Lögberg - 24.04.1952, Side 2

Lögberg - 24.04.1952, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. APRÍL, 1952 Fluttí fyrirlestra um ísland í heimsólfunum 5 Rætt við Kristínu og Arthur Gook, sem eru nýkominn til bæjarins úr ferðalagi umhverfis jörðina Um sl, helgi komu víðförulir heimamenn hingað til bæjarins eftir meira en árs útivist. Hjónin frú Kristín og Arthur Gook trú- boði og vararæðismaður komu heim með „Heklu“ á sunnudag- inn úr ferð umhvermis jörðina; þau fóru héðan frá Akureyri 11. október 1950, en lögðu upp í hnattförina frá London í nóvem- ber. I þessari ferð fóru þau ekki að- eins í milli stórborganna á leið- inni umhverfis hnöttinn, heldur ferðuðust þau víða um mörg lönd kynntust fjarlægum þjóðum og þjóðabrotum og sáu margt ný- stárlegt og merkilegt. — Dagur ræddi við þau hjónin á heimili þeirra á Sjónarhæð á mánudags- kvöldið, fór með þeim í huganum þessa löngu leið, heyrði þau segja frá mörgu, markverðu, sem fyrir augu og eyru bar. Því miður verður ekki hægt að stikla nema á stærstu atriðunum í stuttri frá- sögn. Gott að koma heim Hjónin voru mjög ánægð að vera komin heim og eru þakklát fyrir hversu heimili þeirra var vasklega varið fyrir eldi, þegar brann hjá nágrönnum þeirra í sl. mánuði. Frú Kristín sagði, að kannske lærði maður það ekki sízt á svona ferð, að meta sitt eig- ið land og allt, sem það hefur að bjóða. Og Arthur Gook hafði yfir þessar línur Kiplings: „How little they know England who only England know.“ Þessi orð mætti heimfæra upp á ísland og hefði sér oft dottið þau í hug: Þeir þekkja lítið ísland, sem þekkja ísland aðeins! öll lönd og allt fólk hefur nokkuð til síns ágætis, en heimalandið lýsir þó skærast í samanburðinum. Ferðasagn? Þau fóru alla ferðina fljúgandi, á vegum BOAC-flugfélagsins brezka. Kynntust alls konar flug- vélum og alls konar flugveðrum, en yfirleitt gekk allt að óskum. Einna erfiðust og ókyrrust var flugleiðin á fyrsta áfanganum, leiðinni London-París! Fara verð ur fljótt yfir sögu. Frá París var farið til Rómaborgar og þaðan til Aþenu. Þau skoðuðu það merk- verðasta í þessum fornfrægu borgum. Frú Kristín sagði, að sén hefði virzt dýrtíð einna mest í Grikklandi — brauð kostaði þar 1000 drökmur og umbúðirnar ut- an um það 100 drökmur! Frá Aþenu fóru þau til Kýpur — þar er fagurt og unaðslegt — og frá Kýpur til Beirut og þaðan til Landsins helga, skoðuðu alla merkustu sögustaðina, Jerúsalem Nazaret, Kana o. s. frv. — sátu á bökkum Galíleuvatns og borðuðu fisk úr vatninu. í Jerúsalem k hittu þau íslenzku lögregluþjón- ana, sem störfuðu þar á vegum SÞ—ágætir fultrúar landsins og var skemmtun að tala íslenzku þarna. — Skoðuðu Jerúsalem rækilega, bæði hluta Araba og Gyðinga og gekk greiðilega að komast til Israelsríkis, en það er oft erfitt eftir þessari leið. Frá þessum slóðum flugu hjónin aft- ur til Kýpur og þaðan til Egypta- lands; dvöldu þar um hríð, aðal- lega í Heliopolis, skammt frá Cairo. Fóru upp með Níl til Ass- ut, hinnar fornu höfuðborgar heimsóttu hina kristnu Kopta þar og var það merkileg reynsla, sagði Arthur. 1 dimmstu Afríku Frá Egyptalandi lá leiðin til Nairobi í Austur-Afríku. Sú borg stendur á hálendi, loftslag er þægilegt, þótt skammt sé til mið- jarðarlínu. Þar skammt frá eru villidýr í sínu náttúrlega um- hverfi. Fá ferðamenn að aka í bílum út í þjóðgarðinn og sjá hin stoltu dýr í sínu „elementi.“ Þau hjónin fóru slíka ferð og tóku myndir m. a. af ljónum. Frá Nairobi héldu þau lengra inn í land, að Viktoríuvatni, á slóðir Livingstones, inn í „dimmstu Afríku,“ sem eitt sinn var svo nefnd, og er enn réttnefni að vissu leyti. Dvöldu um hríð í bæj unum Kampola og Massaga; í síðarnefnda bænum var gestgjafi þeirra eini hvíti meðurinn. Þetta var sú raunverulega Afríka! Frá þessu slóðum flugu þau til Jó- hannesborgar. Frú Kristín sagði, að sér væri sú ferð sérlega minn- isstæð, sérstaklega hvít jökulhett an á Kilimanjarofj’alli. í Jóhan- nesborg dvöldu þau um hríð og ferðuðust um nágrennið. Þar hittu þau íslending, unga konu úr Reykjavík, sem þar er gift og á fagurt heimili. Þarna flutti Arthur m. a. erindi fyrir 600 Zúlúnegra, sem afplánuðu refs- ingu í fangelsi og sagði hann það hafa verið merkilega lífsreynslu. Frá Jóhannesborg fóru þau, um Pretoríu, til Höfðaborgar — ein- hver fegursta borg, sem meður sér — og þaðan upp í land, sáú þá m. a. hina stórfenglegu Vik- toríufossa. Ferðuðust um Rhod- esíu og loks til Nairobi, en þaðan var flogið til Bombay, með við- komu í Aden og Karachi í Pak- istan. \ í Asíu Þau dvölru um hríð í Bombay — þar er komið á slóðir and- stæðnanna, þar er ríkidæmi og sárasta fátækt, menning og ó- menning. Um hálf milljón manna á hvergi höfði sínu að halla og sefur á götum úti. Ann- ars sagði Arthur, að dvöl sín í Indlandi hefði kennt sér að meta Indverja meira en áður. Þeir glíma hraustlega við vandamálin og þessi vandamál þeirra eru risa vaxin. Frá Bombay fóru þau til Delhi og Agra. Skoðuðu þar hina frægu Taj 'Mahal grafhvelfingar. Þar er einn af þeim fáu frægu stöðum, sem maður hefur lesið um og verður ekki fyrir von- brigðum að sjá, sagði Arthur. — Eftir dvölina þar fóru þau um Madras til Godavanhéraðs inni í landi. Þar hófst enskt trúboða- starf á Indlandi og stendur á gömlum merg. Þau voru þar á vegum góðra vina, indverskra, fóru síðan um Travancorehérað og Cochan til Colombo á Ceylon og hinnar fornu höfuðborgar Kandy, inni í landi. Þaðan til Singapore og um Jaktara á Java til Darwin í Ástralíu og til Sid- ney. Þeim þótti skrítið þar að sjá íslendinga koma aðvífandi norð- an frá Singapore í hitabeltisföt- um, því að kominn var vetur hjá þeim. En skjólfatnaður hjónanna hafði verið sendur á undan þeim — þ. e. a. s. átti að vera það, en tafðist. Úr þessu varð þó fljótlega bætt, en Arthur fékk kvef í Ás- thalíu og kom með leifar þess alla leið hingað út til íslands! — Þannig eru ferðalögin orðin í ver- öldinni í dag. — I Ástralíu komu þau víða, m. a. til Brísbane, Mel- bourne og Augustu inni í landi, sáu þar innfætti fólk í sínu um- hverfi. Á slöðum Jörundar Frá meginlandinu fóru þau til Tasmaníu og munu fáir íslend- ingar hafa gist það land fyrr, því að úrleiðis er það í hnattferð. — Kannske hefur enginn komið þangað frá Islandi síðan Jörund- ur hundadgakóngur lenti þar í fangavist á fyri öld? Frá Ástralíu lá leiðinu til Nýja-Sjálands. Þar gæti ég helzt hugsað mér að búa annars staðar en á íslandi, sagði frú Kristín. Þar er Island í gróð- urríkari og mildari mynd. Þar eru jöklar, fjöll, hverir. Þau ferð- uðust þar víða. Síðan til Fiji-eyja og dvöldu þar í viku. Lögðu upp þaðan til Honolulu miðvikudag- inn 25. júlí sl. kl. 10 um kvöld og komu til Honolulu sama dag um hádegi—þ. e. komu þangað mörg- um klst. fyrr en þau lögðu af stað! — Þau græddu þarna heilan dag á því að ferðast sífellt í aust- ur, lifðu tvo miðvikudaga 25. júlí! — I Honolulu er margt fall- egt að sjá, en eftirminnilegastur kirkjugarðurinn í Pearl Harbor og þúsundir grafreita. — Gefur til kynna hver ógurleg katastrófa árás Japana var. — Lengasta dag leið í förinni var frá Honolulu til San Francisco, 9Vz klst. flug. I Ameríku fóru þau til Los Angel- es og Vancouver, til Winnipeg og hittu þar m a r g a íslendinga. Arthur prédikaði þar í kirkjum íslendinga og hitti fjölda þeirra. Þaðan fóru hjónin til Toronto og stórborganna við vötnin stóru og loks til New York. Þaðan til Ber- mudaeyja og loks um Azoreyjar til Lissabon og eftir ferðalög um Portúgal til London «g komu þar 22. október sl. og höfðu þá verið tæpa ár í hnattförinni. Kynnti ísland A freðalagi þessu heimsóttu þau hjónin trúboðsstöðvar í þess- um löndum og kynntust kristi- legu starfi. Arthur hélt nær alls staðar samkomur og flutti þar er- indi. Kvað hann sér hafa verið það mikla gleði, að tala við þetta fólk, það hefði verið góðir áheyr- endur. En auk þess flutti Arthur fyrirlestra um ísland mjög víða, eða á um það bil helming af stöðum þeim, er þau heimsóttu, og hann drap á ísland með nokkr um orðum í hverri ræðu. Auk þess talaði hann í útvarp víða, og við blöð. Útvarpsfyrirlestra flutti hann m. a. i Brisbane og Sidney í Ástralíu, í Wellington og Auck- land í Nýja-Sjálandi og í Hono- lulu útvarpið. Ég lagði áherzlu á, sagði hann, að segja frá landinu eins og það var er ég kom hér árið 1905 og eins og það er í dag. Ég benti á, að hinar gífurlegu framkvæmdir og framfarir hér væru nátengdar því að þjóðin hefði fengið frelsi og sjálfstæði. Slík væru áhrif þess að ráða sér sjálfur. Svo ræddi ég auðvitað um náttúru landsins, atvinnu- vegi, sögu þjáðarinnar og menn- ingu. — Als staðar var hlýtt á mál mitt af athygli. Fæstir kunnu nokkur skil á Islandi áður, þó hittum við af og til menn, sem voru býsna vel héima. Til dæmis á Indlandi. En nafnið finnst þeim kuldalegt þar suður frá, setur að þeim hroll, er maður segist koma frá Islandi. Bæði hjónin segjast eiga ó- gleymanlegar minningar úr þess- ari miklu ferð, frá löndum, mann virkjum og fólkinu sjálfu. Arth- ur hefur í hyggju að rita bók um ferðina. Mun marga hér fýsa að lesa þá bók. Blaðið býður hjónin velkomin heim og þakkar þeim fróðlegar og skemmtilegar upp- lýsingar. — DAGUR 19. marz. AÐ IfANDAN: Kveðja fró manni, sem dó fyrir 7000 órum CAGA þessi birtist í stórblaðinu Times í ágústmánuði 1922. Hún ^ er frá einum fréttaritara þess, en kunnugt er, að Times velur að- eins áreiðanlega menn sem fréttaritara og þess vegna þarf ekki að efast um að sagan sé sönn. Fréttaritarinn segir svo frá: —Ég lagði á stað frá hinum dá- samlegu Hawaii-eyjum með skip inu Makura. Skömmu eftir að við fórum þaðan sýndi skipstjór- inn mér einkennilegt bréf og sagði mér eftirfarandi sögu. Á einni af Kyrrahafseyjum á heima kona, sem við skulum kalla frú B. Afi hennar hafði ver- ið trúboði þarna. Að undanförnu hefur hún staðið í sambandi við framliðna menn ,sem uppi voru fyrir mörgum öldum og áttu heima annars staðar á hnettin- um. I sumar sem leið var hún farþegi á Makura. Skipstjórinn hafði heyrt um þennan hæfileika hennar að komast í samband við framliðna og spurði hana því hvort hún vildi ekki gera tilraun að sér sjáandi. Hún samþykkti það og settist að borði með blý- ant í hönd og blað fyrir framan sig. Þeir skipstjórinn og maður hennar sátu við annað borð á meðan og voru að skoða bók um Samoa-eyjar. Þannig sátu þau nokkra stund. Konan sat róleg með hendina á borðinu, alveg eins og símritari, sem er að bíða eftir skeyti. Eftir nokkra stund mælti hún upp úr eins manns hlpóði: „Æ, hvaða vandræði, þetta eru þá enn sömu dulrúnirnar.“ Þetta sagði hún vegna þess að um nokkurt skeið, þegar hún skrifaði ósjálf- rátt, höfðu komið á pappírinn dularfullar rúnir, sem hún hélt að væri fornt táknletur þar eyst- ra. Hún sat samt kyrr í tuttugu mínútur og skrifaði, og síðan rétti hún skipstjóra blaðið. Hann ákvað að geyma það og reyna að finna einhvern, er lesið gæti þetta dulmál. Þegar skipið kom til Fiji-eyja hitti hann nokkra Indverja, sem komnir voru þangað í kaupsýslu- erindum. Hann sýndi þeim blað- ið, en þeir höfðu aldrei séð þetta letur og gátu því ekki ráðið fram úr skeytinu. Skipstjórinn varð fyrir miklum vonbrigðum, en er hann sagði frú B. frá þessu sagði hún: „Það gerir ekkert til, ég ímynda mér að þetta sér tóm vit- leysa.“ En svo var það í nóvembermárk. uði síðast liðnum, að einn af frægustu fornfræðingum heims- ins var farþegi á Mákura. Skip- stjórinn sýndi honum skeytið, en lét þess ekkl getið hvaðan það væri komið né hvernig hann .hefði fengið það. Fornfræðing- urinn tókst á loft um leið og hann sá skeytið og spurði í þaula hvað- an það væri komið og hver hefði skrifað það. Síðan sagði hann að þetta væri sams konar skrift og prestarnir í Litlu-Asíu hefði not- að um 5000 árum fyrir Krists fæðingu. Hann sagði ennfremur að ekki væri til nema örfáir menn í heiminum er gæti lesið þessa skrift. Og hann ætlaði varla að trúa því að skeytið hefði verið ritað á svo skömmum tíma sem skipstjóri sagði. Skeytið byrjaði með því að þakka ritaranum (frú B) fyrir það að nota hæfileika sína til að skrifa ósjálfrátt. Síðan var talað um það hve mikil munur væri á því hvernig fólk ferðaðist nú og fyrr á dögum, og gerður saman- burður á því hvernig væri að ferðast með úlföldum og skipum. Seinast kom nákvæm lýsing á káetu skipstjórans þar sem þau sátu og síðan lýst veðri og sjó eins og það var þá. Bréfið, sem ég gat um í upp- hafi, er annað skeyti, sem frú B. hefur skrifað með sama letri og það á nú að sendast fornfræð- ingnum svo að hann geti ráðið fram úr hvað í því stendur. Ég hef sjálfur séð þetta seinna skeyti og mér hafa verið sögð nöfn allra þeirra er við sögu koma. Skip- stjórinn er gamall Skoti, ættaður frá Nýja-Sjálandi, og mjög hleypidómalaus. Fornfræðingur- inn er vísindamaður sem aldrei hefur fengizt við eða hugsað um dularfulla fyrirburði. Frú B er margra barna móðir og hefur aldrei fengizt við dulræn efni nema þetta að hún skrifar ósjálf- rátt. Og auðvitað hafði hún ekki hugmynd um hvað þau þýddu þessi tákn, sem hún skrifaði. Hvernig á að skilja þetta? —LESB. MBL. Kaupið Lögberg Lofsamlegír erlendir ritdómar um bók Jóns Leifs FWRSTA verkið, sem Landsút- gafan fyrir rúmu ári síðan gaf út, var á þýzku um „listörfun íslands“ eftir Jón Leifs. Hingað hafa nú smám saman borizt um- mæli blaða og þekktra sérfræð- inga um þetta rit. Birtist hér út- dráttur úr þeim dómum: Norrænufræðingurinn og Eddu- þýðandinn víðfrægt próf. dr. Fel- ix Genzmer skrifar á þessa leið: „Mér var Jón Leifs kunnur sem tónskáld í sínum sérstæða stíl. Það kom mér gersamlega á óvart að kynnast honum sem alveg sams konar höfundi að óbilndnu máli. Ég las bókina með ákefð og ég verð að segja að ég er alger- lega sammála í nærri því öllum atriðum. Höfundurinn sýnir á meistara legan hátt gildi hina sérstæðu ís- lenzku einkenna í tónlist. Sér hver sá, er áhuga hefir á listum, og einkum þó allir þýzkir lesend- ur með hug á tónjlist, munu öðl- ast ríkulega örfun úr bókinni.“ Tónfræðingurinn próf. dr. Fritz Stein ritar: „Mjög óvænt og mik- ið fagnaðarefni, — verk, sem er mér til mjög mikillar örfunar.“ Tónskáldið próf. Carl Orff, einn kunnasti tónhöfundur Þjóð- verja núlifandi, skrifar: „Mikið gleðiefni! Verkið er alveg sér- staklega mikil örfun fyrir mig — staðfesting og gullnáma.“ Felix con Lepel, einn kunnasti tónlistargagnrýnandi Þjóðverja, skrifar: „Djúpsæ, listræn og and rík trúarjátning, sem að hjarfa- hreinleik, fegurð og óflekkanleik á ekki sinn líka.“ Nokkrir blaðamenn, er ekki láta nafns síns getið öðru vísi en með upphafsstöfum, hafa skrifað um verkið í dagblöð, sumir með, en aðrir á móti. Þannig telur einn greinarhöfundur, að íslenzk og norræn listmenning hafi aðeins fyrir það ekki náð þroska, að hana hafi vantað yfirburði suð- rænnar menningar. Annar blaða- naaður hæðist að því, að bókar- höfundurinn skuli vera að bera áhyggjur fyrir menningararfi að- eins eitt hundrað og fjörtíu þús- und sálna. Westdeutsche Allgem, Zeitung segir, að bókin komi manni fyrir sjónir eins og ný menningarleg uppgötvun ,sem hljóti að vera gullnáma fyrir fleiri menn en tón fræðinga.“ „SuðWestdeutsche Umschau“ telur, að bókin bendi á bróunar möguleika norrænnar listar og segirr að myndirnar séu mikill sönnunargögn til viðbótar veiga miklum rannsóknum í bókinni.“ Tónfræðingurinn dr. Fritz Tut- enberg skrifar í „Zeitschritt fur Musik,, (elzta og eitt vandaðasta tónmenntatímarit Þjóðverja): „Fyrir löngu er Jón Leifs orð- inn kunnur hér í landi. Hjá oss safnaði hann góðri og slæmri reynslu og lifði hluta af þróun sinni, allt að fullkomlega sjálf- stæðum persónuleika. Tónverk hans birtust í hljómleikasölum vorum — verk, er sýna óbilgjarn an sérstæðing. Bókin er þrátt fyrir undirtitil- inn (játningar) alls ekki ein- göngu sjálfslýsing. Að vísu skýr- ir Jón Leifs frá þroskabraut sinni, sem lætur hann skjótlega uppgötva sérstæð einkenni átt- haga sinna. Hann þroskast þann- ig burt frá sjálfum sér, ef svo má að orði komast, og þetta er mjög aðdáunarvert. Hreinskilin óbifandi sannfær- ing, sjálftraust án hroka, nærri því feimnisleg frásögn. Þetta eru fyrstu áhrif bókarinnar. Sannfæring bókarhöfundarins er, að norræn menning hafi ald- rei náð fullum þroska, •— hafi stöðvazt í fyrstu þróun um árið 1300 og aðeins þroskunarhæfir frjóangar haldist lifandi. Stór- kostlegt afl hafi að lokinni 300—400 ára þroskabraut kast- ast til baka um 600 ár. Hlutverk norðursins sér höf- undurinn í stuttu máli sagt í því, að skapa „svipbrigði í stað lát- bragðs, skapfestu í stað svip- brigða, inihald í stað forms, sann- leika í stað fegurðar, — samt- vinnum með hinu aflmikla og einbeitta hugmyndaflugi Norð- urlandabúans." Þetta eru ekki orð manns, sem setur fram kenni setningar, áður en hann skapar. Jón Leifs hefir fyrir löngu sýnt og sannað, að hann kunni að skapa það í sínum tónverkum, sem hann hefir hér útskýrt með orðum.“ Hljómsveitarstjórinn dr. Hero Folkerts ritar: „Hér eru sagðar hugsanir og sýndar leiðir, sem geta haft hinar stórkostlegustu afleiðingar. Aðdáunarvert er, hvernig þessi litla þjóð, (íslend- ingar) hefir getað geymt svo há- reista sérmenningu og mun enn gera á tímum svo almennrar flatneskju í menningarmálum. Já, ef til vill er þjóðin á úrskurð- andi hátt kölluð til að marka stefnuna nú á tímamátum.“ Á íslandi hafa ekki enn birzt dómar um þesa bók, nema í tíma- ritinu „Líf og list“ í fyrra. Þar segir m. a.: „Hér sér Jón Leifs hið mikla verkefni norrænnar list- ar, að taka up þráðinn, sem rof- inn var um 1300 ,og hann dreym- ir stóra drauma um þau stórvirki, sem fram undan kunna að vera. Sjálfur hefir hann ekki legið á liði sínu til þess að þessir draum- ar megi rætast. Manni skilst, að hin „norræna uppgötvun“ hans hafi ráðið örlögum hans sem tón- skálds, — alt, sem hann hefir gert, eigi rætur sínar að rekja til þesarar listrænu samfæringar.“ C0PENHAGIN Bezta munntóbak heimsins Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TrainmgImmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PKESS LIMITED, PHONE 21 804 69? SARGENT AV '. WlNNIPEG

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.