Lögberg - 29.05.1952, Blaðsíða 8

Lögberg - 29.05.1952, Blaðsíða 8
8 LOGBERG, FIMTUDAGINN, 29. MAÍ, 1952 Úr borg og bygð COOK BOOK Matreiðsíubók, sem Dorcasfé- lag Fyrsta lúterska sáfnaðar lét undirbúa og gaf út; þegar þess er gætt, hve bókin er frábærlega vönduð að efni og ytri frágangi, er það undrunarefni hve ódýr hún er; kostar aðeins $1.50 að viðbættu 15 centa burðargjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, sendist: Mrs. R. G. Pollock, 708 Banning St. Winnipeg, Sími 36 603 Miss Rulh Bárdal, 5 — 54 Donald St. Winnipeg. Sími 929 037 ☆ Við kvöldmessu í Concordia kirkjunni í Churchbridge fimtu- daginn þ. 15. maí voru skírð Sigga Rós, dóttir Mr. og Mrs. Einar Johnson, og Joanne Marilyn, dóttir Mr. og Mrs. Valdi Johnson, bæði frá Church- Næsti fundur Stúkunnar HEKLU I.O.G.T. verður haldinn þriðjudaginn 10. júní n.k. á venjulegum stað og tíma. ☆ Guttormur J. Guttormsson skáld frá Riverton kom til borg- ainnar snögga ferð í fyrri viku. ☆ Meðal þeirra, er prófi luku í læknísfræði nýverið við Mani- tobaháskólann, var John Jó- hannsson, hinn mesti efnismað- ur; hann er sonur þeirra Frið- riks Jóhannssonar að Buchanan, Sask., og frú Margrétar Jóhanns- son; voru foreldrar hans um eitt skeið búsett að Elfros, Sask. ☆ Herra Ásmundur Jónsson tré- smíðameistari frá Reykjavík, sem dvalið hefir hér um slóðir frá því í byrjun síðastliðins októbermánaðar í heimsókn til skyldfólks síns, lagði af stað flugleiðis til íslands um New York á þriðjudaginn; hann er hinn mesti skýrleiksmaður og hefir eignast hér margt góðra Föstudaginn þ. 16. maí voru gefin saman í hjónaband í Concordia kirkjunni í Church- bridge, Sask., Guðrún Ágústa, elzta dóttir Mr. og Mrs. M. A. Magnússon í Churchbridge, og Andrew Peter, sonur Mr. og Mrs. Th. Anderson, einnig frá Churchbridge. — Séra Jóhann Fredriksson frá Lundar fram- kvæmdi hjónavígsluna. Vegleg veizla var haldin í Concordia samkomuhúsinu; byggðarkonur veittu af rausn; fólk skemti sér lengi og vel fram á kvöld. Ungu hjónin ætla að setjast að á bú- jörð í nánd við Churchbridge. ☆ Ungfrú Karólína Gunnarsson, sem mörgum er kunn af kvæð- um sínum og smáritgerðum, var stödd í borginni í fyrri viku; hún á heima í bænum Shunna- von, Sask., og er fréttaritstjóri vikublaðsins TIME, sem þar er gefið út. ☆ "BUS" Leaving for Gimli., Man. for The Lutheran Women’s Con- vention, will leave from The First Lutheran Church on Friday morning June 6th at 8 a.m. sharp. Daylight Saving Time. ☆ Laugardaginn þ. 24. maí voru gift af sóknarprestinum á Lund- ar þau Nancy Ann Sveinrún, dóttir Mr. og Mrs. John Einars- son að Lundar, og Jóhann Bessi, sonur Mr. og Mrs. Jóhann Vig- fússon, einnig að Lundar. Fjöl- menn veizla var haldin í sam- komusal bæjarins. Ungu hjónin verða til heimilis að Lundar. ☆ Enskur maður, Mr. Harley Slough, starfsmaður Canadian Pacific járnbrautarfélagsins í Vancouver, leit inn á skrifstofu Lögbergs í fyrri viku á leið norður til Gimli; kvaðst hann hafa kynst fjölda íslendinga á lífsleiðinni, og aldrei hafa átt samleið með betra fólki; hann sagðist kunna þó nokkurn graut í íslenzku og hinum Norður- landamálunum. ☆ Á mánudaginn var lögðu af stað í heimsókn til Islands, þær frú Kristín Jónasson, kona G. F. Jónassonar forstjóra Keystone Fisheries Limited, og frú Guð- rún Blöndal, ekkja Ágústs Blöndal læknis; þær sigla frá Montreal með skipinu Empress of Canada til Liverpool; þær ætluðu að litast um í London og Edinburgh, en fljúga síðan frá Prestwick til íslands; þær hafa aldrei áður ísland augum litið. Frú Kristín rekur ættir sínar til Vopnafjarðar, en frú Guðrún er ættuð úr Norður-Þingeyjar- sýslu; þær munu verða nokkuð á þriðja mánuð á ferðalaginu. Uögberg árnar þeim góðs braut- argengis. ☆ Látinn er nýlega að Foam Lake, Sask., Gísli Bíldfell frá Bíldsfelli í Grafningi, 87 ára að aldri, hinn mesti sæmdar- og atorkumaður; hann 'var bróðir Jóns J. Bíldfells. ☆ Ágætt 5 herbergja hús að 691 Sherburn Street hér í borginni fæst til leigu frá 1. júní næst- komandi. ☆ Mr. Carl Hansson, Royal Crest Apts. hér í borginni er nýlega kominn heim vestan frá Climax, Sask., en þar á hann bújörð, sem hann hafði eftirlit með um sán- ingartímann. ☆ Ungmenni fermd í kirkju Sel- kirksafnaðar, sunnud. 25. maí: STÚLKUR Ingibjörg Gladys Helga Doll Jónína Joyce Clarie Ámundson Peggy Margaret Elín Ingimund- son Virginia Evelyn Byron June Shirley Atkins Myrna Gail Stefánson Ruth Lucey Light Guðrún Emily Nordal Vivien Jóhanna Vogen Jacqueline Irene Edna Erickson Marlene Rhoda Boffie DRENGIR John Magnús Stephan Stephanson Clarence John Young Ernest Kurbis Frederick Nelson Tropp Kristinn Eiríkur Leslie Vigfús- son Robert Mitchell Baruson Ervin Beck John Lyman Evans Robert Harvey Keen. ☆ Dr. P. H. T. Thorlakson og frú eru fyrir skömmu komin heim austan úr Quebecborg, en þar sat Dr. Thorlakson ársfund krabbalækningafélagsins í Can- ada, en hann var, eins og kunn- ugt er, forseti þessa mikilvæga vísindafélagsskapar árið, sem leið og lagði á sig feikna erfiði í þágu hans; er það nú alment viðurkent, að hann standi í allra fremstu röð innan vébanda hinnar canadisku læknastéttar og þótt víðar væri leitað. ☆ Séra Valdimar J. Eylands brá sér suður til Dakota um helg- ina, ásamt frú sinni, og þeim Guðlaugu Jóhannesson, Guð- rúnu Pálsson og Jónasi J. Thor- wardson. Voru þau prestshjónin gestir á heimili þeirra séra Egils og frúar hans að Mountain. — Á sunnudaginn aðstoðaði séra Valdimar heimaprestinn við fjórar guðsþjónustur og flutti ræður í öll skiptin. Dagsverk þeirra prestanna hófst með guðs- þjónustu á „Borg“ hinu fagra elliheimili þeirra Dakotabúa; þá var Baccalaureale guðsþjónusta að Mountain, helguð ungmenn- um sem voru að ljúka gagn- fræðaskólanámi; þar næst var haldið til Cavalier, þar sem kirkjuvígslan fór fram, sem sagt er frá á öðrum stað hér í blað- inu; þaðan var keyrt í skyndi til Garðar, þar sem að önnur Baccalaureate guðfeþjónusta fór fram svipuð þeirri að Mountain um morguninn. Allar voru þessar samkomur vel sóttar og söngur ágætur. bridge. vina. Skemtisamkoma Þjóðrækni sf élagsins verður haldin í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU þriðjudaginn 3. júní 1932 kl. 8.30 e. h. SKEMTISKRÁ: O, Canada ÁVARP SAMKOMUSTJ^ÓRA Dr. Tryggvi J. Oleson EINSÖNGUR .................Mrs. Eima Gísla.son Við hljóðfærið: Miss Gwendda Owen Davies FIÐLULEIKUR .........Miss Dorothy Mae Jónasson Undirleik annast: Miss Gwendda Owen Davies RÆÐA ................Séra Friðrik A. Friðriksson, prófastur frá Húsavík EINSÖNGUR .................Mrs. Elma Gíslason Við hljóðfærið: Miss Gwendda Owen Davies STUTT RÆÐA af segulbandi ELDGAMLA ÍSAFOLD — GOD SAVE THE QUEEN Aðgangur: 25 cents Fyrsta sumarmot r / *» „rrons verður haldið í GOOD TEMPLAR HALL mánudaginn 2. júní 1 952, kl. 8.30 e. h. SKEMTISKRÁ: O, CANADA ÁVARP SAMKOMUSTJÓRA Mrs. Ingibjörg Jónsson EINSÖNGUR ...............Mrs. Pearl Johnson 1) Ég ayng um þig .....S. KALÐALÓNS 2) Heiðin há .........S. KALDALÓNS Við hljóðfærið: Miss Sigrid Bardal RÆÐA .......... Séra Valdimar J. Eylands CELLO SOLO ............ Mr. Harold Jónasson Hlé, fimm mínútur STUTT RÆÐA of segulbandi Mr. Árni G. Eylands RIMUR Mr. Tímóteus Böðvarsson STUTT RÆÐA af segulbandi . Séra Jakob Jónsson ELDGAMLA ISAFOLD — GOD SAVE THE QUEEN Aðgangur: 50 cents Sunnudaginn 4. maí, voru gefin saman í hjónaband í kirkju Bræðrasafnaðar í Riverton þau Jacob Egill Johnson og Margaret Anderson, bæði frá Riverton. Séra Harald S. Sigmar gifti. Svaramenn voru K. Thorsteins- son og Joyce Spring. Veizla var setin í Federated Parish Hall. ☆ Laugardaginn 3. maí, voru gef- in saman í hjónaband í kirkju Árdalssafnaðar í Árborg, þau Douglas Clarence Anderson og Marjorie Leany, bæði frá Ár- borg. Séra Harald S. Sigmar gifti. Svaramenn voru Kathleen Eyjólfsson og John Anderson; veizla var setin að heimili for- eldra brúðgumans. FOR POWER When and Where You Need It You Can Depend on MAMNB MOTONt casoums We have jusl the size you need. Ask for particulars. MnMFORD. Medland, Phone 37 187 576 WaU St. Þmited. WINNIPEG MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Hvítasunnudag: Sunnudagskóli kl. 10 árd. Ensk messa kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólaísson ☆ The Luiheran Church in New Iceland Sunday June lst at 2 p.m. (S.T.) Geysir. The pastor will meet with Confirmation Class after Service. June 8th Vidir 3 p.m. (S.T.) Arborg 8 p.m. (S.T.) Pastor Anderson Preaching Útskrifaðar hjúkrunarkonur Nýlega hafa þessar stúlkur lokið prófi í hjúkrunarfræði við Winnipeg General Hospital: Helen Dorothy Sigurdson, Riverton, Man., hlaut H. E. Sellers Scholarship. Hún er elzta dóttir Mr. og Mrs. Stefán Sigurdson, Riverton, Man. Ðorothy Joan Sigurdson, Keewatin, Ontario, (Honorable Mention). Oddný Eirika Bjarnason Norma Lorraine Ingimundson Doroíhy Elizabeth Johnson Jóna Johnson. THIS HANDB00K FOR AMBITIOUS MEN me/ Have you had your copy? 150 pages of guld- ance to best-paid positlons. Up-to- the-minute infor- mation f o r m e n who want to climb to the top. Tells how to get promo- tion, security and better pay through home study courses. This hand- book “Engineering Opportuni- ties” is free and entirely with- out obligation. Send the cou- pon. Make this your big year ! Describes over ninety courses including : Mechanicai Eng. Automobile Aeronautical A.M.I.Mech.E. Television A.F.R.Ae.S. Building A.M.I.C.E. Eiectrical B.S. (Pure > Radio Science) SEND COUPON TODAY----------------•, I Canadian Institute of Science aníl Tech- I I nology Limited, 000 Garden Building, I I 263 Adelaide Street West, Toronto, ! Please forward free of cost or obligation your handbook, “ENGINEERING OPPOR- [ TUNITIES". ; I Name............................... > I Address............................. | ' ...............................Course * I interested in...............Age...... I 206 ☆ ☆ ☆ ☆ Hvítasunnan 1. júní í Fyrstu lútersku kirkju Kl. 11 f. h. Ferming og altarisganga Kl. 7 e. h. Guðsþjónusta á íslenzku. Séra Friðrik A. Friðriksson prófastur á Húsavík prédikar. Kl. 8.30 e. h. Samband lúterskra kirkjukóra syngur hátíðarsöngva. ÞRÍTUGASTA OG ÞRIÐJA ÁRSÞING Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi verður haldið í Good Templarahúsinu við Sargent Ave. í Winnipeg, 2., 3. og 4. júní 1952 ÁÆTLUÐ DAGSKRÁ: 1. Þingsetning 2. Ávarp forseta 3. Kosning kjörbréfanefndar 4. Skýrslur embættismanna 5. Skýrslur deilda 6. Skýrslur milliþinganefnda 7. Útbreiðslumál 8. Fjármál 9. Fræðslumál 10. Samvinnumál 11. Útgáfumál 12. Kosning embættismanna 13. Ný mál 14. Ólokin störf og þingslit Þing verður sett kl. 9.30 á mánudagsmorguninn 2. júní, og verða fundir til kvölds. Kl. 4 e. h. fer fram athöfn til minningar um Svein sál. Björnsson, forseta Islands, í Fyrstu lútersku kirkju á Victor St. undir umsjón Þjóð- ræknisfélagsins. Séra Valdimar J. Eylands stýrir athöfn- inni, en Dr. Richard Beck flytur minningarræðu. Sam- koma verður að kveldinu undir umsjón deildarinnar Frón. (Sjá auglýsingu á öðrum stað). Á þriðiudagjnn verða þingfundir bæði fyrir og eftir hádegi. Að kveldi verður samkoma undir umsjón aðal- félagsins. (Sjá auglýsingu á öðrum stað). Á miðvikudaginn halda þingfundir áfram og eftir hádegið þann dag fara fram kosningar embættismanna. En við morgunfundina flytur Dr. P. H. T. Thorlakson ávarp til þingsins er nefnist: „Þjóðræknissamtök Vestur- Islendinga og framtíðin." Winnipeg, Man., 26. maí, 1952. í umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins, PHILIP M. PÉTURSSON, forseti INGIBJÖRG JÓNSSON, rilari

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.