farmgjöld með
járnbrautum milli Austur- og
Vestur-Canada sem svari 7 milj-
ónum á ári; er þetta gert að til-
hlutun járnbrautarráðs er mælti
með því að áminstum niður-
greiðslum yrði hrundið í fram-
kvæmd eins fljótt og því fram-
ast mætti koma við.
Á mynd þessari gefur að líta þær æfintýrahetjur úr fiskiðnaði Sléttufylkjanna, er veið-
arfæraverzlunin góðkunna, Park-Hannesson Company Limited, tók nýlega með sér í
Austurveg undir forustu Mr. Roy Parks: voru félagar þessir tíu daga í ferðinni og
rómuðu mjög leiðsögn fararstjóra og allan aðbúnað á ferðalaginu; auk þess að koma við
í Toronto, Ottawa, Montreal og Drummondville, þar sem hinar miklu veiðarfæraverk-
smiðjur eru reknar, heimsóttu þeir New York og komu um borð í skip Eimskipafélags
íslands, Tröllafoss, sem nýkomið var þangað frá Reykjavík.
Fremri röð:
Simbi Josephson, Josephson Bros., Gimli, Man.; Haddi Peterson, Peterson Bros., Gimli,
Man.; Lawrence Goodman, Booth Fisheries, Winnipeg; Jas. Harwood, Fish Merchant,
Dilke, Sask.
Bakröð:
Richard Waite, Waite Fishg^ies, Big River, Sask.; C. W. Christenson, Fish Marketing
Service, Prince Albert, Sask.; Snorri Jqnasson, Perfection Net & Twine Co., Winnipeg;
Oli Josephson, Josephson Bros., Gimli, Man.; D. F. Corney, Fish Marketing Service,
Prince Albert, Sask.; Sam Peterson, Peterson Bros., Gimli Man.; Roy A. Schlader,
Mclnnis Products, Edmonton, Alta.; Roy E. Park — Park-Hannesson Ltd., Winnipeg
Gerir yart yið
sig á ný
Hinn illkynjaði vágestur, gin-
og klaufnaveikin, sem eigi alls
fyrir löngu gerði mikinn usla í
Saskatchewanfylkinu, hefir nú
stungið sér þar niður á ný og
hefir ellefu skepnum þegar ver-
ið slátrað í suðurhluta fylkisins
af völdum sýkinnar, af þessari
ástæðu hafa stjórnarvöldin hert
mjög á eftirlitinu, og má nú
nokkurn veginn telja víst, að
hert verði jafnframt á innflutn-
ingsbanni búpenings frá Saskat-
chewan og millifylkja viðskipt-
um í þessari grein.