Lögberg - 24.04.1952, Blaðsíða 5

Lögberg - 24.04.1952, Blaðsíða 5
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN, 24. APRÍL, 1952 3 yyf?yyff¥tfrty?fyy?tfyfyyyf AliteAAUL þessu sviði kemur skýrt í ljós í þessari sögu. Hann hvorki lofar né lastar manninn sem mest um ræðir, söguhetjuna Eyjólf, en segir frá því er gerist, og gerst hafði, svo náið og Ijóslega, að LVtNNA við liggur að maður finni sjávar- Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON TORTRYGGNI Stundum er gert gys að því fólki, sem er trúgjarnt og treyst- ir öðrum um of, en venjulega er það fólk glaðlynt, lítur björtum augum á lífið og hefir góð áhrif á samferðamennina. Hins vegar er fólk, sem haldið er sífelldri tortryggni afar þreytandi. Því finnst að það skilji menn og mál- efni betur en aðrir; það sjái bet- ur en aðrir hvað búi undir orð- um og athöfnum manna; og flest af því, sem það þykist sjá, er ilt eitt: Stjórnmálamennirnir hugsa aðeins um eigin hag en ekki al- mennings; trúrækni fólks er hræsni; fólk tekur þátt í félags- legri starfsemi til þess að hreykja sér hærra — alt er lagt út á verri veg, hvort sem talið berst að almennum málum eða að einstaklingum. Sá, sem á samtal við manneskju, sem er sjúk af tortryggni verður innan lítillar stundar þreyttur bæði á sál og líkama og vill komast sem lengst í burtu frá henni. Ástæðan er sú, að andlega heilbrigð manneskja reynir bæði sjálfrátt og ósjálfrátt að varna því, að þessir eiturstraumar tor- tryggninnar snerti sig; reynir að malda í móinn; reynir að bera í bætifláka og reynir að sanna, að engum sé alls varnað. En það er eins og að berja höfðinu við steininn, ber engan árangur annan en þreytu. Tortryggnar manneskjur eru óhamingjusamar og gleðisnauð- ar; eru fráhrindandi og eiga fáa vini. Þeim verður og oft að trú sinni: Þær ætla fólki ilt og fólk snýr þá sinni verri hlið að þeim; þær eru spéhræddar og fólk hlær að þeim; þær vantreysta fólki og það svíkur þær. Heilbrigð gagnrýni um menn og málefni er nauðsynleg og æskileg, en betra er að vera trú- gjarn sem barn; treysta guði og mönnum eins og barn heldur en kveljast sífellt af efasemdum, vantrausti og tortryggni. ☆ ☆ ☆ ☆ HVAÐ VITIÐ ÞIÐ UM KARLMENNINA? Konur hafa alltaf haldið því fram að þær skildu karlmennina betur en þeir sjálfir. Ef til vill er því þannig varið. En á síðari árum hafa vísindamenn gert margar uppgötvanir viðvíkjandi karlmönnunum, sem mun ekki aðeins koma konum á óvart, heldur og þeim sjálfum. Eftir- farandi dæmi eru tekin úr ýms- um greinum vísinda. Þið skuluð reyna að dæma um, hvort stað- hæfingarnar eru réttar eða rang- ar áður en þið lesið svarið. Ef meira en helmingur af ykkar svörum reynist réttur, þekkið þið karlmennina óvenju vel! Karlmenn eru betur byggðir líkamlega en konur. Rangt. Sveinbörn fæðast oftar með andlegum og líkamlegum ágöllum en meybörn, eru t. d. oftar vansköpuð, blindfædd og veikbyggð. Líkami þeirra þolir síður áföll. Það er því aðeins vöðvakerfi karlmannanna sem er betur þroskað og eru þeir því sterkari en konur, svo sem kunn- ugt er. Karlmenn eru riddaralegir gagnvart konum vegna þess að kreddurnar krefjast þess. Rangt. Það er allflestum karl- dýrum meðfætt að sýna kven- dýrum hollustu. Ef þeim væri það áskapað að nota styrk sinn til þess að berjast gegn kvendýr- unum, hefðu þau átt erfitt upp- dráttar. Karlmenn sjá liti ver en konur. Rétt. Litblinda er 8 sinnum algengari hjá karlmönnum. Telpur taka fyrr eftir litum en drengir. Karlmenn eldast fyrr en konur. Rétt. í flestum tilfellum hnign- ar líkama karlmannsins fyrr en konunnar, og yfirleitt deyja þeir yngri en konur. Karlmenn eru hugrakkari en konur. Rangt. Munurinn er aðeins fólginn í því, á hvern hátt þau sýna hugrekki sitt. Karlmenn eru yfirleitt hugrakkari í líkam- legum raunum, en konur sýna meira hugrekki í ýmsum þjóð- félagslegum og sálfræðilegum vandamálum. Konur eru tilfinninganæmari en karlar. Rétt. Um fimmtíu sálfræði- legar kannanir, sem nýlega hafa verið gerðar, sýna að konur eiga erfiðar með að hafa stjórn á tilfinningum sínum en karlar. Kemur þetta strax í ljós í bernsku. Konur eru laugaóslyrkari en karlar. Rangt. I loftárásunum á Lon- don var hið gagnstæða sannað með óyggjandi rökum. Karlmannhár er yfirleitt dekkra og grófara en kvenhár. Rangt. Kvenhárið er dekkra, og sömuleiðis augun. Stafar þetta af þeim mismun, sem er á efnunum í líkömum karla og kvenna. Kvenhárið er venjulega þykkra og kemur það að nokkru leyti af því að það er síðara. Konur eru trúræknari. Rangt. Þær fara máske oftar í kirkju, en það er þá vegna al- menningsálitsins eða vegna þess að þær hafa færri tómstunda- iðkanir með höndum. En hjá flestum þjóðum eru karlar virk- ari safnaðarmeðlimir en konur. Karlmenn þola slerkan hiia og kulda ver en konur. Rétt. Konur þola sterk hita- brigði betur. Stafar það af fitu- lögunum, sem eru undir húð þeirra. Karlmenn eru að eðlisfari ó- stýrilátari og ofsafengnari en konur. Rétt. Þessar eðlishneigðir bæl- ast þó nokkuð fyrir áhrif upp- eldisins, en sýnt er, að smá- drengir eru uppreisnargjarnari og óróafyllri en stúlkur. Karlmenn hugsa minna um klæðnað sinn og útlit en konur. Rangt. í öllum álfum öðrum en Evrópu og Ameríku, hinum svo- nefndu menningarálfum, eru karlmenn alveg eins hégómlegir og skartgjarnir og konur. Eyða þeir oft öllum tíma sínum og peningum í föt og snyrtingu. (Þýtt og stytt úr “Woman’s Home Companion”) ☆ ☆ „STEINNINN“ Það var fyrir nokkrum árum, ég hafði verið að þvo þvott og var lúin. Ég ætlaði að leggja mig fyrir en þá varð fyrir mér Smásögur Guðmundar Gísla- sonar Hagalíns, „Einn af postul- unum“ og fleiri í sömu bók. „Steinninn“ var það sem ég lenti á að lesa með mestri athygli. Mér hvarf lúinn og allur heim- urinn utan umhverfis þess er höfundur ræðir í þessari sögu. Það er víst, að hvort sem sögur G. G. H. grípa mann hörðum eða mjúkum tökum, þá mun vart nokkur er frá segir, lýsa betur sínu heimaumhverfi og háttum, sem og einnig persón- um heldur en Guðmundur G. Hagalín gerir. Og snild hans á lyktina úr Djúpinu og hjartslátt fólksins, sem á svo mikið undir því að fá björgina þar upp úr. Þó var það hvorugt þessa, sem greip mig föstustum tök-um við lestur þessarar litlu, vel skrifuðu smásögu, heldur annað. Það greip mig ósegjanlega djúp meðaumkun með Eyjólfi, manninum sem hafði verið bund inn við stein að átrúnaði, fyrir því að ná lífsbjörg sinni úr sjón- um. Bundinn við stein og fyrir heit genginna ættmenna, um úr- lausn á því vandamáli sem hann er staddur í. Hann — tölu- vert dugandi sjómaður, stendur þarna blár og blektur í trú sinni fyrir bandið um steininn og for- skriftir framliðinna skyldmenna. Samanber kafla á blaðsíðu 96. Kaflinn er ljós og djúpt tekinn. „Höfuðið sé niður á brjóstið, og fæturnir skulfu. Og Eyjólfur vék sér við og lét fallast niður á grastó. Svitinn draup af enninu á honum, og hann hríðskalf. Þetta var ... var voðalegt! Hann vissi hvorki upp né niður, vissi ekki hverju hann átti að trúa, hvað hann átti að halda. Hann hafði misst alt jafnvægi, misst fótfestuna, fannst hann eins og vera að hrapa, hrapa eitthvað óendanlega langt niður . . . Skyn- semin sagði honum, að þetta væri alt saman grillur — en eitthvað annað í honum, sem öllu öðru var nú sterkara, tók fyrir kverkar skynseminni og gerði hana máttvana. Var hann að verða . . . verða vitskertur — eða* hvað?“ Og lýsingunni af nauðum Eyjólfs heldur enn áfram. Bar- áttunni lýkur á þann hátt, að auðsjáanlega æðri máttur bjarg- ar manninum, sem svo nauðu- lega er staddur, og til hans leitar hin örvinglaða sál. Bjargar hon- um án þess að taka alt af hon- um, sem bindur hann við ætt- ina og hann getur ekki alls kosta losað sig við. Tjóðrið verður mikið lengra og viðráðanlegra þó hann dragi eftir sér steininn. Honum er auðsjáanlega fyrir- gefið af Honum sem örlögum manna ræður og skilur öllum fremur, andvörp þeirra og kringumstæður. En eftir því sem sagan hefir breiðst út í huga mínum, finnst mér ég hafa séð inn á lönd — ókunn svið, sem ég hafði ekki komið auga á áður og sem ekki er neitt talað um í sögunni, eins og ég minntist á í upphafi þess- ara lína, er ekki lagt út af nein- um eða neinu nema líðan Eyjólfs í og eftir vandræðin. Aðeins sagan sögð. En svo hörmulega er maðurinn staddur, að það er vart til einkis, að í gegnum sál eins mikils rithöfundar og Guð- mundur Gíslason Hagalín er, séu sýnd þessi „aktamörk“, svo ljós, sem þarna er gert. Ókunna landið, sem breiðist út fyrir sjónum manns, er það, að þegar menn hafa misst hald á hreinni Guðs trú, og ekki hægt að rétta þá við, ekki einu sinni, segjum, með stein í tjóðurbandi, því ekki eru allir nákvæmlega eins og Eyjólfur þó þeir kynnu að vera komnir í sömu klípuna, þá er ættunum svift í sundur og meðlimum þeirra þeytt um hjarnið þar til þeir standa alls- lausir uppi — allslausir, fyrir- litnir, skotmark fyrir olnboga skotum heimsins og óteljandi ýmiskonar volæði, þar til þeir finna hinn eina, sanna lifandi Guð og þgnn sem hann sendi Jesúm Krist. Þá vaxa þeir upp aftur, nýir viðir af endurnýjuð um stofni. Skrifað á Gamlárskveld 1950, Rannveig K. G. Sigbjörnsson Sjötíu þúsund ára gömul spor eftir menn í helli á Norður-ítalíu Charles Edward Wilson Áflogagarpurinn úr fálækra- hverfinu skipar nú eiti ábyrgð- armesta embætti Bandaríkjanna Haustið 1950 var sett upp í Washington sérstök stjórnar- stofnun, sem skyldi hafa yfir- umsjón með hervæðingunni (The Office of Defence Mobiliza- tioh). Hlutverk hennar var að sjá um, að framleiðslan í þágu vígbúnaðarins yrði nægileg og tilsvarandi yrði dregið úr fram- leiðslu annarra vara, ef nauð- syn krefði. Hún skyldi hafa yfir- umsjón með hráefnakaupum. Stofnuninni var veitt mjög vií- tækt vald til þess .að geta full- nægt því hlutverki, er henni hafði verið falið. Vegna þess, hvernig vígbún- aðarmálum Bandaríkjanna og annarra vestrænna þjóða er nú háttað, hefir þessi stjórnarstofn- un orðið ein voldugasta stofnun BandaríH^anna. Hún hefir geysi- legt vald yfir atvinnuvegum og efnahagslífi Bandaríkjanna. Það snertir svo meira og minna allar hinar lýðræðisþjóðirnar, hvern- ig þessu valdi er beitt. Sá maður, sem hefir verið aðalframkvæmdastjóri og helzti ráðamaður þessarar stofnunar, er Charles Edward Wilson. Margir þeir, sem eru kunnugir störfum þessarar stofnunar, telja, að Wilson hafi verið annar voldugasti maður Bandaríkjanna tvö seinustu árin. Talin vera efiir veiðimenn af Neanderthal kyni, sem gengið hafi í hellinn til þess að fella hellisbirni og fleiri dýr. Frá þessum merkilega forn- leifafundi er nýlega skýrt í Kaupmannahafnarblaðinu So- cial-Demokraten, og þess getið, að hann geti ef til vill varpað nýju ljósi yfir líf hinna elztu Evrópubúa. Dr. A. C. Blanc, prófessor í þjóðfræði við háskólann í Róm, segir í tímaritsgrein svo frá fundi þessum, að innst í svo- nefndum Nornahelli í grennd við Toirano hafi leiðsögumenn ferðamanna uppgötvað dropa- steinvegg fyrir nokkru. Var gat á veggnum, og þar flaug í gegn leðurblaka. Nokkrir þessara manna ákváðu svo í maímánuði 1950 að sprengja upp vegginn til að vita, hvað leyndist á bak við hann. Veggurinn reyndist vera þriggja metra þykkur og innan við hann tók við annar hellir, er greindist í marga ganga. Dýra- bein lágu víða á hellisgólfinu. Fundurinn var þegar tilkynnt- ur Ginettu Chiapella, sem stjórnar fornsögulegri rannsókn- arstofnun í Genúa. Hún brá þeg- ar við og skoðaði hellinn. Komst hún að raun um, að hann, svo sem flestir aðrir hellar í Vestur- Evrópu, hafði að geyma margar hauskúpur af hellisbjörnum, sem víða höfðu klórað í vegg- ina. En hún fann þar einnig spor eftir menn. Trjákolabútar, leifar af blysum, voru á víð og dreif um hellinn, og greinlegt merki eftir hönd, ataða trjákol- um, fannst á einum veggnum. í innri göngunum fundust leifar af mörgum blysum, sem sýni lega hafði verið stungið niður í leðnjuna og látin brenna þar út. Leðjuklessa sást einnig á einum veggnum, og hafði henni tví- 1 mælalaust verið kastað á hann af miklu afli. Leifar af mönnum fundust ekki í hellinum, en mesta at- hygli vöktu sporin. Þau voru að lögun öldungis frábrugðin því, sem gerist um spor manna af núlifandi kynflokkum. Og ítalsk ir fornleifafræðingar gizka á, að þau séu eftir veiðimenn af Neanderthal kyni, sökum þess að víða annars staðar, þar sem leifar þeirra hafa fundizt, er einnig að finna bein úr heillis- björnum. Ýmislegt bendir til þess, að þetta séu elztu manns- spor, sem fram að þessu hafa fundizt, en rannsóknum er alls ekki lokið. ítölsku vísindamennirnir njóta aðstoðar L. Pales, prófessors í París, við-að reikna út gerð og byggingu fótarins. Telja þeir sig geta með vissu sagt, að sporin séu eftir frumstæðari mann en þau sem franski hellakönnuður inn Casteret fann árið 1948, en þau voru talin um það bil 15 þúsund ára gömul. Fóturinn, sem markað hefur sporin í Nornahelli á Italíu ein- hvern tíma í fyrndinni, hefir verið stuttur og breiður með sterklegum, sundur glenntum tám, einmitt eins og talið er að fótur Neanderthalmannsins hafi verið eftir beinabyggingu hans. ítölsku fornleifafræðingarnir telja, að Neanderthalmenn hafi ekki búið í hellinum, heldur hafi þeir gengið í hann til að veiða hellisbirni, pardusdýr og fjallageitur. Sporin hafa verið mörkuð í mjúka leðju, sem vitaskuld er orðin að steini fyrir löngu. Merkileg þykja blysin, sem fundizt hafa í hellinum, þar eð ekki var áður vitað, að Neafiderthalmenn hafi notað slík tæki. Áflogagarpurinn úr fátækrahverfinu. Charles E. Wilson er 64 ára gamall. Faðir hans var íri, en móðir hans ensk. Hann er fædd- ur og uppalinn í einu illræmdu fátækrahverfi New York-borg- ar. Á uppvaxtarárum hans gekk það undir nafninu eldhús hel- vítis (Hell’s Kitchen). Wilson átti nokkur systkini, en þau dóu öll ung. Faðir hans fórst með voveiflegum hætti, þegar Wilson var kornungur. Hann var einn þeirra, sem tróðust undir, þegar Brooklynbrúin var vígð, en mannfjöldinn við vígsluhátíðina varð svo mikill, að lögreglan fékk ekki við neitt ráðið. Móðir Wilsons varð eftir það að vinna fyrir heimilinu og fékkst hún einkum við hjúkrunarstörf. Þrettán ára að aldri varð Wilson að hætta skólagöngu sinni og byrja að vinna fyrir framfæri sínu. Það varð hlutskipti margra af æskufélögum Wilsons að leggja fyrir sig ýmsa atvinnu, sem braut í bága við lögin. Andrúms- loftið í þessu fátækrahverfi var á þá leið. Ekki sízt varð þetta hlutskipti margra hinna dug- meiri unglinga. Wilson hafði mörg tækifæri til að lenda í slíkum félagsskap, því að hann bar af félögum sínum að afli og hreysti og var annálaður áfloga- seggur. Það hélt honum hins vegar frá öllum slíkum freist- ingum, að móðir hans var ein- dregin baptisti og vandi son sinn á kirkjugöngur og góða siði. Hann gekk í sunnudagaskóla strax og hann fékk aldur til. Margir félagar hans hæddust að þessu hátterni hans og hann átti það til að svara þeim með vel útilátnu kjaftshöggi, er þeim tókst að reita hann til reiði. Nú er Wilson einn af leiðtogum baptistakirkjunnar í Banda- ríkjunum. hringur, General Electric, fyrir- tækið, sem Wilson vann við, og réði hann jafnframt 1 þjónustu sína. Hann var ráðinn verk- smiðjustjóri við hina stóru verk- smiðju G. E. í Bridgeport, sem er 50 mílur frá New York. Þar dvaldi Wilson í 18 ár og telur hann það skemmtilegustu ár ævi sinnar. Verksmiðjan dafnaði vel undir stjórn hans og hann lét sig afkomu starfsfólksins •og fé-* ■lagslíf miklu skipta. Hann veitti sjálfur forstöðu sunnudagaskóla og íþróttaskóla, en hann hefir jafnan verið mikill íþróttaunn- andi. Hnefaleikar hflfa verið uppáhaldsíþrótt. hans og æfði hann þá til fimmtugsaldurs. Hann stofnaði einnig málfunda- félag fyrir yngri mennina og ræddi þar einkum um stjórnmál og trúmál. Forsljóri General Electric. Wilson hafði marga kosti til að bera, er gerðu hann að góðum verksmiðjustjóra. Hann var strangur og harður 1 horn að taka, ef því var að skipta, en jafnan heiðarlegur og refjalaus. Hann þoldi illa alla ósanngirni. Hann átti það til, ef hann taldi sig beittan röngu, að taka í herð- arnar á mótstöðumanninum og hrista hann duglega og það mun hafa komið fyrir, að hann varp- aði sumum á dyr. Hann er með sterkustu mönnum, enda vel þriggja álna hár og gildur að sama skapi. Sjálfur segir hann, að þeir menn, sem hann hafi þannig lent í harki við, hafi oft orðið beztu vinir sínir á eftir. Yfiríeitt var Wilson vel látinn af undirmönnum sínum, er mátu atorku hans og heiðarleika. Yfirmenn hans voru ekki síður hrifnir af honum. Hann fékk því stöðugt aukin völd innan G. E., unz hann var gerður aðalfram- kvæmdastjóri félagsins 1939. Hann hafði nýlokið við að endur skipuleggja rekstur hinna 39 verksmiðja félagsins, er Banda- ríkin hófu stríðsframleiðsluna af fullu kappi. Hann var því vel undir hana búinn og notaði sér þá aðstöðu af mikilli atorku og framsýni. Þegar styrjöldinni lauk, átti G. E. orðið 69 verk- smiðjur og unnu við þær rúm- lega 170 þúsund verkamenn. —Alþbl., 25. marz Farsæll iðjuhöldur. Wilson hóf að vinna utan heimilisins 13 ára gamall, eins og áður segir. Hann fékk vinnu hjá raftækjaverzlun, er jafn- framt rak litla raftækjaverk- smiðju. Hann fékk strax mikinn áhuga fyrir starfi sínu og öllu því, sem að rafmagnsfræðum laut. Yfirmaður verzlunarinnar fékk strax mikið dálæti á Wil- son og gerði hann að alalfull- trúa sínum þegar hann var 21 árs gamall. Nokkrum árum síð- ar keypti hinn ftóri raftækja 1 opinberri þjónusiu. Wilson hefir jafnan verið republicani. Hann hefir þó ver- ið frjálslyndur og var einn þeirra fáu úr hópi republicanskra iðju- hölda, sem starfaði í ýmsum nefndum, er Roosevelt setti á laggirnar. Ýmsir flokksmenn hans átöldu hann fyrir þetta, en Wilson lét sig það engu skipta. Árið 1942 gerði Roosevelt hann að varaformanni vígbúnaðar- ráðsins (The War Production Board). Hann þótti reynast vel í því starfi og það þótti því vel ráðið, er Truman fól honum að sjá um endurvígbúnað Banda- ríkjanna, þegar ljóst var orðið af ögrunum kommúnista að ekki yrði hjá honum komizt. Wilson kunni í fyrstu hálfilla við þetta starf sitt. Einkum samdi ekki honum og fulltrúum verkalýðssamtakanna og neituðu þeir um skeið að vinna með honum. Wilson leit svo á, að það væri ekki verksvið verkalýðs- samtakanna að hafa afskipti af þessum málum, heldur eingöngu að hlutast til um kaup og kjör félagsmanna sinna. Hann taldi hin ýmsu ráð og nefndir, skip- uð fulltrúum hinna og þessara samtaka, vera til trafala. Hann var vanastur því að ráða og láta framkvæmdirnar ganga skjótt og vel. Smám saman hefir hann þó vanið sig við þessa agnúa opinberrar starfsemi. Fullar sættir eru komnar á milli hans og fulltrúa verkalýðssamtak- anna. Þeir, sem áður gagnrýndu Wilson mest, eru líka farnir að meta kosti hans. Hann fylgir Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.